Heimskringla - 10.12.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.12.1914, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 10. DESEMBER 1914. BttlHSKHINGI-A BES. 3 Fréttabréí. Victoria, 11. C., 28. hót. ’14. K;cri herra! — Mór skilst svo, að eg sé einn af þeim betri inönnum ineð að borga Heimskringlu á réttum tíina, og sé því að réttu lagi aðnjótandi þeirra starfað i lögmannafélagi í Saskat- toon borg, og lesið lög i frístund- nin sínum. Við fullnaðarprófið skar- aði Mr. Lindal langt fram úr ölluiu öðrum Iögfræðisnemenduui frá Sas- katoon, og þegar meðaltal allra laga- prófanua, sein hann hefir skrifað á, cr tekið, stcndur hann cfst á blaði fyrir alt Saskatchewan-fylkið. Frainvegis verður Mr. Líndal með- limur i einu merkasta lömannafé- hlunninda, að fá Striðskortið. Þcss vegna sendi eg hér með miðann minn og festi hanu á kínverskt fréttabréf, — líkast til lýsingu á lifn- aðarháttum okkar Victoriu búa. Héðan er ekkert að frétta. Það lifa allir óáreittir af illum aðsóknum I ennþá, og vonumst eftir að svo verði1 í framtíðinni. — Eg cr hjartanlegai þakklátur fyrir allan fróðleikinn, ( sem Heimskringla flytur okkur, j bæði fyrir andann og líkamann; ogj óska yður, herra ritstjóri til lukku í! ritstjóra-sætinu, og góðs árs og frið-j ar á næsta ári. Og þakklæti vil eg fram bera til fráfarandi ritstjóra íyrir gamla árið. Hlakka mikið til að fá ferðasöguna sérprentaða. Við höfum oft fengið mikið af ferðasög- um, og mörgum góðum, en þessi er undantekning frá öllum öðrum. Þar á við það sem sira Þórarinn Krist- jánsson (síðast prestur í Vatnsfirði) sagði í hjónavigslu, þar sem hann var að gifta stúlku, sem honum þótti vera góðum hæfilegleikum gædd, bæði til sálar og likama, eins og líka siðar reyndist. Orðin voru þessi: “Það er ekki sjaldgæft, að meiiii i'esti ser konu, en'þaö kein- ur mjög sjaldan fyrir, að menn eign- ist annan eins kjörgrip og þessi kona er”. Svo er með þessa ferða- sögu, og gaman og gagn befði mér verið, að hafa hana í vasanum á ferðalagi til íslands fyrir nokkrum árum. í dag var jörðuð hér í Victoria Lassarian Bjarnadóttir, frá Skarðs- hömrum í Norðurárdal, kona Stein- j gríms Norðmanns, góð og mýndar- leg kona. Verður yíst meira getið siðar. Með vinsemd og virðingu. . . J. //. Johnson, 1439 Pembroke St. Bréf frá Saskaíoon. Saskatoon, Sask., 3. des. 1914. Kæri vinur Skaptason. Mér dettur i hug, að scnda þér frétt héðan frá Saskatoon, ef þú vild- ir birta hana í Heimskringlu. ‘fjrslit lagaprófanna i Saskatche- wan-fylkinu, sem eru nýútkomin, sýna, að landi vor Waller Líndul hefir útskrifast sein iöfræðingur með með beztu eink. Mr. Líndal útskrif- aðist frá Manitoba háskólanum 1911 eftir hið glæsilcgasta námsskeið með hæstu einkunn, en licfir síðan laginn í Saskatoon, Cruise and I Tufts, og ættu lslendingar í Saskat- j chewan að muna það, er þeir þurfa lciðbeiningar lögmanns við. Með beztu óskum. Þinn einlægur vin, Thorbergui Thorualdsson. Vigfús GuðmiKidsson Melsteð. A þriðjudaginn 24. nóv. síðastlið- inn lézt öldungurinn Vigfús Guð- mundsson Melsteð, að heimili sínu í grend við Churchbridge í Saska- tchewan fylki, sjötíu og tveggja ára gamall. Banamein hans var heila- blóðfall. Vigfús heitinn var fæddur að Borg i Borgarfirði 7. júlí 1842. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðinundur prófastur Vigfússon og Guðrún Finn bogadóttir. Dvaldi hann hin fyrstu ár æfi sinnar suður þar hjá foreldr- um sínum, en fiuttist síðan með þeim norður að Melstað í Miðfirði, og tók þar snemma við búsforráðum hjá foreldrpm sinum. Luust eftir tvítugs aldur gekk hann að elga Oddnýju ólafsdóttur Jónssonar, dannebrogsmanns á Sveinsstöðum i Þingi i Húnavatnssýslu, og fluttist einu ári síðar úr feðurhúsum. Bjó hann fyrst að Hólabaki í Þingi; þá á Fallaiidastöðum í Ilrútafirði; þar næst á Ytri-Völluin á Vatnsnesi, og þaðan flutti hann árið 1883 til Sauð- árkróks, og dvaldi þar fram að alda- mótum, að undantekinni eins árs dvöl vestan hafs. Vigfús hafði lært söðlasmiði, af mági sínmn Jóni ólafssyni á Sveins- stöðum, og stundaði hann iðn þá bæði á búskaparárum sinum og eins á Sauðárkrók, í bæði skiftin, sem hann dvaldi þar. Á Ytrivölluin hafði hann verkstæði all-stórt, og unnu margir svcinar hjá honum þar. — Hann var hreppstóri þar og settur sýslumaður; gegndi sýslumanns- störfum í Skagafjarðarsýslu í fjar- veru sýslumanns. Hafði hann auk þess ýms ábyrgðarmikil störf á hendi. Hann var oddviti skólanefnd- ar á Sauðárkrók og tók þar góðan þátt í öðrum almenningsmálum, — gekst meðal annars fyrir því, að fá þar reista kyrkju. Han n var og nokkrum sinnum settur verjandi i sakamálum fyrir héraðsrétti. Kona Vigfúsar andaðist á Sauð- árkrók 1891, og fluttist hann árið eftir til Vesturheims. Þar kvæntist hann í annað sinn og gekk að eiga Þóru Sæmundsdóttur, sem nú Iifir | mann sinn. Þóra var og tvigift. | Fyrri maður henar var Einar Sæ- mudsson, valinkunnur maður aust- an hafs og vestan. Arið 1893 flutti Vigfús til Islands aftur, og dvöldu þau hjón á Sauðárkrók í 7 ár. Sið- an fóru þau vestur um haf i annað sinn; voru eitt ár í Norður-Dakota, anað i Winnipeg, og fluttu siðan vestur til Þingvalla nýlcndui Saskat- chewan. Nam Vigfús þar land og bjó á þvi hin síðustu tólf ár æfi sinnar. Vigfús sál. var merkismaður og hinn mesti sómamaður i hvívetna. Orðvar og óhlutsamur, en manna fúsastur til að vinna öðrum gagn og taka í þann strenginu, sem til al- menningsheilla horfði, þegar tæki- færi gafst. Reyndist hann ætíð góð- ur félagsmaður í öllum þeim mál- um, sem hann var við riðinn. Góð- hjartaður var hann og hjálpsamur, oft og tíðum jafnvel fram yfir það, sem efni leyfðu. Góð.verk sín vann hann í kyrþey. Mun marga reka minni til rausnar hans og hjálpsemi “frostaveturinn” 1880—81 og svo “harða vorið” 1882. Sérstaklega var viðbrugðið framkomu hans “harða vorið”. Hann bjó þá á Ytrivöllum, sem fyrr var sagt. Þá rak hvali tnarga á Vatnsnesinu, og var hann af sýslumanni settur umsjónarmað- ur yfir hvalfjörunni. Hann leysti þann starfa vel og dyggilega af hendi. Þá var liúsfyllir á Ytrivölluin bæði dag og nótt, á mcðan á hval- veiðunum stóð, því mörgum var þörf á björg þeirri í harðindunum. Ekki þáði Vigfús neitt fyrir átroðn- ing þann, og mun þó hafa þrengt að lionum sem öðrum. —, Vigfús var haldinorður og vandaður i öllum viðskiftum, og vandvirkur á alt sem hann gjörði, smátt og stórt. Þótti smiði hans traust og haldgotL Vigfús sál. var jarðaður i kyrkju- garði Konkordía-safnaðar. Útförin var afar fjölmenn. Síra Guttormur Guttormsson jarðsöng hann. Börn eignaðist Vigfús mörg í fyrra hjónabandi. Af þeim eru þessi á lífi: Guðmundur, vcrzlunarmaöur á Akureyri; Ingibjörg, gift Guð- mundi snikkara á Akureyri; Sólueig Elínborg, gift Einari kaupmanni og póstafgreiðslumanni Runólfssyni á Vopnafirði; Elísabet Þórunn, gift Guðbrandi Jónssyni skjalaverði, nú í Kaupmannahöfn; Guðrún Oddný, gift Stefáni Sveinssyni, fyrv. kaup- manni í Winnipeg; Finna Margrét, gift Kristjáni Hjálmarssyni, verzl- unarmanni í Kandahar, og Sigurður, ráðsmaður Banfields verzlunarinnar í Winnipeg. í siðara hjónabandi eignaðist hann tvö börn, og lifir annað, Vig- fús Oddur, piltur á tvítugsaldri. Vigfúsar Melsteðs munu allir kunnugir minnast mcð þakklæti fyr- ir samveruna. G. G. Geitur. GreitSiS atkvæði ySar meS C. MIDWINTER fyrir Board of Control 1915 Reynsla hans í bæjarmál- um:—10 ár í skóla ráSinu í Elmwood; 3 ár í sveitar ráS- inu í Kindonan; 5 ár í borg- arráSinu í Winnipeg. Nú um tíma í Board of Control. Vatns ástandiS í Winnipeg er betra nú en áSur. Þökk- ina á Controller Midwinter. Fyrverandi bæjarráðsmaður M. Finkelstein i 6skar fylgis yðar og atkvæða FYRIR Board of GONTROL Ef ySur vantar þaulreyndan ‘‘business” mann sem hefir mikla þekkingu af bæjar málum, þá greiSiS atkvæSi meS mér. Símið G. 2562 og fáið uppiysingar Kona ein í grend við borgina Pasadena i Californiu hefir um nokk urn undanfarinn tima stundað geita- rækt og gradt fé á því. Svo hefir henni lánast vel þessi hýa atvinnu- grein, að hún hyggur þess ekki langt að bíða, að geitarækt á heim- ilum manna verði eins almenn og hænsarækt nú er. Stofnfé sitt fékk hún frá Sviss, því að svissneskar geitur telur hún þær beztu til mjólk- ur, sem fáanlegar séu; með því að mjólkin úr þeim sé betri og kost- meiri, en úr beztu kúm, og hollari ungbarna fæða, en nokkur önnur mjólk. Enda selur hún hvern mjólk- urpott á 25 cents. Samt segist hún ekki hafa ineira en luefilegan arð af sölunni. Geitafóður er ekki kostnaðarsamt. Þær eta alt- það,- er afgangs verður alinent í ibúðarhúsum: alskyns kál- og garðmeti, hrís og hey, eink- anlega ræktað hey, svo scm alfalfa og clover. Geitamjólkin segir konan, að ætíð hafi það til síns ágætis um- frain kúamjólk, að hún sé algjörlega fri af sjúkdómsgerlum. Svo er nú orðin mikil eftirspurn eftir geitum hennar, að hún hefir ekki við að mæta henni. Miklu segir hún kostnaðarminna, að ala geit en kú, og miklu óvand- farnara með þær. Tjóðra má geitina hvar sem vill, og þarf ekki að vanda húsakynni handa henni.. En næga mjólk veitir ein geit hverri meðal- fjölskyldu. Vanalega mjólkar geitin frá 3—4 potta á dag, og nytinni halda þær lengstan tíma ársins. Sjö geitur þurfa jafn mikið fóður eins og ein kú. Að meðaltali má áætla kostnaðinn við fóður gcitarinnar 10 cents á sólarhring, eða svo sem svarar eins potts verði af kúamjölk, eins og hún nú er seld hér i borg. Þesar svissncsku geitur eru af hinu svonefnda Toggcnburg kyni. En það nafn draga þær af dalverpi þvi, sein þær tilheyra. Nú fást þær ekki lengur fluttar til Ameríku, þvi að horn- og klaufa-sjúkdómur hefir komið upp i kyni þessu, sem reynst hefir sóttnæmur og ill-læknandi, og er þvi innflutningur þeirra til Banda ríkjanna bannaður. Svo segir kona þcssi, að meðal- afurð hverrar geitar sé 3%—5 pott- ar á dag af mjólk, og að þær haldi nytinni miklu-lengur en kýr. Sú geit sem eftir burð mjólkar 4 potta á dág, gefur eftir 10 mánuði pott mjólkur á dag, að meðaltali. Til hafra er ungum geitum ekki hleypt fyr en þær eru ársgamlar; eftir það auku þær kyn sitt og mjólka þar til þær eru ellefu ára gamlar. En full- um þroska ná þær ekki fyr en á þriðja ári. Tvær eru tegundir Toggenburgs- geita; önnur fullkynjuð, Ijosbrún að lit; hin hálfkynjuð, ljósgrá að lit. Hálfkynjúð geit kostar í Californíu $35.000 til $50.00, en fullkynjuð $100.00. Fullkynjaður kvengeitar- kiðlingur kostar þar $75.00.— Bezt er að gefa þeim mjólkurhræring á morgnana og hcy á kveldin. ErviSar tííSir og velferðarnefndin. (Eflir Isafoldt- Á síðasta þingi var, einsog kunn- ugt er, kosin nefnd til þess, i sam- bandi við stjórnina, að sjá þjóðbú- inu fyrir bjargræði í dýrtið þeirri og vandræðum, er stafa frá styrjöld þeirri hinni miklu, er nú gengur yf- ir Norðurálfuna. Eg efast ekki um, að allir þeir, er þessa nefnd skipa, hafi einlægan vilja á, að fara hér vel og viturlega að ráði sínu, láta hér sem mest gott af sér og sínum ráð- stöfunum leiða, landi og lýð til hjálpar á þessum erfiðu timum; því timarnir eru erfiðir; hafa nú um langt skeið ekki verið erfiðari, að minsta kosti ekki um Suður- og Vesturland. Heyskortur var almennur á sið- astliðnu vori, svo að þau heimili voru víst færri, á þessu svæði, er ekki urðu að aRa sér viðbótarforða af korni, sem sjálfsagt hefir numið fyrir meðalheimili frá 150 til 300 kr. virði. Síðan kom unglamba-1 dauði, bæði vegna hreta og van- j heilsu anna, svo almennur, að nam viða V* unglamba á heimili til helm- ings, og viða þar yfir; auk þess sem víða fór talsvert af rosknu fé. — Þá er að minnast á hið gífurlcga tjón, sem orðið er á heyskap bænda, er | liggur nú, komið að veturnóttum, um tún og jafnvel sumt á engjum, komið að stórskemdum, eða þá haug að inn sumstaðar, litt nýtu. Að visu hirtust töður viðast vel, en úthey voru óviða komin inn til muna, er brá til rigninga með höfuðdegi, og það lítið, sem inn var komið, viða skemt, þar sem ekki eru hlöður; og við þetta bættist svo dýrtið og vöru- ekla. Það er því varla of djúpt tekið í árinni að segja, að nú séu erfiðar tiðir og vcrkefni mikil fyrir hönd- um fyrir velferðarnefndina, cr kos- in var á siðasta þingi, til að ráða fram úr vandræðunum. Og einsog eg tók fram, þykist eg þess viss, að viljann vantar ekki hjá mönnum þeim, er þá nefnd skipa, til að verða að sem mestuin notum. Úr bréfi frá Quill Lake, 30. nóv.: “Við fengum alldrjúga snjókomu 11. þ.m. og ofsa vinda af og til á eftir; kom þá fréttaritaranum til hugar þessi stgka: Margur fengi mettan kvið, má þvi nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Siðustu viku stilt og frost lítið, en hrímfall á nóttum. A. Fr.” Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Kldavélax Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns I>vottavélar Harley Vacuura Gólf Hreinsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures'* “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 410 Portafe Ave. Phone Main 4064 Winnipeg ViÓgjört5ir af öllu tagi fljótt og vel af hendi leistar. \ :: :: :: : » » :: :: ** ♦♦ n :: B a « n :: :: :: :: 8 :: :: ATKVÆÐA YÐAR OG ÁHRIFA ÓSKAR G. HALFORD FYRIR n n n :: » n n n n n n n n n n n n n n n n n n n ttnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn BOARD OF CONTROL, 1915 Sparsemi og framkvæmd þar sem mögulegt er. Framkvæmdarsöm stjórn og eftirlit á ósparsemi. CONTROLLER McArthur Hér eru fáein atriði talin, sem Controller McArthur hefir veriÍS helzti frumkvöðull a‘ð, síðan hann tók við Controller- stöðunni. 1. —Umbætur í Engineer- ing deildinni samþyktar af bæjarráðinu, svo sú deild starfar nú betur en nokkru sinni áður. 2. —Stræti asfaltuð, gang- stéttir lagðir, skurSir og brýr bygðar; yfir $ l, 300,- 000 af umbótum fullgjört áriS l 9 l 4 undir kostna'óar áætlun og án allra verk- tafa,—alveg eins og vera ber. 3. —Steintöku- og sand- náma bæjarins starfrækt meS yfir $18,000 ágóSa en tap á því starfi áriS 1913 var $9,531.92. 4. —MeSlimur í Greater Winnipeg Water District nefndinni, og einnig í nefndinni sem útvegaSi 2 millíón dollara upphæS til útgjalda bæjarins næsta ár. HANN HEFIR REYNST DUGANDIMAÐUR f GreiSiS atkvæði meS honum fyrir bæjarráðsmann áriS 1915 GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ R.8. FYRIR Board of Control Hjálpið til þess að kjósa þaolreyndan verzlnnarmann í Winnipeg bæjarráðið og tryggið þannig duglega og sparsama bæjarráðsnefnd, þá er lækknn skatta ugglaus ííöfuðstöðvar: Phone Main 2311 Lækkaðu fæðis kostnaðinn Meö því aö brúka meira af PURITY FLOUR og minna af dýrum fæöum, þú getur lækkaö fæBis- kostnaBinn stórkostlega. Hvitt hveiti er næringar meira og byrlega en nokk- ur önnur fæöa, eftir dómi sérfræöinga og efnafræöing PURITY FLOUR er búið til úr hveiti korni sem er marg prófaö áöur en þa$ I er malaö í hveiti. Hvéitiö er einnig prófaö í bökunarofni. ÖU I þessi varúö tryggir húsmóöirinni aíbrags brauö. PURITU FCOUR More Bread and öetter Bread

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.