Heimskringla - 10.12.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.12.1914, Blaðsíða 4
BLS 12 HEIUSKRINGLA WINNIPRG, 10. DESBMBER 1914. BrnkalSar saumavé!s.r nel hæti- :j lesu ver-Bl.; nýjar Singer vélar, fyrlr peainsa út í hönd eUa tli letlgn Partax i allar tegundir af vélum; I aBKjörB á öllnm tegundum af Phon- Í nographa & mjög lágu vertsí. ? Sími Garry 82 I i. p:. rryans S .1»! SARGEIVT AVE. 3 Okkur vantar dugtega ••agenta" og ! verksmala Radd Framleiðsla Um. HvMflck, 48.% Arlla*<oa Ht. er reitlubttin veita móttöku nem- endum fyrir raddframleitSslu og SÖDg. Vegna þess aö hún hefir kent nemendum á Skotlandi undir Lond- on Royal Academy próf met5 bezta árangri er Mrs. Hossack sérstak- lega vel hæf til þess aí l?efa full- komna kenstu og meö láu veröi. Símið Sherb. 1779 D. GEORGE & CO. General House Repairs CtbliH Haktra and Upholvterera íhirníturo repalrad, upholstered and cleaned, french polishlng and Hardwood Flnishlng, Furni- ture packed for shtpment Chairs neatly re-caned. Phone Shrr. sn.1 M« Sherbrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. ASal Skrlfstofa, Winnlpea; $100 SKULDABRÉF SELD Tilþmglnda þelm sem hafa smá upp- hæölr tll þess aB kaupa, sér I hag. TTppIýstngar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle, raWaasaSur 428 Maln Street. Wlaalpeg. Piano stiiiing Ef l>ú gjörir ár.s samning uni að láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu œfinlega visa um að hljóðfaeri þitt er í góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandiega. Samnings verð $G.OO um árið, þorganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPEKCE STREET Isabel CleanÍDg and Pressing E»tabli»hment J. W. <|l I.’N.V, eiigaadi Kunna manna bezt aö fara metJ LOÐSKINNA FATNAÐ Viöseröir og breytinffar k fatnabi. Pbone Garry 1098 83 Isabei St. horni McDermot HEILSUTÆP 0G UPPVAXANDI RÖRN Porters Pood er blessun fyr- ir heilsutæp og uppvaxandi börn. Sóistaklega tilbúin meltingar fæða úr hveitimjöli og haframjöli og það er hægra að melta það en graut. Það má brúka það hvort heldur maður vill sem mat eða drykk PORTERS FOOD Ef brúkað daglega fullnæg- ir og þroskar unghörn, og gjörir þau sterk og hraust. Selt í blikk kollum, 35c og $1. í öllum Iyfsölubúðum. Eimskipafélagið. (Eflir fsafold). Félagsstjórnin hefir nú sent hlut- höfunum hlutabré sín. Hcfir þeim verið dreift út um landið og hér um bæinn i síðastliðnum mánuði. Það er ánæja að sjá, hve vel og smekk- lega er frá þeim genngið. Félags- stjórnin fór fram á það við lista- menn hér í bæ á siðastliðnu vori, að gjörðu uppdrætti af bréfunum og var heitið verðlaunum fyrir þann, er bezt félii i geð og notaður yrði. Uppdrættina gjörðu þeir Einar Jóns- son málari, Saniúel Eggertsson og Stefán Eiríksson hinn skurðhagi. Stjórninni gazt bezt að uppdrætli Stefáns. Lét hún gjöra myndamót eftir honum á Þýzkalandi, og voru bréfin svo prentuð i Gutenbcrg. — Pappirinn er vandaður og sterkur enskur skjalapappir, sem stjórnin pantaði sérstaklega i hlutabréfin. Er það vel, að svo er til hlutabréf- anna vandað. Þvi bæði er það, að “það skal vel vanda, sem lengi á að standa”, og auk þess spáum vér þvi, að bréfin muni verða stofuprýði á mörgum heimiium. ísafold hefir gjört sér far um, að láta ajmenning vita, sem bezt og oft- | ast, hvernig liði þessu óskabarni ‘þjóðarinnar, Eimskipafélaginu. Þótti j oss til hlýða, að flytja nú einhverjar I nýungar um félagið. Leituðum vér 1 vitneskju hjá manni úr félagsstjórn- j inni og voru þær greiðlega látnar í té. Þótt stunduiu líði langt á milli þess, að biöðin flytji fregnir af fé- laginu, er stjórnin ekki aðgjörða- laus. Mörgum mun þykja fróðlegt að heyra, að stjórnin heldur fund einu sinni i viku hverri og auk þess stundum aukafundi þess á milli. Á skrífstofu félagsins hafa unnið að staðaldri 4 menn aðallega við að búa út og senda út hlutabréfin. Enda er þeim mjög vel i kerfi komið. Því starfi er nú lokið. Við hlutaféð hefir bæzt smátt og smátt. f siðastliðinni viku bættist félaginu t. d. einn 2000 króna hlut- hafi og annar 500 króna hluthafi. Er hlutaféð hér í landi komið upp 1 336 þúsund krónur. Af því eru ógreiddar einar 3700 kr., sera þó má vænta, að talsvert greiðist af. Má það heita mjög vei að verið. Vantar nú einar 19,000 kr. á, að safoað sé hér á landi það sem gjört var ráð fyrir l fyrstu að hægt væri að safna alls, hér og i Vesturheimi. Stjórnin mun eigi úrkula vonar um, að fjárhæðin safnist öll áður en skipin koma. Þótt eigi gjöri hún ráð fyrir, að allur almenningur eigi hægt með hlutakaup einsog nú er áran í landi, þykist hún eiga hauka i horni meðal kaupmannastéttarinn- ar, sem taka muni drjúgan skerf; var til nefndur einn stærstu kaupmann- anna hér í bæ og nokkrir annars- staðar á landinu, sem enga hluti hafa tekið í félaginu. Auk þesara 366 þúsund króna hafa Vestur-fslendingar lofað um 190,000 krónum. En nokkuð stirðar hefir gengið með innborganir þar vesira. Hlutaféð í Vesturheimi átti að greið- ast i 4 greiðslum samkvæmt ákvörð- un hlutafjársöfnunarnefndarinnar í Winnipeg; 14 hluti fyrir þ, 1. jan. þ. á., næsti *4 hlutinn fyrir 1. júlí þ. á., þá 14 hl. fyrir 1. janúar 1915 og siðasti 14 fyrir 1. júlí 1915. — Alls eru nú komnar hingað um 62 þúsund krónur og auk þess mun nú innborgað i Winnipeg um 20 þús. krónur. En með þvi, að sumir hafa greitt sína hluti að fullu, þá skortir talsvert á, að allir hafi staðið í skil- um. Stjórnin þykist þess fullviss, að á þessu verði ráðin bót áður en borga á út skipin. Enda hefir hún bygt áætlanir sínar um stærð og dýrleika skipanna og samninga um borgun á þeim á því, að rétt greið- ist hlutaféð að vestan. Vér vitum, að forvígismenn þessa máls vestra gjöra sér far um, að svo verði. Og ástæðuiaust virðist oss með öllu alt tal um það, að stofnfundurinn í vetur og siðan aiþingi i sumar hafi verið of liðugt í snúningum, að verða við óskum Vestur-lslendinga um réttindi þeirra i félaginu, eins og vér höfum heyrt úr einni eða tveim áttum. Það var eigi nema sjálfsagt, að verða við þeim óskum, svo drengilega, sem Vesturíslend- ingar tóku í Eimskipafélagsmálið, en auðvitað er, að þau réttindi hafa verið veitt með þeirri vissu von að hið lofaða hlutafé greiðist. Marga höfum vér heyrt hreyfa því, að stöðvuð mundi nú skipa- smiðin vegna ófriðarins. En oss var sagt, að svo væri eigi. Að vísu hefir i ófriðurinn valdið þvl, að seinkað j hefir efni til skipanna, svo nú lítur ' út fyrir, að smíði á Suðurlandsskip- j inu muni eigi lokið fyr en i miðj- . um marzmánuði i stað januarloka næstkomandi. En Norðurlandsskip- ið mun verða búið á tilsettum tima i maímánaðarbyrjun, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Lánið út á skipin er tekið i Hol- landi, og standa samningarnir um það óbreyttir af striðinu. Þrátt fyr- ir vaxtahækkunina um heim allan, geldur félagið aðeins 5 prósent vexti af þvi láni. Munaði minstu, að lánið yrði tekið á banka í Brussel í Belgíu og hefði þá ver farið einsog nú er komið. Heppilegt er það, að skipin skuli smiðuð i Danmörku og lánið tekið í Hollandi; þessi tvö lönd eru meðai hinna fáu Evrópu-Ianda, sem enn eru ósnortin af ófriðnum. Til þess að vera við öllu búin hefír félagsstjórnin trygt gegn ófríð- arhættu eign félagsins i skipunum, en hún nemur þvi, sem félagið hefir borgað i þeim hvcnær sem er. Er sú vátrygging i hinu heimskunna Lloyd-félagi, svo telja má víst, að félaginu sé borgið, hvernig sem alt fer. Ófriðurinn getur orðið þess vald- andi, að cigi fáist loftskeytatæki á skipin í byrjun. En á þvi má vænta að verði ráðin bót, þegar eftir að stríðinu er lokið. Gjört hefír verið ráð fyrir því, að félagið taki að sér strandferðir árið 1916 með tveim nýgjörðum skipum. Ef til vili kemst truflun á það vegna ófriðarins, af því smíði á skipum hefir hækkað geysilega i verði. Fróðlegt er og gaman að frétta, að sama hreyfingin gengur nú um Bandarikin, sem átti drjúgan þátt i stofnun Eimskipafélagsins hér. — Bandamenn eiga að vísu ail-mikinn skipastól. En han hafa þeir aðallega i förum með ströndum fram heima fyrir og á ám og vötnum i Banda- ríkjunum. Aðeins eitt af þeim mörgu félögum, sem annast sigling- ar milli Bandaríkjanna og Norður- álfu, er amerikst. Út af ófriðnum hefir nú vaknað i Bandarikjunum öflug hreyfing i þá átt, a?S Banda- menn sjálfir hafi ráð i farkosti til siglinga til annara landa. Er sú hreyfing studd þar af þingi og stjórn Má vænta þess, að Bandamenn eign- ist bráðlega eitt Eimskipafélag eða sín Eimskipafélög. Úr Skaftafellssýslu (SíSu) er ísafold ritaS 22. sept. Nú er slátturinn rétt að segja að enda hér alment; þó eru nokkrir menn, sem vallendisslægjur eiga eft- ir óslegnar, enda er jörð óvanalega lítið fallin. Slátturinn byrjaði seint og þeim mun seinna varð jörðin tii að spretta. Fullsprottin var hún ekki fyr en í ágústmánaðarlok; þá var kom- ið meðal gras. Frá þvi sláttur byrj- aði (um og eftir 20. júli), var góð heyskapartið til 20. ágúst; þá gjörði deyfu, er varaði i nær 3 vikur. Um 10. sept. byrjaði aftur þurkur, sem stóð 9 daga samfleytt. í byrjun þurksins varð hér allviða of hvast, svo töluvert fauk af heyi á ýmsum stöðum; hitt var miklu tneira, sem náðist inn; fanst mönnum þurkur sá koma í góða þörf; annars hefði heyfengur orðið ómunalcga lítill; en nú mun hann vera i meðallagi, bæði að vöxtuin og gæðum. Heilbrigði almenn og siysfarir engar. Uppskera á kartöflum og rófum með minsta móti hjá aimenningi, sem kemur til af hinum löngu vor- kuldum. Bréf úr hernum. Salisbury Plain, 17. nóv. 1914. Kæri faðir minnt í dag fékk eg bréf frá þér, og var það sannarlcga velkominn gest- ur, þvi vissulega er það gott og gleði- legt, að fá bréf að heiman. 1 þessu bréfi þínu spyr þú mig að hvort nokkur flugufótur sé fyrir þvi að “Cully” (Kolskeggur) hafi strok- ið úr hernuin. Nei, ekkert líkt þvi. Hann er enn með okkur og hefir alla tið verð, og er nú að verða góður herinaður, einsog 4 eða 5 aðrir íslenzkir pilt- ar, sem tilheyra 90. Þeir voru óvanir þá er þeir fóru að heiman, og hafa þvi þurft að læra, og þeir eru vilj- ugir á það. Gjöra alt, sem þeim er sagt, og kvarta aldrei. -----Nú er farið að verða hér ærið kalt, og ætla eg því að biðja þig að senda mér tvö pör af “moc- casins (Indíánaskóm), því þá er ekki hægt að fá hér, gull sé í boði. Þeir verða að vera nr. 8, því það er hin rétta stærð fyrir mig. — Okkur cru ekki lagðir til nema leð- urskór; en þeir eru óþjálir og kald- ir, og því vil eg fá moccasins. Sið- an kaupi eg mér rubber-skó utan yfir, og þá er eg óbilandi. Eg hefi góða ástæðu til að trúa þvi, að eftir svo sem 10 daga verð- um við komnir í timburskála, sem verið hafa í smíðum nú að undan- förnu; og verður það mun þægi- legra en búa í tjöldum, sem lekið hafa einsog tágarhrip. Sú saga gengur nú hér, að v'ð munum eiga að vera hér um 2—3 mánuði; sendast svo til Egypta- lands til að berja á Tyrkjanum. Eg fyrir mitt leyti gjöri ekki mikið úr svona sögum, þvi þær hafa alla tið legið í loftinu, ef svo mætti að orði komast. Fyrir þá, sem hingað koma og ekki þurfa annað að gjöra en horfa á það sem fram fer, er þctta virki— Icga mjög merkilegur blettur, því hér er margt að sjá; Tjöld og skál- ar af allri gjörð, og allskonar ferða- lag, eins i loftinu sem á jörðunni; og alt þetta ferðalag og útbúnaður er Einstök Kaup fyrir Kvennfólk---------------- Nú ernm vér að selja kven- klæðnað afar ódýrt,—nlður- aett verð á öllu. Vér búum nú til iAdies’ Suita fyrir frá $18.00 og upp. Kven- manns haust yfirhafnir frá $13.50 og upp. Komið eg skoðtð nýtfsku kvenbún- inga vora. B. LAPIN Phonk Gakky 1982 392 Notre Dame Avenue --5--------------------------- í sambandi við hið mikla stríð, sem er hið voðalegasta og stórkostleg- asta, er nokkru sinni hefir háð ver- ið, og aiveg einstakt i sinni röð. Heyrðu, pabbi, þér er bezt að nota yfirfrakkann minn í vetur, því hann er betri en þinn. Þegar eg kem heim úr striðinu, kaupi eg mér nýj- an og vandaðan yfirfrakka. Berðu öllum kunningjunum mina kæra kveðju. Og svo óska eg ykkur alls hins bezta, — það inælir þinn elskandi sonur, J. V. Austmann. ATHVGASEUD. Um það leyti eða litlu áður en hermennirnir fóru frá Quebec, flaug sú saga hér á meðal íslendinga i Winnipeg, að Kolskeggur og nokkr- ir fleiri piltar hefðu strokið úr hern- um og ætlað sér að skilja við hann fyrir fult og alt. Hefðu svo náðst og verið skotnir. Sumir sögðu, að mennirnir hefðu verið 6, aðrir sögðu þá 8. En flest- um bar saman um það, að Kolskegg- ur hcfði verið foringinn og raeð honum annar islcnzkur piitur. Og sögðu sumir það verið hafa Pétur, son ísaks Jónssonar; aðrir sögðu það Stefán Jónsson — sera þó raun- ar aldrei fór .til Valcartier —. En hverrar þjóðar hinir voru, vissu menn ekki, nema það, að ekki voru nema tveir af islenzku bergi brotnir. Þessi Igyasaga flaug sem eldur i sinu um flestar bygðir þar sem ís- lendingar eiga heima i Canada. Eg taiaði við islenzka menn úr Argylc, og vestan úr Saskatchewan, og var sagan komin þangað. Hún flaug um atl Nýja ísiand, eftir því sem mér var gtas af skilríkum manni, sem þaðan kom. út hjá Oak Point var sagan i hverju húsi, eftir frcttum þaðan að dæma. Mér gramdist þessi rógburður, þvi eg var sannfærður um, að það var ekki flugufótur fyrir þessu slúðri. Eg les dagblöðin eins rækilega og nokkur íslendingur i Winnipeg, og þori að mæta hverjum þeirra sem er, ef þrátta skal um hlu.ti þá, er við koma stríðinu. En aldrei hafði eg séð eitt orð um þessa pilta, sem áttu að hafa strokið frá Valcartier. Mér fanst það hrópleg synd, að lyddur þær, sem heima sátu, og hvorki hafa hug né dug, skyldu vera að ljúga lífi og æru af hinuin ungu mönnum, sem nú leggja lif sitt i hættu fyrir landið, sem þeir lifa i og flestir eru fæddir í. Og svo foreldr- arnir, sem eiga þessa syni, er lyga- vefurinn hefir verið vafinn um, eru stungnir i hjartastað af þessum nöðrum, sem hvorki skeyta uin skömm né heiður. Þvi það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að svona sögum er ætið trúað, að meiru eða meinna leyti. En til þess að vera nú alveg hár- viss skrifaði eg syni minum til Eng- lands þessu viðvikjandi. Svar hans geta menn nú lesið, og þar með cr Iygavefurinn sundurslitinn og tætt ur. S. J. Austmunn. Hagldabrauð og Tvíbökur Vanalegar tvíbökur: 114 og 25 punda kössum á lOc pdð. t 43 punda tunnum á lOc pundið. Eínar Tvíbökur: I samskonar íbúðum, 12c pundið. Hagldabrauð: í samskonar umbúðum, 8c. pundlð Margskonar sætabrauð: t umbúðum sem halda 38 dúsínum á.......................$3.00 Beztu Brúðarkökur: Skrautlegar útbúnar á.......$4.50 með skrautblómi.............$5.00 (3 hæðir) (4 hæðlr)...................$6.00 með skrautblóml.............$6.75 G. P. Thordarson PHONE GARRY 4140 1156 tngersoll St. Winnlpeg Blue Ribbon Te Með sama gamla verði ---«g-- LANG, LANG BEST ALLRA ------TIL JOLANNA---------------------- ViS höfum fullkomið upplag af vínum, áfengum drykkjum og vindlum fyrir hátíSirnar. Vi8 höndlum allar pantanir fljótt og vel. SÍMIÐ OG REYNIÐ. The Great West Wine Co., Ltd. 295 Portage Ave. Sími Main 3708 Kœru vic/skifta vinir: Hafið þökk fyrir, hue vel þér hafið notað þau kjörkaup, sem eg auglýsti i siðustu blöðum. — Auðséð á undirtektum yðar, að þér kunnið að meta það, sem vel er gjórt við yðtir. Nú nýlega hefi eg keypt stórt upplag af skófatnaði af atlri teg- und og stærð, úr búð J. E. Petersons, Edinburg, N. D. Mr. Peterso.i dó siðaslliðið sumar, og voru vörurnar þá á eflir seldar iit i stór ■ stumpum. Ekkert af þessum skófalnaði er yfir tveggja ára gam- alt, og sumt alveg nýtt, og eg keypti hann atlan á minna en hálf • virði. Minn gróði er yðar gróði. Og ætla eg þvi atla næstu viku, að gefa yður tækifæri, að kaupa hvað sem þé.r viljið af þessum tkóm fyrir HÁLFVIRÐI af vanaleyn verði, — $2.00 skó á $1.00, $2.50 skó á $1.25, $3.00 skó á $1.50, o. s. frv. — Þetta er sérlega ódýrt, og þvi fremur. þegar þess er gætt. hve mikið skótau hefir komi.ð upp i verði siðustu toö árin. Þessi sala byrjar næsta mánudag og helst alla næstu viku, eða á meðan upplagið endist. AU annað höldum við áfram að setja með niðursettu verði, og gefum 20 pund af sykri fyrir einn dollar með hverri fimm doll- ara verzlun. Þessa dagana hefi eg verið i stórbæjunum St. Paul og Minne ■ apolis, að kaupa skrautoarning fyrir jólin. Hefi eg þvi meira upp- lag af Jólavarningi nú, fyrir yðar að velja úr, en nokkru sinni dður. Komið — komið og sjáið fyrir yður sjálfa. E. Thorwaldson MOUNTAIN, N. D. 1 Mnd þrl að biDja mflales* (w ‘T.L. CHIAR, M «rtn .isa %D iá iUrwtan Tindil (DWIOW MAPE) Western tligar Faelory Thomaa Lee, eigaodi Winnnipeg Stofnsett 1862 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons. = Limited — ■■ rerzla me8 bezta tegund ai KOLUM ANTRACiTE OG BiTVNUNOUS. Flntt heim til yðar bxar aem er í beenum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARUNGTON ST. Ganry 2620 Prívate Excbaage

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.