Heimskringla - 17.12.1914, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.12.1914, Blaðsíða 2
«na»«aa«aa«tt«»öaaö»na»ti miM 1« HBIUSKRINGLA WINNTPRG, 17. DRSRKfflKR 1914. Guðlaugur Guðbrands- son. Þann 16. júlímánaðar siðaslliðinn dó að Pasadena, Californja, einn af hinum velgefnu islenzku verzlu: ar- fulltrúum Guðlaugur Guðbrandsson, sonur merkisbóndans Guðbrandar Guðbrandssonar og seinni Konu hans, Kristinar Bjarnadóttur, cr voru búsett að Leiðólfsstöðum i Lax- árdal i Dalasýslu. Hann varð 43. ára gamall. Fæddur á Leiðólfsstöðum 10. október 1871. Þegar hann var tæpra tveggja ára að aldri misti hann föður sinn; ólst síðan upp með móður sinni og stjúpa, Bjarna Jóns- •yni, og fluttist með þcim til Winni- peg, Man., og þaðan til Nýja íslands sumarið 1883, og dvaldi þar með þeim einn vetrartíma. Vorið eftir, 1884, bauðst uppeldissystir hans (er honura varð samferða til Winnipeg sumarið áður), til þess að taka hann þangað; fór íiálin þvi til hennar og dvaldi með henni þar þriggja ára tima. Hún kom honum til náms þann tima, bæði á barnaskóla og aukakenslu. Á þessum tíma lærði hann bæði að lesa og skrifa enskt mál og það fullkomlega, því hann var námfús og greindur vel. Vorið 1887 fluttist hann með upp- eldissystir sinni (er þá var gift) og manni hcnnar hingað til Duluth, þá 16 ára gamall. Þetta sumar gjörði hann ýmsa vinnu, eftir því sem að hægt var að ná i; en um haustið komst hann að því verki, að bera út auglýsingar fyrir fatasölubúð hér í bænum; hann leysti verk þetta svo vel af hendi, að um jólaleytið íckk hann betra verk. Eftír þvi sem tím- ar liðu, náði hann meira og betra trausti, þar til hann varð aðal ráðs- maður verzlunarinnar og hélt þeim starfa um 7 ára timabil, til 1909, að hann varð vegna brjóstveiki að flytja héðan i heitara loftslag. og það var til California. Guðlaugur heitinn var sérstaklega vandaður maður og trúr við starfa sinh. Svo var hann i miklu áliti hjá verzlunareigendum þeim, er hann stjórnaði fyrir, að þeir höfðu nafn- ið hans á borgunarlista verzlunar- innar til dánardægurs, þó hann væri fjarverandi um 5 ára tíma. Guðlaugur sálugi lætur eftir sig ekkju og einn dreng 9 ára gamlan. Bróður á hann og i þessu landi, Jon Björn að nafni, sem er til heimilis að Medford, Oregon. Svo og hálf- bróður, Þorstein að nafni, sem er til heimilis að Svarfhóli i Laxárdal i Dalasýslu. Uppeldissystir Guðlaugs sál., Mrs. Margrét Gunnarsson i Duluth, lagði grundvöllinn til farsældar hans, — með þvi að taka hann til Winnipeg, og reynast honum sem umhyggju- söm móðir, hvað snerti skólagöngu og alla velferð. Hann hafði lika á- stundun og staðfestu á þvi að læra; þvi auk verzlunarstöðunnar var hann samverkamaður i 3 Iffsábyrgð- ar- og góðgjörða fél. hér i bænuin; þeim: Masons, Modern W'oodmen of America og Elks, i þvi var hann for- maður. Þau verk geta ekki gjört aðr- ir en þeir, er tala og skrifa gott mál. Hann kom sér vel við alla, og ruddi sér braut með ástundan og „rvekni fyrir því sanna og rétta. Allir, sem þektu hann, kveðja hann með sönn- um söknuði og sárum tilfinningum; sérstaldega ástkær bróðir og hin góf- uglynda uppeldissystir hans. Duluth, Minn., 1. des. 1914. Vinur hins látna. Jólasöngur. (Kvæði þetta birtist f “jðlablaði” Heimsknnglu 1902., þar nefnt: “Jóla-sálmur”, en frágangurinn á því var miður góður, bæði af minni hálfu og prentarauna, og hefi eg því endnrbætt það hér að nokkuru) Kærleiks-sól! kaldsöm um jól, allra verm andans ból. Seirdu í mannanna sálir þitt ljós, svo að þar vaxi mörg dygðanna-rós, :,: menta- og menningar-blóm. Eyddu hrygð, eymd hverri’ og stygð allri í alheims-bygð. Mýktu svo harðstjórans hjarta og sáJ, að hlusti’ hann með drengskap á kúgaðra mál. og bæti svo böl þeirra alt. :,: Bjargar-nauð breyttu í auð, þjóð svo ei þrjótl brauð. Já, og þau skapaðu jafnsældar-kjör jarð-bóum öllum, að lífs-gleði’ og fjör - ei sé melr’ énglunum hjá! :,: J Ásgeir J. Llndal. JÓLAGJAFIR FYRIR KARLMENN Er hægt a8 kaupa hæglega, fljótlega og án þess að eiSa mjög miklum peningum, í þess- ari búS. Fullkominn forði af Hálsbindum, Trefium, Skreytt- um Axlaböndum, Peisum, Sokkum og öllum þarflegum klætS- naSL TakiS eftir því sem er sýnt í glugganum hjá White & Manahan Ltd. 500 Main Street Patriotic Concert. Concert það, er lslendingar og Skandinavar efndu tll, til arðs fyrir ‘Þjóðræknissjóðinn, var haldið eins og til stóð í Grace kyrkjunni 8. þ. m. Aðsókn var góð. Fyrst lék strenghljóðfæraflokkur nokkur þjóðræknislög. Þá flutti hr. T. H. Johnson, þing- maður Mið—Winnipeg, tölu, og skýrði frá tildrögum samkomunnar og myndun karía-kórs þess, er efnt befði til þessa Concorts. — Skýrði siðan nokkuð uppruna og þýðingu skandinavisku og islenzku ættjarð- arsöngvanna fyrir hverja þjóð, er Iagt hefði til sinn hluta til ‘kórsins’. Mintist svo nokkuð þess hlýja hugar- þels, er fslendingar og Skandinavar bæru til sinnar nýju fósturjarðar hér og hins brezka keisaradæmis. Þeir vildu á þenna hátt sýna lit á þvi, að þeir vildu verða sinni nýju fóstur- jörð að nokkru liði, einsog svo margir af löndum þeirra hafa alla- reiðu sýnt með þvi að fylkja sér undir merki Breta á vigvellinum i hinni geigvænlegu styrjöld, sem stór- veldin heyja nú. — Þessi karla-kór gjörði ekki tilkall til þess, að vera kominn pp á hátind listarinnar; enda við nokkra erviðleika að striða — söngvarnir, sem sungnir yrðu i kveld, væru á fjórum mismunandi tungumálum og undirbúningur stutt- ur. Samt vonaði hann eftir þvi, að kórinn leysti hlutverk sitt svo af hendi, að hann snerti tilfinningar á- heyrenda með hinum hljónifögru ætUirðarsöngvnm Norðurlanda þjóð- anna. — Nú léki enginn efi á því, að Britannia hefði völdin á sjónum; ætti þvi vel við, að nú væri sungið fíule Britannia. Og var það sungið undir stjórn hr. Sig. Helgasonar, og tókst vel. Næst lék frú Olga Nickle á fiðlu Divertissement of Elverhoi, eftir Kuhlan. Lék systir hennar, ungfrú Frida Simonson undir á slaghörpu. Voru þær klappaðar fram aftur, enda er fiðluleikur frú Olgu víð- frægur. Þá voru sungnir 3 islenzkir söngv- ar, — 2 lögin eftir S. Einarsson, /s- GRETT/RSMÖT Iþróttafélagið "Grettir" kefir ákveðið að hafa opna samkomu að Good-Templara Hall, í Lundar, Man. MIÐVIKUDAGSKVELDIÐ, 23. DES. byrjar kl. 8. e.m. Þar verður útbítt medalíum til þeirra sem þær unnu á Islendingadaginn síðastliðinn ágúsL Ágætt prógramme og dans á eftir. Allir þeir sem unna íþróttum eru boðnir og velkomnir. "GRETTIR” land og /slandsljóð og þjóðsöngur, Bára blá. Einsöng i þvi siðasta söng herra Alex Johnson mæta vel. Lögin voru mjög vel sungin. Hr. Brynjólfur Þorláksson hafði æft lög- in og stýrði söngnum með sinni al- kunnu smekkvisi og list. Næst sungu þau tvísöng Mr. og Mrs. Alex Johnson: The Voyagtrs Próf. S. K. Hall lék undir á slag- hörpu. Og tókst það ágætlega. Voru þau klöppuð fram aftur og endurtóku þá erindi úr söngnum. Næst lék orkester Selection, og leysti sitt hlutverk vel af hendi. Næst söng flokkurinn hina gull- fögru sænsku söngva Hjertat och Naturen, eftir Lindblad og Hör oss Svea, eftir Wennerberg. Hr. Sig. Helgason stýrði söngnum og tókust þessi lög ágætlega, og varð mikið lófaklapp og var sumt endurtekið. Hr. Sig. Helgason virtist hafa sér- lega gott vald á söngstjórninni, enda hefir hann haft talsverða reynslu i þeim efnum og getið sér frægð fyrir, og er einkar smekkvis i þeim efnum. Næst lék frú Olga Nickle á fiðlu, og var aftur klöppuð fram. Næst söng kórinn Landskjending, eftir Grieg, með orkester og orgel undirspili. Stýrði hr. Olaf Halten söngnum. Undirspilið virtist vera fullsterkt með köflum. Að öðru leyti fór það vel. Næst söng flokkurinn undirspils- laust Ja, vi elsker dette I>andet, eftir Nordraak. Þá var orgel sóló, Processional March, eftir Sullivan, leikin af org- anista Grace kyrkjunnar. Næst söng kórinn þjóðsönginn Canada, eftir Lavallee, með orgel og orkester undirspili. Stýrði hr. Sig. Helgason söngnum. Hr. T. H. Johnson þakkaði þá öll- um, er aðstoðað hefðu söngflokkinn í einu eða öðru og söfnuðinum fyrir lánið á kyrkjunni og orgeli ókcyp- is. Að endingu var svo sungið af öll- um : God Save the King. Oss virtist þetta Concert hafa tek- ist mæta vel i heild sínni. Hafi þeir, sem fyrir því gengust, þökk fyrir. íslendingum og Skandinövum hér i borginni er sómi að því i allan máta. Hvort þessi karla-kór Jeysist nú upp eða heJdur áfram, sem félag, cr: enn óákveðið, en sjálfsagt mun mjög, marga fýsa, að heyra aftur til þcirra. Leikmaður. LÆRÐU AÐ Prof. og DANSA Mrs. E. A. Wirth’s (fyrr á Coliseum) Privat Dans Kenzlu Skoli ■ t\t. . - . . 'v.!'.'*; . ■ ■;■■•■ ■ . f'.; áí . >■ r Prof. og Mrs. Wirth “New York Four Step og One Step" Við kennum alla nýjustu dansa. 308 KENSINGTON BLOCK homi Portage og Smith Street (næshi dyr við Olympia Hotel) Talsími Main 4582 Prívat kensla hvenær sem er eftír lamnmgi Waltz og Two Step $5.00 hverjir 6 tfmai One-Step og Hesitation Waltz $1.50 hver tímL eða fjórir tímar fyrir $5.00. Ef "Wirth kennir, þá er það vel þesa virði. Byrjendur á hverju mánudags og föstu- dagskvöldi, kl. 8 e.h. Tíu kenslutímar, I Yx kl. hver. Kvenn- menn $1.00. Karlmenn $3.00. Okkar aðferð er hin nýjasta og auðveld- asta, ábyrgjumst að allir Iæra að dansa. tígu- lega á mjög stuttum tíma. Við sínum hina nýjustu dansa í prívat heimboðum og dönsum. Komið skrifið eða símið eftir upplýsingum. EF ÞAÐ BEZTA ER EKKI OF GOTT FYRIR ÞIG Í>Á “K0MDU TIL OKKAR” ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»+»»+»+»»»»»»»»+ «»« » » « « » n n « » » » » » « » » » » « » » « n » » » « « » » » » « « « « « K « » » « « » « « » n » » » » « « » « « » » n n » » « « » » » » » » » « « » n » « « » tttt»»ttntttt»»»»««»«n»»nnn»»»nn»nn»nn»»»»»8»u»n»n»»nnn»»n » « » » « » « « » « « » « « » » « » « » » « » « « « » « « » « » « « n « » » » « » » » n » « « « « « » « « » « » « « n « « n u « n « « » » « « « « « n « « « « « « Hafið þið nokkru sinni ATHUGAÐ Hve indælt það mundi vera fyrir hvern SEM REYKIR I WINNIPEG að fá stokk fullan af hinum frægu EL ROI-TAN eða KINGS COURT VINDLUM TIL JÓLANNA þeir eru búnir til hér í Winnipeg aí 0RPHEUM CIGAR CQ. ««a»tt»»«tt»«ntt«»tttt«tt»««tttttttt«»tttttt»»tttttttt«««»tt»«»«»ttttntt»»tta»

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.