Heimskringla - 24.12.1914, Page 1

Heimskringla - 24.12.1914, Page 1
QifUngaleyfisbréf seld TH. JOHNSON Watchmaker.Jeweler&Optician VTBgrerbir fljótt og vel af hendi leystar 248 MAIN STHEET ?hone Maln 6U04I WINN1I»ISU, MAN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 SARGENT A V E. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1914. Nr. 13 GÓÐUR DRENGUR GENGINN. Skapti B. Brynjólfsson er látinn. Hann dó hinn 21. desember um kl. 6 e. m. á Al- menna spítalanum í Winnipeg. HafSi hann veriS veikur í höfÖi um þriggja vikna tíma, og var veikin í hlustinni. En þar haftSi hann kent veikleika fyrir einum 25 árum síðan. Veikin ágjörðist og gróf í hlustinni innanverðri og loks fór spilling í, blóðeitrun; var hann þá á spítala fluttur nóttina hins 2 1. og var skorinn upp. En ekkert var hægt við að gjöra, eitrunin var komin í blóðið, og var hann meðvitundarlaus þangað til hann dó einsog áður er sagt. Skapti Brynjólfur Brynjólfsson var fæddur 29. október 1860, að Forsæludal í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru bændahjónin: Brynjólfur Brynjólfs- son og Þórunn Ólafsdóttir, er síðar bjuggu að Skeggstöðum í Svartárdal í sömu sýslu. Árið 1874 fluttist hann með foreldrum sínum til Ámeríku, fyrst til Ontario, og þaðan aftur 1875 til Nova Scotia. Þar dvaldi hann þar til árið 1881, að hann, ásamt foreldr- um sínum flutti til Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum. Vorið 1882 tók faðir hans land í vesturhluta Pembina sýslunnar, á milli Mountain og Hallson bæja, og þar taldi Skapti sál. heimili sitt lengi síðan, Þó hann væri þar eigi að staðaldri fyr3tu 3 árin. Á þeim tíma var hann ýmist í Duluth í Minnesota, eða í Winnipeg í Manitoba. Haustið 1885 flutti hann heim til föður síns og vann á bújörð hans þar til árið 1892. Árið 1892 kvæntist hann hinni eftirlifandi ekkju sinni, Gróu Sigurðardóttur, Jó- hannessonar skálds í Winnipeg. Tók hann þá við þúi föður síns og bjó þar um hríð. Skapti var maður, sem æfinlega stóð framarlega í flokkum. Hann var kosinn þingmaður í Norður-Dakota árið 1 8V0; var í efri málstofu þingsins (senator) tvö tíma- bil, 1890—1894. En bjó búi sínu á sumrum heima. Hingað norður kom hann árið 1902, og hefir verið hér síðan. Heim til íslands fór hann með konu sinni fyrir 5 ár- um síðan og voru þau þar tæpt ár. Fór hann aðallega til að sjá um útgáfu ljóð- mæla skáldsins Stepháns G. Stephánssonar, og svo hitt, að hann langaði til að sjá landið forna, sem hann hafði skilið við sem drengur, og fýsti einnig að fá kynni af hinum upp- vaxandi mönnum landsins, og féll honum hvorttveggja stórlega vel í geð. Með Skapta B. Brynjólfssyni er liðinn líklega hinn gjörvulegasti og tilkomumesti Islendingur hér vestan hafs og sá, er hugljúfastur var öllum þeim, sem nokkur kynni höfðu af honum. Mun margur sá, er ,úslega hefði látið ár af æfi sinni, ef Því hefði ver- ið bætt við Skapta og hann fengið að njóta. Skapti var drengur svo góður, að leitun er að slíkum. Hann var mikill vexti og friður á velli, svo að mönnum komu til hugir hinir fyrri feður vorir, er menn sáu hann. En hann var líka andlegt stórmenni, hreinn, hugrakkur, staðfastur, hinn tryggasti vinur, °g óbilandi fylgismaður mála þeirra, er hann tók að sér; málsnjall á mannfundum, svo jafnan þyrptust menn saman til að heyra hann tala, sérstaklega þó, ef að hiti var í tttálum. Enda sópaði að Skapta á ræðupalli og þar átti hann heima. Hann var svo ítur- vaxinn, röddin var þung og hljómmikil, hugsunin var skörp og leiðir raktar til sannana; en maðurinn var skáld og fléttaði skrítlur inn í ræðuna; áherzlan var þar, sem hún átti j*® vera, og þung stundum, því að hann hafði jafnt vald á tungu og raddfærum og ugsun; gat hann því gjört hvort sem hann vildi: látið menn brosa eða renna í skap; Cn Va\/&^ega Var fyrra. Var oft gaman að vera með Skapta og heyra hann segja frá einhverju, því hon- Um So?°’8t. æfinlega vel, engu síður í samtali en á málfundum. okapti var maður hár vexti, full 6 fet á hæð, beinn og bar hátt höfuð; nokkuð sí- va ur a vöxt og Þrekinn um hnakka. Ljóshærður, holdskarpur, brúnamikill, fríður ma ur og hreinlegur og í öllu hinn karlmannlegasti. — Allur var hann hvatlegur, en góð- legur og ljúfmannlegur. Það er enginn efi á því, að nú er stórt skarð höggvið í hópinn Islendinga hér, — 8V° . seint mun fyllast, og enginn sézt nú maður sá, er nærri því komi. Magnús bróðir hans var á undan farinn, og hörmuðu lát hans jafnt hérlendir menn, sem Is- lendingar, og enginn er kominn að fylla það skarðið. Nú er Skapti liðinn harmað- ur einsog hann, og litlar líkur til að þenna mannsaldur eða næsta fáum vér Þeirra jafn- inga. / Þreyttur og að fýtum kominn bíður nú öldungurinn faðir hans síðasta kveldsins hjá dóttur sinni, Sigríði, konu Kristjáns Indriðasonar á Mountain, N. D., og mun hon- um ekki hafa til hugar komið, að hann myndi lifa Skapta. Móðir Skapta var dáin ár- ið 1902, og eldri systir hans Sigríður, kona Sigurðar Jónssonar á Mountain, dó stuttu áður en hann kom úr ferð sinni til Islands. Og svo dó Magnús lögmaður Brynjólfsson í Cavalier. Situr nú öldungurinn við harm sinn mikinn, og má horfa á hvern kvistinn eikarinnar höggvinn af öðrum. Þjóðin syrgir með honum, en samt mun harmur hjarta svíða. En sú manneskjan, er mestu hefir tapað, er konan, sem var með honum í svo ást- ríku hjónabandi, að hvorugt mátti af öðru sjá. Djúp sorgar hennar getur enginn kann- að, er hún stendur nú einmana, sem eikarteinungur á beru svæði, og blása um kaldir vindar. — En huggun er það hverjum, er Skapta syrgir, að minnast stunda Þeirra, er þeir voru saman með honum og vonast eftir að sjá hann aftur. Stríðs=fréttir Skotið á strandborgir Breta. Uað var þann 16. deseinber, sem þeir komu fyrst. Þoka lá yfir Norð- ursjónum og súld var yfir sjó og landi, svo að ekki sá nema skamt fram af sjávarklöppunum. Þá var það, að menn vissu ckki fyrri, rétt eftir að lýsa tók, en þeir sáu gráleita skrokka bryndrekanna og beitiskip- anna síga fram úr þokunni og stefna að landi upp. En kveðjur urðu þær, að sprengikúlur fóru að fljúga að ströndu upp yfir bæina og mölva húsin. Þetta var nokkuð norðan við Humrumynni í Jórvíkurhéraði — Yorkshire —. En borgirnar, sem a var skotið, voru: Skörðuborg (Scar- borough), Hvítabær (Whitby) og Hartlepool, og svo þorp það, er Red- cai heitir. Herskipin voru þýzk, sem nærri má geta, og var einn eða fleiri neðansjávarbátur með þeiin. Þrú voru skipin við Hartlepool, tvö við Skörðuborg og tvö við Hvítabæ, eftir seinustu skýrslum. Borgir þess- ar eru eitthvað 40 milur norðan við Humrumynni og er Skörðuborg syðst, þá Hvítabær eitthvað 15 mil- um norðar, en Hartlepool 30—35 inilum norður af Hvitabæ. Árásin var um sama leyti, — snemma dags á öllum stöðunuin. Sprengikúlurnar voru látnar fljúga óspart af skipunum upp til borg- anna. Þær brutu húsin og kyrkjurn- ar, eyðilögðu gasverkstæðin og i timburhlöðunum kveiktu þær. — 1 Hvítabæ var klaustur fornt og merki legt og var ábótasetur. Það var stór- skemt og brotið. Eólkið vaknaði við vondan drnum, það sem ekki var úr rekkju ri^'' en hinir stukku upp frá morg- unverði og þutu allir á stræti út. En sprengikúlurnar voru þar á ferð- inni líka, og fóru margir að Ieita járnbrautarstöðvanna og reyna að komast á land upp. Hartlepool er nyrzt og fékk borg sú einna lakasta útreiðina. Var fyrst sagt, að þar hefðu verið deyddir um 30, en um 50 særðir, og fjöldi húsa brotinn og kviknaði i sumum. En einnni fregn segir, að þar liafi farist 119 manns, en 130 særðir og meidd ir ýmislega. Undir eins voru skeyti send um árásina til næstu herskipastöðva Breta. Fóru þau þegar að flýta sér til að sjá hina Þýzku, en ekki er enn búið að heyrast neitt áreiðanlegt um viðskifti þeirra. Svo voru þýzku skipin ekki lengi þarna. Rétt nokkr- ar mínútur, og hurfu svo út í þok- una aftur. Það er eins og þeir hafi verið að þukla fyrir sér, Þjóðverjarnir, og er allbúið, að þetta verði ekki i sein- astá sinni. Og það er ekki löng leið frá Kielarskurði eða Helgulandi að ströndum Englands fyrir hraðskreið herskip. Þau skjótast það á nokkr- um tímum. En það er öllu undar- legra, að þau skuli hafa komist hjá sprengiduflunum, sem Englending- ar hafa lagt um Norðursjóinn. Þeir hafa hlotið að hafa fengið vitneskju um það, hvar duflin lágu. En í gegnum greipar Breta hafa þau hlotið að smjúga út frá Kiel eða Elfunni eða Wilhelmshafen. Það er alt saman þarna suður af Helgu- landi, og ekki hafa brezku skipin þá verið nógu nærri til að banna þeim út förina. Sumir voru að segja, að þarna hafi verið sjóbardagi undan strönd-1 um Englands, og þóttust hafa heyrt skothriðina, og það með að tveim- ur þýzku skipunum hefði verið sökt til botns niður. En ekki er það neitt áreiðanlegt. Þetta hcrðir á Bretum. óefað hafa Þjóðverjar ætlað að skjóta Bretum skelk i bringu með þessu. En þeir hafa ekki hugsað vel út i það, því að ekkert, gat komið fyrir, sem stælti og herti upp Breta einsog þetta. Þeim er ekki um það gefið, að láta Þjóðverja þukla um hibýli sin, börn og konur, og nú bjóðast þar 10 eða hundrað fram i slriðið fyrir hvern einn, sem áður var kominu. Enda er þetta óþokka- bragð Engin af borgum þessum var viggirt; enginn inaður vopnaður og margt .af fólkinu sofandi. Það var því að ráðast á þá, sem ekki gátu varið sig o gdrcpa þá niður. Þetta er nú “morallinn” stríðanna, og þó réttara: “mórallinn” hinna háment- uðu þýzku manna, hermannanna, furstanna, prinsanna, liinna kon- ungbornu. — Það er ljótt, að geta ekki sigað þeim hverjum á annan, þar væri enginn til sparandi. Þrjátíu þúsund Austurríkismenn umkringdir. Fjórar herdeildir Austurrikis- manna, eða um 80. þúsundir her- manna er sagt að Serbar hafi nú kvíað að sunnan við Dóná, eða ein- hversstaðar nálægt Belgrad, þvi að þetta var eiginlega liðið, sem tók Belgrad; en hefir orðið að hrökkva út úr bænum, því að sagt er, að Serb- ar hafi náð honum aftur. Var það góður fengur fyrir Serba tetrin, sem einlægt hafa orðið að berjast við ofurefli liðs. Þjóðverjar ekki af baki dottnír. Þann 16. og 17. desember hafa Þjóðverjar verið enn á ný að moka saman hersveitunum, og sést af því, að þeir eru ekki af baki dottnir enn þá. Það er á svæðinu sunnan við Vistula; og þann 17. var Hinden- burg gamli búinn að draga að sér 9 nýjar herdeildir (corps), eða nær hálfri millíón manna, og ætlar nú að reka fleyg þenna alla leið til Warshau; en Russinn fékk einhvern grun um þetta og fór að draga að sér menn líka. Búast má samt við, að hann verði liðfærri í bráð, því að járnbrautir Rússa eru færri og lakari en Þjóðvera, og gengur þar Þjóðverjum fljótara aðdrátturinn. Sagt er, að Þjóðverjar hafi unnið þarna feikna inikinn sigur, þann mesta i öllu stríðinu, enda var nú inál komið, því að langt er orðið siðan þeir höfðu þvi að hrósa, og ekki varð sigur sá þeim langstæður. Og þó að þeir vinni þarna og þó að þeir kæmust inn að Warshau, þá eru þeir varla hænufeti nær að sigra til fulls. En auðséð er, að Þjóðverjar vilja fyrir hvern mun ná Vistula fljóti, helzt öllu. Það cr svo handhægt næsta sumar, til dæmis, að flytja eftir þvi farangur, hergögn og menn og jafnyel nú á isum. Gæti það orð- ið þeim liinn mesti styrkur. Og eng- inn efi er á þvi, að þarna helir ver- ið hinn ákafasti bardagi, og að því er sézt, hefir Þýzkum veitt heldur betur; en 30—40 milur eru þeir enn þá frá Warshau. Rússar hrekja ÞjóSverja tfl baka. í Polen er einsog nærri hafi legið, að Þjóðverjar fengju rothögg af pústrum Rússa, og eru Rússar nú að sópa þeim burtu, sem lengst voru komnir fram til Warshau. Hörfa sumir norður til hersveitanna þýzku miðju Austur-Prússlandi inilli vatn- anna þar; en sumar sveitirnar halda suður og vestur til Czenstochowa. Er nú minna um frægðina og stór- yrðin Þjóðverja, en meðan gangur- inn var sem geystastur á þeim fvrir nokkrum dögum. 1 Bandaríkjunum eru einhverjar dylgjur með mönnum. Goethals, landsstjóri Panamaskurðarins og landsins í kring, heimtar herskip og tundurbáta þangað suður undir eins. En enginn veit ennþá. hvað þar er á ferðum. Illar fylgjur sækja að Bandaríkja- mönnum. En svo er farið að harðna i Mex- ico, og er þar alt að fara i bál og brand á nýjan leik, og þykir sum- um, að Bandarikin hafi heldur fljólt slept Vera Cruz. Er Carranza oðru megin og auðmennirnir, en ræningj- arnir og þjóðvaldsvinir hinu megin með Villa og Guitierres sem forustu- menn. Hafa þeir tekið Bandaríkja- borgara, að sagt er, og á landamær- um norður renna kúlur þeirra yfir á land Bandarikjanna. Hefir Wilson forseti hótað þeim hörðu, en litið kemur af. Það er “móðins,, að drepa j núna, og smáræðis rán, gripdeildir og lygar teljast ekki. og segir kona ein svo frá: Nágranni hennar hafði tekið og arfleitt dreng og stúlku, munaðarlaus börn frá Belgiu, kornung bæði. Drengurinn hafði verið nokkuð rólegur, en stúlk an bar sig illa, og grét alla fyrstu nóttina og næsta dag. Hún gat ekki sofið og gat ekki borðað og það var ómögulegt að hugga hana. En seint um kveiuio kom læknirinn og var í einkennisbúningi hermanna. En undir eins og hann var kom- inn inn úr dyrunum, þá hljóp hún á móti honum með útbreidda arma og hrópaði: "Bittisht Bittishl” — brezkur, brezkur — og þegar hann tók hana í fang sér, hallaði húa höfðl sinu að brjósti hans og sofn- aði undir eins. — Ekki svo slakur vitnisburður fyrir Bretat Bretinn rennir í kafi inn Hellusund og sprengir upp tyrk- neskan dreka. Mjótt var Hellusund og þungur var straumurinn og margt var að varast, þvi að þar voru þéttar raðir af sprengivélum að fara i gegnum, og ætlaði Tyrkinn, að þar væri eng- um fært, nema þeim, sem með botni skriðu; en Bretinn fór það i torpe- dó bát, í kafi allan tímann; nema hvað hann varð að koma upp við og við, til að sjá, hvað leiðinni liði, og hvar hann skyldi að leggja, því að til víga hugðu menn þeir, sem á honum voru. Það var Licutenant Commander Norman P. Holbrook, sem bátnum stýrði. Hefir Hellusund (Dardanelles) þótt ófært hverju ó- vina skipi, þvi að sundið er þröngt, straumurinn harður og þungur, og kastalar Tyrkja beggja megin; en brynjuð herskip hér og hvar um sundið, og einkum þó hjá kastala- virkjunum beggja megin. Er sund- ið þar svo mjótt, að það er sem elfs falli milli bakka tveggja, en sinn kast ali hvoru megin og ginu kjaftar fall- byssanna yfir hið þrönga sund frá báðum löndum. En neðansjávarbátur Breta B 11 ratin á kafi í gegnum sundið norður og varð að fara svo nærri botni, ai hann væri undir fimmföldum röð- um sprengivélanna, sem lagðar vor« þvert yfir sundið til að tortíma öllu, og eyðileggja alt, sem um það færi. En báturinn skreið undir þær, og varð að koma upp við og ðið, til að sjá, hvar hann færi og hvert halda skyldi. Tyrkir höfðu orðið varir við hann og eltu hann á ótal skipum, en kastalarnir létu rigna kúlunum yfir hann, hvenær, sem hann rak upp kollinn; en það þurfti hann að gjöra við og við til þess að hlaupa ekki á land upp. Og herskipin og stærri og smærri hraðskreiðu snekkjurnar fóru að elta hann, hver scin betur gat. — Það var kvikt á Hellusundi kveldið það. En loks komst Bretinn i færi vií bryndrekann tyrkneska Messondich. 10,000 tonna skip með 600 manns á skipinu, og sendi honum torpedá eiua eða tvær, vér vitum ekki livaí margar. En þær riðu honum ai fullu, og þegar þeir á neðánsjávar- bátnum litu til baka, þá var hann ai sökkva, tyrkneski drekinn. En Bretinn hafði gjört það, sen allir héldu ómögulegt: að brjótast þarna inn sundið móti hinum þungs straumi, fram hjá röðum fallbyss- anna beggja inegin, og sundið var sumstaðar aðeins % mílu á breidd. og i látlausri hrið skotanna, bæði á landi og frá skipum þeim, sem clta neðansjávarbátinn. En i fulla 9 klukkutima þurftu þeir að liggja við botn niðri, áður e« þeir koinust út aftur. Er ekki trútt uin, að Tyrkjum hafi þótt ófreskjs þessi leið og ill, að fara þarna slysa- laust i gegnum greipar þeirra og sprengivélar, inargfaldar raðir af þeim, og gjöra þeim þenna óskunda. Serbar taka Belgrad aftur. Það var ekki ýkja lengi, sem Austurríkismenn héldu Belgrad, því að nú er sagt, að Serbar hafi náð henni aftur. Austurríkismenn byrj- uðu eiginlega umsátina um Belgrad 29. úli og létu si og æ skothriðina dynja á borginni og kastalanum yf- ir ána, frá Semlin og þar ikring, og svo af monitor-bátum á fljótinu Dóná. Var þvi mestallur hluti borg- arinnar i rústum. Stjórnin flutti sig og skjöl öll undir eins i burtu, fyrst til Kraguyevats og siðan til Nish, og þar er hún enn. En svo var það 2. desember, að Austurríkismcnn náðu Belgrad og voru hreyknir mjög. En það litur svo út, sem Serbar hafi farið að dæmi Rússa og egnt fyrir Austurrikismenn feitum bita, og nú t’rógu þeir a öngul þenna nær 30 þús- undir liermanna þeirra og vopn og vistir miklar. Munaðarleysinginn frá Belgíu. Það var í Liverpool á Englandi, BANDARÍKIN ÞURFA AÐ AUKA FLOTA SINN. Aðmiráll Charles S. Badger hefir verið flotaforingi Bandaríkjamann* á Atlantshtfinu. Nú er hann gamall og hefir sagt af sér. Nýlega var hann kallaður fyrir nefnd neðri má) stofu þingsins i Washington, til þess að gefa ncfndinni álit sitt um flota- mál og landvarnir. Hann þótti cigi smátækur, karlinn, því hann sagði þeim skýlaust, aS þeir þyrftu að minsta kosti 48 hina sterkustu og mestu bryndreka á At- lantshafinu einu, með hundrað neð- ansjávarbátum og stórhópum af loftskipum og flugdrekum af öllum tegundum. Og þetta væri aðeins 1. flokkur herskipa þcirra, er þeir ættu þar að hafa. Er það langt fram yfir það sem nú cr. Tiltölulega yrðu þeir að auka allar aðrar tegundir her- skipa sinna, s;.gði gamli maðurinn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.