Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 1
Giftingraleyfifrbréf seld TH. JOHNSON Watchmaker,Jeweler&Oplician Vibgrerbir fljótt og vel af hendi leystar -48 MAIN STHKET ?hone >1 ain 6600 WINNIPEG, MAN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 SARGENT A V E. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR, 1915. Nr. 16 FRÉTTIR AF STRÍÐINU « a « « « ♦♦ ♦♦ « » « í MAÍ BYRJAR STRÍÐID FYRIR ALVÖRU. » a Bretar hafa lengi sagt atS alt þaS sem enn væri komið « af stríði þessu hinu mikla væri aðeins byrjunin. Og nú er 3 Jjetta seinast haft eftir Kitcherier, er hann var spurSur um 3 stríðiS hvað þaS myndi standa lengi: « “Eg veit ekki, hvenær það endar, en eg veit hvenær það « byrjar, og það verður í maímánuði.” jj a 33888«8a«a88«8888«»88«8»8«8 8888R8»»««»8 K « « « NÓTTIN KALLAR. (Invocation to Thor.) Efnið úr enskum texta undir ítölsku lagi. Nóttin kallar ljóss í ljóma liðsmenn fram að bregSa skjóma. Þöglar vættir, þjóSa ættir þreyta grimma Skuldar dóma. Brenna' um himin ÓSins eldar upp frá Valhöll þegar kveldar. Máttki Þór þá römm er róma reiddum Mjölni haltu' á lofti yfir fénda hóp. Máttki Þór, lát þrumur þjóta: þungan hamar fjandmenn sundur brjóta. Framsal aldrei óvinum skal hljóma. Freyja, gef oss frægSarljóma. Freyja, láttu sögu róma — þjóSa ættir, allar vættir — öll þau verk, sem djörfum hetjum sóma. Stirnda nótt meS stjörnuljóma strá í hjörtun vonarblóma! Ó, Þú mikli, máttki Þór! þá römm er róma reiddum Mjölni haltu yfir fénda hóp. ÓSinn, faSir, liS oss ljá lát hinn máttka Þór oss standa hjá. Freyja, milda móSir, kær máttkan láttu Þór oss standa nær. Veit oss sigursæld, sundra fénda vorra hóp. Ó, milda móSir, heyr oss og máttkan kalla Þór! Ó, máttki Þór, gef herfang vorum her. Ó, heyr oss, máttki Þór. Heyr oss! t>. Þ. Þ. Striðið gengur sinn vanalega gang, rétt einsog hvert annað starf eða atvinna. Þeir skjóta á löngu færi allan daginn. Sprengikúlurnar þjóta um loftið, suðandi, hvínandi, þangað til hvellurinn kemur og þær springa í lofti yfir höfðum manna, eða þær bora sig niður í jörðina og springa þarj en þá kemur gusa upp af grjóti og freðnum jarðarkökkum og svo járnabrotum úr skelinni, og drepur alt, sein nálægt er. Þetta gengur kannske allan daginn fram á nótt, og enginn veit eiginlega, hvaðan þetta kemur, nema það kemur niður úr háa lofti; og þessar sendingar eru ekki sendar af góð- um hug, heldur til að brjóta og <>g drepa; svo þegar myrkur er kom ið, þá hættir hriðin kannske alt í einu; það verður þögn, dauðaþögn; en þá fer nú fyrst að verða vara- samt á vígvöllunum og i skotgröf- unum, því að þá eru óvinirnir svo nærri komnir, að þeir hafa hætt að skjóta til þess að skjóta ekki sína eigin menn. Og alt í einu koma fram þúsundir vopnaðra manna,— cins- og spretta upp úr jörðunni, ganga fram úr skugganum, standa á bökk- uin skotgrafanna og tungurnar, rauð ar, brennandi, stingandi standa fram úr röðum byssanna, ofan á höfuðin á þeim, sem í gröfunum eru. Þetta getur verið á nokkur hundruð íeta, nokkur liundruð faðma, einnar milu cða fleiri milna breiðu svæði, að þarna stendur mað ur við mann. Þeir hafa læðst i myrkrinu, meðan skothríðin eða sprengikúlnahríðin dundi yfir, — iæðst, þangað til þeir áttu ekki eftir nema tvo eða þrjá faðma eða tiu tuttugu, þá hlaupa þeir upp. Og verði þeir í skotgröfunuin ekki var- ir við þá fyrri en eldtungurnar standa á þeim af bökkunum ofan, þá eru þeir dauðir; en verði þeir varir við komu þeirra i tima, þá eru aftur hinir, sem að sækja, allir dauð ir. Raðir hcrmannanna i skotgröf- ununi eru þá viðbúnar og þcgar gestirnir koma, vita þeir ekki fyrri, °n alt er bjart sem skinandi dagur, rafmagnslámparnir kasta á þá skin- andi ljósinu, en eldstrókarnir úr byssuröðunum standa í nasir þeim <>g augu. Svona gengur það dag eftir dag, og drepinn er hver sem er feigur. Á vesturkantinum, i Flandern og á Frakklandi 0g i Elsas er þetta dag- legt brauð. Þjóðverjar gjöra þar á- hlaup við og við, einkum vestantil á Breta, en komast hvergi áfram; þeir hníga niður fyrir hinum log- andi straumum, og heldur hafa Bretar þokað þeim aftur, en furðu þungt er að ýta og þarf til aflsmun töluverðan. En aftur uppi undir ^osges fjöllum og í Elsas hafa ■'rakkar sótt ineira á, og víða hrak- ‘ð Þjóf5verja; einkum þó við Stein- hack i Elsas. Þeir voru þar á hæð- unum upp af bænum og höfðu nú fult eins góðar ef ekki betri fall- ‘>>ss- en Þjóðverjar; hafa þeir ver- ið að steypa og smíða þær i vetur. Þeir letu nú skothriðina dynja á skotgrofum Þjóðverja og borginni, og brutu alt og sprengdu upp; svo réðu þeir til áhlaups, og var um það getið seinast. Þarna börðust þeir oft með byssustingjum dag og nótt, um hvert hús í bænum, sem uppi stóð. Fyrst höfðu þeir hálfan bæinn, einn eða tvo daga; svo náðu þeir honum öllum; en Þjóðverar héldu skot- gröfum rétt fyrir utan hann á hæð i nokkurri. Um hæðina var lengi bar- ist, þangað til hún var orðin upp- rótuð öll saman, þá loks komu þeir Þjóðverjum þaðan,— eiginlega þeg- ar þeir voru allir dauðir, sem vörðu. Á einum stað var það þarna, að Frakkar sendu fjallasveit eina af hnjúk ofan, og voru þeir á skíðum og runnu ofan hnjúkinn á grafir Þjóðverja, er neðar voru. Voru þeir á höfðuin þeim áður en liinir vissu og tóku grafirnar eða vigin. Frakk- ar vilja komast þarna að Rínfljót- inu og reka svo hópana þýzku' nið- ur með ánni. Að austan, frá Rússanum, er alt stórkostlegra. Hindenburg er þar mestur foringi í liði Vilhjálms; en móti honum eru i Galiziu Russky og Ivanoff foringjar Rússa.en Renn- enkampf nyrðra og svo aðalmaður- inn Nikulás hertogi, sem nú virðist langmestur foringi allra í striði þessu, og hvað eftir annað hefir lokkað Þjóðverja í gildrur sínar. Norður af Warshau situr Hinden- burg, í Austur-Prússlandi, í Vatna- hverfinu i miðju landi, og kemst hvergi áfram. Fyrir rúmum hálfum mánuði reyndi hann að brjóta her- garð Rússa með áhlaupum á alla linuna frá Karpatha fjöllum og norður alt Pólland, eða á 3—400 milna svæði. Annað harðasta á- hlaupið gjörði hann að norðan frá Mlawa, á landamærunum norður af Warshau. Rússar létu undan i fyrstu — en þegar han nvar kominn nokk- uð á leið, snörust þeir svo ramlega móti, að þeir hröktu Þjóðverja al- veg aftur og norðuri Austur-Prúss- land, með mannfalli miklu. — Nú er farið að frjósa þar um slóðir og harðna vegir og vötn hin smærri, og enn leggur Hindenburg upp að nýju. Leggur hann leið sína um Mlawa, sem fyrri, en heldur liðinu í þetta skifti lengra austur og stefn- ir á Warshau. Honuin hefir gengið tregt. Rússar láta undan sem áður, en eru nú þyngri fyrir. Oft taka Þjóðverjar skotgrafir þeirra, en halda þeim sjaldan lengi, þvi að Rússar koma aftur og renna á Þjóð- verja í gröfunum með byssusting- ina og flctta þeim í sundur. Er það mjög sjaldgæft, að Þjóðverjar stand- ist þau áhlaup; enda munu þau grimin vera, og einlægt harðnar eft- ir því sem þeir koma lengra áleiðis til Warshau. Telja menn það lítt hugsanlegt, að þeir nái borginni. En breyting er nú sú orðin á bardög- unum, að verra er orðið að grafa þar norður frá nýjar skotgrafir fyrir frostið, og verða þeir því suin- staðar að berjast ofanjarðar. En sunnantil á þessum 7—800 breiða orustuvelli, gengur Rússum mikið betur. í Galizíu sundruðu þeir liði Austurrikismanna, tóku fjölda af föngum og hálf-upprættu þá, Þar voru nú nýlega rigningar svo miklar og vatnsflóð, að landið flaut viða í vatni, en á upphækkuð- um vegum stóðu Rússar og höfðu hleypt dynainiti í dompana; svo þeir gátu sprengt þá upp, hvenær sem þeim sýndist. Hinir komust því hvergi áfram; en Rússar búnir að taka hér um bil öll skörðin i Kar- patha fjöllunum, og komnir að Cra- cow aftur, en Przemysl við það að gefast upp. Þá voru Rússar einnig farnir að senda fleiri og fleiri sveit- ir suður um skörðin í fjöllununi og suður i Ungarn. En syðst í Bukovina, suður af Galiziu, en austan við Karpatha- fjöll, hefir Rússum gengið bezt. Þeir voru búnir að vinna mikið af land- inu, en Austurrikismenn héldust við i fjöllunum; en nú hafa þeir stöðugt verið að berjast þar i hálf- an mánuð, og loks er sagt, að þeir séu búnir að sópa landið alt og komnir yfir fjöllin á eftir Austur- rikismönnum og ofan á sléttur Ung- verjalands, eða i þann hluta lands- ins, sem Transsylvanía heitir. Það er suðaustur hornið á Ungarn, og liggur að Rúmaníu. Það er slétta ein eða réttara skál og liggja fjöll að á alla vega; ágætt land. Að aust an eru Karpatha fjöll, að sunnan i ranssylvaniu fjöll, en að norðar og vestan lág fjöll eða. hálsar, milli anna Theiss og Maros. Eftir Trans sylvaníu rennur stóráin Maros; o{ kemur hún úr Karpatha fjöllum of rennur vestur í fljótið Theiss, sen kemur einnig úr Karpatha fjöllum norðan við hálsana, og rennur í bugðu norðvestur, svo vestur og suð vestur og svo beint suður langa leið og fellur i l)óná. Þarna eru þeir komnir ofan i liinn stóra og breiða Maros dal, og að Iikindum eitthvað ofan i Theiss dalinn, norðan við hálsana. En Austurrikismenn flýja undan þeim alt hvað fætur toga. Og þarna cru Rúmenar ré.tt sunnan við þá, og herða sig nú sem þeir geta, að búa sig. Þeir vilja nú komast í leikinn, og er liklegt, að rót verði koinið á þá áður en vika eða 10 dagar liða; þó að sagt sé, að þeir verði ekki búnir að kalla út lið sitt fyrri en í seinustu viku janúar. Budapest heitir höfuðborgin í Ungarn, við Dóná, og eru menn nú orðnir hræddir þar og gjöra upp- hlaup í borginni, og eru nú að smala öllum, sem á fótum standa, ungum og gömlum, til að mynda af her- flokka, að verja borgirnar Vin og Budapest, og senda lið á móti Serb- um enn einu sinni. Enda er Vil- hjálmur harður á þeim, og hefir lof- að, að senda þeim 300,000 Þjóðverja til þess að berja á Serbum og láta þar yfir ljúka. En hvar hann eigi að taka þær, er mörgum spurn., Kannske úr Bæheimi, Bayern og Wurtemberg, suðurrikjum Þýzka- lands. Þarna þyrftu nú Rússar að hafa eina milíón manna, þó að þeir i bráð komist af með ein 2—300 þús- undir. En ekki er ólíklegt, að þarna verði nú smalað að sunnan, meðan Rússar standa fyrir að austan og Frakkar og Bretar að vestan. Svo smala Rússar og Rúmcnar og siðar ftalir og Serbar að sunnan, og reka safpið norður löndin. öll og inn fyr- ir landamæri Þýzkalands. Geta menn nú séð, að til þess muni þurfa tíma nokkurn. En sé nuddað við það, gengur það á endanum. I fjöllimum um Kars og Erzcrum i Armeniu fara Tyrkir hverja óför- ina á fætur annari og hafa látið ein- ar 80—100 þúsundir fyrir Rússum; og hræddur er nú margur Tyrkinn orðinn i Miklagarði, að Rrctar og Frakkar lirjótist in um Ilellusund, og leggi skipum sínum inn um horn- ið gullna í Miklagarði. Eru þeir nú búnir, að taka alt lið sitt í Evrópu og hverja byssu til að verja borg- ina. Adríanópel hafa þeir rúið að fallbyssum. ltalir eru við það að segja Tyrkj- um stríð á hendur; gáfu þeim nokk- urra daga frest (til 10. jan.), og ein- lægt verður styttra og sty.ttra milli ítala og Austurríkis. — Grikkir al- veg vígbúnir. — 1 Litlu-Asíu eru Tyrkir að myrða kristna menn. Seinustu fregnir. Bretar búast við árásum frá flug- i mönnum Þjóðverja bæði á strend- urnar norður af Ermarsundi og jafn vel á London. Hafa flugmenn þýzk- ir verið að fljúga i hópum yfir Norður-Frakkland og yfir sundinu og upp að ströndum Englands, eins og væru þeir að þukla fyrir sér. En Bretar eru nú nokkuð við því bún- ir, og svo eru Parísar búar. ftalir senda herskip til að lemja á tyrkneskum hafnstað fyrir illa meðferð á konsúl þeirra. Svisslendingar reiðubúnir að berj ast við hvern, sem á þá leitar. Frakkar og Þjóðverjar safna liði i Elsas og er þar nú einlægt barist. Þjóðverjar draga saman 600 þúsund nýja hermenn. Þjóðverjar kalla út nýjar sveitir hermanna og taka alla, sem eru yf- ir 19 ára gamlir, og fá þannig 600 þúsund menn. Auk þess hafa þeir varalið, sem þeir hafa ekki neitt að marki gripið til ennþá. Rússar koma með 1,200,000 nýja hermenn En Rússinn er þeim mun harðari, að hann kallar nú út alla þá, sem herskyldir urðu árið 1914, og nú er búið að æfa; en það eru 1,200,000 manns, og um leið fara allir, sem herskyldir verða árið 1915, í búðir þessara manna eða hermannaskála um alt landið, til þess að fara að æfa sig og vera til taks, ef á þarf að halda. Bretar og Frakkar búnir að eyði- leggja eða skemma að mun ytri kastalana við Hellusund. Eitt af því, sem hamlað hefir Rúm- :mum að fara af stað, er það, að þeir /oru skotfæralitlir og pcningalaus- r. En nú er bætt úr hvorutveggju. 'ru menn því allstaðar farnir að >úast við mikilvægum tíðindum, þó ð Kitchener segi, að það verði ekxi (yrr en í mai. — Stríð þetta sýnir, að Dr. Osler hefir ekki haft alveg rétt fyrir sér, er han nsagði, að allir menn væru ónýtir eftir fertugt, og væri rétt, að stytta þeim aldur; þvi allir beztu herforingjarnir eru menn milli 60 og 70 ára, — Frencli, Joffre, Pau, Renncnkamf, Russky, Hindenhurg og Moltke; ekki einn cinasti þeirra ut "u- maður. Kitchener er nær 60; Von Kluck var yfir 60. Og svo hefir það oft verið í sögu inannkynsins, og þvi fremur nú, sem lífsreynsla og þekking keniur svo mikið til greina. 9,000 fet í lofti uppt. Þann 11. þ. m. yfir Dunkirk við sundið var slagur 9000 fet í lofti; — höfðu 7 flugmenn þýzkir komið þar um kl. 11 f.m. og flugu í hring- um yfir borginni og sendu sprengi- kúlur niður og héldu þessu áfram þangað til kl. 4 e. m.En þegar á leið eða eftir hádegið risu upp tveir flugdrekar Belgíumanna og réðu á móti hinum þýzku, þó að 7 væru á móti 2; þeir voru nokkuð neðarlega fyrst, en Belgarnir tveir strikuðu upp fyrir þá. Þá urðu hinir að fara upp Iika og reyndi nú hver að kom- ast sem hæst. Loks komust Belgar upp fyrir hina, á 7000 feta hæð og fóru nú að skjóta, og var þó ervitt, því einlægt voru þeir á flugaferð, og stöðugt héldu þeir hærra og hærra, unz þeir voru komnir fet í loft upp. Eftir litla hríð féll einn þýzki drekinn niður og annar lamaðist og strikaði burtu og komst 20 milur áður en hann féll eins og álft dauðskotin; hinir 5 flýðu og komust undan. Nokkrir særðust og dóu i borginni og hús brotnuðu; en fólk var farið að verða þessu vant, og flýði í kjaliara, nema þeir, sein nógu forvitnir voru. — Norðan til i Pólen stöðva Rúss- ar Ifindenburg. — Brussel, höfuðborg Belga, er sögð í báli. — Sjö milíónir Belga þarf að fæða á hverjum degi, annars dæju þeir úr hungri. — Rússar eru búnir að taka sex townships vestan við Karpatha fjöll í Transsylvaníu, og er þar lítil fyr- irstaða af Austurrikismönnum. — Enginn óvinur að baki Rússa, svo að þarna eru þeir búnir að ná fót- festu. — Von Buelow kominn aftur frá Rómaborg, og segir Vilhjáhni, að hann hafi engu til leiðar komið við ítali. Þó að stjórnin þar vildi lijalpa Þjóðverjum, þá þýddi það ekkert. Það yrði þá upphlaup og stjornin rekin frá völdum. —Tveir bræður, sonarsynir Gari- balda gamla, börðust með Frökk- um og féllu báðir; var sá, er fyrri féll, fluttur til Rómaborgar, að jarð- ast, og varð þá hreyfing mikil þa' i borginni, og vildu landar hans fara strax og hefna; en við jarðnr- förina fréttist lát hins, og héldu mönnum þá engin bönd. Það varð uppþot um alla borgina og réði lög- rcglan ekkert við. Þetta og margt fleira herti á Itölum, og má nú óef- að heyra það einhvern daginn, að þeir séu komnir af stað. Þeim bag- ar nú helzt snjórinn og ófærðin i Mundiu-fjöllum. Bryndreki sprengdur upp. Á gamlaársdag sprengdi franskur neðansjávarbátur upp bryndreka stóran fyrir Austurríkismönnum, 20 þúsund tonna skip, með þúsunit manns. Skipið komst þó inn á höfn, þvi skamt var. — En vel er borgað fyrir Formidable, að undanteknn mannaláti, því að þessi dreki Aust- urrikismanna var miklu stærra og betra skip en það. Einn stóri Zeppelin-drekinn eySilagður. Frá Genf koma þær fregnir, að flugmenn Breta hafi eyðilagt eitt hið stóra Zeppelin flugskip, i árás flug- manna seinast á Cuxhafen. Þeir kveiktu i hjöllunum, þar sem flug- skipin voru inni, og slapp annað með þvi áð taka til flugs, en hitt eyðilagðist gjörsamlega. — F7kki var sú förin til ónýtis. Smávegis frá stríðinu. í Elsas hafa Frakkar sótt fast á Þjóðverja, og var hríð mikil nm bæ- inn Steinbach. Þjóðverjar héldu lioa um, en F'rakkar sóttu á, fyrst með. stórskotahríð, og brutu helminginn af bænum; siðan voru áhlaup gjórð með byssustingjunum og náðu Frakkar hálfum bænum; en hálfum héldu þýzkir. Blakta þeir þar hvor á móti öðrum, fánar Þjoðverja og fáni F'rakka. * ♦ ♦ — Þrjátíu herskip F'rakka og Breta skutu núna nýlega á kastala- borg Austurríkismanna, Pola, á Ist- ría skaganum við Adría-hafið. En þar er herskipalagi Austurríkis- manna. Einnig skutu þeir sama dag á Rovigno, en það er annar kastali, 13 milur frá Pola. ■ • • — Nýlega skutu Frakkar og Eng- lendingar á kastalana við Ilellusund og skemdu þá mikið. En til þess að geta gjört það, þurfa þeir að skjóta yfir skagann, eða rifið, sem rennur suður með Hellusundi að vestan, því að sumir kastalarnir standa á hon- um austanvert við sundið. Ilafa kast- alar þeir áður verið taldir óvinn- andi. ♦ ♦ ♦ — I Kákasus fjöllunum eru Rúss- ar stöðugt að berjast við Tyrki. Við Sarikamysk, 30 milur suðvestur af Kars, börðust þeir við Tyrki og unnu mikinn sigur. Halda Tvrkir nú i stórhópum upp i sköi;ðin vestur af Kars, en suður af Ardahn eitthvað 40 milur, nærri beint vestur af Kars. Eru þar skörð í fjöllin, ill yfirferð- ar, en góð að verja, og þangað vilja Tyrkir komast, því að ekki treyst- ast þeir að eiga við Rússa i stórum bardögum. Neðri hluta Eufratsdalsins halda Bretar, og á Gyðingalandi eru her- svejtir þeirra, og Suez-skurðurinn er á þeirra valdi, og því engar likur til, að Tyrkir komist þar nokkuru sinni yfir. — Áskorun Tyrkja til rúbræðra sinna, að hefja hið licilaga stríð móti Brctum og drepa þá alla niður, hefir engar undirtektir fcng- ið. Þessar 300 millíónir, sem Vil- hjálmur ætlaði að æsa móti þeim, sitja kyrrar. • • • — Sagt er, að hálf miilión Kal- múka komi að hjálpa Rússum. Kal- múkar þessir eru Asíu-þjóð, Búddha- trúar. Sendu þeir sendinefnd til Rússakeisara, þvi þeir lúta honum, og búa i Astrakhan, á Kalmúk slétt- unum, við Caspiska hafið. Buðu þeir honum 500,000 riddara, og sögðu, að þjóð þeirra öll væri einhuga um, að leggja hvern liðfæran mann fram til styrktar Rússum. En þeir eru hestamenn iniklir og ágætir riddar- ar, eru hestar þeirra líkir arabiskum hestum. Þcir hafa ekki verið her- skyldir áður. Færði nefndin keis- ara 200,000 dollara i peningum og 1500 hesta, og auk þess lögðu þeir til þessa hálfu millión riddara með- an á striðinu stæði. Kalmúkarnir eru hjarðmenn og lifa í skinntjöldum. Land þeirra er 40,000 fermílur á stærð. Tala þeirra i Rússlandi eru 5 millíónir. Nýja kúlann. Hann fann hana upp hann Char- les Dawson, maðurinn, sein fann hina orðlögðu Piltdown kúpu. Kúlu þessa hefir hann boðið Bretastjórn, og er hún til þess ætluð, að skjóta henni á Zeppelin skip. Er hún þann- ig gjörð, að oddurinn er skálmnyd- aður, og er phosphor i skálinni, og stendur nokkuð frain úr oddi kúl- unnar. Þegar henni er skotið, kvikn- ar í þessu efni, og þegar hún svo kemur i Zeppelin-belginn, kveikir hún á augabragði í gasinu, og vita menn þá, hvað skcður. Frelsisgyðjan. (Sbr. Stgr. Thor.: Kvæði, bls. 299, þriðju útgáfu aukna, Reykjavik 1910) O, Freedom'* goddess! Whether thy dread hand Doth hold alott the bright, death-dealing sword, Or by thy torch is blazed the sacred word That wisdom spreads to our earth’s utmost strand; Before thy presence bow’d in prayer I stand: By thy blest might were Rome and Greece restored; And our brave fathers fleeing their tyrant-lord Thy good light led to this far northern land. Smile still on them whose whole hope rests in thee And rouse and strengthen nations; but in times, When passion’s rage and reason’s light grows dim, O, guard thyself, that thou may’st never be Made to serve follies, outrages and crimes: Ne’er midst such baseness thy bright torches trim. Skúli Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.