Heimskringla - 14.01.1915, Side 2

Heimskringla - 14.01.1915, Side 2
W.S. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG. 14. JANÚAR 1915 | Grettismót á Lundar “Þess verðr þó getit, er gert er”. 1 en þolið hiuis i sérhvert sinn, það sigur honum gefur. Og nast hann sprengir nafna sinn, cf nægan tima hefur. KÁRI SÖLMUNDAR SON. Þat er fni Gretti at segja, at honum þótti mikit mein, er hann mætti hvergi prófa afl sitt, ok fréttist fgrir, ef nokkut væri þat, er hann mætti vit fásl. Fór svo fram um stund. Enn um mitt stimar spurðist, at íþróttamót mikit skyldi hafit i stórborg þeirri, er Winnipeg heitir; ok imr öllum sönnum íslendingum þangat stefnt, lil at sýna þar frækleik sinn, ok var verðlaunum góðum heit- it þeim, er hærri hlut bæru. Gekk þá Grettir til móts vit liðsmenn sína. Hét hann á þá ok mælti: “Nú líðr mt því mikla móti, er ‘íslendingadagr’ kallast. Hefst þar hildarleikr um skjöldinn þann hinn mikla Odd- sonsnaut, ok glímubelti þat, er gefit hefir Marínó Hann- esson. Vit ek nú fara á mót þetta ok mæta Víkingum. Vil ek ok þvi gfir lýsa fgrir gðr, at ek vil skjöldinn þann hinn mikla af Vikingum taka, ef vér komimst i j fxri, enn hlífa engum þeim, er i móti vill standa. Sœkjum þvi fram knálega, at þat megi menn mæla, al farit hafim vér frægðarför rnikla”. Var góður rómr gjörr at orðum Grettis, ok hétu kmppar hans fglgi sínu. Var fyrstr til liðveizlu Gunn- mrr frá Hliðarenda, ok var kappinn mjök svo ásjáligr ok frjálsmannligr, enda gat nú hvergi Hallgerðar. Kári Sölmnndurson var ok engu ófimlegri enn þá, er hann hljóp úr eldhafinu forðum. Þá bauð Kjartan ólafsson fylgi sitt, ok kvaðst kapp mundi þregta vit hvern þann, er fgsti, í aflraunum, sundi/ vopnaburði eðr hlaupum. Ormr Stórólfsson kvaðst enn gela jafnhattað hvern meðal áburðarklár, ef nauðsyn ræki til. Skálmaði þá fram Egill frá Borg; beit hann i skjaldarröndina, ok lét all-ólmliga. Fýsti hann mjök, at etja kappi vit þá Vikinga. Varð þá dgnkr mikill, ok olli þvi Skarphéð- inn Njálsson, er hann kom til jarðar af hástökki. Hélt hann á löngu regrpriki í stað axarinnar, ok glolti vit tönn, sem fyrrum. Leifr hinn hcpni gekk þá fram, ok iwt hann all-lignarligr á at lita. “Mun ek nú”, mælti hann, “Ijá Gretti liðsinni mitt, ef slíkt má at haldi koma. Skaltu nú, Grettir, eigi lála draga taumana úr höndum þér, sem forðum, þá er fundum ykkar Hall- mundar bar saman, ok mun þér óhætt vera, at treysta fglgi váru". Má enn lil nefna Kolskegg Hámundarson ok Hlaupa-Hrafn, ok marga fleiri kappa, er fýstust far- ar með Gretti. Þakkaði Grettir þeim vel, ok mælti: “Mun þat nii eigi sannast á oss, at ‘sitt er hvárl gæfa eðr gjörvileikr'; k'í svo segir mér hugr, at vér munim mikla sæmd hljóta í þessari viðreign”. Leið svo til þess tima, er ákveðit var at mótit skyldi hafit. I'iinnig hefir saga skráð þá viðburði, sem voru til- drög til “Grettismóts” þess, er haldið var að Lundar, Man., þann 23. desember 1914. Var þar saman kom- inn fjöldi fólks til að árna Gretti heilla og sitja með honum veizlu. Skjöldinn mikla hreptu meðlimir Grett- ts á Islendingadeginum 1. agúst 1914. Einnig hrepti glimubeltið kappi úr Iiði Grettis. Knattleiknum milli Víkinga og Grettismanna lyktaði þannig, að hinir síð- arnefndu hlutu sigur. Má á þessu sjá, að félagið Grett- ir hlaut mikla sæmd af viðureign sinni við Winnipeg- og Selkirk-búa, og má með sanni segja, að í þeim félags- skap sé nú sá hópur íslenzkra pilta, sem fræknastir eru, og beztir iþróttamenn meðal Islendinga hér vestanhafs. Þeir meðlimir Grettis, sem skjöldinn unnu, voru þcssir: Einar Johnson, 9 vinninga; Einar J. Eiríks- son, 8 vinninga; Ágúst ó. Magnússon, 6 vinninga; “Harry” Johnson, 3 vinninga; G. ó. Thorsteinsson, 3 vinninga; Björgvin Stefánsson, 3 vinninga; K. J. Back- mann 2 vinninga, og Skapti Johnson, 1 vinning; alls 35 vinningar. — Glimubeltið hlaut í annað skifti glímukappinn Guðm. Stefánsson. “Grettismót” var haldið til heiðurs piltum þess- um, og var útbýtt þar verðlauna-peningum þeim, sem tslendingadagsnefndin gefur fyrir íþróttir þeim, sem vinna. “Mótinu” styrði hr. Guðm. Breckmann, og fórst vel að vanda. Skemtiskráin var stór og vönduð, og fór fram sem hér skal greina: Orchestra (Fred. Frið- finnsson, Hermann Johnson og Þorsteinn Johnson); 2. Söngur—Grettir Glee Club; 3. Ræða—P. Reykdal; 4. Medalíum útbýtt og sungin frumsamin kvæði; 5. Orchestra; 8. Kvennakór; 9. Upplestur—Kvæðið “Glámur” (Gr. Th.), Jón Magnússon; 10. Gamanlcik- ur—“The Suffragctte”; 11. Orchestra; 12. Rímur kveðnar—Fr. Kristmundsson; 13. Upplestur—D. H. Lindal; 14. Einsöngur—Th. Gooman; 15. Negrasöng- ur; 1G. Kvæði (frumsamið)—V. J. Guttormsson, og 17. Söngur—Grettir Glee Club. Var þetta góð skemtun og var gjörður að góður róinur. Til þess að auka skemtun, voru gefin gervi- nöfn öllum þeim, sem hlutu verðlaun; gengu þeir fram á leiksviðið undir nöfnum þeim, sem skráð eru hér að framan. Frumsamdar visur eftir hr. V. J. Cuttorms- son söng Glee Club, á ineðan verðlaununum var út- býtt, og fylgja |>ær hér með. Kunnugir menn geta far- ið nærri um, hverjir dyljist á bak við nöfnin og þurfa j»au ekki frekari skýringar við. Grettismanna-bragur. GRETTIR ÁSMUNDARSON. 1. (Lag: Nú er frost á Fróni).. Grettir, lietjan háa, harður eins og stál. Það er manna mál mikla hafi hann sál. Elskar Ijóð og listir; langar mest í stríð. ólmast alla tið, ár og sið. Grettis glæsta lið gengur hans við hlið. Grátt er gaman hans, — glimur, stökk og dans. Þegar frækinn fæddist, fékk hann eina þrá: frægra fundi’ að ná, — og fljúgast á. EGILL SKALLAGRÍMSSON. 2. (Lag: Vort ættarland með ís og glóð). Hann Egil, sem af öllum ber, við eigum hér, með heljarafl í herðum sér og hug og þrótt, sem mikill er. Með hæsta prís, sem heljum ber, af hólmi fer. Vér prísum þenna prúða hal, sem prýðir Gretlis kappaval, og fglgi honum frægð, sem aldrei þver. HLAUPA-HRAFN. 3. (Lag: Þú stjarnan mín við skýja skaut). Þið kannist við hann Hlaupa-Hrafn, og hvað hann reynist seigur. Við lofum öll hans Ijóta nafn, þó líttt sé kappinn fleygmr; 4. (Lag: Heyrið morgun söng á sænum). Kári á hið æðsla sæti, insl við lislasafn; kostum biiinn, frúr á fæti, finst þar enginn jafn Snildar kappinn, lipri, létti, liðugnr sem hjól, Farið gæti’ á feikna spretti framhjá norðurpól. Farið gæti’ á feikna sprelti framhjá norðnrpál. KJARTAN ÓLAFSSON. 5. (Lag: Vér flýtum nú för). Svo frækinn og fær er hetjan hann Kjartan, með konungs svip bjartan. Að kempiinum hlær; í harðasta striði, með styrkleik og prýði, hann stór sigri nær. SKARPHÉÐINN NJÁLSSON. 6. (Lag: Þú stóðst á tindi Heklu hám). Skapstór og þrár er Skarphéðinn, skæðastur þegar mest á ríður; þá er hann sízt i svörum bliður, svipþungur hamast garpurinn. óheppinn þó að oft hann væri, Aldrei viljandi. Slepli færi. :,: Vorkendi ei né vægðar bað; vandræðum hinna glotti að. :,: ORMUR STÓRÓLFSSON. 7. (Lag: Norður við heimskaut) Hér er sá tröllslegi afburða Ormur, orðlagður fyrir, hvað sterkur hann er. Æðir og hamast, scm illviðris stormur, ógnandi hverjum, sem mót honum fer. Fært er ei lyddum, að vera’ á hans vegi, verður þeim dýrkeypt, að semja um frið. fílámenn og hrímþursa hræðist hann eigi, hrökkva þeir undan og biðja itm grið. GUNNAR FRÁ HLIÐARENDA. 8. (Lag: Af stað burt i fjarlægð). Við dáumst að Gunnar, sem krýnir kappasufn, svo kynstór og ylæstur, með frelsishetju nafn. Og frægðin hans, sem fegurð alla ber, á frægðar-himni Ijómar, og aldrei þver. KOLSKEGGUR HÁMUNDARSON. 9. (Lag: Þú stjarnan min -—). Hann Kolskeggur er kappi snjall, svo kappsmikill oy seigur; svo hár og knár og heppinn karl. A hólmi aldrei deigur. I heiftar-slag við meiri menn hann margoft varðisl betur. Og margan kappa hærri en hann með hægð á kollinn selnr. LEIFUR HEPNI. 10. (Lag: Hvað er svo glatt). Þíi Leifur hepni, fjögra manna makinn, sem mestu kappar heimsins trúa á; frá efsta hári, niður’ á litlu tá. því þú ert öllum æðstu kostum þakinn, Þin frægð og snild er þekt hjá öllum þjóðum, og þér til sæmdar stiga kappar dans, og þín mun verða getið lengst i Ijóðum; þig lofar allur Grettis kappa-fgns. Einnig má geta um ræðurnar, sem haldnar voru. Itæða Dr. Á. Blöndals fjallaði um íþróttaiðkun. Benti hann á, að leikfimi og íþróttir væru nauðsynlegar og uppbyggilegar fyrir ungdóminn, og hvatti alla, unga og gamla, karla og konur, til að styðja að því, að auka iþróttir á meðal yngri manna. Benti hann einnig á, að stúlkur ættu að iðka iþróttir, ekki síður en piltarn- ir; og minti hann stúlkurnar á, hve hættulegt væri, að hanga svo í heimskulegri tízku (einkanlega klæða- burði), að heilsusamlegum iþróttum og leikfimi væri frá bægt. — Ræðan var uppbyggileg, en kom að minna gagni en skyldi, af því hún var á ensku. Þá talaði hr. Páll Reykdal, einnig um leikfimi og íþróttir. Hélt hann þvi fram, að allir okkar dáðmestu og bezt virtu menn væru iþróttamenn og íþróttadýrk- endur. Þá skýrði ræðumaður frá afrokum Grettis- manna i iþrótta-samkepninni á síðastliðnu sumri, eins og segir frá hér að ofan. Að endingu lýsti hann því yfir, fyrir hönd þeirra Breckman Bros., verzlunar- manna, að þeir ætluðu á næsta sumri, að gefa gullmed- alíu þeim Grettis-manni, cr flesta vinnirrga hefði á fs- lendingadeginum 1915. Eftir að prógramminu var lokið, voru bornar fram rausnarlegar veitingar. Þar næst byrjaði dansinn og hélzt fram undir morgun. — Fóru allir heim í bezta skapi, og var það eindregið álit manna, að Oddsons- skjöldurinn mundi hér eftir eigi víkja úr þessu ná- grenni, og víst verður það eigi að raunalausu, að hann verði á brott tekinn. S. A.B. Þökk fyrir háðið, herra minn. Þökk fyrir háðið, herra minn, — H r e y s li og dáð sem voftar! óðs frá láði andi þinn OKKUR BÁÐA spollar. Ef i strið nieð o r ð u m fór — O r ð a-hr í ð ei dvinar, Engu síður o r ð a - stór ert’ við “smiðar” þínar. Skáld þó meti mærðar-önn — Mörg ei Brelum unni, Þess mun gela saga sönn Þeir "sigra og éta’’ kunni! ó. T. J. Ameríka þarf að vera við iilu búin! Eftir Theodore Roosevrlt. Tvær eru þarfir þær, sem herbún- aður mætir: Annað cr það, að hann j er að nokkru leyti trygging gegn jstriði. Hitt er, að beri stríð að hönd- j um, er hann nokkurnveginn Irygg- j ing fyrir því, að þjóðin, sem vigbú- in er, verður ekki svívirt cða undir fótum troðin og sleppur að likind- um við stórkostlegt fjártjón og eigna missir. Þetta geta menn ekki alment skil- ið, nema mönnum verði margir hlutir vel skýrir og ljósir, er að þessu lúta. Hið fyrsta, sem menn þurfa að gjöra sér skýra grein fyrir, er það, að þó að menn séu búnir undir stríð, þá tryggir það ekki æfinlega frið- inn; en það gjörir mönnurn svo margfalt léttara að komast að friðar- samningum. Margir fáfróðir og skainmsýnir menn bcnda á þjóðir þær, sem hafa orðið að þola stríð, þó að þær væru undir það búnar, og hrópa svo upp, að þarna sjái menn það, hvc þýðingarlaust það sé, að vera við striði búinn. Þetta er sama sönnunar-aðferðin og segja: að þar sem oft kæmu upp húsbrunar í borg einni, að það væri þýðingarlaust að hafa slökkvilið. Slökkvilið getur ekki varnað eldinum að kvikna, en það varnar þvi, að heilir flákar borg arinnar brenni. Séu þjóðirnar ekki við striðinu búnar, þá fer oft illa fyrir þeim. Það sannar oss öll saga mannkynsins frá upphafi til enda. P'yrir 50 árum var Kína, Kórea og Japan á sama menningar- og ment- unar-stigi. En stjórnmálamenn Jap- ans voru framsýnir og vitrir menn og fóru að undirbúa þjóðina undir stríð, enda var það Japönum nærri skapi. Hinar tvær þjóðirnar voru bæði ríkari og miklu mannfleiri, en þær bjuggu sig ekki. Afleiðingin af þessu varð sú, að á fáum árum varð Japan hið voldugasta ríki, eitt af stórveldum heimsins, og þarf nú ekki að óttast árás frá nokkurri þjóð. Kórea, aftur á móti, varð fyrst undirlægja Rússa, en varð seinna eign og óðal Japana. Kína hefir nú verið hálfkvistað sundur. Helming- ur landa þeirra lýtur nú öðrum þjóð um, og það, sem þeir hafa eftir, því halda þeir, af þvi að hinum þjóðun- um hefir ekki komið saman um, hvernig skifta skuli; þær hafa öf- undað hver aðra af bitunum, sem hin kynni að fá. Herbúnaður í Evrópu. Árið 1870 var Frakkland sigrað og undir fótum troðið, og mátti þola hinar verstu ófarir, sem yfir það land hafa komið síðan á dögum Jó- hönnu frá Arc, af því einmitt, að þjóðin var ekki undir stríðið búin. í þessu striði hafa þrautir Frakk- lands verið margar og þungar, en þó er enginn samanburður á því, hvað Frakkland er nú betur statt, en ár- ið 1870, af því einmitt, að nú er það betur undir striðið búið. Aumingja Belgia var reyndar undir stríðið bú- in, en var þó fótum troðin, af því hinar stóru þjóðir — og þar voru Bandaríkin glæpsamlegust — hafa ekki enn náð þeirri siðferðislegu fullkomnun, að vera fúsar og vilj- ugar að berjast fyrir réttlætinu, sem nauðsynlegt er, að þær hafi, til þess að geta ábyrgst hinar smærri þjóðir fyrir algjörðri eyðileggingu og glöt- un. En af því að England var við þessu búið, hvað skipaflotann snerti, þá gat það komist hjá eyði- leggingu þeirri, sem Belgar máttu þola. En hefði England verið jafnvel undirbúið með Iandher sinn, sem Frakkar, þá hefði það getað afstýrt striði þessu, og þó að það hefði ekki verið hægt, þá hefðu Þjóðverjar ald- rei gjört þetta voða-áhlaup á Belga og Frakka. Á dögum Napóleons gamla var Svissaraland alveg óviðbúið stríði. Þrátt fyrir hin miklu fjöll, óðu ná- grannarnir yfir landið eftir vild sinni. Stórar orustur voru háðar í landinu og var cin þeirra milli Rússa og Frakka. En Svisslendingar tóku engan þátt i orustum þessum. Svo varð land þeirra einn hluti hins franska lýðveldis, og ríkti fyrst yfir þeim Napóleon keisari og síðan ó- vinir hans. Þetta var hörð lexía og ill, cn Svisslendingar lærðu af henni. Siðan hafa þeir smátt og smátt búið sig undir ófrið, betur en nokkurt annað smáríki i Evrópu hefir gjört, og árangurinn af þessum undirbún- ingi er sá, að engin þjóða þeirra, sem nú eru að berjast, hafa farið með her inn yfir landamæri Svissara lands. Menn þurfa ekki annað, en að líta snöggvast á málin til þess að sjá það að það hlýtur að standa óútreiknan- legur voði af því, að vera óviðbúinn, og þó að það, að vera viðbúinn, sé ekki áreiðanlegt, að gjöra menn al- veg óhulta fyrir stríði, fremur en slökkviliðið getur varnað því, að eldur komi upp í borginni, — þá er jað hin sterkasta trygging fyrir ijóð eina móti stríðinu, og verndar ijóðina frá því að liggja flata undir hælum annara, ef að á hana er ráð- ist. Tuttugu ára reynzla á bak við BLUE DIBBON M, TEA Mi Stofnsett 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons. .....■ " Limited -......—...... verzla með beztu tegund af KOLUM ANTRACITE OG BITUMINCUS. Flutt heim til yðar hvar sem er 1 bænum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARLINGTON ST. Garry 2620 Prívate Exchange Önnur sönnunin á móti því, að vera við stríði búin, er sú, að það æsi menn til ófriðar. En þetta er ekki satt; það er öfugt við það, sem i átt hefir sér stað. Það er að vísu ó- mótmælanlegt, að ýmsar þjóðir hafa á stundum búið sig undir ófrið í þeim tilgangi, að leggja undir sig lönd annara þjóða. En hið vanaleg- asta er það, að það hefir enga veru- lega þýðingu tli þess að viðhalda friðnum, að vera berskjaldaður og óviðbúinn. En það cr áreiðanlega vist, að það verður þjóð hverri að stórtjóni, ef á hana er ráðist. Og sé þjóðin við stríði búin, þá er hún vanalega treg til þess, að fara i strið og hugsar sig vel um, áður en hún láti til þess koma. Friðurinn kemur með vopnunum. Sláandi dæini þess höfum vér af hinum spænsku ríkjum hér i Suður- Ameriku. Eftir að þau brutust und- an Spánverjum og náðu sjálfsfor- ræði, var það nærri í þrjá fjórðu hluta aldar, að saga þeirra var ekk- ert annað en stöðugt framhald af blóðugum stjórnarbyltingum, strið- um sín á milli og við aðra út i frá. En ekkert þessara ríkja hafði nokk- urn viðbúnað, ef að stríð kynni að bera að höndum. En seinustu 20—30 árin hefir sumum þeirra liðið vel, t. d. Argentínu og Chili, og hafa þar litlar cða engar róstur eða óeirðir verið. Og það hefir að miklu lyeti stafað af því, að þessi ríki hafa ver- ið við ófriði búin. Það er nú ein- mitt herbúnaði þeirra að þakka, að þau fá að njóta friðarins fremlir öll- um öðrum ríkjum hinna spænsku landa í álfu þessari. Og tiltölulega hafa bæði Argentína og Chili meiri herafla en Bandarík- in, og það svo, að þar er engan sain- anburð hægt að gjöra, hvað landher snertir.' Og svo framarlega, sem flotamálum Bandaríkjanna fer aftur í komandi tíð, eins og þeim hefir farið aftur tvö scinustu árin, geta menn sagt hið sama um sjóflota Bandarikjanna. En þetta, að þau voru við stríði búin þessi ríki, þa# hefir einmitt verndað þau frá ófriðn um, —- það hefir enginn viljað leita á þau, og þau hafa ekki hcldur leit að á önnur ríki. Hið blóðugasta stríð, sem háð lief ir verið í Suður-Ameriku, var þegar þau þrjú ríkin Brazilia, Argentina og Uruguay fóru á móti Paraguay, og þá var ekkert þessara ríkja vi4 striði búið, sízt þcssar þjóðirnai þrjár, sem striðið unnu. Þessa tvo eða þrjá seinusta ára tugina hafa Mexikó, ríkin í Mið- Ameríku, Colombia og Venezuela. verið alveg óviðbúin striði, í saman- burði við Chili og Argentina. En sá | er munurinn, að Chili og Argentina hafa haft frið, en öll hin ríkin, sem upp voru talin, hafa legið í sifeldum stríðum, grimmum og blóðugum. — Það hefir farið saman, að því óvið- búnari, sem þau voru, því verri og grimmari og fúlmannlegri vorti stríðin. Séu menn óviðbúnir, þá er stríð sjálfsagt. Þetta, sem kom fyrir ríki þessi, hefir líka komið víðar fyrir. Áiið 1898 var víst engin af hinum stærri þjóðum jafnilla undir ófrið búin einsog vér Bandamenn, að undan- teknum Spánverjum. En það hafði ekki hina minstu þýðingu, til þess að vernda oss frá stríði, hvorki Spánverja, né oss hér i Ameríku. Þegar Grikkland var alveg óviðbúið, fóru Grikkir i strið við Tyrkland,— alveg einsog áður fyrrum, þegar þeir voru við stríði búnir. En munurínn var sá, að i annað skiftið höfðu Grikkir sóma af því, en i hitt skiftið smán og svívirðingu. Stríðið nú ný- lega milli ftalíu og Tyrklands, kom af því, að Tyrkland var óviðbúið, hafði cngin herskip. Árið 1848 var Prússland óviðbúið og var nýlega sloppið við stjórnarbyltingu. En það hindraði ekki Prússa frá, að fara i stríð við Dani. En það hafði Með því að biðja æfin- lcga um T.L CIGAR, þá ertu viss að fá á- gætan vindil. UNION IKADE WESTERN CIGAR FACTORY Thom&s Lee, eigandi Winnipeg T. L.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.