Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. JANÚAR 1015. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Hvenær ætlarðn aí spara ef þú gerir það ekki núna? ]>au laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þln einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú cr ]>ví tfminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður f einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. WALCOT, Bankastjóri pann árangur, að þeir höfðu ekkert »i]>p úr stríðinu. Það, að við vorum alveg óviðbún- }r, hindraði okkur ekki frá að fara í stríð við Englendinga 1812 og við Mexikó árið 1848. Við urðum okkur til óvirðingar i fyrra stríðinu. En í hinu seinna vildi það oss til, að Mexikó var enn þá ver við stríði bú- >n en við. Og hvað borgarastrið •snertir, þá má það um þau segja, að það hindrar ekkert ríki frá að lenda > borgarastríði, að það er óviðbúið; heldur er það æfinlega helzta hvöt- »n fyrir menn að risa upp, að ríkið er ekki við því búið. Svisslcndingur við stríði búnir. Vanalega liafa þjóðir þær litinn á- huga eða löngun til hernaðar, sem 'við stríði eru búnar, og virðist það vkkert auka herskaparanda þeirra, miklu fremur draga úr lionuni. Vér getum tekið til dæmis Svisslend- mga, og haft þá oss til fyrirmyndar. Þeir eru betur undir stríð búnir en margar aðrar þjóðir, og þeir leggja kapp á, að efla og styrkja alla þá hæfileika, sem liermenn þurfa mest á að halda; en alt fyrir það hefir það ckkert aukið hermensku-anda þeirra, eða löngun þeirra til bar- daga og blóðsúthellinga. Hið gagn- stæða á sér þar einmitt stað: Þetta hefir gjört þá friðsama og löghlýðna og fráhverfa ]>ví, að taka menn af lifi, mikhi fremur en hér á sér stað i Ameríku. Hinir sterkustu friðarpostular hafa verið að spá því, að nú væri .ið nálgast sá tíini, að friður kæmist á yfir allan heim, og að það væri svo þýðingarlaust og ónauðsynlegt, ið húast við stríði, þegar öll stríð væru búin. í sumum tilfellum er þctta liugsað og talað í beztu mein- íngu; en það er þó svo átakanleg fávizka. En stundum er flónskan brögðum og lævísi blandin og al- gjörlegá óafsakanleg. En það er og verður æfinlega flónska eða fásinna hin mesta. Og taki maður sem væg- ast á l>ví, þá sýnir Jiað á undarleg- an hátt, hvað suinir velmeinandi, en veiklyndir menn, og á hinn bóginn sumir skarpir en rangsýnir menn, *‘iga erfitt ineð og er ómögulegt, að sjá eða skilja hlutina einsog þeir eru. Spámenn þessir, hinir skinings- vana, hafa verið til fyrri en á vor- um dögum. Eyrir rúmum 125 árum var uppi á ftaliu alkunnur friðar- postuli og heimspekingur, Aurelio Bertela að nafni, og lýsti liann hin- um komandi mentuðu kynslóðum Evrópu á þessa leið: “Stjórnmál Kvrópu eru nú komin á fullkomnun- irstig. Þau hafa náð ]>ví jafnvægi, að upp frá þessu leggur engin þjóð •>8ra undir sig. Þarf nú aðeins fáum umbótum við að auka, og þær koma illar friðsamlega af sjálfu sér. Ev- •'ópa Jiarf ekki að óttast neinar bylt- ingar lengur’’. Þessi viturlegu ummæli liafa verið endurtekin mþrg hundruð sinnum á hinum mörgu friðarfundum síðan þau voru skráð og sögð árið 1787,—j árið sama, sem franska stjórnar- byltingin var að búa um »ig, \— rétt þegar hún var að fæðast byltingin mikla á Frakklandi, liinn mesti um- hrota-, ófriðar- og byltinga-tími, sem heimurinn nokkru sinni hafði séð, og stóð þá hver þjóðin móti annari; — 0g þessi voðatimi hefir áfram haldið alt til þessa, og ekkert útlit fyrir, að liann taki bráðum ^nda. Aldrei nokkurntíma hafa stríð- in verið eins stórkostleg einsog þessi seinustu 125 ár. Aldrei nokkurn- tima fyrri liafa þjóðirnar verið troðnar undir fótum og undirokað- ar í jafn stórum stýl einsog einmitt nú, að undanteknum nokkrum sig- urvinningum Asíu þjóða á fyrri dög- um. (Meira). Brúkaðar saumavélar með hæfl- legu verðl.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út í hönd eða til letígu Partar i allar tegundir af vélum; aðgjörð A öllum tegundum af Phon- nographs & mjög lágu verði. Sími Garry 82 1 J. E. BRYANS 531 SAIIGKNT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala. Bréf frá J. V. Austmann 90th Reg., 8. Batallion, Canadian Exped. Foree; Lake IIill, Salis- bury Plain, England. 10. des. 1914. Kæri faðir ininn! Eg hefi meðtekið bréf þín af 8. og 18. f.in. Sömuleiðis bréf frá Val- týr bróður minum. E!g sé það á bréfum þínum, að þér gengur illa að innheimta pen- inga þá, er við áttum útistandandi, þá er eg fór, og er það afleiðing af striðinu, einsog annað fleira, því nú mun erfitt, að fá lán uppá fasteignir. En eg tek það fram einu sinni enn, að þú getur farið með mína pen- inga einsog liína eigin, og notað þá til hvers sem þér sýnist, því það er eitt félagsbú með okkur, kæri faðir minn. Hvað er um peningana, sem stjórnin á að senda þér af kaupi mínu?* Fær þú þá reglulega*) og hvað hefir þú fengið mikið? Nú eru allar fylkingar (Regi- ments) komnar undir þak, nema okkar, sú 90th frá Winnipeg. Hún er sú fræknasta og ber af öllurn öðr- um á Salisbury völlum, i hverju sem reyna skal, og því erum við hinir síðustu, sem haföir eru í lekatjöld- unum. Það er álitið, að við þolum þrautirnar betur en aðrir. Þú getur reitt ]>ig á, að það er ekki fyrir neina pappírsbúka lifið | hér, þvi alla tið rignir, og menn ! standa í vatninu viku eftir viku. — Enda eru nú margir orðnir veikir af hermönnum Canada, og það al- gjörlega af vosbúð. Mér er sagt, að um 2,000 séu komnir á spítalana, veikir af ýnisum kvillum, þar á meðal lungnabólgu. Nú lít eg út úr tjalddyrunum mín- um og enn rignir, og ef eg stíg út úr þeim, sekk eg upp i ökla í forina; og þó eiga piltar að leggja af stað i 25 mílna göngu; á morgun á að hafa orustu æfingar. Þetta væri alt gott og blessað og ekkert út á setjandi, ef ekki rigndi alla tíð og menn þyrftu ekki að vaða leðjuna upp í ökla. En eg er einn af þeim fáu, sem hefi lítið af þvi að segja, að vaða forar-elginn, því eg fer ekki nema svo sem einu sinni á viku í heræf- ingar. Eg er heima við smíðar að öllum jafnaði, og lifi á þvi bezta, sem matreitt er í tjöldunum. Mér líður þvi ljómandi vel, og er eins heill og eg var, þá er eg fór að heiman. Eftir svo sem viku býst eg við, að við verðum komnir i timbur- skála, og verður það munur. Þá getuiu við sezt við borð og ylað okkur við ofn, sem á að liafa í hvérjum skála. En i tjöldunum höf- um við enga hlýku, og er það býsna kalt fyrir þá, sem eru blautir inn að skinni. Hvenær við förum héðai. veit enginn af okkur. Þegar þú skrifar mér næst, þá skrifar þú Lark Hill Camp, í stað- inn fyrir það, sem áður var. Mér þykir fyrir, að geta ekki sent ykkur neinar jólagjafir, en slíkt er ómögulegt. Hér á Salisbury völlum fæst ekkert þess háttar. Þinn elskandi sonur. , J. V. Austrnann. Innblástur Nitzche. Hann var þýzkur heimspekingur, þessi maður, nú nýlega dáinn. Hann hefir verið kallaður af mörg- um “spámaður hnefans” — “The prophet of the mailed fist’’ — Með hinum víðkunnu materialistum Þjóð verja hefir hann lagt grundvöllinn að hinni andlegu stefnu þeirra. I Hann var pólskur að ætt og þótti 1 svívirðing að því, að láta kalla sig Þjóðverja. En þó hafa þeir tekið liann sein spámann sinn, og gleypt hvert orð af tungu lians, sem guðleg- an innblústur; og hafa orð hans og kenningar verið á hvers manns tungu um alt Þýzkaland. I.andi hans, Mr. Mencken, lýsir þvi i Atlantic Monthly, hvernig hann hafi nóð valdi yfir hugum manna með hcimspekiskenningum sínum. *) Jóhann sendir föður sínum 20 dollara af kaupi sínu mánaðarlega. -f ♦ ♦ ♦ •f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -f ♦ -♦ -♦ •♦■ ♦ -♦ -♦ -♦ ♦ •ý -♦ •♦- 4 X X X ♦ 4- t 4- 4- 4 ♦ 4* 4* *♦* ♦ ♦ ♦ 4 4- 4 4- 4* 4- 4 4 4- 4- 4 4- 4* 4- t 4* 4- 4- 4* 4 t 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 X t í i -f t t | -f i -f 4 4- 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 Norðurálfu stríðið. Er trúin og visindin, sumar og sól og siðmenuing, eining og friður, oss virtist alt drotna um veraldar-ból og villimanns útdauður siður: og klerkarnir þrumuðu kyrkjunum í um kærleika drottins og manna, og konungar flestir, sem kotungar, þvi þá kenningu álitu sanna. Þá kom upp að óvörum kvitturinn sá, að kviknaði’ í Evrópu-friðnum! því Þýzkalands-keisari brandinum brá, sem brýnt hafði’ á valds-árum liðnum. Hann óð fram á völlinn með milljónir manns, og manaði Rússa og Frakkal — Um Belgíu þutu strax bloðvargar hans, Svo Bretinn kom leikinn að skakka. En reipi að dr'aga við ramman hér vár, þars ruddist fram Þjóðverja herinn, sem voðaleg flóðalda’, er veður utn mar, og veltist um strandir og skerin. — Þeir sópuðu Belgíu sverðunum með, og sveipuðu alt þar í blóði! En græðgin og svikin og grimdin þvi réð, og gammurinn Þýzkalands óði. Þeir fara eins liugðust með frakkneska storð: að fórna þar lífinu öllu á altari dauðans! — Já, ógnir og morð þeir ætluðu þjóðinni snjöllu! Þeir æddu’ inn i landið, með óvigan her, og ætluðu strax það að taka, en E'rakkar og Bretar það sett höfðu sér,- að senda þá aftur til baka! Hjá perlunni heimsfrægu — 1‘arisarborg! -— sem Prússarnir helzt vildu kjósa —, nú dundu við morð-vélja ógurleg org. sem eldfjöllin væri’ öll að gjósa! Þar langur og blóðugur bardagi stóð um blessun og lif margra þjóða. — Þar fengu menn hugmynd um Helvítis-glóð, og hoppandi djöflana oða! Með hönd eða fót eða höfuðið af í hrönnum þar inennirnir láu! Um dauðans og sorganna svartasta haf þær sigldu nú hetjurnar knáu! — En heima — þars móðir og húsfrú og barn og heitmey og systir sér undu — þar blómagrund lífsins í blóðdrifið hjarn nú breyttist — á harm-fregna stundu! Frá borginni hröktu loks bandamenn þá, og björguðu hamingju sinni. Og algjörðan sigur þeir síðar meir fá, og sæmdina’ af viðureigninni. —. En stríð þetta lengi þó standa mun enn og strádrepa mennina niður. Úr rústum þess vona sanit vongóðir menn, að vaxi upn mannúð og friður. 4 4 4 4 •f- 4 4 4 4 X 4 -f En svikarinn krýndi, sem hildina hof, og hörmungum þjóðanna veldur, senn hlýtur að standa hið strangasta próf, sem stv.rvelda-rétturinn heldur. — Að hengja’ hann á gálga er hegning of væg þeim heims-mesta stor-glæpamanni! Á Helena eyju, sem orðin er fræg, hann a-tti víst heima með sanni. Á mjög lágu stigi er menningin vor; i moldinni ennþá vér skriðum: Vér mennina drepum úr hungri og hor og höggvum þá niður í striðumt Vér her-guðinn dýrkum, en Mammon þó inest, og metorðagirndinni uninim. Vér hræsnina vefjum að hjartanu bezt, og heimskunni lof syngja kunnum! Já, ávöxtur kristninnar enn virðist smár, j/v, oít heyrist guinað af honum, og tórt hafi’ hún næstum í tvö þúsund ár hjá trúgjörnum mönnum og konum, — því bezt kristnu þjóðirnar berjast hér nú, sem blóðþyrstir heiðingjar væri! — Nei, mennina bætir seint meinloku-trú, það mönnum að skilja nú bæri. ./. Ásgeir J. Líndal. “Stríðið er hinn seinasti próf- steinn guðspjalls aflsins og dirfsk- unnar og dugnaðarins og hyggind- anna. — “Förum aftur til Zarathus- tra. Eg ræð yður ekki til þess, að lúpa yður eða leggjast flatir fyrir öðrum og semja frið við þá, heldur til að berjast og sigra. Látið starf yðar vera að berjast, og frið yðar að sigra.------------ “Hvað er hið góða? Alt það, sem eflir tilfinningu þína fyrir valdinu, — viljinn að drotna, sjálft valdið i manninum að drotna. “Hvað er hið illa? Alt sem skylt er eða stafar af veikleika, “Hvað er sæla? Tilfinning manns- ins, þegar aflið vex og valdið, þeg- ar mótspyrnan er brotin niður og yfirstigin. ----- óskaðu ekki eftir ánægju, heldur meira valdi, — ekki eftir dygð, heldur dugnaði og fram- kvæmdum. Hinir veiku og ónýtu og vanfæru verða að farast, — það er hið fyrsta löginál siðmenningar vorrar. Og menn ættu að hjálpa þeim .til að hverfa úr sðgunni.--------Eg skrifa þetta fyrir drotna heimsins. ------ Þér segið, að gott málefni helgi eða réttlæti hvert eitt stríð.---En eg segi yður, að gott strið helgar hvert málefni. sem er aðal auguainið kristinna manna.------— Og ef að þér verðið fyrir miklu ranglæti af einhverjum, þá skuluð þér verða fljótir til að gjalda fimmfalt; gjöra hinum sama fimm mótgjörðir, þó að smáar séu. Því að lítil hefnd er æfinlega svo margfalt betri en engin hefnd. Eru Jietta nú söinu alvarlegu, ljós- hærðu drengilegu hermennirnir, sem Tacitus segir oss frá,---sem voru svo góðir konunum sínum, sem ald- rei fengust til að ljúga, en voru svo voðalegir i orustunni? Eða er Þjóð- verjinn nú kominn af stað til að leggja undir sig ný lönd aftur,— að bylta öl!u um og byggja svo upp að nýju, svo að alt fái nýtt gildi, og margt hið gamla verði einsog einskis virði? Og sé svo, hvort mun hon- um lukkast það? Eða verður liann til dauða marinn milli kvarnanna tceggja,— kristninnar og trölldómi og grimd Mongólanna? — Ekki mun það létt verða, og hörð þurfa höggin að vera, sem koma honum á kné. Og ekki skulum við fyllast skelfingar, þó að hann kunni að verða ofan á. Slíkt liefir komið fyrir fyrri. “Þetta er barbariskt? miskunnar- laust? vjxristilegt? — þar er enginn efi á. En þannig er lifið. Svo eru allar framfarir, sem nokkurs eru virði. En þetta er þó einlægni, og það sem meira er: hugrekki, reiðu- búinn vilji til að taka liverju, sem að höndum ber, sigri eða ósigri------ Þér skuluð hata óvini yðar,-------en ekki fyrirlita þá. ------ Þér eigið að vera stoltir af óvinum yðar.------ — Hið nýja keisaraveldi hefir meiri þörf óvina en vina. --------- Ekkert er orðið oss óeðlilegra og fjarstæð- ara, en þessi “friður sálarinnar”, ÚTBREIÐSLA SJÚKDÓMA AF VÖLDUM ÓÞRIFA. Eftir Búa. Inngangur. Alþýðu manna þarf umfrain alla inuni að vera það ljóst, að giftu- drýgsta verk lækna er það að verja menn gegn ágangi sótta og sjúk- dóma, ef hægt er, og gefa varnar- ráð gegn þeim, kenna mönnum að forðast þá, sé það kleyft. Þekki læknirinn orsök sjúkdóms, þá getur hann, með því að koma i veg fyrir að hún verki, spornað við sjúkdómnum, eigi aðeins á sjúkling- num, heldur einnig komið i veg fyr- ir, að hún berist frá honum til ann- ara. Nú hagar svo tii, að orsakir allra sjúkdóma cru eigi þektar, og því er eigi hægt, að verja almenning gegn þeim beinlinis; það væru tóm vind- högg. Þó er siður enn svo, að menn þurfi að standa varnarlausir uppi gegn þeim sjúkdómum; það eru til | varnarráð gegn sýkingu manna yfir- leitt, bæði af þektum og óþektum orsökum. Þau miða öll að þvi, að auka og efla lifsþrótt einstaklings- ins, því sjúkdómur er árás á þenna lífsþrótt vorn, og því sterkari, sem hann er, þess öflugri verður mót- spyrna hans, því betur gengur hon- um að reka óvininn af höndum sér. Fyr á tímum og jafnvel ennþá, eru menn i leit eftir* ‘lifsins vatni”, “lífs elixir”, og hvað þau nú heita öll undralyfin; menn héldu oghalda, að þessi lyf og önnur lækni sjúk- dóma; færi betur, að svo væri, að cigi þyrfti annað en dropa, eða skeiðarfylli af lyfjuin til að losna við sjúkdóm; en því miður er þvi eigi svo farið. Aðeins örfá lyf lækna menn eða verja gegn sjúkdómum, þótt mörg þeirra létti undir með lífsþrótt vorum með að sigrast á þeim. Vér verðum þvi að leita að fleiri varnarráðum. Egyptalandsmenn sögðu: “Menn eiga að halda sér hreinum”. Þetta kvað við hjá þeim fyrir 5 þúsund árum síðan; þeir fylgdu því vel fram í verkinu; þeir iðkuðu hrein- læti, voru hraustir og öfundaðir af öðrmn þjóðuin vegna hreystinnar; þeir þvoðu matarílátin, þeir þvoðu sjálfum sér, þeir lofuðu ljósi og lofti að leika um hibýlin. Þessi voru þau ráð, er þeir beittu, til að forðast sjúkdóma, áður orsakir þeirra voru þektar. Hreinlæti og stæling likam- ans eru aðal varnarráðin, sem menn nota nú á timum og nota á alment, gegn innrás sjúkdóma i líkama manna; það eru “lífsins vötn” heilsu og hreysti, vinir menta og framfara. Þaðan fær lifsaflið orku og aukinn þrótt. Andarnir þurfa að fara i borð- ið til að sækja kraft; vér menskir menn þurfum að vera hreinlátir og stæla likama vorn, til að öðlast lang- lífi og hreysti. óhreinlætið og van- hirðing líkamans eru, á hinn bóg- inn, skæðustu óvinir heilsu og hreysti, trygðatröll sjúkdóma; oft er fátæktin og baslið í heiminum i fararbroddi þar, — og svo vanþekk- ingin. þessi tröllaukni jötunn, sem seint mun að velli lagður og tjón gjörir öllum lýði. Þess vegna þurfa efni mannanna að batna, og þess vegna þarf vanþekkingin að verða hornaskella i heiminum. Efnahagur alþýðunnar íslenzku má telast all-jafn; flestir eru bjarg- álnamenn, engir auðmenn, fáir ör- eigar, engir betlarar eða umrenn- ingar. íslendingar þurfa ekki að vera sóðar vegna fátæktar; þeir syndga oft af vanþekkingu á holl- ustuháttum; þess vegna þarf þekk- ing á hreinlætis-aðferðum að verða alinenningseign, og henni samfara athafnir í rétta átt. Eftir 100 ár munu sagnaritarar, erlendir og innlendir, lofa íslend- inga fyrir hreinlæti, hreysti og lang- lífi. Það er ekki ráð, nema i tíma sé tekið, að biðja tröll að taka nokkra ósiði þá, er þessum orðstír granda nú með þjóð vorri og gefa okkur sóðanafnið. í eftirfarandi 3 greinar- kornum mun eg drepa á óþrifnað, sem almenningi stafar hætta af, ef yfir er þagað. Hann stafar fremur öðru af vanþekkingu og skorti á hreinlætis tilfinningu, rótgrónum kreddum um skaðleysi þess, sem skaðlegast er og flestum sjúkdómum veldur.—(Heiinilisblaðið). (Meira). Klstur, töskur, húsmunlr et5a ann- aö ílutt eöa geymt. ISABEL BAGGAGE AND TRANSFER STORAGE ^GAUBV f 1098 83 ISABEL STRKET JÓLA MALTÍÐIN VERÐUR SMEKKLEG OG GÓÐ ef kalkúni þinn er troðinn með CAMBRIDGE SAUSAGE Það er alt öðruvfsi en aðrar tegundlr, cn kostar ekkert meira. Það er einmitt það sem mál- tíðin þarf. Fáið eitt eða tvö pund og dæmið sjálf. Við búum það til nýtt á hverj- um tveim klukkutímum. CAMBRIDGE SAUSAGES OXFOHD SAUSAGE OG TOAIATO SAUSAGK ----THE---- . English Sausage Co. E. LARSEN, Rfittsmattnr S5ð Notre Dame. Phone G. 4444 All&r sfma pant&nir veröa fljótt ogr vel afgrelddar. rwone Maln 5181 17» Port »t. FRANK TOSE Artist and Taxidermist Sendltt mfr dýrnhiifnMn, »em |>!» vlljin Ifita atoppo fit. Kaupi stór dýrshöfuó, Blk tennur, ogr ógörfuö loöskinn og háöir. BiÖjiÖ um ókeypis bækling me9 myndum. 1915 Mun auka um eitt ár oröstír P dr Lager Hjá ver E. L. Llunarmanni yðar, eða frn: )rewry, Ltd., Winnipeg. SHERWIN - WILLIAMS P AINT fyrir alskonar húsmálninpu. Prýðingar-tími nálgast nú. Dálítið af Sherwin-Wllliams húsmáli getur prýtt húslð yð- ar utan og innan,—BRÚJQÐ ekkert annað mál en þetta,— S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áferðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem búið er til.—Komið inn og skoðið litarspjaHð.— CAMERON & CARSCADDEN QUALITY HAKDWARC Wynyard, - Sask. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Isabel Cleaning and Pressing EstaMishaent J. W. QUINN, elsraBfii Kunna manna bezt aö fara raeð LOÐSKINNA FATNAÐ VtögertSir og: breytingar á fatnaöt. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot HEILSUTÆP OG UPPVAXANDI BÖRN Porters Food er blessun fyr- ir heilsutæp og uppvaxandi börn. Sérstaklega tilbúin meltingar fæða úr hveitimjðll og haframjöli og það er hægra að melta það en graut. Það má brúka það hvort heldur maður vill sem mat eða drykk PORTERS FOOD Ef brúkað daglega fullnæg- ir og þroskar ungbörn, og gjörir þau sterk og hraust. Selt í blikk kollum, 35c og |1. 1 öllum lyfsölubúðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.