Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 5
’WJNNIPEG. 14. JANOAR 1915. HEIMSKR1N6LA BLS. 5 TIMRÍÍR • • Spánnýr I 1 ITl D U IV Vöruforði Vér afgreiðum yður fljótt og greiðilega og gjöruni yður í fylsta máta ánægða. Spyrjið þá sem verzla við oss. >: THE EMPIRE SASH AND D00R CO. , LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg 22. des.—Þjóðverjar reyna aö brjót- ast yfir Bsura og Rawka fljótin á Póllandi, vestur af Warshau; en Rússar reka þá tvöfalda aft- ur.— Bandamönnum gengur bet- ur á Frakklandi. 24. des.—Þjóðverjar gjöra eitt á- hlaupið enn, við Cirey á Frakk- landi, en komast ekki áfram. Einlægt reyna þeir að brjótast áfram til Warshau. — Ástraliu- menn ætla að láta sér striðið að kenningu verða, og ætla að hafa til lið nóg að verja landið, eina millión manna, sem þeir geti gripið til, hvenær sem þurfi; en láta hvern mann í landinu vera æfðan til vopna. 25. des.—ítalir taka strandborgina Avlona i Albaniu.— Bretar gjöra flugmanna-árás á Cuxhafen, her- skipalagi Þjóðverja við Elfar- mynni. Sjö voru drekarnir, sem flugu og komu allir aftur, neina einn, er var að villast i þokunni, en gjörði þó Þjóðverjum mestan skaðann. Hann tapaði reyndar dreka sinum, en komst í fiskibát (trawler), og þaðan heim til Eng lands. — Austurríkismenn fá skell nokkurn við Tarnow og Hukla í Galiziu. 26. des.—Þjóðverjar berjast einlægt af kappi á Póllandi. 28. des.—Bandamenn í Flandern þokast áfram milli Nieuport og Ypres. — Tyrkir slátra kristnum mönnum í Armeníu. 29. des.—Bandamenn ná St. Georges i Belgíu. — Þjóðverjar hörfa burtu úr Roulers á Frakklandi. —Sex hersveitir (regiinents) af; Þjóðverjum eyðilagðar eða rétt- ara: gjöreyddar við Ypres í Flandern. — Austurrikismenn | hröklast suður yfir skörðin á Karpatha fjöllum. 30. des.—Rússar siga áfram vestur i : Galiziu. — Fregn staðfestist, að í eitt stóra Zeppelin skipið Þjóð- verja hafi eyðilagst í Cuxhafen. þegar ftugmenn Breta sóttu þá heim þar seinast. — Sagt cr að Austurríki gefist upp við það að 1 berja á Serbum. 31. dcs.—Bretar taka Bougainville á Salómons eyjum frá Þjóðverjum Eyjar þessar eru í Kyrrahafi. — Bandamenn skjóta « Fola-kastal- ann við Adriahaf. Hann er á Istr iu-tanganum og er eign Austur- rikis. Frá ríkisráðsfundinum 30. -Nóvember. Dr. Liebknecht. Vér munum vist eftir þvi, er Hkr. gat um, að Dr. Liebknecht, Sósíal- istaforinginn.'reis upp einn manna á rikisþingi Þjóðverja og mælti á móti herskattinum, sem þingið var að leggja á þjóðina. Hann hefir ein- lægt verið á móti stríði þessu, og þarna mótmælti hann þvi af öllum mætti. — En nú hefir hann verið tekinn, nauðugur viljugur, og send- ur í striðið. Þar ætla þeir honum beinin að bera, ef lukkan er með.— En það mætti nú ef til vill hjálpa honum til þess, einsog Davið lét fara með óvin sinn forðum. Á rikisráðsfundi á Amalienborg töluðu konungur og fslandsráðherra i gær einsog hér segir og gjöra má kunnugt: Stjórnarskrármálið. ----Tillaga fslandsráðherra um staðfesting stjórnarskrárinnar hefir ,tekið upp orðrétta ályktun al- þingis og endar svo á þessa leið: Um leið pg eg held mér við það, sem þannig er tekið fram i þings- ályktuninni, skal eg samkvæmt því og með tilvísun til nefndrar þings- ályktunar leggja það til, að stjórnar- skráin verði staðfest. Konungurinn talar þar næst á þessa leið: Einsog eg lýsti yfir í ríkisráði 20. okt. 1913, er það ásetningur minn, að staðfesta frumvarpið til stjórnar- skipunarlaga um breyting á stjórnar skrá fyrir sérstök málefni fslands 5. jan. 1874 og stjórnarskrá 3. okt. 1903, eftii'að frumvarpið er nú sam- þykt óbreytt af alþingi, sem komið hefir satnan eftir kosningar 11. apr- íl 1914, gjörandi ráð fyrir þvi, að íslandsráðherra leggi fyrir mig úr- skurð þann, sem var boðaður á nefndum rikisráðsfundi, um fram- burð íslenzkra laga og mikilsvarð- andi stjórnarráðstafana i rikisráð- inu, og sömuleiðis forsætisráðherr- ann hina boðuðu allrahæstu auglýs- ing til Danmerkur um það, sem eg lét í Ijósi þá í hinu opna bréfi minu til íslands. Vegna þingsáíyktunar þeirrar, sem fslandsráðherra hefir tekið upp í hina allraþegnsamleg- ustu tillögu sína, er það vilji minn, að láta í ljósi það sem hér segir: Það, sem fór fram i ríkisráðinu 20. okt. 1913, getur ekki skilist þannig, að framburður slenzkra sér- mála fyrir konung i ríkisráði minu sé með því lagt undir danskt lög- gjafarvald eða dönsk stjórnarvöld, en samkvæmt núgildandi skipun um rikisréttarlegt samband milli Danmerkur og fslands getur fram- burður íslenzkra laga og mikils- varðandi stjórnarráðstafana einung- is trygt, að þau séu íslenzk sérmál og feli ekki í sér ákvæði, sem snerta hin sameiginlegu ríkismál- efni. Hin íslenzku lög og mikilsvarð andi stjórnarráðstafanir verða þess vegna að halda áfram að berast fram i ríkisráði mínu og á því get- ur engin breyting orðið, nema ineð lögfesting annarar skipunar, sem á sama hátt, sem framburður . ríkis- ráðinu tryggir að rætt verði, og að úr vafa, sem kynni að koma fram, verði leyst, hvort heldur er f rá einni hlið eða annari um takinörk- in milli hinnar sameiginlegu og hinnar sérstöku íslenzku löggjafar. Ráðherra talaði á þessa leið: f ályktun alþingis er því haldið al- gjörlega föstu, að framburður ís- lenzkra mála fyrir konung sé ís- lenzk sérmál, og ennfremur er því haldið algjörlega föstu, að þetta sér- mál skuli ekki háð öðrum ákvæð- um, en önnur islenzk sérmál. Af þessu leiðir, að auglýsing sú til Danmerkur, scm boðuð er i rikis- ráðinu 20. okt. 1913, er ósameinan- leg við það, sem alþing heldur fram. Með þvi að auglýsingin mundi leiða af sér, að konungur bindi vilja sinn við það, að gjörast kynni eitthvað, sem íslenzk löggjöf og stjórn væri ekki einráð um, og að konungi stæði þá ekki frjálst fyrir um breyt- ingar á ákvörðunum, sem kynnu að verða lagðar tíl frá íslendinga hálfu. Eg get ekki viðurkent, að sambandið rnilli Danmerkur og ís- lands, hvort sem litið er á þess eina íslenzka húðabuðin í winnipeg Kaupa og verzla me13 húíir, gœrur, og allar tegundlr at dýrasklnnum, markatSs gengum. L,fka metS ull og Seneca Roots, m.fl. Borg- ar hsetSsta vertS. Fljót afgreitlsla. J. Henderson & Co. Phone G. 2590 239 King St. STOCK TAKING SALE Áreiðanleg verðlækkun á Fötuni, Nær- fötum, Peysum, Höttuin og Skyftum. Athugið Kjörkaupin í Gluggunum. WHITE & MANAHAN LTD. soo m.ú. st„el sögulegu, réttarlegii eða eðlilegu myndun, sé þannig, að nauðsynleg- ur sé vegna þess framburður is- lenzkra sérmála í ríkisráðinu, eins og eg heldur ekki get viðurkent, að spurningin um sérmálaframburð- inn í rikisráðinu eða utan þess, eigi að leysast eftir öðru sjónarmiði en því íslenzka. En út frá þessari grundvallarskoðun hafa menn ekki haft neitt á móti því, að verða við óskum Yðar Hátignar um inála- framburðinn i rikisráðinu, og eg myndi þess vegna á þeim grund- velli vera reiðubúinn til þess, að koma fram með tillögu fyrir Yðar Hátign samkvæmt þvi. En með því, að eg verð að halda fast við afstöðu Islendinga, sem kemur fram í álykt- un alþingis, að framburður is- lenzkra mála fyrir konungi sé is- lenz.kt sérmál, sem ákvarðað cr um og breytt verður einungis eftir þeim reglum, sem gilda um hin islenzku sérmál, get eg ekki, svo þungt, sem mér fellur það, lagt til Yðar kon- unglegu staðfesting á stjórnar- skránni, án þess það komi berlega og skýrt i ljós, að Islandi varðveit- ist hinn gamli réttur þess. Eg hefi viljað taka þetta fram fyrir yðar hótign svo greinilega sem unt var, með því að eg er þeirrar skoðunar, að djúp samúð inilli konungsins og íslenzku þjóðarinnar verði að byggj ast á skýlausum grundvelli. Konungurinn talaði svo: Þar sem Islandsráðherra ekki vildi leggja til staðfesting stjórnarskrár- frumvarpsins, að athuguðum fyrir- liggjandi ástæðum, og lýsir því yfir, að þær séu ósameinanlegar við vilja alþingis, verð eg að taka fram það, sem nú skal greina: 1 opnu bréfi 20. okt. 1913, þar sem stofnað var til nýrra kosn- inga til alþingis gjörði eg kunnugt. ó hverju bygðist vamtanleg staðfest- ing mín á hinu nýja stjórnarskrár- frumvarpi. Samtimis var, að til- hlutun íslandsráðherra opinber- J lega birt yfirlýsing mín í ríkisráð- inu, þar sem eg eftir ráði minna dönsku ráðgjafa gjörði kunnugt, að það væri ætlun mín, að auglýsa í Danmörk það, sem eg hafði tekið fram i mínu opna bréfi til íslend- inga — að eg mundi ekki breyta á- kvörðun minni um það, að hin is- lenzku sérmál berist fram fyrir mig í ríkisráðinu, nema að ný skipun kynni að verða gjörð um ríkisréttar legt samband Danmerkur og lslands — Alþingi var þannig, þegar það endurtók samþykki sitt á stjórnar- skrárfrumvarpinu, fullkomlega vit- andi um þessar ástæður, og ef það óskaði ekki, að stjórnarskipunin fengi framgang með þessum ski-1 orðum, hefði það átt að leita fyrir um, hvernig koma ætti sér sainan um ástæður frumvarpsins. Eg get þess vegna ekki álitið það alveg vist að afstaða alþingis geti, einsog ráð- herrann lýsir henni, verið þannig endilega ákvörðuð, og vil þvi skjóta því til hans, að gjöra þingmönnun- um kunnar yfirlýsingar minar hér í dag og leita skýrari vissu um það, hvort það er svo, að alþingið óski ekki stjórnarskrárinnar með þeim skilorðum, sem eg hefi sett fram og verð framvegis að halda fast við. Ráðherra talaði svo: Þegar litið er til þess, hvernig alþingið verður að starfa á þeim stutta vinnutima, sem það liefir, varð ekki ,búist við þvi, að hið nýkosna þing li»i4, gæti, eftir að hafa rætt og gjört út um sína eigin afstöðu til þeirrar spurn- ingar, sem hér liggur fyrir — feng- ið tíma til þess áður en þingi var slitið, að leita fyrir um það, að kom ið yrði sér saman um þær ástæður, sem Yðar Ilátign nefndi. En á hinn bóginn gat eg ekki, ei- eg átti tal við Yðar Hátign á sumrinu sem leið, látið uppi orðrétta ályktun alþing- is. Eg hlýt cinnig að álita, að al- þingið, með því að láta i ljósi við Yðar Hátign áður en staðfesting stjórnarskrárinnar fer fram— skoð- un sína, borna fram af hinum is- lenzka ráðherra, sem ber ábyrgð fyrir þinginu — hafi svo rækilega, sem unt var, komið óskum sinum á framfæri. Eg er í engum vafa um það, að sá skilningur minn á þings- ályktuninni, sem eg hefi skýrt frá, gefur rétta hugmynd um hina ó- kveðnu afstöðu alþingis til málsins og eg styð mig i þvi efni ekki svo mjög við innihald ályktunarinnar, heldur við skeyti, sem farið hafa, mcðan eg dvaldi i Kaupmannahöfn, milli mín og þeirra þingmanna, sem standa fremst, eftir að eg hafði átt samtal við Yðar Hátign um þetta mál: — Þótt eg mundi ekki láta hjá líða, að fara eftir þvi, sem Yðar Há- tign skaut til min, ef eg hefði minstu von um, að geta með þvi unnið að því, að leyst yrði úr þessu máli, álít eg eftir að Yðar Hátign refir tekið fram skilorðin fyrir staðfestingu, og samkvæmt því, sem eg hefi tekið fram, að eg geti ekki annað gjört, heldur en að taka til- lögu mína til baka. Eg vil þó áður lýsa því yfir fyrir Yðar Hátign, að eg álít það mál, sem hér liggur fyr- ir, svo mikilvægt, að ef stjórnar- skránni verður synjað staðfestingar á grundvelli þingsályktunarinnar, þá verð eg að tilkynna Yðar Hátign beiðni mína um lausn, sem eg vildi þó ekki koma fram með fyrir fult og alt, fyr en mér veitist færi á, að bera fram fyrir Yðar Hátign þau mál frá seinasta alþingi, sem hafa ekki ennþá verið útkljáð. Konungur talaði svo: Vegna þess hvernig Jiessu máli er komið nú, eftir yfirlýsingar ráðherrans, verð eg að óska þess, að ræða við is- lenzka stjórnmálamenn af ýmsum flokkum möguleika þess, að leysa úr hinum fyrirliggjandi ágreiningi við- víkjandi rikisráðinu, svo að stjórn- arskrármálið komist fram. Ráðherra talaði svo: Um leið og eg held fast við mínar fyrrir yfir- lýsingar, leyfi eg mér að taka aftur tillögu mína uin staðfesting stjórn- arskrárinnar, og í sambandi víð það tillöguna mína um staðfesting stjórnarskrárinnar, og í sambandi við það tillöguna um útgáfu á allra hæstum úrskurði, um framburð is- lenzkra sérmála fyrir konungi og sömuleiðis um lögin til breytingar á æðstu stjórn fslands, frá 30. okt. 1903. (Meira). SKAPTI B. BRYNJÓLFSS0N. Nú er Skapti fallinn frá, fleinaraftur mætur. Siklings hafta svanna á sérhvað aftur grætur. Lýðir sakna að firði frár féll og vakna harmar; íkinnar rakna, tregatár titra, slakna hvarmar. En grátur aldrei megna má, manns né spjaldaselju góða Baldur frelsa frá fangi kaldrar Helju. Bætur einar beztar tel böls við meinsemdinni, lýðir reyni að likjast vel lundi fleina i sinni. Hann var maður virtur vel, vítti skaðaleiðir. Slíku að fer aldrei Hel, er hún naðinn reiðir. Hreinn i siúni, skarpur, skýr, skemtinn. innilegur, ráðasvinnur, hógvær, hýr, höldum minnilegur. ,Efi brestur merkismanns, mannlegt flest svo gengur. Það er mestur hróður hans: hann var hezti drengur. J. J. I). Gríman af Vilhjálmi keisara. eða sagan um það, sem eiginlega lág á bak við stríðið, eftir dag- bók vinar hans Axel greifa um hernaðar ofsann. En þegar eg sá þarna, hvað hann var hrærður, þá sá eg að nú hlaut eitthvað mjög alvarlegt að hafa fyrir komið, og að ekki var ástæðulaus ótti sá, er stöðugt hafði fylgt mér síðan at- burðirnir skeðu seinast í Sarajevó. “Þú hefur þá enga hugmynd um það, hvað hefur komið fyrir keisar- ann, er dregið hafi hann til að tala svona?” spurði eg. “Nei, ekki hina minstu hugmynd, og þó má geta sér til þess. En tilgáturnar yrðu þá svo voðalegar að eg vildi ekkl segja þær jafn göðum og gömlum vin, sem þú ert.” “Hirtu ekki um það” mælti eg, “stundum léttir það á manni, að segja öðrum hvað maður óttast.” “Jæja, fyrst að þú endilega vilt vita það, þá liefur keisarinn verið að blekkja oss árum saman. Hann hefur látist vera hárður ó mótis strfði, en þó var hann sjálfur sf og æ að hugsa um daginn þegar hann gæti skelt þvf á. “Eg sat nú gapandi af undran. “Ertu þá forviða?” mælti Moltke. “Eg var forviða líka og kanske miklu meira en þú. Alt til þessa j hélt eg að eg þekti keisarann, öll hin huldu göng hugsana hans og instu klefa, en nú sé eg að mér hef- ur skjátlast. Nú f kvöld talaði eg við keisara, sem eg aldrei hef þekt I áður, mann sem var mér alveg fram- andi og ókunnugur. Það er morð- ið á crkitoganum sem hefur breytt honum svona mikið, eða komið hon um til þess að kasta grímunni, sem hann hefur dulist á bak við meira en fjórðung aldar. Og það veit eg að nú er hann að hugsa um stríð, og búa alt undir það, og—guð fyrir- {gefi mér að segja það—og nú er j hann einráðinn í því að byrja tþað j sjálfur, ef að aðrir verða ekki fyrri jtii. Ahrif kronpnnsms. Eg reis á fætur og gekk nokkrar j mínútur fram og aftur um herberg- j ið, settist svo niður andspænis | Moltke og sagði: | “Er það mögulegt að keisarinn sé að verða garnall og sé kominn undir áhrif krónprinsins.?” “Eg vildi að liainingjan gæfi að svo væri, sagði hershöfðinginn. “Nei, hann er ekki undir neins manns áhrifum. Hann kemur nú fyrst fram eins og liann er. Hann er nú fyrst að láta okur í ljósi þetta sem hann svo vandlega hefur dulið oss jiangað til í dag. nefnilega, löngunina til þess a'ð hefja stríð það sem gjörir hann að herra, ekki einungis Evrópu, heldur als heims- ins. “Honum veitir það ekki svo iétt” mælti eg. “Norðurálfan verður ekki fús eða fljót að lúta lionum, og þrátt fyrir hið feykilega auðmagn þýzkalands, þá er spurning mikil hvort vér getum komið sigri tirós. andi úr stríðinu, því að á móti j verða hinar voldugustu þjóðir (Framhald). Ský á lofti. En undireins og eg leit á hann sá eg að ekki var alt með feldu. Og það var sem hann vissi, hvað mér var innanbrjósts, því hann hlamm- aði sér niður í hægindastól við skrifborðið sitt og áður en eg gat spurt liann, sagði hann ofur hægt og stilt: “Já, vinur minn ioksins er stormurinn aö koma.” “Keisarinn?” spyr eg. Keisarinn er mér ráðgáta,” svaraði hann. “Alt til þessa hefur hann talið það ómögulegt og ó hugsandi að Þýzkaland færi í stríð á meðan hann sæti við völdin, og þú veist það, hvernig hann hefur ávítað og tekið í hnakkann á krónprinsinum f hvert skifti, sem hann hefur tekið tauin herforingjanna, sem óðastir og ákafastir eru í strfð. En núna í nótt, hélt hann mér í fjóra klukku- tíma að ræða um og spyrja mig hvort við myndum eiga sigri að hrósa, ef að við lentum í stríð við óvini einhverja sem liann vildi ekki nefna. Keisarinn bíöur eftir tækifærinu. “Og hvað sagðir þú honum,”? spyrði eg. “Eg sagði honum það, sem þú veist eins vel og eg, að Þýzkaland væri í alt búið, að við hefðum verið albúnir að fara í stríð fyrir árum síðan, hversu snögglega sem það bæri að höndum. En ef að vér færum út í það, þá gæti það ekki orðið með sama hætti og 1866 og 70. Það lilyti að verða voðalegt stríð. Um leið gat eg þess, að það væri bein skylda hvers þjóðverja, sem elskaði föðurland sitt, að forðast það af megni af þeim ástæðum, að þó að vér ynnum sigur i orustun- um, þá myndum vér tapa virðing og áliti Evrópuþjóða fyrir aðferðir vorar og gjörðir og meðöl þau öll er vér notuðuni til að sigra”. Meðan vinur minn var að tala flaug krampadráttur um varir hans. Eg lief þekt Moltke f 40 ár, og höf- Uin við einlægt verið beztu vinir og nánustu félagar. Hann er í raun- inni enginn hernaðarmaður, sem móske stafar af þvf, aö hann veit svo vel og skilur hvað stríðin eru, og þó einkum nú á þessum dögum, með vopnum þeim öllum, sem menn nú hafa. Og í seinni tíð hefir hann mikið mýkt keisara og lægt í hon- heimsins. Moltke brosti með sorgarsvip. Fratnhald. Gáta. Tugginn er eg og teygður, tekinn og gjörð úr væta, bundinn á burðar léttir, brugðið í orma felur, stungið i stála glóru, strengdur á hrygg melrakka, troðinn og títt um farinn ■ af troðfullum dýrabana, barinn af borðsáhaldi, breikkaður, með húsrafti. sundrað með seggja óþykkju, síðslegið gras um mig leitar, hart saman rekinn með nagla, hafður til gagns fyrir alla. Jón //. Árnason. Kaupið Heimskringlu. JOHN SHAW (átSur ráSsmatSur Hudson’s Bay Company’s Brennivíns deildar- innar) VIN SAL.I 'i-S Suiith St., WlnnipeKi Man. Gegrnt nýja Olympia Hótelinu. Sérstakt. )I''K cr 3 höRKln af á- fenKÍ f« $li.00 bOsTKulÍnn. Allt fl- byrn'Kt nb vern uófi tt'pfund. Inn- ilmldi breytt ef n>Nkt. No. 1 Böggull I flnskn nf Speeinl Seoteh \\ hÍNkey, 1 flankn Rexta Ginprer Wine, J fiaskn Speeinl Nnfive I*«rt.... " $2.00 No. 2 Böggull I fln.skn kóíÍii, Könilu Ilrnndy, 1 flnskn Speelal Native I’ort, 1 flnska (íúöii Kömlu liye Whlskey......... $2.00 No. 3 BögguII 1 flaskn Specinl Rye Wrhiskey, 1 flaskn llexta Glnirer Wine, 1 flnskn Spocinl Níative Port....... $2.00 Fljót nfirreibsln. Símið pantanir.. . Sími Main 4160 THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT VerS $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns f»vottavélar Hed Rafmagns I»vottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 410 Portaige Ave. Phone Main 4064 Winnipeg Vi?Sgjört5ir af öllu tagi fljótt og vel af hendi leistar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cabinet Makern and IJpholsterera Furnlture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finlshing, Furni- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned. I*hone Sher. 273li Sherbrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Aðal Skrifstofn, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þeim sem hafa smá upp- hæöir til þess aö kaupa, sér í hag. Upplýsingar ogr vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. V. Kyle, rAÓNniaftur 42.H Vlnin Street, Winnlpes. Radd Framleiðsla Mra. HoNNuek, 485 ArllnKton St. er reiöubúin aö veita móttöku nem- endum fyrir raddframleiöslu og söng. Vegna þess aö hún hefir kent nemendum á Skotlandi undir Lond- on Royal Academy próf meö bezta árangri er Mrs. Hossack sérstak- lega vel hæf til þess aö gefa full- komna kenslu og meö láu veröi. Símið Sherb. 1779 Piano sti/ling Ef þú gjörír árs samning um að láta stilla þltt Píano eða Player Piano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. Það cr ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Sainnings vcrð $6.00 um áiið, þorgaiilegt $2.50 cftir tyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPENCE STREET j Creseent MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel í að nota meira af þvi Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ *• ♦♦•< TALSIMl MAIN 1400 -f *■ *• ♦♦*• v ♦ ♦ NÚ er tímln pegrar alHr þyrftu ati brúka Cod Llver Oil. Vlt5 höndlum beztu tegund. Elnnig Emulslon og Taste- less Extract of Cod Llver Oll. ReynltS okkar Menth- ol Balsam vltl hósta og kvefl. Símlti pöntun ytSar tll GARRV 4308 lMlenzkl Lyfsailnn. E. J. SKJÖLD CheznÍMt * ♦ 4- ♦ ♦ -t -t ♦ ♦♦ ♦♦ 4- 4 ♦ 4 ♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■♦• ♦ 4- ♦ ♦ ♦ ♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.