Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.01.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6. HEIMSKRIN GLA WINNIPKG, 14. JANÚAR 1915. LJOSVÖRÐURINN. allyndan inunn í suryum hans. Þegar þér tókuð mig i faðm yður og kulluðuð mig yðar barn, yðar ksera barn, þá hélt eg að geðshræring yðar hefði truftað skynsemi yðar, svo að þér tækjuð mig fyrir aðra, — aö þér tækj- uð mig fyrir aðru elskaða i fjarlægð. A'ií held eg að það sé ekki nein augnubliksvilla, en að eg hafi um lang- an tíma verið tekiri fyrir aðra, hverrar kærstu verk- efni verði máske að kæta hið ánægjulausa líf föður síns, meðan eg hetd áfram að vera hið óþekta — föðurlausa, móðut lausa barn, sem eg hefi ávatt álitið mig vera. Ef þér hafið mist dóttur, þá gefi guð það, að þér getið fundið hana uftnr, tit þess hún geti elskað yður jafn heitl og eg mundi gjöra, ef eg væri svo heppin að vera yðar dóttir. Og eg, — litið ckki á mig sem ókunnuga; látið mig í huga yðar vera yðar barn, leyfið mér að elska yður, biðja fyrir yður og gráta fyrir yður; leyfið mér að hugsa um yður með þakkhvti fyrir alla hina vingjarntegu umhyggju og samhygð, sem þér hafið þeg- ar sýnt mér. ()g þó, enda þótt eg efist ekki eitt augna- blik um, að yður skjálti, þegar þér álitið mig yðar barn, skelf eg og nötra af ánægju, þegar eg aðhyllist þessa von. 1Sei, nei, eg má ekki hugsa þannig, svo að eg verði ekki fyrir vonbrigðum! 6, hvað «r eg að skrifa? Eg veit það ekki! Eg þoli ekki þesea geðs hræringu lengur; skrifið þér strax. Eða komið þér til min, faðir minn, — því eg verð að [á leyfi til að kalla yður það einu sinni, máske aldrei oflar. Gerti". Annaðhvort af gleymsku, eða með ásettu ráði, hafði Philipp ekki skrifað áritun sina, og varð Gerti þess ekki vör, fyr en hún ætlaði að skrifa utan á bréfið; en svo mundi hún, að póstmerkið var frá New York, og þangað ritaði hún utanáskrift bréfsins. Þar eð hún vildi ekki biðja aðra að annast það, greip hún hattinn sinn, lét á sig þykka blæju til að hylja tárin, og fór sjálf með það á pósthúsið. Dagarnir þrír, sem liðu áður ensvarið kom, fund- ust Gerti nokkuð langir; en samt tókst henni að dylja óróa sinn fyrir öðrum og framkvæma skylduverk sín. Við skuium nú yfirgefa hana stundarkorn, meðan hún á annríkt með þessar hrósverðu tilraunir sinar, að hrekja burt hugsanir, sem eru hættulegar fyrir hinn innri frið hennar. ÞEiTUGASTI OG FJóltÐI KAPÍTUU. Aðdráltarafl — cn ekki jarðneskt. í skrautbúnu herbergi í einu af beztu hótelunuin i New York sat Philipp Amory, sokkinn niður i þung- ar hugsanir. Pað var kveld. Blæjurnar byrgðu gltigg- ana og ljósið á lainpanum logaði skært og kastaði birtu sinni á skrautmunina í herberginu og gjörði það við- feldið, — alveg gagnstætt hinum einmanalega ibúa þess, sem sat við borðið á miðju gólfi og studdi hönd undir kinn. Hann var búinn að sitja hér um bil klukkustund i sömu stöðu, án þess að hreyfa sig: en sofnaður var hann ekki, því öðru hvoru lét hann fingurna líða gegn nm fagra gráa hárið sitt. Alt i einu slóð hann upp og teygði úr þreklega lik- ainanum sinum og fór að ganga uin gólfið. Svo var barið ofur hægt að dyrum; hann nam staðar og greinju- svip brá á andlit hans; hann settist niður og ætlaði að fara að segja þjóninum, að hann tæki ekki á móti gest- um, en það var of seint. Gesturinn var koininn inn fyrir dyrnar, sem þjónninn lokaði á eftir honum um leið og hann fór. “Fyrirgefðu, herra Philipp”, sagði William Sullivan — því að það var hann sem kom svo glaðlegur inn til hins sorgbitna rnanns. “Eg er hræddur um ,að heim- sókn mín virðist yður nokkuð nærgöngul”. ' Minnist þér ekki á það”, svaraði Amory. Gjörið þér svo vel að fá yður sæti”, og hann benti kurteislega á stól. Willie gekk að stólnum og studdi hendinni á bak hans, en settist ekki. “I>ér eruð mikið breyttur síðan eg sá yður siðast, herra”, sagði liann. “Breyttur? Já. það getur vel verið”, svaraði hinn utan við sig. “Eg vona, að heilbrigði yðar —” “Heilsa mín er ágæt”, greip Amory fram i fyrir honum. Svo datt honum í hug, að hann yrði að átta sig og kasta frá sér þunglyndinu til þess að geta haldið áfram samtaliuu, og bætti svo við: “I>að er langt síð- an við höfum sést, herra. Eg er ekki búinn að gleyma i hverri þakklætisskuld eg er við yður, síðan Ali, svik- uli Arabinn, réðist á mig með Beduina flokknum sin- um”. Minnist þér ekki á það”, svaraði Willie. “Sam- fundir okkar þá voru heppnis tilviljun, því hagsmunir þema einsog hættan var sameiginleg t fyrir okkur báða” “Eg get nú ekki litið á þetta frá sama sjónarmiði. Samkomulag yðar og fylgdarsveina yðar virtist ágætt, enda þótt þeir væru Arabar líka”. Já, samkomulag okkar var gott. Eg hefi öðlast lálitla þekkingu á ferðum minum um Austurlönd, og veit, hvernig bezt er að umgangast hin bráðlyndu börn eyðimerkurinnar. En þegar við sameinuðum okkur, var eg kominn inn á landeign óvinveittrar ættar, og á minn fylgdarflokk hefði eflaust vcrið ráðist, ef her- flokkar okkar hefðu ekki sameinast”. “Þér virðið sáttaumleitan yðar alt of lítils, ungi maður, og þér megið ekki ræna mig þeirri ánægju, að þakka yður enn einu sinni fyrir hina ómetanlegu hjálp ,>ér veittuð tnér”. “Þér gjörið heimsókn mina alveg gagnstæða þvi, sem hún átti að vera, herra”, sagði Willie brosandi. “Eg kom ekki hingað til þess að taka á móti þakklæti, heldur til þess að færa yður þakklæti eftir beztu getu minni”. “Fyrir livað, herra?” spurði Amory fljótlega, nærri hrottalega. “Þér eigið mér ekkert að þakka”. “Vinir fsabcllu Clintons eru í svo stórri þakklætis- skuld við vður, að þeir geta aldrei endurgoldið hana að fullu” “Yður skjátlar, herra SuIIivan. Eg hefi ekkert gjört, sem verðskuldar hið minsta þakklæti, fyrir þessa ungu stúlku”. “Björguðuð þér ekki lífi hennar?” “Jú, en ekkert var fjær tilgangi mínum”. Willie brosti. “Það hefir þó naumast getað verið tilviljun, sem kom yður til að stofna lífi yðar í hættu til að frelsa eina persónu af samferðafólki yðar?” “Nei, það var raunar engin tilviljun, sem frelsaði ungfrú Clinton frá dauða; það er eg sannfærður um. En þér megið ekki þakka mér fyrir það; það var ein- göngu að þakka annari persónu, að hún hvílir nú ekki i gröf sinni”. “Má cg spyru, við hvern þér eigið? Mér finnast orð yðar dularfull”. “Eg á við elskuvcrða, eðallynda stúlku, sem eg a-tlaði að bjarga frá hinu brennandi skipi, þegar eg synti þangað aftur. Við höfðum samið um, að hún skyldi láta blæjuna sina blakta, svo eg gæti séð, hvar hún væri. Þessari blæju var með nákvæmni sveipað um höfuð ungfrú Clinton, sem eg fann á þeim stað, þar sem hin átti að vera. Eg var gabbaður og synti hik- laust til lands með þessa byrði, en skildi eftir vildar- mær mína, sem hafði stofnað lífi sínu í hætlu til þess að frelsa aðra, svo að —” “Ó, liklega ekki til að deyja?” spurði Willie. “Nei; það var sannarlegt kraftaverk, að hún hélt lífi. Farið þér þvi til hennar og þakkið henni fyrir lifgjöf ungfrú Clinton”. “Guði sé lof", sagði Willie innilega, “að slikar hetju framkvæmdir sem þessar draga úr hinum hryllilega voða, sem eyðileggingin veldur!” Harkan i svip Amor.v minkaði, þegar haun heyrði unga manninn dást að hinni eðallyndu sjálfstjórn Gerti. “Hver er hún og hvar er hún?” sagði Willie. “Spyrjið þér mig ekki um það”, svaraði Amory óþolinmóðlega, “eg get ekki sagt það, þó eg vildi. Eg hefi ekki séð hana utan óhappadaginn”. Þar eð Willie sá, að Amory vildi helzt ekki tala um frelsun fsabellu, stóð hann kyr og efablandinn um stund. Svo gekk hann nær og sagði: “Enda þótt þér afþakkið alla hluttekningu í björgun ungfrú Clinton, álít eg erindi mití illa flutt, ef eg flyt ekki kveðju til þess inanns, sem var síðasta úrræðið, þó ekki væri hann fyrsta orsökin, til frelsunar hennar. Herra Clinton, faðir ungu stúlkunnar, bað mig að segja yður, að með því að frelsa dóttur hans, hina siðustu af sjö börnum, sem öll dóu ung, hafið þér lengt líftíma hans og komið honum i þakklætisskuld við yður, sem ekki verður með orðum lýst. En á ineðan hann lifir, ætlar hann ávalt að þakka yður og blessa yður og biðja guð að veita yð- ur það, sem er yður og yðar fyrir beztu”. Tár komu fram í augu Amory, en með kurteisu brosi sagði hann : “Alt þetta er frá herra Clinton, sem eg efast ekki um, að meini það alvarlega. En, er það ætlun yðar, að þakka mér eingöngu hans vegna, ungi vinur minn? Hafið þér ekkert að segja frá yðar eigin hálfu?” Willie virtist vera liissa, en svaraði blátt áfram: “Jú, auðvitað, sem einn hinna mörgu vina ungfrú Clin- ton, er þakklæti mitt til yðar afar-mikið, og ekki ein- göngu hennar vegna, heldur lika hinna, sein þér frels- uðuð fra hinum voðalega dauða”. “Á eg að skilja yður þannig, að þér talið sem vinur mannkynsins,’og hafið engan sérstakan áhuga eða um- hyggju fyrir neinum af samferðamönnum minum?” “Eg þekti flesta þeirra. En ungfrú Clinton var sú eina, sem eg hafði þekt um lengri tíma en tvo, þrjá daga í Saratoga; en dauði hennar liefði hrygt mig, þar eð eg hefi þekt hana síðan við vorum litil, og af því eg veit, að það hefði verið óbærilega þungt högg fyrir hr. Clinton”. “Þér talið mjög kuldalega, lir. Sullivan. Vitið þér, að orðrómurinn segir yður taka meiri j)átt í umhyggju ungfrú Clinton, en sem vinur?” Willie varð hissa. “Svipur hans sýndi, að spurn- ingin kom óvænt. Hann settist á stól. “Herra minn”, sagði hann, “annaðnvort misskil eg vður, eða orðróm- urinn er ósannur”. “Þér hafið þá ckki heyrt um yðar eigin trúlofun?” “Aldrei; það fullvissa eg yður um. Er það mögu- legt, að slík fjúksaga hafi náð útbreiðslu ineðal vina ungfrú Clinton?” “Næga útbreiðlu til þess að jafnvel eg, sem að eins var áhorfandi í Saratoga, heyrði því hvíslað frá manni til manns, sem áreiðaniegum viðburði”. “Eg er alveg hissa á þessu, sem þér segið”, sagði Willie. Svo heimskuleg og fölsk, sem þessi fregn er, getur hún þó orðið til leiðinda fvrir ungfrú Clinton, ef hún heyrir hana”. 'Hr. Sullivan”, sagði Amory, “eruð þér viss um, að þér standið ekki í vegi fyrir yðar eigin gæfu? Skilj- ið þér ekki, að of mikil feimni hefir hindrað margan ungan mann frá að ná í.lán og framför, og að þetta get- ur lika orðið tilfellið með yður?” “Á hvern hátt? Orð yðar eru dularfull”. “Laglegur ungur maður, einsog þ~r, getur oft náð í mikinn auð, að eins með þvi að spyrja. Slík tæki- færi koina ekki oft, og heimsbúarnir munu hlæja að yður, ef þér notið það ekki”. “Tækifæri til hvers? Þér viljið þó ekki ráða mér til —?” “Jú, það gjöri eg. Eg er eldri en þér og þekki heiminn. Auður safnast ekki á einum degi, og pen inga er ekki vert að fyrirlita. Hr. Clinton getur ekki lifað lengi, og dóttir hans er eini erfinginn. Hún er ung, fögur og hlýtur mikla aðdáun hja þeim, sem um- gangast hana. Bæði faðirinn og dóttirin eru vingjarnleg við yður. ó, þér þurfið ekki að verða órólegur, — eg tala sem vinur. Hvers vegna eruð þer á báðum átt- um?” “Hr. Philipp”, sagði Willie vandræðalegur. “F'júk- sögur — einkum hér í Saratoga — eru ekki þess verð- ar, að þeim sé gaumur gefinn. Samband mitt við hr. Clinton hefir verið af þeirri tegund, að eg hefi orðið að vera mikið saman með honum og dóttur hans. Hann á fáa ættingja og vini og er þess vegna alúðlegri við mig, en hann myndi vera, ef eg væri að sækjast eftir dóttur hans, og það væri hégómlegt af mér að halda— “Rugl, rugl!” sagði Philipp. “Annað eins og þetta getið þér sagt fávisari mönnum en mér. Það fer yður vel, að tala þannig; en fáeinar bendingar geta ekki skaðað ungan mann, sem hefir svo lítið álit á sjálfum sér. Nú, hver var ungi maðurinn, sem ungfrú Clinton vildi heldur fylgja, en hlusta á sönginn, og yfirgaf troðfullan salinu af aðdáendum sínum?” “ó, nú man eg það”, sagði Willie. “Það hefir þá verið ein orsökin til að vekja þenna grun. Eg var þá aðeins boðberi til ungfrú Clinton frá föður hennar, sem eg hafði vakað yfir í margar klukkustundir. Þegar hann vaknaði, spurði hann svo kvíðafullur eftir dóttur sinni, að eg hikaði ekki við, að trufla ánægju hennar og segja henni frá föður hennar til þess eftir á að fýlgja henni í tunglsljósinu til lystiskálans, sem hann þá dvaldi i”. Ainory hló góðlátlega og sagði: “Þá er nú nóg sagt um margmæli manna. Eg skal ekki nefna fleiri sannanir fyrir þeim áhuga, sem þið hafið hvort á öðru. En þér megið trúa mér, hr. Sullivan, að enda þótt hjarta hennar einsog auðurinn sé í varðveizlu föður hennar, er yður þó auðvelt að ná í hvorttveggja. Þér hafið góða þekkingij á viðskiftamálefnum, sem þeim gamla er nauðsynlegt, og ef þér með fallega and- litinu yðar, gervilega vextinum og öðrum hæfileikum getið ekki gjörf yður jafn ómissandi fyrir hana, hafið þér sjálfan yður að ásaka”. Willie hló. “Ef eg hefði slíkt takmark fyrir stafni, þekki eg engan, sem eg vildi heldur leita ráða til en vðar; en þetta álitlega útlit, sem þér bendið mér á, er gagnsláust fyrir mig". Amory sagði: “Eg get ekki haldið, að þér séus svo heimskur, að vilja ekki nota þetta tækifæri til að ná álitlegri stöðu, sem bæði þekking yðar og hæfileik- ar eiga heimtingu á. Faðir yðar var mikilsvirtur prest- ur. Sem unglingur notuðuð þér hvert tækifæri sem gafst, og á Indlandi hafið þér náð þeiin frama, að með nægilegu stofnfé munuð ])ér innan fárra ára verða einn af hinum leiðandi verzlunarmönnum. Ekki er það heldur mögulegt, að þér hafið unnið í 0 ár undir aust- urlanda sólinni, án ]>ess að læra að ineta launin fyrir vinnu yðar, sem yrðu blessunarríkust, ef þau væru falleg brúður”. “Hr. Philipp” sagði Willie; “eg hefi eytt mörgum af mínum beztu árum undir brennandi sól og í eins konar útlegð frá föðurlandi minu og öllu, sem mér var kærast, án þess að hafa takmark að stefna að. En yður .skjátlar storkostlega, ef þér haldið, að sá metnaður, sem knúði mig frani, finni fullnægju sína í slíkum hlut- um, sem þér hafið nefnt. Nei, herra minn, þér megið trúa því, að eg stefni ofar”, “Og frá hvaða hlið búist þér við, að ná slíku tak- marki?” spurði Amory. "Ekki frá tízkunnar glaðværa verksviði”, svaraði Willie, “ekki heldur frá hinum auðugu höfðingjum. Eg litilsvirði ekki heiðarlega stöðu fyrir augum með- bræðra minna. Eg er ekki blindur fyrir kostúm auðs- ins cða yndisleik fegurðarinnar; en það var ekki fyrir þessa hluti, að eg yfirgaf heimili mitt. Þó eg sé ungur, hefir reynslan kent mer, að |>að, sem er þess vert að sækjast eftir, er varanlegra, betur fullnægjandi en ó- traustur auður og kviklynt bros”. “Að hverju stefnið þér þá, ef eg iná spyrja?” “Að heimili, ekki eins mikið mín vegna og annars, sem eg vona að verði þar með mér. Fyrir ári siðan” — varir og rödd Willie skulfu — “fyrir ári siðan voru aðrir við hlið hinnar kæru, hverrar mynd eg geymi i hjarta mínu, sem eg vonaði, að myndu njota ávaxtanna af vinnu minni; en eg átti ekki að fá að sjá þá framar. Og nú, — en eg vil ekki gjöra yður ómak eða leiðindi með einkamálum minum”. “Haldið þér áfram, lialdið þér áfram”, sagði Am- ory, talið til mín einsog gamals vinar. Eg hefi mikinn áhuga á því, sem þér scgið frá”. “Það er langt síðan eg hefi talað svo frjálslega uin sjálfan mig”, sagði Willie, “en hreinskilni er mér eðli- leg. Staða mín sem barn var einkennileg. Eg var ekki eldri en 12 til 14 ára, þegar eg fór að skilja dálítið af alvöru lífsins. Móðir mín var ekkja, og gamli faðir hennar voru einu ættingjar minir, sem eg þekti. En þrátt fyrir fátækt þeirra veittu þau mér góða mentun. “Á þeim aldri, sem flestir drengir leika sér á göt- unni, fékk eg vinnu, sem var vel borguð, þangað til húsbóndi minn dó. Afi minn bjóst ekki við, að eg kæmist áfram í lífinu. Móðir min var kyrlát og við- kvæm kona. Hún elskaði mig einsog sjálfa sig. Fyrir þau bæði og liina þriðju, sem eg skal strax segja frá, var eg fús ,til að fara burtu til að vinna, til að þjást og vera þolinmóður. Eg fékk nú atvinnu, og varð brátt fær uin, að ala önn fyrir mér og þeim, og eg var farinn að hugsa til þess dags, þegar heimkoma mín fullkomn- aði gæfu okkar. Ekki vissi eg þá, að fregnin um dauða afa míns og veikindi móður minnar var á leiðinni til min. Nú eru þau bæði dáin, og eg væri fús til að fylgja þeim, ef það væri ekki fyrir aðra, sem eg vil lifa; ást- in til hennar bindur mig við þenna heim á meðan hún lifir”. Og hún? ’ hrópaði Amory með mikilli geðshrær- ingu, sem Willie tók ekki eftir vegna hugsana sinna. “Er ung stúlka”, sagði Willie, “án ættingja, auðs og fegurðar; en á svo cðallynt hjarta, að hún er samt yfirburða fögur”. Þar eð Amory virtist mjög ákafur eftir að heyra meira, hélt Willie áfram: “f sama húsi og móð- ir mín bjó, var líka gamall maður — ljósvörður. Han« var enn fátækari en við, en betri maður hefir aldrei lif- að. Eitt kveld, er hann kveikti götuljósin, fann han* og flutti heitn með sér illa klædda litla stúlku, sem einhver grimm kona hafði kastað út á götuna til þess hún frysi þar í hel, eða dæi á fátækraheimilinu að öðr- uin kosti, því ekkert nema umhyggja móður minnar og Trumans frænda, sem var nafn gamla mannsins, gat frelsað hana. Hún var þá mjög grönn og inögur ,og alt annað en falleg, og með mjög æstu skapi, sem hún hafði aldrei lært að stjórna. En ekki bugaði þetta kjark Trti mans, og undir áhrifum hans fóru nýir eiginleikar og nýtt skapferli að þroskast. Jafnframt þessu varð húa aðnjótandi ljóssins hjá þeirri persónu, sem sjálf sat i tnyrkri. Ilún óx og þroskaðist, til þess að hún var# ung stúlka, verð þess að vera elskuð og treyst alla æf ina. Að því er mig snerti liafði ást mín á henni engin takmörk, sem upphaflega byrjaði af meðaumkvun”. “Við vorum alt af saman. Við höfðum enga hugs- un, ekkert ætlunarverk, enga gleði, enga sorg, sem við ekki tókum bæði þátt í. 1 byrjuninni var hún algjör- lega háð Truman frænda; en seinna komu |>eir timar, að hún varð að annast hann. Þá fyrst skinu hinir björtu geislar kveneðlis fegurðarinnar, — ó, sú við- kvæmni og umhyggja, sem hún veitti Trúman siðustti æfistundir hans! Oft fór eg til herbergis hennar uu» miðjar nætur, því eg var hræddur um að hún, jaf« ung og óreynd og hún var, gæti ekki stundað hana eins vel og honum var nauðsynlegt. Eg get aldrei gleymt litlu stúlkunni, sem sat kyr og róleg við rúmi* hans um miðjar nætur; á þeim tiina mundu margir jafnaldrar hennar hafa skolfið af hræðslu, ef þeir hefðu þurft að vaka einmana yfir herfangi dauðans, einsog j hún. Þarna sat hún með lítið ljós á borðinu fyrir frai*- an sig og las í biblíunni fyrir hann. En öll hennar um hyggja gat ekki lengt líf hans; því rétt áður en eg fór af stað til Indlands, dó hann, — þakkandi guði fyrir þá blessun og umhyggju, sem þessi litla stúlka veitti hon- um. “Það varð mitt hlutskifti, að hugga litlu Gerti, eius vel og eg gat, og með ósegjanlegri ánægju fylgdi eg 'henni að húsi blindu stúlkunnar, sem tók hana að sér, og sein áður um langan tíma hafði verið lienni og Trú- ) man vinveitt og hjálpsöm. Áður en eg fór lofaði Gert* i að líta eftir og annast móður mina og afa, og það lof- ! orð hefir hún efnt dyggilega. Þrátt fyrir hörku og j misþóknun Grahams efndi hún loforð sitt. í sta# skemtana og hvíldar lilaut hún að vinna talsvert og vaka um nætur til að annast þau, sem hún elskaði meira ea nokkur dóttir hefði getað gjört, því það var heilög ást”. ÞRfTUGASTl OG FIMTI KAPÍTULI Rannsóknin. “Eg sltil það vel”, sagði Ainory, ‘“að þér vir&i« hana mikils; en jafnframt get eg ekki haldið, að ung- ur maður í yðar stöðu hugsi til að ganga að eiga Hthi Til Sólskríkjunnar. Eftir örslultan leik var hver blómkróna bleik og hver bikar var tæmdur á grein. Þ. E. Nú fallinn er, vina mín, vörðurinn þinn, er vafði svo mjúklcga um sárin. Eg fann það var nautn í að fylgja’ honum inn til fangans og strjúka burt „crin. — Ur>-v er nú slitin hin ilmandi rós og ástanna þagnaður rómur. Burtu er tekið hið bjartasta Ijós, — og bikarinn siðasti tómur. Við skulum báðar, vina mín, væta beð hans fögrum tárum. Ó, hve sár er sorgin þín, því sveipar Þorstein dauðans lin. Alt er lífið eymd og pín; öll er veröld hulin sárum. — Við skulum báðar, vina min, væta beð hans fögrum tárum. Sittu upp við fagran foss, — hans fimbul-ljóð er bót við sorgum. Þinn bar vinur þungan kross, því var svefninn æðsta linoss; honum var sætur helju koss, því hausta fór á lífsins torgum. Sittu upp við fagran foss, — hans fimbul-ljóð er bót við sorgum. E. J. Davidson. COLUMBIA GRAIN CO. Ltd. 140-144 Grain Exchange Bldg. Phone M. 3508 WINNIPEO TAKIÐ EFTIR: Við kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hiesta prís og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti. Skrifaðu eftir upplýsingum. VIÐ VÍXLUM GRAMAPHONE RECORDS FYRIR 15c. HVÉRT Skrifia etia símlti eftlr bók No. 4 sem útskýrlr okkar fyrlrkomulaa VIO sendum Becords hvert sem er í Canada. The Talking Machine Record Exchange S, GLINES BLOCK, PORTAGE AVE. WIMUPEG, MAA, Glines Block er beint á móti Monarch Theatre. Phone Main 2119 ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um hennilisréttarlönd í Canada NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aS sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimiiisrétt á fjóröung ór section af óteknu stjórnarlandi i Maa- sækjandi veröur sjálfur aö koma á itoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrifstofu stjórnarlnnar, eök nnd- irskrlfstofu hennar í þvi héraöi. Sara- kvæmt umboíi má land taka á ölluin landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undlr skrifstofum) meö vissum skii- yrt5um. air?im'« Landnemi má búa meö vissui skl yröum innan 9 mflna trá helmll(« réttarlandi sínu, á landi scm ekkl e minna en 80 ekrur. fétt 4 fjóröungi sectíón’ar iUell,r.i landl sinu. Verö ?3.00 fyrir ekru hverji SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, or auk þess ræktaö 60 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leíö or hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vlssum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimllls- rétti sínum, getur fenglö heimillsrétt- arland keypt í vissum héruöum. Verö $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDVH________ Veröur aö sitja á landiiiu mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landlnu, sem er $300.00 vlröl. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, só landið óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búþenlng má hafa á landinu i staö ræktunar undir vissum skllyröum. , Beiö?’ f*ytJa þessa auglýsiagu leyfislaust fá enga borgun fyriri W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. SKAUTAR SKERPT/R Skrúfaölr eöa hnoðaðir á shó án tafar^ Mjög fín skó viðgerð 4 meö- fn. Þu bíöur. Karlmanna skór hálf botnaöir (saumaö) 16 mínútur, suttabergs hælar (dont slip) eöa leður, 2 mtnútur. stkwakt, im raclfla Ave. Fyrsta búð fyrlr austan aöalstræti. Kaupið Heimskringlu. FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.