Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1915. <+■------------------------♦ Ur Bænum ------------------------♦ Hr. Leifur Johnson, við St. Adel- bert, Man. , gamall vinur Heims- kringlu, kom að heimsakja oss. — Hann er kátur og Iék við hvern sinn fingur og þótti oss gamnn að sjá hann. Hann er ern og hress, sem Mngur væri. Dálítið mintumst við á ffornar salcir og stefnu tímans, og kom nokkurnveginn saman. Lét hann í Ijósi ánægju sina yfir stefnu Hcimskringlu , - tjr Grunnavatns bygð fréttum vér nð nús hefði brunnið morgun einn fyrir skömtnu hjá Jóhannesi Egils- syni, Otto. Bóndi koinst út, cn húsið brann með öllu þvi sem inni var. — Alt óvátrygt. Sira Jón Jónsson, Lundar, hafði -verið hættulega veikur af lungna- bólgu nú fyrir skömmu; en nú er hann sagður á fótum og hinn frísk- asti; Það gleður kunningja gamla mannsins. • Mrs. J. E. J. Straumfjörð, frá Otto, kom hér að sjá oss. Hún var að vitja um son sinn, sem liggur á spitalanum af skoti, er hljóp í fót honum i haust og varð að taka af fætinum, hvað cftir annað. Hann er nú með bezta móti. Enn er samt skurður eftir, en pilturinn er nú svo hraustur orðinn, að vel Iitur út fyr- ir með aðgjörðir þær á fæti hans, sem eftir eru. Hr. kaupmaður Stefán Sigurðsson, frá Hnausa P.O., Man., kom að sjá oss. Hánn er að byggja bryggjur norður með Winnipeg vatni að vest- an, á Litlanesi, sem stærstu bátar á vatninu geta lent við, og þar er einn ig höfn þin bezta. Þar hefir Stefán látið taka út við til að selja báta- mönnum á vatninu, og verður þar þá stöðugur Icndingarstaður skip- anna. Aðsetur sitt hefir Stefán á hin- um gamla bústað sinum Hnausum. Stefán segir, að járnbrautin nýja hafi nú þegar fært mönnum ágóða i lækkuðum flutningsgjijldum, svo að þúsundum nemi og muni halda áfram að gjöra það. Mrs. John Root, frá Brú P. O., Man., kom að sjá oss þann 15. febr., og lét vel yfir hag manna þar vestra. Enginn skjálfti og enginn kviði i mönnum þar. Það glcður oss æfin- lega að sjá sem flesta vjni vora, þeg- ar þeir koma í borgina. Hr. Th. Brown, frá Wesí Selkirk, gamall kunningi Heimskringlu og vor, kom að sjá oss á skrifstofunni í vikunni, og kunnum vér honum þakkir fyrir; og svo færði hann oss skildinga um leið, og þá lcttist brún in enn meira, sem þér megið nærri geta. Hr. J. B. Johnson, Dog Creek, Man., leit inn til okkar og var hjnn hressasti og Ict vel af öllu; sagði, að stríðið hefði lítil áhrif á þá, og .að mönnum likaði stefna blaðsins — ■og nú væri gamla Kringla lesin. 1 stúkunni Vínland, C. O. F., er Guðjón IL Hjaltalín, C36 Toronto st., skrifari; en fjármálaritari er Gunn- laugur Jóhannsson, 800 Victor St. Hr. Brynjólfur Þorláksson organ- isti kohi heim úr ferð sinni til Ar- gyle, fór þangað til að stilla pianó. Fór hann um bæjina Trcherne, Glen- boro dg Stockton, og fer aftur t}I Treherne næsta miðvikudag; segir nóg að starfa þar. Það gleður oss æfinlcga að sjá Brynjólf. Eg kvaldist í mörg ár af bakverk etSa nýrnavelkl og hefl reynt mörg meðöl frá hinum oö öt5rum læknum. | Fyrir lítit5 melra en ári kom lyfsali mér til at5 reyna Dft. MILÉS’ VKBK- TARNANDI PILLUR, og eftir atS eg öúinn at5 brúka þær I Iit5ugrt ár l>a iann< eg at5 eg var m.ikiti betri i nýrunum, og eg er glatlur at5 eegrja at5 eg hef góT.5a von um at5 vert5a brátSum albata. J. E. ALLEN, fyrrum bæjardumari, Glasgow, Ky. Dr. Miles Verk Vamandi Pillur hafa gefið mjög góðan árangur við verkjum í öllum pörtum líkarnans. !' ‘ því aö varna æsingi gcfur það líffrerunum tœkifæri að ná sér aftur og vinna sitt vanavcrk reglulegá. Selt með þeirri ábyrgð að skila andvlrðinu aftur ef fyrsta askjan hætir ekki. Einstök Kaup fyrir Kvennfólk---------- Nú emm vér að selja kven- klæðnað afar ódýrt,—niður- sett verð á öllu. Vér búum nú til Ladies’ Suits fyrir frá J18.00 og upp. Kven- manns haust yfirhafnir frá 813.50 og upp. Komið og skoðið nýtísku kvenbún- inga vora. B. LAPIN Phone Garry 1982 392 Notre Dame Avenue Haftdór bankagjaldkeri látinn. f Lögréttu 1. jan. er getið andiáts Halldórs fyrv. bankagjaldkera Jóns- sonar. Hann andaðist 2. dag jóla af langvarandi hartasjúkdómi. Hall- dór var fæddur 12. nóv. 1857 á Bjarnastöðum í Bárðardal í Þingeyj- arsýslu, sonur Einars Halldórsson- ar og Hólmfriðar Hansdóttur, er þar bjuggu. Systir hans var Valgerður biskupsfrú, kona Þórhalls biskups Bjarnarsonar; en hún er nú látin. Bróðir hans er Páll bóndi á Þóru- stöðum i Eyjafirði, og systir hans, Guðrún, er kona Alberts Jónssonar á Stóruvöllum. Halldór sál. gekk skólaveg og útskrifaðist af presta- skólanum. Hann kvæntist árið 1886 Kristiönu Guðjónssen; þau eignuð- ust 5 börn, er öll lifa. í Lögréttu 6. janúar er kveðja til hans í ljóðum frá Guðm. Guðmundssyni, skýrt frá útför hans og ræða mikil, flutt yfir kistu hans, eftir sira ólaf Magnús- son í Arnarbæli. Þeir Wilkinson & EIIis, matvöru- salar, sem auglýsa á öðrum stað i blaðinu, biðja oss að geta þess, að þeir hafa nýlega meðtekið nokkrar tylftir af hænsnum og öndum, sem þeir eru að selja fyrir 14 cent pd. Gísli Sigmundsson, kaupmaður úr Nýja íslandi, kom að sjá oss og var brosleitur. Sagði hann, að mönn um liði vel þar nyrðra; þeir hefðu fiskað með bezta móti i vetur, sem nokkurntíma hefði átt sér stað á vatninu, og allir selt fiskinn fyrir gott verð. Og svo var járnbrautin nú komin og stöðin loks fyllilega á- kveðin norðanmegin krossgatanna við Geysir brautina. Margur er far- inn að hugsa um að sá þar, og væri nú betur að þeir mistu ekki af þvi að koma hveitinu nógu snemma i akrana. Það væri peningatap, þvi að hátt verður hveitiverðið í haus*. Sira Rögnv. Pétursson biður þess getið, að “Ferðalýsingar” hans séu við það uppgengnar, og sé þvi sein- asta tækifæri fyrir þá að ná þeim, sem vilja eignast þær. Hann getur ekki haldið þeim eftir, og verða þeir að fá þær, sem fyrstir koma. Ungmennafélag Únítara heldur fund i kveld (miðvikudagskveld). Fundartíma breytt vegna samkom- unnar þann 18. Allir meðlimir beðn- ir að sækja fundinn. Skemtilegt pró- gram. Næsta sunnudagskveld verður um- ræðuefni i únitara kyrkjunni: — Stjórnmáladeilur og sanngirni. — Allir velkomnir. Hr. Snorri Jónsson, frá Riverton, Man., gamall kunningi vor, kom að sjá oss. Hann er einn af frumbyggj- um Nýja íslands, og var póstur, þá er vér þektum hann fyrst, og fékK hann þá marga erfiða ferðina, því að þá var ilt umferðar. Ekki sýnist Snorri hafa gengið saman mikið siðan vér sáum hann fyrir 30 árum. Hano er beinn og rösklegur enn, sem ungur væri, og getur brosað, þegar hann sér kunningja sína. Það var gaman að sjá hann — gamlan mann ungan. Hr. Finnbogi Finnbogason, frá Arnesi, kom að sjá oss, gamla kunn- ingja sína, og var kærkominn gest- ur, Það er æfinlega gaman að sjá framan i Finnboga. Kom hann með konu sina til lækninga. Sagði hann, að nú væri Iiflegra siðan brautin kom og vagnarnir væru farnir að reuna á henni, og nú væri margt léttara fyrir bændur. En eitt kVað hann margan vanta, og það væri fón á heimilin, þá et um hann hefðu bef ið, bæði í Breiðuvíkinnni og á Við ir, þar sem sveitaroddvitinn væri.—- Finnbogi biður að geta þcss, af hann kunni að dvelja hér nokkra daga með konu sinni, og getur hann þess, svo að vinir hans heima undr- ist ckki um hann. Falcons og Monarchs leika næsta mánudags- og miðvikudagskveld á óuditorium skautahringnum. Mun- ið það, landar, og fjölmenniðl “THE CALL OF DUTY" (skyldan kallar) er nýtt kvæði á enskri tungu eftir J. Hansen; en próf. S. K. Hall hcfir sett nótur við ljóðin. Bragur- inn er hinn saini og “Dengang jeg drog afsted”, sem svo oft var sungið af stúdentum á fslandi í fyrri daga. Visurnar anda ást tii föðurlandsins og lagið eftir S. K. Hall þykir gott, sem annað eftir tónlagasmið þann. Hvorutveggja er sniðið eftir dönsku vísunum og danska laginu, en þó fært í ameríkanskan búning. Til sölu fyrir 15 cents, sjálfsagt hjá Halldóri bóksala Bardal. Víðkunnur glímukappi, “Kid Ross”, frá Moose Jaw, hefir skorað á landa vorn Jón Hafliðason, hér í bænum, að þreyta glimu við ’sig. — Hr. Hafliðason hefir tekið hólm- göngunni, og skulu þeir glíma hinn fyrsta dag marzmánaðar í Good- templara húsinu. Báðir verða þeir að ganga á vog áður og má hvorug- ur þeirra vega yfir 140 pund. Glím- an fer fram að kveldinu til, og mun margur hugsa gott til skemtunar af að sjá leik þann.— Nákvæmari aug- lýsing i næsta blaði. Vér viljum ve"kja athygli manna, að samkomunni í únítara kyrkjunni á fimtudagskveldið kemur, 18. þ. m. Eins og sjá má á auglýsingunni verður þar ýmislegt á boðstólum, en aðal-númerið er þó kappræðan um íslenzkuna hér vestan hafs milli prestanna Rögnv. Péturssonar og Guðm. Árnasonar á aðra hlið og B. L. Baldwinsonar og Einars P. Jónssonar á hina. Þar kemur það til umræðu málið, sem landar hafa mest borið fyrir brjósti, — málið, sem þeir segja að sé sitt mesta hjartans mál; málið um það, hvernig bezt verði viðhald- ið hinni frægu fornu tungu þeirra, eiginlega öllum andlegum fjársjóð- um þeirra. Að halda þeim við eða glata þeim; eða halda þeim við svo lélega, að þeir glatist og týnist á fá- um árum, — það er nú spurningin. Það geta verið deildar skoðanir manna um þetta; það geta komið fram skoðanir um það, að þetta sé alt ónýtt og einskisvirði, eða lítils- virði, — það megi gjarnan glatast. En nú skal það þreskjast og skýrast á þessari samkoinu. Það getá komið fram margar aðrar skoðanir og stefnur. Það geta komið fram skoð- anir, að þetta sé alt farið, eða svo illa komið, að vér séum engir menn til að rétta það við; vér séum ekki færir um það, hvernig sem vér blás- um af sjálfum oss, og látum básúnur hljóma um eigin dýrð og andlega hæfileika. En þarna á nú að tala um þetta frá tveimur hliðum, og ætti að verða fult liús, ef möníium er nokkuð ant um þessi mál, eða þeir hafa nokkra hugmynd um, að mögu- Iegt sé að bjarga þeim. Ræðumennina þekkja vist flestir; þeir hafa oft komið hér fram á ræðupöllum, að minsta koSti þrír þeirra. Þarf þvi ekkert um þá að segja. En umræðurnar eru það, sem margan eldri manninn, að minsta kosti, mun fýsa að heyra. Fólk er beðið að taka eftir þvi, að Roasters þeir, sem Hoosier'búðin er að selja, eru $3.00 hver, en ekki $3.75, einsog auglýst var í síðasta blaði Heimskringlu. Hr. H. B. Einarsson, frá Kristnes, Sask., kom að sjá oss á mánudaginn. Verður hann hér nokkradaga, að leita sér Iækninga. Hr. Sigurgeir Pétursson, frá Narrows, Man., kom að sjá oss, og var að sjá sem ungur væri. Engu kviðu þeir þar og engar ógnir striðs ins óttast þeir, og einhuga eru þeir með Bretum og bandamönnum beirra, og óska að þeir sigri í voða- ;tríði þessu, og að ósköp þessi taki ;em fyrstan enda.— Mun það nú ’ara að verða flestum ljósara, hvað ’iermannavaldið og drotnunarhug- ir Þjóðverja þýðir, og ætti nú bráð- im að vera komin nægileg lexía fyr- ir heiminn í næstu 100 árin, svo að hann léti sér viti þessi að varnaði verða. A T V / N N A . Hjón geta fengið atvinnu út á landi, konan þyrfti að matreiða fyrir 6-7 menn og maðurinn að líta eftir úti verkum. Heimskringla vísar á. SKEMT/SAMKOMU hefir íþróttafélagið Sleipnir Þriðjudagskveldið, 23. Feb., 1915 í Good Templara húsinu, er hefst kl. 8 aS kveldinu. Til skemtana verða ýmsar íþróttir, svo sem leikfimi, hnefaleikur, Grísk-rómversk, Ensk og Islenzk glíma. ' Einsöngur Miss II. Friðfinnsson Einsöngur Miss M. Anderson KAPPRÆÐA—milli herra B. L. Baidwinson og Dr. S. J. Jóhannessonar um það, hvort sé áhrifameira í heiminum karl eða kona. DANS ASgöngumiSar verSa seldir í búSum B. Met- úsalemsonar og B. Árnasonar, og kosta 25c. MEDICAL. NURSB DUMAS—CONSULTATIONS for ladies on ailments and irregularities, free. 2-8.30. 408 Spence St., Winnipeg. NURSE DUMAS’ APPROVED TONIC. NURSE DUMAS’ MEDICATED UTER- ine Wafers. DUMAS' IMPROVED SPECIFIC. NURSE DUMAS’ REGISTERED UTER- lne treatment. $2.50, $3.00, $5.00. MATRIKONINE, A MOTHER’S TONIC. Dumas. $1.00, $2.00. DR. DUMAS’ CERTAIN CURE FOR the drink habit. $2.00 DR. DUMAS’ TOOTHACHE DROPS and simple remedy for Catarrh. 25e DR. DUMAS’ LUNG MEDICINE. 60c, $1.00 DR. DUMAS’ RED DROPS FOR MEN, Dumas No. 303. Dumas No. 706. Consultations free. All mail orders receive prompt attention. All formulas registered. 408 Spence Street., Winni- peg. KAPPRÆDA -----OG ADRAR SKEMTANÍR- verður haldin í Fyrstu Únftarakyrkjunni FIMTUDA GSKVELDID, 18. FEBRUAR PRÓGRAM: 1. —Ávarp forseta 2. —Piano Solo.....................Hra. Steingrímur Hall 3. —Comic Recitation...;................Herra John Tait 4. —Fíólín Solo...............Herra Vilhjálmur Einarsson 5. —Vocal Solo (Comic)................. .Herra John Tait 6. —Piano Solo...........................Miss Sigurðsson 7. —Kaþpræða—Umtalsefni: Ákvarðað að íslenzkri tungu vestanhafs sé betur borgið með stofnun íslenzkra kennara embætta við háskóla (Univers- ities) þessa lands heidur enn með stofnun alíslenzkra sérskóla. Sækjendur—Séra Guðmundur Árnason Séra Rögnv. Pétursson Verjendur — Herra B. L. Baldwinson Herra Einar P. Jónsson. Inngangur 25c Byrjar kl. 8 e.h. IVCnnAIVA VAHIAK fyrir Reykjavíkur skólahérað No. 1489. Kenslutímí frá 15. marz til 15. júlf, fjóra mánuði. Kennarl til- taki mentastig ásamt kaupi þvf sem óskað er eftir. Tilboðum verður veitt móttaka af undirskrifuðum til 1. marz. Rcykjavík P. O. Man., jan. 23. 19t5 A. M. FREEMAN, 22-29-p Sec.-Treas. KENNARA VANTAR fyrlr Lowland School No. 1684 frá L Marz til L Júlf, 1915. Umsækjandl tilgreini mentastig, æfingu og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- rituðum til 20. Feb. 1915. S. FINNSSON, Vidir P.O., Man. 21-29-u.p. Sec.-Treas. HERBERGI TIL LEIGU. Tvö herbergi til leigu, í nýju og góðu húsi, uppbúin eða óuppbúin, á mjög hentugum stað, mjög rými- legir skilmálar. Heimskringla vísar á- R-25 FYRIRLESTRAR hins íslenzka Stúdentafélags í Winnipeg. FIMTUDAGINN, 25. FEBRÚAR. Breytiþróun—(með myndum) Jóhann G. Jóhannsson, B. A. FIMTUDAGINN, 4. MARZ Strfðið—Þýðing þess frá þjóðmegunarfræðislegu sjónarmiði. Guðmundur Thorsteinsson, B. A. FIMTUDAGINN, 11. MARZ. Framþrónn Læknisfræðinnar— Brandur J. Brandsson, B.A., M.D., C.M. Fyrirlestrar þessir verða fluttir í Skjaldborg á þeim kveldum að ofangreindum. Byrja stundvíslega klukkan 8.30 e.m. Aðgöngumiði að öllum þrem fyrirlestrunum 50c Annars 25c að hverjum einstökum. HUNDRUÐ $$$ Gefnir í burtu. í Ijómandi fögrum og þarflegum verðlaunum fyrir aðeins fáar mínútur af yðar tómstundum til þess að hjálpa oss að innleiða vorn nýja og dásamlega “Little Dandy” Chocolate Pudding Ráðið þessa gátu og sendið oss ráðninguna með pósti ásamt pöntun yðar fyrir þrjá “Little Dandy Chocolate Puddings, og nafn matsala yðar og utanáskrift Hagið þessum 9 tölustöfum þann- ig að önnur röðin sé helmingi meiri en sú efsta og að þriðja röðin sé jafn há og fyrsrta og önnur röð til samans. N0KKUÐ NÝTT. “Little Dandy Chocolate Puddlngr’* er nýr og neflr aldrel verií bot5inn til sölu áöur. Hann er ekki þat5 sem væri hægt aö kalla “blanc mange" né heldur Jelly, en sundurliöun “Analysis” sýnlr at5 hann hefir frumefni sem eru í báöum þessum vinsælu eftirmötum. t»etta gjörir hann mjög smekkgott aukreyti með hverri máltíö auk þess er hann næringarmikill og heilsusamlegur og búinn til algjörlega eftir og í samræmi viö lögin sem fyrirskipa hreina fæöu, “pure food laws”. Vér vitum aö strax og þú hefir reynt hann þá brúkar þú hann stööugt og þaö er ástæöan til þess a3 viö erum aö gjöra þetta auka, sérstaklega góöa tilboö til þess aö fa þína fyrstu pöntun. Gleymdu ekki at5 hann er selaur meö þeirri ábyrgö, aö þú verður ánægður, annars veröur peningunum skilað til baka. Sendu pöntun þína í dag á?5ur en þaö er of seint. ökeyplx, gegn íyrntu pöntun þlnnl aóeina fikeypin. Hvert rétt svar verður sett í tómt umalag og avo verður það sett í insiglaðan kassa, þegar kapp- leikurinn er búinn þá verða svörin dregin úr kassanum, eitt og eitt í einu, og það svarið sem verður dregið fyrst, fær fyrstu verðlaun og svo framvegis. Allir þeir sem ekki fá verðlaun mega eiga von á óvæntri heimsókn sem verður þeim f hag. SKRIFIÐ UPP A ÞETTA EYÐUBLAÐ NÚ, AÐUR EN ÞAÐ ER OF SEINT. Klippið at um þessa línu. VERÐLAUN: I verðlaun, KITCHEN CABINET, verð $35.00 2. verðlaun—GRAMOPHONE, verð $25.00 3. verðlaun—MORRIS CHAIR, verð $15.00 4. verðlaun—WRITING DESK, verð $10.00 5. verðlaun—DINNER SET, verð - $5.00 6. verðlaun—/z doz. Silver Knives and forks verð. $3.00 EXTRA SPECIAL’ Vér höfum nýlfega gjört kaup vlfl vel- þektann línaðarmann aö kaupa af honum forláta góö skæri, og til þess að sannfwra þig um aö okkar “Chocolate Pudding” só einsgóöur og vi?5 segjum a?5 hann er þá ætlum viö aö gefa þér ein af þessum fyrlr- taks skærum, þau eru búinn til úr mjög góöu stali. “Jappaned” skeft meö mjög vönduðum frágangl, 7 þumi á lengd og á- byrgst aö vera góð. Smásölu verö á þeseum skærum er frá 35c. upp til 45c Vér blóöura aö gefa eltt af þessum áRwtu akærum ókeyp- Is gegn einr.i pöntun *»f tár þremtir “Litlle Dandy Chocolate Pudding.>*’ Upplagiö er mji'fr takmaruaö Reyrtd þú aö ná i eln. Pu veröur vol ánægöur.— 1 eyöu blaÖ17! nJ strax f>rjár umluðir af “IJttle Oandy Choco- late Puddtng” veröa teknar mat5 gátunni fyrir Stóru Verölauna Samkeppnlna The T. VEZINA MANUFACTURING Dept. B. 0 C0MPANY 8S5 SlfRRBROOKE ST. WINNIPEG, MAN. Sirs:— Send me three packages of “Líttle D&ndy” Chocolate Puddlng 25c. and fuil partlculars ofy our big prlze com- petltlon, and also 1 pair of shears. It ls understood that the Chocoiate Pudding wiil be delivered through my Grocer and the shears to be delivered by you free of all charge. Name Address. Grocer’s Name.. Grocer’s Address..

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.