Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTS. BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOCUE Wm. RENNIE Co. Limited 394 PORTAGE AVE. - . WINNIPEG Plowen telegraphed te &U p&rts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Mnin 194. Night and Sun- day Sher. MI7 2S0 DONALD STRfiET, WINNIPEO. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. MARZ 1915. Nr. 23 TIL ISLANDS! SIMSKEYTI FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík, 2. marz, 1915. Til Mr. Áma Eggertsson, Winnipeg. “Gullfoss” fer sína fyrstu ferð frá Reykjavík til New York 10. apríl Frá New York til Islands um 30. apríl; kemur við í Halifax um 2. maí. Fargjald á fyrsta plássi, New York til Reykjavíkur 250 krónur Halifax til Reykjavíkur 200 krónur Fargjald á öSru plássi, New York til Reykjavíkur 150 krónur Halifax til Reykjavíkur 100 krónur I fyrsta sinni senda nú Islendingar skip til Ameríku—beina leiS—enga króka, engar viðkomur eða tafir á Skotlandi eða Englandi. Enginn háski af tundurduflum eða neðansjáfarbatum, því að skipið leggur beina leið yfir sjóinn. Þetta er svo mikill heiður fyrir íslendinga heima, heiður fyrir hvern þann sem getur kallað sig Islending, að vér ættum að sýna það í einhverju. Og best gætu menn sýnt það með því, að fá sér far með skipinu og skreppa heim til gamla landsins, sjá það núna á sínum heiðursdegi, og finna frændur og vini, tíminn er góður, einmitt hinn vanalegi ferðatími til Evrópu. Og nú geta þeir verið með Islendingum alla Ieið. Ef það verður ekki skemtilegt! Fréttir frá Stríðinu. Af striðsfréttunum eystra sést það, að Þjóðverjar hafa ætlað að lemja á báðum endum á garðinum Rússa, þessum því nær 800 milna langa, bæði norðan til á Prússlandi og syðst i Bukovina. En á báðum stöðum hefir þeim mislukkast það. Norðurfrá sögðust þeir fyrst hafa drepið og fangað 60 þúsundir; svo urðu það 100 þúsundir, svo eitt corps, en í því eru að eins 45—50 þúsundir. Vér gátuin um herdeild þessa, sem haldið hafði uppi bar- daga í 9 daga, oft alveg umkringd; en hélt þó einlægt stanslaust austur þangað til allmiklar leifar hennar komust aftur til félaga sinna; og enn < ru þær deildir á leiðinni, sem hafa komist úr höndum Þjóðverja, en þeir heldur snemma talið fallnar eða fangaðar. Eins er það suðurfrá. Austurrík- ismenn biðu ennþá einn ósigurinn við Stanislav og Kolimea i Galiziu sunnantil, og urðu að flýta sér svo mikið á undanhaldinu, að þeir skildu e.'tir eða hlupu frá miklu af farangri sinum og fallbyssum, og wáttúrlega særðum mönnum. Fyrst byrjaði Austurriki striðið með 2,000,000 hermanna (tveim millíónum), en nú eru þeir flestir fallnir eða fangaðir, eða um 1,600,- 000, og nýjir, littæfðir menn, 17 ára drengir og gamlir menn, komnir i staðinn. Hafa þeir nú eitthvað 3Vi eða fjórar milliónir hermanna; en þeir eru engir menn sagðir á .nóti hinum fyrri. Og svo kemur nú sú fregn, að Rúmenar hafi kallað út varalið sitt og skuli það vera til taks 13. marz; en stúdentar á her- mannaskólum öllum, sem eldri eru, séu þegar teknir inn i hersveitirnar og hafi þeir fengið foringjastöðu þar. Kanada-liðið er farið að berjast, og er (átið hið bezta af framkomu þess. Það er ætlun stríðsfróðra manna, að til þess hafi Þjóðverjar núna gjört þessi hörðu áhlaup á Rússa að norðan og sunnan, að reyna að koma þeim til þess að sækja nú fast fram í miðjunni um Pólland. Þar var minna lið fyrir en áður, og hafi þeir ætlað Rússum að brjótast þar i gegn og ginna þá sem lengst til Ber- lín. En Nikulás sá við þvi og hefir ekki viljað vera • hlaupafifl þeirra, því að þeir hefðu óefað getað eyði- lagt þá, þó hann hefði haft millión manna í þeirri för, með því að koma á hann bæði að sunnan og norðan. Sagt er, að Danir séu nú að verða millíóna-eigendur i hópatali af verzluninni við Þjóðverja. Á því að selja þeim liesta græddu þeir 17 millíónir. Margar vörur hafa þeir selt þeim aðrar. En núna seinast eru Þjóðverjar farnir að kaupa alla hunda af þeim, sem þeir geta feng- ið; þeir hafa þá til slátrunar og búa til úr þeim pilsur; er sagt að allir menn verði grimmir, sem eti pilsur þessar. Og nú ætla Danir að fara að ala upp ósköpin öll af hundum handa Þýzkaranum. Það er sagt, að miklu meiri eftirspurn verði eftir hundakjöti en svínakjöti; þeim þyk- ir það einhvernveginn staðbetra, Þjóðverjunum, fyrir utan það, að þeir segjast verða svo fjörugir af því. Hellusund eSa Dardenelles. Hellusund er hið nafnkunna sund milli Marmarahafsins og Miðjarð- arhafsins. Þar fór Xerxes yfir með hinn mikla her sinn, er hann sótti Grikki heim. Sundið er mjótt, að eins míla ensk á breidd, þar sem þrengst er. Að vestan er tangi mjór eða háls einn, en að austan Asía. Hæðir og hólar eru beggja vegna, og sýnast vera snarbrattir bakkar niður að sundinu, nærri þverhnýpt- ir víða, og 100—300 feta háir. Kast- alar eru með öllu sundinu, en það er undir 50 milur á lengd. Viða eru kastalarnir beggja megin uppi á hæðunum. Bretar og Frakkar hafa verið að smá heilsa upp á þessar víggirðing- ar síðan í desember og þó einkum nú seinast. Hafa þeir brotið þá, sem syðstir eru, næst Miðjarðarhafinu, og á föstudaginn var héldu þeir inn i sundið, og sendu smá gufuskip á undan með vað á milli sín, til að draga upp sprengidufl Tyrkja; en létu skothríðina dynja til beggja hliða. En langt er ef til vill til þess, að þeir komist í gegn, því að tuttugu og fimm milur eiga þeir enn eftir þangað sem sundið er þrengst, og þar bíður Tyrkja flotinn þeirra; en einlægt má heita að röðin sé til beggja handa af kastölunum á hól- unum og bökkunum; en sprengivél- unum sáð um sundið einsog kart- öflum í akur, og þær þarf allar að draga upp áður en þeir geta áfram farið. Ein einasta sprengivél getur eyðilagt hið stærsta herskip. Eftir að þetta var ritað, sáum vér að Bretar og Frakkar höfðu haldið 14 mílur inn sundið með 40 her- skipum og voru komnir inn að staó þeim, sem Hortari heitir. Varð þá fyrir þeim kastali sá, er Intrepe heitir. Herskipin skutu á hann þangað til hann var allur brotinn; og var þá næst kastalinn Dardanel eða Dardanus. Hann þurfa þeir að brjóta, og annan rétt hjá á Asíu ströndinni. Þá eru enn einar 10 míl- ur til þrengslanna, og er sundið þar um mílu á þreidd. Er þar röðin kastalanna, hver á móti öðrum á eitthvað 6 mílna svæði eða vel það, og eru fyrstir Kale Sultanie (Asíu- megin) og Khilid Balir (Evrópu- megin), og svo hver af öðrum; er þetta ákaflega torsótt. En þegar svo er komið 6—7 milur þar norður, þá vikkar sundið aftur og verður einar 4 railur á breidd, og fáir kastalar, þangað til dregur norður undir Marmarahafið; þá koma kastalarnir aftur, og eru fyrstir Lapsaki og Chardak, að austan, en Galata og Gallipoli að vestan. Þá tekur við Marmarahafið. Á landi uppi eru tyrkneskar her- sveitir og stjórna þeim þýzkir her- foringjar; herlið þetta er sjálfsagt 50 þúsundir að vestan, en nokkuð færra að austan. Gjörir þetta herlið alt, sein í þcss valdi stendur, til að tefja þeiin bandamönnum ferðina og láta skothriðina dynja á þá ofan af hólunum og klöppunum. En Bretar og Frakkar sinna þvi ekki meira en flugnabit væri, nema hvað þeir senda þeim sprengikúlur, hvar sem þeir sjá þá í hópum, eða hafa fallbyssur. Queen Elisabeth, hið mikla nýja herskip Breta, fer á und- an; er það hið mesta herskip í öll- um heim, nýsmíðað (með 4 öðrum). Og hefir það hinar stærstu fallbyss- ur, sem á skip hafa komið: 15 þml. í þvermál fremra opið, og senda þær 1950 punda þungar sprengikúl- ur, eða sem næst ton á þyngd, og skjóta á 21 mílu færi og hitta, og verður flestum hætt, er fyrir standa, þar sem kúlan kemur niður.. Hafa Tyrkir engar byssur, sem geti náð þeim á jafn löngu færi. En hverri einustu fallbyssu Tyrkja verða bandamenn að velta um eða brjóta áður en þcir geti haldið áfram, og aldrei mega þeir fara á undan smærri skipunum, sem slæða upp sprengivélarnar. En komist þeir gognum sundið, er úti um veldi Tyrkja í Evrópu; enda biða nú lestirnar við sundið nyrðra Asiu-megin, til að taka Tyrkjasol- dán og alla hans vildarmenn og kon- ur eitthvað upp i Asíu. Hann vill ekki mæta Bretuin eða Frökkum núna, karlinn. — Fullyrt er, að Bretar hafi tekið tangann, þar sem hann er mjóstur, norðan við öll vígin, svo að þau gætu ekki fengið hjálp frá mikla- garði. HríSin á Blucher áður en hann sökk. Einn af mönnunum þýzku, sem var á Blucher, segir að það hafi verið ljóta hriðin þegar Bretar fóru að skjóta. Það var fyrst á eitthvað 12 mílna færi. Þeir skutu fyrst einu skoti og kom það aftan við skipið í sjóinn; svo rétt á eftir kom annað fyrir framan skipið, þá hið þriðja við hliðina. Og nú byrjaði hríðin; skotin komu úr háa lofti, einsog beint niður, og brutu og sprengdu, hvað sem fyrir varð. Þau brutu ká- etukappana, reykháfana; byltu um fallbyssunum, fóru i gegnum stál- þiljurnar og sprungu svo niðri í skipinu. Þau hittu rafurmagnsvél- ina og sprengdu hana i ótal stykki, svo að koldimt var i skipinu niðri. Engu kvikindi var líft. Uppi og niðri hnöppuðust menn saman í káetun- um, eða hinum ýmsu rúmum þar niðri; en sprengikúlurnar einsog leituðu menn uppi; þær fóru í gegn- um stálþiljurnar einsog gluggarúðu og sprungu svo niðri og tættu sund- ur mennina; en loftþrýstingin var sem fellibylur, og þegar loftið press- aðist út um göt og rifur, varð voða- legt óhljóða-org, sem ærði mennina, en alt kastaðist út í veggina. Einn maður var að ganga inn í skotfæra- búr, þegar ein sprengikúlan kom; hann var hálfur kominn inn, en þunga hurðin slóst á hann og marði hann eða kleip í sundur. Svo þegar Bretar komu nokkuð I nær, þá hættu skotin að koma ofan úr loftinu, en nú komu þau lárétt og fóru þvert í gegnum skipið, og svo fóru þau að koma neðar og neð- ar, niður undir sjávarmáli og neð- ar, og þá fór sjórinn að fossa inn. Fóru þá allir að flýta sér upp, þvi skipið var að því komið að sökkva. En er upp kom, sáum við, að hin skipin, sem undan komust, höfðu fengið sömu útreiðina; þau stóðu í björtu báli fram og aftur og mikið sigin í sjó, svo að lítið vantaði á, að þau færust líka. — Enda er sagt, að Vilhjálmur keisnri hafi ekki þekt þau, þegar hann kom að sjá þau. Vatnadrekinn bezta verkfaeriÍJ móti ne'Sansjávarbátum. Þegar menn fljúga á dreknm þess- um hinum brezku yfir sjónum, þo nokkuð hátt í lofti þá sjá menn langt í sjó niður, svo glögt, að hægt er að greina neðansjávarbátana, séu þeir ekki þvi dýpra niður, og geta þeir, sem appi eru, sent sprengikúlur nið- ur, og sé ekki straumur mikill eða hvika af stormi, hitt bátana, þó að þeir séu marga faðma niðri í sjón- uin. Þess vegna lætur Kitchener einlægt vatnadreka fara með hverju skipi, sem hermenn flytur yfir til Kvenréttindamálið. Málfundur verður haldinn í Islenzka Conservative klúbbnum, föstu- dagskveldið, 12 marz, kl. 8 í samkomusal Onítara. Umræðuefni fundarins verður kvenréttindamálið, sem nú er nokkuð tíðrætt um hér í fylkinu. H. M. Hannesson, lögmaður og Skúli Johnson, M.A. byrja umræður um málið, og svo talar hver af öðrum, sem óska. Menn eru beðnir að fjölmenna á fundinn og taka fjörugan þátt í umræðunum. Frakklands, og ætla menn, að þeir séu búnir að granda einhverju af neðansjávarbátum Þjóðverja; þá vantar að minsta kosti nokkra þeirra, og báturinn “U-9”, einhver bezti báturinn þeirra, er sagður far- inn; það hafa fundist flök úr hon- um rekin. Neyðaróp frá Islandi. Herra ritstjóril Hr. Karl Kuchler er óefað mörg- um lesendum kunnur, þar sem hann um síðustu áratugi hefir gjört sér aukaatvinnu úr því að þýða og hag- nýta sér á annan hátt rit islenzkra höfunda.. Meðal annars hefir hann ferðast dálitið hér um land og skrif- að fyrir Badecker leiðbeining fyrir ferðamenn um ísland, bygða að dá- litlu leyti á ferðum sjálfs hans, en að mestu leyti á ritum annara. Hann er einn af þessum “lslandsvinum”, sem blöð vor titla svo. Það nafn æ/íi að vera heiðursnafn fyrir þá út- lendinga, hvort heldur Þjóðverja eða aðra, sem með sæmd hafa til þess unnið; en tómur gæsalappa-tit- ill er það sumum útlendum færilús- um, sem reyna að nærast á islenzk- um molum annara. Hr. Kuchler hefir ritað grein í Brimar-blaðið “Weser Zeitung” og hefir þar að fyrirsögn “Neyðaróp frá íslandi”. Neyðaróp þetta segir hann til sín komið “frá djúphreld- um dyggum Þjóðverjavinum á ís- landi”. Hverjar þessar sárhreldu sálir séu, geta víst kunnugir ráðið í. Fyrst er í greininni inngangur með lofsorðum um andans auðæfi íslendinga, sem hann nefnir eina af fremstu menningarþjóðum heimsins Getur þess, að fjöldi fornra og nýrra íslenzkra rita sé til í fyrir- myndarlegum afbragðsþýðingum þýzkum(I( og að stærstu þýzku skáldin séu til i afbragðsþýðingum íslenzkum(II). Svo getur hr. K. þess, að á síðustu áratugum hafi \'áðverjar lagt undir sig( 1) verzl- un íslands að töluverðu leyti. Alt þetta segir hann vakið hafa mikla gremju og reiði Frakka og Breta, og þá ekki síður hitt, að þýzk- ir botnvörpungar voru farnir að hagnýta sér hinn óþrotlega fiskiauð í Islandshöfum. Frakkland hafi því fyrir nokkrum árum gjört út þang- að sendi-konsúl, sem með hjálp franskra banka hafi ætlað að ráðast i ýmisleg fjármálastórræði. Hins getur hann ekki, að allar þær lofU kastalabólur hafi sprungið og end- að með fjárprettum af hendi Bril- Iouins. — Bretar segir hann hafi um mörg ár verið að fást við að kaupa upp stórfossa landsins, sem séu stærstu fossar Norðurálfunnar, og nægi til þess að byrgja alt megin- land Norðurálfunnar með rafmagni. Eftir að stríðið var byrjað, hafi nú Bretar einnig gjört út hingað sendi- konsúl, en Þjóðverjar hafi ekki enn nema verzlunarkonsúl á íslendi, og sé hann ekki Þjóðverji, og segir hann að sér sé skrifað frá Reykja- vík, að þessi þýzki konsúll sé farinn þaðan burt, nú á þessum alvarleg- ustu tímum, hirði ekki um að vera þar, en sé farinn til Kaupmanna- hafnar til að dvelja þar, eins og hans sé vandi á hverjum vetri. Bréf- riti Kuchlers er sýnilega enginn vinur Thomsens konsúls, þvi að hann þegir um það, að hann hafi hér ávalt mann fyrir sig til að gegna konsúlsstörfunum; og hins getur hann ekki heldur, að Thomsen kon- súll hefir verið mjög iðinn að út- býta hér þýzkum stjórnarskýrslum og þýzkum blöðum. Þá minnir hann á það, að sæsim- inn hingað liggi yfir Hjaltlandseyj- ar og sé stöðin þar undir ströngu eftirliti ensku stjórnarinnar, og eng- in skeyti fáist send til íslands né þaðan nema á ensku, svo að “vesal- ings lslendingar” hafi ekki í annað hús að venda um fréttir af striðinu, en i enskar skýrslur, sem séu svo troðsteyttar af lygum, að hárin rísi á höfði manns. Enska sendikonsúln- um hafi líka tekist að stofna í Rvik “aðalútsölu” á myndum(II), sem hann (konsúllinn) hafi listilega log- ið upp, og þar séu og útbreidd töfr- andi og hrifandi ensk “lyga-stríðs- timarit” með myndum, og ýmis af hinum stærri ensku blöðum, og þeta efni sé svo daglcga útbreitt með risastóru letri í islenzku blöðunum, sem áreiðanlegur sannleiki. En nú hafi fyllilega áreiðanlegur vinur sinn í Reykjavík skrifað sér, að brezka stjórnin sjálf hafi heimul- lega tekið að sér útgáfu islenzka “Morgunblaðsins”(I!l), og sé það þannig stutt með ensku gulli til þess að “upplýsa” ina “aumu ís- lendinga” með sérstaklega stór- skornum svívirðilegum brezkum lygafregnum(II). Loks segir hr. Kuchler, að sendi- konsúllinn brezki gjöri sér far um, að kynnast því, hverjar vörur hing- að til hafi aðallega flutst frá Þýzka- landi til Islands, svo að Bretland geti birgt lsland að þeim vörum meðan á stríðinu stendur, og vænt- anlega síðan bolað Þjóðverja frá þeirri verzlun. Þetta þykir herra Kuchler kóróna allar brezkar svi- virðingar. Þá getur hann þess, að brezk blöð og tímarit séu mjög útbreidd um alt fsland, og nefnir hann ein átta af þeim til dæmis. Þessu sé neytt upp á vesalings íslendinga, og þeir hljóti að trúa öllum þesum hroðalegu lyga- sögum um grimd og svivirðingar Þjóðverja, með því að þeir eigi á fá- um öðrum skilrikjum kost. Hr. Kuchler hefir, þvi miður, ekki átt vel áreiðanlega bréfavini hér i Reykjavík. Eg veit ekki til, að nein- um enskum blöðum eða timaritum hafi verið útbýtt ókeypis hér; en aftur hefir rignt yfir menn hér mesta syndaflóði af þýzkum blöð- um og ritlingum, bæði frá hr. Kuch- ler og öðrum. Vér höfum ærinn forða af þýzk- um, dönskum, norskum, sænskum og amerískum blöðum, og höfum yfir höfuð eins góð tæki á að mynda oss rökstudda skoðun um stríðið og tildrög þess, eins og hver önnur hlutlaus þjóð. Af því að eg veit ekki, hvort hr. Kuchler hefir sent yður þessa grein sina, eins og svo mörgmn öðrum, þá dettur mér í hug, að bjóða yður þennan útdrátt úr henni, meðal ann- ars til þess þér sjáið, hverju eina bréfvinur hr. Kuchler’s leyfir sér að Ijúga á yður á bak úr skúmaskoti nafnleysisins. Yðar Jón ólafsson. * * * Ofanrituð grein er tekin úr Morg- unblaðinu í Reykjavík, dags. 24. janúar sl. Daginn eftir svarar rit- stjórinn áburði hr. Kuchlers á þessa leið: — Karl Kuchler'. Það mun með öllu óþarft að skýra lesendum frá þvi, hver þessi “ís- landsvinur” Karl Kuchler er. Hann hefir ferðast hér um land nokkrum sinnum — sníkt sig bæ frá bæ og jafnan notið meiri gestrisni víða en alment tíðkast um erlenda ferða- menn. Þegar bann hefir komið heim aftur, til smáþorps suður í Þýzka- landi, þar sem hann er kennari, hef- ir hann notað frístundir sínar til þess, að rita blaðagreinar og pésa um íslandsferðir sinar. Þessar blaða greinar hafa oft vakið töluverða eft- irtekt manna, sem lslandi eru kunn- ugir, fyrir það að þær hafa flestar að meira eða minna leyti verið óná- kvæmar. Lyga og róggrein Kuchlers i Wes- er-Zeitung, sem getið var um hér i blaðinu i gær, hefir vakið töluverða eftirtekt hér i bænum. Vér þurfum ekki að taka það fram, að áburður hans á Morgunblaðið er helber ó- sannindi. Fréttina segist hann hafa frá áreiðanlegum manni hér i Rvík. Vér ætlum ekki að leiða neinum getum að því, hver þessi “áreiðan- legi bréfritari” er. En þangað til Kuchler ritar oss og tjáir oss hver sé heimildarmaður sinn, liggur nærri að ætla,( að greinin sé sprottin af hans eigin vanþekkingu og sé enn eitt dæmi um, hve óráðvandur þessi “Islandsvinur” er i frásögnum sín- um um það, sem gjörist hér á landi. Engjavísur. Páll ólafsson: Ljóðmæli II., bls. 52— 53. Reykjavik 1900. Hér hef ég þér hvílu búna hjartaS mitt er svæfill þinn; þína fögru limu lúna legSu nú viS faSmmn minn. Gef mér sætu svefnkossana, sem þú nú á vörum ber; þá skal ég minn sönginn svana syngja glaSur fyrir þér; syngja þér um ást og yndi, æsku-vor og hjartans friS, alt á meSan lék í lyndi r og lífiS brosti okkur viS; syngja um missi sona minna, sem ég trega dag og nótt, ást og svölun augna þinna, er mér gefa líf og þrótt; kveSa þér um svefninn sæta sem nú liggur fyrir mér og eg muni aftur mæta í eilífSinni fyrstur þér. Þá skal sál mín syngja’ á strengi sælli’ en hér á dauSans strönd, þegar mína’ og þína drengi og þig eg leiSi mér viS hönd. Engjavísur. (Páll ólafsson: Ljóðmæli II., bls. 52—53). Behold I have a bed prepared for thee, Thy bolster my breast; Let thy fair limbs by me embracéd be, Relax here and rest. O, grant me all the kisses sought so long Thy lovely lips bring, And blessing thee my being’s soulful swan-song All biissful 1*11 sing. ril sing to thee of love and ease enjoyed In youth’s hopeful years, When our lives seemed by sorrow unalloyed And showed smiles, not tears; 1*11 sing my sons I mourn through all my days’ And nights’ dreary length; 1*11 sing thy orbs whose love light griefs allays And lends life and strength. I’Il sing too of the slumber sweet Now fatéd for me, And of my promise first of all to meet — Immortalized — thee. Then shall my musing soul touch happier strings Than here on death’s strand, When I. o’erjoyed, thee and our offsprings Shall lead by the hand. Skúli Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.