Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 8
BLS. * HEIMSKRINGLA WINNIPEG. 4. MARZ 1815. *---------------------------* Or Bænum 1 r-------------------------* Frá Nýja íslandi komu þeir að sjá oss: Gísli kaupmaður Sigmunds- son og þeir þræður Rögnvaldur Vi- dal og Gestur Vidal, allir frá Hnausa P .O.Segja þeir alt hið bezta, einsog allir Ný-íslendingar. — En mjög sögðu þeir inenn þar óánægða yfir fréttagrein úr Nýja íslandi í Lög.- bergi, er staðhæfir, að vissar teg- undir af fiski hafi lækkað úr öll-i hófi. Því hið sanna sé, að aldrei hafi verið borgað ineira fyrir fisk en ein- mitt nú, og aldrei komið jafn mikill fiskur inn af vatninu einsog einmitt nú, að vetri til. Vatnið hefir því ver- ið sannarieg auðsuppspretta fyrir landa þá, sem þar búa; enda eru þeir óþústaðir núna, sem betur fer. Næsta mánudagskveld, 8. marz- mánaðar, verður spilað um Tyrkj- ann á spilafundi íslenzka Conserva- tive Klúbbsins, í samkomusal Úní- tara. Hr. Ásmundur P. Jóhannsson gefur hann. Náði honum einhvers- staðar. En Tyrkinn er nú í flokki ó- vinanna, og ættu sem flestir að vera fúsir til að ganga í skrokk á honum, sem sagt cr, og slíta hold frá beini. Hann hefir Iengi illur verið. Þessir komu nýlega til borgarinn- ar úr Nýja Islandi: Björn B. Jóns- son og Jón B. Jónsson, frá Mýrum; Vilhj. Árnason, Sigurður Kristjáns- son með konu sinni og Magnús Hólm, allir frá Gimli. Flestir eru þeir fiskimenn og voru að hrista úr sér kuldann af sunum. Allir láta vel yfir aflanum. Sumir höfðu 7 menn við veiðarnar og drógu allir fjörugt fiskinn og allan gátu þeir selt hann. Það hefir verið matarlegt hjá ein- hverjum þeirra núna, nokkuð mat- arlegra en á steinstrætunum hérna í Winnipeg. Ekki fengum vér að sjá nema fáa þeirra; þeir eru orðnir feimnir Ný-íslendingarnir, og hefðu menn ekki trúað því um þá í fyrri daga. Ókeypis samkoma verður haldin í Goodtemplarahús- inu fimtudaginn 18. marz, kl. 8 e. h., undir umsjón stúknanna Heklu og Skuldar. Beztu ræðumenn, sem Winnipeg á völ á, koma þar fram, og auk þess verða þar upplestrar, einsöngvar, fjórsöngvar og fleiri skemtanir. Alt á íslenzku. — Aug- lýsing í næsta blaði. Leiðrétting. — Fólk er beðið að athuga, að undir greininni “út á land”, sem prentuð var hér í blað- inu, átttu að standa stafirnir en ekki J.H.J. Það er vonandi, að það verði hús- fyllir á næsta fyrirlestri Stúdenta- félagsins, sem haldinn verður á fimtudagskvcldið þann 4. þ. m. i Skjaldborg, og byrjar kl. 8.30. Efni það, sem fyrirlesarinn hefir valið, má heita að sé það eina mál á dag- skrá i öllum heiminum, sem nokk- urs sé varðandi, nefnilega Stríðið. Aðallega verður þetta mál rætt frá þjóðmegunarfræðislegri hlið, og megum vér vænta hins bezta af hr. Guðmundi O. Thorsteinssyni, sem gjört liefir þetta að sérfræðisn'im: nokkur undanfarin ár. Látið ykk- ur ekki vanta l Skjaldborg næsta t im tudagskvetd I Hr. Jón Vopnfjörð mjólkursali er nú kominn alfluttur til borgarinnar og byrjar aftur mjólkursölu sína; hann býr í St. James, en keyrir hér um vesturbæinn sem áður. Ungmennafélag Únítara heldur fund fimtudagskveldið í þessari viku, á venjiriegum stað og tíma. — Meðlimir eru mintir á að mæta. Næsta sunnudagskveld verður umræðuefni í Únítara kyrkjunni: llefir hinn sögulegi kristindómur aukið frið og sátt miUi þjóðanna? — Allir velkomnir. Dáin fimtudaginn—kl. 5 að morgni — 25. febr. 1915 Sigurlaug Lindal, kona Benedikts Lindals, 378 Sim- coe St. hér i bænum Hún dó á al- menna sjúkrahúsinu. Banamein hennar var hcilablóðfall. Jarðarför- in fór fram frá heimilinu 27. s. m., að viðstöddum mörgum vinum og vandamönnum. Síra F. J. Bergmann hélt líkræðuna. SafnaÖ arfun dur verður haldinn í únltara kyrkjunni eftir messu næsta sunnudagskveld, 7. þ. m. Safnaðarfólk beðið að fjöl- mcnna, því áríðandi málefni verð- ur til meðferðar. Björn Pétursson, forseti. Bréf á skrifstofu Heimskringlu:. Th. Oddson Joseph Johnson S. E. Eyfjord Kristján G. Snæbjörnsson frá Patreksfirði. Miss Liilie Burns Miss Halldóra Ásgeirsdóttir H. S. Helgason. G. L. Halldórsson. Mis Sigurborg W. S. Davíðsson. Miss Þ.Valgerður Friðriksdóttir Mrs. Kristiana Hafliðason. Mrs. Rósa Goodman. Miss Sarah Johnson, 4 bréf. A. B. Sigurðsson, 3 bref. Mrs. Margrét Arngrímsson. Þeir, sem bréfin eiga, vertSa að sækja þau hfö allra fyrsta, annars vcrða þau send á dauíSra bréfa pósthúsfö. Sum þeirra hafa ver- iS auglýst hvaS eftir annaS, og þa8 er sem enginn vilji sinna því aS vitja þei'rra. Tveir ungir íslendingar eru nú að ganga i herinn, til að berjast fyr- ir Breta og Canada; þeir eru nú að láta skoða sig, hvort þeir séu færir. Það eru þeir Sigurgeir Stefánsson óg Sigurgeir J. Austmann, báðir úr Geysir bygðinni í Nýja íslandi. — Búist er við, að þeir fari í Fort Garry Horse. — Heimskringla óskar þeim tli hamingju og heiðurs. Einnig höfum vér heyrt að Árni Davíðsson hér úr Winnipeg sé kom- inn í herinn, og munu þeir fleiri þar landarnir, en menn vita um. FYRIRLESTUR. hélt Jóhann G. Jóhannsson um breytiþróunarlögmálið 25. febrúar í kyrkju Skjalborgar-safnaðar, og var hann mjög fámennur; og er það illa, að þeir fáu mentamenn vorir, er til sín láta heyra opinberlega, skuli ekki fá næga aðsókn; það bendir ekki á fróðleiksþrá, sem þó íslendingum er jafnaðarlega hælt fyrir. Auglýsingin um umtalsefnið hefði átt að vera nægileg til að fylla húsið. Fororð hafði Jóh. fyrir lestrin- um, er sýndist vera velvirðingar- bæn á þvi, að halda vísindalegan fyrirlestur í kyrkju. Hann kvað vísindi og trúbrögð ó- samrýmanleg, og væri hvorttveggja gott út af fyrir sig; en aðeins fávís- ir menn, er nokkurntíma blönduðu þessu saman, eða reyndu að sanna eða ósanna hvað með öðru. Sem dæmi um þessa fávitringa taldi hann Voltaire, Thomas Paine og Ingersoll, og kvað hann þessa menn hafa gjört “mikið ilt”. Hann þóttist hafa þetta eftir Paine: “Eg vissi ekki nógu mikið og því varð eg van- trúarmaður”. Margt mætti segja um þenna bæn- arstúf, en það skal ekki gjört Imr, að sinni, — aðeins vil eg segja, að vel gæti eg unnað íslendingum þess, að eiga einhverntima aðra eins menn, og vantrúaður er eg á, að sá visindamaður, sem segir, að Vol- taire, Paine ág Ingersoll hafi gjört ilt i heiminum, hafi nokkurntíma lesið þessá höfunda að gagni. E’yrirlesturinn sjálfur var líkur því, að hann ætti að vera byrjon á fyrirlestraflokk. Var þar fljótt yfir sögu farið, og ekki eins nákvæmleg i sagt frá einsog hjá Þorvaldi Thor- oddsen í gömlum Andvara, þar sem hann talar mjög svo greinilega um sama efni fyrir eitthvað 20 árum siðan. , Ekki er þetta sagt til að niðra fyrirlestrinum; að eins bending til þeirra, er kynnu að vilja lesa meira um sama efni, sem er mjög viðfangs- mikið, og lítið hægt um það að segja i einum stuttum fyrirlestri. Myndir voru sýndar af útdauðum dýrum, af mörgum tegundum, og skýrði fyrirlesarinn þær jafnóðnm og þær birtust á tjaldinu. Óskandi væri, að aðsókn yrði betri næst. Svb. Arnason. Dr. MOes’ Nervine Iækna'Si mína konu af flogum og þér værl Anægja »15 sjá breytlngnna sem á hennl hefir ort5it5. Þegar eg sendi syni okkar I Texas mynd af mótS- ur sinni eftir at5 hún Baft5i brúkab Dr. Allles metSal, þá Kat hann ekkl trúati þvi fyr en eg var búlnn at5 fullvisaa nann í annats slnn. WALTER P HALL, ELIZA J. HALL, 686 Court 8t., Brooklyn, Uass. Dr. Miles’ Nervine brtur sannað sitt gagn, hundruðum , sem hafa kvalist einsog Mrs. Hall. íteðal sem orsakar það að maður kvíllst vel í svefni, og sem stöðvar taugakerfið er best fyrlr tauga veikl- aða. svo sem nlðurfallssýki, flog og St. Vitus velki. Dr. Miles Nervine heflr sannað með 25 ára reynslu sinn verðlelka sem meðal vlð tauga stúkdómum. Selt með þelrri á. bvigð að peníngunum verður skilað aftur ef fyrsta flaskan bætir ekki. Fáanlegt hjá öllum lyfsölum. I OKTTD tllbotl merkt "Por Mounted L- Pollce Provlslons and Llght Sup- plles, Provlnces of Alberta and Saskat- chewan,” og árltutS til undlrrltaBs, ver15ur veltt mðttaka upp at5 hádegl mitSvlkudaginn, 17. marz, 1916. Prentut5 eytSublötS sem gefa upplýs- Ingar um hlutina, og upphætS af hverj- um, fást á hvatia ‘Mounted Pollce Post’ I fylkjunum, et5a á skrifstofu undlr- rltatSs, Enginn tllbotl vertSa tekln tll grelna nema þau séu skrifuti á þar tll prent- uts eyöublötS. Ekkl nautSsynlegt atS lægsta et5a nokkru tllbotSI sé tekitS. VitSurkend Canadlsk bankaávlsun fyrir 5 prósent af upphætS þeirrl sem tilbotsiö sýnlr vert5ur atS fylgja hverju tilbot51; þeirri upphæt5 tapar svo um- sækjandi ef hann neitar at5 standa vit5 tilbot51t5, sé þess krafist, etSa á annan hátt ekki uppfylllr þær skyldur sem tllbotSitS bindur hann til. Ef tll- botSinu er hafnat5 vertSur ávisanln send hlutatielganda. LAWRENCE FORTESQUE. Comptroller. Ottawa, 16. man, 1916. 23-09 —74674 FYRIRLESTRAR hins Islenzka Stúdentafélags í Winnipeg. FIMTUDAGINN, 25. FEBRÚAR. Breytiþróun—(með myndum) Jóhann G. Jóhannsson, B. A. FIMTUDAGINN, 4. MARZ Strfði'S—Þýðing þess frá þjóðmegunarfræðislegu sjónarmiði. Guðmundur Thorsteinsson, B. A. FIMTUDAGINN, ll.MARZ. Framþróun Læknisfræðinnar— Brandur J. Brandsson, B.A., M.D., CM. Fyrirlestrar þessir verða fluttir í Skjaldborg á þeim kveldum að ofangreindum. Byrja stundvíslega klukkan 8.30 e.m. Aðgöngumiði að öllum þrem fyrirlestrunum 50c Annars 25c að hverjum einstökum. Fjölmennfö á næsta Stúdentafélags fund, sem haldinn verður í sunnudagaskóla- sal Fyrstu lútersku kyrkju laugar- dagskveldið þann 6. þ. m., byrjar kl. 8. — Þetta verður bæði starfs- og skemti-fundur. Starfsmálin, sem fyr- ir þenna fund verða lögð, eru mjög þýðingarmikil fyrir framtíð félags- ins og þurfa því að vera hugsuð og rædd til hlýtar. Ennfremur verður skemtiskráin og annað, sem þar verður boðið, valið að vanda. Ritari. Hr. J. K. Jónasson, frá Dog Creek P.O., Man., kom að sjá oss, og lét hið bezta af öllu þar. Þeir vita ekki af stríðinu, nema hvað þeir heyra dyninn, dynkina og brestina, sem hljóma nú um allan heim. En það er verið að berjast fyrir þá einsog aðra núna, fyrir konur þeirra og hörn og velferð afkomenda þeirra. KENNARA VANTAR _ ^ Tvo kennara vantar við Norður- Stjörnu skóla No. 1226, fyrir næsta kenslutímabil, sex mánuði, frá 1. maí til 1. des. Frí yfir ágústmánuð. Annar kennarinn þarf að hafa 1. eða 2. “Professional Certlficate”. Tilboðum, sem tiltaki kaup og æf- Ingu við kenslu, verður veltt mót- taka af undirituðum til 1. apríl, næstkomandi. Stony Hill, Man., Feb. 15. 1915. G. JOHlfSON, 26-29-U Sec’y-Treas. TIL LEIGXJ Stórt framherbergi, i tvennu lagi, á mjög hentugum stað — rétt við lornið á Sherbrooke og Sargent Ave. —Sérstaklega þægileg herbergi fyrir tvo karlmenn, annað gæti verið brúkað fyrir svefnherbergi, en hitt fyrir stofu eða office. Telephone og öll þægindi i húsinu. VICTOR B. ANDEBSON, 623 Sherbrooke St. Telephone Garry 270. Hr. Björnúlfur Thorlacíus málari er farinn til Ninette, Man. Ekki þó til lækninga á tæringarhælið, held- ur til þess að mála það og skreyta, innan og utan. Verður hann þar eina 4—5 mánuði. Mikleyingar komu nokkrir hing- að til borgarinnar, þar á meðal Vil- hjálmur Sigurgeirsson og Þorsteinn Helgason; og gleður það oss að vita, að gömlum kunningjum Hður þar vel. Kappspilinu, sem Liberalar og Conservatívar háðu í samkomusal Únítara 1. mar^, lauk þannig, að Liberalar unnu, höfðu 137 vinninga, en Conservativar 132. Á Menningarfélagsfqndi í kveld (miðvikudag) flytur Dr. Jón Stef- ánsson fyrirlestur um læknisfræði- legt efni, í únítara kyrkjunni. Samkoman í Skjaldborg á þriðju- dagskveldið (söngsamkomap endur- tekin) var í bezta lagi, húsfyllir og allir hæst ánægðir; væru liklcga fús- ir til að koma í þriðja sinn. Þessi samkoma er að margra dómi sú hin bezta, sem verið hefir hjá íslending- um hér í vetur. Fangnir Þjóðverjar á Bretlandi. Sem dæmi upp á meðferð Breta á Þjóðverjum má geta þess, að eitt hið fegursta höfðingjasetur Breta, Donington höll, hefir verið tekið til að geyma þar þýzka herforingja. — Eitthvað 300 þýzkir herforingjar eru þar. Höllin er í Trent dalnum, og er hin skrautlegasta, með stór- um sölum; herbergin eru úr skygnd- um viði, eik o'g álmi, með baðhús- um og þægindum öllum, og skemti- göngum undir hundrað ára eikar- trjám. Þar eru læknar og þjónar, að líta eftir þeim. Drykkjustofur og reykingarstofur eru þar, og geta þeir keypt þar bjór og vín af hvaða teg- und, sem þeir kjósa. Þeir hafa þar þýzka þjóna, þýzka rakara, sem herteknir hafa verið. Þýzka rétti hafa þeir á borðum. Þýzkur prcstur les yfir þeim á sunnudögum, og alt er gjört til þess, að láta þeim líða sem bezt. STORKOSTLEG SALA Á HÁRLOKKUM (búrtir til eftir pönturi) Fléttur, 32 þuml. á lengd, sem kosta Q Q vanalega $ 15.00, kosta nú aðeins. , 0 U • Ef vér höfum ekkl yt5ar hárallt, munum vér fyrlr stuttan tima, búa tll sérstakiega, fléttur sem samsvara hárl yt5ar. Skrlflegum pont- unum sérstakur gaumur gefin. Skrifið eftir vöruskrá MANITOBA HAIR GOODS CO. M. Person, Ráðsm. 344 Portage Avenue, Winnipeg VIDUR 1500 KORÐ Beztu tegund af þurru TAMARAC Sagaðir endar afhent hvar sem er I bænum $5.00 Hvert Korð INLAND TIMBER & C0NSTRUCTI0N Co. LIMITED Yards: 152 Paciiic Avenue OflQces: Suite B Bank of Nova Scotia -PHONE MAIN 1873- Eatons nýju Bæklingarnir Fáðu þessa nýju matvöru verðskrá og Iækkaðu þar með lifnaðar kostnaðmn. Ef þú ætlar að kaupa matvöru eða fræ fyrir blóm eða jarðávextl þetta vor þá ættir þú að fá þcnnan bækling. Hann mun hjálpa þér Btórkostlega að velja og verður þér stórkostlegur sparnaður. SENT ÓKEYPIS EF ÆSKT. Vantar þig nokkurn af þessum Eaton Bæklingum? Við gefum út sérstaka bæklinga eins og hér sýnlr fyrir neðan. Ef þú kærir þig um að fá einhvern þeirra þá gjörðu X fyrir aftan þann sem þig vantar, og kliftu auglýsinguna úr blaðinu og sendu hana til okkar. Skrifaðu einnig nafn þitt, heimilisfang og fylki 1 eyðurn- ar sem til þess eru ætlaðar hér fyrir neðan, og við skulum senda þér ókeypis hvern þessara bæklinga sem er. Harness Plows Wagons Mowers and Rakes Seeders and Cultivators Harrows Gasoline Engines Incubators Buggies Cream Seperators Prairie Breakers Windmills and Pumps Pumping Outfits Invalid Chairs Pressure Water Systems Lumber and Bulldlng Materlals Baby Carriages Groceries In 25.00 lots Name Post Office Province 18 *T. EATON WINNIPEG - CANADA Fimtudaginn 25. febrúar síðastl. lézt hér í borginni ekkjan Pálína Vigfúsdóttir Einarsson, frá Seyðis- firði, að heimili dóttur sinnar, Mrs. D. J. Moony, og fór jarðarförin fram á mánudaginn frá Tjaldbúðarkyrkj- unni. — Hennar verður minst nán- ar í næsta blaði. TIL FISKIMANNA Ársfundur fiskimanna sam- bandsins verður haldinn að Gimli (í' Valhöll) mánudaginn, 22. Marz, 1915, Byrj’ar kl. 10 f.m. A. S. ISFELD, skrifari. 22-2-15 BAND CONCERT Riverton Band heldur söngsamkomur í kirkjunni í Riverton, Icelandic River, 16. og 18. marz, 1915. Byrjar kl. 8.30 e.h. Inngangur fyrir fullorðna 35c. fyrir börn innan 12 ára 25c. PROGRAM Iceland’s Millenial Hymn....................Sveinbjörnsson Band Hero of the Isthmus March............................Lampe Band Violin Solo............................................... ó Thorsteinsson Devotion Serenade.............................Mackie-Beyer Band Trombone Solo, Cujus Animum............................... Guí5m. Björnson Belle of New York, March.......................Tom Clark Vocal Solo................................................ H. J. Eastman Bright and Gay, Overture.....................Mackie-Beyer Band Violin Solo............................................. ó Thorstelnsson Der Frieschutz Selection.................C. M. von Weber Band Trombone Solo, Victorian Polka............................ GutSm. BJörnson Bombasto March................................O. R. Farrar Band Vocal Solo........ ....................................... H. J. Eastman Daisies Won t Tell, Waltz Song........... , Anita Owen Band Violin Solo............................................... ó Thorstelnsson Lygia Overture...............................Mackie-Beyer Band Trombone Solo, Sleep Little Baby of Mine.................. GutSm. BJörnson Homeward Bound March.........................Daniel Finelli God Save the King.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.