Heimskringla - 11.03.1915, Síða 1

Heimskringla - 11.03.1915, Síða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS. BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 POR CATALOGUE Wm. RENNIE Co„ Limited 394 PORTAGE AVE. - WINNIPEG Flowers telegrraphed to all parta ot the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Maln 104. Nigrht and Sun- day Sher. 2(i<(7 2S0 DONALD STREET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 11. MARZ 1915. Nr. 24 Það gengur lilið núna meS strið- i8. Þeir berjast einlægt við og við *un skotgrafirnar á Frakklandi og í Belgíu, en engir eru þar stórbar- dagar. — Nú eru Canadan'ennirnir koninir á vigvöllinn og farnir að berjast við Þýzkarann. Princess herdeldin fyrir noklcru; og 90. her- dcildin hér frá Winnipeg er farin a8 sjá framan í þá líka. Þykja Can- ada menn sýua af sér hreysti og hugprýði, sem þeir, er beztir eru. Prinsessu flokkurinn var látinn gjöra áhlaup á skotgrafir Þjóðverja og fórst þeim vel, náðu gröfunum, en hinir flýðu; siðan sprengdu þeir upp grafirnar, svo að hinir gætu ekki notað þær aftur. — Allir Can- ada menn, sem yfir sundið eru komnir, hafa verið i skotgröfunum til skiftis. Lítið hefir fallið af liði þeirra, og enginn íslendingur enn sem komið er. Frakkar sprengja opp puðurmyllu Enn flugmaður Frakka, Heppe kapteinn, flaug yfir landamæri Þjoð- verja og inn á land þeirra við Nec- kar ána, vestan við skóginn Myrk- við, sem kallaður er, þangað til hann kom yfir púðursmiðjur þeirra i bæ þeim, sem Rothwell heitir; er þar einhver hin mesta púðursmiðja á öllu Þýzkalandi. Svæði þetta eða Myrkviður (Schwarzwald) eru skóg arhálsar austanmegin við Rin fljót- ið og liggja norður og suður á landa- mærum Baden og Wurtembergs, en það er austur af Elsas. Þarna rendi hann sér niður, er hann kom yfir hálsana; en bærinn Rothwell stend- ur austan í þeim, og hefir flugmað- urinn ekki sézt fyrri en hann var kominn beint yfir bæinn og verk- smiðjurnar. Þarna rendi hann sér niður, þangað til hann var ekki ncma 15 hundruð yards yfir púður- smiðjunum. Fór hann þá að losa um sprengibelgi sína, og lét þá fara niður einn af öðrum. Þeir eða eitt- hvað ef þeim hittu púðursmiðjuna, því að vörmu spori sprakk hún með dunum og dynkjum miklum; en flugmaðurinn fór að hraða sér yfir Rínfljótið aftur og komst til herbúð- anna heill og ósærður. Litlar sögur fara af þýzkum flugmönnum. Af þýzkum flugmönnum fara litl- ar sögur, að undanteknum Zeppe- linunum. Er þó talið áreiðanlegt, að snemina i stríðinu hafi Þjóðverj- ar haft ð minsta kosti 1,500 flug- dreka af ýmri gjörð og æfða flug- menn á ölium, þvi að þeir voru búnir að búa sig undir stríð þetta. Bretar voru litt æfðir og höfðu fáa flugdreka; en þ '* sóttu á, og hve- nær, sem þeir mæta Þj^ðv rjum i loftinu, bera þeir hærri hlut, og eins er um Frakka. “Dísa” gamla sekkur fyrsta neÖan- sjávarbát ÞjóÖverja og fær $5,800 fyrir. Það var kolaskip eitt, sem Thor- dis heitir, sem hafði orðið vart við neðansjávarbát þenna við Beechy Head. Hann kom upp nokkuð fyrir frainan kolaskipið og sendi því óð- ara sprengivél, en skrið var á skip- inu og gat það snúið úr vegi og stefndi beint á neðansjávarbátinn; en hann gat ekki komist undan og reyndi þó að stinga sér í kaf. En Disa herti sig og rann á liann og mölvaði hann. En um leið snöri hún nokkuð kjöl sinn og braut af skrúf- unni, er hún fór yfir bátinn. Enskir sjómenn kalla neðansjávarbátana tinhvali. Og hefir hval þeim víst ekki skotið upp síðan, heldur hefir hann til botns sokkið. En Disa tölti heim og gekk eftir verðlaununum, sem búið var að heita hverju skipi, or fyrst grandaði forynjum þessum — “tinhvölunum”. — Fleiri neðansjávarbátum hafa Bretar sökt en þessum, og eru þeir taldir 6 alls, sem sökt hefir verið, og eitthvað fleira hefir farist, sem menn ekki vita greinilega um. Á sumum þessara neðansjávarbáta hafa verið 12 manns, sumum 26, og hinum seinasta, sem Frakkar sáu fyrir nýlega, voru 28 manns. Þeir björguðu flestum eða öllum mönn- unum. Rússar hrekja ÞjóÖverja alIstaÖar. Á Rússlandi og i Póllandi hafa staðið slagir miklir dag eftir dag, norðan við Warshau, við Prazniz og Louisa og Ossowietz eða Ossowich, og þar hér og hvar vestan við Nar- ew ána. Hafa Rússar hrakið Þjóð- verja allstaðar, nema við Ossowietz. Frægðarför Hindenburgs sem þeir hrósuðu sér svo mikið af, er nú bú- ÞjóÖverjar í Bandaríkjunum. Bæði í enskum blöðum og Banda- ríkjablöðum er farið að bera á þvi, að þýzki flokkurinn í Bandaríkjun- um er farinn að láta til sin heyra. Það er farið að halda þvi fram, að Þjóðverjar séu farnir að mynda flokk þar, til þess að halda fram málum Vilhjálms og Þýzkalands, og hafi Vilhjálmur þar ótal fulltrúa til þess að snúa hugum Bandaríkja- manna frá Bretum, og jafnvel hafi i frammi hótanir við stjórnina. Og nýlega er sagt, að menn hafi farið á fund Wilsons forseta, og gjört hon- um það ljóst, að hann þurfi ekki að hugsa til þess, að verða endurkos- inn á næsta ári, nema hann hafi öll atkvæði Þjóðverja í landinu. Og oft hafa Þjóðverjar í Bandaríkjunum kvartað yfir því, að fosetinn sé um of hlyntur Bretum og bandamönn- um þeirra, og er nú sagt, að Þjóð- verjar hafi gengið í flokk með Repú- blíkönum, til þess að fella forsetann í kosningunum næsta ár. Sé þetta svo, þá sýnir það, aðVilhjálmur hef- ir haft eitthvað fyrir sér, er hann sagði á leynifuridi einum heima hjá sér löngu fyrir striðið, að hann gæti ráðið því, hver yrði forseti i in. Við Prazniz biðu þjóðverjar ó- sigur mikinn og töpuðu miklu her-j g^rikjun™,'hvenær‘sem”hann fangi og víða urðu fallbyssur þeirra vildi_ Þag m& ekki búast yið> fastar í mýrunum vestan við Nar- ew, og sjálfir komust þeir aðeins burtu með þvi, að láta eftir fjölda af dauðum mönnum og særðum og marga, sem þeir höfðu til fanga tekið, þvi stundum gáfust þeir upp af sulti. Lítil breyting á Póllandi. Á Póllandi situr við það sama. Ilafa Rússar þö tekið aftur svæðið, sem þeir áður höfðu niður með Vis- tula að norðan og sunnan við ána; renna grafir þeirra nokkuð be nl frá Plock og Bsura ánni og suður til Tarnow í Galisíu og þaðan i Dukla skarð í Karpatha fjöllum. — í seinasta blaði var þess getið, að Rússar hefðu unnið sigur við Stanis- lau og Kolimea. Pin nú hafa þeir hrakið Austurrikismenn frá Czer- nowitz í Bukowina, og segja sumar fregnir, að þeir hafi ekki stansað fyrri, en þeir voru komnir upp í fjöllin á landamærin milli Buko- wina og Transsylvanía. * HörÖ senna í Hellusundi. Mest þykir nú kveða að því, sem gjörist við Hellusund. Er nú sagt, að herskip Tyrkja hafi haft sig á burtu úr norðurhluta Hellusundsins, þeg- ar Tyrkir heyrðu, að Bretar og Frakkar héldu áfram að brjóta kast- alana í þrenglunuin. Og i Miklagarði yoru Tyrkir orðnir hræddir og farn- ir að flýja úr borginni yfir til Asíu. Er það haft fyrir satt, að þcir hafi áður leitað til Vilhjálms og beðið hanp að hjálpa sér, og einnig til Austurríkis; en margra hluta vegna gat hvorki Vilhjálinur né Austurríki orðið við bón þeirra. — Ekki gengur Tyrkjum betur í her- ferðinni til Egyptalands, og er sagt, að þeir séu horfnir aftur frá Suez- skurðinum og hafi haldið til baka austur yfir eyðimörkina. En i Ar- meníu hafa þeir beðið stóran ósigur fyrir Rússum. Vilhjálmur keisari má því sleppa allri von um, að þeir verði honum að nokkru liði. En taki Bandamenn Miklagarð og reki Tyrki úr Evrópu, þá hefir það mjög mikla þýðingu. Má þá segja, að einn limurinn sé höggvinn af Vilhjálmi. Það er fyrsti steinninn, sem losnar í skriðunni. Og eftir þvi, sem Bretar þokast lengra inn eftir sundinu, eftir því lækkar verðið á hveitinu, — alténd fyrst um sinn. En þó að Rússar hafi nú allmikið hveiti aflögu, þá er ekki ólíklegt, að þeir þurfi mikið af því sjálfir, og verði hveiti þvi i háu verði þangað til næsta uppskera er af ökrunum heimt Japan til meÖ aÖ reyna viÖ Tyrki. Sagt er, að Japanar bjóðist til að passa Egyptaland og Suez skurðinn með 200 þúsund hermönnum. Það er einsog þá hálf langi að leika sér við Tyrki. Kvenréttindamálið. Málfundur verður haldinn í Islenzka Conservative klúbbnum, föstu- dagskveldið, 12 marz, kl. 8 í samkpmusal Únítara. Umræðuefni fundarins verður kvenréttindamálið, sem nú er nokkuð tíðrætt um hér í fylkinu. H. M. Hannesson, lögmaður og Skúli Johnson, M.A. byrja umræður um málið, og svo talar hver af öðrum, sem óska. Menn eru beðnir að fjölmenna á fundinn og taka fjörugan þátt í umræðunum. Bandaríkjamenn vilji trúa þessu. En það er líka hættulegt fyrir Banda ríkin, ef satt væri, að einn eða ann- ar erlendur stórhöfðingi geti haft svo mikil völd í þeirra eigin landi. Og skyldi svo fara, sem tæplega er hugsandi, að Vilhjálmur yrði ná- granni þeirra, þá væri það ennþá hættulegra. Rotturnar farnar að skríða af skipunum. Það þykir sjómönnum ætið vita á ilt, þegar rotturnar á skipunum fara að skriða af þeim, er þau liggja í höfnum innL Og nú er likt varið Tyrkjum. Þýzku herforingjarnir eru farnir að fara i hópum frá Mikla- garði, norður um Búlgaríu og Rúm- eníu, þvi að þar komast þeir ennþá landveg. Rússar taka marga til fanga. 20 þúsund fanga höfðu Rússar tekið um daginn af Austurrikismönn um við Stanislau og þar i grend- inni, og einlægt hrekjast Austurrík- ismenn undan þem og höfðu þó liðs- afla mikinn. Svo er hið sama að segja af allri þeirra löngu bardaga- línu þar eystra, þessari 800—lOoO milna löngu. Rússinn hefir yfirhönd ina, nema aðeins á einum stað, við Ossowietz norður af Warshau, einar 50—60 milur. Þar hafa Þjóðverjar járnbraut að baki sér, og þar hafa þeir getað haldið stöðu sipni en ekki meira. En við búið, að þeir verði að hrökkva þaðan bráðum, því Rússar eru á þrjá vegu við þá. Flugmenn reyna aS bana Elisabetu Belgadrotningu. Hún var að hclda hersýningu drotning Belga og kona Alberts kon- ungs nýl. í Flandern og urðu spæj arar Þjóðverja þess vísari og gjörðu vinum sinum aðvart. Þegar sýningin var byrjuð og fylkingarnar fóru að ganga framhjá drotningu, þar sem hún sat á hesti snum, fóru menn að verða varir við “dúfurnar þýzku” (það eru einvængjaðar flugvélar smáar en fljótar, Taubes að nafni, af því að í loftinu líkjast þær dúf- um). Þær flugu hátt og urðu varla eygðar, en fóru þegar að senda nið- ur sprengikúlur, er þær komu beint yfir völlinn, þar sení hersýningin fór fram. Sprengikúlunum rigndi niður, en ef því að flugvélarnar voru svo hátt í lofti, hittu þær ekki og gjörðu litinn skaða. Hópar manna voru þar i kring, en skot- menn Bclga fóru að senda þeim hríð ar úr margskeytabyssum sinum. — Hermennirnir i göngunni létu sem þeir sæu þetta ekki og sömuleiðis drotning; hún sat róleg á hesti sin- um þangað til sýningin var búin, og leit i loft upp við og við, einsog þetta væri sjónleikur einn, sem það að nokkru leyti var, þó að gamanið væri grátt og Þjóðverjar gjarnan hefðu viljað hafa líf hennar. Italir selja Þjóíverjum kopar. Þó að það sé fyrirboðið, að flytja kopar inn i Þýzkaland, þá standast Italir ekki fegurð dollarsins, og hef- ir það komist upp, að mikið af kopar hefir verið sent frá ltalíu til Berlín- arborgar, innan í kálhöfðum. Þau sendast sem matvæli, til þess að bjarga konum og börnum Þjóðverja frá sulti; en koparinn er ætlaður til drepa Breta, Frakka og Rússa. Með mörgu öðru móti er reynt að koma morðtólum inn til Þjóðverja, og er þó stjórn Itala, að reyna að hindra það. Engin skip frá Englandi til New York. 1 fyrsta sinni í hundrað ár verð- ur nú uppihald á skipagöngum frá New York til Englands, og stafar það suinpart af verkföllum í Liver- pool, en sumpart af stríðinu. í New York eru menn undrandi yfir þessu og leiða að margar getur, af hverju þetta komi; ætla sumir, að eitthvað sé nú á ferðum, en hvað það sé, get- ur enginn maður enn sagt. Bretar eru ekki að segja öðrum fyrirfram, hvað þeir ætla að gjöra þenna og þenna daginn. Kitchener vill láta fækka vínsölu- stundum. Hlutlausar þjoðir verða að halda sér saman eða berjast. “Ef að hlutlausar þjóðir vilja ekki hjálpa oss til þess að hrekja Þjóðverja út úr Belgíu, þá viljum vér helst vera lausir við allar ráðleggingar eða uppástungur þeirra um það hvernig hindra skuli frekari eyðileggingu þessa um- rædda lands.”—Sir Edward Grey. Bandaríkin vildu melna Bretum a?5 loka höfnum Þjóöverja, svo aö þeir gætu ekki fengiö vopn og vistir atifluttar, og voru at( smámalda i móinn, því þeir vildu selja þeim fœtSu og vörur atSrar. en aftur hótutiu Bretar at5 taka sklp öll sem flyttu stritisvarnlng, vopn og hergögn. Þegar þetta stót5 sem hæst lýsa Bretar þessa yfir á þinginu í London, 4. marz. Lávarður Kitchener er harður á því, að stjórn Breta fækki stundum, er vín megi selja á Bretlandi. Það er búið að stytta söluna um 2% kl.- stund, og gefst vel. En Kitchener þykir það ekki nóg. Uppi á jöklum. Það hafa verið með mesta móti snjóar í Karpatha fjöllunum i vetur og einlægt er barist í skörðunum og á tindunum. Hermennirnr grafa sig (Framhald á 5. bls.) Frá Manintoba þingi. Grátlegt var það. Það var glatt i höllum Babýlónar þegar Liberalar héldu, að þeir gætu hrundið einum konservatíve þingmanninum úr sæti. Blöðin þeirra prentuðu með stóru letri dylgjur um, að Þingmað- ur G. R. Ray hefði verið ólöglega kosinn. En hann er þingmaður fyrir Churchill-Nelson kjördæmið, norð- ur við Hudson flóann. fyrir, að hafa kosið sig sem fulltrúa þeirra. í umræðunum kom það fram fyrst og fremst, að þetta væri aðeins form-spursmál, og einnig, að enginn maður væri til, er gæti sýnt, að noklcuð hefði farið ólöglega fram við kosninguna. Af kjosendunum þar nyrðra voru allir með honum, en enginn til að mæla á móti. Var svo gengið til atkvæða um málið, en Mr. Ray fór út á meðan. Voru þá 26 með en 21 á móti, að kosningin væri í alla staði gild og lögleg. Kom Mr. Ray svo inn, er at- kvæðagreiðslu var lokið, og var þá teldð með fagnaðarópum og lófa- klappi, svo undir tók í þingsalnum. Það virtist í fyrstunni vera svo létt og réttlátt, að hrinda mannin- um, svifta hann þingsætinu og reka hann tvöfaldan heim aftur til trölla- botna þarna norðurfrá; en það fór svo alt öðruvsi en búist var við. — Þctta var svo leiðinlegt, að það var hreint út sagt grátlegt. Bradbury er sístarfandi Hann heldur þvi fram, aS stjórnim. sjái um, að láta sem flesta hafa vinnu. Frá Ottawa þann 6. þ.m. kemur sú fregn, að Geo. H. Bradbury, Þing- maður fyrir Selkirk kjördæmi, hafi talað í sambandsþingnu um fjár- málin og varði nokkrum tima til þess, að mæla móti stefnu andstæð- inganna, er þeir vildu láta stjórn- ina hætta öllum eða sem flestum op- inberum verkum. Sagði hann, að það væri skylda stjórnarinnar, að halda áfram stefnu sinni, að gjöra umbætur i landinu og gefa mönn- um í þúsundatali vinnu. Verkamenn inrir i Canada væru þurfandi fyrir vinnu og vildu taka henni; þeir vildu vinnu en engar ölmusur, og stjórnin ætti að gjöra sitt til, að þeir fengi vinnuna. Mr. Iludson, þingmaður fyrir Suð- ur-Winnipeg, hreyfði málinu á þingi 0£ voru harðar og snarpar umræður, eii er málið tók að skýrast, kom það upp, að spurningin var aðeins um lagabókstaf, en ekki um það, hvort maðurinn væri réttmætur full- trúi kjósendanna. , Það hafði verið borið fram, að kjósendur í kjördæmi þessu hefðu ekki vitað það, hvort nokkur kosn- ing ætti þar fram að fara eða ekki. Auglýsingarnar hefðu ekki verið festar upp með nógu löngum fyrir- vara, og því hafi þar engin kosning verið 1. ágúst 1914. En nú kemur það upp, eftir fram- burði þingmannsins, að þeir vissu það, þegar i marzmánuði snemma. Og opinberir fundir voru haldnir eftir þann tima, einn í Fort Nelson og tveir i Churchill og einn í York Factory. Og á fundum þessum voru ekki einungis Konservativar, heldur voru þeir fyrir alla, hvaða skoðun sem þeir höfðu, og hvort þeir höfðu kosningarrétt eða ekki, til þess að lofa hverjum manni að lýsa skoð- un sinni. í Fort Nelson voru 115 kjósendur, en auk þess komu þar 200 menn, sem ekki höfðu kosning- arrétt. í Churchll var fundur haldinn í april og greidd atkvæði, og var Mr. Ray þar kosinn með öllum atkvæð- um, að undanteknu einu. í York Factory var fundur haldinn i marz- mánuði og Mr. Ray þar kosinn með öllum atkvæðum. Var þetta svo gjört skriflega og skrifuðu allir kjósend- ur undir nema einn. 1 Fort Nelson gjörðu um 80 at 115 kjósendum skriflega áskorun til Mr. Ray, að gjörast þingmaður þcirra. En af hinum 35 fóru víst 10 í burtu, en 10 skrifuðu undir útnefn- inguna seinna. Fyrst átti kosningardagurinn að vera 21. júlí, og var maður sendur frá Winnipeg með þau skýrteini, en svo sáu menn, að hann gæti ekki komið norður nógu snemma til þess að kosningar yrðu löglcgar 21. júli þ. á. Þá var sent loftskeyti norður til kjörstjórans, að breyta þessu og fresta kosningunum til 1. ágúst. — Þetta var gjört og festar upp aug- lýsingar i kjördæminu, og þegar til kom var Mr. Ray eini maðurinn, sem bauð sig fram, og var þvi aug- lýstur kosinn í einu hljóði (by ac- clamation). Frá þvi, er fyrst var farið að tala um kosningu, komu nokkrir fram, er ná vildu kosningu. Einn var Sós- íalisti, annar Labor maður, og þriðji Liberal, — en allir hættu þeir við það, og skrifuðu undir útnefningu Mri. Rays. Kosningakveldið hélt hann fund með þeim öllum, er hann var búinn að ná kosningunni og þakkaði þeim Leyfarnar hans Lauriers (Úr Toronto News). Það er enginn efi á því, að mikill verður kostnaður stríðs þessa fyrir Canada, og lítil furða, þó að sum- um kunni að blöskra upphæðir þær. En þó að striðið haldi áfrain til marzloka 1916, verður sá hluti, sem Canada þarf að borga af kostn- aði stríðsins aldrei eins mikill og rirvi þetta er búið að gjalda fyrir eyðslu og illa meðferð Liberal- stjórnarinnat- — Laurier stjórnar- innar -— seinustu á öllu þvi fé, er stjórn sú lét af hendi til National Transcontinental Railway. Hefði fé það verið sparað, hefði nú engan stríðsskatt þurft að leggja á ríkið og ekkert lán að taka. Á fjórum seinustu fjárhagsárun- um sem enda taka 31. marzmánaðar 1915, hefir fjármálaráðherra White þurft að borga fyrir National Con- tinental Railway $56,000,000, fyrir Qpebec brúna $10,000,000, og fyrir skuldabréf Grand Trunk Pacific járnbrautarinnar $38,000,000. Og ár- ið 1913 varð hann að lána járn- brautarfélagi þessu $15,000,000, svo að það ylti ekki um koll. Þenna skuldaarf hafði hann fengið frá fyr- irrcnnurum sinum og það var ekki um annað að gjöra, en að firra þá og Canada ríki voðanum með þvi að borga skuldina, en hún var einsog sjá má 120 milliónir dollara. En það er fimtán dollarar á hvert höf- uð i ríkinu, eldri og yngri, börn og konur og menn. Og það var ekki nóg með það, þvi að þegar kosningar voru i vændum 1911, þá gekk Liberal stjórnin i á- byrgð fyrir 35 millíón dollara í skuldabréfum (bond guaranty) fyr- ir þá Mackensie og Mann. Og einlægt síðan hefir Mr. White verið neyddur til þess, að bjarga, ekki hluthafendum frá fjártjóni, — heldur ríkinu, lánstrausti þess og allra f>uijanna hinna, sem var á för- um fyrir aðgjörðir Liberal flokks- ins. Og Mr. While hefir orðið að taka að veði allar eigur Canadian Northern og Grand Trunk brautar- innar, og ef að brautir þessar standa ekki i skilum, þá verður stjórnin að taka við þeim, slá hendi sinni ytir þær sem sína eigin eign, og sjá um, að þær haldi áfram að staria. En lítill en er á því, að ef frjálslyndi flokkurinn hefði setið við völdin, þá hefði sama eyðsla og áspilunar- semi haldið áfram, og enginn getur um það sagt, hvað langt það hefði gengið. En því ættu menn ekki að gleyma, að þarna varð ríkið að taka á sig skuld, htindrað og tuttugu mill- íónir dotlara, sem jafnað niður á fólkið verður 15 dollars á hvert höf- uð karla og kvenna i landinu. Social Service CounciL Social Service Council, hér í bæn- um, sendi nefnd manna til stjórnar- innar 4. marz, út af hinu fyrirhug- aða nýmæli eða laga boði, að endur- bæta vinsöluleyfislögin. Varaforseti félagsins, Mr. Stephens, kallaði fram ræðumenn, og talaði fyrstur Mr. A. M. Fraser, og sagði, að félagið hefði ákveðið, að vinna að afnámi vin- sölu, og væru til þess tveir vegir: Annar með algjörðu vinbanni (pro- hibition) um alt fylkið, en hinn með sveita-vínbanni (local option). Áleit hann, að hið fyrirhugaða lagafrum- varp stjórnarinnar væri mjög stórt skref áleiðis til afnáms vinsölunar, og væru félagsmenn í Social Service Council því sterklega fylgjandi og þakklátir stjórninni fyrir aðgjörðir hennar. Þeir þættust vissir um það, að innan 5 ára væri öll vinsala af- numin í fylkinu, ef að stefnu stjórn- arinnar væri framfylgt. Næst talaði S. M. Battrum, og kvað hann lagafrumvarp stjórnar- ar vera fyrirtaks gott. Drap hana svo á hinn tiltekna tíma, sem frum- varpið heimtaði, að hótelin skyldu loka vinsölustofum sinum, og von- aði, að þegar nefndin fjallaði um frumvarpið, að timanum yrði breytt frá 7 til 6, svo að. hótelin hættu að selja kl. 6 að kveldi, i staðinn fyrir kl. 7. Tók hann til dæmis, að verka- menn gætu ekki keypt sér kjöt til kveldverðar eftir kl. 6, og hvi skyldu þeir þá fremur eiga kost á, að kaupa bjór og brennivín eftir þann tima til að drekka? Bæ-ta vildi hann tveimur dögum við þá daga, er ekki mætti selja vin og voru það Þakkardagurinn og Nýjársdagurinn. Þá tók hann einnig fram, að frum- varpið heimtaði undirskrift 25 pró- sent atkvæðisbærra manna er væru á seinasta atkvæðalista, til þess aS geta beðið um fækkun vínsöluhúsa i sveit einni. Þessu vildi hann nú breyta svo, að ekki þyrftu nema 19 prósent að skrifa undir beiðnina, og einnig, að engir aðrir skyldu greiða atkvæði en búsettir gjaldendur. Alex McDonald talaði seinast, og kvaðst rcyndar enginn bindindis- inaður vera; en hann hefði séð sv# ljótar afleiðingar vindrykkju alla sina æfi, að hann vildi alt til vinna, og alla sína krafta vildi hann fram- leggja til þess að afnema vínsölu og vinnautn að fullu og öllu. Hann hrósaði lagafrumvarpi stjórnarinn- ar, og vonaði, að stjórnin færi enn- þá lengra í máli þessu. Og þegar hún gjörði það, sem hún hlyti að gjöra fyrri eða síðar, þá myndi hún iðrast eftir, að vera ekki búin að 1 gjöra það fyrri.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.