Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. MARZ 1915. Heimskringla (Slofna9 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. trtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSsins í Canaða og Bandarfkjunum $2.00 um árið rirfram borgaí) ent til tslands $2.00 (fyrirfram borgab) Allar borganir sendist rábs- nannl blabsins. Pðst eSa banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri: II. J. SKAPTASON Rábsmabur: H. B. SKAPTASON Skrlfstofa. 729 Sherbrooke Strent Winnh>ef B«x 3171 Talafmf Garry 4110 Fj'árhagur fylkisins. Blaðið Lögberg hefir verið að rseða pólitík, einkura núna síðan þingið kom saman, einsog skylda þess var. Tekur blaðið til umræðu hinn 4. þessa mánaðar fjármál fylk- isins. Vér viljum líka leggja þar orð í belg, en biðjum menn að verða ekki að undri, þó vér höfum nokk- nð aðra skoðun á því, en hið heiðr- aða blað Liberala. Það eru einkum 4 aðalatriði, sem blaðið heldur fram, og eru þau þessi: 1. Tekjur fylkisins fara minkandi. 2. Útgjöldin fara vaxandi. 3. N.vjir skattar eru í vændum. 4. Stórlán og bágborinn búskapur. Um fyrstu þrjá liðina cr það fljótscgt og cngar dulur á dregnar, að þetta er alt saman satt að vissu legti og allir vita þetta; en svo vita »enn líka hitt, að þetta er alt sam- an náttúrlegt og eðlilegt, að það hefði verið ei.mvað rangt og öfugt ▼ið gang hlutanna og heimsins, ef þetta hefði ekki verið þannig; og fari menn að fletta sundur blöðum, þá verður furðan mest, að þetta skuli ekki alt vera margfalt verra •g bágbornara, en raun hefir á orð- jð hér i fylkinu. Hvernig eiga tekjurnar að geta haldist hinar sömu, þegar annar eins voði er á ferðum, sem stríð þetta er, — stríð þetta, sem allur heimurinn horfir á með undrun og skelfingu, sem veldur því, að menn i hundraðatali og þúsundatali ganga ▼innulausir, að verkstofunum er lokað, að eignir manna falla í verði og hóparnir verða félausir; busi- nessiri fara á höfuðið, skrifstofur þeirra verða tómar; þúsundir af mönnum verða að lifa á gjöfum annara; það þarf að gefa stórfé út úr ríkinu, stórfé til að bjarga frá hungursdauða mönnum innanrikis, einkum i borgunum; og svo kemur það, sem setur kórónuna á ait sam- an: dollarinn fer í felur, eða hann er falinn, peningamennirnir loka hann i kjöllurum sinum og setja slagbrand fyrir. Enginn þorir öðr- um að lána; enginn þorir veð að taka, af ótta fyrir þvi, að veðið kunni að verða ónýtt, hversu gott, sem það hefði verið, áður en þetta stríð kom fyrir. Og einstaklingarn- ir, þeir spara skildinginn og fela silfrið og seðlana i sokkunum, i skónum, undir ramgjörðum lásum, hver einasti maður, sem er með fullu viti, og þó hann hafi ekki fult vit, ef að hann eða hún er nokkurn veginn hálfviti, þá fela þeir þá, og láta þá ekki sól sjá, ef að þeir með nokkru móti geta komist hjá því. — Þetta er það, sem mestu varðar; — Það er einsog dollarinn hafi orið hræddur og farið að fela sig; þú finnur hann ekki, og vér vitum allir hve leiðinlegt það er, að finna ekki dollarinn, eða 50 centin, eða 25 centin, eða 10 centin, þegar vér þurfum að brúka þau. Og enginn vill lána, og er ekki einungis flón, ef hann færi að gjöra það, heldur ligg- ur nærri, að hann mætti hengjast, ef hann gjörði það. Já, hvernig í ósköpunum ætti nú annað að vera, undir þessu ástandi, en að tekjurnar fari minkandi; og það eru börn ein, sem kenna fylkis- stjórninni um þetta. Einsog hún hefði verið orsök í striðinu eða ver- ið að búa hálfan heiminn undir það í tvo eða þrjá mannsaldra. En nú skulum vér athuga tölurn- ar. Tekjur fylkisins voru árið 1913: $5,788',069.98. En síðasta ár, eða 1914, voru þær $5,512,163.07. Mismunurinn er því nærri 276 þúsund dollars, sem tekjurnar hafa minkað um. En nú skulum vér skoða tekjur og gjöld, og er sá liður rangur hjá Lög- bergi. Tekjur 1914 ......... $5,512,163.07 Útgjöld 1914 ........ 5,493,386.63 Tekjuafgangur ______ 18,776.44 En á árinu gaf Manitobafylki 50 þús und hveitisekki til Bretlands, sem lítilfjörlegan styk til veldisins á þessum neyðartimum ófriðarins. Gjöf þessi kostaði $145,271.98, og sé henni bætt við útgjöldin, þá má sýna sjóðþurð, er nemi $126,495.54. En þar eð útgjaldaliður þessi er alls ekki almenn útgjöld, heldur sér- kostnaður, sem ekki kemur fyrir nema eitt skifti á æfi manns, og hefði nú ekki þurft að gjaldast, nema fyrir skyldurækni fylkisbúa, þá ætti sú upphæð ekki að vera tal- in til almennra útgjalda. Féhirðir fylkisins, Mr. Armstrong, sýndi það i ræðu sinni, að hefði stríði ekki komið fyrir og ástandið í landinu haldist, einsog annars hefði orðið, þá hefði tekjuafgangur fylkisins orðið um hálfa millíón dollara. En það, sem rýrði tekjudálkinn í árs- reikningnum, var gjöfin til Breta og rúm 56 þúsund dollarar, sem hann setti i varasjóð tl afborgunar á láni, og nær 300 þúsund dalir í dánar- bússköttum, sem áttu að borgast stjórninni á árinu 1914; en sem vegna almenns peningaskorts, er af stríðinu leiddi, ekki var goldið, en er þó áreiðanlega víst. Þetta alt gjörði mismun á því, sem er, eða hefði orðið, ef að alt hefði gengið sinn vanalega gang hér í fylkinu. Að nýjir skattar séu í vændum, er trúlegt mjög, og enda sjálfsagt. Það er stjórnarinnar skylda, að annast um velferð almennings, og nýju skattarnir verða teknir af þeim, sem peningana hafa, — af þeim, sem rík- ir eru, til þess að auka styrkveiting- ar tl bændalýðsins og almennings- þarfa. Lántökur eru engar fyrirsjá- anlegar. En nýlega ‘hefir stjórnin tekið rúmlega 5 millíón dollara lán í New York, til þess ao verja pen- ingunum til opinberra bygginga og umbóta hér í fylkinu. Sú staðhæfing Lögbergs, að stjórn- in hafi tekið af Trust Funds fylkis- ins, er með öllu ósatt mál, þó að hún á síðastliðnu ári fengi skyndi- lán á bönkum hér í Winnipeg, sem nam hátt upp í þá upphæð, er sjóð- irnir nema. Þessum ákærum um eyðslu sjóða þessara (Trust Funds) var rækilega svarað í þinginu, og gjörði það E. L. Taylor, þingmaður St. Georges kjördæmisins, og hefir það mál síðan ekki verið nefnt á þingi. Eins sýndi Mr. Taylor það, að það væri eðlilegt, að útgjöld allra starfsstofnana og fyrirtækja, væru tiltölulega meiri á uppvaxtar- árum þeirra, á meðan að lagður væri grundvöllur sá, cr alt starfið eða fyirtækið skyldi byggjast á um komandi tima. Og það sýnist svo, sem hver skynberandi maður ætti að vita þetta og annað eins. Roblin stjórnin hefir aukið árleg- ar tekjur fylkisins.svo að nemur milliónum dollara; bygt veglegar og varanlegar þjóðstofnanir, og grætt fyrir fylkisins hönd, í árlegum vax- andi tekjuafgangi, yfir 7 millíónir dollara. Eignir fylkisins eru nú full- um 30 millíónum dollara meiri, en þegar Roblin stjórnin tók við stjórn- inni fyrir rúmum 14 árum. Það væri gaman að vita, hvaða djöfulskap hann og flokkur hans hefir haft í huga með því að vinna þannig fyrir fylkið og fólkið í landinu? Fundur skólanefndarmanna. Það gjörist eitt og annað hér i Winnipeg núna, og hefðum vér hendur 8, sem Starkaður hinn gamli og gætum ritað með hverri, þá er nóg efni til, ef þá væri blað nógu stórt og prentarar eða vélar að prenta. Eitt af þessu, sem til frásagna er, er fundur skólanefndarmanna — trustees — hér í Manitoba. Hann er vanalega haldinn á þessum tima. Kom þar margt til umræðu, er að mentamálum lýtur, og náttúrlega margar og breytilegar skoðanir og uppástungur, sem æfinlega eru til í skjóðum manna. Á Þingi þessu flutti mentamála- ráðgjafi fylkisins ræðu eina, og er hún mjög merkileg, og eru sum at- riði i henni, sem hver maður ætti að gjöra sér skýr og ljós, því, hún snertir hvern þann mann, er lætur börn á skóla ganga. Mr. Coldwell lýsti yfir því, að skólarnir væru i framgangi mikl- um. Þeir væru að 'Verða betri og betri, og þakkaði hann það því, að eftirlit með þeim væri að verða betra og betra. Einlægt værl fjár- veiting til skólanna aukin. Þegar hann tók við stjórn skólamála fyrir 7 árum, hefði stjórnin veitt til skól- anna 300,000 dollara, en nú veitti hún 900,000 dollara. Sameinuðu skólarnir (consoli- dated schools) væru beztir, og vildi hann þó langt frá lasta hina smærri skóla. Þeir væru viða góðir, en það væri ekki hægt, að veita börnum þar fullkomna fræðslu, —- þá fræðslu, sem tímarnir heimtuðu og vaxandi þroski sveitanna og bændanna. — Tímarnir heimtuðu meiri og full- komnari fræðslu, og það væri ekki hægt, að veita hana á smáu skólun- um. Þessir sameinuðu skólar veittu börnunum þá beztu fræðslu, sem hægt sé að fá í álfu þessari. Mr. Coldwell kvaðst heyra það aftur og aftur, að engelsk tunga sé illa og ótilhlýðilega kend á skólun- um. En vildi nokkur verulega vita það sanna i þessu, þá baS hann þá koma þangað, sem kennurum skál- anna væri tilsögn veitt, og bera þar saman umkvörtun sína, og tilgreina skólana þessa, sem ilta væri kent á. Þeir skyldu fara gætilega og geta sannað orð sin, en skólastjórnin skyldi þá taka til sinna ráða og rannsaka þetta og láta um það bæta. En menn yrðu að gæta að því, að hcr væri um stofnanir að ræða, sem menn vildu byggja upp og bæta, en ekki rífa niður. Og seinna sagöi hann: Hvenær, sem þér heyrið um þetta kvartað, þá sendið nmkvartan- ir til stjórnarráðsins; vér skulum þá taka i strenginn. Á fundinum var maður einn frá Somerset, Manitoba, og lagði fram spurninguna um það, hvers vegna leyft væri að nota tvö tungumál í skólanum. Mr. Coldwell spyr hann, hvort hann þekki lögin. Hann sagð- ist þekkja þau nokkur veginn. Mr. Coldwell bendir honum þá á það, að samkvæmt lögunum megi nota tvö tungumál, þar sem 10 börn gangi á skólann, sem tali aðra tungu en ensku. Lögin skipi þannig fyrir, og það sé ekki núverandi Conservatíve stjórn, sem hafi samið þessi lög. “En hvers vegna eru þau ekki af- numin?” (lófaklapp). Mr. Coldwell: “Bíðið við ofurlit- ið áður en þér lýsið ánægju yðar yfir uppástungu þessari. Hví eru lög þessi ekki afnumin? spyrjið þér. Það kemur til af því, að Manitoba- fylki og Dominion stjórnin hafa gjört ákveðna samninga um þetta; og vér ætlum ekki að fara eins með þjóðir þær, er til vor koma, einsog Þjóðverjar fóru með Belgi, cr þeir rufu við þá eiðsvarna samninga (lófaklapp). Andstæðingar vorir ætla sér ekki að fá þetta atriði úr lögum numið, og það gleður mig. þctta er það, sem bandamenn og Bretar eru nú að berjast fyrir, — helgi samninga milli tveggja eða fleiri stjórnárvalda. Þcr spyrjið mig, hvers vegna við tökum ekki samninga þessa og rífum þá í sund- ur og fleygjum þeim í ruslið? Eg segi yður það tvimælalaust, að eg skal aldrei þola það eða líða; eg segi fyrri af mér embættinu, sem mentamála ráðgjafi, en eg gjöri þá óhæfu. Vinur minn frá Somerset segir að Belgar séu fúsir til að vinna hjð sér fyrir lágu kaupi til þess að geta lært ensku, og þeir vilji láta börn sín læra ensku líka. Það er ágætt, að þeir læra málið af fúsum vilja en ekki nauðung. Það er öfug aðferð, til þess að fá útlend- inga til þess að þýðast engelskt fyr- irkomulag og læra enska tungu, að neyða þá til þes smeð harðri hendi, að taka þá kverkatökum og hóta þeim pindingum og sektum; en það væri alþýzk aðferð, til þess að láta erlendar þóðir læra þýzka tungu og þýzkar siðvenjur, og menn vissu, hvernig það hefði gefist. Hitt væri margfalt betra og farsælla, að sýna útlendingum lipurð og nærgætni, svo að þeir af fúsum vilja tækju upp hérlenda siðu og tungu’.’ Síðan hélt Mr. Coldwell áfram ræðu sinni, og sýndi fram á, hvc nauðsynlegt væri að tala við börn- in um þetta hið voðálega stríð og láta þau sjá og sldlja, fyrir hverju verið væri að berjast, og hvaða þýð- ingu striðið hefði fyrir England, fyrir Evrópu, fyrir allan heim. — Þetta myndi auka skilning þeirra, og vekja ættjarðarást þeirra og glæða siðferðistilfinningu þeirra; ef að rétt væri skýrt frá. Kvaðst hann myndi uppáleggja kennurunum að gjöra þetta. Með þessu mætti vekja fagrar og góðar tilfinningar hjá börnunum. Og til þess að kenna þeim sjálfsafneittin og hluttekningu í kjörum annara, væri æskilegt, að þau legðu lítinn skerf í sjóð Rauða krossins. Allir fundarmenn tóku þessari ræðu mentamála ráðgjans mæta vel. Hvað það snertir, að beita hörku við liina nýkomnu útlendinga, með því að afnema þetta bi-lingual school system móli viija þeirra, þá viljum vér geta þess, að nú byrjar að koma út i Heimskringlu grein um Pólverja, einkum núna seinustu áratugina, og er þar sýnd meðferð Rússa, Austurríkismanna og Prússa á þeim. Hvernig þeir rændu þá lönd unum, hvað efir annað, þangað til alt hið mikla pólska ríki var afmáð, rikið, sem einu sinni var mikið ríki í Norðurálfunni, og náði frá Eystrasalti og alla leið suður að Svartahafi; og það var ekki nóg, að þeir rændu löndunum, heldur kúg- uðu þeir fólkið á allar lundir, og vant að sjá, hver þar kom lakast fram af þrimenningunum, svo voru allir illir. En allir vildu þeir afnám tungu og þjóðerni Pólverjanna. —- Þessi grein kemur í þessu og næstu blöðum. Þeir, sem lesa sögu mannkynsins, hafa þarna dæmin fyrir sér. Bein löggjöf. Ágrip úr ræðu, er John T. Haig, þingmaður fyrir Assiniboia, hél í þinginu nýlega. Svohljóðandi tillögu til þingsá- lyktunar bar þingmaðurinn fram að loknu máli sínu: “Hið brezka stjórnarfyrirkomu- lag með fullri ábyrgð þeirra, er völdin hafa, cr að áliti þingsins hið fullkomnasta og bezta stjórnar fyrirkomulag, sem menn, enn sem komið er, hafa upphugsað fyrir þjóðirnar, og þess vegna álítur þingið, að menn skuli framvegis halda heilu og óskertu þessu hinu sama ábyrgðarfulla stjórnarfyrir- komulagi í fylki þessu”. * * * Mál það, er hér lá fyrir, er eigin- lega nýtt og er kallað bein löggjöf (direct legislation), og innibindur 3 atriði: Initiative, Referendum og Recall. — Fjöldi landa veit hvað þetta er alt saman, og býst eg við, að blað Liberala hafi flutt eða flytji ræður Liberala um það í þinginu, því þeir héldu þvi fram, að þetta væri tekið upp og gjört að lögum í Manitoba. Móti því mælti Mr. John T. Haig, þingmaður fyrir Assiniboia, ungur maður, í fyrsta sinni á þingi, og er ræða hans eftirtektaverð fyrir slá- andi röksemdaleiðslu og skýrleika; hann virðist liklegur til að fylla sæti sitt á þingbekkjunum, maður- inn sá, ef hann heldur áfram sem hann hefir byrjað. Ágrip af ræðu Mr. Haigs þess- ari tiUögu til þingsályktunar til stuðnings, er á þessa leið: Gat hann þess fyrst, að búið væri á þingi þessu, að færa fram allar þær ástæður og rök, sem hugsnlegar væru með beinni löggjöf. En væri það ekki fyrir þingmanninn frá B. sæti Mið-Winnipeg, þá myndi bein löggjöf vera dautt mál á þessu þingi. Nú kvaðst hann vilja hug- leiða afstöðu málsins við ábyrgðar- fult stjórnarfyrirkomulag, þar sem þjóðin kysi og sendi fulltrúa sína á þing, og gæfi þeim umboð sitt til þess að stjórna málum sínum. Sýndi hann fram á, að í Banda- ríkjunum væri ábyrgð löggjafanna og þingmannanna ekki eins bein, einsog hér undir hinu brezka stjórn- arfyrirkomulagi, og ef að stjórn eða þing semdi lög, sem þjóðinni væru ógeðfeld, þá væri stjórnin gjörð á- byrgðarfull fyrir — undir brezka stjórnarfyrirkomulaginu —, þvi að hún yrði að fara frá, stjórnin, ef að meiri hluti atkvæða kjósendanna væri á mót henni. Hún yrði að leita atkvæða almennings og láta þjóðina segja já eða nei um gjörðir sínar, og svo yrði hún að hlýða dómi þjóð- arinnar, hvort hún skyldi sitja eða víkja úr sæti. Aðalpóstur beinnar löggjafar væri initiativ og referendum. Initiativ gæfi þjóðinni rétt til þess, að taka upp hvaða mál sem væri og láta al- þýðu greiða atkvæði um það. Refer- endum væri það, að stjórnin skyti máli sínu til atkvæða allrar þjóðar- innar. Sagði hann, að þessar tvær greinar málsins, Initiativ og Refer- endum, fengi beztan byrinn, þar sem stjórnin væri ekki ábyrgðarfull beint til þjóðarinnar fyrir lög, sem ríkinu væru gefin. Tók dæmi af Bandarikjunum, þar sem forsetinn gæti verið Demókrat, en löggjafar- valdið, efri og neðri málstofan, Rep- plíkan, — algjörlega andstætt for- setanum. Hér væri það þjóðin sjálf, sem hefði taumhaldið. Löggjafarnir eða þingmennirnir væru vinnumenn þjóðarinnar. Ef henni líkuðu þeir ekki, eða þeir gjörðu á móti vilja hennar, þá ræki hún þá burtu og setti nýja menn í þeirra stað við næstu kosningar. Stjórnin' er þvi á- byrgðarfull fyrir þjóðinni allri; en undir beinni löggjöf getur einn hóp- ur manna, t. d. auðfélag eða hvaða félag sem er, í eigingjörnum til- gangi komið á stað málum, og ef til vill gjört að lögum eitt og annað, sem þeim væri til hagnaðar, — en meiri hluta þjóðarinnar til bölvun- ar einnar. Tók hann þá til dæmis local op- tion, og kvað það gefast prýðisvel. En hvers vegna? Af því að það væri svo einfalt og óbrotið. Menn væru annaðhvorl með þvi eða móti, og þaða væri bundið við eina sveit, og þeir, sem byggju í sveit þessari, sæju svo glögglega, hvorl þeim væri það hagur eða óhagur, og þeim væri ant um, að sveitinni sinni farn- aðist sem bezt. En ef að local op- tion ætti að ná yfir stórt pláss, fylki eða ríki, þá kæmi annað hljóð i strenginn; þá færu menn að láta sig litlu varða, hvað þeir gjörðu, sem byggju 100, eða 200, eða 500 mílur i burtu, og þeirra hagur og þeirra á- stand gæti verið alt annað. Þá gat hann þess.’að oftlega gætu komið fyrir uin og þessi mál, sem kjósandi hefði aldrei hugsað um eða þekti ekki. Tók hann til dæmis atkvæðismiða (ballot) frá Oregon- ríkinu. Þar voru á 29 mál, sem öll átti að greiða atkvæði um. Kvaðst hann hafa þurft ströngustu tveggja daga vinnu til þess að rannsaka og komast að þv, hvað mál þessi værp og hvaða þýðingu þau hefðu. Og hvec sem vildi komast til botns 1 þessu öllu saman, hefði þurft að lesa lögin og sjá, hvað þau segðu, og svo að brjóta heilann um það, hvaða afleiðingar þessi nýju laga- frumvörp hefðu, ef að þau yrðu að lögum. Bjóst hann við því, að marg- ur maðurinn hefði hvorki tíma, tækifæri né vilja til þess að leggja út í þetta. Af þessum 29 lagafrumvörp- um samþyktu kjósendurnir 4, en feldu 25, — að öllum líkindum af því, að þeir þektu þetta ekki og skildu það ekki, og greiddu svo at- kvæði á móti þeim. Tók hann þá Wisconsin ríkið til ihugunar, sem i 14 ár hefir haft beina löggjöf. En þá hefðu menn snúist þar og ekki viljað hafa þau lengur, og hefðu rekið þá alla burt af pingi, sem bessum lögum hefðu á komið. Árið 1900 voru 440,000 at- kvæði greidd í Wisconsin; en alls voru þar 570,000 atkvæðisbærir karlmenn. En 14 árum seinna voru greidd þar 325,000 atkvæði; en at- kvæðisbærir voru 730,000. Með öðr- um orðum: Árið 1900 greiddu 77 prósent af atkvæðisbærum mönnum atkvæði; en árið 1914 aðeins 47 pró- sent. — Hvað kostnað snerti, var kostnaður við stjórnina árið 1900 $4,000,000; en áið 1914 $18,000,000. Kom það einkum af því, að í hvert skifti, sem einhver ný lög voru sam- in, þá fylgdu þeim önnur lög um nefnd manna, er líta áttu oftir, að lögunum, væri framfylgt; og lög um aðra nefnd, er liti eftir, að hin fyrri nefnd gengdi skyldum sínum. ‘Umbólamenn’ reknir burtu Þá hrósaði hann ríkinu Wiscon- sin, er væri mentaríki með ágætunt háskóla og eitthvert ríkasta fylki i öllum Bnndaríkjunum. Eftir að hafa setið með beina löggjöf i 14 ár, út nefndu Repúblíkar ríkisstjóraefni, sem var á móti þessu öllu saman, og Demókratar höfðu eitthvert veður af því og útnefndu af sínu liði einnig mann, sem vildi kasta þessu öllu fyrir borð. Maðurinn, sem Repú- blíkanar útnefndu, fékk 140,000 at- kvæði og maður Demókrata 119,000, — en maður “framsóknarflokksins” með beinu löggjöfinni, fékk aðeins 32,000 atkvæði; og þó hefir vist meiri hluti þessara 32 þúsunda dreg- ið kaup frá ríkinu, beinlínis eða ó- beinlinis. Þá gat ræðumaður þess, að við seinustu kosningar hefðu i þessu riki verið lagðar fram 10 spurning- ar, sem kjósendur áttu að svara, og var ein spurningin um initiativ og referendum. Þeir höfðu haft þetta í lögunum i seinustu 14 árin; en nú, þegar greidd voru atkvæði um það, hvort men nvildu hafa það eða ekki, þá greiddu 71,000 með, en 160,000 á móti. “Þetta alt saman hefir skýrt mál- in fyri mér, herra forseti. Þegaí hægt er að koma fólkinu, einkum þvi engilsaxneska, í skilning una það, að þessi beina löggjöf sé alt annað en þjóðveldisstjórn eða lýð- veldisstjórn, og hið bezta verkfæri i hendi trustanna og annara auðfé- laga, til þess að koma á lögum þeim, sem þeim eru hagkvæmust, þá munu menn verða fljótir til að hafna henni, þegar mesta nýjabrumið er af. — Þá tók hann til dæmis Jeffersou Bandaríkjaforseta, er sagði, að ein* ráðið til að fá fult jafnrétti fyrir allta, væri undir stjórn þeirri, er kosin væi af fulltrúum allrar þjóð- ainnar. Til fleiri vitnaði hann, — þeirra Bandarikjaforsetanna Mun- roes og Wilsons, og Asquiths og James A. Bryce. Þá tók hann félög mörg til dæmis. Hið fyrsta var Grain Growers fé- lagið, og sýndi fram á, að hlut- hafar þess mættu einu sinni á ári og kysu stjórnendur og stjórnendur þessi leystu af hendi öll störf fyrlr félagið, sem fyrir kæmu á árinu. Þá tók hann til dæmis hið mikla Canadian Pacific járnbrautarfélag. Félag það handleikur cins margar millíónir dollara, einsog nokkur fylkisstjórn í Canada. En vist mun það fjarri hugsun þeirra, að láta hluthafana ráða um öll þess fjármal eða einstök verk. En hluthafarnir koma saman einu sinni á ári og kjósa stjórnendur félagsins, og þeir stýra málum öllum til næsta árs. Ekkert initiativ eða referendum þar Næst tók hann Eaton félagið. Hann kvað menn hafa dæmið hér hjá sér, þar sem Eaton félagið væri. Hér væri ein deildin af því hinu af- armikla félagi. Flestallir hluthaf- arnir byggju í Toronto eða annars- staðar í Austurfylkjunum. En þeir ættu ekki við það annað, en að senda hingað fulltrúa sinn (man- ager), og hann sæji um alla stjórn- ina árið út og gætti hagsmuna allra hluthafanna. Sama væri um alla bankana. Hlut- hafar þeirra geta verið drcifðir um heim allan; en þeir mæta á fundí einu sinni á ári og kjósa starfsmenn sína. Svo fer hver heim til sín. Þetta alt væri sýnishorn af hin- um enska félagsskap, hinu enska stjórnarfyrirkomulagi. Menn kysu fulltrúa fyrir sina hönd, til þess að gegna störfum sinum, til þess að líta eftir rétti sinum, og þessir full- trúar væru ábyrgðarfullir fyrir þeim er sendu þá. Þeir yrðu samvizku- samlega að uppfylla skyldu sína, — annars væru þeir reknir. Sagði hann, að mikill meirihluti manna i fylki þessu myndi ei hirða um, að fá nýmæli þessi í lög upp- tekin; og gat hann þess í því sam- bandi, að fyrir tveimur árum hefðí Saskatchewan fylkið skotið því til úrskurðar kjósendanna, hvort menn vildu hafa beina löggjöf. Þeir, seú« vildu koma lögunum á, ferðuðust fram og aftur um fylkið og prédik- uðu fyrir fólkinu og sendu út blöð og bæklinga um landið. Svo var til atkvæða gengið, en aðeins 10 pró- sent af kjósendunum ómökuðu sig til þess að greiða atkvæði. Bein löggjöf i Winnipeg. Það væri skamt síðan almenning- • ur hefði greitt atkvæði hér í Win- nipeg um mikilsvarðandi fjármál; það var um þrettán millíón dollara lílgjöld, sem um skyldi greiða at- kvæði,— hin mcsta fjárupphæð, sem Winnipeg búar nokkru sinni hafa greitt atkvæði um. En aðeins einn tíundi hluti atkvæðisbærra manna ómakaði sig á kjörstaðina til þess að greiða atkvæði. Skólanefndin hér er kosin af bæj- armönnum, og nefndarmenn em fuUtrúar þeirra, og þeim er fengin . millíón dollara í hendur, til þess að verja henni eftir þvi, sem þeim sýn- ist bezt henta í þarfir skolanna. Þetta kvað hann menn vildu vita um og ættu að vita glögg deili á. Sú hugmynd, að hin beina löggjöf mið- aði til þess, að gjöra stjórnarfyrir- komulagið þjóðlegt, demókratiskt, væri algjörlcga röng. Það kæmi ald- rei fyrir í lífinu, að menn notuðu nokkuð, sem líktist beinni löggjöf. Vér værum Engilsaxar og vér vild- um í málum öllum geta sagt, að þessi og þessi maður bæri ábyrgðina. Ræðu þessari gáfu menn hið bezta hljóð. Daginn eftir voru atkvæði greidd um málið. Tillaga Liberala um beina löggjöf var feld, en til- laga Mr. Haigs, sem prentuð er í byrjun þessarar greinar, var sam- þykt með öllum atkvæðum. — Lib- eralar sáu þann kost vænstan, að greiða atkvæði með henni líka.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.