Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS vHEÁDaUÁRftRS ÍOR SEEDS, PLANTS, ‘ ,V . ; BULBS AND SHRUBS ■ pWohe main 3514 for catalogue IVm! RENNIE Co„ Límited 394 PORTAGE AVE. - - WÍNNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phonen Maln 194. Nl|?ht and Sun- da y Sher. 1M597 28» DONALD STREET, WINNIPEO. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. MARZ 1915. Nr. 25 Fréttir frá Stríðinu. Af striðinu er lítið að segja stór- kostlegt; þaS gengur áfram sinn vanagang. Canada menn eru farnir að koma fram og þykja óragir. Þeir gjörðu áhlaup mikð á skotgrafir Þjóðverja og runnu á þær i spretti og fóru syngjandi, sem væru þeir að gamanleikum. Þeir tóku grafirnar, hverja af annari og mikið af föng- um. Vildu Þjóðverjar heldur rétta upp hendurnar og biðjast griða, en leika við þá ineð byssustingjunum. Þó að litlu inuni, þá eru Þjóðverjar að smá hrökkva undan, að minsta kosti í Flandern og Norður-Frakk- landi. Eru Bretar og Frakkar með hverjum deginum að verða vissari og vissari að sigra og þeir hlakka til þeirrar stundar, þegar fyrst verð- ur fyrir alvöru farið á stað. — Eins «r austurfrá. Þjóðverjar hafa hamast þar og hleypt inn á vigvöllinn hálfri millíón manna á Rússa norður af Warshau. Þeir reyndu að ná Przas- nyzs aftur og aftur og héldu áfam að senda sprengíkúlur úr hinum stóru byssum sínum á Ossoxviets, og svo norður reynd 1 þeir að brjótast austur til Grodno En það fór alt á sömu leið. Langa, þunna fylkingin Rússa var allstaðar fyrir í skotgröf- um sínum; tungurnar rauðar ur hraðskeytabyssum og handbyssum þeirra sleiktu um fylkingar Þjóð- verja, og mennirnir hrundu niður; stórskotin hvinu í loftinu og komu niður i hina þéttu hnappa Þjóðverja og tættu mennina lim frá limi. Við Ossowiets hafa þeir ekkert áunnið — allstaðar annarsstaðar hafa þeir orðið að hrökkva undan. Þeir kom- ast æfinlega eitthvað áfram, 2 cða 3 eða 4 dagleiðir; en þá komu þeir að ■ókleyfum múrvegg, brjóstum hænd- anua rússnesku, og þar bíður dauð- nn þeirra. Það dugar engin hreysti. — Rússinn er hraustari nú, þegar hann er ófullur og einhuga, og berst fyrir tvennu: fósturjörðu og frelsi. Sama er á Póllandi sunnar, í Kar- patha fjöllum, á slcttum Ungarns norðan.til: þvi að þar bifast Rússar ekki fyrir sameinuðum Þjóðverjum ■og Austurrikismönnuin. Þá eru sundin, Hellusund. Þar gengur hríðin einlægt. Er nú syst- urskip Queen Elisbeth komið þang- að og heitir Warspite. En þar cr ekki litlu hlassi að velta. Bretar hafa nú í seinni tíð mest skotið yfir tang- ann og hæðirnar og einlægt líka i sundinu sjálfu. En það er ekki nóg, að brjóta kastalana, þvi að Tyrkir hafa fallbyssur í hverjum hól og hálsi og klöpp, í skurðum og giljum og lautum; fela þær svo lengi sem þeir geta. Það eru helzt flugmenn Breta, sem geta sagt þeim til þeirra, og þó ekki fyrri en þeir skjóta. Og svo leggja Tyrkir að Tikindum nýj- ar sprengivélar á hvcrri nóttu. En 72 smærri gufuskip hafa Bretar ein- lægt til þess, að sópa upp sprengi- duflunum. Þeir eru að því á hverj- um einasta degi. Liklegt er, að Tyrkir séu alténd fyrst um sinn horfnir frá þvi, að ráðast á Egyptaland. Þeir hrukku frá skurðinum Suez og fóru með alt sitt lið austur yfir eyðimörkina aft- ur. Enlægt halda Brctar góðum 100 mílum upp frá Persaflóa, í löndum Tyrkja meðfram Euphratsfljóti. — Tyrkir réðust á þá nýlega, en hrukku frá er Bretar snérust á móti, og biðu manfall töluvert. 1 Norður- Persíu og Armeníu biðu Tyrkir ó- sigur mikinn fyrir Rússum, og ein- l®gt fara þeir ver, eftir því sem lengra líður. Á sjó hafa þjóðverskir neðan- sjávarbátar sökt nokkrum enskum kaupskipum; en lika látið marga af bátum sinum. Undir eins og Bretar sjá kollinn á þeim koma upp úr sjónum, þá renna þeir á þá, og þá hrotnar neðansjávarbáturinn. Það er ótvilugt ráð; en stundum fara bæði skipin, og geti Þýzkir komið sprengitólinu fyrir sig, þá er Bret- inn farinn; en stundum geta þeir þó sneitt hjá því, ef góð ferð er á þeim, en liinir eru ferðlausir; hið eina, sem þeir geta, er að stinga sér Einum tveimur smærri herskip- um Breta hafa Þjóðverjar sökt ný- leg með neðansjávarbátum. Ennþá situr víkingaskipið “Prins Eithel F'riedrich” í höfn á Bandaríkja- ströndum, og nú er loks búið að finna og sökkva “Dresden”, vestur af Chili-ströndum; tók ekki nema eitthvað 5 mínútur. Mönnum flestum bjargað. , Hvað Hellusund snertir, þá hafa menn von um, að þeir Frakkar og Bretar geti hreinsað þar til, svo að þeir komist í gegn um páskaleytið, eða eftir 2 eða 3 vikur. En landher þyrftu þeir til þess, alténd að vest- anverðu og kannske beggja inegin. Er verið að fleygja því, að sumt af liðinu héðan úr Canada verði sent þangað. Ekki hefir heyrst, a nokkur fs- lendingur sé fallinn ennþá. Sultur og drepsótt. Nú eru farnar að konia fram þær hörmungar, sem stríðunum oft fylgja; en það er sultur og drep- sóttir. Og það í kornlandinu Ung- arn. Skrifar sjónarvottur einn frá höfuðborg þerra Ungverjanna, Buda pest, um það þann 13. marz. Hann var þá þar staddur Aldrei segist han nmuni gleyma því. “Bakörunum og matsölumönn- unum (grocers) var skipað að koma á skrifstofur borgarinnar þenna dag og fá ávísunarmiða upp á einn eða tvo sekki mjöls frá myllunum. En einn sekkur er 85 kílógr., eða sem næst 187 pd., ef maður telur hvert kílógr. 2 pd. og einn fimta umfram. En á meðan biðu víst 500 manns við búðardyr hvers einasta hakara og matsölumanns, og höfðu staðið þar frá því að fyrst fór að birta. — Þeir voru að bíða eftir því, að fá mjölhnefann sinn frá bakaranum eða verzlunarmanninum. En nú voru bakararnir og matsölumenn- irnir að troðast hver um annan og ryðja hver öðrum frá dyrunum og gluggunum á skrifstofum borgarinn- ar (city hall). Þarna voru þcir víst 800, sem komnir voru undir eins og birti, og stóðu 400 öðru megin í ganginum og 400 hinu megin, og þarna máttu þeir margir standa alt fram í myrkur, því að 10 minútur tók það, að skrifa og spyrja og af- henda miðann hverjum einum, og einlægt bættist við þó að margir færu. Loksins var hver búinn að fá sinn miða kl. (i um kveldið. En þá áttu þeir eftir að fara 3 mílur vegar til myllanna, og þegar þangað kom, þá voru þær lokaðar; þeir komu of seint, sumir þeirra, sem seinastir voru, og gátu ekki fengið neitt fyrri en daginn eftir. En allan daginn höfðu hungraðir hóparnir beðið við ; búðardyrnar, því að ekki þorðu þeir að koma tómhentir heim. Svo er verðið einlægt að hækka á korninu og mjölinu og matvælum öllum. Og einlægt situr brauðnefnd- in i hverju ríki, í hverri borg og hverri sveit og ákveður hvað mikið af brauði hver maður og kona eða barn megi eta í hverja máltið. Það fer sjaldan fram yfr hálfa brauð- sneið. Ofan á þetta bætist það, að injólk er svo sem engin. Það er búið að slátra kúnuni og nautgripunum handa hermönnunum, og þó eitt- hvað sé eftir af kúm, þá er ekkert fóður til handa þeim; það er búið að taka það handa hestum hermann- anna eða hermönnunum sjálfum. Og í borgunum eru menn verst komnir, því allir vinnandi menn eru komnir í herinn og allir mjólkursalar, og því enginn til að flytja mjólk um borgirnar, þó að hún væri til. Pestin í fangabuðunum. En yfir þetta tekur þó pestin í fangabúðunum, þar sem Rússar og Serbar eru í haldi. Hirðingin er víst ekki sem bezt, því að þar hefir upp komið taugaveilci, bóluveiki, kolera og inargir sjúkdómar aðrir. Þær eru i stuttu máli sagt pestarbæli, þessar búðir, og er mesta hætta, að koma nálægt þeim. Og einlægt fer það si- versnandi, þvi að þegar fer að hlýna — þá komast sjúkdómar þessir fyrst í algleyming. Og ríka fólkið, sem býr innanum þetta eða nálægt þessu, það getur hvergi flúið, því að það kemst ekki út úr landinu. Og svo eru hermennirnir, sein koma hálfdauðir úr bardögunum í Karpatha fjöllunum; þeir hafa verið særðir og Jegið hjúkrunarlausir kannske dögum saman í sköflunum og fönnunum. Skriðið þaðan burtu og komast svo hálfdauðir heim með kóleru og bólusótt, taugaveiki eða tæringu. Og þegar þeir koma heim, jiá smitta þeir út frá sér. Svona eru lestirnar sumar, sem flytja þessa vesalinga heiin af vígvöllunum. Þær eru fullar, troðfullar af mönnum, sjúkum af pestnæmum sjúkdómum. Frá Winnipeg til Islands fyrir $60. Það var auglýst í síðustu viku- blöðum, að gufuskipið Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélags lslands, sé nú tekið til starfa, og að það verði i New York 30. apríl næstk., og í Halifax 2. mai næstk. til þess að veita móttöku þeim farþegum, sein ferðast vilja með því til ís- lands Fargaldið frá New York til fs- lands á fyrsta farrými .... kr. 250 á öðru farrými ........... — 150 Fargjald frá Halifax til Islands á fyrsta farrými...........kr. 200 á öðru farrými .............— 100 Vestur-íslendingar hafa veitt fregn þessari nákvæma eftirtekt, ef dæma má af þeim fjölda ýmislegra fyrirspurna, sem síðan hafa borist hingað úr öllum áttum. Mönnum er það ljóst, að þetta er fyrsta vöru- og farþega-flutninga skip, sem is- lenzka þjóðin eignast, og að vér Vestur-íslendingar eiguin nokkra hlutdeild i því. Þess vegna er það eðlilegt, að fólk vort vilji vita sem mest um skipið og ýmislegt lútandi að flutningi með því, og í þeim til- gangi eru línur þessar ritaðar, að gefa þær upplýsingar, sem hluta- sölunefndin hér hefir sem stendur á valdi sinu. Skipið Gullfoss er bygt úr stáli, eftir nýjustu gjörð, og svo vandað, sem æfðir skipasmiðir hafa getað gjört það, og með sérstöku tilliti til þess að það þoli hverja þá áreynslu, sem það kann að mæta, ef það lend- ir í ísreki. Allur útbúnaður þess er í fylsta samræmi við það, sem að ströngustu lög og reglugjörðir Ilan- merkur og Bretlands krefjast. Skipið er 230 feta langt og 35 feta breitt, ristir 16 til 17 fet, ber 1200 tons og skriður 12 sjómilur á klukku stund. Hólfað er skipið sundur á fjórum stöðum, og er livert hólf vatnshelt, svo að þó að gat komi á það á einum stað, þá heldur það á- fram ferð eftir sem áður. Loftskeytatæki eru á skipinu og allur útbúnaður þess fullkominn. —• l’yrsta farrými rúmar 45 manns og annað farrými 30 eða 35 manns. Þetta eru allar þær upplýsingar, sem nefndin hér getur að svo stöddu veitt viðvikjandi sjálfu skip- inu. Um það, hvort þetta skip eða annað fari framvegis ferðir vestur yfir Atlantshaf, verður ekki sagt að svo stöddu, en leita mun nefndin hér upplýsinga um það og auglýsa síðar. Hvað við kemur ferðalaginu héð- an til íslands, má geta þess, að hr. Árni Eggertsson hefir samið svo við járnbrautarfélögin hér, að þau selji fyrsta flokks farseðla frá Win- nipeg til Halifax, hverjum þeim, sem ætlar með Gullfossi til lslands, fyrir aðeins $33.55, sem með ann- ars farrýmis fargjaldi á skipinu gjörir ferðakostnaðinn frá Winni- pcg til íslands rétta $60.00, eða, ef farið er á fyrsta farrými skipsins, $86.00. — Nefndin hér hyggur, að fæði sé sélt sérstakt á skipinu og muni kosta líkt og á skipum, sem ganga mili Islands og Danmerkur. Annars er fæðiskostnaðurinn svo lítið atriði, að vart er orð á því gjörandi, þar sem ferðin frá Hali- fax til fslands verður vart yfir 10 sólarhringa, og með þvi að ekki er víst, að aðrar ferðir fáist til íslands mcð skipum þessa okkar félags, þá ættu þeir, sem vilja vitja vina og ættingja á fslandi, að nota þetta tækifæri frá Halifax 2. mai næstk. Annað atriði, sem vert er að minnast, cr það, að nokkrir efna- menn íslenzkir hér í borg hafa i hyggju, að ferðast héðan alla leið til New York til þess að sjá skipið þar og ferðast með því til Halifax og þaðan svo heim aftur til Winni- peg. Þeir, sem vildu vera með í þeim leiðangri, ættu að koma sér í samband við herra Árna Eggertsson hið fyrsta. Kostnaður við þá ferð er: — Winnipeg til New York .... $35.15 Á Gullfoss til Halifax..... 13.50 Halifax til Winnipeg....... 49.00 Alls fyrir fargjald .... $97.95 Þess utan fæði og annar kostnaður, sem ætla má nær hundrað dollars, svo vel sé. F'erðin verður áreiðan- inægjuleg og fróðleg, og má ætla, að talsverður hópur manna sæti þvi, að vera með i hópnum. Það styrkir og félagið okkar, að sem flestir taki sér ferð með þvi milli New York og Halifax. Að síðustu skal þess getið, að með því vér verðum að borga 15 þús. kr. af hlutafé voru til félagsins þann 15. apríl næstk., samkvæmt því, er frá var skýrt i fyrri viku blöðunum, þá óskar og biður hlutasölunefndin Skapti B. Brynjólfsson. GóSur drengur dáinn er; dó hann fyr en varSi. Nú sitja lengi sjáum vér sorg hjá auSu skarSi. Trúar-frelsiS harmar hann; hann því vinur reyndizt. Sá hann, glöggur, sannleikann, sem aS mörgum leyndizt. Ofsa-trúin, ill og körg, óttaSist hann forSum, þegar háS var hildi mörg heitum meSur orSum. EinurS hans og mælska’ er mér í minni frá þeim dögum, er klerka barSist hann viS her, sem hetja — í fornum sögum. Hann röksemdanna reiSa þá Rimmugýgju kunni; og sigur vann hann ávalt á orthodoxy - unni. Og röggsamlega ræddi hann. meS röddu þrumu-geima. um þjóSar-málin þings í rann. — Já, þ a r hann átti heima. Hzrrm kjarnann mat — ei hismi’ og hálm — því heill og sannur var hann; og yfir fjöldann ægishjálm alla tíma bar hann. AS skörung þessum skaSi’ er stór, þaS skiljast mun nú flestum, Þó ei hann kæmi oft í kór hjá íhalds-trúar prestum. Nú aldinn faSir syrgir sinn soninn myndarlega, og ekkjan grætur ástvininn. og ýmsir sárt hann trega. Fyrir kynni forn og góS fús eg þakka honum. — Eg mun æ geyma’ í minnis-sjóS mynd af — Brynjólfssonum I J. Ásgeir J. Líndal. hér, að allir hlutháfar vildu sem fyrst senda afborganir sínar til fé- hirðis Th. E. Thorsteinsson, banka- stjóra Northern Crown bankans, og að þeir, sem geta borgað síðustu af- borgan sina fyrir 15. apríl, vildu gjöra það, þótt hún sé þá ekki fall- in i gjalddagá. Vér höfum nú þegar svo mikilla hagsmuna að gæta i þessu félagi okkar íslendinga, og þá væntanlega svo mikinn áhuga fyrir velferð þess, að vér verðum að gjöra vort itrasta til þess, að geta staðið við borgunarloforð vort við það þann 15. apríl næstk. B. L. Baldwinson .ritari. Járnbraut til Grand Prairie. Bændur þar eiga bráðlega að fá greiðari samgöngur við umheiminn. Þeir eiga það Hon. Robert Rogers að þakka, að þeir sjá nú fram úr þessuin vandræðum nýlendubúarnir I Nú, ekki fyrir löngu, var 'brautar- mál þetta, Edmonton, Dunwegan og British Columbia járnbrautin, fyrir járnbrautarnefnd Dominion þings- ins, og bað þá járnbrautarfélagið um tveggja ára frest til þess að byggja brautina frá Smoky River til Dunwegan. Skuldabréf brautarinn- ar hefir Alberta stjórnin ábyrgst og hafa þau seld verið og liggja pen- ingarnir á bönkunum. Þegar járn- brautarfélagið óskaði eftir fresti þessum og rélt þvi fast frain, þá sendi ráðgjafi járnbrautarmálanna rafskeyti til Siftons stjórnarfor- manns í Alberta og spurði hann, hvort hann væri þessu samþykkur; en hann svaraði: JÁ til þess — og komst þá nefndin að hinni sömu niðurstöðu. Hon. Robert Rogers tekur í taumana. En þegar málið kom fyrir þingið i Ottawa þann 8. þessa mánaðar, þá mælti Hon. Robert Rogers á móti þvi, að félögunum yrði veittur frest- ur þessi. Hann skýrði það ljóst og greinilega, að nýlendubúar á Grand Prairie sléttunum gætu ekki komið frá sér hveitinu af ökrum þeirra. en þeir sætu uppi með þúsundir bushela, sem skemdust í kornhlöð- uni þeirra. En Canadian Northern félagið væri þar langt í burtu, svo ekki væri um það að tala. Hann hcimtaði því, að braut þessi væri taf arlaust bygð til Spirit River, og yrði hún þá aðeins 40 mílur frá Grand Prairie; og kvað hann .muga bænd- anna á Grand Prairie svo mikinn, að þeir væru reiðubúnir, að byggja sjálfir braut norður þangað, ef að aðrir gjörðu það ekki innan lítils tíma. Var þessu svo breytt þannig, að félagið fékk frestinn að byggja brautina frá Smoky River til Grand Prairie um 6 mánuði, i stað tveggja ára, og verður þvi farið að byrja á henni á komandi sumri. Hefði það ekki verið fyrir Hon. Robert Rogers. þá hefðu Grand Pra- irie-búar mátt lengi horfa eftir braut þessari, — hver veit hvað lengi? Og undarlegar eru aðgjörðir Al- berta stjórnarinnar, að ábyrgjast skuldabréfin og vita af peningun- um á bönkunum, en hirða ekki meira um hag landsins og bændanna en svo, að liða félaginu að- draga byggingu brautarinnar, h\Tr veit hvað lengi. Er nú vonandi að þetta lagist hið fyrsta. Herskipið “Prins Eitel Friedrich,, Mikið hefr nú verið talað og ritað um skip þetta, sem er eiginlega ræn- ingjaskip þýzkt (auxiliary cruiser). Hafði verið þýzkt flutningaskip, stórt og hraðskreytt; en Þjóðverjar settu í það fallbyssur og vopn önn- ur og hermenn og sendu það svo út um höfin til að sökkva flutnings- skipum Breta og ræna þau Hefir skip þetta lengi verið i suðurhöfum meðfram ströndum Ameríku að austan og vestan og rænt og sökt hverju skipinu af öðru, en einlægt sloppið einhvernveginn hjá herskip- um Breta. Núna hinn 10. marz rendi það inn á höfnina við borgina Newport News í norður Virginíu, skamt áuð- ur af Washington, og vildu þeir, Þjóðverjarnir fá aðgjörð á skipinu og hreinsa það og fá kol og vistir. Enginn vissi eiginlega neitt um skipið fyrst, og enguin farþegum var á land hleypt. En fljótt komst það upp, að 350 hermenn og 13 yf- irmenn voru á skipinu og að það var vopnað með 8 tiu þumlunga fallbyssum og 10 fimm þumlunga fallbyssum, auk annara vopna. Á skipinu voru einnig 326 fangar, franskir og rússneskir. Þá kom það og upp, að mjlega hafði skip þetta sökt einu skipi Bandarikjamanna, sem var á ferð með hveiti til Queens town á lrlandi; en tóku áður af því skipshöfn alla. Sjö skipum öðruin hafði það sökt, sumum frá Bretlandi en sumum frá Fraklandi; en tekið hafði það skipshafnir af skipuin þessum. Seinna kom það upp, að það hefði auk þessara skipa sökt 3 öðrum, en tekið af mennina og sett i land. Eitt þessara skipa hafði ver- ið eign Bandaríkamanns; hafði hann verið nýbúinn að kaupa það. Þrátt fyrir þetta og þó að herskip- ið þýzka væri nýbúið að sökkva skipi þessu, þá leitar það inn i höfn til Bandarikja og vill fá keypta alla útgjörð til skipsins, svo að það á ný geti fengið tækifæri til að ræna og sökkva fleiri skipum. — Sýnir þetta sem margt annað yfirgang Þjóð- verja; þeir þykjast hafa rétt fyrir öllum mönnum. Sjö mánuði var skipið búið að vera á ránsferðum þessum. En iama höfðu Bretar verið á eftir ivi, og sá það sér ekki annað fært, en hleypa þarna inn. Nú stendur yfir rannsókn á mál- um þessum á hverjum degi, en Bret- ar biða úti fyrir dyrum og vilja hafa tal af skipstjóranum, þegar hann kveður Jónathan. UTANASKRIFT TIL HER- MANNA. Til þess, að léttara verði, að af- greiða bréf til hermannanna og menn verði vissari um, að þau komi til skila, eru þeir beðnir að skrifa utan á þau á þenna'hátt: (a) Rank....................... (b) Name....................... (c) Regimental Number.......... (d) Compang, Squadron, Battery or unit..................... (e) Battalion................ (f) Brigade ................... (g) First (or Second) Canadian Contingent.............. (h) British Expeditionary Force Army Post Office, LONDON, ENGLAND. SPURNINGAR. 1) Fig renta hús úti á landi og hefi barn á skólaaldri, en fæ ekki að láta það ganga á skóla héraðs þess, er eg lifi í, utan að borga vist gjald fyrir barnið mánaðarlega. Er það réttmætt? 2) Getur mentamálastjórnin skyld að foreldra eða aðstandendur til að láta þau börn ganga á skóla? Illa upplýstur. * * ¥ SVAR.—1) Ef þú hefir varanlega bólfestu í héraðinu, eða ef þú borg- ar skatt til héraðsins, hvort sem heimili þitt er í héraðnu eða ekki, þarft þú ekki að borga mánaðarlegt eða annað gjald. 2) Já, mentamálastjórnin getur skyldað þig til að senda barnið á skóla. Fyrirlestur um tæríngu. Á fiintudaginn 25. marz kl. 8 að kveldi verður fyrirlestur fluttur i Fyrstu lútersku kyrkjunni hér i bæ, um tæringu og fyrirlesarinn er Dr. Stewart, yfirlæknir á tæringar spít- alanum i Ninette. Dr. Brandson verður þar og talar líka. Inngangur verður ókeypis, en samskot verða tekin til að borga ferðakostnaðinn. Kvenfélögin i F'yrsta lúterska og Skjaldborgar söfnuðum hafa staðið fyrir þessu og fengið Dr. Stewart til að koma. Þa>r eiga þakkir skilið fyr- ir konurnar, og menn ættu að sýna það með því, að fylla kyrkjuna. — Það eru margir fslendingar, sem farið hafa til Ninette og fengið bót meina sinna, og spitalinn er viður- kendur að vera hin bezta stofnun, af sinni tegund, i Canada. En hins veg- ar er sýki þessi svo að magnast með degi hverjum, að fáar fara þær að verða fjölskyldurnar, sem eru óhult- ar fyrir henni. Þess vegna ættu menn að sækja fyrirlestur þenna og heyra hvað Dr. Stewart hefir að segja um sýki þessa.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.