Heimskringla - 25.03.1915, Side 1

Heimskringla - 25.03.1915, Side 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTS. ‘ BULBS AND SHRUBS , - •' PHONE MAIN 3514 FORCATALOGUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Maln 104. Ni«ht and Sun- «la y Shor. MC7 2S0 DONALD STRKET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1915. Nr. 26 Stríðs=fréttir Tyrkir sökkva bryn- drekum Bandamanna. ÞaS er farið að harðna í Hellu- 8undinu. Bretar og Frakkar mts.sa þar hvern bryndrekann á eftir öðr- um, auk smærri skipa. Og eru öll skipin sprengd upp af duflum í sundinu. Skamt frá Hellusundi er smáeyja ein, sem Tenedos heitir Þar var mað- ur einn þann 18. marz, þegar skip- unum var sökt, og fór upp í fjallið Elios á eynni, 1600 fcta hátt og hafði Bjónauka góðan, svo að hann sá glögt eftir sundinu. En skipin Breta o gFrakka lágu einmitt þarna við Tenedos eyjuna, neðanundir fjallinu, en hann með sjónaukann uppi á tindi þess. Manninum seg- ist svo frá: “Það var kl. 9 um morguninn, að sex bryndrekar Breta léttu akker- um í vfkinni við rætur Elios fjalls- ins og héldu inn á sundið, og á eft- ir þeim fóru skip Frakka með 3. mílna miliibili. Þeir fóru að skjóta kl. 10.20 f.m. á kastalavígin. En að klukkutíma liðnum kom tyrkneskt skip eitt framundan nesinu í þrengslunum, þar sem stendur kast- alinn Iíilid Bahr; en það fékk óð- ara þær kveðjur frá Bretum, að það snöri við og hvarf bak við tangann aftur. Um hádegi fór það að sjást á kastulunum, að skotin hrifu. í Chanak að austanverðu var þar mikil sprenging, sprengikúla ein hafði hitt púðurhús þeirra og stóð gusan hátt í loft upp. í fyrstu hittu Tyrkir illa, en smátt og smátt komu skipin nær og þá fóru þeir að hitta. Sprengikúlur Tyrkja komu alt í kringum skipin og stóðu gusurnar hátt upp yfir borðstokkana og mörg skotin hittu skipin sjálf. Um hádegið stóð eitt franska skipið í björtu báli og hafði sig úr bardag- anum. Kl. 1.45 léttu flciri skip Breta akkerurn og héldu inn í sundið og fóru að skjóta Eftir 10 mfnútur stóð reykjar- mökkurinn upp úr tveimur þc'rra. Um kl. 3 varð sprenging nrik,l í kastalanum Kilid Bahr, er sprngi- kúla hitti hann frá skipinu Eliza beth; var sprenging sú voðamikil; er kastali sá að vestanverðu, en að austan á móti er Chanak, og sýnd- ist þá kastali sá vera allur í einum loga Kl. 5 kom franskt skip eitt út úr sundunum og var augsýnilega mik- ið laskað og fylgdu þvf 2 önnur. Hin skipin voru enn í sundinu þeg- ar myrkur íéll á og bar logann og reykinn úr kastalanum Chanak við Ioft upp. , 1 Fregnin frá sjóflota deildinni seg- ir, að slagur þessi hafi verið hinn liarðasti. Það var auðséð, að það voru þýzkir menn, sem skutu af fall- byssum Tyrkja, því að skotin hittu og buldu á skipunum. En einlægt meðan bardaginn stóð voru smærri skipin að slæða upp tundurvél- arnar. Klukkan 4.19 e. m. snöri bryn- •drekinn Irresistible við úr bardag- anum og hallaðist mikið svo það lág á hliðinni, en kl. 5.30 sökk það. En kl. 6.05 rakst brynskipið Ocean á sprengidufl og sökk bráðlega. Bæði sukku skipin á dýpi miklu; en öllum mönum varð bjargað. Var þá liörð hríð gjörð af hinum skip- unum á kastalana, meðan verið var að bjarga mönnunum af skipum þessum. Mörg voru skipin meira og minna brotin; einkum franska her- skipið Gaulois og bryndreki Breta Inflexible; en þó komust þau burtu hjálparlaust. Vélar þær, sem skip- unum söktu, voru flotvélar, sem bárust með straumnum. Þegar frönsku skipin snöru við kl. 1.25 e.m., þá hitti eitt þeirra fljót- andi vél, franska brynskipið Bou- vet, og sökk það óðara á 36 faðma dýpi með nærri öllum mönnum. Eitthvað 67 varð bjargað af 621. — Ekkert skip komst svo úr slag þess- um, að ekki hefðu fleiri eða færri skot frá Tyrkjum hitt þau og stund um brotið eða dalað skipin og sært og deytt menn á þeim. — Það er að verða ljóst, að Bret- ar og Frakkar þurfa iandher til að vinna Hellusund, enda mun hann á leiðinni -— Sagt er, að aðmíráll Breta Car- den sé fallinn eða særður. Hann stýrði sóknnni í Hellusundi; en í hans stað sé skipaður aðmíráll John M. de Roebeck. Makleg viðurkenning fyrir tuttugu og fimm ára bindindis starfsemi. Mr. og Mrs. Bergsveinn M. Long Stúkan Hekla hélt hr. Bergsveini M. Long og konu hans samsæti í Goodtemplarahúsinu þann 19. þ.m. að enduðum fundi, til minningar um að hann hefir verið meðlimur stúkunnar tuttugu og fimm ár og hún litlu skemur. Var hr. Long af- hent lífstíðar-skýrteini, sem sýnir, að hann hefir gjörst meðlimur reglunnar æfilangt. Þá var þeim hjónum- fært eftir- fylgjandi ávarp, skrautritað af Friðriki Sveinssyni, sem Hjálmar Gfslason las upp: — “Til Bergsveins M. Long og konu hans, Þuríðar Indriðadóttur, frá. meðlimum stúkunnar Heklu, nr. 33, af Alþjóða Reglu Good Tem- ara. “Kæru félagssystkyn! “Við samverkafólk ykkar í stúk- unni Heklu finnuin okkur skylt, að votta ykkur alúðarfylsta þakk- læti okkar og virðingu fyrir tutt- ugu og fimm ára starfsemi í þarfir stúkunnar og bindindismálsins. “Velferð hvers málefnis byggist á trúmensku og ötulleik þeirra, sem að því starfa. Þið liafið sýnt sanna trúmensku og ötulleik f starfi ykk- ar til eflingar stúkunni Heklu og bindindismálinu yfir iiöfuð. Með einlægum áliuga og þolgæði hafið þið unnið að lieill og viðgangi mál- cfnisins. Þess vegna hefir starf ykk- ar verið svo happasælt fyrir stúk- una, að hún má þakka ykkur flest- um öðrum fremur vöxt sinn og vel- gengni á iiðnum árum. , Okkur finst það sérstaklega við- eigandi við þetta tækifæri, að taka fram, að bróðir B. M. Long hefir gegnt erfiðasta og vandasamasta embætti stúkunnar, embætti fjár- málaritara, um mörg ár með stök- ustu reglusemi og vandvirkni. “Fyrir alt þetta mikla starf, og fyrir bróðurhug og ljúfmannlega viðkynningu viljuin við, félagssyst- kyni ykkar, þakka ykkur um leið og við árnum ykkur allra heilla á komandi árum og óskum að við megum lengi njóta samvinnu ykk- ar í starfinu fyrir bindindismálið”. * * * Næst talaði síra Guðm. Árnason, og afhent, þeim gjafir frá meðlim- um stúkunnar: honum göngustaf gullbúinn með áletraninni: “B. M. Long, frá meðlimum stúkunnar Heklu, 15 marz 1890 — 15. marz 1915”; og henni gullbúna regnhlíf, sem á er letrað: “Mrs. M. B. Long, frá st. Heklu nr 33 I.O.G.T., 19 marz 1915”. . Þá fluttu þeir ólafur Þorgeirsson konsúll og Árni Anderson lögmað- ur ræður. Töluðu þeir um bindindis starfsemi hr. Longs og luku lofsorði á áhuga hans og dugnað í bindind- ismálinu. , Á milli ræðuhaldanna ‘skemtu með söng og hljóðfæraslætti: Miss Clara Oddsson, Mrs. Clara Thomas, Sigurður Helgason, Vilhjálmur Ein- arsson, Miss Ruby Olson og Miss Lilja Goodman. Heiðursgestirnir þökkuðu gjafirn- ar og bróðurhug þann, sem með- limir stúkunnar sýndu við þetta tækifæri. Einnig talaði lir. Long all-ítarlega um bindindisstarfsem- ina í sambandi við st. Ileklu. Að skemtunum enduðum voru bornar fram veitingar, sem nokkrar konur í stúkunni gengust fyrir. Przemysl gefst upp. Przemysl er kastali rammgjör, i miðri Galizíu. Þar sátu Austurríkis menn og byrgðu upp kastalann að öllum nauðsynjuin þegar Rússar komu þar inn fyrir 6 mánuðum, og tóku landið. Rússar settust um kastalann og höfðu þar 100-200 þús- undir manna í kring að líta eftir honum. í sex mánuði hafa þeir set- ið um hann, en Austurrikismenn verið að senda hvern herinn á fætur öðrum að lijálpa þeim. Rússar hafa einlægt barið þá burtu, og hafa þeir Austurríkismennirnir tapað þar tug- um þúsunda mann, auk þerra sem fallið hafa í kastalanum eða úthlaup- um frá honum. En sultur og pest var farin að sverfa að kastalamönnum og núna loksins gáfust þeir upp hinn 22. þessa mánaðar og er þessi hin langa vörn þeirra fræg orðin. Þarna losna nú 100 þúsundir Rússa eða meira, sem þeir geta not- að annarstaðar. Næst fara þeir að líkinduin til Cracow, i vestur horn- inu á Galiziu og setjast um kastala þann. Þetta er Rússum á við stórum sig- ur, þvi að nú ráða þeir eininlega allri Galiziu og geti þýzkir trúað þvi að Rússar hafi náð kastala þessum, þá hefir það mikil áhrif á þjóðina. Þeir verða ekki eins öruggir um sig- urinn. Canadamenn búa til sprengi- kúlur fyrir Bandamenn. Rússar hafa þessa dagana fengið verksmiðju eina i Canada til þess að búa til fyrir sig 80 milión dollara virði af sprengikúlum (shrapnel). Félagið ætlar að láta vinna að því nótt og dag, og hefir gefið nærri helminginn út á ‘contract’ til annara Sprengkúlurnar verða fluttar jafn- óðum bæði austur til Archangel við Hvítahafið og vestur til Wladivo- stok i löndum Rússa við Kyrrahaf. Auk þessa eru yfir tvö hundruð félög hér i Canada önnum kafin, mörg nótt og dag, að búa til skot- færi og hergögn einkum shrapnel- kúlur þessar bæði fyrir Frakka og Breta. Kúlur þessar eru svo gjörðar að þær springa rétt yfir höfðum óvinafylkinganna, eða skotgrafanna. En í hverri þeirra eru kanske mörg hundruð smákúlur og strá þær dauð- anum i allar áttir, en mennirnir tætast og tyggjast í sundur i hópum allir, sem nærri standa, er þær koma niður. Tröllasaga. Það komu tröllasögur um það i sumum blöðunum að Blámenn i Sudan hefðu ráðist á Breta þar og stráfelt þá og væri það byrjunin á þvi að reka alla Englendinga út úr Afríku. Voru sumir landar orðnir broshýrir yfir þessu. En fréttirnar ar höfðu verið teknar úr einu mikla og merka Þýzka blaðinu Vossische Seitung, á Þýzkalandi, og reynast nú hauga lýgi frá upphafi til enda. Róstur á Þingi Þjóðverja (Reichstag Eftir fréttum frá Berlin ætlaði alt að verða i uppnámi á ríkisdeginum (þingi þjóðverja sem svo kallast), núna fyrir helgina. Sósíalisti einn flutti þar ræðu, og mælti á móti því, ð herstjórnin skyldi vera að nauðga íbúum Frakklands til þess að taka upp þýzka tungu og þýzka siði; svo kvað hann sig lirylla við þvi er Skapti B. Brynjólfsson. Dáinn 21. des. 1914. Hér rist á tímans reginskjöld er rún — því enginn gleymi —, sem tjáir aÖ heilsa, velsæmd, völd oft völt séu’ í þessum heimi. En einu brjálacS aldrei hér þó örlaga nornin getur: ÞacS mannsins dýrleg minning er, er maklega sér hann getur. Horfinn er holds frá gervi, hróðmögur vorrar þjóðar, dáðrakkur hér sem deySi djarflyndur Brynjólfs arfi; menningu mjög hann unni, mannkærleik rækti sannan, framför hlyntur og frama, fjáSur af heilla ráSum . Margur hér mætan syrgir mannbaldur vorrar aldar, snilli sem æfSi alla ótrauSur fram í dauSa; drúpir nú hyggju-döpur drótt, er IiS til hans sótti; lofsæl minning er leifSi lifir hann moldum yfir. Tjá mun þó æSrast eigi, — allir aS lokum falla Heljar nær haninn gelur huldu aS ráSi Skuldar; örugg von er vor huggun — ein bezt sem græSir meinin — aS vér aS entu stríSi aftur þér mætum Skapti. S. J. Jóhannesson. þjóðverjar höfðu heitið því að bTenna þrjár borgir Rússa fyrir þýerja eina, þýzka, sem Rússar bfendu. Hann hét Ledebour, en sósíalista foringinn Leibneckt tók i strenginn með honum og sagði að slíkt athæfi væri barbariskt og alveg óþolahdi. Þá urðu svo mikil ólæti á þinginu, hróp og köll og stukku menn úr sætum sinum, en enginn ueýrði annars mál, og lág við hreð- um. Eftir nokkra stund gat samt Ledebour haldið áfram.—Þarna sést að Leibkneckt er kominn á þing aft- ur, ef hann nokkurntíma hefir af því farið. ÞjóSverjar taka olíuskip eitt hertaki. Það var skipið Brussel, sem kom með olíu frá Philadelphiu til Stokk- hólms. Þegar það i vikunni sem leið, kom inn fyrir dönsku eyjarnar og var á leiðinni sunnan við strend- ur Svíþjóðar, kom þar herskip þjóðverja, tók skipið liertaki og flutti það inn til Svinemynde á Þýzkalandi, tók úr því oliuna, en slepti skipinu. Þessu skipi höfðu Bretar sleptþví þeir trúðu og treystu því að skipið myndi flytja olíuna til Stokkhólms en ekki Þýzkalands, en hún fór þó annað og hefir kanske aldrei verið ætluð, að fara annað en til Þjóðverja. Floti Rússa á Svartahafi. er nú búinn að sópa Asíustrendur Tyrkja og kominn að Sæviðarsundi, norðan við Miklagarð, og er sagt að hrollur hafi farið um Týrki í höfuð- borginni, er óvinirnir komu svo nærri. Er nú klappað bæði á fram- dyr og bakdyr hjá þeim, því að Sæ- viðarsund er á kortinu að sjá ekki nema ekki nema eitthvað 20—30 míl- ur. En miklu mjórra er það en Hellusund og kastalaröð á hæðun- um beggja megin. Þýzkir ey'ða borgum og þorpum í þúsundatali. Á Póllandi er nú búið að eyði- leggja 95 borgir og 4,500 þorp, og af þcim hafa Þjóðverjar brent til kaldra kolo 1,000. Þetta er aðeinsí Póllandi og er eignatjón það talið að minsta kosti 500 millión dollara virði. ö Krónprinsinn Þýzki dauður. Sagt er, að krónprinsinn þýzki sé dauður og hafi eigin menn hans ráðið honum bana, en ekki vita menn þetta þó með áreiðanlegri vissu. Beitiskip Breta kemst í hann krappann. þess var áður getið, að eitt her- skip Breta hefði beðið manntjón í Hellusundi og látið 20 menn. Það var skipið Amethyst. Beitiskij) (cruiser) þetta, hafði verið sent inn í sundin, þar sem þau eru þrengst, inn á milli aðalkastalanna, til þess að skella í sundur talþráðinn, sem lág f botn þvert yfir sundið milli kastalanna. Skipið fór þar inn og I slæddi upp talþráðinn og klipti liann f sundur. En rétt f þvf, að þeir voru að snúa við aftur, urðu Tyrkir varir þeirra, og hefir þetia þvi verið að nóttu til, og þarna voru þeir komnir inn fyrir mestu þrengslin, því þráðurinn iág frá E1 Chanak og til Kilid Bahr. Undir eins og Tyrkir sáu þá, létu þeir skothríð- ina dynja á skipinu frá köstulun- um beggja vegna og hitti hvert skot- ið eftir annao, en skipið á flugafeið. Var sem færu þeir i gegnum hagl- skúr mikinn, og voru látlausir brestir og brothljóð, er kúlurnar skullu á skipinu. Fóru sumar alveg í gegn, en sumar sprungu á og í skipinu, er skalf og nötraði af hin- um voðalegu höggum. Féllu þar 23, en 37 særðust. Gjörðist þetta alt á nokkrum mínútum, því skipið hélt ferð sinni; en engin kúla hitti vél- ina eða katlana og komst það því brátt úr skotfæri. Þrátt fyrir mann- tjónið og þó að skipið væri mjög brotið að ofan, var það þó sjófært. SEINUSTU STRIÐSFRÉTTIR. Með Przemyzl tóku Rússar 117 þúsund fanga; þar á meðal 9 yfir- hershöfðingja og hátt á þriðja þús- und óæðri foringja; einnig feikna- byrgðir af vopnum, sérstaklega fall- byssum. — ítalir eru í óða önn að víggirða grísku eyjarnar sem þeir halda við strendur Litlu-Asíu og Sporades kallast. En Austurríki lileður her- mönnum og stórskotalði í skörðin og dalina á Alpafjöllum, og eins víst að þeir verði þar fyrri til. — Á Frakklandi skjóta Þjóðverjar logandi olfu yfir skotgrafir Frakka. — Nú sækir allur Rú.ssaherinn fram í Galizíu. Slys og manndráp í borginni. Men neru hér orðnir nokkuð van- ir við, að eitt og annað komi fyrir, — að vagnarnir fari yfir mann og mann og brjóti bein og annað smá- vegis. Nýtt var það þó fyrir helgina, að autó keyrði á ferð töluverðri inn á milli strætisvagna tveggja og var heldur þröngt, svo að autóið molað- ist alt í sundur, en maðurinn kast- aðist upp úr því sem hrossataðs- köggull eða togleðursbolti og var að mestu ömeiddur. En núna á sama sólarhringnum eru tveir á háls skornir og einn drengur rotaður, en tveir aðrir nær dauða en lífi; gátu skriðið burtu þaðan sem þcir meiddust. Hann hét Jack Lesky og var Aust- urríkismaður, sem skar konuna á háls og síðan sjálfan sig. En konan hét Mrs. Mary Jane Hutchinson, ung ekkja. Hafði hún mist mann sinn fyrir ári síðan. Seldi hann kol og við og lét verzlun þá eftir konu sinni. Tvö börn áttu þau, dreng 8 ára og stúlku 6 ára. Lesky var vinnu maður konunnar og var eiginlega ökumaður og hafði verið hjá þeim hjónum ár eða meira; þeim féil vel við hann, og nú eftir dauða bónd- ans skyldi hann líta eftir öörum ökumönnum, sem kcyrðu viðinn og koln til kaupenda. Hann vildi ná í konuna, en hún vildi hann ekki. Sjálf let hún eftir verzlaninni og hélt bækurnar ogwar þá oft í kofanum við viðarhlaðana. Á mánudagsmorguninn stuttu eftr kl. 8.30 hafði það gjörst. Hann hefir komið þar að henni með rak- hnífinn sinn og skar hana svo greinilega, að þvert var skorið fyrir barka og æðar; síðan hefir hann skorið sjálfan sig, því að hann lá þar hjá henni dauðskorinn. Drengirnir aftur voru: óli John- son, 17 ára; Harry Blunderfield, 16 ára, og Walter Cameron, 16 ára. Þeir höfðu stolið autóinu á sunnudags- kveldið, þar sem jiað stóð fyrir fram an Metódista kyrkjuna á Sargent og Maryland st., meðan á messu stóð, og farið að keyra í þvf og ætl- að sér að hafa nú “góðan tíma”. Þeir höfðu keyrt norður Maryland tl Notre Dame Ave. og svo út í Brookside grafreit. Þar valt autóið um og varð óli undir og molaðist alt höfuðið; og liinir meiddust mik- ið. Cameron pilturinn skreiddist einhvernveginn heim til sín, 758 Tor- onto st., og kom heim eftir mið- nætti, og var þó mikið meiddur, bæði á höfði og víða annarsstaðar. En Harry BlunderfieW fanst ki. 6 í vagnaskýlunum við Main st. Var hann mjög meiddur á höfði og strax fluttur á spítalann. Fyrstnefndi pilturinn var íslenzk- ur, Cameron íslenzkur í móðurætt, en Blunderfield enskur. „ Síra Rögnv. Pétursson er kominn heim aftur sunnan úr Dakota frá því að jarðsyngja Sigurð sál. Jóns- son, er lengi bjó norðan við Moun- tain. Hér f borginni er tíðin góð, frost- lítið og einsog vorið sé að koma. — Þeir geta þegið það, Winnipeg bú- ar, þó að lítið sinni þeir jarðyrkj- unni; en þeim finst þeir megi eins njóta góða veðursins sem aðrir. “Jitney”-autóin þcyta um borgina og keyra hvern sem vill fyrir 5c. Kn strætisvagnafélaginu er illa við það. In Memoriam S. B. Brynjólfsson. Amidst our woods he was a pine-tree fair, Towering high with hardness to withstand Earth s stormy blasts and its keen northern air And stood unmoved although the mattocked hand Approached his quiet home. His comrade band Bent low its boughs and begged his fate to bear That showed such worth, but Ruin’s reprimand Alone accrued from all its eager care. As our lone forest wails its woful loss And wins no solace from their worth that are Still spared unspoiled, breezes from afar Brsathe hope: “God’s woodman hewed him and across Yon azure field he bore him to be made With his compeers to shed Elysian shade.’’ 3-20-1915. Skúli Johnton.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.