Heimskringla - 25.03.1915, Síða 4

Heimskringla - 25.03.1915, Síða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1915. Á Svínadal. (Jón Thor. KvaeSi. Khöfn. 1871. Bls. 12) Ó fjalladalur, fögrum vaxinn smárum og fífilskrauti báðar settar hlíSirl ÞiS hermiS mér um horfnar fyrri tíSir, er hjarta mitt var engum lostiS sárum. Hér sleit eg fyrstu æfi minnar árum og unni lífi, varS þá fátt aS meini, utan er grét eg gráum undir steini hinn góSa Kjartan sönnum vinar tárum. Eins eruS þér sem áSur, hnjúkar fríSul en eg er breyttur, skýjum myrkvuS gleSi, af auga hrynja ekki dropar tára; Þeir voru synir sakleysis og blíSu— og sakna þeirra—léttu ungu geSi— en króknuSu viS kulda nepju ára. A Svínadal. (JónThor. bls. 12) Dear mountain-dale in fairest clover clad And ye twin-slopes all decked in daffodils! Ye tell me of the times ere aches and ills Enveloped me and ere a wound I had. Here erst I lived, a little country lad, Enjoying life and over naught made moan Save when I seated ‘neath the cold gray stone Shed tears for Kjartan and his fate so sad. Ye, mountains, still forthshow fair eminence But I am changed and cloud racks o’er me lower Yet I alway withhold the welling tears. Ye were the offsprings of mild innocence— I yearn for you that cheered my childhood hour— But were congealed by cold and cheerless years. Skúli Johnson. Heimskringla (StotnuV 188«) Kamur út & hverjum fimtudegi. tJtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD, Vert5 blatSsins f Canaða og Bandaríkjunum $2.00 um áriS rirfram borgab) ent til Islands $2.00 (fyrirfram borratS) Allar borganir sendist rábs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjórl: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrlfstofa. 729 Sherbrooke StreeU Wionrpe? Box 3171 Talslmi Garry 411» Tillagið til þjóðveganna á þingi. Allan seinnl hluta 15. febr. stóðu hreður miklar á þingi og voru Lib- •ralar að reyna að koma í veg fyrir það að þingið veitti 300,000 dali til ▼egagjörða í sveitunum úti um landið og til annara opinberra þarfa þeirra. Eoringi Liberala á þingi, T. C. Norris, vildi lækka það ofan í 100,000 dollara. Reyndar hafði hann ekki á móti því, að gefa sveit- unum 200,000 dollara. En stjómin mátti ekki hafa neitt eftirlit með því, hvernig því væri varið og hvern- ig verkið væri af hendi leyst, er stjórnin veitti fé til að gjöra. Hon. Dr. Montague svaraði og sagði: “að það væri erfitt að sjá, hvaða blessun þessi uppástunga leiddi yfir landið, að lækka veiting- una til veganna í sveitunum úr 300,000 dollurum ofan í luo.uvu doll- ara. Sjálfir Liberal þingmennirnir væru búnir að biðja um meiri styrk tíl veganna í kjördæmum sínum en þessu næmi; Saskatchewan, Ontario og hin önnur fylki bygðu vegi um nýlendurnar til þess að hjálpa hin- um nýju landnemum. Stjórnin legði sefinlega fram reikninga sína, svo að hverjum manni væri auðvelt að sjá þá og skoða. Hún óskaði einmitt •ftir því, að almenningur skoðaði þá og yfiriiti. Stjómin reyndi að ■kifta peningum þessum sanngjarn- lega á milli sveitanna. Og þær sveit- lmar fengju náttúrlega mest, sem fátækastar væru. Það sem þjóð og þing þyrfti að vita væri það, hvort peningum þessum hefði verið til- hlýðiiega varið. Og stjórnin óskaði einmitt eftir því, að andstæðingar hennar rannsökuðu þetta, og flndu þeir einhverjar misfellur, þá kæmu þeir fram með þær. J>á tók Mr. Norris aftur til máls eg hélt fram hinum sömu skoðun- um og áður. En Sir Rodmond Rob- lin svaraði honum þá og kvað hann ■jálfum sér samkvæman, er hann talaði um veitingu þessa til veg- anna, og færi með dylgjur um mis- gjörðir stjórnarinnar. I>etta væri komið f vana fyrir honum. Ræða Mr. Roblins. Er það heiliavænlegt,’ að hjálpa ■veitunum á þann hátt, sem vér gjöfum nú? Og er peningum þeim, sem veittir eru, hyggilega varið? — J>etta sagði Mr. Roblin að væri spurning, sem f mörg ár hefði vakað fyrir stjórninni. Og nú hefði komið beiðni til stjórnarinnar frá Lans- downe, kjördæmi sjálfs foringja andstæðingaflokksins Mr. Norris, *m vissa peningaupphæð til þess, að byggja brýr í kjördæminu. Það hefði komið sendinefnd frá sveit- inni til Dr. Montague til að biðja um þetta, og Dr. Montague hefði ■amþykt það og peningarnir yrðu eflaust borgaðir. I>að væri spurning um það, hvort stjórnin ætti að haida áfram að bjáipa sveitunum á þenna sama Uátt. J>arna væri öll sveitarskipun komin á fyrir löngu. En nú sneri hann máli sínu að sveitum, sem ekki hefðu neina sveitarstjórn, þar sem menn hefðu ekki tekið eignar- rétt á löndunum, þar sem landið væri lftt unnið og nýlendumennirn- ir fátækir, og vegirnir væru svo ill- ir, að menn vissu dæmi til, að kon- ur þyrftu að bera hveiti á herðum sér 9 míina Jangan veg. Þessir menn, sem þarna byggju, hefðu komið til stjórnarinnar með bænarskrár og beðið hana að hjálpa sér til þess, að þurka þessa vegi ega byggja vegina, svo að konurnar gætu farið um þá, meðan bændur þeirra væru að vinna sér inn peninga á járnbraut- unum eða hvar annarsstaðar, sem þeir gætu fengið vinnu sína borg- aða. Að hjálpa nýlendumönnum. “Vér lýsum þvi skýlaust yfir,” hélt Sir R. P. Roblin áfram, “ekki einungis í þingstofu þessari, hcldur af opinberum ræðupöllum víðsveg- ar um fylkið, að vér ætlum að taka vissa upphæð á hverju ári af tekj- um ríkisins tii þess að hjálpa land- takendum í sveitum þeim, sem ný- lega eru eða verða opnaðar. Og ef að andstæðingar vorir hafa á móti því, þá skjótum vér málinu til þjóðar- innar og stofnum óðara til kosn- inga; vér ætlum að standa á þvi eða falla, eftir þvf sem kjósendur skera úr. , Sýndi hann svo fram á, að það væri óumflýjanlega nauðsynlegt fyr- ir stjórnina, að láta heiðarlega menn af sínum flokki líta eftir því, hvernig peningum þessum væri var- ið, því að ef stjórnin tæki til þess sér óvipveitta menn, þá gætu þeir vísvitandi komið stjórninni í vanda En það væri ætlð lögð stund á, að fá sem mesta vinnu fyrir pening- ana. Margir góðir nýlendumenn úr Evrópu hefðu farið út í óbygðir og reist þar bú sín. En nú heimtuðu andstæðingar stjórnarinnar, að — “láta verkið upp á kontrakt”. Væri það nú rétt, að veita þeesa “kon- trakta” mönnum hér uppi í Winni- peg til dæmis, sem myndu taka með sér verkamenn úr Winnipeg til þess að vinna á vegunum og láta svo fá- tæku nýlendumennina, kannske hálfsoltna, sitja hjá og horfa á hina taka frá sér verkið og peningana, sem þeir hefðu gctað iiaft til þess að fæða börn og konur? Enginn maður með nokkurri sanngirni gæti hiustað á annað eins. Og ef að andstæðngar stjórnarinnar ætluðu sér virkilega að halda þessu fram, þá myndi sorg og harmur grípa þá síðar; engu síður en bændurna, er horfðu á lífsbjörgina tekna frá sér og heimilum sfnum”. — Sir Rod- mond sagði, að sig iðraði það mest, að þeir hefðu ekki haft upphæð þessa 500,000 dollara í stað 300,000 dollara. Hér f borginni hefðu menn járnbmutir, strætisvagna, autós og steinlögð stræti, en nýlendumenn hefðu kannske enga færa vegi. Að auka framleiðsluna. “Vér viljum framleiða sem mest úr jörðunni” mælti Mr. Roblin enn- fremur, “og ef að vér með því að leggja fram 500,000 dollara, gætum gjört lífið þolanlegt fyrir nýlendu- mönnunum, svo að þeir gætu fram- leitt 3 eða 4 millíón doliara virði af búsafurðum, þá get eg ekki annað sagt, en að þeim peningum hefði verið vel varið” (lófaklapp). Sir Rodmond benti á nauðsynina á því, að halda áfram styrkveiting- um til Gimli og St. George kjördæm- anna, þvf að þar væru allar þessar nýju bygðir að myndast. Stjórnin væri siðferðislega skuldbundin til að byggja þar vegi og hjápa til við framleiðsluna. Nýlendumennirnir f bygðum þessum ættu við harðrétti og erfiðleika að búa, og það væri nauðsyn á, að gjöra þá ánægða og velstandandi menn. I>eir fengju nú ekki meira til veganna á höfuð hvert, en þeir hefðu fengið hin sein- ustu undanfarin 10 ár. J>á talaði Dr. Montague næst og gat þess, að stjórnin hefði ekki tek- ist á hendur, að byggja fullkomna vegi í nýlendum þessum, heldur fylia upp verstu forirnar og höggva skóginn af vegastæðunum; leggja sprekabrýr yfir mýrarnar, og gjöra skurði til þess að hleypa af mesta vatninu, svo að nýlendumönnum væri mögulegt að komast til járn- brauta og markaðar. J>að væri þó skárra fyrir þá, að hafa þessa vegi en enga. Og væru engir vegirnir, yrðí bygðin engin. En hvað það snerti, að gefa vega- vinnu út á “kontrakt”, þá gjörðu )eir það ekki. Þeir fengju bezta manninn, sem völ væri á, til þess að stýra vcgagjörðinni, eða létu fólkið f bygðinni velja hann sjálft. Og svo segðu þeir honum, að gefa hverjum vinnu f sveitinni, sem í vinnu væri takandi og borga þeim sómasamlegt kaup og láta þá vinna ærlegt dagsverk fyrir kaupinu. — Þetta fyrirkomulag væri margfalt betra, en að gefa verkið út á “kon- trakt”, svo að þar kæmist enginn samjöfnuður að. Stjórnin gæti eng- um peningum varið betur en á þenna hátt. Þeir væru veittir og þeim væri varið með sanngirni og mest af þeim gengi til fóksins, sem hefði harðasta baráttuna fyrir til- verunni í kjördæmi þingmannsins frá Pas væru nú 25 townships opnuð sem heimilisréttarlönd. Og byggjust þeir við, að verja þar miklum pen- ingum til vegagjörða. Þeir ætluðu sér, að taka bezta manninn, sem þeir findu, láta hann stýra verkinu og taka menn í vinnu og vinna það einsog bændunum þar sýnist bezt og réttast. Þetta styrkir þá með því að sjá þeim fyrir peningum til að lifa á meðan þeir eru þarna ný- komnir, og eiga við alla hugsanleg„ erfiðleika að stríða. Bað Dr. Mon- tague þá andstæðinga sína, að benda sér á mann þann, sem illa hefði farið með peninga fylkisins, og kvað hann þann mann ekki myndu verða í þjónustu fylkisins degi lengur. Social Service Council *. i og Roblin stjórnm. Social Service Council of Manitoba hélt fund hér f borginn í febrúar- mánuði og iýsti yfir ánægju sinni yfir aðgjörðum stjórnarinnar í vín- sölumálunum. Kváðu það vera fram för í ýmsum mikilsvarðandi atrið- um. Fyrst og fremst að stytta tím- ann, er vín mætti selja; að gefa sveitunum meiri umráð f þeim efn- um; að hafa aðeins eina nefnd manna í fylkinu, er gjörði út um vínsölumál eða vínsöluleyfi. Þetta alt væru stórmikiar framfarir. Eftir fund þenna sendi félagið nefnd manna til stjórnarinnar, ná- lægt 50 manna í nefndinni; og er þeir höfðu mælt fyrir málum sfn- um, tók Sir Rodmond Roblin til máls og bauð þeim að koma sjálfur fram á ræðupalli að haustinu, ef þem væri fullkomin alvara, að halda þessu máli til streitu og koma á local option hér í Wnnipeg og annarsstaðar í fylkinu. Gat hann þess, að í hinum fyrirhuguðu nýju lögum væri gjört ráð fyrir, að senda bezta ræðumanninn, sem hægt væri að fá, út um landið til þess að tala fyrir local option, og skyldi stjórnin borga allan kostnað hans. Stakk hann upp á þvf, að reynt væri að koma á local option hér f Winnipeg í haust og úti á landi í hverri einustu sveit fylkisins, og, ef að hin samanlögðu atkvæði með vínsölubanni gæfu ástæðu til þess, þá gæti það komið stjórninni til mikilvægra framkvæmda í þessurn málum á næsta þingi. Mr. Roblin kvaðst vona það, að áður en hann skildi við forsætis- ráðherra stóiinn, auðnaðist sér að sjá alla vínsölu bannaða um alt Manitoba fylki. Hann kvaðst ekki vilja nota strfðið til þess, að koma á algjörðu vínbanni nú sem stæði; þetta væri ekki sá rétti tími til þess. Heldur vildi hann láta bíða eitt ár eða svo og vera þá fyililega viss um sig- urinn. Það væri stórum betra, en að eiga það á hættu, að tapa nú. Hann vildi fara hægt að þessu og gjöra það smátt og smátt. En hvað hina siðferðislegu hlið málsins snerti, þá væri enginn sá maður til, sem gæti komið með sönnun fyrir því, að vínsalan hefði góðar afleiðingar. Stjórnin væri að leiðbeina fólkinu og iáta menn, sem andstæðir þessu væru, sjá það og viðurkenna, að þeir hefðu rangt fyrir sér. Hann sýndi fram á, að Bandamenn í stríðinu tækju eina skotgröfina á fætur annari og eitt jorpið af öðru og þar sætu þeir svo og berðust, til þess að óviriirnir gætu ekkí náð því aftur. Þetta ætti að vera markmið bindindismanna, að taka eina sveitina í fylkinu eftir aðra, unz ait fylkið væri unnið. Sagði Mr. Roblin, að 16 sveitir vínsölunni, og sýndi það, að málið væri að sigra, og í einni sveitinni hefðu kjósendur verið útlendingar, fæddir í öðrum löndum. Rússland. Hann kvað það ekki nauðsynlegt, að vitna til Rússlands og lýsa þvf yfir, að menn væru samhuga hreyf- ngum þeim, sem þar hefðu orðið til afnáms vínsins. Bindindishreyfingin væri útbreidd um allan heim. Hún væri alistaðar að sigra. Hann vildi ganga svo langt, sem hægt væri, til að afnema vínsölu með öllu. Hann skaut því til bindindismanna, að þeir skyldu nú gjöra alvöru úr þessu og vinna að því nú þegar í haust, að koma á local option hér í Winnipeg. Vinna að því allir sem einn maður. Og þegar þá atkvæði væru talin, þá gætu menn séð, hvort tíminn væri kominn til að af- nema vínsöluna algjörlega. Sér væri illa við það, að bíða ósigur; það kipti málum öllum á bak aftur. — Stefna stjórnarinnar væri nú orðin hin sama og stefna bindindismanna og stjórnin óskaði einmitt eftir því, að, hafa hjálp allra, sem vínbanni héldu fram, til þess að koma þessu á, ef að það með nokkru móti væri mögulegt. , Að lokum sagði Mr. Roblin, að fyrir höndum væri björt framtíð fyrir málefni þetta, og Winnipeg borg ætti að sýna það, að hún væri ekki á eftir sveitunum í jafn mikils- varðandi málefni. American Scandinavian Foundation. Heimskringlu hefir verið send kostabók nýlega er kallast: The Am- erican Scandinavian Review, og er gefið út af félagi þvi er Poulsen hinn danski auðmaður í New York stofn- aði og kallast American Scandin- avian Foundation. Tilgangur fél- agsins er að gjöra Amerikumönnum Norðurlönd kunnug. Það er mán- aðarrit. Framan á bókinni er mynd af Snorra Sturlusyni. Efnið er: 1. —Kvæði eftir Stephan G. Steph- anson þýtt á ensku af Lee M. Holl- ander— However far thou mayst travel. 2. —Konungarnir þrír i Málmey, með myndum. 3. —Framtið íslands, eftir Guðm. Magnússon. 4. —Myndir af íslandi: Æður á ggjum. Karl og kona að binda hey. Maður á hestbaki. lslenzkur bónda bær. Fé í réttum. Ríðandi maður með hesta í taumi undir heybögg- um. Laugarnar við Reykjavik. Klerkur prédikar yfir holdsveikum á holdsveikrahælinu. 5. —Sagan af Helga Hundingsbana og Sigrúnarljóð þýtt á ensku af Arthur Gilchrist Brodeur. 6. —Einar Jónsson, myndhöggv- ari, með myndum af fornöldunni, nátt-tröllinu, framþroskun manns- ins (evolution). Ýmir og Auðhumla. Minnisvarði Victoríu drottningar. 7. —Brahetrolleborg með mynd. 8. —Á heimili Snorra (In the stead of Snorri) Reykholti, W. S. C. Russ- ell, með myndum. 9. —Á eftir Leif Erikssyni, (Foll- owing Leif Ericson) eftir síra Björn B. Jónsson, með myndum af Hon. G. B. Björnsson, Minn., og Thos. H. Johnson, M.P.P., Winnipeg. 10—Milli Jökuls og Geysis, ferða- saga eftir Hon. James Bryce. Svo kemur margt undir ‘Editorial’ Konungarfundur í Vínarborg, verzl- un, skipaferðir, American Scandin. Foundation, sönglist, árbók í íslands sögu, bækur, og er fyrst ritdómur um “Voyages of the Norsmenn” eftir Hovgaard, Einar Jónsson og fl. Það er margt og mikið gott og á- gætt í þessu. Fyrst er gullfagurt kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Svo er sagan af Helga Hundingsbana ein af goðsögnum vorrum hinum fornu, úr Eddu og Sigrúnarljóð, sem eru kanske hið fegursta sem nokk- urntíma hefir verið sagt eða hugsað á íslenzku, jafnvel í heimi ölium, )egar Sigrún gengur í hauginn til Helga. Þar brjótast brotsjóir til- finninganna og hugmyndanna undir hverri iínu stefjanna, og þó að hægt sé að þýða orðin, þá getur hann ekki fylgst með hinu ólgandi sjór sem undir liggur, eða það hið mikla djúp sem tilfinningarnar brjótast fram úr. En skáidið Brodeur á þökk mikla skilið fyrir að hafa þýtt þetta eða gjört mönnum skiljanleg orðin. Þá ættu íslendingar að gefa gaum myndasmiðnum Einari Jónssyni. Myndir hans eru þegar orðnar heimsfrægar, hér eru sýndar nokkr- ar, og eru afbrigði. Framtíð fs- lands cr eftir Guðmund Magnússon, og þarf ekki að lýsa því. Menn þekkja hann nokkuð nú orðið. Lýsing á búskap og háttum manna er mjög vingjarnleg, þó að bregði fyrir ónákvæmi, og heyrist til skáldskapar sumstaðar. Nýlendusagan “Following Leif Ericson” er augsýnilega skrifuð af manni sem hefir verið meira kunn- ugur íslendingum í Bandaríkjunum er hér nyrðra. En yfirlit er stutt og miklu komið saman í það. Milli Jökuls og Geysis er góð ferð- alýsing yfir Sand eftir Hon. James Bryce. Eimskipafélag Islands. Ákveðnar fargjalds fregnir fengnar. Samkvæmt því sem skýrt var frá í blöðunum í fyrri viku, hefir herra Árni Eggertsson sent svolátandi fyr- irspurn til Islands: “Má eg taka á móti peningum fyr- ir fargjöld frá Reykjavík til Halifax með Gullfoss 10. april? Segið upp- hæðina. Kemur skipið aftur i sum- ar? Hvenær? Felast máltíðir í far- gjaldinu?. Sendið uppdrátt af far- þegarúmi skipsins og farseðla form”. Móti þessum spurningum kom svolátandi svar frá íslandi þann 15. þ. m.: “Veitið fargjöldum móttöku; erum aö senda yður farseðla-form mcð pósti. Gullfoss kemur við í Halifax eingöngu á austurleið — frá New York. — Fargjald milli Reykjavikur og New York hvora leið, 250 krónur á fyrstu káetu, en 150 krónur á annari káetu. — Frá Rvik til Halifax sama og til New York. Aðeins frá Halifax til Rvíkur er fargjaldið 200 krónur á fyrstu káetu, en 100 kr. á annari káetu.— Skal tilkynna yður með hraðskeyti tölu óseldra farþegarúma, þegar Gullfoss fer hcðan. Sumarferðir óvissar, en fcrð i október líkleg. Fæði aukreitis, borgist á fyrstu ká- etu 4 kr. á dag og á annari káetu 2 krónur á dag. Eimskipanefndin”. Sömuleiðis hefir herra Eggerts- son samið við járnbrautafélögin hér um að fargjald frá New York til Winnipeg verður á fyrsta pláss- vögnum $37.15, og á annars-pláss vögnum $25.00. En frá Halifax til Winnipeg á fyrsta pláss vögnum 36.15, en á annars pláss vögnum $18.00. Lægsta fargjald frá íslandi til Winnipeg gegnum Halifax, vcrður $58.50, eða kr. 217.00; en frá fs- | landi til Winnipeg, gegnum New York verður það $65.50, eða kr. j 242.00, rúmar. Lægsta fargjald frá Winnipeg til fslands, gegnum Hali- I fax verður $60.55, eða kr. 224 rúm- lega; en frá Winnipeg til fslands gegnum New York, verður það $75.65, eða rúmar kr. 280. Þessar fargjalds upphæðir eru auk fæðis, sem hver farþegi verður að kaupa á skipinu, svo sem að franian er sagt i skeytinu frá . ís- landi. Með öðrum orðum: Hver farþegi verður, auk fargjaldsins, að kosta fæði sitt alla leið á sjó og landi, hvort heldur á austur- eða vestur-leið. Nú kemur Gullfoss ekki við í Hali- fax á vesturleið. Verða þvi farþeg- ar frá íslandi, að fara til New York og yfirgefa skipið þar, eða þeir geta beðið í því meðan það dvelur þar og fluzt svo með því til Halifax og lent þar. En fæði borga þeir frá því þeir koma um borð í skipið á íslandi, þar til þeir yfirgefa það al- gjörlega hér við land. Einsog sést á skeytinu frá íslandi eru sumarferðir Gullfoss aigjörlega óvissar, þó er talið liklegt, að skip- ið muni gjöra ferð til þessa lands í október næstkomandi, en ekkert á- kveðið loforð er um það. Ferðaáætlun skipa Eimskipafé- lagsins, einsog hún var samin og prentuð fyrir árið 1915, áður eo Evrópu-stríðið hófst, gjörir ein- göngu ráð fyrir ferðum milli lslands og Kaupmannahafnar, Hamborgar, Hull og Leith. Að undanskildum ferðunum til IIull og Hamborgar eru því Eimskipafélags-ferðirnar áætlaðar nákvæmlega einsog ferðir Sameinaða gufuskipafélagsins til Islands og umhverfis það á ýmsar hafnir. Fyrir ferðum til Ameríku er þar alls ekki ráð gjört, og það er eingöngu neyðar úrræði vegna við- skifta-tregðunnar við Evrópu lönd- in siðan stríðið hófst, að Gullfoss kemur hingað vestur. En hvað sem þvi líður, þá geta nú landar vorir komist til fslands með GuIIfoss frá Halifax 2. maí næstkomandi, og að öllum líkindum vestur aftur með sama skipi í næstkomandi okiober mánuði. Herra Árni Eggertsson verður þvi við því búinn, eins fljótt og hann fær farseðla-formin frá Is- landi, að selja farbréf alla leið frá Winnipeg til íslands og eins að veita móttöku fargjöldum til fólks á fsiandi, sem fólk hér kynni að vilja senda þvi, og á þvi verði, sem að framan er auglýst. Geta má þess, að umboðsmenn Gullfoss í New York eru þeir Ben- nett & Hvoslef, 18 Broadway. Með þessu er vonað, að svarað sé flestum þeim spurningum, sem hlutasölunefndinni hér og blöðun- um hcfir borist um þetta efni. B. L. Baldwinson, ritari. hefðu unnist i kosningunum i haust, í viðbót við þær, gem áður neituðu /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.