Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTEfí WOODS. lyórlcga hreyfingarlaus fyrir meir cn heila hlukku- ituud. Eg gaf honum nákvæmar gætur allan þann Sima, og sá eg að honum líkaði illa, að honum skildi mistakast þessi sin fyrsta tilraun, og held eg fyrir það, eg skildi vera sjónarvottur að þvi. Það var augljst, að þrátt fyrir það, þótt hann við- nrkendi með sjálfum sér, að hann hefði beðið lægri bluta í þetta sinn, þá var hann samt vongóður um, að betur tækist til jsiðar, og hann skildi taka fyrsta tæki- tori, sem sér gæfist, til þess að reyna lukkuna i annað sinn. Tækifærið gafst honum, þegar fólkið var kallað <í»fan til miðdagsverðar, og allir þyrptust ofan, nema \iC þrjú. , Ungfrú Reed var að standa á fætur, þegar Good- •win skálmaði framhjá mér í áttina til hennar. Hann lyfti ögn hatti sinum, þvi maður var alveg *ins klæddur þarna úti á reginhafi, einsog hann var á götunum i London. Hann brosti og hneigði sig mjög hæversklega. “Leyf mér, ungfrú”, mælti hann, um leið og hann gjörði sig liklegan til að taka af henni feldinn, sem hún hafði haft vafinn utan um sig, til að hlífa sér við >töldum vindinum, og vildi bera hann ofan fyrir hana. Ethel sneri við honum bakinu og þreif af honum fddinn, en svaraði engu. Nú var honuin nóg boðið. Þarna beið hann ósig- «r í annað sinn, og það i minni viðurvist. Hann tap- aði stjórn á sér, og herti á takinu á feldinum, cinsog hann ætlaði að rífa feldinn af henni, hvað sem hún -segði. Þegar Ethel fann það, að hann ætlaði ekki að sieppa, kipti hún rösklega í feldinn og reif hann af 'íianum. Hún einblindi á hann heiftarfullum augum um stund. Eg hefði frekar kosið, að bjeta fimm dög- mn við ferðalag mitt yfir hafið í svartri þoku, en standa móti þessu augnaráði hennar í fimm sekúndur. Goodwin vildi ennþá auðsjáanlega ekki viður- ikenna, að nærvera hans væri ekki kærkomin ungfrú Reed. Ef til vill hefir þetta verið i fyrsta skifti, sem bann hefir föngið svona lagaðar viðtökur hjá kvenfólki, <Sa þá, að hann hefir haft enp sterka von um sigur. Hann fylgdi henni eftir, er hún gekk fram að stiga- uppgöngunni. Han nhafði vissulega engan taum á til- finningum sinum. Hann jafnvel reyndi að ganga sam- bliða henni ofan stigann. Mínútu síðar var hcndin á mér komin á treyju- ‘kraga hans. Svo hafði eg gripið þar föstu taki, að maðurinn gat ekki haldið áfram ferða sinna niður. Hún hlýtur að hafa orðið þess áskynja strax, hvað hafði gjörst, því hún sneri sér við i stiganum og mælti tfl mín brosandi: “Kæra þökk fyrir það, að losa mig við þessa mann- fýlu, sem aldrei sér mig í friði.” Hjartað í mér hoppaði af gleði við að heyra þessi orð frá hennar fögru og töfrandi vörum. Að svo mæltu hélt hún áfram ofan stigann og skiidi mig og Goodwin eftir eina. Eg stóð enn uppi á þilfarinu, en Goodwin í efstu tröppu stigans, þegar hann snýr sér við og þevtir að mér blótsyrðum og skömmum. “Eg sagði þér um daginn”, mælti eg, “að ef þú «kki hagaðir þér cinsog siðuðum manni sæmir, Þá skyldir þú fara sömu leið og dótið þitt”. Að svo mæltu sló eg hann á sama hátt og eg hafði slegið manninn á skrifstofunni minhi og sem nú var •arsök i ferðalag mínu; eg rykti honum því næst upp á þilfarið. Hann skjögraði og lá við falli, setti hend- urnar fyrir andlitið og hélt svo leiðar sinnar aftur á skipið. f söniu svipan kom yfirbryti skipsins. “Halló”, mælti hann, “hvað á þetta barsmíði að þýða?” “Maður þessi hefir gjört sig sekan í því,- að •óoáða eina stúlku hér á skipinu með svívirðilegri fram- koinu sinni gagnvart henni”. “Átt þú við liina fögru ensku stúlku?” mælti bryt- inn. “Eg nicina stúlkuna, sem hér hefir setið uppi á þilfarinu og verið að lesa í bók”, mælti eg til frekari útskýringar. “Eg meina hana”, sagði brytinn. “Heyrðu mig þarna þú, hvað sem þú heitir”, hélt hann áfram og beindi orðum sínum til Goodwins — og var hann sjá- anlega reiðubúinn að gjörast dómari í þessu máli og dæma Goodwin nú þegar, samkvæmt þeim vitnisburði, aein fyrir lá. “Svona lagað líðst þér ekki hér á skip- Inu, og ef þú ekki tafarlaust lætur af þessum hætti þitium, þá mátt þú eiga víst, að skipstjóri talar við þig nokkur orð;' en hjá þvi vil eg ráðleggja l»ér að kom- ast. Ef þig annars vantar cndilega'og getur ekki hjá komist,, að gjöra gælur við kvenfólkið, þá er bezt fyrir Jrig að reyna við jiá stóru írsku. Maður lagði hendina utanum mitti hennar í gærmorgun; en hún tók glensi hans þannig, að hún rak hattprjón sinn alldjúpt í handlegg hans. Það kynni að gjöra þér gott, að fá svoleiðis ástarstungur”. V. KAPÍTULI. Einkennile,gu skjölin. Tveim dögum eftir að eg sló mannskepnuna í starfstofu minni — sem eg hafði nú fundið út ífð hét Carl Heilborn —• var eg kominn til New York og stóð þar uppi einmana og viltur og vonsvikinn maður. Eftir að ungfrú Reed hafði þakkað mér svo ástúð- lega fyrir að losa sig við þenna Goodwin óþokka, hafði hún ekki einu sinni gefið mér tækifæri til þess, að sjá framan í andlit sitt, hvað þá að tala við sig. Það var augljóst, að fyrir einhverjar heimulegar ástæður hélt hún sig frá hinum farþegunum, og hvað tnikið, sem mig langaði til að sjá hana, gat eg ekki fundið neina afsökun hjá mér til þess að fara á fund hennar, þó eg hefði kannske getað fundið út, hvar herbergi hennar var. Eg gat ekki gjört mér grein fyrir eða lýst áhrifun- om, sem eg var undir síðan eg fyrst sá hana. Eg hugs- aði ekki um neitt nema hana eina; naumast, að eg hefði sinnu á að neyta matar, svo eg ekki tali um svefn, — hans naut eg nú aldrei nema til hálfs og trauðlega það stundum. Eg hafði ekki einu sinni haft fíugsun á, að athuga þessi leyndardómsfullu skjöl, sem á svo einkennilegan hátt höfðu komist i vörzlur mín- ar, — skjölin hans herra Heilborns og hin leyndar- dómsfullu skjöl, sem höfðu verið í tösku þeirri, er eg tók í misgripum fyrir mina á skipinu ‘King Harry’. — Auðvitað taldi eg sjálfsagt, að það skjalið, sem við- kæmi Heilborn, væri ritað á þýzkri tungu; en cg hafði aðeins litla og lélega þekkingu á þvi máli. En þrátt fyrir það, þótt eg ekki gæti lesið það, þá vissi eg saint, af þvi hvað hann hafð sókst ákaft eftir að fá það aftur, að þaj^ myndí mjög verðmikið vera. En hvað við kom hinum skjölunum, þá voru þau af þeirri tegund, að þau þurftu mjög mikla og nákvæma athugun; en p____er erfitt að festa hugann við svo- leiðis, þegar hann er hneptur við það sama og fjötraði huga minn þá. Eg sá ungfrú Reed fara af skipinu i Boston, því lengra fór það ekki, svo þaðan varð eg að fara á ann- an hátt til New York. Eg sá Goodwin einnig fara þar í land. Svo hafði eg ekki séð neitt frekar af. þeim. Spurningar þær, sem tollþjónarnir beindu að mér, voru, að mér fanst, bæði særandi og ónauðsynlegar; en þeim varð eg þó að svara einsog hitt fólkið, og þeg- ar eg var búinn að gegnum ganga það alt, voru þau Ethel og Goodwin horfin eitthvað burt. Það sem Goodwin við kom, þá var eg feginn og þakklátur, að hann var horfinn sjónum mínum, og eg óskaði af heilum hug, að eg sæi hann aldrei aftur. — Ilvað haun var eða hvers vegna hann var að ferðast til Ameríku, það vissi eg ekki, og mig langaði ekkert til þess að vita það. Eg gat ekki skilið, að ferðalag hans kæmi mér neitt við að neinu leyti. En viðkomandi ungfrú Reed var alt öðru máli að gcgna. Eg hafði ekki einu sinni orðið fyrir stórum vonbrigðum, heldur var eg gjörsamlega niðurbrotinn yfir því, að tapa henni frá mér svona sviplega eitt hvað út í þenna stóra bæ. Þrátt fyrir. það, þótt hún hefði svona fírifið huga minn og haldið honum föstum við sig eina og ekkert annað, þá leið umhugsunin um hana i burt um stund eftir að eg kom til New York, og fór að reyna að finna út leyndardóminn, sem falinn var i þessum skjölum, sem eg hafði meðferðis. Þau tóku upp alt hugsunar- afl mitt. Fyrst af öllu byrjaði eg á þvi skjalinu, sem eg til- einkaði Heilborn; og nú fann eg það, sem eg hafði ekki tekð eftir áður, að hjálparlaust myndi eg aldrei geta komist fram úr meiningu þeirra. að var hálf út- fylt blátt skjal, og það, sem skrifað var í það» var á þýzku, og eins langt og eg komst, samkvæmt þeirri litlu þekkingu sem eg hafði á þvi máli, þá var það skammstöfun einungis, sem meinti eitthvað það, sem almenningur átti ekki að fá að vita. Eg varð þarna fyrir vonbrigðum; en hafði saint von um, að síðar meir myndi mér auðnast að fá hjálp til þess að ráða þessa gátu. Eg hélt áfram að vinna að þessu með miklu kappi, en mér varð ekkert ágengt. Ef eg hefði athugað þessi skjöl áður en eg fór frá London, þá hefði eg verið þar kyrr og borið afleiðingarnar af högginu, sem eg gaf Heilborn, —, það var sú niðurstaða, sem eg komst nú að. Eg held, ef það hefði ekki verið fyrir eina ástæðu aðeins þá hefði eg tekið mér far með fyrsta skipi til baka aftur til London. En ástæðan var sú, að mig langaði svo innilega og heitt, að sjá ungfrú Reed aft- ur, og reyna til þess, að komast í kunningsskap við hana ef mögulegt væri. Það, hvað hún hafði verið eitthvað fráhverf því, að tala við mig eða nokkurn annan á skipinu, gaf mér fyrir einhverjar ástæður enn betri vonir og eg leyfði alls ekki þeirri hugsun inn hjá mér að mér tækist ekki að ná hylli hennar, ef mér að eins auðnaðist að finna hana. En það var ekki svo auðgjört nú. Eg varð þreyttur af að grúska i þessum skjölum, sem eg fann engan botn í, og kastaði þeim þvi frá mér með reiði á borðið í herberginu minu, á gistihúsi því, sem eg hélt til á ,sem var frekar leiðinleg bygging af þeirri tegund. Svo tók eg upp úr öðrum vasa skjöl þau, sem eg hafði fundið í töskunni. Eg sá að einnig þessi skjöl voru ekki til hlýtar viðráðanleg fyrir mig; en svo mkið gat eg þó fundið út úr þeim og skilið, að þau innihéldu nöfn nokkurra fjármálamanna á Englandi, i því sambandi, að ef eg vildi og kynni fullkomlega að nota mér það, þá myndi uppljóstrun min þvi við- víkjandi, til þeirra sem hlut áttu að málum, gefa mér i laun svo laglega peningaupphæð, að eg þyrfti trauð- lega að kviða það sem eftir væri æfinnar fyrir pen- ingaskort. Skjöl þessi voru í sambandi við flokk manna, sem hafði það fyrir lífsstarf sitt, að ræna banka og pen- ingamenn. Þau voru útlistun á aðferðum þeirra og ráðum til alls konar rána; svipað þeim útlistunum, sem herforngjum eru fengnar í hendur, þegar þeir eiga að fara að leggja til orustu. Eg varð hálf hissa á öllu því, sem eg at fundið út úr þessum skjölum; og hefði eg ekki með vissu vitað, að svona ránsmenn voru til, þá hefði eg alls ekki trú- að því, að slíkt gæti átt sér stað. Þessir menn létu ekkert fyrir brjósti brenna og svifust einskis, og verk- svið þeirra var alls ekki takmarkað. Menn þessir munu fíestir fínnast í Bandaríkjunum i Ameriku og á Englandi, þó víðar inuni þeir vera. Ein setning í þess- um skjölum innibatt tilgang þessa félags, sem sé: — “Munið allir félagsmenn, að við erum á veiðum all- staðar”. Eg hvarf frá því um stund, að hagnýta mér verð- mæti þessara skjala, á þann hátt, sem mér fyrst flaug í hug að gjöra. Mér fanst eg hljóta að geta fundið ann- an veg til þess að hafa peninga upp úr þeim, — annan veg, auðveldari og fyrirhafnar minni. Þegar eg kom inn í reykingarstofu gistihússins, var þar enginn maður fyrir, svo eg var þar einn. Það var eftir hádegi og mjög heitt veður og þungt loft. Eg smíðaði mér þá skoðun i huga minum, að borðmenn væru í vinnu, og því ekki heima nema um máltíðir. Það heyrðist enginn hávaði úr ncinni átt og áleit eg því þetta hentugan stað til þess að yfirfara skjöl mín á ný. Eg tók þvi bláa skjalið upp úr vasa mínum, lagði það á borðið hjá mér, kveikti síðan í smávindli, fór síðan að grúska í þeim, einsog maður gæti ímynd- að sér, að skólanemandi myndi gjöra við landabréf, sem hann endilega vildi skilja til hlýtar. En alt kom fyrir eitt; alt varð árangurslaust, og eftir því, sem eg var lengur við þetta grúsk mitt, sannfærðist eg æ betur og betur um það, að eg gæti aldrei haft nein not af innihaldi þessa skjals, nema'með aðstoð annara. ^ þessum svifum sá eg að eg var ekki einn. Mað- ur stóð fyrir aftan mig, og hefir hann óefað verið að lesa skjalið yfir öxlina á mér. Eg þreif nú öll skjölin í mesta ofboði og tróð þeim i vasa minn. Eg stökk nú upp af stolnum og sneri mér að þessum manni með ásakanir fyrir gjör- ræði hans, að laumast inn og stelast til þess, að lesa annara manna heimulleg skjöl. Þegar minst varði, var maðurinn farinn út úr reykingarsalnum og horf- inn mér sjónum. Eg hafði ekki getað séð framan í hann almennilega. Undir borðum um kveldið, sá eg hver þessi maður hafði verið, þvi eg sa að það var sami búningurinn, sem maður bar, sem sat við enda borðsins, — og eg þekti án nokkurs efa, að var Good- win. VI. KAPfTULI. í kaffisalnum. Það var alveg ómögulegt fyrir mig, að lýsa tilfinn- ingum mínum við þessa uppgötvun. Þær voru sam- bland af ótta og hatri. Hvernig stóð á því, að þessi maður var hér? Hver hafði sent hann til Ameríku? Og hvað gat hafa kom- ið honum til þess, að gista á þessu auðvirðilega gisti- húsi, sem eg hafði kosið mér að halda til á um stund- arsakir, mest vegna þess, að peningaforði minn leyfði mér ekki annað? Ef við hefðum mæzt á einhverjum af hinum skárri gistihúsum, þá hefði eg getað gjört mér grcin fyrir því sem tilviljun; en það gat ómögu- lega, að mér fanst, verið af tilviljun einni, að við hitt- umst þarna á þessum stað. Eftir þvi, sem eg hugsaði lengur um þetta atriði, fanst mér þáð sjálfsagðara, að hann væri að vakta hverja mína hreyfingu og hefði þvi kosið sér þann sama verustað og eg hélt til á, til þess að hafa ennþá betra tækifæri ,til að hafa gætur á mér. Jafn snemma og eg komst að þeirri niðurstöðu í huga mínum, þóttist eg viss um ástæðurnar fyrir því, að hhan væri að elta mig. Eg hafði móðgað hann á skipinu, — já, gjört honum mjög rangt til, eftir því, sem honum myndi sjálfum finnast og mér leizt þann- ig á manninn, sem hann myndi hefnigjarn og ósvifinn, þar sem hann þyrði eða hefði tækifæri til að koma fram hefndum. Hann var nú náttúrlega að leita og bíða eftir tækifærinu til þess að koma fram hefndum mér á hendur; enda var þetta mjög afskektur og hentugur staður til þess, i útkjálka bæjarins, á fáförnum stað. Þar myndi þorpurum haldast uppi með flest. Goodwin myndi geta gengið út á hvaða tíma dags eða nætur sem var, og fundið einhvern, sem væri vilj- ugur til að fremja gjörræðisvek fyrir hann, af hvaða tægi sem væri. En svo myndi hann trauðla þurfa þess við; hann myndi geta gjört það sjálfur. Hann myndi með köldu blóði geta framið hvaða glæp sem væri. Borðmenn þessa gistihúss voru af öllum þjóðflokk- um, að eg hélt; en allir voru þeir elju- og iðjumenn, og unnu alla daga. Sá mannbornasti af þeim öllum, er eg sá undir borðum uin kveldið, var Goodwin; en hann var minn svarinn fjandmaður fyrir einhverja sök, sem eg gat þó ekki almennilega gjört mér grein fyrir hver væri. Mér likaði ekki að þurfa að telja hann þann mannbornasta» en eg varð þó að gjöra það. Ef eg skyldi þurfa að berjast — en það var riær þvi sjálfsagt — þá kaus eg þó heldur að berjast við mannborlegan mann. Einn stór kostur var við núverandi heimkynni mitt; sem var sá, að þar voru engar kreddur við hafð- ar eða neinir óþarfa siðir. Til dæmis gast þú staðið upp frá borðum, þegar þér þóknaðist, án þess það væri kallaður dónaskapur. Eg stóð nú upp frá matarborðinu áður en máltíð- inni var lokið og fór inn i reykingasalinn í frekar ó- róu skapi út af kringumstæðum minum og var þungt hugsandi yfir þvi, hvað gjöra skyldi. 1 þetta sinn tók eg mér sæti nálægt skrifborðinu; sneri mér að dyrun- unum og beið þess, að hinir yrðu búnir að matast og kæmu inn. Aðeins einn af ])eim kom inn i reykingasalinn, og það var þessi fjárans Goodwin. Hinir höfðu vist far- ið út, til að leita sér eftir frískara og heilsusamlegra loftslagi enn var að fá i salnum. Goodwin var með vindil i munninum, og auðsjá- anlega vindil af beztu tegund. Eg varð liálf forviða, þar eð hann virtist ekki vera svo efnuin búinn, að hann mætti við því, að reykja vindla af fínustu tegund. — Hafði hann ekki komið til Ameríku á ódýrasta far- rými skipsins? Og hafði hann ekki tekið sér herbergi hér á ódýrasta gistihúsinu, sem fáanlegt var í bæn- um? Hann kom inn ósköp rólega og kuldasvipur var á andlitinu, og var tillit hans og hegðun einsog við hefðum aldrei sést fyrr og værum með öllu ókunnugir. Hann virtist alls ekki vcita því neina eftirtekt, að eg var í sálnum; þrátt fyrir það tók hann sér samt sæti andspænis mér, en hinu megin i herberginu. Hann varpaði öndinni inæðilega og blés svo drjúgum frá sér reykjargusunum. Eg kveikti mér í nýjum smávindli og bar mig borg- inmannlega og rólega, engu síður en hann. En eg var hálf argur og mér leið ekkert vel. Eg hafði sterka löngun til að slá upp á samræðu við þenna mann, og varð mér það því einsog ósjálfrátt, að eg ávarpaði hann. “Eg vona”, sagði eg, “að þér liafi fundist skjölin mjög skemtileg?” Hann tók út úr sér vindilinn, þeytti gusu af reyk út úr sér um leið, sem myndaði þokubólstra í herberg- inu, og mælti. “Já það þótti mér”. “Svo þú hefir þá verið á gægjum yfir öxlina á mér eftir innihaldi skjalanna?” mælti eg i köldum al- vöruróm. “Það væri heimskulegt af mér að hafa á móti því, sem eg var staðinn að að gjöra”, svaraði hann. “Það var alls ekki dánumannsleg framkoma af þér”, hélt eg áfram. “Hvað við kemur dánumannslegri framkomu”, svaraði hann rólega, “þá held eg að þú sért alls ekki fullgildandi dómari i þeim efnum”. “Það væri mjög fróðlegt”, hélt ég áfram, “að vita, hvers vegna þú sækist svo mjög eftir að lesa mín heim- ullegu skjöl?” “En fróðlegra væri þó að fá upplýsingar um, hvernig þessi skjöl hafa komist í þinar hendur”, svar- aði hann. Hann sýndist vera að stara á reykjarmökkinn og hvelfinguna í salnum, en óefað rendi liann rannsak- andi augum til min, til þess að vita, hvað áhrif þessi orð hans hefðu á mig. Ef hann hefir vonast eftir, að sjá einhverja breytingu á mér, þá varð sú von hans að engu; þvi orð hans höfðu alls engin breytandi áhrif á mig. ' Á augnablikinu gat eg naumast fundið í huga mínum neitt heppilegt svar, og áður en eg gat eigin- lega nokkuð sagt, hélt Goodwin áfram: “Eg skal útskýra fyrir þér innihald skjalanna, ef þú æskir þess, þar sem eg skil málið Vel, en þú skilur það ekki”. “Ef eg þarf lijálp”, svaraði eg, “þá eru fleiri hundr- uð manna hér i New York, sem myndu viljugir til að veita mér hana”. Til G. o g S. Bárðarsonar Flutt við skyndi-heimsókn vina þeirra, 2. marzmánaöar 1915. Hlýði sjót. — Sein-kvæm skuld betri er æ en úgoldin. Þvi var ek beðin, þulur aldni, lýða lof þér i Ijóði tjá. Minnumst nú þess, hve mörgunr sinnum Dauði grimmur hjá dnrum stóð. Lítt var um gjöld, um Ixkna fátt, en braut til þin bráð-gengin. Bráð er barnslund, — blóð-nætur eins; samt er sorg sýnu meiri þeim, er við Hel heyja stríð um lif og heilsu Ijúfra vina. fíeztur varst þú bjargráðandi öllum, scm örbyrgð þjáði. Beztur varst þii bjargvættur öllum sjúkum, er engi hló. Er ei at kyn enn þótt minnist mun-klökk móðir ok maki kær — þess, er einn einvíg þreytti Helju við ok hafði sigur. Fórst þú ei fjöl-troðna braut; elti þig æ illu heilli And-vana tjón — öfundsjiikt, úheilt þínum yfirburðum. Ei er at kyn, þótt elni tíri, hrím á haddi; en hauk-frán sýn blossar þó enn und brá-súlum, fjötrum bundin fornvinu Þ ór s. Mangi var oft • lslands mög sómi sýndur, er síður skyldi. Mun þér þó fyrst á Man-vegum viðar vé verða makleg. Er ok sízt aldauða íslenzk drenglund, þó orðfá sé. Mun þín æ mangi geta byr-vindur brúðar mána. Öldnu hjón. Ástar þökk yður eg kveð í allra nafni. öldnu hjón! Alföðurs sól yður sé alt á aftni lífs. M. J. Benedictsson. Getið þess að þér sáuð aug- lýsinguna í Heimskringlu Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum. — Romið og skoðið okkar um- feéðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, scljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörf- 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474 FURNITURE on Easy Payments QVERLAND MAIN & ALEXANDER Stofnsett 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons’ Limited -.- Garry 2620 Prívate Exchange verzla með beztu tegund af KOLUM ANTRACITE OG BITUMINOUS. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.