Heimskringla


Heimskringla - 01.04.1915, Qupperneq 3

Heimskringla - 01.04.1915, Qupperneq 3
WINNIPEG, I. APRÍL 1910. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Með nmstæði í banka getarðn kepyt með vildarverði. Þú veirt að iivað eina er dýrara verðurðn að kanpa í lán—Iíversveg- na ekki að temja aér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með penfnga í höndum má kaupa með peningaverðL Sá afaláttnr hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þö bettr gert góða byrjun f áttina til frjálslegrs sjálfstæðia. LOGAN AVE. OG SARGENT AVL, ÚTIBO A. A. Walcotl, bankastjóri. MENTAÐUR MAÐUR. (Framhald frá 2. bls.). Ameríkumönmun. — Það er alkunn sagan af Washington, þeg- ar hann kom að, þar sem undirfor- ingi í liði hans var að skipa fáein- mm dátum af sveit sinni, að setja afarmikið tré upp á girðingarvegg. 8ekk það stirt; því tréð var þungt. W. spyr foringjann, hví hann hjálpi »kki dátunum tiL Svarar hinn með reigingi, að hann sé liðsforingi. W. hleypur þá dátunum til hjálpar. Og þegar tréð var komið upp á vcgg- :inn, eftir mikla erviðismuni, segir hann við foringjann, um leið og hann gengur burt: “Næst þegar þú þarft á mannhjálp að halda, þá iáttu hershöfðingja þinn vita”. — Svipað er um Roosevelt sagt. Hann var á ferð; og fór þar hjá, aem bóndi var að koma gripum út af akri hjá sér. Roosevelt rennur sem bráðast bóndanum til aðstoð- ar, og getur komið gripunum út af akrinum með honum eftir mikinn eltingaleik. Bóndi þakkar að lok- mm komumanni fyrir hjálpina, og spyr um leið, hver hann sé. R. seg- Ir til sín. Brá þá bónda heldur í brún, er einn mesti valdamaður ver- aldar hafði lotið svo lágt, að fara að eltast við kýrnar hans ótil- kvaddur. Vafasamt, að margir t. a. m. af höfðingjunum á Islandi hefðu látið sig slíkt henda. — Það er af sú tíðin nú, að almenningur liti með mestri lotningu til þeirra, sem þóttafylsiir eru. Það eru að eins þrælasálir, sem slíkt gjöra. Allir ósplltir menn af alþýðuflokki meta þann mest, sem sýnir þeim upp- gjörðarlausa alúð og jöfnuð. Því *ýtur t. d. Albert Belgíu- konungur 1 eirrar hylli meðal þegna sinna og liðsmanna, sem í Irásögur er fært, að honum er jafn- flúft að beita rekunni, þegar því er að skifta, eins og byssunni og sverð- Inu, að eg ekki segi veldissprotan- ■m. Hitt er annað mál, að menn eigi að leita alþýðuhylli með þvf, að •kjalla fólkið, eða hlaupa eftir skoð- •num þeim, sem flestir fylgja. Ein- aaitt hið gagnstæða: ekki að elta skoðanir annarra, séu þær ekki einnig manns eigin skoðanir, og það jafnvel ekki um stundarbil (eða af hagsýni!); heldur reyna að gjöra sitt mál að almennngsmáli. --- Sarrison vann í 30 ár að jafn- rétti Svertingja í Bandaríkjum, þar til hann að lokum vann sigur. En lengi vann hann móti því ofurefli, að varla sýndist viðlit við að stríða. — Ingersoll vissi það vel, að trúarskoðanir hans voru illa þokk- aðar. En hann lét hvorki hlut sinn né lá á sannfæring sinni. — í>að er engu minna þrælsmerki, að fleygja skoðunum sínum undir ok almenn- ings, heldur en að gjörast sjálfur á- nauðugur einstökum mönnum. Sama er að segja um hræðslu flestra við umtal manna, ófrið og deilur. -öll afrek kosta baráttu. Ef ekkert er stríðið, þá væri heldur enginn sigurinn. — Þó sé sízt þar með sagt, að það sé auðkenni sannmentaðs manns, að hafa scm hæst, berjast fyrir málum sfnum f tíma og ótíma, "ár og síð og alla tfð”; fremur hitt, að halda þeirn fram með festu og gætni, ofsaiaust; sízt að þjóta upp eins og naðra þótt mótstöðu mæti. Það kann nú að sýnast fjarlægt, að ætlast til að unglingar á gelgju- skeiði geti numið til sin allar þess- ar mannkosta-hugmyndir, sem eg fcefi um getið. I>ó ekki svo fjarlægt, aem sýnast kann í skjótu bragði. Því ótrúlega fljótt beygist krókur- kin til þess, sem verða vill með eðl- tefar og skoðanir unglinga. Áhrif kennaranna og andinn á skólanum klýtur ætíð að vega nokkuð hjá angum og óþroskuðum ungling, ikvort sem um samræmi eða ósam- rœmi er að ræða. En langþyngst hlýtur þó að vega: ætlun og áhugi sveinsins (eða nemandans) sjálfs. Hugsjónir hans á þeim áram eru að einu leytinu líkar nýsáðu fræi, sem á eftir að koma upp og bera ávöxt. Það verður ekki fyr en seinna í líf- inu; en verður þó, — svo framarlega, sem maðurinn gleymdi ekki alveg að sá sjálfur í hugarakur sinn á ævivorinu; þvf sá einn gróður verð- ur fullburða, sem maðurinn sáir sjálfur. Eg vil láta stúdentinn byrja að verða mann undir eins á lyrstu námsárunum. ÁBskugáskinn og skólaærslin verða svo eins og fyrsti jóreykur yfir framfaraskeið- Inu, eða úðaský langt til séð yfir háum og íögrum fossi. , Að verða sjálfum sér og öðrum að sem sönnustu gagni er aðalatriði mentunar, þ. e. að verða ekta göf- agmenni. Þessu marki er hægt að ná í stærra eða smærra stíl, í hvaða stétt eða stöðu, sem maðurinn er: vikur, fátækur, í fjölmenni, í fámenni, eltur og tignaður af ó- tel mörgum, eða þektur og virtur af örfáum að elns. — Eitt er að minsta kosti víst: sé það nokk- urs vert, að vera geymdur lífs og Mðinn, f minni þeirra, sem þektu mann og skildu, eins og fögur fyrir- mynd annarra manna, þá dugir hvorki upphefð, völd né auður; »kkert nema — drengskapur! Eimskipafélagið. Fanagjöld og ferðaáætlnn Eftir Matth. Þórðarson. I. Með Lögréttu barst mér ferða- áætlun Eimskipafélagsins, og datt mér i hug, þegar eg sá blaðið, hve geypilega Islendingar væru stál- hepnir og hve þakklátir þeir megi vera forgöngumönnum fyrir, að hafa vakið þjóðina til annars eins gróðafyrirtækis og þjóðarstórvirkis, eins og Eimskipafélagið er i raun og veru, og þar að auki gjöra þetta svo skörulega, ganga svo sleitu- laust fram, að hafa lokið söfnun fjárins og byggingu skipanna á 2 árum. Forgöngumennirnir — þar til tel eg fyrsta: Thor Jensen og Svein Björnsson, ásamt öðrum góðum mönnum (og blöðum, sérstaklega ísafold) — eiga þann heiður skilið af alþjóð, að minst sé þeirra meðal mestu nytsemdarmanna þjóðfélags- ins. Einnig má bæta því við, að menn- irnir eru líka hepnismenn. Alt sem þeir gjörðu, bæði viðvíkjandi út- boðum og því, er að sniði laut á skipunum, var gjört og framkvæmt á heppilegustum stað og heppileg- ustum tima. Ófriðurinn, þessi ofsa vitfirring, sem greip þjóðirnar, hefir lítil sem engin áhrif haft á byggingu eða framkvæmd þessa fyrirtækis; þeir voru svo hepnir að fá tilboð, sem aðgengilegast þótti frá þeim stað, sem ófriðurinn hafði lítil sem engin áhrif á, og gat varist því, að lenda í ósómaniun, meðan á byggingunni stóð. Á heppilegasta tíma hefir islenzka þjóðfélagið — fyrir tilhlutun þess- ara inanna — ráðist i þetta stór- virki. Þar þarf engum blöðum um að fletta. 1 fyrsta lagi af því, að það hljóta að líða mörg ár, þar til hægt er að fá skip, jafn vönduð og stór fyrir það verð, er hægt var að fá þau bygð fyrir. Jafnvel heill mannsaldur líður, þangað til slikir timar koma aftur. Og i öðru lagi er það, að þegar þau taka til starfa, þá verða farmgjöld öll svo há, að slíkt hefir aldrei þekst fyr í sögu verzlunarinnar, og. þá ber hvort- tveggja saman, að þegar slíkir tim- ar standa yfir, þá er gott að eiga tekjurnar af skipum í ferðum og flutningum fyrir íslendinga, og eins að þurfa ekki að knékrjúpa öðrum, eða gjöra við þá óhagstæða samn- inga. Um það, livað farmgjöldin eru orðin há, vil eg fara nokkrum orð- um. GamaJl formaður fyrir einu hinu stærsta gufuskipifél., er siglir milli Ameríku og Liverpool, sagði á fundi er haldinn var í félaginu nýlega, að í 35 ár, sem hann hefði verið starfs- maður við félagið, hefði hann aldrei vitað eins há flutningsgjöld, og þó hefir hækkun átt sér stað síðan. í dag átti eg tal við formanninn fyrir The Salt Union Co., sem er afar auðugt félag, og lét hann þess getið, að verzlunin væri mjög lítil, sein stafaði mest af afarháum farm- gjöldum. T. d. hefði hann fyrir 2 dögum orðið að borga, i farm- gjald, 22 shilling til Álaborgar í Danmörku, sem væri venjulega 5 shillings. Einn útgjörðarmaður sagði mér, að fjölda margar fyrirspurnir hefðu komið til sin um útvegun á skipum undir kol og salt til íslands, en þó atS skipseigendum væri boðið 25— 30 shilling á smálestina, vildu þeir ógjarnan leigja þau fyrir það, þeg- ar þetta væri aðeins borgun fyrir aðra leiðina, en hefðu farm báðar leiðir hér og hátt gjald, hvert sem þeir vildu fara. 1 dag stendur i stærsta verzlunar- blaðinu hér: , Farmgjald. Frá Neucastle til Rouen: í dag 20 sh.; áður 4 sh. 6 d. Frá Neucastle til Genova: 38 sh. í dag; áður 8 sh. Frá Glasgow til Algier: í dag 26 sh.; áður 5 sh. Frá Hull til Kaupmannahafnar: f dag 18 sh.; áður 5 sh. Og önnur farmgjöld til annara staða eru að sama skapi. En hvernig stendur á þessum ó- sköpum? munu menn spyrja; þvi svarar blaðið á þessa leið: Striðið er eðlilega orsökin. 13 prósent minna af skipum er nú í förum, vegna stríðsins, og þar fyrir utan hefir stjórn Bretlands i sinni þjónustu 1,700,000 smálestir til þess að flytja hermenn, hergögn og ann- að tilheyrandi ófriðnum. Ennfrem- ur liggja 3,500,000 smálestir kyrrar i höfnum, sem er eign Þjóðverja og Austurríkismanna, og 600,000 smá- lestir hafa verið eyðilagðar fyrir þeim. Þar við bætist, að vátrygg- ing er nokkuð hærri, kol, manna- kaup og fæði dýrara o. s. frv., og þar á ofan bætist, að ferðirnar eru lengri en áður, vegna hervörzlunn- ar á sjónum, er tefur fyrir ferðum þeirra; sem dæmi, að nú er meðal- ferð til Genúa talin taka þriðjungi lengri tima en áður. Þetta eru aðal orsakirnar. Af þessu má rökstyðja það, að Eimskipafélag Islands hefir lagt kjölinn i skip sin á heppilegum tíma. Það, sem Eimskipafélagið vinnur við þetta, er mikið, og má telja það í tvennu lagi. 1 fyrsta lagi það, að skipin eru nú mörgum tugum þúsunda króna meira virði í raun og veru, en i byrjun ófriðarins. Þar að auki hefir hver einstakur hluthafi i fé- laginu grætt stórfé á því, að kaupa hluti, þvi eftir því sem verðlag á skipum er, og flutningstaxtar standa nú, þá er hver 100 kr. hlutur í Eim- skipafélagi íslands 400—500 króna virði. Þegar arður af hverri fluttri smálest er alt að þvi fimmfaldur við það, sem hann var, þegar félag- ið var stofnað, og engin ástæða til að ætla, að þetta háa íarmgjald lækki mikið fyrst um sinn. Þvi að ef Italia, Grikkland og Rúmenia komast í ófriðinn lika, sem mjög mikil líkindi eru til, þá minkar að sama skapi allur skipastóll til verzl- unarflutninga, sem engan veginn yrði bættur upp með því, þóttt Eng- lendingar hleyptu öllum þýzkum skipum út og létu þau taka til starfa, — skipin, er þeir hafa hertekið og sem liggja nú aðgjörðalaus i höfn- um þeirra. Félagið er þvi einsog námufélag, sem í óvissri von um verulegan á- góða, en af umhyggju fyrir nyt- samri starfsemi til handa þjóðfélag- inu, ræðst í að brjóta námuna; en við fyrstu pálsstunguna velta fram óþrjótandi auðæfi. Nú er þvi timi fyrir menn, sem ekki enn þá hafa tekið þátt í hluta- kaupum i Eimskipafélagi tslands, eða vilja bæta við sig hlutum, að grípa nú tækifærið og eignast hluti, þvi hafi menn ekki álitið það gróða- fyrirtæki áður, þá er það nú orðið það i raun og veru. Því hafi það verið réttur útreikn- ingur, sem gjörður var, þegar félag- ið var stofnsett, að áætla arð af 100 kr. hlut 5—6 prósent, þá er hann nú 25—30 prósent. óvandað farmskip, sem ber 1000 sínálestir og kostar um % millión krónur, gctur nú með því að sigla 15 ferðir á ári milli íslands og Eng- lands, og aðeins með farm aðra leiðina, haft í tckjur 375,000 krón- ur. En með fullfermi báðar leiðir % millíón krónur. Ef árlegur kostn- aður við slíkt ferðalag væri gjörður afskaplega hár, t. d. Ví millión kr. á ári, þá væru þó eftir hreinar tekj- ur 500,000 kr. eða skipið tvíborgað. Þetta nálgast nokkuð það, sem formaður fyrir steinoliufélagi i Ham borg sagði mér í fyrra, að árið 1912—13 hefðu félög, sem gjörðu út steinoliuflutningaskip milli Ame- riku og Evrópu, fengið skipin borg- uð 5 sinnum á 18 mánuðum. Þessi mikli gróði stafaði af því, að þá voru aðeins örfá þar til útbúin skip í förum, en eftirspurnin mikil. Fyrir utan þann ágóða, sein hluthafar hljóta að hafa af eign sinni i félaginu, þá græðir landið að sama skapi, og ef því er hagað þannig, að hluthafar fái ekki fylli- lega þann gróða, er þeir eiga að réttu lagi að fá, þá er það gróði fyr- ir landið — landsmenn i heild sinni — jafnt fyrir þá, sem ekki eru hlut- hafar og hina. Aftur græðir landið það lika, að nú getur ekkert gufu- skipafélag lengur sett íslendingum skilyrðin með flutning til eða frá íslandi; þau geta ekki framar hækk- að eftir geðþótta verðlag á farm- gjöldum; og þó þau hætti að sigla, gjörir íslendingum ekker.t til. Enda mjög eðlilegt, að sum skipin, sem áður hafa siglt til íslands, leiti nú fyrir sér annarsstaðar, þvi nógir flutningar bjóðast. En þótt alt, sem bráðabirgðar- stjórnin hefir gjört i þessu máli, hafi tekist vel, og hinni reglulegu stjórn hafi dásainlega tekist að feta i fótspor hennar, hvað undirbún- ingsverkin snertir, þá reynir nú fyrst á hreysti kappans, þegar á hólminn kemur; reynir á þekkingu og dug stjórnarinnar, þegar á að fara að stjórna félaginu og láta það fara að vinna fyrir landið. II. (Siðari kafli). Eg gat þess i upphafi, að mér hefðu dottið þessar athuganir i hug, þegar eg leit á ferðaáætlun Eimskipafélags ins; en jafnframt datt mér annað i hug við yfirlit á dálkum blaðsins, að mér fanst sem stjórninni væru mjög mislagðar hendur. , Hún gefur út ferðaáætlun fyrir skipin — eftir því sem henni seg- ist frá í athugasemd við hana —, áður en stríðið byrjaði, eða í júlí, og þó á fyrra skipið ekki að byrja ferðir fyrr en 16. marz, átta mán- uðum síðar. Ekki var ráð nema i tima tekið. Og þá ferðaáætlun gef- ur hún út óbreytta núna. Stjórninni tókst svo snildarlega á þeim friðsömu dögum, að þræða i sömu troðningana — sömu fjárgöt- una — sem Sameinaða — sem for- ustukind — og Thore hafði farið áður. Aðeins er Hull bætt við i einni ferð fram og aftur (12. og 29. sept.) og i tveim ferðum aðra leið- ina, 24. april og 30. nóv. Að öðru leyti engin breyting. Ef væru enskir og danskir hlut- hafar i þessu félagi, þá væri skilj- anlegt, að halda þyrfti uppi ferð- um og samgöngum milli Englands og Danmerkur annars vegar, en Danmerkur og Þýzkalands hins vegar; farið fram hjá allri vestur- strönd Englands — miðdepli allrar heimsverzlunarinnar, og seilst 400 milum lengra, og meira þó, suður með allri austurströnd Skotlands og Englands, og haldið þaðan til Dan- merkur, og i þetta óhyggilega ferða- lag er eytt íslenzku fé; kolum, fyrir peninga hluthafanna, er mokað á eldana og brcnt þannig til einskis. Eg man það, að á undirbúnings- fundum undir stofnun þessa félags, var þvi haldið fram af öllum, og ekki sízt af Sveini Björnssyni og Thor Jensen, að ferðunum, einsog þeim væri hagað hjá félögunum, sem þá sigldu til landsins, væri illa hagað fyrr íslendinga, og mest eftir geðþótta eigendanna dönsku, sem eðlilega vildu binda verzlunina sem fastast við Kaupmannahöfn og Dan- mörk; og var það itarlega tekið fram, og aldrei mótmælt af neinum, að nauðsyn bæri til að stofna félag- ið, til þess að koma verzlun og sigl- ingum lslands í það horf, að við- skiftin væru rekin þar sem þau væru eðlilegust og ódýrust, þ. e. a. s. við mesta verzlunarland heimsins, Eng- land. Með þetta fyrir augum lagði bæði eg og aðrir það kapp, sem unt var á að hægt væri að stofna félagið, jafnframt því, sem það væri eðli- leg afleiðing af stofnun islenzks fé- lags, að menn búsettir í landinu hefðu stjórnina i sínum höndum og höguðu ferðunum eftir íslenzkri viðskiftaþörf, sem var eðlilegust — eftir legu lslands á þessum hnetti — að mestu leyti við England og Noreg. En i júlimánuði, þegar ferðaáætl- unin er samin, þá virðist stjórnin vera komin á aðra skoðun; vera búin að gleyma þeim ákvæðum, er stofnendur og bráðabirgðastjórn höfðu lagt aðaláhersluna á, er félag- ið var í myndun, og með því að hafa brugðist þvi trausti, er borið var til hennar, þegar hún var kosin á stofnfundi. Svo setur hún Hamborg á ferða- áætlunina 4 sinnum frá útlöndum til íslands. Stjórnin hefir hugsað sér, að flytja mikið frá Danmörku til Þýzkalands, og eins frá Þýzka- landi til íslands; en aftur á móti er engin ferð áætluð frá lslandi til Hamborgar. Það hefir að likindum vakað fyrir stjórninni, að Þjóðverja vanhagaði ekki um neitt, sem fsland hefði að framleiða, og mætti þvi senda þeim peninga símlciðis gegnum bankana eða þá í póstávsunum fyrir það, sem þeir sendu með skipunum hing- að. önnur tilgátan getur líka verið sú, að stjórnin hafi verið búin að semja þann hluta áætlunarinnar frá útlöndum til Islands áður en strið- ið byrjaði, og innsigling til Ham- borgar var opin; en hafi svo sam- ið hinn hluta áætlunarinnar eftir að öllum þýzkum ströndum var lok- að og stríðið skollið á. , Þriðja tilgátan getur einnig verið sú, og þannig kollvarpað hinum báðum, að stjórnin að vísu ætlist til, að islenzkar afurðir geti nokkr- um sinnum komist til Hamborgar, en þar verði þær að taka á sig þann krók, að fara fyrst til Hafnar, og láta svo umboðsmennina þar senda þær áfram undir sínu nafni inn á markað meginlands álfunnar, — þá auðvitað sem danske Produkter. Einhvers verður maður að geta sér til. ísland framleiðir um 300,000 tunnur af sild; fleiri tugi þúsund skippund af saltfiski og nokkur þús- und tunnur af lýsi, fyrir utan alt annað. Þessar vörur voru kærkomn- ar Þjóðverjum, og var óhætt, úr þvi þýzk höfn var sett á áætluning, að gefa þeim tækifæri til að bjóða i ís- lenzkar afurðir krókalaust beint frá framleiðendunum. Eg gat þess fyr, að eg liti svo á, eftir ferðaáætluninni að dæma, að stjórnin hefði brugðist trausti þvi, er henni var sýnt með kosningunni, og meira enn. Mér virðist hún með þessari ráðstöfun sinni ætla að láta mér hraparlega bregðast allan þann góða útreikning, er eg gjörði i byrjun fyrir félagið, með það fyr- augum, að því væri sæmilega stjórn- að, einsog ráð væri fyrir gjörandi af mönnum, er hefðu vit á slikum hlutum; og vil eg taka dæmi máli minu til sönnunar. Farmgjald er i dag frá íslandi til Hull 30 sh. á smálestina, frá Hull til Kaupmannahafnar 18 sh. og frá Kaupmannahöfn til Hamborgar 12 sh. eða samtals 60 sh., vel 55.00 kr. Þetta gjald verður félagið að leggja á vörusendanda fyrir að flytja vöru lians þessa krókaleið; ef félagið tekur minna, þá tapar það; ef að sendandi vill ekki senda ineð skip- inu og skipið sigiir tómt, þá tapar það lika, eða mcð öðrum orðum: Skip, sem er 1000 smálestir og siglir 1400—1500 mílur, verður að fá aðfullu borgað undir hverja smálest fyrir þá vegalengd, er það fer með hana, og séu margar af smálestun- um i skipinu ónotaðar, þá tapar skipið, eða það gjald, sem vantar fyrir það rúm, sem er ónotað, verð- ur að leggjast á vörurnar, sem flutt- ar eru, og verður gjaldið þannig þeim mun hærra. Eða svona er þetta skoðað frá hlið útgjörðar- manna og skipseigenda. Ekkert skal eg um það segja, hvort skipið, sem fara á alla þessa krókaleið til Danmerkur og Ham- borgar, fer með lítinn eða mikinn flutning; má vera að það hafi full- fermi báðar leiðir, og ef svo reyn- ist og tekið er réttmætt farmgjald fyrir vörurnar, bæði af Dönum, er senda til Hamborgar, og eins af Is- lendingum, er fá vörur þaðan, þá verða hluthafar ekki af þeim ágóða, er þeim ber af hlut sínum; en aftur á móti tapar landið sjálft á því, að eiga skip i slikum langferðum, og geta ekki þess vegna komið vörum sinum jafnharðan á markaðinn, eft- ir þvi sem þær berast að og þurfa að komast í peninga. Setjum svo, að stjórn félagsins hefði álitið nauðsynlegt, að setja 4 ferðir á áætlunina, sem Suðurlands- skipið fer til Bordeaux, af þvi þar væri hægt að fá ávexti, silki og ýms- an seljanlegan varning, og Norður- landsskipið væri látið hafa 2 ferðir til Archangel, þvi þar væri hægt að fá tjöru, trjávið o. fl. — Þetta væri rangt, af þvi að þessi skip eru ætl- uð til þess, að bæta úr verzlunar- samgöngum íslendinga, og eru þar að auki of stór til að sækja það litla, sem lslendingar þurfa að nota af þessum hlutum, og yrðu þvi að haga ferðum sínum þannig, að þau sigldu til aðalverzlunarborga þeirra, sem næstar væru og fengju þessar vörur þar, og gættu þess vegna með miklu fleiri fcrðum gjört landinu tiltölulega meira gagn, en með löng- um ferðum, sem eðlilega yrðu þess valdandi, að landið væri sam- göngulaust mikinn tima úr árinu einsog áður. Eg vil ekki fara frekari orðum um þetta atriði, hve hraparlega það er rangt gagnvart hluthöfum og landinu, að vera að flæmast með stór gufuskip inn í Austursjó og suður um allan Norðursjó, auðvitað meira og minna tóm, og láta landið svo vera samgöngulaust helminginn af þeim tima, er skipin annars gætu verið i förum milli landsins og annara staða, er stvttra væri til. Meðan skipseigendur, er sigldu til íslands, áttu heima í Kaupmanna- höfn, þá urðu þeir að sigla þaðan til íslands og það var litill krókur, þótt þau kæmu endrum og sinnum til Hamborgar; en þegar íslending- ar eiga sjálfir ráð á öllu saman, þá virðist þetta vera fremur vanhugs- að glappaskot. Nei, það sem Eimskipafélag Is- lands átti að gjöra strax það var að sigla til þess staðár á vestanverðu Englandi, er var aðalstöð heims- verzlunarinnar, og nokkrar ferðir til Noregs og Danmerkur, en semja svo við önnur gufuskipafélög um flutning á vörum frá öðrum stöð- um fjarliggjandi, er ísland hafði við- skifti við lika. Það litur út fyrir, að cftir því, sem sjá má á þessum ráðstöfunum stjórnarinnar, að einmitt það, sem eg hefi minst á suinstaðar, sé þegar að koma i ljós, að i stjórnina vanti menn, sem hafi viðtæka þekkingu á starfi þvi, sem hér er um aff r*8a. nfl. að stjórna gufuskipafélagL I stjórnina þurfti að setja mcnn, wm höfðu opin augu fyrir þvi, fcvað landinu var fyrir beztu og ölliwt hluthöfum, er lögðu fé i fyrirUekit, og eins með tlliti til þess, hveraig framleiðslu íslands yrði fljótast *g bezt komið á markaðinn. , Þvi það er hvorttveggja jafn frá- leitt, að hluthöfum sé bezt borgið með sliku siglingafyrirkomulagk. einsog ætlast er til i áætluninai, og sé notadrýgst fyrir landið, eiasag hitt, að Leith á Skotlandi og Kaug mannahöfn séu beztu verzlunarstað- irnir fyrir íslenzkar afurðir, *g beztar og ódýrastar vörur til notk unar á Islandi fáist þar, og þess vegna sé bráðnauðsynlegt, knl sem það kostar, að sigla einaútt þangað. En kannske lika ráðningin á þess ari siglingaráðgátu félagsins verlí sú, að í stjórninni sitji tveir kaup menn og umboðssalar, sem fcafe umboð fyrir mörg dönsk verzlanar hús og eru í samlögum við önnur, og eru þar að auki itök i Leith, en þurfa á handbók að halda til inn- kaupa á ýmsiun ódýrum þýzkwn varningi; en ekki, að þetta sé sprott- ið af vanþekkingu, né óbifanlegri sannfæringu um heillavænlegasta verzlun fyrir ísland. óþarfi er að eyða mörgum orðuin að þeirri athugaseind stjórnarinn- ar neðan við áætlunina, að hún fcafi verið búin til áður striðið byrjaði, og þess vegna yrði ferðunum hag að eitthvað öðruvísi seinna. Siðan stríðið byrjaði, eru um 170 dagar, og á þeiin tíma hafa Englendingar lokað Norðursjónum og Þjóðverjar með sprengidufluin gjört leiðir ó- tryggar i Norðursjónum og innsigi- ingu til Hamborgar torvelda; e* þó þessi feikna breyting hafi átt sév stað á þessum siglingaleiðum, þá kærir stjórnin sig kollótta um þetta; lætur þar við sitja. Það er einsog þetta feikna stórvirki, að búa til ferðaáætlun, kosti þann feikna tima og fyrirhhöfn, að slíkt hefði verið ógjörningur, að eiga að fara að hrófla þar við nokkru Þó að Eyrarsund og Kattegat hefðu verið lokuð með sprengidufl- um og Hamborg verið umsetin af óvinaher, þá hefði hún kannskc ekki heldur séð ástæðu til, a8 brcyta áætluninni um einn staf, þvi það, sem hún einu sinni hafði skrif- að, það varð að standa. Hlutafé manna er ckki vel trygt í skipunuw og farmur ekki lieldur, með því a# fara gegnum sprengihættu Norður- sjávarins til Hamborgar, og eiga á hættu þar á ofan, að fá vörur upp tækar frá öðrum hvorum og ýms önnur óþægindi fyrir skipið. Um- svifaminst hygg eg hefði verið fyr- ir stjórnina, að sleppa Hamborg — stryka hana út fyrst i stað —- þeg- þeir sáu, livernig ófriðurinn gekk. og að Þjóðverjar hafa litið sem ekk- ert aflögu, og bæta þessari kröfu heldur við seinna, er þeir sæju sér færi. Eg vil að síðustu þakka stjórninni fyrir það, sem hún hefir vel gjört — bráðabirgðarstjórninni sérstak- lega —, en hafi hún óþökk fyrir það, sera er misráðið og til óþurftar. Liverpool á Englandi, 21. janúar 1915 (Visir). SEGÐU EKKI “Eg má ekki við að láta gjöra viS tönnnrnar í mér VIS könnumst ðll við, atS þaö er taart f irl, og IHt atl >i t peataKa. En þetta er e( tll vtll allt til góTSs. ÞatS kemur okkur öllun sem þurtum aö vinna fyrir okkar lifibrauöi til atS meta peningana. GLKYMli ÞO EKKJ atS þú innvinnur þér doliar í tavert sinu aem H sparar dollar. MUND Þú EINNIG ats tennur eru oft melri autSlegtS en penlngar. GöÐ HEII.SA er fyrsta spor tll ánægju. Þessvegna þarft þú af passa tennur þinar. Nú er timlnn. Þetta er staVurinn þar seaa finar tanna vitSgertSir fást. STÓRKOSTLEGUR SPARNAÐUR Á BESTU TANNA VIÐGERÐ Bridge Work $5 per tooth, 22k. Gull $5. 22L Gull Krúnúr. OKK.tR PRiSAR BREYTAST ALDRKI Svo hnndrHöun nklftlr fólkai er afi flflta mér þctta tnktfml ÞVI EKKI ÞCf FARA FALSTENNUR ÞINAR VEL? e»o ern þier altaf hftlf lanaar t rannntnnnaf Bf avu e» M okkar og lfttltl okkur búa tll GSnnur fyrlr þls firm pmma fyrlr akkar lftga vrrtí. PERSONUIiEG AÐG*ÍLt-NotltS ykkur okkar U ftra re $8.00 Whale bone OpiS á kveldin. DR. PARSONS MtC.RKHVV BliOCK* PORTAGl AVH. THrphMe M. Traak Tieket Offl«e.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.