Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. APHII- 1915. HEIMSKRINGLA BI.S. 5. ÆFIMINNING. *------------------------9 Sigurðnr Jónsson. Einsog sagt var frá liér í blaðinu, •ndaðist þann 10. marz síðastliðinn, að heimili sonar síns, Brynjólfs S. Johnsons, þrjár milur suðvestur af Hallson i Norður Dakota, Sigurður bóndi Jónsson, einn meðal fyrstu islenzkra landnema i Dakota og fyrstu vesturfara frá Islandi. Sigurður heitinn var fæddur á Torfafelli í Saurbæjarhreppi i Eyja- íjarðarsýslu 1. april árið 1845. Voru foreldrar hans hjónin Jón Jónsson bóndi á Torfafelli og Bergþóra Rand versdóttir. ólst Sigurður heitinn «pp hjá foreldrum sinum til full- tíða aldurs, og fluttist með þeim að Nýjabæ i öxnadal, þar sem þau tíjuggu siðustu árin. Um og eftir árið 1870 hófust fyrst Amerikuferðir af Norðurlandi, og lagði Sigurður heitinn snemma hug á að flytja vestor. Þó drógst sú ferð um nokkur ár. Vorið 1874 kvongaðist hann og gekk að eiga Sigriði Brynjólfsdóttur, frá Skegg- stöðum í Húnavatnssýslu, Brynjólfs- sonar Magnússonar og Sigríðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka i Aust- urdal i Skagafjarðarsýslu. Fluttust þau hið sama sumar vestur ásamt tengdafólki sínu og öðruin vestur- förum og komu síðla sumar til Que- bec. Eftir skamma viðdvöl þar fluttist allur hópurinn vestur til Kinmount i Ontario og dvaidi þar ▼etrarlangt; en vorið 1875 færði þessi hópur sig austur aftur, og sam. kvæmt tilboðum stjórnar Nova Scotia íylkis, settist að i Mosquodo- koit dalnum í Mooseland héraði og myndaði þar islenzka nýlendu. Þar dvöldust þau Sigurður og Sigriður meðan bygðin hélst við. ▼orið 1881 færöu þau sig vestur og settust að lokum að i Dakota bygð- •nni, er þá mátti hcita rétt i mynd- un. Tók Sigurður sér þar land vest- ast i bygðinni, um miðja vega milli Iiallson og Víkur, og bjó þar unz kona hans andaðist þann 7. okt. 1909. Brá hann þá búi og hefir dvalið hjá sonum sinum siðan. Þau hjón eignuðust 5 sonu; en mistu einn á barnaldri; eru þrir til heimilis í Dakota: Brynjólfur, bóndi hjá Hallson, kvæntur Bagnhildi Árnadóttur Jónssonar, ættuð af Austurlandi; Þórarinn Vilhjálmur, verzlunarmaður i Cavalier, kvæntur konu af þýzkum ættum; Jóhann Skapti, ókvæntur; en sá fjórði, Haf- steinn Sigurður, er nú búsettur ná- Iægt Lonesome Butte i Saskatche- wan; kona hans er Guðný Bjarna- dóttir Arnasonar, og Ástu Jósafats- dóttur frá Gili i Svartárdal. Eru tveir þeir eldri fæddir í Nova Scotia en hinir í Dakota. Af systkynum Sigurðar sál. eru tveir bræður á lífi: Jóhann bóndi á Breiðabólstað við Gimli i Nýja íslandi; og Bergþór til heimilis við Piney, Man. Jarðarförin fór fram frá heimili Brynjólfs sonar hans þann 17. marz. Var þar flest bygðarmanna saman komið, að fylgja hinum látna öld- ung og vini til hins siðasta hvíld- arstaðar. Var hann lagður i ættar- grafreit þeirra frænda við hlið konu sinnar. Stendur reitur sá skamt fyrir sunnan hina fornu bústaði þeirra hjóna. Likræðuna flutti síra Bögnv. Pétursson frá Winnipeg. Sigurður heitinn var gildur með- almaður að vexti, ljós yfirlitum og hinn drengilegasti i sjón. Hann var manna tryggastur i lund og ó- brigðulastur vinur vina. Yfirlætis- laus og hversdags prúður; engi undirhyggjumaður og lundheill. — Verkmaður var liann rnikill alla æfi og ávalt hjálpsamur, en efnamaður allnokkur síðari ár. Er hans sárt saknað meðal allra, sem til hans þektu, þvi kostir hans voru þeir, er sæmd var og prýði þjóðfélagi voru íslendinga hér fyrr á árum. fí. P. Russland og frjálsar hugmyndir. Útdráttur úr grein eftir Alex. Her- . . zen—fíussia and Liberalism. Menn þekkja svo lítið til Búss- lands, en eru þó einlægt að tala um það; og hver spádómurinn rekur annan um það, hvað Bússar muni gjöra, og hvort þeir muni ekki brjóta undir sig allan heim og gjöra þjóðirnar að þrælum, og láta hnúta svipurnar ganga á berum bökum manna. Margt af þessu, sem sagt er, er fjarri öllum sanni, sein stafar af því, að menn tala um það, sem þeir þekkja ekki. Vér viljum þvi koma með stutt ágrip úr grein cinni um tt««tttt»n»t>sn»tt»tt»8si>t!t:ttntt«««sttt»»s»ntt n n n n n n n n n n n n n n n n n n n :: « tt :: :: n :: n n n n n n n n n n n n n n t: « :: :: « n n n n n n 99 9* n n 99 99 n n n :: :: n :: :: n :: :: n n :: Jóhann E. Straumfjörð. (Dáinn 11. nóv. 1914). Gengið er nú til grafar göfugmennið prúða; höndin hjálparfúsa hvilast varð í jörðu. Harmar aldin ekkja ástkæran maka; sáran dsetur og sgnir sgrgja föðurinn góða. Eftir vel unnið dagsverk, með létta lund að leggjast til hvildar rótt er sælt, og gela við síðasta blund sáttur við heiminn með vinarmund boðið gtaðlega góða nótt. Þannig þú kvaddir með bros á brá, þess beiðstu, er kotna hlaut; en við vorum kjarklaus og krafta smá og kviðum að missa þig okkur frá, sem bestur varst vinur i þraut. En endað þó sé þitt æfiskeið og öndvegi skipi hrggð, þinna ástvina lýsir leið lifandi minning, björt og heið, um starfið þitt, drenglyndi og dygð. Þó siðasta kveðjan sé harmklökk og hljóð, það huggun skal vinum i raun, þcr endurgjald veitt mun úr eilifðarsjóð og andi þirin búa hvar líðan er góð, þó hcr væri oft litið um laun. Þú bygðir þér sjálfur bautastein í blessun hins líðandi manns, mcð nákvæmni og lipurð svo margra mein þú mýktir og stöðvaðir sjúkra kvein, sern þakklætis knýta þér krans. i sveig þann, litla tjóðið mitt cg legg scm hið skrautminsta blað, er breiðist á lága leiðið þitt með lotning, þar mannúðin óskabarn silt kvcður á kyrlátum stað. F. Þ. n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n ♦« n n :: :: :: n :: n n n :: :: :: :: :: n n n •• n n n :: n n n :: n n n nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn Bússland eftir Alexander Herzen. En hann er frægur rithöf. rúss- neskur. Menn geta þar heyrt eitt og annað, sem menn vissu ekki áður. Hússland er mikið ríki, og mun- ar mikið um, þar sem þeir snúast að og leggjast á Bússarnir. Bismarck sá 'það; og eitt skifti vildi hann fyr- ir hvern mun fá þau þrjú ríkin — Prússland (eða Þýzkaland), Austur- ríki og Bússland til þess að gjöra öflugt samband sin á milli og vinna að þvi hvert með öðru, að halda öll- um lýðveldis hugmyndum og lýð- veldis hreyfingum niðri i Norður- álfunni, en styðja konungsveldið og einveldið. En nú er Bússland að berjast móti þessum skoðunum, — berjast fyrir lýðveldinu og frelsinu, en vill mola höfðingja-, konungs- og keisaravald í smátt og helzt ganga af hermannavaldinu dauðu lika, að minsta kosti hinu þýzka. — Þetta er nokkuð undarlegt, en verð- ur skiljanlegt, ef menn lesa og i- huga grein Herzens. Hér fer á eftir ágripið: 1. Bússar geta aldrei fengið stjórn- arbót í rikjum Hússakeisara með stjórnarbyltingu. Allar umbætur, sem gjörðar hafa verið á Bússlandi, hafa komið ofan að. Það er að segja, eftir boði keisarans.— Þannig skrif- aði eg i blað eitt árið 1905, segir Herzen, þegar öll blöðin i Evrópu héldu, að fast væri komið að stjórn- arbyltingu á Bússlandi, er losa inyndi bönd harðstjóranna og ein- veldisins. Eg hefi ætíð verið sann- færður um þetta; en nú er stundin loksins komin: nú rennur sól vonar- innar og frelsisins upp fyrir Búss- landi! Og það eru augu keisarans. sem hafa opnast, svo að hann sér að það bandið, sem bezt og varan- legast bindur saman þegnana og drotna þeirra, er vináttu. og virð- ingarband i frjálsu landi, með þing- bundinni stjórn. Harðstjórn og her- vald lætur hlýða sér af þrælsótta; en virðing og ást frjálsra manna er miklu traustara og tryggara band. en ótti þrælanna. Það, sem mest hefir hainlað Búss- um og hindrað alla framför þeirra og þroska er það, að þeir hafa lært af annara dæmi, — dæmi þjóðanna i kringum sig, og þau hafa verið alt annað en fögur. Þeir hafa verið kvíjaðir þarna inni: Að austan voru Mongólar; að sunnan var hið spilta grísk-rómverska riki, og síð- an Tyrkinn, en að vestan var Prúss- inn. Einvaldar Bússlands gengu í alla þessa þrjá skóla og lærðu þar stjórn- mál, siðgæði- og menning — hjá Mongólum, hjá Prússum og i Byz- antium. En Byzantíum er stórborg sú, sem Norðmenn kölluðu Mikla- garð, en sem öll Evrópa nefndi Con- stantinopel, eftir Constantinus keis- ara mikla, um og eftir 300 e. Kr. — Tyrkir hafa kallað hana Istamboul (Stambúl). Hún er mjög forn og liggur við Bosphorus sundið að vestan; en það kölluðu Norðmenn Sæviðarsund. — Þetta hefir öld fram af öld verið Bússlands bölv- un. Stjórnendurnir hafa viljað kúga og drotna yfir landslýðnum sem þrælum, og þar af leiðandi hefir stjórnin verið óþjóðleg. En slaf- nesku þjóðirnar hafa æfinlega elsk- að frelsið. Fyrst ríkti hinn mon- gólski hugsunarháttur hjá Bússum; síðan hinn byzantinski og seinast var það hinn prússneski andi, sem blés illum og óhollum ráðum i hugi hinna rússnesku stjórnmálamanna. Það voru banvæn ráð, sem þeir gáfu Bússum, því þeir vildu þá undir hæla sér leggja, og þaðan höfðu Bússar i seinni tið kenningar sinar um ótakmarkað einveldi og her- mannavald. Hinar slafnesku þjóðir elska frið- inn og frelsið; en dæmin, sem þeir höfðu fyrir sér, Rússarnir, og hásk- inn, sem sí og æ vofði yfir, mátti meiéa; þó að allar þær kenningar væru innfluttar og framandi þjóð- inni. Vikingatirninn. Eitthvað inilli 800 og 900 eftir Krist fóru hinir sænsku og norsku vikingar að koma til Rússlands, sem þeir kölluðu Garðariki. Var Hrærekur þeirra höfðingja mestur. Iiann kiilluðu Rússar Rúrik, og varð hann þar brátt höfðingi mikill og telja Bússar hann kynföður kon- unga sinna, hinna fyrri að minsta kosti. Þegar víkingar Jiessir, sem líka voru Væringjar kallaðir, komu þangað, voru hinir rússnesku Slafar þar fyrir og bjuggu i hópum eða i sveitum á landi úti. Borgir voru þar fáar; en skíðgarður um hverja. — Sveitin eða félagið, sem saman bjó, átti eigur allar í félagi; það var sam- eignarfélag (Communismus); en sveitinni stjórnaði einn maður, öld- ungur, “elder” eða fulltrúi. Hann var að nokkru leyti einvaldur; en veldi hans takmarkað af atkvæðum allra félagsmanna, eða ibúa bæjar- ins eða sveitarinnar. Og í borgun- um var vald hans takmarkað af þingi, er allir fullvaxnir menn gátu setið á og sem var kallað vetshé. Áður en Væringjar komu þangað, var þar enginn stéttamunur. Allir voru jafnir nema höfðinginn eða öldungurinn. Og eftir daga Hræreks voru bara tveir flokkar i þjóðinni: þjóðin sjálf annars vegar og afkom- endur Hræreks hins vegar. Þar var þvi engin meðalstétt milli konungs- ins eða höfðingjans. Vikingarnir höfðu flutt með sér hugmyndina uin höfðingjavald, að- alsvald,— vald þeirra, er óðulin (löndin) og þrælana höfðu. En hinar slafnesku siðvenjur og hugmyndir máttu sín betur, og gjörðu úr lýð- veldi með ættfeðrastjórn. Rússnesku prinsarnir eða furstarnir voru þar öldungar yfir svo og svo mörgum borgum og þorpum, sem hver þeirra hafði og stjórnaði, ásamt þingunum i hverri borg eða sveit eða þorpi. Fursti þessi eða prins var þar hinn æðsti embættismaður, og hann hafði bæði dómsvald (úrskurðarvald) og framkvæmdarvald. Þetta stjórnarfyrirkomulag var ó- likt þvi, sem nokkursstaðar átti sér stað annarsstaðar í Evrópu. Þjóðin var þarna öll af sama stofni og bjó i sveitum, borgum og þorpum, þar sem allir voru jafnir; eignirnar voru sameiginlegar. Þó að fyrir- komulag þetta væri þannig frá- brugðið, því er var í öðrum lönd- um, þá stóð það þeim ekkert á baki. Og það má fullyrða það, að upp til fjórtándu aldar voru Bússar frjáls- asta þjóðin- i allri Evrópu. Umburðarlyndi i trúmálum. Með þessu lýðveldis og öldunga- fyrirkomulagi fylgdi umburðarlyndi í trúmálum, sem einstakt var á þeim tímum. 1 Kiev í Litla-Rússlandi t. d. (Kænugarði, er Norðmenn kölluðu) bjuggu saman heiðnir menn og þeir, er nýtekið höfðu kristni, Mahómets. menn og Gyðingar i bróðerni og friðsemi hver við annan, og börðust hlið við hlið móti sameiginlegum óvinum. Og það hélst, þetta um- burðarlyndi, eftir að Rússar höfðu kristni tekið; því það var samgró- ið eðli Rússanna eða Slafanna. Og þetta vita aRir, sem kunnugir eru | mentuðum Rússum eða rússneskum bændum; það er þjóðarcinkenni ’ þeirra. En svo komu Mongólar á þrett- ándu öld og veltust yfir Rússland, og var þá slagbrandi skotið fyrir alla framför og andlegan þroska Rússanna fyrir langa hrið. Til þess að bjarga þjóðinni und- an oki þeirra, var nauðsynlegt að draga valdið saman. Var þá togast um völdin á fimtándu og sextándu öldinni. Voru prinsarnir og furst- arnir annars vegar, en hins vegar lýðurinn; borgararnir með sam- eignar hugmyndunum. Það var Moscow með prinsavaldinu og hin auðnga verzlunarborg Novgorod; hafði borg sú forréttindi mikil og vildi lengi vel ekki lúta prinsunum. En loks urðu prinsarnir ofan á. Og Mongólar voru hraktir burtu; og nú vonuðust þeir, að keisarinn, sem höfðingi þeirra nú kallaði sig, Tsar- inn, yrði þeim sannarlcgur faðir,, lítillátur og umhyggjusamur, einsog öldungar þeirra höfðu verið. En þeim brást það. Hann ríkti nú yfir þeim sem einvaldur höfð- ingi. Ivan Tsar hinn þriðji hafði tekið fyrir drotningu gríska prins- essu, Sophiu Paleologue, og henni fylgdi grísk-katólska trúin og grísk- katólsku prestarnir, og þeir héldu uppi griskum hirðsiðum og venj- um þeim sem tiðkuðust i Mikla- garði (Byzantium), og þegar borg- irnar risu á móti voru þær teknar herskildi og rændar, en mikill hluti ibúanna höggvinn niður. Þanifig var farið með borgirnar Novgorod, Tver Pskov; og þá sáu hinir sér ekki annað fært en hlýða. Kcisarinn eða Tsarinn varð nú al- gjörlega einvaldur. Alt var sniðið eftir því, sem verið hafði i Byz antí- um; en þar hafði keisarinn einn ráðið öllu, og klerkar vildu heldur styðja sig við hann heldur en þjöð- ina. Þá kom til rikis Ivan hinn illi (Terrible), sem einu sinni var bið- ill Elisabetar Englands drotningar. Þó að hann væri bráðlyndur og harður, þá var hann þjóðlegri en margur annar, og vildi i fyrstu halda uppi fornum venjum og rétt- indum borganna og sveitafélaganna. En þjóðin var búin að tapa trú og trausti á keisaranum og öllum hans vildarmönnum, og gekk það stirt, svo að Ivan reiddist og í bræði sinni sagði hann: “Eg er enginn Rússi, heldur Þjóðverji”. Og alla tið síðan hafa hiifðingjar og keisarar Rússa tekið sér snið af Þjóðverjum, og þó mest nágrönnum sinum Prússum. Og einlægt jókst þetta. Sundurgjörð- in varð meiri og meiri milji keis- ara og þjóðar. En keisaranum fylgdu vildarmenn hans og allir aðrir höfð- ingjar. Og hámarkið var þegarPéf- ur mikli tók við riki. Pétur keisari var mikilmcnni. Hann lagði kapp á að siða Rússa, og gjöra þásem likasta Evrópuþfóð- unum. Hann bylti öllu um. Hann vann mörg stórvirki; en mcntunin var mest útvortis. Ilann póleraði Rússann, og þegar Bússinn kom úr póleringunni var hann þýzkur. Mál- ið hjá hirðinni var meira eða minna þýzkt; titlar allir á þýzku. Og þetta tóku höfðingjarnip eftir. líkkert var nýtilegt nema það væri þýzkt eða hollenzkt. Þýzkir VOR-FATNAÐUR FYRIR KARLMENN. Með nýjustu tísku, búin til úr Bláu eða Gráu Serge klæði, ábyrgst að fara vel og endast vel $15.00, $18.00, til $25.00 Við óskum eftir pöntun til reynslu. WHITE & MANAHAN LTD. soo m... sm* smiðir, þýzkir sjómenn, læknar, her. menn, kennarar, stjórnmálamenn voru lokkaðir og dregnir í stórhóp- um inn í landið. Þeir urðu ráða- nautar keisarans. Og þeir tóku harðri hendi á hinum litt póleruðu Bússum og sérstaklega þeim, sem úr sveitunum voru. Þeir urðu i fá- um orðum sagt ljúft og liðugt verk- færi i hendi harðstjóranna. ? (Framhald). Fréttir frá Stríðinu. (Framhald frá 1. bls.) foringinn ætlaði að flytja hann burt — bað Vandal hann að gjöra það ekki, því óvinir þeirra yrðu þess iá visari, hvar skotvirki þetta væri. Rétt á eftir hrópaði Vandal: “Lengi lifi Frakklandl” og hné svo dauður niður. Annar, Galeski að nafni, var i á- hlaupi .á hæð eina, og var þar virki óvinanna uppi; hann hljóp með ieim fremstu, en hné niður fyrir skothriðinni. særður ótal sárum. — Þeir tóku hæðina og virkið og fóru svo að stumra yfir hinum særðu; en er Geleski raknaði við, aðfram kom inn, var hið eina sem liann sagði: “Tókuð þið vígið á hæðinni?” “Já”, var svarað; þá brosti hann og dó— vildi vita um það, áður en hann færi úr hcimi þessum. Þegar foringj- arnir hniga hölsærðir niður i á- hlaupunum, þá bregst það ekki, að þeir hvetja menn sína: “Áfram, vin- ir, til sigurs fyrir Frakkland!” — Þetta og þvi um líkt eru þeirra síð- ustu orð. Þá cf hér og lýsing á herdeild einni, sein var að fara i grafirnar. Þeir voru 15 þúsundir og höfðu séð slaginn og heyrt kúlurnar þjóta um eyru og mætt byssusting með byssu- sting á narða hlaupi. Nú ætlaði her foringi Joffre að lita yfir þá; þeir stóðu í fylkingum; en fram undan hverri fylking stóðu nokkrir menn, óbreyttir liðsmenn, sein höfðu frem- ur öðrum sýnt af sér hreysti. Þcir áttu að fá heiðursmerki. Joffre kein- ur og gengur fram með fylkingun- um og heilsar með handabandi hverjum þessara 30 tnanna, sém heiðursmerki áttu að fá og nældi krossinn á brjóst honum um leið. Einn mannanna, Mathew Jorey að nafni, hafði verið varðmaður i þvergangi einum, er lá inn i aðal- skurðinn. Gangar þessir og skurðir eru nú orðið mannhæðar djúpir eða meir, einsog aðalgrafirnar. Nú komu Þjóðverjar að þeim óvörum. Varðmaðurinn fór þegar að skjóta og feldi sex Þjóðverja, en hinn 7. gat rekið byssustinginn i gegnum handlegg hans og þýzkur foringi veitti honum svöðusár á höfuðið; en hann feldi þá báða. Þá fyrst hop- aði hann undan, en félagar hans komu þá og hröktu burtu óvinina. Georg Bastard var særður tveim- ur sáruin i nætur-áhlaupi; en söng hátt með hvellum rómi hersöng Frakka, þar sem hann lá, svo að glögt heyrðist yfir vopnabrakið og skotin; en Frakkar fyltust svo miklum hugmóði við sönginn, að þeir sigruðu. Seinast festi Joffre heiðursmerk- ið á barnungan hermann; tók liann i fang sér og kysti hann á báðar kinnar. Hermaðurinn stöð þar kyr, er Joffre vék frá honum, en tárin hrundu niðup kinnar hans. — Nýja Sjáland sendir stöðugt menn í stríðið og ætlar að halda á- frain að senda 1800 hermenn með herforingjum annanhvern mánuð á meðan striðið stendur, hvort sem það verður langt eða skamt. — Rússar eru farnir að þjappa að Tyrkjum við Sæviðarsund. Þeir eru nú komnir þangað með allan Svarta- hafsflota sinn og hafa bætt við 4 bryndrekum nýjum og er hver með 10—12 þumlunga fallbyssur. Þeir geta þyí skotið á kastalana upp með sundinu beggja megin, þó að þeir fari ckki inn i sundin. Flugmenn Bússa fljúga yfir sundinu og hleypa niður sprengikúlum hér «g hvar. Hafa sumar komið nærri höllum soldáns og*er hann býsna skelkaður orðinn. Eins hafa sprcngikúlur frá skipunum leitað til halla hans, þó að ckki hafi þær hitt hallirnar enn þá. í mörg hundruð ár hefir fólk ekki verið jafn skelkað i Miklagarði og nú; enda er stöðugt áframhald- andi lestin manna, er flýja úr borg- inni. — Sagt er að Rúmenar þori ekki á stað eða séu kéyptir til áð sitja hjá. ítalir biða enn; og einlægt eru Austurrikismenn að ánýja boðin, ef þeir vilji halda kyrru fyrir. En her- lög ganga þar i gildi 1. april. — 268 menn eru fallnir af Can- ada liðinu. Er Canada mönnum við brugðið fyrir hvað þeir séu hraust- ir og hugprúðir. Ekki höfum vér fundið nafn neins íslendings í tölu hinna föllnu eða særðu. — Enn einu skipi Breta söktu neðansjávarbátar Þjóðverja við suð- urstrendur Wales vestan við Eng- land. Þar fóru i sjóinn 268 menn, en fáeinir komust af. Skipið var á leiðinni með hfrmenn og herbúnað til vesturstrandar Afríku. Enginn timi var mönnunum gefinn til að komast af skipinu. Þýzkir blésu þrisvar og sendu svo sprengivélina. FYRIRLESTUR PROF. J. G. * JÓHANNSSON AR. Próf. J. G. JóhannSson flutti fyr- irlestur á Menningarfélagsfundi á fiintuilagskveldið var, um stjörnu- fræði, og sagði framþróunarsögu hennar, alt frá dögum Ptolemiusar. I sambandi við fyrirlesturinn voru sýndar margar skuggainyndir af ýmsum frægum visindaníönnum, er markverðastar uppgötvanir hafa gjört i þessari visindagrein, svo sem Tycho Brahe, Kopernicus, Kep- ler, Galileo, Halley, Newton og Herschel, og mintist fyrirlesarinn nokkuð mótspyrnu og ofsókna þeirra, er sumir þeirra urðu fyrir af hálfu katólsku kyrkjunnar, vegna staðhæfinga, er þeir gjörðu, er ekki |>óttu stemma við rétt-trúnað þeirr- ar tíðar. Einnig sýndi hann mynd- ir af hinum tröllaukna stjörnuturni og stjörnukíkir Chicago háskólans. og svo inargar myndir af himin- tunglunum. — sólum, solmyrkvum. sóldílum, Marz með sínum einkenni- legu rákum (eða skurðum), hala- stjörnum, stjörnuþokum, cfnisþok- um, Saturnus o. s. frv. . Að endingu var fyrirlesaranum þakkað erindið af fundinum. Einn- ig leysti hann úr ýmsum spurning- um. Vínbann á Englandi. Frá London koma þær fregnir 29. marz, að skipasmiðir á Knglandi hefðu tekið sig saman og sent nefnd manna á fund stjórnarinnar. Tók David Lloyd George á móti þeim. Nefndin hélt þvi frain, að drykkju- skapur væri svo mikill meðal verka- manna, að úr öllu hófi keyrði, og báðu liann að finna einhver ráð til að stöðva ófögnuð þenna. Mr. I.Ioyd George tók máli þeirra vcl og kvaðst sannfærður um, að ekkert dygði annað en að uppræta ófögnuð þenna frá rótum. “Þrír eru þeir óvinir, sein vér nú erum að berjast við”, mælti hann: “Þjóðverjar, Austurrikismenn og drykkjuskapurinn; allir eru ban- vænir, en þó er drykkjuskapurinn þeirra langverstur”. Ennfremur gat. Mr. Lloyd George þess, að Kitchener hermálaráðgjafi og French marskálkur væru á sömu skoðun og hann og lofaði hann að leggja málið fyrir stjórnarráðið hið allra fyrsta. Ein persóna (fyrlr dagin) $1.50 Fyrirtak í alla staSi, ágset vin Herbergi, kveld og morgun- sölu stofa í sambandl. veröur............. $1.25 MáltiSir ..................35 Herbergi (ein persóna).....50 Talslml Garry S352 ROYAL OAK HOTEL CHÁS. Gl STAFSON, eigandi og rfibsmnður. Sérstakur Sunnudags mitSdagsverBur. Vin og vindlar á bortJum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta ati kveldlnu. 283 MARKET STREET WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.