Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WiNNIPEG, I. APHÍL 1915. *----------------------------—* Úr Bænum *----------------—------------* Hr. Gísli Sigiiuinclssoii, verzlun- armaður frá Hnausa, Man., kom hingað a'ð sjá oss. Með lionuni var hr. Sveinn Sigfússon. Gisli segist fara að taka rjóma nú undir eins og borgar 30 cents fyrir fitupundið út í hönd i peningum eða vörum. — Þarna dregst ekkert af verðinu fyr- ir kostnað: rjóminn er prófaðhr þar á staðnum og gjaldið kemur fyr- ir hann út i hönd. — Hann lét senda Heimskringlu til Stefáns Guðnason- ar, vestur til Portage la Prairie, þar sem hann cr; verður það gjört þegar i næstu viku. Er þessa getið til þess að láta viðtakendur vita það. Dáin Thora Einarsson i Selkirk. Man., hinn 9. marzmánaðar; 79 ára gömul. Jarðsett hinn 12. marz; prestur sira Steingr. Thorláksson. Laugardaginn 27. marz voru þau Jón Thorsteinsson og Margrét Er- lendsson, bæði frá Reykjavik, Man., gefin saman i hjónaband af síra Rúnólfi Marteinssyni. að 493 Lip- ton street. Hr. Jóhann K. Johnson, frá Hecla P.O., kom að sjá oss. Er hann gam- all kunningi vor neðan úr Mikley. Þar hefir alt gengið sinn vanagang; ölluin líður þar vel, einsog Mikleyj- ingum eiginlega æfinlega hefir lið- ið. Enda hafa þeir bæði vatnið og landið. Þeir lifa skemtilegu lífi og eru aldrei upp á aðra komnir. Eru þeir nú farnir að byggja hús háreist og vönduð og hafa víst flest þæg- indi lifsins. — Undir eins og rit- stjórinn sá Jóhann, langaði hann til að bregða sér með honum ofan eft- ir og sjá þar gamla kunningja og brosa með þeirn cina kveldstund eða tvær. Undanfarið hefir leikflokkur Ung- mennafélagsins verið að æfa og undirbúa hinn fræga sjónleik eftir skáldið Hermann Suderinann Heim- koman. — Er nú æfingum og undir- búningi svo langt komið, að ákveð- ið er að leikurinn verði sýndur þ. 20. og 21. þessa mán. Leikurinn er stórmerkur og áhrifameikill. Hefir oft verið leikinn á Norðurliindum, og ávalt fengið fjölmenna aðsókn. Efni hans leiðir i Ijós mál það, að i vísu gamalt, en sem þó ávalt erður nýtt i sögu og framfara baráttu mannkynsins,— eigingirni ofurauðs til gjörspillinga fátæktinni. Aðal- sögupersónur eru ríkishjón þýzk, af lægra aðli, — þeim hluta aðalsins, er kaupir sér tignina með pening- um, þótt mannkostina skorti —; húsmensku hjón, er komin eru upp á náðir ríkishjónanna, börn þeirra og greifi af tignum ættum. Sonur fátæklinganna, hið mesta og bezta mannsefni, er kostaður til bóknáms af ríkisfólkinu, og tekinn svo i þjón- ustu þess sem verzlunarstjóri. For- eldrar hans og systkyni eru heima og lífinu haldið i þeim af kaup- mannshjónunum. Eru fátæklingarn- ir ræflar í orðsins fylsta skilningi og gjöra sér alt að góðu. Eldri dótt- ir þeirra er forkunnarfögur kona. Kaupmannshjónin eiga tvö börn, son og dóttur. Er dóttirin eldri og leiksystir piltsins, er kostaður var á skólann. Sonurinn er yngri og á liku reki og eldri systirin, dóttir fá- tæklinganna. Hefir honum gjörst dátt til hennar, og til þess að koma sér í mjúkinn horið smágjafir í for- eldra hennar. Hafa Jiau tekið Jivi vel; því litlu verður Vöggur feginn. t þessum svifum eiga fátæklingarn- ir von á syni sínum hcim, þeim skólalærða. fir hafður alls konar fávís tildur-viðbúnaður og skýrir leikurinn frá Jivi, hvers sonurinn verði vísari við lieimkomuna. Verð- ur sagt frá Jiví í næsta blaði, leikn- um til frekari skýringar. Athugið vel framhald sögunnar. Hjálparnefnd Únítara safnaðaríns hefir ákveðið, að halda Tombólu um miðjan apríl. Auk Tombolunn- ar verður kaffi til sölu á staðnum. Mcðan kaffiveitingar fara fram verður leikið á hljóðfæri ýms is- lenzk lög. Að loknuin veitingum ýmsar skemtanir. — Samkoma þessi er stofnuð i þeini tilgangi, að hafa saman nokkra dali til styrktar tveim ur öreiga fjölskyldum islenzkum, og væri því bæ.ði rett og skylt, að fólk sækti samkoinuna sem allra bezt. Þeir, sem heilsu og efni hafa, miðli þeim, sem hvorttveggja brest- ur; það er mannúðarboð, sem öll- um cr skvlt að rækja, og sem betur fer þarf ekki að brýna fyrir íslcnd- ingum með öllum jafnaði. Vinsam- legast mælist þó nefndin til, að þeir sýni það nú um sumarmálin. — Ágætir drættir; inngangur með ein- um drætti 25c. - Sjá auglýsing í næsta blaði. Hr. Einar J. Breiðfjörð, frá Bows- man River, Man., norður í Swan River dal, kom liér með syni sinum. Lætur hann vel af líðan manna þar; enda hafa þeir bæði gripi og akra. Er hann að flytja suður til Mouse River að sjá systkyni sín. Hr. J. E. .1. Straumfjörð, frá Otto, Man., kom nýlega inn í bæinn með konu sinni til að sjá son þeirra á spítalanum. Mr. og Mrs. Magnús Gillis komu til borgarinnar, frá Gardar, N. Dak., Jiann 26. marz, úr heirasókn til skyldfólks síns þar syðra. BIBLÍU-FYRIRLESTUR í Goodtemplarahúsinu (niðri) Cor. Sargent og McGee Þriðjudaginn 6. april kl. 8 siðd. — Efni: Lýsing hins spámannlega orðs á nútíð. 1 Hið stjórnarfarslega ástand hcims- ins séð í Ijósi bibliunnar. Margir trúflokkar, en aðeins ein biblía. Hvað cr sannleikur? — Aitir vel- komnir. I)avíð Guðbrandsson. Bréf úr herbúðunum. No. 1653. 8th Batt. 90th Riffles 2nd Can. Inf. Brigade lst Can. Contingent British Exped. Force. Kæra móðir! Eg sendi þér aðeins fáar línur til þess að láta þig vita^ að mér líður vel. Hefi fengið bréf frá þér, en ekki haft tima til að skrifa. Við vorum i víggröfunum meiri hluta seinustu viku og féll mér það vel, þó að eg sæi ekki marga Þýzkarana. ,Það er farið ágætlega með okkur. Við höfum nóg að borða og nóg tó- bak. Eg sá Kol i gær og kvaðst hann hafa fengið bréf frá þér. Eg hefi aldrei séð Free Press síðan eg fór frá Englandi, en þar var eg vanur að fá blaðið. — Jæja, eg hefi ekki meira að skrifa. Eg hefi alt sem eg Jiarf og vertu því ekki að senda | mér neitt. Pétur scndir kveðju sína. Beztu kveðju til ykkar allra. í Þinn elskandi sonur, Joel. (Bjarnarson Péturssonar. frá Wpg) I FaíJir minn segir að Dr. Mile’s Verk Vamauidi Pfllur séu bezta metsal vtt5 gtgta sem hægt er att t&. Þær hafa gjört honum meira gott en nokkutt annaö sem hann heflr reynt. vtts erum aldrel án petrra vegna þess ats vitS álítum þær svo gótSar vitS margt sérstaklega vttS höfutSverk og gtgt. Maur er ætítS vtss um atS Dr. Mtles’ metSut bæti mannt. MARIK A. HARRIS. South Downing St., Piqua, Ohio. Dr. Miles Verk Varnandi Pillur hafa lengi verið þektar að því eins og Miss Harris segir að vera bezta meðal við gigt. Gigtin, sérstaklega þegar hún er þrálát orsakar aft mjög sára verki, en Dr. Miles Verk Varnandi pillur bregðast sjaldan. Því að þola hvalir, úrlausn er við ídina! elt metS þeirrt ábyrgtS at5 penlngun- vert5ur sktlatS aftur ef fyrsti bauk- an bætlr ekki HJá öllum lyfsölum. Skemtisamkoma og happadráttur. Kvenfélag Únítarasafnaðarins heldur skemtísamkomu í Únítara samkomusalnum Fimtudagskveldið, 8. Apríl. Á samkomu þessari verður dregið um mjög fallegt og vandað olíumálverk af þingvöllum, eftir hr. Friðrik Sveinsson málara. Myndin er til sýnis t búðarglugga A. Bardals á Sherbrooke St. SKEMTISKRÁ. 1. Avarp forsetans. 2. Piano sólo. 3. Upplestur—Mrs, Ingibjörg Goodmam i. Songur—Nokkrar sfúlkur. 5. RætSa—Mrs. GutSrún Búason. 6. Sólo—Miss ólöf Goodman. 7. Upplestur—Mrs. SlgrítSur Swanson 8. Duet—Tvær stúlkur. 9. Sögubrot—Mrs. Arnbjörg Einarsson 10. Söngur—Nokkrar stúlkur 11. DregitS um myndina Aðgangur og einn dráttur 25 cent* Byrjar kinkkan 8. :::::: t: u u:::::: n:: u:::::::::::::: :t:: t::::::::::: k :: n:::::: n:: t::: n u » :: :: « :: « « « « « R ö « 8 « « 8 8 BÆNDUR! 8 8 « « 8 « 8 « « 8 8 8 8 « a 8 « a 8 8 8888888888888888888888 8 8888888888888888 Sendið okkur Smjör, Egg, Hænsni Við skulum kaupa allt sem þið sendið eða selja það fyrir ykkur sem haganlegast og setjum aðeins 5 per cent. fyrir. Með þessum hætti geta bændur selt afurðir bús síns svo lang haganlegast, en það eru fáir bændur sem ekki lifa nærri stór- bæunum sem hafa notað sér þennan stórkostlega hagnað. Reynið okkur það borgar sig. Skrifið eftir verð-skrá. D. G. McBEAN CO. 241 PRINCESS STREET — WINNIPEG, MAN. Sú fregn barst hingað þriðjudags- kveldið í þessari viku, frá Blaine, Wash., að andast heffði þar í bæn- um á laugardagsmorguninn 27. marz húsfrú lngibjörg Jónsdóttir, kona Eyjólfs Oddssonar. Hún hafði gengið alhcil til hvílu, en andaðist kl. 2 um nóttina, — af hjartabilun. Hún var kona um sextugt; sér- lega vel látin, góðsöm og gestrisin. Mr. og Mrs. Oddsson eru vel Jiekt hér í Winnipeg, því hér áttu þau heima i mörg ár; Jiar til fyrir átta árum að þau fluttu vesturoi Kyrra- hafsströnd, og hafa búið mest af þeim tima í bænum Blaine í Wash- ington ríkinu. Mrs. Oddsson eftirskilur eigin- mann sinn og sjö börn, —,öll upp- komin, og sem öll eiga heima vest- ur á Kyrrahafsströnd, að undantek- inni einni dóttur þeirra hjóna, Mrs. .Takobinu Johnson (gift S. Á. John- son, prentara við Lögberg), sem á heima í Winnipeg, — en var í kvnn- isför til foreldra sinna, er Jietta skeði. Laugardaginn 27. marz voru þau Emil Ágúst Johnson og Anna Sig- riður Gilbert gefin saman í hjóna- band að heimili brúðgumans, 667 Alverstone St., af síra F. .1. Berg- mann. Hr. Guðmundur Sigurðsson, frá Silver Bay, Man., kom hingað með gamla konu á gamalmennahælið is- lenzka, er engann átti að og ein- mana var og hjálparþurfi á gamals aldri. Snjólítið þar í vetur; nú al- autt en kalt nokkuð. Bændur lifa þar á gripum og fiskiveiðum við vatnið, og líður vel. Árni Eggertsson hefir' til leigu löndin Nýhagi og Lundur, hálfaaðra og tvær mílur fyrir norðan Gimli bæ. Bæði löndin eru vatnsbakka lönd. Ræktað hey, nægilegt fyrir 16 fullorðna gripi. Flouiing well með ágætu vatni. Nýtt gott timburhús. Fiskirí alla tíma ársins rétt fyrir framan landsteinana. Eftir frekari upplýsingum skrifið eða leitið til Árna Eggertsson, 204 Mclntyre Blk. Sími: Main 3364 Winnipeg. Næsta sunnudagskveld (páska- dag) verður umræðuefni í Únítara- kyrkjunni: Ymsar hugrnyndir um ódauðleika sálarinnar. — Allir.vel- komnir. Ungmennafélag Únítara lieldur fund á fimtudagskveldið í þessari viku. Meðlimir eru mintir á, að sækja fundinn. Á Menningarfélagsfundi í Únítara kyrkjunni í kveld (miðvikudags- kveld) flytur síra Hjörtur Leó síð- ara hluta erindis síns um ritvissu Jóhannesar guðspjalls. Frjálsar um- ræður á eftir.--Allir velkomnir. Stórt og gott framherbergi til leigu, á mjög hentugum stað, rétt við hornið á Sherbrooke og Sarg- ent. Nógu stórt fyrir tvo. Öll þægindi í húsinu. Telephone G. 270. SYRPA byrjar 3. árið 1. hefti 3. árgangs er nú komit$ út og verííur sent kaupendum og umbotSs- ir.ennum þessa viku. INNIHALD: HlítSaren'ii í FljótshHB, eftlr Sugurö Jónsson. x RautSárdalnum, saga eftír J. Magrnús Bjarnason. Ilusboö, eftir Hermann Jónasson. Meöal blóma, saga. íslenzkar Þjóösagnir. II. Hlaupa- Mangi, eftir Finnboga Hjálmarsson Stórskotaliösmaöurinn, saga. Fiöskupúkinn. Æfintýri. (Niöurlag) Hernaöaraöferö nútimans, eftir síra G. Arnason. Heimsendir, eftir Dr. Frank Crane. Fyrstu Vesturfarar frá Noregi, saga. Annar Sveinn Dúfa. (Frásögn úr stríö- inu) Tafsöm leiö er til Tipperary. Kvæöi, þýtt af Dr. Sig Jút. Jóhannessyni. Meö söguyfirliti af Tipperary. Heimsókn til ólafs stimptamtmans 1809 Verstu ósannindin. Guömundur i Dal. Saga. Fálkinn. Merki Islands. Til minnis:—Benedictus VX — Gang- stéttir úr gléri.—Peningar—Gamalt æfintýr — Fööurlandsást — Músik i skotgröf unum — Svissiand — Spáöu stjörnurnar falli hins þýzka veldis. Argangurinn $1.00 Heftið 30c. KOSTABOÐ. Fyrir $2.00 fyrlrfram borgafta o g senda til útgefandans sjálfs, fá menn fyrsta, annan og þrit5ja árgang—768 blabsíbur—(póstgjald borgab). I>etta ágœta kostabob stendur aö eins til 15. april næstkomandi. Olafur S. Thorgeirsson 678 Sherbrooke St. - Winnipeg Sérstök kostaboö á innanhúss munum. Komiö til okkar fyrst, þi?5 munit5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—505 NOTRE I)AME AVENIJE. TalNfmi Gorry 38H4. TnKími Mnln 5302. Dr. J. G. SNÆDAL TAJÍJit/BKNIlt Suite 313 EnáeHÉ WP* Cor Portage Ave. og Hargrave St. Bréf frá Sergeant J. V. Austmann. 6. marz, Nr. 812, 4. Comp., 90th Riffles; 8. Batt., 2nd Inf. Brig., lst. Can. Cont. British Exped. Force. Kæri faðir! Nýlega meðtekið bréf frá þér, sem mér þótti mjög vænt um að fá. Eg hefi sömuleiðis fengið bréf frá Helgu systir, Valtýr, Emil og Jim. Jæja, faðir sæll, loksins eruni við orðnir svo frægir, að mæta þeim þýzku og skjótast á við þá. Við*) höfum verið í vígskurðunum og komnir úr þeirn aftur, og vorurn mjög hepnir að fáir særðust, en eng- inn féll, lió sprengikúlur og riffil- kúlur flýgju í loftinu <>g alt i kring um okkur. En menn venjast furðu fljótt við, að varast lsessar sending- ar. En af mér er það að segja, að það kom engin nálægt mér. Þó getur inaður ekki annað en furðgð sig á því, fyrst þegar menn koma hingað, hversu allir eru ró- legir, óhræddir og taka atvikin eins og þau koma fyrir með mesta jafn- aðargeði. Og i sannleika sagt ganga menn hér um eins rólegir einsog þeir væru á Main st. i Winnipeg, þó kúlnahríðin sé alt í kringum þá; og þegar ekki er verið að berjast eru sungnir gamansöngvar og allskonar sögur sagðar mönnum til skemt- unar. En þegar menn fara að horfa i kringum sig og virða fyrir sér land ið, sem við erum staddir í, getur maður ekki orðið annað en lirygg- ur og reiður. Hryggur yfir þeim hörmungum, sem hafa átt sér stað og eiga sér enn stað meðal fólks þess, er þar hefir átt heima. En reiðst við böðla liá, sem hiér hafa farið um og eyðilagt alt„ sem fyrir varð; þar sem voru skínandi fagrar borgir og þorp, eru nú stærðar- haugar af múrgrjóti, járnarusli og ösku. Eg gæti ritað meira, en sumt af þvi verður að biða, þar til eg kem heim. Eg hefi þá ekki meira að segja að þessu sinni, nema að óska þér og ykkur til lukku og blessunar. Það mælir þinn elskandi sonur, J. V. Austmann. Aths.—Bréfið var skrifað á ensku og hafði verið opnað og lesið. Þau bréf, sem eru skrifuð á öðrum mál- um en ensku og frönsku, eru eyði- lögð. S.J.A. *) J. V. A. mun eiga við sína sveit, þá 90. frá Winnipeg. 623 Sherbrooke Street. Eimskipafélag Islands. . NÚ lofað. Magnús Hinriksson, Thingvalla (áður kr. 500) .... kr. 500 K. O. Oddson, Thingvalla (áður kr. 100) ....... —• 50 Victor E. Olson, Thingvalla .................. —■ 100 Vilhjálmur S. Johnson, Thingvalla ....................100 Pálmi S. Johnson, Thingvalla......................—— 100 Eggert S. Johnson, Thingvalla ................ —• 100 -S. Johnson, Thingvalla ........................ —- 50 G. S. Reykjalín, Thingvalla ........................— 50 .1. S. Reykjalín, Thingvalla ...................... — 50 Gísli S. ólafsson, Thingvalla .................... 100 Alexander óskar Olson, Churchbridgc ................. 500 SveinbjöriT, Loptsson, Churchbridge.................. 100 D. D. Westmtn, Churchbridge ......................... 200 Guðrún J. Árnason, Churchbridge ................ — 50 Árni J. Árnason, Churchbridge ..................... — 50 Thorkell LaxdaL'Churchbridge ........................ 100 Jón Finnsson. Churchbridge.......................... 200 Gísli Árnason, Churchbridge ..................... — 100 Eyleifur Johnson, Churchbridge ......... ........ — 100 Árni E. Johnson, Churchbridge........................ 100 ólafur E. Johnson, Churchbridge ..................... 100 .lón E. Johnson, Churchbridge ..................... — 100 Guðgeir Eggertsson, Churchbridge ..................Lu 250 Eyjólfur Hinriksson, Churchbridge ..................— 100 Hjörn Benediktsson, Churchbridge .................... 100 Magnús Magnússon, Churchbridge.................... — 100 Jón Freysteinsson, Churc.hbridge .................... 200 .1. B. Johnson, Churchbridge .....................— 100 Björn Jónsson, Churchbridge (áður kr. 100) .......... 100 Sigurður E. Bjarnason, Churchbridge.......,....... 400 Björn Thorleifsson, Churchbridge ..................... 50 .1. S. Valberg, Churchbridge ......................... 50 Guðni Brynjólfsson, Churchbridgc...................—- 100 Guðinundur Sveinbjörnsson, Churchbridge .............. 50 S. Sveinsson, Churchbridgc ........................... 35 Jóhannes Einarsson, Lögbcrg ......................... 100 •lohn Thorarinsson, Lögberg .......................... 50 Gísli Egilsson, Lögberg............................. 100 Egilsson Bros., Calder .................. — 400 G. .1. Hallsson, Calder ..........*.............. 100 John Gíslason, Bredenbury ....................... — 100 Einar Sigurðsson, Bredenbury .....'............... — 50 Ólafur Gunnarsson, Bredenbury ............<...... — 500 Kristján J. Kristjánsson, Bredenbury ...............— 100 Eyjólfur Gunnarsson, Bredenbury ................... — 200 Thorgrimur Thorvaldsson, Bredenbury .............. — 100 S. Elín Thorvaldsson, Bredenbury....................— 100 Tryggvi Jóakimsson, New York ........................ 100 Sigfús Magnússon, Duluth, Minn........................ 50 Sigurður Jóhannsson, Keewafin ....................... 100 Guðni Jónsson, Gimli ............,.............-—• 100 Einar Guðmundsson, Hensel. N. Dak. ............... 100 Guðm. Bjarni Jónsson, Gimli .......................... 25 Gísli Eyjólfsson, Hensel, N. Dak. (áður kr. 25) ..— 25 Marius Benediktsson, Thani, Alaska (áður kr. 250).. — 250 J. K. Einarsson, Hensel, N. Dak. (áður kr. 100)___ — 100 Samtals .................................kr. 7,275 Áður lofað og innborgað til féhirðis að nokk- uru eða öllu leyti......................— 176,025 Alls .v........... ......................- kr. 183,300 T. E. Thorsteinsson, vestanhafs féhirðir. KJÖRKAUP PIANOS PLAYERS 0RGANS PHONOGRAPHS UXBRXDGB ORGEL, FIMM ATTUNDIR Walnut Cabinet sniB; fyrirtaks kjör- kaup á $40. Skilmálar $10 í peninguw og $6 mánaöarlega. GODERICK CABINET ORGEL, WAL nut hylki, nýtt. Söluverö $86. SkU • málar $10 i penlngum og $6 mánaöar lega. SHERLOCK OG MANNING ORGBL, Píano hylki, “golden oak”. VanaverV $140; hérumbil nýtt. SöluverB $70, Skilmálar $10 i penlngum og $6 máa aöarlega. THOMAS ORGEL, PIANO HTLKI OB Walnut, ljómandi fallegt. $150 hljéS færi. Líttö brúkaö. Söluverö $M. Skilmálar $10 i peningum og $6 mánaö arlega. EUNGBLUT UPRIGHT PIANO, BO» til á Engiandi. Lítiö Píanó í Walnut. hylki. Selst fyrir $125. Skilmálar $1« í peningum og $6 mánaöarlega. IMPERIAL PIANO—BtTIÐ TIL í AM- eriku, smærra sniö, i Rosewood hylM selst fyrir $130. Kaupskilmálar $15 i peningum og $6 mánaöarlega. KARN PIANO—WALNUT HYLKI,— Fremur lítiö. Vanaverö $350, vel til haft, selst nú fyrir $210. Kaupskilmái- r $15 í peningum og $7.00 mánaöarlegn. DOHERTY PIANO—MISSION HYLKI, hér um bil nýtt. Vanaverö $400. Selst fyrir $265. Skilmálar $15 I pea- ingum og $8 á mánuöi. EVERSON PLAYER PIANO—BROKAB tvö ár; i fallegu Walnut hylki; 65 itótu hljóöfæri í besta lagi. Vanaverö $700, selst fyrir $450 meö tiu rolls af music og player bekk. Skilmáiar $M í peningum og $10 mánaöarlega. NEW SCALE WILLIAMS PIANO — $500 hljóöfærl, brúkaö aöeins eitt ár af einum bezta söngkennara i studié. Selst fyrir $360. Skilmálar $15 i peo. • ingum og $8 mánaöarlega. ENNIS PLAYER PIANO—HEFIR ALLA nýustu viöauka. Þetta Player piaao er sérstakléga gott hljéöfæri. Vana- verö $700. Þaö er búlö aö borga fyrir þaö aö nokkru leyti; eigandi er aö fara úr bænum, selst fyrlr þaö sem eftir er aö borga, $495. ViÖ ábyrgj- umst þetta player píanó. Skilmálar $20 í peningum og $12 mánaöarlega. Tíu rolls af músic með. ELECTRIC PLAYER PIANO — APP- ollo. Vanalegt pianó, player píané og Electric player, allt sameinaö. $1,000 hljóöfæri alveg nýtt, en var brúkað til sýnis. Selst fyrir $800. SkífmaTar eílfr þvl sém Um semst.. Þetta er hljóöfæri fyrir heimiliö og er elnnig mjög tii skemtunar í kaffi »g skemti-husum. Tuttugu muslc roKs ókeypis. EiTT COLUMBIA HORNLESS PHOff - ograph og 26 records. Vanaverö $45 Söluverö $26. Skilmálar $7 í peningus* og $5 á mánuði. EITT EDISON HOMK PHONOGRAPH og 20 reeords. Rrúkaö. VanaverÖ $78. Söluverö $28. Skilmálar $8 í pen ingum og $6 á mánuöi. EITT EDISCÍN HOME PHONOGRAPH, og 10 records. Diamond Point Ro- producer. Söluverö $45. Skilmálar $8 í peningum og $5 á mánuði. KOMIÐ OG VELJIÐ trR A MF.DAN upplagiö er stórt. PÓST PANTANIR FYRIR NOKKURT ofangreindra hljóöfæra veröur aö fylgja fyrsta borgun. Cross, Goolding & Skinner, Ltd 323 Portage Avenue. Wlnnlpeic, Vantar Vinnukonu. Vinnukona getur lengið vinnu út* á landi. Þyrfti að knnna aö mjólka kýr í viðlögum. Kaup .$12—$15 um múnuðinn. Heim» kringla vísar á. FLUTTIR Hérmeð tilkynni eg aimenningi að eg hefi flutt mig í stærri og betri búð, þar sem öll viðskifti geta gengið mikið greiðar en áður. Nýja búðin er að: 572 Notre Dame Ave. aðeins þremur dyrum vestar en gamla búðin. Central Bicycle Works S. MATTHEWS eigandi. TELEPHONE-GARRY -121

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.