Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRÍL 1915. Heimskringla (StofnnV 1886) Eemur út á hverjum flmtudegl. iJtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver'8 blatSsins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritS (fyrirfram borgati) Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgati) Allar borganir sendist rátSs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbrooke Street, Winoipei Boz 3171 Talelml Garry 4110 Þinghússmálin. I seinasta blaði Heimskringlu var Hon. Dr. W. H. Montague, ráðgjafi opinberra verka, búinn að sýna nauðsyn þinghússbygginganna, að báðir flokkar, Liberalar og Kon- servatívar, væru samdóma um það, og að þeir hefðu báðir samþykt uppdrættina, sem byggja skyldi eft- ir. Ef að þinghúsið hefði verið bygt eftir þeim uppdráttum og engar breytingar verið gjörðar, þá hefði þinghússbygging þessi hin mikla kannske verið komin upp nú, en kannske verið nú þegar farin að hallast og rifna og brotna niður, — ef að treysta má framburði alvanra byggingameistara fremur en þeirra, sem aldrei hafa hús bygt og ekki þekkja caissons frá cement piles, eða floating foundation frá bed rock foundation. En þó að það hefði kostað millíónir dollara, þá hefði það alt verið í sátt og samlyndi, — allir voru jafn sekir, bæði Liberals og Konservativar báru ábyrgðina til samans. En svo taka Konservatívar við á- byrgðinni og sjá strax, að það dug- ar ekki að byggja svona; þeir vilja ekki bera þá ábyrgð á herðum sér, að húsið hrynji, drepi kannske svo og svo marga og valdi millíónum dollara kostnaði. Á að saka þá um þetta? Vér sjáum ekki að nokkur maður geti gjört það; þeir ættu miklu heldur þakklæti skilið fyrir framkomu sína, að gæta sóma fylk- isins með því, að gjöra bygginguna nógu trausta, og verja fylkið frá fjártjóni, ef illa færi. Það kostar náttúrlega peninga, en við því er ó- tnögulegt að gjöra. Og meira hefði hitt kostað, að byggja eftir því, sem í fyrstunni var til ætlast. En svo kemur nú þessi aukni kostnaður, þar sem Pree Press ber á stjórnina, að hún hafi stolið 800 til 900 þúsund dollurum. Það er ekki svo lítið og margur hefir í tukthús farið fyrir minna. En það cr ekki meiningin hjá I.iberölum, heldur að velta Konservatívum úr sætum. Það er annars nokkuð ein- kennilegt þetta og margt þvi líkt. — Það er einsog það sé sjálfsögð skylda í hinum pólitiska heiini hér, hvenær sem nokkurt færi gefst, að brigsla andstæðing sinum um alla þá lesti og glæpi, sem hægt er að hugsa sér: hann er þjófur, lygari og morðingi. Eg tala nú ekki um það, þegar likur eru til þess, að al- menningur kunni að trúa þessu um hann, eða hann á kannske margra hluta vegna erfitt með að hreinsa sig af því. Mönnum kemur ekki eða mjög sjaldan til hugar, að sanna þetta á hann; — það er nóg, ef að einhverjir fást til að trúa því. Og það getur svo oft komið fyrir, að sá, sem saklaus er, eigi erfitt með, að sanna sýknu sina. Einkum þó, ef hægt er að koma öðrum til að trúa því, að hann sé sekur. Og það er svo mikið af þvi hér, að sýnast og blása, — að sýnast vera engill, hreinn og elskulegur, en vera þó argasti prakkari; —- að sýn- ast vera vitringur og blása um lær- dóm sinn, þó að maðurinn sé naut- heimskur og verði sér til skammar fyrir fávizku 1 sína, hvenær sem á reynir. En nú koma þær til þessar 800 þúsundir, sem Konservatívar eiga að hafa stolið. Það er kostnaðar- aukinn við þinghússbyggingarnar. Fyrst koma stöplarnir. Stöplar þessir eru náttúrlega miklu dýrari, en reknir staurar, hvort sem þeir eru úr tré eða þá cement staurar. Hon. Dr. Montague sýnir þetta alt saman. Fyrst sýnir hann, að stjórn- arráðið hafi verið viljugt til þess, að borga réttmætan kostnað og tíu prósent aö auki. Svo sýnir hann, að kostnaðurinn við “Greater Winni- peg Waterways” sé 13 til 15 dollara á hvert yard af cements-steypu, — en einsog nú standi kosti það fylk- isstjórnina aðeins 12 dollara. En við Union Trust bygginguna á Main St. kostaði hvert tenings-yard í stöplunum $26.29, sem er töluvert meira en stöplarnir kostuðu undir þinghússbygingarnar. Þá kemur Hon. Dr. Montague með samningana við Kelly, og sýnir að stjórnin hafi rétt til þess, að gjöra þær breytingar á byggingunum, sem hún vilji, hvort heldur hún vilji breyta lögun, fyrirkomulagi, smíði eða efni, — án þess að ógilda samn- inginn. Nú fer Hon. Dr. Montagué að sýna fram á, hvaða fásinna það hefði verið af stjórninni, að gjöra samn- inginn við Kelly þannig, að borga réttmætan kostnað og 10 prósent að auk. Og sannar hann þetta með ó- hrekjandi dæmum. Af dæminu frá Ottawa sýnir hann, að hvert yard þar hafi kostað $53.50, og hefði sú bygging verið eins stór og þinghúss- byggingarnar, hefðu stöplarnir und- ir henni, eftir þessum reikningi, kostað $2,100,000 — tvær millíónir og eitt hundraö þúsund dollara. — Það gat meira að segja verið háski fyrir stjórnina, að hleypa sér út í annað eins. Þess vegna fór stjórnin að semja við Kelly um stöplana og komst að þeim samningum, að borga honum $25.83 fyrir yardið i þeim og hefði Kelly alla ábyrgðina. Þá var múrsteinn hafður í grunn- veggina i stað grásteins, sem þótti ekki eins traustur. En aukakostnað- urinn, sem af því leiddi, var 35 þús- und dollara. Ásakanir um, að stjórnin hafi ekki auglýst eftir tilboðum, komu næst. Hon. Dr. Montague sýnir hve bros- legar þær ásakanir eru. Þá koma fyrirframborganir til Keliy. En Hon. Dr. Montague sýnir, að hann hefir þá reglu, að heimta þrefalt vottorð, áður en hann borgi nokkuð út; nefnilega: vottorð frá byggingaráðunautnum, að útborg- unin sé réttmæt; annað frá endur- skoðunarmanni, að' töluliðir séu réttir, og hið þriðja frá aðstoðar- manni sinum, að hann hafi yfirlit- ið verkið og sé ánægður með það. En hvað Kelly snertir, þá kvaðst hann ekki mundi hika við að borga honum fyrirfram, ef hann óskaði þess; því að bæði væri hann ríkur maður, og hinn áreiðanlegasti, og svo hefði stjórnin verksmiðju hans að veði; ábyrgð þá, sem hann hefði gefið, og i þriðja lagi héldi hún til baka háum peningaupphæðum, sem Kelly bæru, og sem nú til dæmis næmu 360 þúsund dollara. Þá kemur nú breytingin á megin- grindinni. f upprunalegu samuingunum var ætlast til, að grindin yrði úr styrktri cements-steypu (reinforced con- crete). En við nákvæma íhugun og rannsókn kemur það upp, að svo- leiðis bygging væri langt of veik Gólfin t. d. áttu að bera frá 100 til 120 pund á hverju ferhyrningsfeti, en eftir upphaflegu áætluninni gátu þau ekki borið nema 16 pund á fet- ið. Þau voru þvi óhæf með öllu. Það var því ákveðið að byggja úr stáli í staðinn fyrir styrktri cem- ents-steypu. Nú kemur Mr. Shank- land, byggingameistari frá Chicago, til sögunnar; maður, sem bygt hefir fjölda stórhýsa i Chicago og hér og hvar um Ameríku og er víðkunnur fyrir list sína og þekkingu. Hann er kallaður til að bera vitni um þetta, og hann gefur skýlaust eiðsvarið vottorð um það, að byggingin sé ó- hæf og ónýt, ef hún sé bygð einsog fyrst var til ætlast. Byggingin gæti ekki borið þyngsli þau, sem henni væri ætlað að bera. Hún hryndi þá náttúrlega. Þetta er maður með 35 ára reynslu, sem verkfræðingur, og hefir bygt hvert stórhýsið af öðru. Hann segir skýlaust: “Hið eina hæfa fyrir þinghússbygginguna er stál- verk, — stál í gólfi, í stoðum og í lofthvelfingunni”. Þá er prófessor Brydone-Jack kallaður og látinn gjöra hinar sömu rannsóknir og Mr. Shankland, og þó að hvorugur vissi af öðrum, verður niðurstaðan hin sama. Ef að þetta er nú að stela af al- mannafé: að legga sig i aðra eins framkróka með, að leysa verkið svo samvizkusamlega af hendi sem frek- ast er mögulegt; — vanda verkið sem allra bezt, verja bygginguna hruni og eyðileggingu, en fylkið smán og fjártjóni, — þá fer mörg- um manninum að finnast, að það ætti að vera gjört sem mest af þessu, þvi meira, þvi betra. Hefði hinn kosturinn verið tekinn, sem Freee Press og Liberalar virðast svo mik- ið ásaka stjórnina fyrir að hafa ekki tekið: að fylgja hinum upphaflegu uppdráttum og teikningum og svo byggja húsið einsog þar var til ætl- ast, þá hefði húsið kannske verið fullbygt. En hvernig? Sem mann- drápshellir og millíóna-gröf, og get- um vér ekki séð þar neina sérstaka dýrð, sem lofandi sé. Kennarar sendir út um sveitir til bænda. Eitt af þeim mikilsverðustu mál- efnum, sem á dagskrá eru nú á tím- um, eru framtíðarhorfur í sveitun- um, og það, hvernig hægt sé að ráða bót á ýmsum örðugleikum, sem bændastéttin hefir við að stríða. — Þessi mál eru mikið rædd á fundum ýmsra félaga, á bændaþingum og af stjórnum hinna ýmsu fylkja. í þessu landi hefir sá hugsunar- háttur rutt sér til rúms njá öllum vel hugsandi framfaramönnum, að bændastettin sé afar þýðingarmikil stétt, og hafa þeir hiklaust sett hana á bekk með fremstu stéttum lands- ins og virt hana jafn mikils og þær. Það er öllum ljóst, að bóndinn er framleiðandi í fylta skilningi. Verk- smiðja hans er ríki náttúrunnar, og það er hans hlutskifti, að hafa hönd i bagga með náttúrunni til að fram- leiða það úr skauti hennar, sem við- heldur öllu lifsafli. Einsog nærri má geta þá útheimtist vísindaleg þekking ásamt með nákvæmri verk- legri reynslu til þess að leysa þetta þýðingarmikla starf vel af hendi. Undir vanalegum kringumstæð- um, þá skortir frumbyggjann nauð- synlega þekkingu og efni og hefir þar að auki við mikla örðugleika að stríða. Með tímanum lærir hann mikið af reynslu, sem þó verður honum afar dýrkeypt og sem sum- um kemur á kné. Aftur eru aðrir, sem alt af búa vel og hafa fært sér vel í nyt margra ára reynslu og þekkingu, scin þeir hafa með ástund un aflað sér. Bæði sambands- og fylkis-stjórnir hafa gjört mikið á mörgum umliðn- um árum, til þess að leiðbeina bænd um og auka þekkingu á meðal þeirra í búskaparlegu tilliti. Þetta hafa þær gjört aðallega með því, að halda uppi stöðugum vísindalegum rann- sóknum og ræktunar tilraunum á hinum ýmsu fyrirmyndarbúum og tilraunastöðvum, og með því að út- býta gefins ritum og bæklingum, sem skýra frá árangrinum af þessu starfi. í Manitoba hefir stjórnin komið á fót 15 tilraunastöðvum. Og einsog mönnum er ljóst, þá hefir hún nýlokið við byggingu hins nýja Búnaðarháskóla, sem er mjög full- kominn og vel útbúinn, með öllum nýjustu kensluáhöldum. Þar gefst nú piltum og stúlkum kostur á, að afla sér mjög uppbyggilegrar ment- unar. Þar að auki er akuryrkja kend við 5 æðri skóla í fylkinu. í sambandi við Búnaðarskólann er útbreiðsludeild (Extension De- partment), sem vinnur af kappi að því, að auka áhuga, samtök og þekkingu í sveitunum, með myndun allskonar félaga á meðal bænda, kvenna og æskulýðs; og ennfremur með fyrirlestrum, útbreiðslu á rit- um og fjárstyrk, sem varið er til verðlauna, með því áformi að auka áhuga og kapp. öll þessi starfscmi hefir þó ekki haft þann árangur, sem við hefði mátt búast. Orsökin virðist liggja í skorti á samræmi í þessu starfi. Bygðirnar liggja dreift, og hefir því verið örðugt, að ná til sumra út-| kjálka og nýrra bygða, sökum vondra vega og samgönguleysis. Enn fremur eru litlar samgöngur innan bygðanna á meðal bænda, og hefir alt hjálpað til að auka örðugleika i starfseminni. Til þess að ráða nú bót á þessu, hefir stjórnin ráðist í fyrirtæki, sem er gjörsamlega nýtt í þessu fylki og sem hefir reynst vel í Bandarikjun- um og i Austurfylkjunum: Hún skiftir fylkinu í fimm héruð og hef- ir nokkurs konar umferðarkennara (District Representative) í hverju héraði, sem hefir bólfestu nálægt miðju héraðsins og ferðast þaðan um alt héraðið. Þessum District Representative er ætlað að koma bændum i nánara samband við ak- uryrkjudeild og búnaðarskóla fylkis ins, svo að þeim verði vel ljóst, hvað verið er að starfa og á hinn bóginn kynna þessum deildum ástandið á meðal bænda; reynslu þeirra, sem öðrum getur orðið að liði, og sömu- leiðis örðugleika þá, sem bændur hafa við að striða, svo að kostur gef- ist á, að vinna þeim meira gagn. Enn fremur er áformið, að koma bændum í nánara samband inn á við, svo að þeir læri hver af öðrum. 1 sumum héruðum fylkisins er eng- inn skortur á búskaparlegri þekk- ingu; einn veit þetta og annar hitt, sem þeir hafa lært af margra ára reynslu og lestri bóka og blaða. — Það þarf þvi að eins að flytja frá einum til annars, eða koma mönn- um saman til að ræða mál sín. Starf þessara manna felst líka i því, að koma félagsmálum og samtökum i betra horf. Yfirleitt er þeim ætlað að vera hjálpandi og leiðbeinandi í sem flestu og kynna sér þarfir bænd anna. Þeir menn, sem byrja á þessu nýja starfi, hafa lokið námi á Bún- aðarháskólanum á þessu vori. Einn þeirra er íslenzkur. Hann heitir: Hjálmur F. Danielsson. Hann starf- ar á svæði þar sem margir lslend- ingar búa. Aðalaðsetur hefir hann 1 Árborg, Hérað það, sem hann starf- ar í, liggur milli Winnipeg- og Mani- toba-vatns og norður að Fisher Riv- er og Gypsuinville. Suðurtakmörkin eru enn óákveðin, en verða liklega sunnan við Shoal Lake. Þar eð hérað þetta er stórt og vegir víða slæmir, þá verður sein- legt yfirferðar, og er liklegt, að mestmegnis verði að vinna með fundarhöldum. Með þvi móti nær þetta fyrirtæki þó ekki sínum rétta tilgangi. , í Austurfylkjum Canada og í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig, að hver District Represen- tative hefir ekki stærra hérað en svo, að hann getur heimsótt aila h-ú- aðsbúa. Vonandi verður svo í fy!l i þessu í nálægri framtíð. Bindindismál Breta. Það gjörist lítið i þeim ennþá, þó að Lloyd George segði, að af hin- um þremur óvinum Englands: — Þýzkalandi, Austurríki og brenni- víni, væri brennivínið versti óviní urinn viöfangs. Fyrir nokkru var gott sýnishorn af ástandinu, þegar uppskipunar- mennirnir gjörðu verkfallið i Lon- don seinast, — dock laborers’ strike. Þeir heimtuðu kauphækkun, er nam 1 shilling (25 cents) á dag. En verk- veitendur þeirra sögðust ekki geta borgað þeim svo mikið. Loks var T. P. O’Connor kvaddur til að réyna að koma á sættum. — Hann kom og fór að rannsaka mál- in. Varð hann þess þá visari, að fé- lögin fengu hverjum manni á h.verj- um morgni 1 shilling til að kaupa bjór fyrir yfir daginn. O’Connor stakk nú upp á því, að félögin hættu að borga bjórpening þenna, en bættu honum við kaup mannanna og færði það til, að mennirnir myndu vinna betur og meira, ef að þeir hefðu ekki bjórinn. En verkamenn voru alveg ófáanlegir til að ganga að þessum kostum. Og loksins kom- ust á samningar þannig, að verka- menn lofuðu að ganga til vinnu aft- ur, ef að þeir fengju bjórpeninginn, sem þeir höfðu áður haft, og létu það eftir, að hann yrði dreginn af kaupi þeirra, þegar þeim væri borg- að á laugardögum eða að afloknu verki. Þetta dæmi sýnir það betur en nokkuð annað, hvort ekki sé þörf á, að taka í taumana þarna, og eins hitt, að málið er ákaflega vanda- samt. Vínsalan í Saskatchewan Það er sagt, að stjórnin í Saskat- chewan ætli eða sé búin að senda beztu menn sína til Suður-Carolina til þess að sjá og læra, hvernig brennivínssölu stjórnarinnar líður þar. Suður-Carolina tók upp ‘Gauta- borgar-aðferðina’, nfl. að stjórnin skyldi ein selja vin i ríkinu. Það hafði gengið mikil bindindisalda yf- ir ríkið, svo að stjórnin sá, að hún þurfti eitthvaða að gjöra og hún tók ráðið sama og Svíar, að selja löginn sjálf. En vont hafði verið áður; en hálfu verra varð nú, og svo mjög magnaðist Bakkus þar undir vernd- arvæng stjórnarinnar, að allar bind- indistilraunir urðu að engu, og alt, sem bindindisvinir voru búnir að gjöra, var eyðilagt, og — fgrir átta árum siöan gaf stjórnin þetta upp. Það var búið að vera. Það sýnist vera hálfbroslegt þetta, að senda menn langar leiðir til þess að leiía að því, sem ekki er til. Og svo er annað, sem hver maður ætti að sjá: Drykkjuskapur verður að öllum líkindum hálfu verri og pólitisk spilling magnast og útbreið- ist, hvar sem þetta nýja fyrirkomu- lag kemst á, svo að það gjörsamlcga eyðileggur alla siðferðistilfinning fólksins. Svar frá Sviss. Opið bréf frá Dr. Forel til prófess- ors E. Haeckel í Jena. í Journal pe Geniv 30. nóv. f. á. stendur svo: Landi vor Dr. Auguste Forel, sem af ritum sínum er kunnur orðinn um alt Þýzkaland og auk þess tengd- ur því landi venzlaböndum sendir Ernest Haeckel svolátandi bréf: “Herra minn, kæri starfsbróðir! Eg hefi nýfengið frá yður rit yðar Weltkrieg und Naturgeschichte á- samt umburðarbréfi háskólanna þýzku, dags. í september 1914 og stiluðu til /háskóla hinna ríkjanna. í þessu síðastnefnda riti eru gífur- leg mótmæli gegn því, sem þar er nefnt lygar og látlaus rógur, er þjóð og ríki Þýzkalands hafi nú árum saman verið borin af mótstöðumönn uin þess, og nú á stríðstimunum hef- ir keyrt fram úr öllu hófi. Ritið sak- ar erlendu þjóðirnar um, að upp- nefna þýzka hcrinn og kalla hann illþýði, brennuvarga og morðingja, þar sem það þó séu “hinir”, sem kveikt hafi upp ófriðarneistann og fremji öll rangindin, þvi að Þýzka- land gjöri ekki annað en verja til- verurétt sinn og menningu. Leyfið mér nú, umkomulausum áhorfanda lilutlauss smáríkis, að leggja fyrir yður óbrotna spurn- ingu í öllu þessu ogæfuryki, sem nú þyrlast yfir veslings álfuná vora:— Hvernig farið þér nú að samrýma þessar áðurnefndu fullyrðingar um- burðarbréfsins við það, sem þer haf- ið sjálfur nýlega birt þ. 13. nóvbr. 1914 í Monistische Jahrhundert bls. 657, undir grein lir. Otto Juliusbur- ger: Europa unter deutscher Fuhr- ung? Þar segið þér meðal annars, að það sé óhjákvæmilegt Þýzkalandi og meginlandi Norðurálfunnar, að taka Lundúnaborg, að skifta Belgiu milli Þýzkalands og Hollands, og að Þýzkaland auk þess fái Kongoríkið, mikinn hluta brezku nýlendanna, norðaustur héruð Frakklands og rússnesku Eystrasalts löndin. Enn er þess getið, að Pólland leggist undir Austurríki. Félagar yðar, Juliusburger, Ost- wald og aðrir krefjast þess og i til- bót, að Þýzkalan dskeisari verði forseti “Bandaríkja Norðurálfunn- ar” og fari Þýzkaland einnig með hermál þeirra. Þeir félagar yðar, próf. Oncken og hr. M. Lenz fara mjög lítilsvirðandi orðum um smá- rikin, sem þeir telja lítilmótlegar sníkjukindur hinna stærri og eigi að innlimast þeim. í byrjun ófriðarins birti starfs- bróðir yðar, hirðráð Vierordt í Karlsruhe auk þess i Radische Landezeitung skáldskap sem nefn- ist Deutschland hasse, og þar hvet- ur hann þýzka herinn til þess að drepa óvinina unnvörpum og gjöra lönd öll að auðn. Þér viðurkennið nú væntanlega, að framtíðin sé eðlilegt áhyggju- efni hinna hlutlausu smáríkja, er litið er til þessara augljósu yfirlýs- inga. Enn spyr eg yður : Hvernig samrýmið þér yðar eigin fullyrð- ingar i Mon. Jahrh. efni umburðar- bréfsins, er þér hafið sent mér? Ef ummæli yðar í Mon. Jahrh. eiga a* verða að áhrínsorðum, þá hljót* öll erlendu rikin, sem þér sakið um róg, og þar á meðal vort litla, hlutlausa land, Sviss, að verjast yf- irgangi yðar og drotnunargirni á meðan nokkur blóðdropi rennur i æðum þeirra — einsog gamalt mál- tæki segir: Þetta kvikindi er sv* hlálegt, að vilja verjast, þegar ráð- ist cr á það. Ef eg skyldi í nokkru hafa mis- skilið yður, er mér ljúft að afsaka það fyrirfram, þvi að fyrir mét' vakir þetta eitt: réttlæti og friðuc á jörðunni. Yðar einl. starfsbróðir, Dr. A. Forel". (Þýtt úr Butletin de l’Alliance Francaise). — (ísafold). Fréttabréf frá Victoria B. C. J. Ásgeir J. Lindal I. Þjóðræknissjóðurinn. Victoria B.C., 26. marz, 191?» Hra. ritstjóri Heimskringlu: Síðan eg ritaði þér í vetur (28. nv.) um það, hvað íslendingar hér í bæn um gáfu í þjóðræknissjóðinn, hefir mér verið skýrt frá því, að tveir ís- lendingar hér, auk þeirra er eg nefndi, hafa einnig gefið í þennan sjóð, nefnil. þau Kristín, húsfreyja Pred Turgoose—efnamanns og póst- meistara að Turgoose P.O. hér skamt frá bænum—$20.00, og Guð- mundur Goodman $12.35. ’ II. Islenzkir hermenn. Þá vil eg, samkvæmt ítrekuðum tilmælum Heimskringlu þar að lút- andi, ennfremur geta þess, að tveir ungir og efnilegir íslendingar hér t bænum gengu í herþjónustu litlu eftir að Norðurálfu-stríðið byrjaði. Annar þeirra, Einar G. Brandson,. gekk f 88th Fusiliers, en hinn Prið- rik Goodman, gekk í sjóherinn, og er hann á brezku herskipi (H.M.S. Sheanvater) er hér heldur til, en Einar er nú kominn til Englands; hann fór héðan með 30th Battalion á sunnudaginn þ. 14. þ.m. Piltar þessir eru báðir fæddir hér, Einar þ. 8. jan. 1893, en Friðrik þ. 12- marz, 1897. Foreldrar Einars eru þau hjónin, Einar Brandson, Ein- arssonar, frA Rpynishjáloiiru í Mýr- dal í Vestur Skaftafallssýslu, og Sig- ríður Einarsdóttir Bjarnasonar frá Hvoli í sömu sveit. Þau komu til Vesturheims í júlí, 1886, en hingað til bæjarins í maí ári síðar, og hafa æ búið hér síðan. Einar (eldri) er nú búinn að vera umsjónarmaður aðal-kirkjugarðs bæjarins í rúm 11 ár, og leyst þann starfa mjög vel af hendi. Friðrik er sonur Sigfúsar Guðmundssonar (Goodman), er síð- ast bjó í Katadal á Vatnsnesi í Hún- avatnssýslu, og konu hans, Guðr- únar Árnadóttir frá Sigríðarstöð- um í Vesturhópi í sömu sýslu. Þau fluttu til Vesturheims haustið 1890- 91, og bjuggu hér einatt eftir það, þar til að Guðrún dó nú fyrir nokk- urum árum síðan. Sigfús, sem enn býr hér í bænum, var sjósóknari mikill á meðan hann var á íslandi, réri í margar vertíðir bæði á Suður- og Norðurlandi, og var formaður í báðum stöðum. Það vil eg segja um hina öldruðu feður þessara ungu hermanna, þá Einar og Sigfús, að þeir eru báðir vel greindir og dável hagmæltir, og hefir Sigfús, sérstaklega, oft látið fjúka í kviðlingum. HI. Veðráttufar og vinnubrögð. Þó að eg hafi nú í rauninni sagt alt það, sem eg ætlaði mér að segja þegar eg byrjaði á að rita þesar lín- ur, þá held eg nú samt—af því eg veit að fréttir eru þér kærkominn gestur—að eg verði að reyna að bæta hér dálitlu við. Veðráttufar er hér, eins og kunn- ugt er, vanalega mjög gott og hag- stætt, og þcssi vetur, sem nú er að líða, hefir ekki verið nein undan- tekning hvað það snertir; nei, hann hefir verið svo mildur og blíður að eg man ekki eftir öðrum betri í þau tuttugu og fjögur ár, sem eg er nú (í dag) búinn að vera hér í bænum. Enginn snjór hefir fallið það heitið geti; aðeins einusinni í fyrrihluta nóv. gránað snöggvast í rót. Og engin isalög heldur svo teljandi sé; stöðu-pollar og tjarnir skurmað að. eins fyrir fáeina daga í janúar.— Rigningar, — sem æfinlega eru hér talsvert minni en í nágrannarbæj- unum,—hafa einnig verið hér með minsta móti í vetur. En þó að veturinn hafi nú verið svona óvenjulega góður, að því er tíðarfar snertir, þá hefir hann samt verið einhver hinn lang-harðasti, sem hér hefir nokkurn tíma komið, hvað atvinnu og efnalega afkomu almennings áhrærir, því hér hefir verið, sem víða annarstaðar,—nú á þessum síðustu og vestu tímum,—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.