Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. APRÍL 1915. Hon. Dr. W. H. Montague segir sögu þinghúss-byggingar málsins frá byrjun Ráðgjafinn hrekur hinar ósvífnu ákærur Liberala með ómótmælanlegum framburði beztu verkfræðinga þessarar heimsálfu.. Liberalar bera ábyrgð jafnt og Konservatívar á öllum undirbúningi og vali uppdráttar til bygginganna. (Niðurlag). Framburður Brydone-Jack’s Prófessor Brydone-Jack var einnig kallaður fyrir fjárlaganefndina, og eg leyfi mér hér með að lesa upp spurningar þær, sem fyrir hann voru lagðar viðvtkj- andi breytingunum, sem gjörðar voru á byggingunum, og svör hans. SPURNING: Hver var fyrsta spurningin, sem fyrir yður var lögð i sambandi við þessar bygg- ingar? SVAR: Hún var um þunga þann, sem gólfin gsetu þolað svo vel fxri. SPURNING: Hvað meinið þér með því? SVAR: Hvaða þunga þau gætu borið, svo þeim ..yrði ekki ofboðið SPURNING: Það eru tveir þungar; þeirra eigin þungi, og það, sem þér kallið "líf-þunga"? Eða er þvi ekki svo varið? SVAR: Jú, það er hinn svokallaði "dauð-þungi”, sem er þungi byggingarinnar og afþiljana, og hinn er “líf-þungi”, sem svo er kallaður, og felst i hon- um öll önnur þyngd, sem á gólfunum hvílir. SPURNING: Þctta var þá fyrsta spurningin, sem þér átluð úr að leysa. Það voru líka lagðir fyrir yður uppdrættir af byggingunum, gjörðir af . .. .byggingameistaranum, Mr. Simon; eða var ekki svo? SVAR: Jú. SPURNING: Rannsökuðuð þér þessa uppdrætti ganmgæfilega? SVAR: Já, það gjörði eg. SPURNING: Það er að skilja, uppdrxtti þá, sem reisa átti byggingarnar eftir, þér rannsökuðuð þá nákvæmlega? SVAR: Eg rannsakaði þái nákvæmlega, sérstak- lega það, sem laut að gólfunum. SPURNING: Hvernig var ráðgjört að gólfin yrðu gjörð? SVAR: Gólfin áttu einvörðungu að vera styrkt- steypu gólf. SPURNING: Og máttarstoðirnar áttu einnig að vera styrkt-steypa? % SVAR: Já. SPURNING: Hvað voruð þér beðnir að segja um uppdrættina, sem höfðu verið gjörðir af bygginga- meistaranum? SVAR: Hvort þeir væru ábyggilegir eða ekki. SPURNING: Það ber að skilja — þér voruð beðnir að segja, hvort byggingin bygð eftir þeim yrði traust eða ekki? SVAR: Já. SPURNING: D r. M o n t a g u e — Og Þér gáf- gáfuð mér skýrslu yðar eftir nákvxma rannsókn? SVAR: Já. SPURNING: Þér beittuð yður öllum að rann- sókn uppdráttanna? SVAR: Já. , SPURNING: / þessari skýrslu yðar segið þér, að gólfin, einsog i ráði sé að gjöra þau, þoli að eins 19 punda þunga á hvert ferhyrningsfet, auk dauð-þungans? SVAR: Já, það er rétt. SPURNING: Auðvitað farið þér eftir einhverj- um föstum reglum við þess konar útreikning? SVAR: Já, við höfum formúlur að fara eftir; þær geta verið lítillega mismitnandi, nema hvað það eru fastar formúlur fyrir útreikningi styrk- leika. SPURNING: Svo það' getur enginn efi á því leikið, að útreikningur yðar sé réttur? SVAR : Ekki get eg huldið það; að minsta kosti ekki svo nokkrn nemi. SPURNING: Þér segið, að yóifin æltu að vera gjörð svo þau bæru 100 punda þunga á hvert fer- hyrningsfet, auk dauð-þungans? SVAR: Já, i rhinsta lagi það. SPURNING: Það er skoðun yðar, að þetta sé það minsta, sem sem sæmilegt sé að byggja gólfin til að bera? SVAR: Já, séu þau bygð með varkárni. SPURNING: Athiiguðuð þér, hversu bæta mátti veikleik þann, sem uppdrættirnir báru með sér, og hvernig var hægt að ráða bót á honum? Var það með ýmsum hætti, eða á einn veg? SVAR: Eg athugaði alt þar að lútandi. Bæta mátti um l. d. með þeim hætti, að þó styrkt-steypa vxri notuð einvörðungu, að hafa máttarstoðirnar styrkari og steypuna rnikið þykkr,i og jafnframt lækka undir loft. SPURNING: Og hver hefði svo árangurinn orð- ið <// pvi; , SVAR: Byggingin hefði orðið miklu klunna- legri og kostað að öllum likindum meira, en á þann hátt, sem ákveðið er nú að hún sé. SPURNING: Þetta hefði breytt öllum fyrri mæl- ingum? SVAR: Já, það hefði það gjört. SPURNING: Byggingin hefði þá ekki orðið sú hin sama, hvað mælingu snertir? SVAR: Það hefði i öllu falli orðið lægra undir loft. SPURNING: Þuð er sem eg á við. Hvaða aðra aðferð athngnðuð þér? SVAR: Að hafa stál. Hafa stálgrind, þétlsetla, og steypu á milli stálsins í gólfunum. SPURNING: Eftir að hafa athugað hinar ýmsu aðferðir, er til bóta máttu verða, að hvaða áliti komust þér hver væri hin tryggasta til að fram- • fylgja? SVAR : Stál- og steypu-gólf. SPURNING: Það er að segja — Þér funduð, að hin upprunalega fyrirætlun, styrkt-steypu gólf, var óhæf, og nauðsynlegt væri, ef gólfin ættu að vera trygg, að þau væru bygð úr stáli og steypu. SVAR: Já. SPURNING: Og þér létuð þá skoðun uppi, að þetta væri i rauninni hin eina trygga aðferð? SVAR: Já. SPURNING: Ef byggingin hefði verið reist úr styrklri-steypu, einsog ráðgjört var í fyrstu, hver hefði afleiðingin orðið? SVAR: Byggingin hefði liklega hrunið. SPURNING: Hefði nokkru sinni tekist að byggja hana? SVAR: Eg efa það mikillega. SPURNING: Ef tekist hefði að byggja hana, þá hefði hún ekki þolað þungann? SVAR: Hún hefði vel getað hnyiið, meðan ver- ið var að byggja hana; og hefði tekist að koma henni upp, hefði hún alt af verið ótrygg. SPURNING: Þér dragið það i engann efa? SVAR: Nei, það er ekkert efamál. SPURNING: Þekking yðar og reynsla sagði yð- ur að tjá stjórninni, að eina heillavænlega aðferð- in fyrir hana vxri að breyta byggingarsniðinu frá styrktri-steypu i stál og steypu? SVAR: Já. SPURNING: Og þér réðuð henni eindregið til að gjöra það? SVAR: Já. SPURNING: Vegna þess.'að annars hefði bygg- ingin hrunið? SVAR: Það er álit mitt. Að minsta kosti hefði hún verið mjög ótrygg. SPURNING: Þér skoðuðuð uppdrætti Mr. Hor- ivoods, byggingaráðunauts fylkisins, af stálgrind- inni, og tillögur hans um stál- og steypu-bygging?. SVAR: Já. SPURNING: Hvernig geðjaðist yður að þeim? Eru þeir að yðar áliti þannig, að þeir fullnægi öll- um þeim kröfum, sem þér gjörið til traustrar bygg- ingar? SVAR: Já, það held eg. SPURNING: Þér dragið það ekki í efa? SVAR: Nei, eg efa það alls ekki. SPURNING: Hafa uppdrættir Mr. Horwoods ó- jiarflega mikinn kostnað í för með sér? SVAR: Það held eg engan veginn. SPURNING: Er þá svo að skilja, að uppdrxttir hans sjái tiæði fyrir fullkomnu verki, og gxti þeirr- ar sparneytni, að þér eindregið getið mælt með þeim? SVAR: Já. SPURNING: Sem sagt, þér lýsið fulltrausti yðar á verkinu nú, einsog ákveðið hefir verið að vinna það? SVAR: Já, það gjöri eg. Ástæðan fyrir breytingunum. Herra forseti! Eg hefi hér að framan gefið þing- inu skýrslur og álit Mr. Horwoods, byggingaráðunauts fylkisins, prófessor Brydone-Jack’s, velþekts bygginga- verkfræðings, og Mr. Shanklands, víðfrægs sérfræðings í öllu því, er að stórbyggingujn lýtur. Ég hefi gefið skýrslur þessar sem ástæður fyrir þeirri ráðlegging minni til stjórnarráðsins, að breytt væri frá cements- steypu í stálgrind. Eg vil bera það undir allan þing- heim, hvort mér bar ekki að gjöra slíkt. Eg vil bera það undir hagfræðinga og kaupsýslumenn þessa lands, hvort eg breytti ekki réttilega í þessu efni, — hvorl mér var annað hægt, eftir að eg hafði fengið skýrslur þessar. Ef eg hefði ekki breytt þannig, og eitthvað hefði borið að höndum, er tjón var i, hefði eg verið í sökinni. Ef eg hefði ekki gjört þessar breytingar, og slys hefði komið fyrir, vegna jiess að ótryggilega var bygt, þá hefði hneyksli orðið fyrir alvöru; — þá hefði sökinni óspart verið beint að opinberra verka deild- inni og stjórninni, og það með réttu. Eg get svo ósköp vel gjört mér í hugarlund, hvernig vorir heiðruðu and- stæðingar hefðu þá verið skapi farnir; — hvernig þeir hefðu með eldheitum orðum borið fram mótmæli sin gegn þeirri óhæfu, að stjórnin skýidi ekki hafa farið eftir ráðum frægra sérfræðinga, hvað svo sem það hefði kostað: Það hefði verið skylda hennar gagnvart guði og mönnum, að byggja þinghúsið einsog þessir vitru menn hefðu ráðið til; að gjöra það ekki væri breinn og beinn glæpur. (Heyr! heyr.). Þegar eg var orðinn sannfærður um, að þessar breytingar væru bráðnauðsynlegar, fór eg strax að spyrjast fyrir og rannsaka, hvað kostnaðurinn yfði mikill, sem af þeim stafaði. Eg bað Mr. Shankland um álit sitt, og hann gaf mér svolátandi, sem áður cr á minst: “Stálverkið kostaði 25 prósent meira en styrkt- steypa. Hér er þó lofthvelfingin nndariskilin, og eg i fljótu bragði ekki fær urn, að segja kostnaðar-mismun- inn á henni”. — Byggingaráðunauturinn hafði áður gef ið mer það álit sitt, að kostnaðar-hækkunin myndi nema í kringum 2.) prósent. Skýrsla hans er fyrir Jiing inu. Kostnaðar hækkunin. Eg sneri mér þessu næst til prófessor Brydone- Jack’s og bað um álit hans, og svar hans var, að kostn- aðar-hækkunin myndi að líkindum verða í kringum 35 prósent. Það svar var mér ófullnægjandi, því engar upplýsingar fylgdu því, sem sýndu á hverju sá útreikn- ingur væri bygður. Sneri eg mér því aftur til prófess- orsins og bað hann að gefa mér sundurliðaða kostn- aðar-áætlun yfir hvað stálverkið kostaði í norður-bygg- ingararminum, serti þá var í smíðum, og hver kostnað- ar-mismunurinn væri frá fyrri áætlun; og er svar pró- fessorsins kom, kvað jjað mismuninn nema $236,067; og er eg spurði hann, hvort þetta væri sem hann myndi kalla sanngjarnt verð, kvað hann svo vera. Vil eg hér enn á ný vitna til framburðar prófess- orsins fyrir fjárlaganefndinni: SPURNING (Dr. Montague spyrjandi) : Og þér voruð beðnir að segja mér, hvað sanngjarnt verð væri á stálverkinu, einsog það var samkvæmt upp- drætti Mr. Horwoods, og sem þér höfðuð áður lýst yfir að væri fullkominn og gætti allrar sparneytni. Þér voruð spurðir, hvað stálverkið ætti að kosta, svo sanngjarnt væri? SVAR: Já, i noröur-byggingararminum. SPURNING: Hvað var kostnaðar-áætlun yðar? SVAR: $236,067 kostnaðar-mismunur. SPURNING: Gjörðuð þér ráð fyrir hagnaði? SVAR: Já, eg reijrnaði þeim, sem verkið fengi, 15 prósent i ómakslaun. SPURNING: Eru það algeng ómakslaun? SVAR: Já. Samningshafi fékk stálverkið fyrir $230,100, sem var sainkvæmt áætlun Mr. Horwoods; var það $6,000 lægra, en prófessor Brydone-Jack hafði álitið sann- gjarnt vera, og $7,551 minna, en byggingafélagið heimtaði. önnur stálverk voru umsamin eftir sama mælikvarða. Suður-byggingararmurinn. 1 sambandi við suður-byggingararminn voru sömu spurningar lagðar fyrir Mr. .'mankland, í tilefni af skýrslu hans þar að lútandi. Skýrsla hans var dagsett í Chicago 19. des. 1914, og hljóðar svo: “Hon. IV. H. Montague, P.C., opinberra verka ráðgjafi, Winnipeg, Manitoba. Kæri herra! — Eg hefi hér með þann heiður, leggja fram áætlun mína yfir stálverkið í suður-bygg- ingararminum. Aætluð þyngd 2077 tons. Kostnaður $263,356. Hér er lofthvelfingin undanskilin i báðum atriðum. Þetta úlít eg að sé sanngjarnt verð til að gjalda fyrir verkið. Virðingarfylst, E. C. Shankland”. Spurningar þær, sem fyrir Mr. Shankland voru lagðar fyrir fjárlaganefndinni og svör hans voru svo- hljóðandi: SPURNING: Þér vornð beðnir að gefa áætlun um stálverkið i suður-byggingararminum, og þar að lútandi skýrslu gáfuð þér, dagsetta 19. desbr. 1914. Eða er ekki svo? SVAR: Jú. SPURNING: Þér segið i umsögn yðar, að stál- verkið i suður-byggingararminum, að lyftihvelf- ingunni undanskilinni, eigi að kosta $263,356. — Áttuð þér við með þessu, að þetta væri viðbót við það verð, sem samningshafi átti áðnr að fá fyrir eldri byggingar-aðferðina? SVAR: Já, herra minn. SPURNING: Beinn viðauki? SVAR: Já. SPURNING: Svo þegar þér réðuð til að borga skyldi $263,356 fyrir verkið, þá meintuð þér í við- bót við áður umsamið verð á fyrra byggingarform- inu? SVAR: Já. öðru félagi, sem stálverkifr hafði með höndum í St. Andrews lokurnar, og sem var Canada Foundry Co. i Toronto, borgaði Laurier stjórnin fyrir hvert tonn hvorki meira né minna en$254. Geta hér allir séð, að ekki hafa ráðunautar mínir ætlað verkhafa mikinn hagnað, er þeir gáfu mér áætlanir sínar. Að eg hafi farið með rétt mál, getur hver og einn sannfærst um, sem skrifa vill eftir upplýsingum til Ottawa í sambandi við þessi dæmi mín um St. And- rews flóðlokurnar. Eg er sannfærður um, að ef and- stæðingar vorir hér bæðu flokksbræður sina í Ottawa um þessar lítilfjörlegu upplýsingar, þá mundu þeir fá jiær. En mundu vinir vorir hér kæra sig um það? Eg efa það miivillega. “Prime-costs” uppþotiíi. Hér hefir átt að vekja upp draug einn magnaðan út af áætluðu kaupverði (prime-costs) ýmislegs þess, er byggingunum var ætlað. Aldrei var óskaminfeiln- ari viðleitni gjörð til að gabba almenning. Hvað er hér meint með prime-costs? Já, vér skulum skýra það stuttlega. Þú felur manni að byggja fyrir þig hús fyrir ákveðið verð. Sá, sem uppdráttinnn gjörir af húsinu, segir ekki, hvers konar raflýsingaráhöld skulu notuð, en nefnir vissa upphæð, segjum $500, sem verja skuli til Jiessara hluta. Þessir $500 eru þá prime-costs. í áætl- uninni urn þinghússbyggingaranar er getið um vissa upphæð fyrir járnvöru, skrár og þess háttar, sem prime- ■costs. Verkhafinn verður að verja á þann hátt nefndri upphæð, er þannig er fyrirmælt. Borgunin til hans er öll innifalin í upphæð þeirri, sem hinn upprunalegi byggingarsamningur ákvað. Upphæðir þessar.eru eins fast ákvæði samningsins sein veggirnir. Nú, þegar vér höfðum nokkra menn við þann starfa, á skrifstofu byggingarráðunautsins, að afrita skjöl og samninga, sem þingið hafði beðið um, — þá kemur alt í einu upp úr kafinu, eitt eintak afrits með athugasemdinni: Prime-costs omitted. Hví lét afskrif- arinn þessa athugasemd fylgja? Hann hafði enga heimild til þess. Hann hljóp frá starfa sínum strax og eg mintist á jietta við hann. Hver sagði honum að gjöra þetta? Og hvers vegna gjörði hann þetta? Fyrri spurn- ingunni getur hann aðeins sjálfur svarað; en hinni síðari er auðsvarað: Athugasemdin var sett þarna lil þess að skaða stjórnina, með því að vekja tortrygni um, að hér væri ekki alt með feldu. Enginn vinur stjórnar- innar hefði sett þessi orð þarna. Hann mundi hafa ver- ið þess fyllilega áskynja, ef að þau hefðu hina minstu þýðingu, þá væru þau til að vekja tortrygni á stjórn- inni. Þess vegna hiýtur einhver af öðru sauðahúsi að hafa fengið afritara þennan, sem aðeins var í þjónustu stjórnarinnar um stundarsakir, til að gjöra þetta. En hver var sá? — Stjórnin veit ekki enn hver hann er; en það megið þið reiða yður á, að hún mun gjöra sitt bezta til, að hafa upp á því hver hann er. Nú frekar um skýrslu þá, sem hér uni ræðir: Afrit jiað af skýrslunni, sem Jiessi maður gjörði, er Jiað eina, sem inniheldur þessa athugasemd. Afrit það, sem er i höndum byggingarráðunautsins, hefir engin slik orð að geyma. Ekki heldur afrit það, sem verkhafinn hef- ir. Og báðir hafa þeir borið það, að þeir hafi aldrei fyrri heyrt eða séð athugasemdina. Afrit Jiað, sem þeir Simon & Boddington höfðu, var og lagt fram, og þar var engin slík athugasemd. Og hin upphaflega skýrsla, sem er undir lás og innsigli á skrifstofu minni, var og færð nefndinni, og ekki var Jiessi merkilega athuga- semd þar heldur. Auk Jiessa hefir verkhafinn, Mr. Kellv, borið það fram, að hann hafi alt af vitað, að hér nefndir prime-costs hafi ekki verið viðaukar, og að hann liafi aldrei heyrt neitt því líkt, fyrri en þetta afrit Eastons var fram lagt. Manninn liafði hann ald- rei séð, hvorki fyrri eða síðar, né haft nein kynni af honum. Nú — hér er þá öll sagan, sem vorir heiðruðu and- stæðingar hafa gjört svo mikið veður út af. Hér er að eins um tilraun að ræða til að varpa skugga á stjórn- ina, og hún hefir hlotið slæma vendingu. En hún verð- ur nákvæmlega rannsökuð og þeim seku hegnt, ef niögu- legt er. Á meðan er alt þetta prime-costs hjal aðeins þvaður út í loftið, sem enginn rétthugsandi maður ætti að ljá eyra. Samanburðir. SPURNING: Og þetta er það, sem þér áltuð við með sanngjarnt samningsverð? SVAR: Já. SPURNING: Á því er enginn vafi. SVAR : Nei, alls enginn. Verðmat sérfræðinganna. Þannig hafði eg fyrir mér umsagnir þriggja sér- fræðinga yfir kostnaðar-áætlunina, —- þriggja manna, sem hver út af fyrir sig hafði gjört sinn útreikning, og sem þó eru næstum samdóma í kostnaðar-áætlunum sínum. Enginn ætti að efa, að þeir allir meina það sama, einsog þeir seinna undir eiði báru fyrir fjárlaga- nefndinni, sem er: að upphæðir þær, er Jieir tilnefita, sé viðbót við hina upphaflega umsömdu upphæð, sem átti að gjalda samningshafa, hefði bygt verið undir fyrra áforminu. Áður en eg vík frá Jiessu efni, vil eg aðeins geta þess, að enginn maður, hvort heldur innan þings eða utan, sem kynnir sér nákvæmlega alla málavexti, alt í sambandi við þessar breytingar á verkinu, og vill vera sanngjarn í dómum sinum, — getur annað en sann- færst um, að eg hefi borið velferð hins opinbera fyrir brjósti eins vel og mér var frekast unt. (Mikið lófa- klapp). Verð á stáíbyggingum annarsstaðar. Eg hefi veitt Jivi eftirtekt i hinni nýútkomnu hand- bók verkfræðinga, að fyrir tveim árum síðan lét Banda- ríkjastjórnin byggja stjórnar-prentsmiðju i höfuðborg- inni Washington. 1 eir af okkur, sem komið hafa til Washington síðan, hljóta að hafa tekið eftir þessari byggingu. Verð af stáli þar i borginni ætti að vera talsvert lægra en hér; en samt sem áður sýnir þessi handbók mér, að stálgrindin í byggingunni var .743 tons, og verðið að reisa hana var $107,800, eða $145 á hvert tonn. Hér er góður samanburður, bæði á verki og verði og hjá oss, því Jiar einsog hér er stálverkið mest stoðir og slár. Og Jirátt f.vrir Jiað, að stál er ó- dýrara í Bandarikjunum en hér, þá samt sem áður er kostnaður vor á hvert tonn allmjög lægri, einsog hver og einn getur séð! Verí torgaö af Laurier stjórninni. Þ.egar St. Andrews flóðlokurnar voru í smíðum, hafði félag eitt, sem Quinlan <f- Robertson heitir, samn- ing mrð höndum við loku-smiðið. f 19. lið þeirra samninga er samið um óbreyttar árnstengur, sem nota átti í styrkta cements-steypu, og ;em ekkert kostaði að reisa, þar sem þær voru lagðar í steypuna; en fyrir hvert tonn i járninu galt Laurier- itjórnin félaginu $120.00. Ef óbreytt járn var nú svo mikils virði í augum landsstjórnarinnar, Jiá held eg, irátt fyrir alt, sem sagt hefir verið, að verðið á bygg- ngarstoðunum, sem vér höfum samlð um í liinghúsið, ;é mjög sanngjarnt. Nokkrir eru svo gjörðir, að Jieir sjá aðeins Jia& góða, sem gjört er utan fylkis Jieirra eða fósturlands. í heimahögum eru þeir bölsýnismenn. En hvað snert- ir Jiað, sem gjörist í fjarlægð, eru þeir bjartsýnismenn; og fjarlægðin eykur bjartsýni þeirra. Það var þessi andi, sem svo lengi var ríkjandi i eldri fylkjunum, sem sendi hundruð þúsunda af uppvaxandi sonum Jiessa lands til hinna ýmsu rikja Bandarikjanna, til þess að leita gæfunnar þar, en lita ekki við þeirri auðlegð, sem Vesturfylki þessa lands höfðu i skauti sér. Það er mér gleðiefni, að þessi hugsunarháttur er nu horfinn hjá Austur-Canada mönnum, og að þeir nú kunna að meta Vestur-Canada, og eru nú stoltir af auði þess og framþróun. Og Jiað er mér ennþá meira gleðiefni, að hundruð þúsunda af sonum Jiessa lands, sem áður fyrri yfirgáfu Jietta land, að ráði feðra sinna og settust að í Bandaríkjunum, í stað þess að koma til Vesturfylkjanna, hafa aftur snúið og fært ineð sér margar þúsundir af vinum sínum og nágrönnum að sunnan. Hinn heiðraði vinur minn frá Deloraine (Dr. Thornton) hefir án efa lesið harmagrát Jerimiasar spá- manns mjög nákvæmlega og metur hann mjög mikils, þvi han lítur í kringum sig ineð Jieirri bölsýni, sem vel hefði sæmt hinum virðulega spámanni, Jj. e. a. s. böl- sýni á alt það, sem gjörist hér í þessu fylki. Sérstak- lega er hann frámunalega angráður og aurnur yfir því, að byggingarkostnaður þinghússins hefir liækkað frá Jiví, sem áður var áætlað. ()g i anda þeim, sem eg áður drap á: bjartsýni, þegar um fjarlægðina ræðir, en böl- sýni á öllu i heimahögum, — bendir hann okkur á On- tario, Alberta, Saskatchewan og Minnesota. — Jæja þá, honum og vinum hans til geðs vil eg rekja stutt- lega byggingasögu stjórnarbygginga þessara fylkja og ríkis, sem hann vitnar til, og hvað þær byggingar kostuðu. Stjórnarbyggingin í Ontario. Menn munu játa, að mér sé að nokkru kunn hin pólitiska saga Ontario fylkis, og eg geti upplýst hina heiðruðu vini mína um margt það, sem viðvíkur bygg- ingu núverandi stjórnaraðseturs þess fylkis, sem er í Toronto borg; og eg held Jiingið í heild sinni geti haft not af þeiin upplýsingum. t Það er Jiá upphaf Jiessa niáls’ að Liberal stjórn, undir forustu þess merka manns Sir Oliver Mowats, sat að völdum í Ontario þegar þinghússbyggingar-mál- ið f.vrst kom þar á dagskrá. Og árið 1880 sainþykti fylkisþingið, að láta reisa þinghússbyggingar og skyldu þær kosta $500,000 og byggjast í Toronto. Þá var sá inaður opinbcrra verka ráðgjafi Jiar, sem Christopher Findlay Frazer hét, eirin sá allra hæfasti maður. sem Liberalar áttu þá í fylkinu. Hann lagði drengskapar- orð sitt við, að byggingarkostnaðurinn skyldi ekki fara fram úr þeirri upphæð — $500,000 —, og að fyrir þá 4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.