Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. APRÍL 1915. Heimskringla (StofnuV 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. írtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSslns í Canada og Bandarikjunum $2.00 um árið (fyrirfram borgati) Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgati) Allar borganir sendlst rátSs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrlfstofa. 729 Sherbrooke Street Wioniper Box 3171 Tnlalml Garry 4116 Þinghússmálin. Það er niðurlagið á ræðu Hon. Dr. W. H. Montague’s, sem hér kem- ur í blaðinu, þar sem hann er að verja sig og stjórnina fyrir ásökun- um Liberala. Vér viljum geta þess þegar í byrj- un, að oss kemur ekki til hugar, að ásaka Liberala fyrir að vilja láta lita eftir, að allar gjörðir stjórnar- innar fari heiðarlega fram, að engu sé stolið og allir hafi hreinar hend- ur og hreina samvizku. En þeir þurfa þá að geta sannað það, sem þeir bera á stjórnina. Það er æfin- lega óheiðarlegt, að bera rangar sakir á saklausa menn. Ekki sízt, þegar grunur leikur á, að misjafnar hvatir liggi á bak við; og orðbragð blaðanna um þetta, er einsog hér finnist ekki í fylki þessu annað en ærulausir þjófar og lygarar. Það er einsog það sé ekki nema sjálfsagt. að hver sá, sem hafi peninga undir höndum fari ofan í peningahólfin og troðfylli vasa sína af gulli og seðlum, sem eru annara eign. Blöð- in hafa dag eftir dag hrópað út, að hér væri stolið, stolið, stolið. Þetta er einsog það sé orðið svo vanalegt að stela, að þessi orð og þessar hug- inyndir fylli upp allan huga manna. Sú hin eina verulega gleðilega til- hugsun inanna er að hugsa um að stela, — stela svo, að það komist ekki upp; og hið mesta kvalræði er það að hugsa sér, að aðrir kunni að sleppa með það. í augum þessara manna verða allir þjófar. En hver alþýðumaður, úti um sveitir að minsta kosti, hugsar ekki á þessa leið. Og ef að það er, eða skyldi vera mögulegt, að koma honum, ein- um eða öðrum, eða heilum hópum manna, til að hugsa sér að allir vin- ir þeirra og kunningjar væru þjófar og ærulausir lygarar og hræsnarar, — þá væri svo stórkostleg bölvun og spilling komin yfir þá þjóð, að fá eða engin dæmi eru þess meðal ment j aðra þjóða og úreiðanlega engin j meðal þeirra, sem ómentaðar eru. Það er þessi h á I f a m e n t u n, sem veldur allri þessari bölvun og spillingu, sem vér því miður rek-' um oss á á degi hverjum. Jæja, ef eitthvað er rangt við gjörðir stjórnarinnar við þessar þinghússbyggingar, þá er það alveg rétt, að það komi í ljós. Og vér get- um sagt, að Liberalar eigi þökk skil- ið fyrir. En aðferðin er ákaflega ruddaleg og sýnir, að þar er lítið af sanngirni undir niðri. Að ininsta kosti bólar hvergi á góðmensku eða kurteisi þar. En hluturinn er sá, að þeir verða að sanna áburðinn, og þeir ættu að vera ábyrgðarfullir, ef þeir gjöra það ekki, og þeir ættu ekki að gleyma bjálkanum i eigin auga, með- an þeir vaða leir á lendar upp, við það að leita að flísinni hjá bróður sinum. En vér viljum nú snúa oss að ræðu J)r. Montague’s um þinghúss- bygginguna, — þetta nauðsynlega, skraut'ega og mikla hús, sem verða átti sómi fylkisins, sómi og prýði alls hins víðlenda Canada-veldis, — landsins blómlega og fríða, sem fyr- irsjáanlegt er, að i komandi fram- tíð verður fjölmennara, voldugra og .arsælla land, en sjálft móðurlandið. Þar um getur enginn efast, sem þekkir yfirburði þá hina miklu, sem þetta unga ríki hefir yfir eiginlega Öll löndin í hinum gamla heimi, — viðáttuna, landgæðin, námurnar, íiskiveiðarnar, hinar samanhang- andi óslitnu bygðir, sem alt getur framfleytt 100 sinnum fleira fólki, en nú gjörist. Þetta hús átti að verða hinum nú- verandi íbúum til sóma og ánægju: skrautlegt og traust og ramlega bygt, svo að það væri minnisvarði þessarar kynslóðar um langar eftir- komandi tíðir. Það átti að votta eftirkomandi kynslóðum og sanna þeim, hvaða trú forfeður þeirra höfðu á landinu, framtið þess og á eftirkomendum sínum. En nú er bygging húss þessa gjörð að pólitisku deilumáli. Ekki í þeim tilgangi, að húsið verði betur gjört, traustara bygt, með meira skrauti. Þvi að ef breytingar hefðu ekki ver- ið gjörðar á hinu uppunalega formi, þá hefði hús þetta óefað, að allra skynberandi manna dómi, orðið fylkisbúum til ósóma, og gjört þá hlægilega fyrir það, að þeir hefðu verið þeir fáráðlingar, að byggja hús, sem .ef til vill hefði hrunið, áð- ur en byggingin var fullgjörð, en á- | reiðanlega oltið um og ónýtt orðið, j ef það nokkurntíma hefði orðið | bygt. Þetta voru Liberalar búnir að sainþykkja. Þannig lagað byggingar- form fengu þeir Konservatívum i hendur. Og þegar það svo kemur upp, að húsið muni kosta miklu meira en ákveðið var, þá opnast augu Liberala, og þeir sjá þarna svo elskulegt tækifæri til, að ásaka hina pólitisku andstæðinga sína um fjár- drátt og rán og þjófnað. Alt, sem Konservatívar segja, eiga að vera lygar; þessir þjófar og óbótamenn geta ekki annað en logið. Þetta hef- ir verið sifeldur söngur hinna liber- ölu blaða dag eftir dag. Þetta ber svo ljóslega vott um, að þeir hugsa sér aðeins tvo flokka i heiminum, í Canada að minsta kosti: Annar flokkurinn eru guðsbörnin, sann- leikselskandi og dygðug, frani úr hófi, réttlát og sanngjörn og elsk- andi frelsið og trúna og konunginn, sem þeim hæfir, er bústað hafa vís- an í guðs ríki og dýrðarinnar. Þetta geta náttúrlega engir aðrir verið en Liberalar. llinn flokkurinn eru hin- ir útskúfuðu; þjófarnir, svikararnir, lygararnir, hræsnararnir, eiðrofarn- ir. hinir forsmáðu Konservativar, sem rétt og skyldugt er að eyða og tortima með öllu hugsanlegu móti; elta þá og ofsækja, sem varga í vé- um, og hlaða á þá allri þeirri smán, sem hugsanlegt er, að kunni við að tolla, — þó ekki sé nema um stund- arsakir. Það er svo mikið um það að gjöra, að koma fólkinu til að trúa, þó ekki sé nema ofurltill hluti, er fram geng- ur, af fúlum nösum og munnum hinna fjölmörgu fylgisveina, skjól- stæðinga, nauðleitamanna, postula, prédikara og máttarstoða fjósa- mannanna í hinum göfuga Liberal- flokki. Blöðin sýna daglega vott um þetta og aðferðin í þessu öllu er svo ó- hrein og skitin og forug, að hún get- ur ekki annað en dregið — ekki heila hópana, heldur þjóðina niður í aurinn og Ieðjuna. Ærlegheit, vel- sæmi og prýði í hugsunarhætti og breytni hverfa og troðast niður í forina. Það vita allir, að tilgangurinn er sá, að velta hirtum Konservatvu úr sæti, til þess að geta setið að soð- kötlunum sjálfir. Þeir ætla sér að sjóða bitana feita, ef þeir komast að þeim; eða, hvenær sem þeir geta komist að þeim, og kemur þeim vatn i munn, er þeir hugsa til þess, þó að ekki sleiki þeir út um, því að þeir eru háttprúðir menn og vilja ekki láta sjá annað eins til sin. Vér óskum að kjósendur og helzt allir, eldri sem yngri, taki sem bezt eftir ræðu I)r. Montague’s. Hér kem- ur það, sem þeir áttu að hafa stolið, — þetta “millión dollar mystery”, sem Tribune var að hampa, þetta “850,000 dollar steal”, sem Free Press grét yfir heilögum tárum. — Fyrst talar hann um kostnaðarauk- ann, sem kom af þvi, að byggingin hefði orðið svo veik eftir uppdrátt- unum, að hún hefði hrunið. — Þá er verðmat sérfræðinga; samanburður við Laurier stjórnina, og svo kemur þetta leyndardómsfulla Prime—costs uppþot, sein enginn hefír, enn sem komið er, getað hent reiður á. Það eitt er Ijóst, að enginn stjórnarsinni getur verið valdur að því. Svo koma samanburðir á bygg- ingum í hinum öðrum fylkjum og víðar, og svo ræðulok. Þessi ræða Hon. Dr. W. H. Mon- tague’s hefir oss vitanlega aldrei verið hrakin, — ekki eitt enasta orð hennar. Liberalar verða því að finna eitthvert nýtt atriði, til að skella stjórninni á; því að þegar alþýða fer að ihuga þetta, þá er hætt við, að það verði einmitt fremur til þess, að fjölga vinum stjórnarinnar en fækka þeim. Upp með bóndann! Vér viljum benda vinum vorum á það, að veita athygli greinum þeim, sem hér eftir standa á 2. blaðsíðu Heimskringlu, en byrja í þessu bl. á 5. bls. Þær verða skrifaðar fyrir bóndann; fyrir alla þá, sem úti á landi búa, fyrir konur sem karla, unga sem gamla. Vér höfum aldrei haft völ á mönnum til þess fyrri, en nú megum vér þakka hinni ágætu stofnun, akuryrkjuskólanum hér i fylkinu, það, að vér höfum fengið þá. Og framtiðin inun sýna, að það- an kemur heill og þroski og framför fyrir land og lýð. Og svo er annað: Vér höfum ætl- að, að íslenzk tunga væri alveg komin i hundana hér, — þeir væru svo fáir, sem gætu skrifað hana. — Það Var einsog menn væru að brjót- ast um í einhverjum fjötrum eða fenum, og sukku þeir einlægt dýpra og dýpra. En nú koma hér fram tveir menn: Hr. Stefán A. Bjarna- so, Assistant Superintendent of Dom inion Experimental Farm, Bran- don, Man., og Hr. Hjálmur F. Daní- elsson, Distriet Representative, Ár- borg, Man., báðir útlærðir af akur- yrkjuskólanum, og báðir skrifa létt og lipurt mál, óhnoðað, rétt einsog það er talað, svo að það er skemtun að lesa eftir þá. Og þeir og fleiri aðrir af sama bergi brotnir, ætla að skrifa fram- vegis greinar í blaðið um eitt eða annað, sem bóndann og alþýðu- manninn varðar mestu; fróðlegar greinar samkvæmt nýjustu uppgötv- unum vísindanna; nýjustu þekk- ingu og reynslu búfræðinnar, heilsu- fræðinnar og almennrar menningar. Vér erum ekki í neinum efa um þá: Þeir inunu koma með margt þarflegt og fróðlegt, sem þér hafið bæði gagn og skemtun af að lesa. Lítið vel eft- ir því, sem þeir segja. Núna kemur eins konar inngangur: Hugvekja til bænda eftir H. F. Danielsson. Næst kemur: Föðurlandsást og frainleiðsla eftir S. A. Bjarnason. Og þarna á 2. bls. verður helzt einlægt eitthvað í sömu átt, meðan þér end- ist til að lesa, og — sjáið þar eitt- hvað, sem yður þykir þess vert, að færa yður það i nyt. Erfðagóss frá Laurier dögunum. St. Peters málin. Sagt er, að all-mikill æsingur sé nú í Selkirk og þar i grendinni út af hinum alræmdu landakaupum nokk- urra manna, af Indiána tetrum þeiin, sem áttu þar lönd meðfram ánni. Indiánar áttu þar 48 ekrur af landi, sumpart í bæjarstæðinu og sumpart þar í kring. Land þeirra náði 4 mílur út frá ánni báðu megin og nálægt 10 mílur norður og var alt ágætisland. Þetta land voru þeir gintir eða taldir á að selja árið 1907, meðan Liberal stjórnin sat að völdum. Að- ferðin og samningarnir við þá eru alkunnir. Þingmaður Selkirk kjör- dæmis, .Vlr. Geo. H. Bradbury, hefir flutt málið á Dominion þinginu, og j blöðin hafa fjallað um það af báð-1 um hliðum. Spurning um lögnræti samninganna. \ Þegar Mr. Bradbury fletti ofan af gjörningum þessum a Dominion-; þinginu og færði fram sannanir fvr-; ir því, að þeir væru ekki lögmætir, j þessir kaupsamningar, þá neitaði ; register general fylkisins að gefa eignarbréf fyrir löndunum fyrri en hann yrði sannfærður um, að kaup- in va>ru lögmæt. Þá fanst fylkisstjórninni mál til j komið, að verja sínar eigin gjörðir , og setti í málin konunglega nefnd, og voru í nefndinni dómararnir: Prudhomme, Locke og Myers. Þessi nefnd sat vikum sainan i Selkirk og Winnipeg og safnaði rökum í mál- inu. Og þegar til úrskurðar kom, var það dómur þeirra Locke og Prudhomme, að kaupin væru ólög- inæt. Þeirra eigin orð voru þetta: “The surrender ivas not only void- able, but void, and could nol be rati- fied, and was not so ratified”. Samkvæmt úrskurði dómaranna tveggja, gat nú register general ekki viðurkent eignarbréf þau, sem stjórnin hafði gefið út. En afleið- ing þess er sú, að menn þeir, sem keyptu löndin, hafa ekki getað feng- ið eignarbréf fyrir þeim. Við rann- sókn málsins komu fram sannanir fyrir J>vi, að Indiánar hiifðu verið stórkostlega féflettir og blektir. Af- salsfundurinn, er þeir skyldu sam- þykkja að gefa upp löndin, var aug- lýstur með aðeins 24 stunda fyrir- vara; en þar af leiddi, að mikill hlpti Indiánanna, sem hlut áttu að máli, vissi ekkert um þelta fvrri en alt var búið, — jafnvel ekki fyrri en mánuðum seinna. Þeir voru svo langt í burtu. Fáeinir menn voru að semja um, að kaupa löndin af Indíánunum og voru helztir þeirra Williain Frank, frá W’peg; Kred Heap frá Selkirk; George Funk, frá U.S.A., og G. Stac- ey, frá Selkirk. Þeir sömdu við einn og einn Indíána út af fyrir sig, og náðu haldi á 18,000 ekrum af landi fyrir $4.60 hverja ekru. En Indíánar báru það fram, að þeim hefði verið lofað $15.00 fyrir ekruna, þegar kaupendurnir væru búnir að fá eignarbréfin fyrir þeim. Nokkuð af landinu var selt á uppboði. En á uppboði þessu var allra bragða neytt, einsog við hin landakaupin af Indíánunum. Niðurstaðan varð sú, að gróðabralls kaupendurnir fengu löndin fyrir minna en $5.00 ekruna. Megn óánægja. En af því að þetta var alt ágætis- land, J)á þótti mörgum hér illa far- ið með Indiána; þeir voru ræntir J)arna. Reyndar hafði stjórnin séð Indiánmn fyrir bústöðum (Reserve) 75 milur norður með Winnipeg- vatni. En land ])að var svo miklu verra, að það var ekki einn tíundi til verðs móti landi því, sem þeir létu af höndum. Verð landsins, sem þeir fengu þar norður frá, var í hæsta lagi $3.00 til $4.00 ekran, og var þó of hátt. En landið, sem þeir létu af hendi, var að minsta kosti $25.00 virði ckran. Alls létu þeir af höndum 48,000 ekrur þarna í kringum Selkirk. Og nú er það land $50.00 til $100.00 virði hver ekra. Af þessu getur almenningur séð, hvernig farið hefir verið með þessa Indiána-garma í St. Peters Indian Reserve. Hin konunglega nefnd, sqm skipuð var í málin, safnaði fjölda af gögnum og sönnunuin, sem skýlaust sýndu, hve miklum rang- indum Indiánarnir hefðu verið beittir. En æsingamennirnir, sem löndin keyptu, græða stórfé. Það eru gróðabrallsmennirnir, sem nú halda landinu, þessu góða og verðmæta landi. En Selkirk bú- ar og Selkirk sveitarhérað og aðrir skattgreiðendur i Canada, verða að leggja fram fé til þess, að hjálpa Ind- íánum til að lifa. Það er nokkuð undarlegt, J)ar sem gróðabralls- mennirnir græða svo skiftir hundr- uðuni þúsunda af dollurum, * sem ■.annarlega voru eign Indiánanna og Canada í heild sinni. , GEO. II. BBADBURY, M.P. Mr. Bradbury hefir haldið fram j rétti lítilmagnans, — Indíánanna! frá því fyrsta; en sem við mátti bú-j ast, hafa þeir, sem löndin keyptu, | úthrópað hann og rægt hann, hvar sem þeir hafa' getað, og brígslað honum um, að hafa þegið mútur, — því að þann gang málsins skiklu þeir vel og fanst hann náttúrlegur og eðlilegur. En Indiánar hafa hvorki atkvæði að selja, né peninga að gjalda, svo að sá áburður fellur! um sjálft sig. Svo bauð stjórnin þeim, þessum j kaupendum landanna, — að þeir skyldu fá eignarrétt á löndunum, ef J)eir vildu gjalda einn dollar af ekru hverri til Indíána; en gróðamenn- irnir fussuðu við og hlógu að þessu. En svo er annað, að þó að hægt hefði verið að senda bréf með Gull- foss, þá hefðu þau orðið miklu leng- ur á leiðinni og afgreiðsla þeirra mjög óviss. Og hefðu þau komið til New York hálfri stundu eftir að Gullfoss var farinn, hvað hefði þá orðið um þau? Annaðhvort send tii baka aftur eða á dauðrabréfa skrif- stofuna. Vér skiljum vel tilfinningar fólks- ins, að vilja láta Gullfoss færa vin- uin sínum og löndum, sem mest af öllu þvi, sem gott er og gleðilegt, — heilhuga óskir til hamingju og vel- gengni, og kannske margt fleira. E« því miður getum vér ekki séð. hvernig hægt er að koma því fyrir, og er það leiðinlegt. Serbía. Þetta var náttúrlega langt of lítið, þar sem landið var frá $50—$100 dollara virði ekran, einsog áður er sagt, en ])eir fengu hana fyrir minna en $5.00; en lítið dregur vesælan, þar sem Indíánar eru, og stjórnin ætlaði að leggja þetta i sjóð handa Indíánunum, og hefðu það verið nokkrir tugir þúsunda dollara, og hefði vafalaust forðað l)eim frá þvi, að verða ölmusumenn sveitanna, — um nokkurn tíma að minsta kosti. En real estate samvizkan kaupenda þessara hefir ekki séð nauðsynina, að láta af hendi þenna fagra dollar, og því hafa þeir ekki viljað taka þessum kosti. Það er vanalegt, að þeir, sem hálpa vilja lítilmagnanum, fá á sig óvild annara, einkum Jieirra, sem orsök eru að þvi, að einn eða annar maður eða hópur manna hefir orð- ið hjálparþurfi. En hver einasti maður, sem ann hugsjónum fögrum og hyggindum og sönnum framför- um, -— hver maður, sem ant er um velferð alþýðunnar og að réttur og sanngirni fái höfði haldið, — hann ætti að taka eftir slikum mönnum og styðja þá inóti ásókn óvina þeirra; þvi slíkir inenn eiga ætíð ó- vini; óvini, sem vilja brjóta })á und- ir sig og eyðleggja áhrif þeirra. En heimurinn er fátækari, ef að hann nýtur ekki ráða þeirra; alþýðan er ver farin, ef hún lætur ginna sig til að snúast á móti þeíni. Hun má ekki láta blinda augu sin; hún má ekki reynast ótrú þeim, sem eru að reyna að vinna fyrir hana og hjálpa henni. En J)ví miður hefir hún oft verið og mun verða ginningarfífl óhlut- vandra manna. Meðan hún er það, er henni ekki við hjálpandi. Fyrirspurnir um GuUfoss. Vér höfum fengið spurningar um það frá ýmsum vinpm vorum, hvern ig skrifa skuli utan á bréf til íslands, sem sendast eiga með Gullfoss. — Það getur verið nokkur vandi að svara J)vi. I fljótu bragði virðist ekki þurfa annað, en skrifa á hornið bréfsins: Care of (lullfoss. En það er vafa- saint, hvort [>að bréf kæmist nokk- urntima til skila, og eins þó að skrif- að væri: Care of Captain of Gull- foss. Og sama þó að nafni skip- stjórans væri bætt við. Það er aðgætandi, að Gullfoss flyt- ur engan póst. Hvorki Bandarikin né Canada hafa samið um póstflutn- inga við Gullfoss. Enginn ensku- mælandi skipstjóri þekkir nafnið Gullfoss, hvort það er borg eða fylki eða fjall eða stjarna. Gullfoss hefir enga ákveðna ferðaáætlun, sem aug- lýst sé á pósthúsum landanna. Og eiginlega getur enginn með vissu sagt, hvenær Gullfoss komi eða hvar hann lendi, nema ætlast er til að hann lendi í New York. Bréf J)au, sem send væru með utanáskrift til Gullfoss, yrðu óðara send á dauðra- bréfa skrifstofu á 999 pósthúsum af 1000. Hugsanlegt væri að senda bréf þessi til kaupfélags þess, sem skip- stjófinn eða verzlunarmaðurinn á skipinu verzlar við, ef menn vissu nafnið. En nú er spurning mikil um það, hvort nokkur maður á Gullfoss Frú Slavko Grouitch, kona utan- ríkisráðgjafans í Serbíu, er nú ný- komin til Ameríku frá Belgrad. Hún I er ameríkönsk og hét áður Mabel i Dunlop frá West-Virginia; ung er | hún að aldri. Hún kom hingað í | þeim erindum, að leita hjálpar j handa Serbum, er hrakist bafa af löndum sínum, útvega þeim útsæði j til að sá í lönd sín og fæða þá þang- að til þeir fengju uppskeru. Hú« lýsir Serbíu á þessa leið: Serbía er akuryrkjuland og fást níu tíundu hlutar fólkins við rT.kt- un landsins. Rétt fyrir stríðið var það talið, að 308,000 fjölskyldur lifðu á jarðrækt, og af þeim eiga 273,000 fjölskyldur land það, sem þær búa á. Jarðvegur landsins er einhver frjósamasti i allri Evrópu. Þeir fá þar tvær uppskerur á ári hverju af hveiti, byggi og heyji. — Hafra, hamp og tóbak rækta þeir; ýmsar tegundir af maís (corn) og sykurrófur. Víða eru vinber ræktuð og gefa af sér mikinn arð; sönui- leiðis sveskjur. Serbneski bóndinn fær allar Jiarf- ir sínar af landi sinu, nema sykur og salt og fáeina hluti aðra. I’ata- efni og líndúka vefur hver heima hjá sér á smáa vefstóla. Þeir hafa nautgripi og svín og náttúrlega ali- fugla. Það er enginn bóndi svo fá- tækur, að ekki hafi hann eina eða tvær kýr, og grísi nóga og fugia; og var jafnan kvikt af þessu í kring um -hámændu, stráþöktu hýbýlin þeirra. j En þó að menn hafi aðeins óljósar hugmyndir um lifnað þeirra og | hryllingar striðsins, þá hljóta menn að geta séð það, að herferðir Aust- urrikismanna um landið hafa gjör- samléga eyðilagt allan þeirra stofn. Þeir létu greipar sópa um hvert cin- asta hýbýli þeirra. Ekkert var eft- irskilið sem lifandi var, og oft voru húsin brend. — Af þessu leiðir, að þeir hljóta að falla úr hungi-i, ef að enginn hjálpar. Þeir þurfa útsæði: , þeir þurfa verkfæri; þeir þurfa að j geta lifað Jiangað til næsta uppskera j kemur. t skýrslu sinni kemst þessi kona svo að orði: “Eftir að Austurríkis- menn i annað skifti höfðu brotist inn i landið, var alt bezta akuryrkju- landið gjörsainlega eyðiiagt. Húsin, l hlöðurnar, kornforðabúrin, gripa- húsin voru brend til ösku; gripirn- ir drepnir, étnir eða reknir burtu. Jafnvel þegar Austurrikismenn komu inn í landið í fyrra skiftið, þá frömdu þeir svo mörg og mikil grimdarverk í hverri borg og hverju þorpi og á hverju heimili, þar sem þeir fóru yfir, að fólkið varð svo- hrætt, er þeir komu aftur, að það flýði undir eins og J)að fréttist, að þeir væru á leiðinni. Og það gat svo sem ekkert flutt með sér, svo að börnin, konurnar og gamalmennin tóku kvalir út, bæði af hungri og kulda. Aðkomandi maður einn, útlend- ingur, segir svo frá: “Konurnar, börnin og gamalmennin, og fatlaðir menn og konur, þyrptust að hverri járnbrautarstöð, til þess að komast eitthvað burtu. Þeim var troðið þar í opna gripa- eða flutnings- vagna og svo var fólkið flutt burtu úr sveitum þeim, sem búast mátti við að styrjöldin gengi yfir. Segist sögumaður aldrei hafa séð jafn aumkvunarlegan hóp manna. Þarna voru karlar og konur ineð byrðar hundnar á hak sér. Mæðurnar báru börn sín bæði í bak og fyrir eða á báðum öxlum. En sum eldri börn- in voru að rogast með hin yngri á baki. Og svona hafði fjöldi Jieirra gengið kannske dag og nótt, skjálf- andi af ótta og ckkert fengið að borða. Margar mæðurnar voru al- veg gengnar af vitinu. Kveðst hann aldrei geta gleymt eymd og örvænt- ingu einnar móðurinnar. Hún átti sex börn, en hafði tapað þeim öll- um á flóttanum og hljóp nú um vit- stola og kallaði á þau með nafni í sifellu. hefir hina minstu hugmynd um það. Vér vitum það ekki. Hefðu lslendingar farið ineð skip- inu, J)á var ráðið að fá einhvern þeirra til að vera póstur fyrir menn og senda bréfin með honum. En nú eru mjög litlar líkur til, að nokkur íslendingur fari með skipinu, eins og skýrt var frá í hlöðunum siðast. Serbastjórn flutti hópa þessa Jiang að sem þeim var óhætt, reisti upp tjöld eða lét byggja skýli fyrir þá og lét útbýta brauði og súpu milli þeirra, einsog til hermannanna. En rauða-kross félag Serba skifti á milli þeirra fötum og ábreiðum og öðrum nauðsynjum, sem gefið hefir verið ar hjálparfélögum á Bretlandi og í Ameríku. (Niðurlag).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.