Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. APRIL 191». HEIMSKRINGLA BLS. 5 UPP MEÐ BONDANN. (i.) Hugvekja til foreldra og æskulýðs. Eftir H. F. Danielsson. Það eru ýms málefni, er snerta vellíðan þjóðflokks vors hér í landi, 'sem væri mjög heppilegt að væru rædd ópinberlega og án æsinga. Eitt af þeim er viðvíkjandi æskulýðnum i sveitunum: Hvernig hægt er að auka áhuga hans fyrir landbúnaði og gjöra honum sveitalífið ánægju- legra, heldur.en það hefir verið að undanförnu. Væri það mögulegt, þá væri stemt stigu fyrir straumi hans til borganna. Það eru margar ástæður f.vrir þvi, að æskulýðurinn fellur sig ekki eins vel við sveitalif og vera ætti. Munu þær helztu vera: efnaskortur, óvið- eigandi námsgreinar í barnaskólun- um, skaðlegur bóklestur, samgöngu- leysi vegna vondra vega og skortur á góðum og upplífgandi félagsskap. Að ræða um alt þetta yrði of langt mál, og vil eg því ræða lítillega fáeinar af helztu ástæðunum. Sökum efnaskorts er unglingnum nauðugur einn kostur, að fara til borganna til þess að vinna fyrir sér. Það er ekki sjaldan, að maður sér tólf ára gamlar stúlkur, og drengi Htið eldri, fara til borganna i því skyni. Sum þeirra eiga jafnvel eng- an að, sem er fær um að hafa eftir- lit með þeim. Æfi þeirra verður misjöfn, sem von er, því að þau eru einsog rekald á sjó, sem báran og vindurinn stýra. Slíkt uppeldi leið- ir til afar dýrkeyptrar reynslu fyrir mörgum. Kensla í barnaskólum er að mestu leyti sniðin eftir þvi, sem þörf kref- ur i borgum. Hún er þó æði mikið ófullkomnari, sem- við er að búast, og miðar til þess að snúa huga barn- anna til borganna, en gefa þeim ekki rétta hugmynd um sveitalifið. Lestur rómantiskra sagna hefir skaðleg áhrif að því leyti, að lesand- inn fær ranga hugmynd um lífið og tilveruna. Undursamleg töfrablæja færist yfir alt, sem er fjarlægt, og það, sem lesandinn þekkir Htið eða ekkert; en alt umhverfis hann tek- ur á sig að sama skapi fölan og til- komulausan blæ. Þessi svokallaði töfraheimur greypir mynd sína með svo skýrum mörkum í huga ung- Hngsins, að unglingurinn fær ó- Stjórnlega löngun til að fara að leita hans. Unglingurinn leggur síð- an af stað og er einstaklega mót- tækilegur fyrir æsandi áhrif, en að sama skapi grunnhygginn og ó- reyndur. Gleði og glaumur hrífa hann því á örmum sínum og hossa honum um tima, en þeyta honum að siðustu út í nepju virkileikans, svo harkalega, að loftkastalarnir hrynja. Sumir munu vilja telja sem eina ástæðu, að unglingarnir væru látnir vinna of mikið. Það er að vísu satt, að vinnutími er ekki nógu reglu- bundinn. En hitt er engu síður sannleikur, að unglingum er ekki kent að lita réttum augum á vinn- una. Það er mest komið undir þvi, að æskulýðurinn skilji þýðingu starfsins, sem hann á að inna af hendi. Hafi inaður skilning og á- huga á starfinu, þá veitist það létt. Æskulýðurinn þarf að skilja enn- fremur, að starfsemi er sú lífsins lind, sem verkar öllu til viðhalds og framþróunar. Vér íslendingar stær- um okkur af styrk vorum, menningu og þreki; en það á alt rót sína að f rekja til hinnar hörðu náttúru móð- urlandsins. Þar fékst ekki brauð, ncma í gegnum starf og strit. Það að forðast nytsama starfsemi, þýðir þess vegna það sama og leita eftir sinni eigin glötun. Æskulýðurinn þarf umfram alt, að elska og treysta á landið, sem hann byggir, og hafa áhuga fyrir hag lands og þjóðar. Hann þarf enn- fremur að skilja rétt afstöðu sina Bagnvart þjóðfélaginu, og livaða hlutverk hverjum einstaklingi ber að leysa af hendi til þess að vinna Jandi og þjóð sem mest gagn. Til þess að öðlast þenna skilning út- heinitist nákvæm þekking á hag og háttum þjóðarinnar. Siðan þarf að semja sig að háttum hennar i öllu, sem miðar til velsældar og upp- byggingar í efnalegu og þekkingar- legu tilliti. Nú vil eg biðja fólk að athuga vel, hvort islenzkur æskulýður stendur ekki illa að vígi í þessu tilliti; hvort hann er ekki að miklu leyti ein- angraður í al-íslenzkum sveitahér- uðum, og honum þar af leiðandi ekki gefinn kostur á, að kynnast háttum canadisku þjóðarinnar, eða afla sér þekkingar eða viðsýnis í þeim efnum, sem miða til framfara og vellíðunar. Það er skoðun min, að svo sé. — Það eru jafnvel svo mikil brögð að þessu, að fólkið nýtur sín ekki til fulls, þegar það fer að taka þátt i lífsbaráttunni. Það er engum efa bundið, að með ýmsu móti má koina unglingunum til þess, að fá áhuga fyrir starfi sínu, meta rétitlega gildi þess og unna sveitalífi. Það þarf að breyta skólafyrirkomulaginu og smá leiða huga barnsins inn á það svið, sem því er ætlað að starfa á, með við- eigandi kenslu. Barnssálin er gljúp og tekur á móti þvi, sem að henni er rétt, hvort heldur það örfar eða heftir eðlilega framför hennar. Starfsemi barnsins er óviðjafnanleg, því það er sistarf- andi og þvi er eðlilegt að athuga það, sem fyrir augu þess ber. Leynd- ardómurinn felst þess vegna i því, að vekja forvitni þess og athugun á þeim hlutum, sem íeskilegt er, að það viti um, og sem kemur þvi á rekspöl til að hugsa og líta eftir ineiri fróðleik. Kenna því til dæmis fyrst um dýr og fugla, tré og blóm. Þegar eftirtekt þess hefir verið vak- in á þann hátt, þá leitar hugur þess eftir vitneskju um eitthvað meira í sambandi við þetta. Þá má segja ]ivi ýinislegt um einkenni og hætti hvers eins. Eðlilega leiðir þetta til flóknari umhugsunar og nieiri rann- sóknar, eftir þvi, sem barnið eldist og skilningur þess nær meira þroska stigi. Ekkert er þó betur tilfallið til að vekja ímyndunarafl þess, eftir- tekt og aðdáun, heldur en það, hvernig sólargeislarnir, regndrop- arnir, loftið og jarðefnin eru knúð af náttúruöflunum til að vinna sam- an til að framleiða jurta- og dýra- líf. Þá er barnið komið á rekspöl til að nema náttúrufræði, og nátt- úruvísindi, sem gefa þvi vitneskju um, að það getur gjört sum af þess- um skapandi náttúruijflum sér und- irgefin og látið þau framleiða full- komnara og fegurra jurta- og dýra- líf. Það finnur þá, hvað starfið er háleitt; fær brennandi áhuga fyrir þvi og vill ekki skifta þvi fyrir ann- að starf. Það má auka ást æskulýðsins á sveitinni og landinu, með þvi að kynna honum Hóð þeirra náttúru- skálda, sein leioa fram alt það feg- ursta, sem umhverfis mann er, og sem annars var hulið. Það friar inann við, að elta villiljós eitthvað óákveðið út í heiminn, og ennfrem- ur fríar það mann við að “leita langt yfir skamt,’ að ýmsu, sem mannssálin þráir. Það var ekki fyrri en Jónas Hall- grímsson kom fram á sviðið, að augu fslendinga opnuðust til fulls fyrir fegurð landsins. Ilann kvað um sveitasæluna og fegurð náttúr- unnar, og kveikti ást i brjóstum fólks til sveitarinnar og landsins. — Svo var það einnig með Burns og Wordsworth; þeir hröktu burt móð- una og fölvann og sýndu fólki feg- urðina, sem bjó i öllum hlutum um- hverfis það. Heimurinn var fagur i þeirra augum og fullur af starfsemi, lifi og yndi. Þeir juku hjá fólki ljós og yl, og samúð og meðliðan með öllu, sem leið að einhverju leyti. — Þaanig spila sum skáld á beztu strengi hjartans, og ma nærri geta, að fólk, .sem ekki les ljóð þeirra, tapar miklu. Það er mjög áriðandi, að auka fegurðarsmekk æskulýðsins ineð lestri velvaldra bóka, því þá verður hann næmari fyrir fcgurð náttúr- unnar og kann betur að meta kosti þá, sem sveitalífi fylgja. Það er einnig mjög áriðandi, að gjöra hon- um starfið, og sveitalifið yfir það heila, sem ánægjulegast. Eðlilega er ekki hægt, að koma breytingum til leiðar í þá átt á sköminum tima; en eitt geta menn gjört nú þegar, sem miðar i þá átt: Menn geta myndað unglingafélög eftir fyrirskipunum Útbreiðsludeildar Búnaðarskóla fylk is þessa. Verðlaun eru veitt fyrir hezta framleiðslu á ýmsum búnaðar- afurðum, sem unglingarnir fram- leiða. Til að kynnast því vil eg vísa til mjög ítarlegrar og uppbyggilegr- legrar ritgjörðar um það eftir herra Stefán Bjarnason, sem út kom i Heimskringlu, nr. 20. og 21. tölu- blaði, á síðastliðnum vetri. Fréttabréf frá Victoria B. C. J. Ásgeir J. Lindal (Framhald) IV. Þingsetning. Þann 21. jan. þ. á., kl. 3 e. h., var fylkisþingið sett hér í bænum, með óvenjulegri viðhöfn, af Hon. Frank S. Barnard, sem tók hér við, fylkis- stjóraembættinu þ. 17. des. f. á., og er þetta þriðja seta hins 13. þings fylkisins. Margir skrautbúnir yfir- menn, bæði úr land- og sjó-hernum, og fjöldi af óbreyttuin hermönnum, voru i fylgd með fylkisstjóranum. Koniu konungsfulltrúans og föru- neytis hans til þinghallarinnar, var fagnað af hornleikara-flokk 5. her- deildarinnar (The 5th Regiment Bandí sem lék brezka þjóðsönginn, og einnig með skotum úr þrettán fallbyssum, sem settar höfðu verið á sigræna grasflötinn framan við þingbyggingarnar. Veður var, einsog oftast nær hér, hið ákjósanlegasta, og var því mikill sægur af fólki við- statt. Þingmenn voru 42 og eru 40 þeirra ihaldsmenn (Conservatives), en 2 jafnaðarmenn (Socialists). Eng ir frjálslyndir menn (Liberals) eiga þar nú sæti, þó merkilegt sé, og mið- ur gott, því öflugur mótstöðuflokk- ur á þingi, er, undir núverandi stjórnarfyrii'komulagi, alveg nauð- synlegur. Verkalýður fylkisins, sem eðli- lega hallast yfirleitt að jafnaðar- menskunni, getur stært sig af þvi, sem verkalýðurinn í engu öðru fylki í Canada getur stært sig af, en það er, að hafa átt í nær tuttugu ár sér- staka fulltrúa á löggjafarþingi. Ekk- ert annað fylki hefir nú verkalýðs- fulltrúa á þingi, að Ontario undan- skildu, sem hefir einn (Trades Un- ionist). Allir verkalýðs-fulltrúarnir hér, að einum eða tveimur undan- teknum, hafa verið eindregnir jafn- aðarmenn, og hafa þeir getið sér góðan orðstir, enda hafa þeir allir verið gáfu- og mælsku-menn, og — einsog titt er með jafnaðarmenn — vel að sér i stjórn- og hagfræðis- inálum; þeir hafa þvi verið, og eru enn, mjög óþægilegur “Þrándur i Götu” auðvalds-fulltrúanna á þing- inu. — Það eina, sem nokkuð veru- lega inun hafa skert gleði íhalds- manna síðan að síðustu fylkiskosn- ingar fóru fram (í marz 1912), er það, að hafa þá ekki getað látið jafnaðarinennina fara sömu förina og frjálslynda flokkinn, — felt þá við kosningarnar! V. Hersýning. Hermálaráðgjafi Canada, Major- General Sam. Hughes, kom hingað til bæjrins 23. jan. þ. á., kl. 7 árdeg- is, í þeim tilgangi að yfirlita hér rúm tvö þúsund sjálfboðaliða, sem hann og gjörði þremur stundum eft- ir hingað komu sína. Veður var, að vanda, gott, og tókst þvi þessi til- komumesta hersýning. sem hér hefir nokkurntíma farið fram, ágætlega. Hershöfðingjanum leizt prýðisvel á hermennina, og þótti þeir vel æfðir. Margir af höfðingjum fylkisins og fjöldi af bæjar-búum voru viðstadd- ir. Ráðgjafinn lagði af stað héðan áleiðis til Ottawa, daginn eftir. V. Dingslit. Að kveldi þess 6. þ. m. var fylkis- þinginu hér slitið, og lét þá forsæt- isráðherrann, Sr Richard McBride, i ljós, að stjórnin mundi uppleysa þingið og efna til nýrra kosninga. Tveimur dögum seinna lét hann svo þann boðskap út ganga, að þingið væri rofið og kosningar færu fram þann 10. næsta mánaðar (april); en svo kom það upp úr kafinu, nokkrum dögum siðar, að fylkis- stjórinn hafði aldrei ritað undir þingrofs-tilkynninguna; og enn hef- ir hann ekki, svo kunnugt sé, gjört það. Hvenær að fylkiskosningarnar fari hér fram, veit þvi liklega eng- inn enn. Stjórnin á eftir rúmt ár af kjörtimabili sínu, og þarf þvi ekki, fremur en henni sýnist, að láta kosningarnar fara fram fyr en að ári liðnu. En svo er nú Sir Richard farinn til Ottawa, til að ráðfæra sig, að sögn, við Sir Robert Borden um þessi og önnur stjórnmálaleg van- kvæði sin. Þegar hann kemur heim aftur, má að líkindum búast við á- kveðnu svari frá honum þessum kosningum viðvíkjandi. Þó að ó- vissan um það, hvenær kosningarn- ar fari fram, sé svona mikil, þá eru menn samt farnir að búa sig, í óða önn, undir þær. Þeir frjálslyndu sækja nú fast fram undir merkjum leiðtoga sins, H. C. Brewster’s, og telja vist, að koma mörgum sinna manna á þing, og jafnvel alveg fella stjórnina, sem þeir finna margt til foráttu — og það, vitanlega, ekki með öllu ástæðulaust. Verkamenn, — sem einnig hafa sitt af hverju að segja' um stjórnina —, hafa og mik- inn viðbúnað. En hver úrslitin verði, vil eg engu spá uin. —“Við bíðum og sjáum hvað setur”. VII. .4 Idar-afrmvli. Hundrað ára afmælis friðarins milli Stóra-Bretlands og Bandarikja Vest- urheims var minst hér i bænum, sem víðar, á ýmsan hátt: 1 kyrkj- unum, flestum eða öllum, á sunnu- daginn þ. 14. f.m., en á sjálfu friðar- afmælinu, þ. 17. s.m., með almenn- um gleði-mótum og heilla-óska at- höfnum. Þann dag sendi t. d. bæjar- stjórinn hér, Alexander Stewart, fyr- ir hönd bæjarbúa, fagnaðarskeyti til Woodrow Wilson, forseta Banda- rikjanna, ríkisstjóranna þriggja: Ernest Lister i Washington, Oswald West i Oregon og Hiram Johnson i California. Hann sendi einnig af- mælis-skeyti til bæjarstjóranna í öllum helztu bæjum þessara ofan- nefndu Kyrrahafsstrandar-ríkja. Með því að skeytin (messages) eru bæði vel stýluð og tilefnið til þeirra mjög þýðingarmikið fyrir oss Vestur-íslendinga, ekki siður en aðra íbúa Norður-Ameriku, þá set eg hér þýðingu af einu þeirra, — skeytinu til forsetans. Það hljóðar svo: “Við lok eitthundrað ára frið- ar á milli Bandaríkja Vestur- heims og Stára-Bretlands, langar Victoria, höfuðstað British Col- umbia ftjlkis, lil að tjá gður, sem embxttislegum leiðtoga hins mikla lýðveldis, sem liggur suður af oss, vorar hjartanlegustu ham- ingjuóskir á aldar-afmæli friður- ins á milli hinna tveggja miklu fjölskglda hins enskumxlandi heims. t tilefni af hátíðahaldi þessa minnisstæða kapitula í sögu mannkynsins, langar oss til á ný að láta i Ijós tilfinningar vorar um virðingu þá og góðvild, er vér berum i brjóstum vorum til fólks- 'ins í Bandarikjunum, og innilcga von um það, að sá góðvUdarhug- ur og það samkomulag, sem nú rikir á milli hinna tveggja þjóða á meginlandi Sorðiir-Arneríku, megi haldast um aldur og æfi”. VIII. íslenzkir iþróttamenn. Hinn nafnfnegi glimu- og fim- leika-maður, Jóhannes Jósefsson, glímukappi fslands, kom hingað til bæjarins með hinuin tveimur ís- tenzku glímufélögum sínum, konu sinni og tveimur börnum þeirra hjóna, þ. 24. jan. þ.á. Þeir Jóhann- es sýndu svo íþróttir sinar hér á Pantages leikhúsinu þrisvar sinn- im a dag i heila viku, fyrir fullu húsi, og fanst öllum, sem eg heyrði minnast á sýninguna, inikið til um islenzku glimuna og hina snildar- legu sjálfsvörn Jóhannesar; enda mátti það. Hún var aðdáanleg. Jóhannes hefir nú ferðast um Ev- rópu og Ameríku i siðastliðin finim ár, og getið sér og ættjörðu sinni á- gætan orðstir með iþróttum sínum. Að eg veit, að ættjörðhans — og vor — hefir orðið alþjóða-álitsins aðnjótandi með honum, stafar af þvi, að hann virðist hafa það fyrir fasta reglu, þegar hann kemur fram á leiksviðið og ávarpa áhorfend- urna viðvikjandi íþróttum þeim, sem hann ætli að sýna, að taka það IS= Is-tími sumarsins byrjar 1. mai, nœstk. Þá byrjum vér að flytja ís hetm á heimili, hvar sem er í borginni. Símið eftir öllum upplýsinpum til Ft. Ronge 981. THE ARTIC ICE COMPANY. Lttl. 156 BELL AVENUE. Mið-bæjar skriftofa á neðsta gólfi í Lindsay Bldg. Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber tll, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun i áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. Walcott, bankastjóri. fram, að hann sé íslendingur, að hann sé fæddur og uppalinn til full- orðins ára á tslandi. En ef hann mintist ekkert á þetta og jafnvel reyndi heldur að leyna því, — eins og því miður eru dæmi til, að ís- lenzkir menn og konur hafi gjört —, þá inundu, eðlilega, fæstir vita, hverrar þjóðar hann væri, og þvi enginn heiðurs-auki að því fyrir fs- land, hversu fra»gur sem hann væri. Hann á í þessu sammerkt við Vil- hjálm Stefánsson, sem og alla aðra merkustu íslendinga, sem utan hafa farið, bæði að fornu og nýju. Flest-allir Islendingar í bænum, bæði gamlir og ungir, fóru á Pan- tages leikliúsið þessa viku til að sjá hinn heimsfræga glímukappa og í- þróttir hans. Félagið fslendingur ætlaði að halda Jóhannesi og föruneyti hans samsæti áður en að leikflokkurinn, sem þeir voru með, færi héðan úr bænum; en Jóhannes gat því mið- ur ekki, annrikis vegna, sint tilboði félagsins. En í tilefni af þessari fyr- irætlun félagsins voru nokkrar vis- ur búnar hér til uni Jóhannes, í þeim tilgangi að flytja þær i hinu fyrirhugaða samsæti, —- þvi liklegt þótti fyrst, að af því mundi geta orðið —; og þó, sem sagt, að ekkert yrði af þessu, þá sendi eg þér samt visurnar til birtingar i blaðinu. (Meira). THE CANADA STANDARD LOAN CO. A®al Skrlfntofa, Wlnnlf«g $100 SKULDABRÉF SELD Tllþæginda þelm sem hafa amá upp- hæSlr tll þess ah kaupa, sér 1 hax- Upplýslngar og vaxtahlutfall fæst & skrlfstofunnl. J. C. Kyle, rtSamaHnr 42M Maln Street, WtDDlpeg. Brúkatlar saumavélar metl hæfl- Iegu veríl.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út 1 hönd eha tll letlgu Partar 1 allar tegundir af vélum; ahgjört) á. öllum tegundum af Phon- nographs & mjög I&gu vertJI. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega ‘•agenta'’ og verksmala. « H.JOHNSON i Bicyle & Machine Works Gjörir við vélar og verkíærl reiðhjól og mótora, skerpir skauta og smíðar hluti 1 bif- reiðar. Látið hann sitja fyrlr viðskiftum ykkar. Alt vel af hendi leyst. og ódýrara en hjá öðrum. 651 SARGENT AVE. KJÖRKAUP-þessa viku DOHERTY FIMM OCTAVE CABINET orgel, Walnut hylkl, Ijómandi vel til haft. VertS $38.00: kaupskilmálar $10 niöur og $6.00 mánaöariega. KARN FIMM OCTAVE CABINET Orgel, Walnut hylki í ágætu standi, verö $42.00; kaupskilmálar $10 í pen- ingum og $6 mánaöarlega. GODERICK CABINET ORGEL, WAL- nut hvlki, nýtt. Söluverö $85. Skil- málar $10 i peningum og $6 mánaöar lega. IMPERIAL PIANO—BÚIÐ TIL í AM- eriku. sraærra sniö, í Rosewood hylkl selst fyrir $130. Kaupskilmálar $15 I peningum og $6 mánaöarlega. NEEDHAM AND COMPANY—STÓRT Píanó í Golden Oak hylki. Vanaverö $400.00; brúkaö svo sem fimm ár, selst fyrir $187.00; kaupskilmálar $10. i pen- ingum og $7 mánaöarlega. KIMBALL PIANO—STÓRT GOLDEN Oak hylki, mjög finlegur frágangur, $450.00 Píanó tekiö í skiftum i m.iög góöu ástandi. Selst fyrir $198.00; skil- málar $10 í peningum og $7 mánaöar- lega. NEW SCADE WILLIAMS PIANO — $500 hljóöfæri, brúkaö aöeins eltt &r af einum bezta söngkennara i studió Selst fyrlr $360. Skilmálar $15 i pen- ingum og $8 mánaöarlega. NÝ VERKST0FA Vér erum nú feerir um aO taka á mótl öllum fatnaði frá yður tll a8 hreinsa fötin þln án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed..60e Pants Steamed and Pressed. .26« Suits Dry Cleaned...$2.00 Pants Dry Cleaned...60« FáiO yOur verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Impress LaundryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. ÁIKENS AND DUTFERIN Sextfu manns geta tengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tíl ess að verða fullnuma þarf aðeina vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu náml j fyrlr $15 til $20 á vlku Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið þyrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er sefinlega mikil. Til þess að verða góður ralc- arar verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEOE Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St.. Winnir>eg fslemkur Ráðsmaður bér EVERSON PLAYER PIANO—BRÍTKAÐ tvö ár; í fallegu Walnut hylki; 66 nótu hljóöfæri í besta lagi. Vanaverö $700, selst fyrir $435 meö tíu rolls af music og player belck. Skilmálar $20 í peningum og $10 mánaöarlega. ENNIS PLAYER PIANO—HEFIR ALLA nýustu viöauka. Þetta Player piano er sérstaklega gott hljóöfæri. Vana- verö $700. Þaö er búiö aö borga fyrlr þaö aö nokkru leyti; eigandi er aö fara úr bænum, selst fyrir þaö sem eftir er aö borga, $485. Viö ábyrgj- umst þetta player píanó. Skílmálar $20 i penlngum og $12 mánaöarlega. Tíu rolls af músic meö. ELECTRIC PLAYER PIANO — APP ollo. Vanalegt pianó, player píanð og Electric player, allt sameinaö $1,000 hljóöfæri alveg nýtt, en var brúkaö til sýnis. Selst fyrir $800. Skilmálar eftir því sem um semsi Þetta er hljóöfæri fyrir heimillö og e» einnig mjög til skemtunar 1 kaffi og skemti-húsum. Tuttugu muslc roll. ókeypis. EITT COLUMBIA HORNLESS PHON ograph og 35 records. VanaverÖ $52 í Söluverö $22.50; skilmálar $6 í pening- um og $5 mánaöarlega. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi. kveld og morgunveröur, $1.25. Máltiöir, 35c. Herbergi, eln persóna. 50c. Fyrirtak í alla staöi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tulsfmí Gsrry R0YAL 0AK H0TEL ( han. (lUNtafKNon, eljcnnrti Sérstakur sunnudagrs mitldagsverC- ur. Vín og vindlar á borfium frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta a?5 kveldinu. 2S3 >1 4 K K KT STKKKT. \\ I N \ I l'KG EITT EDISON BELL PHONOGRAPH, metl 40 records. Vanaverí $68.00; söluver® nú $26.00. Skilmálar $6 í pen- ingum og $5 á mánuði. EITT COLUMBIA HORNLESS PHONO- graph m«5 18 records. Einstakleg kjörkaup á $32.00. Skilmálar $7 í pen- ingum og $5 á inánuði. EITT EDISON STANDARD PHONO- graph. brúkaö, og 30 Records. VerÖ upphaflega $64.50. Söluverö $31.00; skilmálar $7 í peningum og $5 á mán- uöi. Cross, Goulding & Skinner, Ltd. :U2ÍVj Partaff Avenue, Winnlpeg. FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.