Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. APRÍL 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Suga cftir WALTER WOODS. hana og leit ]*ví ekki við henni. Hún hvarf aftur frá okkur á jafn leyndardómsfullan hátt og hún kom, og taldi eg nii sjálfsagt, að leynidyr væru á veggnum, þó eg ekki gæti ineð nokkru móti séð, hvar þær væru. En nú taldi eg sjálfsagt, að þessar hvítu linur á veggnum stæðu eitthvað í sambandi við einhverjar slíkar leyni- dyr. Eg sneri nú athygli minni frá þessari ieyndardóms- fullu komu og burtför ungfrú Megson, og fór nú að veita hr. Johnson frekari eftir.tekt. Eg starði ósjálfrátt á hann, og var sem hann læsi hugsanir mínar, er hanr. sagði: “Ungfrúin hefir ekki felt neinn ástarhug til þín áður. Hún er kvenmaður með einkennilegar skoðanir og undarlega dularfulla framkomu. Eg er á þeirri skoðun, að hún sé sú lang merkilegasta kvenpersóna í allri New York borg, svo eg ekki taki til stærra svæði, svo sem einsog alla Ameriku”. “Eg er þér alveg samdóma, herra Johnson, og eg býst við hún iækki ekkert í áliti né virðingu fyrir þau áhrif, sem vera hennar i þinni þjónustu hefir á liana. Eg hefi tekið eftir því, að alt sem hún gjörir cr í þin- ar þarfir og gjört samkvæmt þínum ráðleggingum, — held eg að mér sé óhætt að fullyrða”, sagði eg. “Alveg rétt”, mælti hann. “Það er að eins með þeim skilningi, að eg hefi fólk í þjónustu minni við nokkurt starf, á hvaða tíma sem er. Þú virðist vera í erfiðleikum og einhverri óvissu og jnfnvel hættu. Á- form þin virðast stefna í tvær andstæðar áttir. önn- ur áttin er áleiðis tíl ungfrú Ethel Reed, — en þú veizt hvað kvenfólk er fljótt að finna til þess og fyllast af- brýðissemi, ef stefnan breytist til annara átta en til þeirra eigin; — en hin áttin er inn í þessa starfsstofu til ungfrú Megson. Henni er ekkert um þig, og hún er þannig skapi farin, að hún lætur aldrei sinn hlut eftir liggja til þess, að sýna þér fullkomlega, að hún er þinn herra. Hún var alls ekki ástfangin í þér áður, einsog eg sagði áðan; en nú blátt áfram hatar hún þig, og er þér því betra að vera var um þig. Það er ekki til hættúlegri óvinur í heiminum en hún er, ef því er að skifta. En hver var ástæðan fvrir þeirri ákvörðun þinni, að finna hana hér á starfsstofunni? Vissir þú, hvað þú varst að gjöra?” Eg hikaði nokkur augnablik áður en eg svaraði honum. Eg vissi ekki, hverju eg átti að svara; fanst mér öðru hvoru, sem honum kæmu mínar fyrirætlanir ekkert við. En svo breyttist sú skoðun min og mér fanst hann beinlinis eiga heimtingu á að fá að vita það. Eg mundi nú eftir erindi því, sem'eg átti við hr. Johnson sjálfan; en áður en eg gat tekið til máls,_ hélt hann áfram: “Þú ert ekki skuldbundinn til að svara mér; en timi minn er mjög takmarkaður, og kæmi mér því vel, að þú aflykir erindinu sem fyrst”. Hann tók únð upp úr vasa sínuin og ókyrðist í sæti sínu. “Þetta er ástæðan fyrir komu minni hingað”, sagði eg um leið og dró hin leyndardómsfullu skjöl upp úr vasa mínum. Eg ætla að sýna þér þessi skjöl, en að eins þó í viðurvist okkar tveggja, þvi nú sem stendur óska eg ekki eftir að hleypa fleirum inn í leyndar- málið”. Eg stóð nú á fætur upp af stólnum og lir. Jolinson gjörði l>að einnig. Við gengum báðiruit að glugganum og stóðum þar hlið við hlið á mean hann var að yfir- fara skjölin. Eg gaf honum mjög nákvæmar gætur, en hvorki gat eg séð á augum hans eða svip hvert álit hann hefði á fjársjóð mínum. Það eina, sem eg gat séð að benti i þá átt var það, að eftir að hann hafði horft á skjölin um stund, þá virtist liann herða á haldi því, sem hann hafði á þeim, og þetta sá eg að hann gjörði alveg ó- sjálfrátt. “Jæja þá”, sagði eg spyrjandi. “Þú álítur eflaust, að þetta séu verðmikil skjöl?” svaraði hann. “Eg er sannfærður um, að sv» er. Em hvað er þitt álit?” spurði eg. “Mín skoðun um það atriði er e** óstaðfest”, svaraði hann önuglega. “Eg álít hreint ekki að svo sé, eftir því að dæina, hvað þú virðist halda fast utan um þau”, svaraði eg. Johnson virtist ekkert lina takið, sem hann hafði á skjölunum, þrátt fyrir það, þó að eg nú tæki í þau með hægð, og með því gæfi til kynna, að eg kysi að fá þau í mínar hendur sem fvrst. “Eg veit ekki, hvort eg á að sleppa þeim við þig aftur”, sagði hann. En eg gjörði enda á þessari óvissu hans ineð því að plokka ])au með ha-gð úr hendi hans, en saint varð eft- ir horn af þeiin milli fingra hans, sem sýndi hvað fast hann hélt um þau. A Jietta horn var ekkert skrifað, og eg áleit l>að verðlaust og lofaði honum því að hafa það. “Þetta hjálpar þér til að komast að einhverri nið- urstöðu”, sagði eg um leið og eg braut saman skjölin og stakk þeim í vasa meinn. “Eg get alls ekki sagt, að eg dáist neitt að framkomu þinni né aðferð Johnsons njósnarafélagsins, eftir þvi, sem þessi byrjun á við- skiftum okkar er, sein er alls ekki til að auka traust mitt á félaginu”. “Seztu niður!” sagði hann í skipandi róm og eg hlýddi umsvinfalaust. “Ef eg hefði virkilega meint að halda fyrir þér skjölunum, þá hefði eg gjört það, hvað sem þú hefðir sagt. Þú hefði rekki gtað komið í veg fyrir það”, sagði hann. Hann virtist vera að skrifa eitthvað á blað, er lá á hné hans, á meðan hann talaði; en eg sá ekki, hvað það var, þó eg reyndi að taka vel eftir því. Eg vissi ekki fyrri til en eg var gripinn heljartökum um báða úlnliði, þar sem eg sat í stólnum. Þcgar eg leit upp, sá eg að stórir, kraftalegir menn stóðu sinn við hvora hlið mér, stiltir og auðsveipnir, bíðandi eftir skipun- um frá herra sínum, er sat andspænis mér. Eg sá það strax, að þessir menn voru engir viðvaningar. Þeir sýndu það, að þeir væru aflmiklir, miskunnarlausir mannniðingar; góð sýnishorn af heimsins verstu ó- þokkúm. Eg veit ekkert, hvernig Johnson gaf þeiin hend- ingu um að koma. Iians vegir voru leyndardómsfullir. Hann gat hafa gjört það með því að stíga á einhvern hnapp; og hann gat hafa gört það með blaðinu, sem hann var að skrifa á á hné sínu. Ef til vill hafa þess- ir tveir menn alt af veitt okkur athygli á meðan við vor- um að tala sama'n, og séð allar okkar hreyfingar á gegn um einhver leynigöt á veggjunum. Allur útbúnaður þessa makalausa njósnarafélags var mér með öllu ó- skiljanlegur. Johnson talaði fáein orð á frönsku, sem eg þó skildi; líklega þó helzt fyrir það, að auðheyrt var að hann kunni álíka mikið í því máli og eg. “Já”, sagði eg'. “Eg skal komast að samningum við þig, eins fljótt og þessir veiðirakkar þínir eru farn- ir. Eg ætla sannarlega ekki, að láta þá heyra leyndar- mál mitt”. Hann reisti augnabrýrnar ofurlítið, en það varð til þess, að þessir óþokkar hans fóru. Eg ætlaði að reyna að uppgiitva um hvaða leynismugur þeir hefðu komið inn i herbergið, en eg varð fyrir vonbrigðum, því þeir fóru út um þær dyr, sem við komuni inn um. “Þetta alt er undravert”, sagði Johnson og brosti, því hann tók eflaust eftir undrun minni á öllu þessu atferli. “En þetta er aðeins lítið sýnishorn af þvi virki- lega”, hélt hann áfram. “Nú, nú, ef þú vilt afhenda inér'skjölin þín til geymslu og varðveizlu, þá er eg fær um að geyma þau. Það getur verið þess virði fyrir þig. Eg ætla að byrja með því, að bjóða þér í þjónustu mina, með eitt þúsund dollara launum um mánuðinn. 1 enskum peningum er það um fimtíu pund á viku. — Svo þú sérð, að hér opnast vegur fyrir þig, til þess að verða fljótlega all-vel efnum búinn. Það er hægt að gjöra margt hér í þessu landi, ef maður hefir pen- inga; en án þeirra er maður gjörsamlega hjálparlaus og mætti eins vel kasta sér i ána”. “Eg er þinn auðmjúkur þénari”, svaraði eg, um leið og eg stóð upp af stólnum og hneigði mig fyrir honum. “Hér eru skjölin”, sagði eg svo. “Alt, sem eg bið um, ar að fá að starfa í sambandi við uppgötvun leyndarmáls þess, er þau í sér fela, og að eg fái fyrsta mánaðarkaup mitt fyrirfram borgað”. “Hér er bankaávísun stíluð til þín”, sagði hann eft- ir stundarþögn og eftir að hann hafði tekið við skjöl- unum og stungið þeim í vasa sinn. “Og þú skalt hafa þín ósk uppfylta. Og þú skalt fá að reyna þína njósn- arahæfileika einsog þú kærir þig um. Ef eg mætti ráð- leggja þér nokkuð, þá væri það það, að selja mér skjöl- in nú strax; það að minsta kosti væri trygging til þín fyrir því, að þú fengir að halda liftórunni i skrokkn- um, sem annars er mikill efi að þú fáir. En ef þú vel- ur hin kostinn heldur, þá mátt þú ekki kenna mér um, þó eitthvað skritið kunni að koma fyrir þig”. Hann stóð upp og gekk til dyranna og eg á eftir hónum. “Ef eitthvað”, sagði hann einsog af eftir- þanka, “skyldi koma fyrir þig, þá hefir þú i raun og veru engum um að kenna, nema sjálfum þér, og getur en^um öðrum um neitt kent. — Mundu þetta, sem eg nú er að segja þér”. —A svo mæltu héldum við af stað út á stræti. XI. KAPITULI. Eg bið mér konu, en /æ hrgggbrol. Svo langt sem komið var, hafði mér yfirleitt ekki liðið neitt illa i New York. Eg hafði raunar komist í ýms æfintýri, sem eg, á meðan á þeim stóð, hefði held- ur kosið að vera laus við, en sem eftir á hleyptu í mig kjarki og metnaði. Eg fann til þess með töluverðum drýgindum, að eg varð að komast yfir talsverð auðæfi og sú tilfinning skapaji mér þrá eftir að halda áfram og komast lengra. Þegar eg fór út úr starfsstofu Johnsons, lét eg ekki bíða, að fá ávísaninni skift. Eg hélt rakleið- is niður í Wall stræti og inn i banka, sem orðalaust af- henti mér seðla, mest fimm og tíu dollara seðla, upp á þúsund dollara. Það var stór bunki af peningum; eg gat ekki greipað hann með annari hendi. Þaðan gekk eg upp Broadway stræti til gistrhússins míns, eins hratt og fæturnar gátu borið mig. En þær unnu eitt- hvað ekki rétt: þær voru svo léttar og hraðfara, að efri búkurinn gat ekki fylgt þeim eftir. Gleðin og hin bjarta framtíðarvon mín var mikil, og hafði eg aldrei komist í annað eins ástand fyrri. Mér fanst eg fær í alt og alt væri mér mögulegt. Eg hélt rakleiðis inn í reykingarsalinn, þapgað, sem eg fyrst hafði fundið þenna mann, sem var nú búinn að koma mér í tölu auðmanna í þessari miklu borg. Það var enginn í salnum, þegar eg kom inn; en samt var eg hræddur um, að einhver leyndist þar, sem hefði hugfast að ná af mér skjölunum mínum og pen- ingunum. Eg átti alt gf von á, að einhver óvinurinn eða njósnarinn væri á hælum mér og kæmi út úr veggjun- um eða upp um gólfið. En það viðbragð er eg tók, þegar eg heyrði hurðinni lokið upp og fótatak heyrð- ist í ganginum. Eg greip ósjálfrátt annari hendinni á þann vasann, sem skjölin höfðu verið í, en hinni á þann sem peningarnir voru í. Þarna hélt eg dauðahaldi, og hefði ekki verið að undra þótt innkomandi, sem mér til stórrar undrunar reyndist að vera ungfrú Reed, á- liti mig ekki vera með fullu ráði. Hún rendi augun- um um salinn, einsog til að fullvissa sig um, að þar væri enginn hema eg. Hana langaði auðsjáanlega til, að tala við inig einslega. Eg varð fvrri til að heilsa og stökk á móti henni, og þreif báðar hendur hennar um leið og eg sagði: “Óskaðu mér til lukku og hamingju. Eg hefi orðið fvrir láni!” “Auðvitað gjöri eg það, og það af heilum hug og hjartans einlægni”, mælti hún, uin leið og hún kipti höndum sínum lausum og einsog bandaði mér frá sér. Þessi framkoma hennar var mér vonbrigði, og kastal- inn, sem eg var búinn að byggja í huga mínum, hrundi til grunna. Framtíðin, sem fyrir augnabliki siðan hafði blasað við mér einsog nýútsprunginn blómhnappur, varð nú sem fiilnaður runni á h'austdegi. En eg hafði fast ákveðið áform og einsetti mér að fran»(ylgja því þrátt fyrir þetta. “Lán það, sem eg hefi orðið fyrir, er afleiðing af samfundum okkar”, hélt eg áfram. “Ef það hefði ekki verið fvrir þig, þá hefði eg ekki átt þessu láni að fagna. Getur þú gizkað á, hvað það er?” “Eg er alls ekki klók í því að ráða gátur”, sagði hún brosandi, og eg vissi, að henni kom í hug, að mér hefði tekist, að ráða fram úr meiningu hinna leyndar- dómsfullu skala. “Jæja, þá”, sagði eg “eg hefi komist að samning- um við Johnson — hinn mikla Johnson —. Eg er nú ráðinn í þónustu hans”. Eg talaði í drýgindalegum gleðiróm og átti endilega von á, að ungfrúin samgledd- ist mér. Mér til stórrar undrunar stóð hún þegjandi og sjá- anlega hugsi. “Eg hugsaði, að þú mundir gleðjast yfir þessum fréttum”, stamaði eg út úr mér. “Svo gjöri eg”, svaraði hún. “Eg gleðst æfinlega vfir velgengni annara. Eg sá þig koma og sá undir- eins á limaburði þínum, að þú hefðir orðið fyrir ein- hverju, sem þér þótti betur. Það er ástæðan fyrir þvi. að eg skauzt hingað inn, — að óska þér áframhald- andi lukku og á sama tíma að aðvara þig”. “Aðvara mig!” nær því hljóðaði eg upp. “Og við hverju!” “óvinum þínum”, svaraði hún þurlega. “Þú virð- ist vera að safna heilli sveit af þeim utan um þig hér: en það get eg sagt þér, að hættulegri stað en New York getur þú ekki fyrir fundið í allri Ameríku, þegar þú ert umkringdur af mönnum, sem einlægt sitja eftir tækifæri til að geta gjört þér ilt”. “Eg mana þá til að reyna sig”, sagi eg með nærri ómanlegum gorgeir. “Það álit eg alls ekki hvggilegt af þér”, sagði hún döpur i bragði; “þú ert að heyja hér bardaga við það fólk, sem svífist ekki neins, og jafnvel ekki að stytta lifdaga þína, ef því finst það nauðsyplegt til að koma fram áformum sinum”. “Það atriði álít eg ekki svo mikils virði. Það yrði enginn til að harma mig. Fyrir utan það: að vera virkilega í hættu gjörir mig ennþá varkárari. Eg hefi sjálfur ai frjálsum vilja kosið mér þetta, og hví skyldi eg þá kvarta? Að minu áliti er eg ekki hóti lakari maður en sumir — já, og það fjöldinn — af þeim, er ganga öhindraðir og ohræddir um bæinn, hvert og hvar sem þeim þóknast. — Iín meðal annara orða, hefir þú ekki gaman af að heyra um æfintýri það, sem eg hefi lent i þenna morgun?” Jú, eg hefði gaman af þvi” svaraði hún; “ef þú getur sagt mér söguna á fimm mínútum. Þvi lengri tima get eg ekki sparað; eg hefi mikið að gjöra, og ef það er e.íki gjört, verður litil miskunn sýnd. Vinnu- fólki er ekki sýnd mikil miskunn hér í hinni alls- nægta Ameríku. Eg hefi einnig óljósa hugmynd um, að yfirkonunni í eldhúsinu tæki ekkert sárt, þó luin findi ástæðu til að segja mér upp vistinni. Jæja, hver eru æfintýri þín?” Iíg sagði henni svo alla söguna í eins fáum orð- um og mér var mögulegt; og áður en hún tók til máls hélt ég áfram: “Þú varst áðan að segja, að þú værir verkastúlka. Hví skyldir þú halda áfram að vera það, þegar þú hefir tækifæri til að hætta við það nú þegar? — Eg varð sjálfur hissa á þessari djörfung minni og taldi engan efa á, að eg hafði yfirstigið alt hóf. “Fig skil þig ekki til fullnustu”, sagði ungfrúin. En samt sá eg af roðanum, sem færðist vfir andlit hennar, að hún skildi fyllilega, hvað eg átti við. En eg hafði farið af langt til þess að nema staðar, svo eg herti upp hugann og hélt áfram þar sem eg hætti: “Ef að eg er umkringdur af óvina her, einsog þú sagðir áðan, og einsog mig grunar að sé sannleikur, þá ert þú þó einstæðingur í ókunnu landi. Það er því sök- um þess, hve líkt er ástatt fyrir okkur, að mig langar til að segja þér, hvað mér býr i brjósti”. “Stundum er þögn skynsamlegri en tal”, svaraði hún og gjörði sig líklega til að fara. “Eg sté áfram nokkur skref og lagði hendina á öxl hennar. “Eg óska eftir, að þú hlustir á fáein orð ennþá, og meir en það, — eg heimta að þú gjörir það”, sagði eg ákafur. Nú hafði eg náð í hönd hepnar og hélt henni fast í mínum báðum. “Ungfrú Reed, Þú ert kvenmaður, og það fer ekki hjá því, að þú hafir orðið vör við tilfinningar mínar gagnvart þér. Má eg dirf- ast að segja þér, að eg elska þig og sú ást gjörði vart við sig eins fljótt og eg sá þig í fyrsta skifti i biðsalnum í Liverpool; og ef eg hefði haft djörfung til þess, þá hefði cg sagt þér þetta fyrri. Eg var blásnauður mað- ur og þess vegna gat eg það ekki. En nú er öðru vísi ástatt fyrir mér. Nú er eg á leið til frægðar og auðæfa, og eg finn sárt til þess, að mig vantar félaga”. Á meðan eg sagði þetta einsog og i leiðslu, liafði hún dregið að sér hönd sína, — en hægt þó, einsog hún væri að reyna að meiða ekki tilfinningar mínar. Roðinn færðist yfir andlit hennar, og sá eg ekki betur en tár gjörðu vart við sig í augum hennar. Hún sagði ekkert, en eg var þess fullviss að orð mín yrðu árangurslaus. Hvað mikinn vinarhug, sem hún kann að hafa haft til mín, þá gjörði ekkert þess háttar vart við sig í svip hennar. Jafnvel þá, undir þeim kringumstæðiiin sem eg var í, gat cg ekki annað en líkt félaga mínum við ísjaka, er tæki langan tíma að þiða. En eg einsetti mér, þó það tæki allan þann tíina, semeftir væri æfi minnar, þá skiþli eg þiða isjakann. “Það er einsog þú sért- mállaus”, sagði eg til þess að rjúfa þögnina. “En það er gamall málsháttur, að þögn meini samþykki”. ■— Eg var að reyna til, að láta ekki vonbrigðina, sem eg varð fyrir, heyrast á mæli mínu; en eg gat það ekki. “Allar venjur eiga sína undantekning”, sagði hún loks. “Og eg verð að biðja þig að skoða þetta sem und- antekning”. “Æ, iná eg þá vona?” sagði eg i biðjandi róm. “Það er enginn sá, að honum sé meinaö að vona, því að ef svo væri, þá væri lifið óbærilegt hverri mann- eskju”. Eg var einsog maður, sem koininn erað drukknun og grípur í hálmstráið. “Fyrir jafnvel þessa litlu misk- unnsemi er eg þér þakklátur”, sagði eg. “Eg hefi ekki elskað fyrri og er því enginn sérfræðingur í ástamál- um, og býst þess vegna við, að eg hafi á einhvern hátt farið rangt að, en eg bið þig, að láta ekki ást mína til þín gjalda iníns klaufaháttar; eg hagaði mér eftir beztu vitund, — knúður áfram af brennandi ást til þín”. Mér fanst nú í raun og veru sjálfum, að mér hefði tekist ljómandi vel upp, þó árangurinn yrði ekki annar eða betri. Ungfrú Ethel Reed þagði enn og þögnin var mér óviðfeldin. “Það er líklega einhver annar”, slepti eg fram úr mér; eu eiginlega átti þetta einungis að vera hugsun mín, en aldrei að færast í orð af vörum. Eg sárskamm- aðist mín og fann að eg hafði alls engan rétt til að láta mér þetta um munn fara, eða láta i ljósi að mér kæmi þetta til hugar. Nú heyrðist hringing fyrir utan reyk- sals dyrnar. “Þarna er bending til mín!” hljóðaði ungfrú Reed, “um það, að eg eigi að halda áfram verkum minum. Það meinar skammir líka, og önnur hringing einsog þessi meinar að inér sé bezt að taka saman dót mitt og leita mér að öðrum verustað”. Fig hafði ekki fengið neitt svar upp á síðustu spurninguna mína; sem var að sönnu réttlaus, en samt leið mér illa út af því að fá ekkert svar, og fyltist nú afbrýðissemi, því mér fanst sjálfsagt, að þögn hennar meinti samþykki þess, er eg spurði hana um, og að eg hefði því áreiðanlega fengið hryggbrot. “Er þáð útlendingurinn, sem hefir orðið svo lán- saraur, að finna náð hjá þér?” hélt eg áfram að spyrja. “Eg hefi ekki þá ánægju, að eiga neinn útlending fyrir vin”, sagði hún. “Er það þá einungis sökum kunningsskapar þíns og þessarar ungfrú F’rances Megson?” spurði eg, og einsog ósjálfrátt lagði sérstaka áherzlu á orðið ungfrá. F’yrir augnablik starði ungfrú Ethel Reed á mig undrandi, en mælti svo: “Þetta er framúrskarandi einkennileg spurning”. , “Ef eg hefði nokkur umráð yfir þér”, sagði eg, “þá inyndi eg nota þau til þess að aftra því, að þú hefð- ir nokkur mök rið þessa ungfrú Megson. Eg þekki liana nóg til þess, að eg veit að þú hefir alls ekkert gott af þvi, að hafa kunningsskap við hana. Og mér er nær að halda, að ef þú þektir hana eins vel og eg, þó við- kynningartími okkar sé ekki langur, þá myndir þú fyrirverða þig fyrir afnvel að nefna nafn hennar, hvað þá meira”. ; Klukkan hringdi nú í annað sinn óaflátanlega. | “Þetta er önnur viðvörun til min”, sagði ungfrú Reed. “En eg kæri mig ekkert, þó klukkan hringi nú sex sinnum, og þó afleiðingin yrði sú, að eg fengi skipan um að fara úr vistinni. En mig langar til að spyrja þig einnar spurningar: Hver er þessi leyndar- dómur, sem þú hefir fundið út viðkomandi ungfrú F’ranses Megson?” Hún færði sig nú alveg fast að mér og starði á mig spyrjandi augum. “Er það mögulegt, að þú — kvenmaðurinn — hafir ekki fundið það út?” spurði eg og lét sem eg væri alveg forviða. ^ “Eg hefi ekki svo mikið sem grun um það”, svar- aði hún. “Þá vil eg einungis ráðleggja þér, að vera vara vara um þig, — gefa henni nánar gætur, og þá muntu komast að hinu sanna, án þess nokkur segi þér það. Eg komst að því án nokkurrar aðstoðar”, bætti eg svo við. “Þú hefir of mikið af þessu leyndardómsfulla við þig og alt íkringum þig, til þess að það geti verið við mitt hæfi”. Að svo mæltu rauk hún út úr dyrunum og hvarf mér sjónum. Klukkan hringdi nú í þriðja sinn um leið og ung- frú Reed fór, og heyrði eg að einhver hefði mætt henni í ganginum og lét óþvegin orð ganga yfir hana fyrir það, að svíkjast um, og gjörði eg mér í hugarlund, aS það væri yfirkonan í eldliúsinu. Eg tók mér sæti á stól þeim, sem herra Johnsoa hafði setið á fyrri um daginn. Eg var þó ánægður að einu leyti: eg hafði þó komist í fyrstu rimina á stiga þeim, sem eg taldi sjálf- sagt að myndi lyfta mér til frægðar og frama. En að hinu leytinu var eg sár-óánægður yfir því, að eg hafði reynst óheppinn biðill; en þrátt fyrir það ásetti eg mér að lialda áfram og hætta ekki fyrri ea eg ynni sigur. XII. KAPÍTULI. Tvö á loftsvölunum. Eg hafði enga ástæðu til að vera órólegur út af fyrstu viðkyningu minni við Johnson. Mér hafði tek- ist að komast á réttan kant við hann. Hann virtist ver ánægður með hina fyrstu framkomu mína, og óað- finnanlegt var kaupið, sem hann hafði boðið mér. Eg taldi engan efa á, að eg væri kominn á rétta leið til auðæfa og metorða. Hvað verksvið mitt var, vissi eg óglögt. Eg vissi, að það var venja þessa mikla manns, að ráða í þjón- ustu sína hóp af fólki, sem svo oft og tíðum virtist hafa lítið eða ekkert að gjöra, og enginn fékk að vita nema lítinn hluta af því, sem gjörðist innan þessa hóps. Það var sem enginn vissi um gjörðir annars. Ef Johnson hafði í huga að úthluta mér eitthvert vist starf að leysa af hendi, þá vissi hann einungis um það sjálfur. Síðan félagi hans dó, var enginn, sem Johnson trúði nógu vel til þess, að láta vita leyndarmál sín með sér. Johnson var starfsmaður mikill; var ógiftur, ótti eng- an ættingja á lífi, svo menn' vissu til, og engan vin í heiminum. Hann lifði einungis fyrir sjálfan sig og starf sitt, er hann lagði svoddan framúrskarandi rækt við. Þegar fyrsti mánuðurinn var á enda, kallaði John- son mig inn á prívat starfsstofu eina, aðra en þá, sem eg kom inn í fyrst, er eg kom til hans; en jafn leynd- ardómsfull var sú stofa og hin, og alveg óskiljanleg mér að öllum útbúnaði. Starfi minn þenna fyrsta mán- uð var lítilfjörlegur og mest af tímanum vann eg innl á skrifstofunni. “Hérna hefir þú þá næstu mánaðarborgun þína”, sagði Johnson, um leið og hann afhenti mér banka- ávisan. “Ertu ánægður?”. “Með kaupið er eg það, en nieð vinnuna ekki”, svaraði eg honum. “Þetta likar mér vel”, sagði Johnson, “að ntean segi einsog þeim finst vera. En hvað þykir þér svo að verkinu?” “Það er ekki það, sem eg vonaðist eftir”, svaraði eg. “Eg hefði búist við, að lenda í ýmiskonar æfintýr- utn og jafnvel í liryðjuverkum”. “Þú átt mér að þakka’’, mælti Johnson, “að þú ert ekki nú á sjávarbotni. Þú starir á mig, einsog þú sért hissa á því, sem eg segi; en rend þú huga þínuin til baki^um tva*r vikur, — til næturinnar, þegar þú stóðst á bryggjunni niður við höfnina og starðir á skipið, setu var að leggja út. Þú stóðst þar ineð liendur i vösum, og virtist vera mjög hugsandi. Manst þú ekki eftir, a$ sjá mann ganga frá þér og upp bryggjuna, þegar þú snerir þér við?” GJQF Fyrir óákveðinn tíma á fólk vöi á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Stríí5skortit5 er naut5synlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vit5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Einnig er prentat5 aftan á hvert kort úpplýsingar um hinar ýmsu þjót5ir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjót5anna samanburt5ur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIR HEIMSKRIJfGLII PREMIUR. Brót5urdóttir Amtmannsins...^.. 25c. Ættareinkennit5 ..... 35e. Dolores ............. 35c. Sylvia ..............— 25c. Lára ............... 25c. Jón og Lára.......... 25c. Ljósavört5urinn ..... 35c. Strít5skort Nort5urálfunnar_ 35c. TheVikingPress, 729 Sberbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171 f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.