Heimskringla - 29.04.1915, Page 1

Heimskringla - 29.04.1915, Page 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS, BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOGUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 104. Nlgrht and Snn- day Sher. 2667 289 DONALD STREET, WINNIPEO. XXIX. AR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1915. Nr. 31 CANADAMENN GETA SÉR ÓDAUÐ- LEGA FRÆGÐ Á VÍGVELLINUM. Frá hafi til hafs um Bretaveldi hljómar nú frægðar orðið Canadamanna fyrir hina hraustu framgöngu þeirra við St. Julien norðan við Ypres Jarlinn Grey segir um þá: “ Fregnin um hina frábæru hreysti Canadamanna hefir gert J mig svo stoltan og glaðan, að eg get því ekki með orðum lýst” French sagði: “Þeir björg- uðu liðinu og héldu uppi heiðri Breta.” Tvívegis eða oftar hefir hann getið þeirra í skýrsl- um sínum. Hann segir: “They have preformed most brilliant and valuable service.” Farin eru nú tíðindi að gjörast á vígvöllunum í Flímdern og viðar. Eru þar nú bardagar ákaflega harð- ir. Það lítur svo út, sem Þjóðverjar hafi ætlað sér að hefna á Banda- mönnum fyrjr að taka hæðina “nr. 60” um daginn. Hafa þeir þvi safn- að nýju liði þarna á lítið svæði í Flandern, ba’ði norðan við Ypres og sunnan, svo að þeir hafa þar á fá- um miluin einar 400 til 500 þúsund- ir manns. Er það sagt, að Hinden- burg gamii sé þar kominn og með honum Vilhjálmur keisari; og sé svo, þá er ekki furða, })ó að ekki séu I>eir sparaðir þýzku hermennirnir núna. Það var á fimtudaginn var, hinn 22. apríl, sem kviðan kom á Banda- menn, sem voru norður af Ypres i Flandern. En til að skilja atburð- ina. verða menn að gjöra sér grein fyrir því, hvernig fylkingar stóðu. Norður af Ypres, einar 8—9 milur, er þorpið St. Julien; Þar voru Bret- ar og Kandamenn og stefndu víg- skurðir þeirra norður og vestur það- an, einar 2—3 mílur, á leið til Langemarck (Löngumerkur). Þar voru Frakkar og þaðan sveigðu víg- skurðir Bandamanna nærri beint vestur og voru þar Frakkar og Belg- ir. Langemarck var þvi norðaustur hornið á vígskurðum Bandamanna. Þarna réðust nú Þjóðverjar á bæði að norðan og austan, og það með ofsa miklum. Fyrst gekk áköf sprengikúlnahríð, sem skæðarign- ing væri. En er henni hætti komu Þjóðverjar i þéttum fylkingum: er. undan þeim fór önnur drífan; en það voru sprengikúlur, fyltar mec drepandi lofti, einhver clilorid- blöndun. Gat enginn maður lífi haldið eða uppi staðið, sem andaði lofti því að sér. Erakkar sem voru jiarna i horninu, stóðu þetta ekki. Fjöldi þeirra hafði fallið í sprengi- kúlnahríðinni fyrri; en þegar bessi eitursvæla gaus upp, er kúlurnar sprungu yfir höfði þeirra, þá urðu þeir, sem uppi stóðu, að flýja; en inúgurinn Þjóðverja á eftir þeim á hlaupum, og var þá hver Frakka drepinn, sem þeir komust nálægt. Ekki stöðvuðust Þjóðverjar fyrri, en þeir voru komnir einar 4—3 míl- ur vestur að Y’pres skurðinum mikla og ein sveitin þeirra komst yfir skurðinn við Steenstraate og náði fótfestu í þorpinu Lizerne vestan við skurðinn. öðru þorpi náðu þeir austan við skurðinn eitthvað milu og hálfa suður af Steenstraate. Og er þetta hér um bil beint vestur af Langemarck, á 4—5 mílna svæði. En j>eir héldu einnig eitthvað 3 milur suður, þegar garðurir.n Frakka og Belga bilaði allur fra Langemarck vestur til Steenstraate, og komust til Pilkem. Þá voru Kanadamennirnir einir eftir þarna í horninu, en óvin- irnir sóttu að á 3 vegu; að austan upphaflega, svo að norðan, þegar Frakkar létu undan i Langemarck; og þegar allur garðurinn bilaði til Steenstraate, snerust Þjóðverjar að þeim og komu þá beint að vestan. Þeir höfðu hörfað undan nokkuð á leiðina, til St. Julien, því að á- hlaup Þjóðverja voru æðisgengin að austan og norðan. Og eiturloftið kæfði margan manninn, sem ekki féll fyrir hríðum sprengikúlnanna handbyssanna. Og svo sóttu Þjt)ðverjar fast á þá, að þeir urðu að skilja eftir fjórar fallbyssur sín- ar. En nauðugir héldu þeir undan og tóku á móti Þjóðverjum með byssustingjunum, hvað eftir annað runnu þeir á móti Þjóðverjum. — Þegar á leið urðu þeir að snúa bök- unum saman og taka á móti þeim þannig. Hefði það staðið litlum mun lengur, hefði enginn þeirra undan komist. En þá kom varaliðið og rann á Þjóðverja að vestan og sunn- an og i gegnum fylkingar þeirra, eða réttara yfir þær, því enginn stóð þar maður uppi af Þjóðverjum, þegar þeir voru búnir að leika við þá. En þegar Kanadamenn fengu lið- styrk þennan, ])á fóru þeir að minn- ast fallbyssanna, og vildu ekki hætta fvrri en þeir næðu þeim aftur. Þeir runnu undireins á liinar þéttu fvlk- ingar Þjóðverja og voru úfrýnir. — Þýzkir hrukku undan, þeir sem ekki féllu; en Kanadamenn eltu þá yfir grafirnar, sem þeir höfðu tapað og yfir i grafir þær, sem Þjóðverjar ! höfðu áður og upp úr þeim aftur. f kviðu þessari féllu Þjóðverjar hundruðum saman, byssustingirnir hlífðu þeim ekki. Tóku Kandamenn þá fjölda mikinn af maskínubyss- um Þjóðverja; en Þjóðverjar komu stærri byssunum undan, með þvi að hleypa undan með hestana fyrir þéim á harða, stökki. Loks skildi með þeim og höfðu Kanadamenn þá drepið fjölda af Þýzkum og fangað marga, sem upp gáfust. , Það er sagt, að þegar Þjóðverjar réðust fyrst á Kanadamennina, þá hafi kúlnahríðin verið svo hörð, að þeir, sem uppi stóðu, voru allir tættir og rifnir, blindir og hálfkæfð- ir af ólyfjaninni úr eiturkúlunum; cn af mörgum leið það eftir nokk- urn tíma. Frakkar og Belgir náðu ! einnig nokkru af hinum fyrri stöðv- um sínum. En tvennar fara sögur uifi það, hverjir haldi Lizerne, þar , sem Þýzkir komust yfir skipaskurð- inn: segja sumir, að Belgir hafi náð honum aftur, en sumir, að Þýzkir haldi þeim stað enn, Allir lofa Kanadainennina fyrir framgöngu þessa, og hvergi hafði maður svo sézt á strætum Lundúna- borgar daginn eftir, að ekki töluðu menn um hina hugprúðu framgöngu Kanadamanna. Sama var á Frakk- landi. Frencli hershofðingi ]>akk- aði þeim opinberlega fyrir frammi- stöðu sína, og Georg konungur sendi þakklætisávarp til liðsins og til hinnar kanadisku þjóðar. — En dýrt var þetta. Á annað þúsund liðs- matina féllu þarna; og Þýzkir segja, að þeir hafi náð 1000 föngum; en bæði eru þær fregnir óáreiðanlegar, og hafi þeir náð föngum, þá hefir það verið af liði Frakka og Bclga. Hæáin “Nr. 60” — Þess hefir ekki verið getið áð- I ur, hvernig Bretar náðu hæðinni “Nr. 60” um daginn, suður af Ypres. Hún var eitthvað 200 feta há, og sléttur alt í kring. Sátu Þjóðverjar uppi á hæðinni og niður hana að suðaustan og norðan. En Bretar voru í gröfuin neðantil i henni að suðvestan. Það var mikið um það að gjöra fyrir Breta, að ná hæðinni, því þaðan mátti skjóta um landið í kring. Þeir tóku því það ráð, að sprengja hana upp og grófu löng göng inn í hana, meira en hálfa mílu á lengd. Voru þeir þá komnir undir toppinn, en svo langt í jörðu niðri, að hinir urðu ekki við varir. Þá grófu þeir til beggja handa undir viggröfum Þjóðverja, og voru göng þau hálf míla eða meira á lengd. Siðan lögðu þeir kynstur af sprengi- efni i 3 staði i göngum þessum. og voru nokkur ton af þvi í hverjum stað. Var það ný tegund sprengi- efnis, ákaflega sterk. Að því búnu kveiktu þeir í öllum námum þessum með 10 sekúnda millibili. Varð þá ógurlegur hvell- ur, svo’ jörðin skalf og nötraði, en þykur mökkurinn stóð í loft upp. — Kollurinn fór allur af hæðinni, hún hvarf og Þýzkir, sem á henni voru, hurfu með; sást ekki annað eftir af þeim en smástykki, sem niður féllu, alt tætt í Sundur. En víggrafir þær voru allar troðfullar af Þjóðverjum, þvi að hæ? þessi var kastali þeirra. 1 fjóra daga samfleytt voru Kan- í adamenn í slagnum þessum norður af Ypres við I.angemarck, Steen- straate og Pilkem, og stundum gátu þeir engan mat fengið i 24 klukku- tíma. Nú hafa þessar deildir þeirra, | sem börðust, verið látnar hvila sig, en aðrir komið í þeirra stað. Þjóð- verar skjóta enn eiturkúlum með kæfandi loftefni, en Kanadamenn eru farnir að sjá nokkuð við því. — Þeir komust að því, af föngum þýzk- um, sem þeir tóku, að Þjóðverjar tróðu bómull í nasir sér, er þeir gjörðu áhlaupin á eftir sprengikúl- unum eitruðu. Fóru þá Kanada- menn að binda klútum' um nasir sér og dugði það nokkuð. Áður var litt þolandi mílu eða mílu og hálfa frá skotgröfunum, sem kúlur þessar sprungu í, svo var þefur sá illur og magnaður. Er nú lag komið á fylkingarnar þarna norður frá. Og er norðaust- urhorn Breta við St. Julien, eitthvað 2 mílur suður af Langemarck; og aftur hafa Belgir náð Lizerne, vest- an við stóra skurðinn. Það, sem Þýzkir hafa grætt á öllu þessu, eru tæpar tvær milur frá suðri til norðurs og kannske undir þrjár mílur frá austri til vesturs. — Eða með öðrum orðum: þeir hafa þokað Bandamönnum aftur á 5 metra svæði af 900 metrg langri bar- dagalínu, frá Svisslandi og norður að sjó. En fullyrt er, að þeir hafi nú nýlega ba*tt fnllri millión her- manna við þarna á línu þessari. ()g búist er við, að þeir gjöri nú harðar kviður þarna Þjóðverjarnir. Við St. Mihiel í Ailly skógunum, 2: mílur suður af Mihiel, sem Þýzkir héldu, hafa verið grimmar orustur. Þjóðverjar höfðu búið þar mjög svo ramlega um sig; rekið niður 6 feta járnpósta framan við grafir sinar og fléttað á gaddavír svo flókinn, að ill-inögulegt var að klippa hann í sundur; en þéttur garðurinn á bak við af hraðskeytabyssum og marg- faldur. Þarna voru Frakkar að sækj a á og gjörðu sprengikúlnahríð og er sagt, að þeir hafi sent Þýzkum 20,000 sprengikúlur á nokkrum stúnduin. — Var þá skógurinn sléttur orðinn, sem gras væri slegið, vírgirðingarnar voru orðnar að smá hrúgum, sem rifgarðar í heyflekk, en enginn maður lifandi á þvi svæði. Iín ekki komust Frakkar fram alt fyrir þetta, þvi að ein röðin skot- grafanna tók við af annari. Þrír eía fjórir um einn. Norður af Y'pres á fimtudaginn réðust 2,000 Kanadamenn á 7,000 Þjóðverja, og voru Þjóðverjar í skógartoppum og sáu Kanadamenn engan. 500 yards þurftu þeir að hlaupa og einlægt chindi hríðin á |>á frá óvinunum, sein enginn sá; en i skóginn komust l)eir, grafirnar fundu þeir, fullar af Þjóðverjum; ofan í þær fóru þeir og neyttu flein- anna á byssunum og flýðu þá Þjóð- verjar þeir, sem ekki féllu. — Alt virðist vera nokkuð við sama á öllum austurkantinum. — Við Hellusund eru Bretar óð- um að lenda inönnum, á þrem stöð- um: Við Enos á landamærum Búlg- ara og Tyrkja: við gríska hafið, þar sem áin Maritza fellur í það; á öðr- um stað við Bulair á Saros-víkinni, þar sem skaginn er mjóstur, og sunn ar á skaganum, þar sem hann er breiðastur. Segja sumir þetta séu 100 þúsundir manns; aðrir 200 þús- und. En Jan Hamilton er foringinn, frægur úr Búastríðinu. í Eufratsdalnum upp af Persa- flóa hafa Bretar veitt Tyrkjum slag mikinn. Þar flýðu Tyrkir og létu eitthvað 5- 6,000. En í Armeniu og norðurhluta Persíu drepa Tyrkir í hundraðatali kristna menn, vopn- lausa, börn og konur og gamalinenni — 1,500 á einum stað og 2,000 á öðr- um. — IJpp er það komið, að sendi- herrar Þjóðverja i Persiu hafa ver- ið að reyna að koma Persum til að * * % GufuskipiS “Gullfoss" 230 feta langt, 33 feta breitt, 23*/2 feta djúft, ber 1200 tons; skríSur 12 sjómílur á kl. stund, hefir káeturúm fyrir nær 80 farþega, kostaSi hálfa míllíón krónur. Fór frá Leith þann 7. þ.m. fermt vörum frá Kaupmannahöfn til Is- lands, og hafÖi í þessari ferS sinni 1 7 farþega.. ViS reynsluna, er því var hleypt af stokkum, full smíSuSu, reyndist skipiS ágæt- lega, fullkomjega samkvæmt samningum og öllum vonum. snúast á móti Bretuin og gjöra á- hlaup á Indland. — ótal sögur ganga um. að her- skip Þjóðverja hafi verið á ferðum í Norðursjónum. En þó að þau hafi koinið út, þá hafa þau liklega skrið- ið inn aftur. Ein sagán er sú, að floti eða deild ein af flota Þjóðverja sé á leiðinni til Kanada, og muni sjást hér áður langt líður. — Byrjaðir eru Bandamenn aftur að skjóta á kastalana við Hellusund. Hófu hríðiua á sunnudaginn þann 25. En Rússar voru með flota sinn norðan við Bosphorus (Sæviðar- sund). Er fremur liklegt, að nú verði reynt til þrautar. Þriðja og fjórða liðstillag Kan- ada (Contingent) er nú kallað. Og H.iilu allir frá Manitoba og Saskat- chewan mæta að Sewell. Landar særðir. Fréttir segja, að þessir landar hafi særst i hinni voðalegu viðureign við Ypres: Kolskeggur Thorsteins- son og Maek Hermannsson, báðir frá YVinnipeg. Enn um Gullfoss ferðina Einsog sagt var frá í síðasta blaði, Þá hafði eg símað Eimskipa- félagi íslands, að hægt væri a'ð kaupa foftskeyta útbúnað í New Y'ork og koma honum fyrir á Gull- foss á fjórum döguin. Þann 21. apríl fékk eg svohljóðandi svar að neim- an: “Hegkjavik, April 21st T5. “.4rni Eggertsson, 204 Mclntyre Hldg, Winnipeg. “On acconnt no passengers al- lowed Halifux call eancelled. IVire t/ou numher passengers may hook Xew York. E im s ki pafé lay fslan ds ’ ’. Þar sem þetta skeyti mintist ekk- ert á, hvort þeir vildu gjöra nokkr- ar ráðstafanir viðvíkjandi þvi, að kaupa loftskeyta útbúnað i New Y'ork, eða ekki, þá sendi eg þeim eft- irfylgjandi skeyti: “Winnipeg, April 24th ’15. “Eimskipafélag fslands, Heykjavik. “Heply cable twentieth regarding wireless. American taws more more stringent than Canadian. — fíreat disappointment here, if no Canadian sailing. Eggertsson”. Vilhjálmur Stefánsson. Frá Ic.v Cape (íshiifða) við fs- hafið norður koina fregnir þær, að innfæddir menn hafi á veiðum sín- um séð hvítan mann hrekjast á ís- fláka miklum, og taka menn það sem sönnum fyrir staðhæfingu Hibbard Swenson félagsins í Seattle, að.Vil- hjálmur Stefánsson með tveimur fé- lögum hans hafi komist til YY’rangel eyjar. Einsog um var getið fyrir nokkru lagði skip félagsins út frá Seattle. Það var hvalveiðabáturinn Belve- dere, gufuskip. Og er það nú á leið- inni til YVrangel eyjar, og á að leita þar með ströndum fram, hvort þeir finni ekki YTlhjálm og félaga hans, Ola Anderson og Stork Storkinson. H. C. Hibbard, meðeigandi í íe- lagi þessu, sagði nú fyrir nokkrum dögum, að fregnir þessar hefðu ineiri þýðingu en margur ætlaði. Sagði hann að ís allan ræki þar vest- ur og væru þá meiri líkur til, að maður sá, sem Skrælingjar hefðu séð, hafi verið Vilhjálmur eða ann- arhvor félaga hans. En það, sem menn vissu seinast til Vilhjálms, var það, að hann rak á ísnum frá Collin- son Point, nálægt merkjalínunni inilli Alaska og Canada. Þeir reyna afí komasl tit til hans. Þegar Skrælingjar sáu 'manninn fyrst á isnum, var auður sjór all- langan spöl frá landi til ísbrúnarinn ar, þar sem hviti maðurinn var. — Þeir lögðu samt af stað til að rcyna að komast til hans. En vindur tölu- verður stóð af landi og rak ísinn fyrri undan en þeir gátu róið, og urðu þeir að snúa í land aftur. Skipið Belvedere er á rostunga- veiðum, en um leið á það að leita þarna um eyjuna að þeim félögum. Skip þetta ætti nú að vera um það að koma til Petropaulovsk á Kam- chatka. En það er tanginn, sem Rússar eiga og liggur suður af aust- urenda Siberiu. Þangað fara þeir með vöruflutning til rússneskra kaupmanna þar. Siðan halda þeir þaðan norður með ströndum Síberíu og norður i íshafið. Fyrir leitinni stendur einn félagi, er skipið á, Olaf Swenson. Hann hafði áður verið formaður eftir- leitarmanna sumarið sem leið, sem fóru til YY’rangell^eyjar og björguðu mönnunum, sem þangað höfðu kom- ist af Karluk. Á skipinu er skip- stjóri A. P. Joachimson, sem áður var á gufu-skonnertunni “King S: Winge”, sem þarna fór norður. Og sem svar upp á þetta skeyti fékk eg þann 29. apríl eftirfylgjandi símskeyti: “Heykjavik, April 27th ’15. “Árni Eggertsson, 204 Mclntyre Hldg., Winnipeg. “Hegret oiving contract Mar- cony Coinpany through Copen- hagen and otlicr reasans im/>os- sihle arrange Halifax cull. Eimskipafélug fslands”. l’tkoman á þessu er þvi sú, að Gullfoss kemur ekki við í Halifax, en býst við að taka eitthvað af far- þegjum í Ncw Y'ork, og ætlar félag- ið að tilkynna mér hvað marga þeir geta tekið, uin leið og þeir tilkynna inér timann, er skipið siglir frá Reykjavík vestur. Árni Eggertsson. Lestin þeirra fimtán þúsunó. Undanfarna daga hafa verklausir inenn verið að safnast hér i bæinn úr sveitunum i kring og næstu bæj- um. Heimskringla gat um hinn fyrsta söfnuð þeirra: en svo komu þeir aftur na*sta dag og leituðu eftir vinnu hjá bæjarstjórninni; en hún gat lítið gjört, en hafði þó lofað, að gjöra sitt bezta. Hinn 22. april kl. 8.30 f. m. fóru hópar þessara manna að safnast saman i norðurbænum, á Barber og Sutherland strætum. En daginn eða kveldið áður hiifðu kveldblöðin aug- lýst söfnuð þenna og hvatt menn til að koma í göngu þessa. Ekki voru það ensk blöð, heldur blöð útlend- inga, Austurríkismanan, Rúthena og Galla, og víst Jíýzk blöð. Þegar allmikill hópur var þar saman koininn, héldu þeir niður á Main St. og höfðu fána á lofti og var öðru megin ritað á: “IVorA* or Bread” (Vinna eða brauð), en hinu- megin : “We are not enemies of Can- ada” (Vér erum ekki óvinir Canr ada). Flest voru þetta vist nýlega komnir menn úr Mið-Evrópu, Aust- urríkismenn og Rúthenar. Skömmu fyrir kl. 10 talaði bæjarráðsmaður Rigg til þeirra. Voru þá saman- komnir nokkrar þúsundir þeirra. — Bað hann þá, að eyða flokknum og kvað gjört mundi verða í máluni þeirra það sem hægt væri. En for- ingjar þeirra tóku þá til máls og töluðu til þeirra á útlendum tunguin sem menn ekki skildu og héldu þeir síðan áfram ferðinni eftir Main St. Stansaði þá öll önnur umferð á Að- alstrætinu um tíma og héldu þeir á- fram og gengu fjórir og fjórir sam- hliða, en einlægt bættust hópar manna við. Þegar þeir komu til Hudson Bay sölubúðanna, voru þeir orðnir full 15,000 og tók þá 40 min- útur að ganga fyrir hornið á Broad- way stræti. Upp eftir því stræti héldu þeir, þangað til þeir komu til stjórnarbygginganna á Kennedy st. Þar námu þeir staðar og fyltu þar upp lotin, sem auð voru, gangstéttir og traðir. I.estin á göngunni náði yfir 20 blakkir. Alt fór þetta sið- lega fram. Þeir gengu þarna sem hermenn í fylkingu, og á 10 eða 12 raða millibili var einn, er laus gekk, sem, foringi og sá um, að sveit sín gengi sem reglulegast. Þetta og margt annað, sýndi hvað vel þetta var undirbúið. Þeir, sem á horfðu, sögðu að þeir hefðu gengið eftir hljóðfalli, og er það þó mjög óvana- legt hér. Vér höfum séð herfiokk- unum skjátlast það, sem hafa verið að fara í stríð, og hvað þá heldur öðrum. Hann hét Saltzmann, sem fyrir þeim var. Sótti hann sem þingmað- ur í norðurbænum seinast, en náði ekki kosningu. Sagði hann að Soc- ial-Demókrata flokkurinn i YY'inni- peg hefði staðið fyrir þessu. Þegar þarna var komið fóru þeir að leita á fuinl Roblins, en hann var á stjórnarráðsfundi. Voru þeir 40, er í aðalnefndinni voru. Mr. Roblin sendi þeiin orð, að þeir skyldu kjósa 3 menn og skyldi hann svo veita þeim áheyrn. Þetta gjörðu þeir, og voru kosnir: Saltzmannn, Kolesniuk og S.srota. Yrar klukkan 12. er þeir fóru inn til Mr. Roblins, og er svo að sjá, sent bæjarráðsmað- ur Rigg hafi verið ineð þeim. Með Mr. Roblin voru ráðgjafarnir Cold- well, Montague, Bernier og Lawr- ence. Saltzmann hafði orð fyrir þeinv og sagði, að miklir hópar manrta væru hér i sveltu og þyrftu bráðrar hjálpar við, og mundi það ráð hyggilegast, að láta nú föl lönd fylk- isins og stjórnarinnar (Dominion og Provincial Lands) og selja þau með vægunt kjörum, svo að fátækir sem ríkir gætu skorið upp af erfiði handa sinna, og lána þeim áhöfn á löndin og alt til búskapar. Mr. Roblin svaraði og kvað mál þetta eiginlega hevra undir bæjarr- ráðið; en kvaðst bera mikla sam- ltygð með þeim, cn í rauninni væri það scr um mcgn nú sem stæði. að ráða fram úr vandræðum þeirra. En ef að borgarstjórnin vildi taka upp málstað þeirra og fylgja honum fram við fylkisstjórnina, þá myndi I 'inn og stjórn fylkisins reyna að gjöra alt. sem í þeirra valdi stæði, til þess að hjálpa við málum þeirra. En hvað það snerti, að setja þá á löndin og leggja fram fé það er þyrfti til að sjá þeim borgið, þá væri það nýtt mál. En hann lofaði, að hugsa alvarlega um það, og sjá, hvað hægt væri að gjöra. Saltzmann hélt að til þess þyrfti ekki nema $20,000,000.00 — tuttugu milliónir dollara. Það er nú ekki mikið! Gullfoss flytur farþega til Islands. Nýmeðtekið símskeyti frá Eim- skipafélagi fslands scgir Gullfoss hafa siglt frá fslandi álciðis til Y'est- urheims þann 28. þ.m. og að skipið verði í New Y'ork þann 8. ir.aí. Skeyti þetta sem stílað er til hra. Árna Eggertssonar veitir honmn leyfi til þess að selja 19 farbrcf me'ð skipinu frá New York til fsland.s.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.