Heimskringla - 29.04.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.04.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. APRÍL 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3 yfir; og það er helzt það, að vér skiljum hvorki þá-tíð né nú-tið til hlýtar. Það er margt við þetta stríð sár-1 skerandi, og eðlilega tekur okkur j hér i Candaa sárast til okkar eigin j herinanna, og vita að það er satt, j að þeir hafa verið sviknir á ýnisu, { sem þeir þurftu með sér að hafa, og 1 heilsa þeirra og lif var og er í veði j fyrir,— þetta tekur út yfir alt ann-1 að! Það er sannað, að þeir hafa ver- j ið sviknir á skóm, skóm sem duttu i* sundur á fótum þeirra i bleytunni { og kuldanum aðeins eftir fárra daga brúkun; og þeir urðu að vefja fæt-{ ur sínar með ýmsu, svo sem drusl- um, pokum eða hverju, sem þeir gátu náð í, en var þó alveg ónýtt i snjó og krapi. Og ekki aðeins þetta,. — heldur hafa þeim verið fengnir til brúkunar ónýtir eða sviknir hest-! ar, og einnig falskir sjónaukar og gallaða'r bifreiðar. Að okkar kæra Canada skuli eiga svona inarga og magnaða svikara, er grátleg tilhugsun, svo grátleg, að öll hin canadiska þjóð hefir tilefni til að hneigja hiifuð sitt yfir þessari þjóðarskömm. Þjóðverjar, Austurrikismenn og afnvel liinir heiðnu Tyrkir eru allir heiðarlegir menn í samanburði við þessa canadisku svikara. Það ganga hér sumir svo langt, að kenna stjórninni á parti um þetta — en slikt er með öllu rangt, því það er ómögulegt fyrir neina stjórn,, með litlum fyrirvara, að ná fyrir' þetta alt i einu. En aftur á móti á hinn bóginn: sýni Ottawa stjórnin það ekki i verki, að hegna þessum þorpurum og það maklega, þá er á- stæða til að ávita hana. Það er alls ónóg, að láta þá borga nokkra dali, og fangelsi er of gott fyrir þessa pilta. Það á að gjöra við þá einsog gjört er við svikara á neyðar- og striðstimum. J— Eg játa, að hér hefir stjórn vor mikið og ilt verkefni fyr- ir hendi. En að hún refsi þessum mönnum að maklegleikum, er eini vegurinn, og með því einu og engu öðru getur hún hreinsað sig sjálfa. Fólk er hér með öllu ‘rasandi’ yfir þessu og biður óþreyjufult eftir endalokum. Það er engin furða, þótt almenn- ingur verði fyrir halla af svona pilt- um, sem skeyta hvorki um skömm né heiður, ef þeir aðeins geta fylt vasana með peninga, þá er þeirra tilgangi náð, jafnvel þótt þetta kosti aðra mestu eymd og volæði og stund um sjálft lífið. Að þetta er eitt hið argasta þjóð- armein hér i Canada, er efalaust, og þegar líka svona langt er farið, að svikja vesalings hermennina, þá loksins er timi til kominn að hreinsa til «g það vissulega og það með á- kveðnu verki. Sáning stendur nú hér sem ha>st og liklega. að hveiti sé nær öllu sáð nú; enda tíðin hin inndælasta og allur veturinn hinn bezti. Akrar eru með lang þurrasta móti, fyrir þenna tíma árs, enda hér snjólítið allan veturinn. Uppskera var hér í fyrra vel i meðallagi, og undraði jiað marga, eftir hina voðalegu hita, sem hér voru. En hinn góði þungi jarðvegur hér sýndi það einu sinni ennþá, að uppskeran reyndist betri en búist var við, og mikið betri en í sumum öðrum plássum. Hér við Sinclair mun hveiti hafa verið um 18—22 bushel af ekru; sumir fengu 25 og eins hátt og 28 bush. Það er sann- reynt, að þeir sem vinna akrana sérlega vel, fá það vel endurborg- að. Þetta er líka aftur eins á hinn bóginn. Læt eg við þetta sitja að sinni. Sinclair, 19. apr. 1915. A. Johnson. * * * Vér þökkum herra A. Johnson, frá Sinclair fyrir velritaða og skýra grein og tökum undir með honum, er hann ávítar þá, sem svikið hafa vörur þær, er hermennirnir áttu að nota. Það er óhæfa, scin ekki ætti að þolast. Það hefir margt verið ritað um þetta og rannsókn gjörð. En hvað skóna snertir, þá hefir niargt af því, sem um þá var sagt, verið borið til baka. Og úr skot- gröfunum hefir það borist, að her- mennirnir séu farnir að hverfa aft- ur að Kanada skónum, og kjósa þá heldur, en skó, sem. þeir fengu i staðinn frá Englandi. — Um kíkir- ana er það víst, að stjórnin var snuðuð um eitthvað í>,000 dollara, eða undir ]>að; og verður það ef- laust goldið aftur, hvað sem maður- inn fær. Það var lyfsalasveinn einn. — En Mr. Borden ávítaði þá þunglega á þingi, sem hlut áttu að þessu, þó að óbeinn væri. — Um hestakaupin er það að segja, að þar hefir einnig farið fram ströng rann- sókn, og verða hinir seku ]>ar óefað fyrir þungum búsifjum.— fíitstj. I UM EDINBURG OG LANDA. Það er æfinlega skemtilegt, að sjá minst á fslendinga i innlendum blöðum öðruin en íslenzkum. Mað- ur heitir Peer Strömme, norskur, og rithöfundur. Hann hefir farið um bygðir í Norður Dakota og skrifar| um ferð sína til Edinburg í blaðið 1 Normanden i Grand Forks. Þykir j honum inikið koma til bygðar þeirr- ar og bæjarins og telur upp framúr- skarandi Norðmenn. Blaðið Edinbnrg Tribune segir hann, að sé bezta smábæja-blaðið í [ Norður Dakota. En mest þótti hon-j um þó koma til íslendinga. Kveðurj hann þá talda mesta h^efileikamenn, — “the most inlelligent men of alt the people” — er* hann hefði séð af nokkurri þjóð. Nefndi hann til þá Stefán Eyjólfsson verkfærasala, Ben Hanson lyfsala. í húð hans sá hann G. .1. Erlendsson og kvaðst hafa átt erfitt með að slíta sig frá honum; þáði hann heimboð hans. Er kona hans systir síra Kristinns ólafsson- ar, frá Gardar og Mountain. Sagði hann að Erlendsson væri vel lesinn maður og hefði vel valda bókhlöðu. Þá sá hann og bróður hans, Eggert Erlendsson, fyrverandi ritstjóra blaðsins Tribune, er cinnig hefir verið þingskrifari; spáði hann að sá maður ætti framtið fyrir hönd- um. Á prentstofu blaðsins Tribune kveðst hann hafa mætt öðrum merk- mn fslendingi, sem skilið ætti, að um hann væri skrifað heilt bindi. i stað þess að geta hans með fáum orðum. Eitt þótti honum samt að, og það var, að hann kallaði sig Jón- as Hall. i staðinn fyrir Jónas Hall- grimsson. Þótti honum síðara nafn- ið fegurra og hæfa betur manninum. Hann hefði komið hingað uppvax- inn, lært málið og mentað sig á enskri tungu, svo að hann væri nú jafnsnjallur þeini, er beztir væru. Reyndar hefði hann ekki i öllu rétt fyrir sér, því hann væri hinn ramm- asti Demókrat. Hann hefði sótt uin þingmensku seinast og tapað, og hafi það verið tjón og skaði fyrir þingið og fólkið. Kveðst hann ætla að heimsækja Jónas og leggja á ráð með honum, hvernig hann eigi kosningu að ná, er hann freisti aftur hver sigra kunni í hinum pólitiska hildarleik. Máttarstoð Serbanna. Eða “ZABDROUGAS”. Eftir Adolphe Smith. (Lausl. þýtt). Það er einsog menn séu nú að mestu búnir að gleyma Serbunum, því að sjaldan heyrist nú um ]>á get- ið, og er þó margt merkilegt við þá. Það er að vísu fátæk þjóð og smá. En land þeirra er nokkuð stærra en Belgia og er gott land, þó fjöllótt sé og liggur á góðum stað undir suð- rænu lofti. Og mennirnir vitum vér hvernig eru: hraustir, hugprúðir og þrautseigir. — Vissulega getur hinn mentaði heimur seint fullgoldið Belgum fyrir að rísa öndverðir móti ofbeldistnönnnunum þýzku, og stöðva þá um stund, svo að þeir kæmu ekki að Frökkum eða Bretum óviðbúnum. Þvi að lítill efi er á því, að Þjóðverjar hefðu vaðið yfir Frakkland, ef að Belgar hefðu ekki mætt þeim í dyrunum. — Eji Serbar eiga líka þökk og heiður skilið fyr- ir að stöðva Austurrikismenn, sem óefað áttu að vaða yfir allan Balk- an skaga og taka höndum saman við Tyrkjann; og ef að þeir hefðu und- an látið, þá hefði Vilhjálmur verið sterkari nú, en reynd hefir á orðio. Þá hefði óaldarfélag það náð alla leið frá Eystrasalti suður að Grikk- landshafi. vfir Litl-Asíu og niður Eufratsdal ofan við Persaflóa, og Arabíu alla austan Rauðahafsins. -t- Hefði þannig til gengið, sem vafa- laust hefir verið áformað, þá hefði Vilhjálmur staðið nær því, að verða drottinn heimsins, en margur hefir ætlað, enda fáir um vitað. Og sé nú erfitt, að brjóta þá á bak aftur, Þjóð- verjana, þá hefði hitt þó verið hálfu þyngra og máske lítt vinnandi. En þarna stöðvuðu Serbar árásina Austurrikismanna suður. Og við það fengu Rússar tíma til að búa sig og koma saman herskörum sin- um. Og það sem meira var: Serb- ar hrundu Austurríkismönnum af höndum sér. Forfeður Belga þessara, sem nú Guðný Pálína Pétursdóttir Davidson. Fædd 5. des. 1879, dáin 18. apr. 1915 að heimili sinu í Baldur, Man., frá eiginmanni og sjö börnum. Siinnudagsmorguninn siðsta, — er sól rann af hafi, — bárust mér orðin til eyrna sem anduörp i'ir gröfum; raunaorð sorgar og sviða, sársauka-orðin, orðin, sem gáfu mér grátinn: “Guðný er dáin!” Alda reis ei fyrir longu frá óþektu hafi. fíar sú á braut með sér héSan barn hennar yngsta. Nú fær hún um það að annast, og örmum að vefja. Sælt er það barn, sem að blundar við brjóst sinnar móður. Aldrei eg áður hef litið. — nm æfinnar daga, — jafnmarga saknendur syrgja sofandi ástvin, jafnmörgum blessuðum börnum brjóstvirki fallið, ellegar ekkjumann siaddun i eins miklum vanda. Eg leita i huga mins heimi og hjarta míns fylgsnum, eg leita að bót, sem að bæti böl yðar hjartna. Drottínn! Eg finn mína fátækt þins fulltingis leita: Sendu nú hjörtunum huggun hugunum svölnn! Eitt veit eg, ei er hún fjarri ástvina hópnum. Ein mun hún vaka á verði, þá vinirnir sofa; klappa um koll þeirra og vanga og hvarmana strjúka, birtast i bliðunni’ á kvöldin og brosinu morgunns. fíörnin sin blessuð hún annast með bænum og hjúkrun. Ástvininn ástrika man hún aldrei sem þreyttist. Systur, er þarfirnar þekti, og þögnina skildi. Alla, sem að henni stóðu, hún elskar og þakkar. Eins veit eg, að henni fylgja út yfir dauðann, — sívígðar sorgum og vökum, siþvegnar tárum, bornar i brjóstunum lengi i bliðu og striðu, — hcilar og hjartnæmar þakkir harmandi vina. Höfuð mitt hnegi eg klökkur, er hverfurðu burtu. Pín vegna þó er það ekki, að þrauta eg kenni. Sé eg þig laugast i Ijóci lifgjafans mikla utan við einveldi Mána i útveldi Sólar. JónaS Porbergsson. tóku á móti Þjóðverjum, voru her- skáir menn, og þegar Spánverjar vildu kúga þá á miðöldunum og héldu öllu landi þeirra, þá hrundu þeir þeim af sér með harðfengi miklu. En nú voru Serbar lengi búnir að sitja undir kúgun Tyrkja. Einlægt frá því þeir biðu ósigurinn 5. júní 1389 fyrir Murad I. Tyrkja- soldáni. Og svo var kúgunin þung, að þeir gátu ekki hreyft sig fyrri en 1804; þá fóru þeir að risa upp; en ekki var landið laust við Tyrki fyrri en 1867. Þá varð hinn seinasti her- maður Tyrkja að hörfa úr hinum seinasta kastala Serba. Og þarna var búið að þrælka Serba í 500 ár. En núna hafa Serbar staðið af J3 V \ : ^_ V0R NÆRFÖT / /:• / I tvennu lagi eða samföst / íJ \ $1.00,1.25 til 2.50 parið /xV / / /Stanfields / / White & Manahan, Ltd. /^UMDERWEARr / 500 Main St. - Winnipeg sér hverja hríðina á eftir annari seinustu 2 árin eða 3. Fyrst unnu þeir sigur á Tyrkjum; svo slógust Búlgarar upp á þá; en þeir börðu þá af sér. Og núna seinast tóku þeir á móti Austurríkismönnum, sem með ofurefli liðs ætluðu að vaða yf- ir lönd þeirra og merja þá undir hælum sínum. En á inilli stríða þess ara hafa þeir aðeins fengið fárra vikna hvíld,— til að rétta úr sér, og græða sárin, sem þeir hafa feng- ið í hverju þessara striða. Greinarhöfundurinn, Mr. Adolphe Smith, ferðaðist um Serbíu til að kynna sér hag landsbúanna; hætti þeirra alla,' venjur og heimilislíf. Var það gjört til þess að komast að, hvernig stæði á þessari þrautseigju, þolgæði og hreysti, sem þeir hafa sýnt. En nú er eins varið með þjóð- ir sem einstaka menn, að það liggur sjaldnast á yfirborðinu, sem stýrir breytni einstaklinganna eða heilla þjóða, og þarf oft djúpt að grafa til þess að finna undirstöðu eða upp- runa aflsins og þróttsins. Serbar hafa marga siðu, sem þeir hafa geymt frá fyrri timum, og má af þeim þekkja þá, sem eru af serb- nesku kyni, þó að þeir séu þegnar annara ríkja eða blandaðir innan uin aðrar þjóðir, og jafnvel þó að þeir hafi kastað trú sinni. Enn þann dag i dag kannast hinir grísk-kat- ólsku Serbar við frændur sina róm- versk-katólsku Serbana í Croatíu og Austurríki og Mahómetstrúar menn- ina í Bosniu. En hjá þeim er þó margt farið að úreldast, sem Serb- um öllum var sameiginlegt áður. En bezt hafa hinar fornu venjur og hætt ir þeirra geymst í horninu milli fljótanna Save og Dónár, þar sem borgin Belgrad stendur (Belagarð- ur). Annars eru Serbar dreifðir um Serbíu, Bosníu, Herzegóvínu, suð- austur Ungarn og Makedóníu. Sextíu ára baráttu urðu þeir að j heyja áður en þeir gætu losað land j það, sem nú kallast Serbía, undan j Tyrkjum. Margir hafa um það skrif- að, en tæplega hefir nokkur þeirra ! getið Jiess, sem hvað mest efldi þá i baráttunni við T.vrkjann. Það er j margt. sem hefir stutt þá og hjálpað ; þeim, svo sem trúin og klaustrin og j venjur ýmsar; sumar að meiru eða | minna leyti heiðnar. Þetta alt hefiri haldið þjóðartilfinningunni vakandi og lifandi. En það, sem mest er i varið,— það sem mest af öllu hefir styrkt þá í öllum þeirra þrautum, er Zardrouga. Eg vissi eiginlcga ekki, hvað það var, fyrri en undir það seinasta, þegar eg var að ferðast á milli [ þeirra. Þá fyrst fór mer að verða j ljóst, hvaða félagsskapur eða fyrir- { komulag þetta var. Þessi Zardrouga, as, sem eg heimsótti, var nálægt brautarstöðinni Utilli, er Mladenove hét, skamt frá þorpinu Yagnillo. — Þegar eg kom þangað, fór eg að spvrja um, hvað þorpið væri stórt. Var mér þá svarað að þar væru 342 skattgjaldendur. Svo bætti þá annar sem eg heimsótti, var nálægt 2,000 ibúar. Þarna voru aðeins 50 menn eða einstaklingar, sem áttu part af landi eða lóð. Allir hinir lifðu eða heyrðu til svo og svo mörg- um Zardrougas, sem nú skal betur skýrast. Það er líkt hinum rúss- nesku sveitarfélögum, er nefnast iV/ír, en er minna og nokkuð öðru- vísi. Mir er sameignarfélag. og geta i einu Mir verið heilar sveitir eða mörg þorp. En í Zardrougas er að eins ein fjölskylda. En hvoru- tveggja er sameignarfélag (com- munisme). Og þó að Zardrouga sé minna félag, þá er það þó miklu betra, miklu traustara, vinnur alt miklu betur. Og þetta Zardrouga er það, sem bjargað hefir Serbum i baráttu þeirra. Hið rússneska Mir er inikið lik- ara sameignarfélagi en Zardrouga, Mir Iætur sér ekki nægja, að meiri hluti atkvæða ráði. Þar má ekkert gjöra, nema öll atkvæði séu með þvi. skyldunnar og lætur hvern og einn hafa af eignunum eftir þörfum. — Það er að segja, svo framarlega sem (Niðurlag). Skrásetning Kjósenda í GimJi Kjördæmi: Hér meTS gefst til kynna at5 sim- kvæmt kosningarlögum Manitoba, hef- tr veriö ákvetiitS atS auka vitS og leitS- rétta kjörskrá hinna ýmsu kjördæma fylkisins. Umsóknum um atS komast á kjörskrá, og aö fá nöfn strikutS af kjörskránni og ötSrum leitSréttingum, vertSar veitt móttaka á þeim stötSum og tíma sem fylgir: Á Mánudaginn, 5. Maí, í húsi Frank Szcuski, á section 13-18-3 east, frá kl. 12 nón til kl. 5 e.h. Á Fimtudaginn, 6. Maí í húsi Alberts Thiörikssonar á section 28-18-4 east, frá kl. 10 f.h. til 4. e.h. Á Föstudaginn, 7 Maí, á skrifstofu B. B. Olson, Gimli, frá kl. 10 f.h til 5 e.h. Á Laugardaginn, 8. Maí, í húsi J. Adams Haas, á section 17-20-4 east, frá kl. 12 nón til 5 e.h. Á Mánudaginn, 10. Maí, í húsCjohan Franz, á section 22-20-3 east, frá kl. 12 nón til 5 e.h. A ÞritSjudaglnn, 11. Maí, á Arnes Póst húsi frá kl. 12 nón til 6 e.h. Á Miövikudaginn, 12. Maí, á Hnausa ! Póst húsi, frá kl. 12 nón til 6 e.h. A Fimtudaginn, 13. Maí, í húsi John {fordal, Geysir, frá kl. 12 nón til 5 e.h. Á Föstudaginn, 14. Mai, í Town Hall, Icelandic River, frá kl. 10 f.h. tl! 5 e.h. Á Mánudaginn, 17. Maí, á Hecla Póst i húsi, frá kl. 10 f.h. til 12 nón. A ÞritSjudaginn, 18. Mai, í húsi P. Sagasawski, á section 20-23-3 east, frá I kl. 2 e.h. til 5 e.h. Á MitSvikudaginn, 19. Maí, á Arborg Póst húsi, frá kl. 12 nón til 6 e.h. Á Fimtudaginn, 20. Mai, á Vidir Póst húsi, frá kl. 11 f.h. til 5 e.h. Á Laugardaginn, 22. Maí, á Fisher RiverPóst húsi, frá kl. 12 nón til 3 e.h. Á ÞritSjudaginn, 25. Maí, á Rembrandt Póst húsi, frá kl. 10 f.h. til 4 e.h. Á Mitivikudaginn, 26. Maí, í húsi Stefan Melnick, Meleb, frá kl. 10 f.h til 4 e.h. Á Fimtudaginn, 27. Maí, á Municipal Office, Krusburg, frá kl. 10 f.h. til 3 e.h. Á Föstudaginn, 28. Maí, í húsi John Pattenk, á section 25-19-1 east, frá kl. 12 nón til 4 e.h. Á Laugardaginn, 29. Mai i húsi John Hruczewe, á section 35-20-2 east, frá kl. 12 nón til 4 e.h. Hra. B. B. Olson, frá Gimlí hefur veriö valin skrástjóri og vertSur ats hitta á fyrnefndum stötSum á þeim tíma sem átSur er sagt, frá kl. 12 á.h. til kl. 6 e.h. og frá kl. 7 e. h. til kl. 9 e. h . nema otSruvísi sé tekitS fram hér atS ofan, en í löggiltum bæjum og þorpum vertSur timinn frá kl. 9 f.h. til kl. 1 e.h., kl. 2.30 e.h. til kl. 6 e.h. og kl. 7.30 e.h. til kl. 9 e.h. ASeins þeir sem ekki standg skrátSir á nýjustu kjörskránni, enn sem hafa fullan rétt aö vera á kjörskrá, sam- kvæmt kosningar lögum Manitoba, þurfa að koma á skrásetningar staöinn eöa þangatS esm kjörskrain vertSur 1 endurskotSuö, til þess ats fá nöfn sín 1 þannit5 skrátS. Kjósendur geta sókt um skrásetningu á hverjum þeim statí sem atS ofan er nefndur. EndurskotSun kjörskránna vertSur atS Gimli, bæjarrátSshúsinu, Föstudaginn, 11. Júni, og atS Arborg, í skólahúsinu, ÞritSjudaginn, 15. Júní, 1915, byrjats kl. 11 f.h. og stendur til kl. 6 e.h." um há- degi vertSur hlé til bortShalds. Á jsess- um stötSum vertSa íhugatSar allar beiö- nir sem gjöröar hafa veriö ti! skrá- setningar stjóra, og aörar umsóknir um aö komast á kjörskrá, sem þar kunna I fram aö koma. Dagsett á skrifstofu fylkisritara, 26 dag Apríl mánaöar, 1915. JOSEPH BERMER, Fylkisritari. The Liquor License Act 1 HE following: applications for renew- als of Hotel licenses have been re- ceived and will be considered by the Board of License Commissioners for license District No. 4 at Winnipeg, in the Office of the Chief License Inspect- or , No. 261 Fort St., at the hour of 2 p.m. on Thursday the 20th. day of May A.D., 1915, By Thomas Shore for the Como Hotel at Gimli, Manitoba. By Mable M. Hun- ner for the Lake View Hotel at Gimli, Manitoba. By The Beach Attractions, Limited for the Empress Hotel at Winnipeg Beach. By John Dew for the King Edward Hotel at Winnipeg Beach Dated at Winniptg this------day of April, A.D., 1915. JAMES ARGUE, Chief License Inspector, *----------------------------* Getið þess að þér sáuð aug- I lýsinguna 1 Heimskringlu *----------------------------* Hospital Pharmacy Lyfjabuðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar jim- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474 CARBON PAPER ior TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. ™? D0MINI0N BANK Horni >Tolre Dame ng ^hrrbrookc Str. l(hfubMAI) opph...........» «.000.000 VnraaJObur................» 7.<MH»,0O0 .4llar etirnlr............»7S.OOO,000 Vér óskum eftir vibsklftum vert- Junarmanna og ábyrgumst ab gefa þeim fullnœgju. Sparisjóbsdelld vor er sú stsersta sem nokkur bankl hef- ir i borginni tbúendur þessa hluta borgarinnar ^óska aí skifta vitJ stofnun sem þeir vita aó er algerlega trj'gg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrJiU spari innlegg fyrir sjálfa víur,’1 konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður l’HONK GARRY 34W) Hemphiil’s Americas Leading Trade School Aðal skrifMtofa 043 Maln Street, A\ innlpeg. Jitney, Jitney, Jitney. ÞaÖ þarf svo hundruSum skiftir af mönum til a* höndla og gjöra við Jitney bif- reiöar, arösamasta starf í bænum. Aðeíns tvær vikur nauðsynlegar til að læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér að velja stöðu eða að fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú að myndast til þess að vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess að svo hundruðum skiftir hafa farið í stríðið, og vegna þess að hveiti er í svo háu verði að hver Traction vél verður að vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn i Winnipeg. Lærið rakara iðnina í Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgað á meðan þú ert að læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja Við höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Við kennum elnnig Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einni lærigrein til anarar án þess að borga nokkuð auka. Skrifið eða komið við og fáið okkar fullkomið upplýsinga- Hemphill s Barber College and and Trade Schools H«*ad Offlcen «43 Maln St„ Wlnnlpeg Branch at Regina. Sask. Og oft er þnð, að það tekur inörg ár til að gjöra út um mál eitthvert, eins og til dæmis, að skifta landinu i smábletti til ræktunar. Þar er frelsi einstaklingsins ótakmarkað, — en stundum verður stjórnin lítil. En i Zardrouge félögunum eru aldrei at- kvæði greidd. Þar ræður einstakl- ingarinn litlu eða engu. Þar ræður húsfaðirinn öllu. Bókstaflega tekio, er það þvi nær einveldi en saineign- arfélagi, og þó er það saineign. Og alt er miðað við það, að gjöra sem bezt fyrir alla, sem í þeim félagsskap eru. En það væri ómögulegt, ef all- ir ættu jafnan hlut i eignunum. Höfðinginn eða húsfaðirinn stýr- ir eða stjórnar öllum eignum fjöl- BÆNDUR Sendið okkur Smjör, Egg, Hænsni 88888aK888888a»i:88sa::«»«««»::»aöan«ö»a« » » » « n u n n « » u u « V, » » « » » » »» Við skulum kaupa allt sem þið sendið eða selja það fyrir ykkur sem haganlegast og setjum aðeins 5 per cent. fyrir. Með þessum hætti geta bændur selt afurðir bús síns svo lang haganlegast, en það eru fáir bændur sem ekki Jifa nærri stór- bæunum sem hafa notað sér þennan stórkostlega hagaeð. Reynið okkur það borgar sig. Skrífið eftir verð-slcrá. D. G. McBEAN C0. 241 PRINCESS STREET — WINNIPEG, MAN. 888888888888888888 8881188888888888888

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.