Heimskringla - 29.04.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.04.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. APRIL 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 7 Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga Til glímukappans Jóhannesar Jósefssonar (Orkt i tilefni af komu hans til Vic- toria, B. C., í janúar 1915L /. Velkominn á vesturströnd Vikingannd jafni, undir þig sem lista-lönd leggur í fslands nafni! Trú á mátt og megin þinn mikinn styrk þér gefur, sýnir það hver sigurinn, sem þú unnið hefur. — A'ð hafa trú á sjálfum sér og sínum fyrirtækjum oftast góðan ávöxt ber; ávalt slíkt þvi rækjum. — Frónska glimu gjörðir þú góðkunnuga þjóðum, svo fræg þið eruð orðin nú á iþróttanna slóðum. Þessa iþrótt ættarlands yngdir þú og bættir; þakkir sérhvers samlandans svo þú skilið ættir. Snarleik, kjark og afl þú átt, einnig sjón mjög skarpa; frækinn oft því lagðir lágt leikfimustu garpa. Sjálfs-vörn þin svo orðlögð er, að allir taka’ i strenginn, þann, að gull í greipar þér géeppur sæki enginn. Afreks-verk þín á það bert íslendingutn benda, að glíminn þú sem Grettir sért og Cwimnar á Hlíðarenda. Þú öllum skýrir ítum frá íslendingur sértu, svo Cwurðars-ey þvi græði á að garpur mikill ertu. Hvar sem þú um foldu fer, frægi fslands mögur, ávalt gæfan unni þér yndisleg og fögur. J. Ásgeir J. Lindal. * * * l II. Aldrei vertu íslands-þjóð eftiruatur hinna meðan iðar eldheitt blóð i æðum barna þinna. Þó efldar hetjur ættir þú í okkar fornu sögum, þær engu’ að síður eru nú enn á vorum dögum. GARLAND & ANDERSON A.rni Anderson E. P. Garlanð LÖG FRÆÐING A R 401 Electric Railway Chambers. PHONE MAIN 1661 SKA UTAR SKERPTIR SkrúfaTSir etta hno?5aT5Ír á skó án tafar^ MJög fín skó vit5ger?5 á meö- an þú bíóur. Karlmanna skór hálf botnaöir (saumaö) 16 mínútur, gúttabergs hœlar (dont slip) et5a let5ur, 2 mínútur. STEWART, 198 Paelfle Ave. Fyrsta búti fyrir austan aöalstræti. JOSEPH J. THORSON ISLES’ÍKia LÖGFRÆÐINGIJR *rltun ■ Campbell, Pitblado A* Compang Farmers ’ Building. Phone Muin 7540 Winpipeg H. J. PALMASON Charthrkd Aocountant Phone Main 2736 807-809 SOMERSET BUILDING Dr. G. J. GISLASON Phystelan and Sorgeon Athygll veltt Augna, Eyrna o* Kverka Sjúkdömum. Aeamt lnnvcrtle ejúkdómum og upp- ekurBl. 1S Sonth 3rd St., Grand Forka, If.D. D r. J. STEFÁNSSON M1 Boyd Bldgr., Cor. Porta*e Ave. ng Edmonton Street. Stundar etngöngu augna, eyrna, nef og kverka-ejúkdðma. Br aC hltta frá kl. 10 tll 12 f. h. og 2 tll 6 e. h. Talalml Maln 4742 HelmUli 109 Ollvta St. Tala. G. 231R Talefml Maln 5302. Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR I Suite 313 Enderton Block Cor Portage Ave. og Hargrave St. Dr. S. W. AXTELL CHIR0PRA0TI0 & ELE0TRI0 TREATMENT. Engin meðul og ekki hnlfur 188y2 Portage Ave. Tals. M. 3298 TakiÖ lyftivélina upp til Room 608 E. J. SKJÖLD DISPEIfSING CHEMIST Cor. Welllngrton ond Simcoe Ste. Phone Garry 430S Wtnnlpeg. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinn. Hver, sem heflr fyrir fjölskyldu aö sjá eða karlmatSur eldri en 18 ára, get- ur tekití heimilisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandi í Man sækjandi veróur sjálfur at5 koma á itoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrifstofu stjórnarinnar, etiá und- irskrifstofu hennar í því héraöi. 1 um- boói annars má taka land á öllum landskrifstofum stjófnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meö vissum skil- yríum. SKYLDUR—Sex mán&Öa ábúÖ og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa met5 vissum skilyrt5um innan 9 mílna trá helmilis- réttarlandi sínu, á landi sam ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmilegt Ivöru- hús veröur aó byggja, aö undanteknu þegar ábúöar skyldurnar eru fullnægó- ar innan 9 mílna fjarlægö *.á öóru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöuní getur góöur og efnilegur landnemi fengió forkaups- rétt á fjórt5ungi sectíónpr meófram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaöa ábút5 á hverju hinna næstu þriggja ára eftir ao hann befir unnió sér inn eignar- fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktaó 60 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- ?e« um lei® °& hann tekur helmlllsréttarbréfiö. eu bó meS vlssum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur helmllls- rétti sinum, getur fengiö helmlllsrétt- arlahd keypt í vissum héruBum. VerB $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDIIR______ VerBur aB sitja á landiriu 6 mánuBi af hverju af þremur nœstu árum, rœkta 60 ekrur og relsa hús á landinu, sem er $300.00 virBi. Bera má niBur ekrutal, er rœktast skal, sé landiS óslétt, skógl vaxiB eBa grýtt. Búþening má hafa á landinu 1 staS ræktunar undir vissum skilyrSum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. BlöB, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrlr. T OKUÐUM TILBOÐUM tekur undir- t- ritaSur á móti, merkt: “Tender for Drill Hall, Calgary, Alberta,” upp aB kl. 4.00 e.h. á þriSjudaginn 25. maí, 1915 um ofangreint Drill Hall, Calgary, Alta Upplýsingar, uppdrættir og samnings form geta menn fengiB meB þvi aS snúa sér til Mr. Leo Dowler, B.esident Architect, Calgary; Caretaker of Pot?t Office, Edmonton, Alta; Mr. Matthews, Kesident Architect, Winnipeg, Man.; Postmaster, Brandon, Man. Engum tilhoBum verBur sint, er ekki eru gjörS eftir formi því, sem stjórnin leggur tii. Umsækjandi verBur aB skrifa sitt fulla nafn, atvinnugrein, heimili, osfrv. meS tilboSi hverju fylgi bankaávísan, aB upphæði einn tíunda tilboSsins, til ráBgjafa verkamála deild arinnar. Tapar umsækjandi því, uppfylli liann ekki samninga samkvæmt tilboBi. Verói tilboBum hafnað, er ávísanin endurs'end. Deildín skuldbindur sig ekki til aS hæsta eSa lægsta tilboSi. R. C. DESROCHES, ritari. Department of Public Works Ottaw'a, 13. apríl, 1915. BlöBum verBur ekki borgaB fyrir aB flytja þeífsa auglýsingu án leyfis frá þessari dcild. —77738 íslenctingum gæfan gaf góða’ og hrausta syni, er sýna ljóst þeir eru af allra bezta kyni. Þeir hopa ei á hæli’ í þraut, um hættuna er þeim sama, og sér þeir ryðja breiða braut sem berserkir — til frarna. Einar Brynjölfsson. * * # III. Þú ert kominn af norrænni kappa- þjóð, og knálegur ertu á velli; í æðum þér rennur liið íslenzka blóð, og alla heims-kappa þú fellir. — Eg sé það mjög glögglega, Ijóshærði landi, að lifir í brjósti þér Víkinga andi. Elinborg Sivertz. * * * IV. Velkominn, Jósefsson, vertu os hér; virðing réð félag vort hljóta. “fslendingur” er svo upp með sér samveru þinnar að njóta. Þó tímin sé stuttur og takmarkað ráð tölur að flytja og kvæði, samt verður minning þin sannlega tjáð, sett og í gjörðabók félagsins skráð. Síðar meir söguleg fræði. Frú þina’ og börnin fengum vér séð, fyrir þitt tilstillið góða. Hana að líta og hafa hér með, og hana svo velkomna bjóða. Fyrst var hún allra af föðurlands- storð á fundi hér reisandi kvinna. Félagið okkar fær á sig orð fyrir að geta haft við sitt borð flokk þennan félaga þinna. Til lukku og blessunar lánist þér vel í leikhúsum íþróttir reyna. Heimsfrægur orðinn, það heiður eg tel; hugsar því enginn að leyna. Stoltir vér erum af starfinu þin, stærum oss af þér og hinum. Heiður og þakkir hafðu hér mín, með henni, sem veitti þér fylgdina sín, og stórhuga, starfandi vinum. Signrður Mýrdal. Lærið Dans. Sex lcxtur grera yínr fullkomnn ojcr kontar $r».00 — PRIVAT til- höku elnnlega.— KomiK, slmiö, HkrlflQ Prof. osr Mrs. E. A. WIRTH, 308 Kem- Ington Block. Tal- Ntmi M. 4382. Serbía. 1-- • (J\'iðurlag). En nú þarf að fara að senda allan þenna hóp cða alla þessa hópa út á landið aftur, hvern til heimila sinna. Til þess að gjöra það, þarf að mynda félög, því að Serbastjórn- in hefir nóg að gjöra, að húa út og sjá fyrir hernum. Þar þurfa þeir að hafa hvern einasta mann, sem vopn getur borið, ef að óvinirnir ennþá einu sinni skyldu ráðast inn í land- ið. Það hafa þvi verið myndnð fé- lög bæði i Ameriku og á Bretlandi til þess að safna matvælum, verk- færum, korni og útsæði, og yfir- höfuð öilu öðru, sem það þarfnast, jetta aumingja fólk, til þess að geta reist bú að nýju og bjargað sér sjálft. Serbnesku bændurnir eiga löndin og búin sjálfir og eru nú þegar hóp- arnir komnir á stað aftur til að vitja búa sinna, og fara þeir — eða þær réttara — i stórum lcs'tum yfir land- ið. En hættan er mikil, að fólkið hrynji niður af hungri. Yfirvöldin geta aðeins fætt þá, sem eru næFri hinum stóru hermannabúðum, þar sem herdeildirnar liafast við. Þegar því búið er að safna nógu bjargræði handa fólkinu, þarf að fá menn, sem vilja gefa sig fram til iess, einkum þá, sem þekkingu hafa á jarðrækt og verkfærum, til þess að úthluta þessu, fara á milli fólksins og leiðbeina þvi og hjálpa. Væri ósk- andi, að einhverjir af jarðyrkju- skólum Ameriku, ungir menn eða stúlkur, gæfu sig fram til þessa. Það þarf að hjálpa bændunum til að byggja alténd bráðabirgðar- kofa; hjálpa þeim til að plægja og sá í jörðina, og svo að hafa stöðugt eftirlit ,svo að fólkið devji ekki úr hungri, eða dragi af því, svo að það veikist og deyji úr einni eða annari farandsýki. 1 Serbiu hafa konurnar a’finlega gjört mikinn —- kannske meiri hlut- ann af verki því, sem unnið er á hverjum bóndabæ; og í bessum iremur seinustu striðum, hafa þær einar haldið búunum við; unnið alt sem vinna þurfti, cins vrl og þegar feður, bræður, eiginmenn þeiira voru heima, að vinna að búinu. — Haustið sem leið sá maður sá, er letta ritar, um uppskerutímann kon- ur bændanna skera og stakka maís- stengur allan daginn fram á kveld og jafnvel við tunglsljós. Og á spít- ulunum heyrast hermennirnir oft- ast kvarta um það eitt, er striðið hafi ilt i för með sér, að það skidi vera orsök til þess, að allar þessar byrðar leggist svona þungt á k'-nur þeirra, — einkum um uppskerutím- ann þegar þeiin lá svo mikið á 'V'c vera heima. Öllu því, sem hægt er að sá i Bandarikunum, er hægt að sá i Ser- biu; á löndunum meðfram ánum og lækjunum þar er frjómagnið svo af- ar mikið. En auk þess að vinny að landinu og jörðinni, vinna konurnar að öllum inniverkum; þær prjóna, spinna, vefa, bródera, og búa til kniplinga. Á hverjum einasta bónda bæ er dálitill vefstóll. Eftir stjórnarskýrslum eru nú í Serbíu, auk innbúa landsins, þús- undir flóttamanna frá Bosniu og Herzegóvinu og öðrum slafneskum löndum Austurríkis; einkum eru það þó fjölskyldur fanga þeirra, er Serbar hafa tekið af Austurrikis- mörinum. Þær hafa farið heimanað úr Austurríki til að vera með eigin- mönnum sínum, feðrum eða bræðr- um í óvinalandinu Serbíu,, sem i rauninni er frændþjóð og bræðra- land Jieirra. Eftir' stjórnarskýrslum er fólk þetta á þessum stöðum: í Belgrad borg . . . ... 85.000 í Belgrad sveit ... .. . 80,000 I Podrinic . . 240,000 1 Valyevo . . 107,000 í Ugizé ... 75,000 1 Rudnik . . 84.000 Eitthvað 300,000 flóttamenn hafa farið til heimila sinna, en búa þar við sult, því að alt hefir eyðilagt verið, og hefir stjórnin orðið að banna öðrum fleiri að fara, af þvi að hún hefir ekki séð þeim fyrir lifsbjörg. Þessi vandræði aukast með degi hverjumi meðfram fyrir það, að víða í Serbiu hefir bann þetta ekki verið lagt á, en fólkið treðst inn allslaust og bjargarlaust. Á friðartímum sér samvinnufélag serbneskra jarðyrkjumanna bænd- unum fyrir vörum með lægsta verði, bæði gripum og útsæði og verkfær- um. Flytur það einnig inn nýjar tegundir ávaxta til ræktunar. Ágæt- ur jarðyrkjuskóli er i Kraljevo, og fleiri slikir skólar í Smedervo og Negotiu. í riti einu frá árinu ulO er eftirfylgjandi lýsing á serbnesk- um bóndabæ: Á húsum serbnesku bændanna eru þökin höfð svo briitt, að regnið geti ekki fest á þeim; eru þökin þvi vanalega mikið hærri. en húsið sjálft upp að þakinu. f þeim eru vanalega aðeins tvö herbergi: eld- húsið og svefnstofan. Þar sefur öll fjtilskyldan, hvort heldur hún er smá eða stór. Húsbúnaðurinn er lítill. Einn ofn stör, er tekur yfir meira en helming eldhússins, en matreiðsluáhöldunum er raðað með veggjunum eða hengd upp á þá. Tré- borð er þar citt og nokkrir stólar. Rúmin eru há og mjó, meðfram veggjunum, og eru þau oft höfð fyr- ir legubckki á daginn. “Silfurkerin sökkva í sjó en soðboilarnir fljóta,, Um það leyti, sem dr. Sig. Júl. Jóhannesson var ritstjóri Lögbergs, birtist grein í þvi blaði frá honum sjálfum, þess efnis, að íslendingum vestan hafs bæri að styrkja Einar Jónsson myndhöggvara. Var það helzt tillaga höfundarins, að þeir gjörðu það á þann hátt, “að kippa honum vestur yfir álinn”. Þótt seint sé orðið, vil eg lcyfa mér að mótmæla þessari tillögu. Vera má þó, að sumum finnist það óþarfi, þvi enginn hefir lagt neitt til þessa máls síðan greinin hirtist, og þvi síður að nokkur merki sjaist þess, að menn sé þann veginn að kippa Einari vestur yfir. Enda ber það sizt að harma, þvi að nógar verða syndir á baki vor Vestur-fslendinga, þótt ekki svellum vér í hel fslands frægasta lista- mann. Kalli þeir mig orðhák, sem vilja, en það er trú min, að Einar yrði hér sveltur. Mannlífið er hér á of harðri ferð, til þess að listir geti þrifist. Það er eins og menn séu að flýta sér sem mest að lifa. Það, sem fslendingnum, er að heiman kemur, verður fyrst starsýnt á, er hraðinn. Menn ganga hraðar, hugsa fljótar, á- lykta fljótar og framkvæma fljótar, heldur en hann á að venjast. Og hann verður þess var í jvestur-isl. blöðum, að þetta eru talin einkenni vestur-islenzkrar menningar, og jafnvel ekki örgrant um, að hann sjái íslendingum heima núið þvi um nasir, að þeir geti naumast með menningarþjóðum talist, sökum þess, hvað þeir séu hægfará. Ef þetta eru hin ytri einkenni vestur-íslenzkrar menningar, hver er þá kjarni henoar og ávöxtur,? Kjarni hennar virðist vera ]iað, að koma seni mestu i framkvæmd á sem styztum tíma, og með sem minstum tilkostnaði, og ávöxturinn verður störvirkni og hroðvirkni. Það er einkennilegt, að svo trú- hneigðir, sem Vestur-íslendingar virðast vera, þá eru þeir i aðra röndina jarðbundnir og efnishyggj- andi. Fáir munu þeir vera vor á meðal, sem við hvert tækifæri draga sig út úr ysi og þysi dagsins og stað- næmast á einhverri sjónarhæð, þar sem þeir geta notið þess, sem lífið hefir fagurt að bjóða. fslendingar eru komnir hér í það þjóðfélag, sem knýr þá til framkvæmda á verkleg- um sviðum, ella bera þeir skarðan hlut frá bcw’ði, og gefst þeim þvi ekki tóm til þess, að lyfta hugan- um á brautir lista og skáldskapar. En Jivi hefi eg skrifað niður Jiess- ar hugleiðingar, að eg vildi benda á það, að i silku þjóðfélagsástandi sem þessu, fá listir ekki þrifist. — Það væri þvi hið mesta glapræoi, að flytja Einar Jónsson myndhöggv- ar;i til Winnipeg. Vér eigum einn slenzkan lista- mann í Winnipeg, Friðrik Sveins- son. Hvernig förum vér með hann? Vér látuin liann mála fvrir oss leik- tjöld og annað það, sem nauosyn krefur, en hlynnum að öðru leyti lítið að honum listarinnar sjánrar vegna. Eflanst yrði hann afkasta- meiri á svæði listarinnar, væru málverk hans keypt meir enn raun er á; því að ekki þrífst hann á hólinu einu saman, held- ur verður hann að leita sér annarar atvinnu til lífsviðurhalds. Þetta kom mér í hug, þegar eg stóð fyrir framan mynd af Jóni forseta. er hann hefir málað, sem er hið mesta listaverk. Það eru og fleiri íslenzkir lista- menn hér vestan hafs, sem litið mun vera hlynt að. “Silfurkerin sökkva í sjó, en soð- bollarnir fljóta”. Mammons þjónar og andlegir stagkálfar hreykja sér hátt og baða i rósum, en andríkir og viðsýnir listamenn fá ekki að njóta sín. Má það viðgangast einn- ig meðal vor íslendinga? Hvort munu nú þeir íslendingar, sem efnaðir mega teljast og mesta trú hafa á ljóma þann, sem i fram- tiðinni eigi að skina af þátttöku ís- lendinga i myncþin þessa þjóðlífs eður þjóðfélags, — hvort munu þeir vilja nokkuð leggja sig fram, til þess að hlynna að listinni hjá þjóðarbrot- inu íslenzka, þvi að eigi er mér til efs, að sú kemur tið, að sliku verð- ur gaumur gefinn hér i landi, og að listaverk teljast meðal þcirra bauta- steina, sem óbrotgjarnastir eru, — þvi hvert Iistaverk, sem af hendi er leyst um þ.essar tnundir meðal jafn- ólisthneigðar þjóðar sem þessi er, má heita Grettistak. Bg vona að þeir séu margir, sem geta og vilja leggja því lið, að vér fslendingar fáum skilið eftir mörg slik Grettistök á leið vorri. Jónas Þorbergsson. Minningarorð. Hinn 19. febrúar síðastliðinn and- aðist konan Jónina Ragnheiður Þórðardótlir Hinriksson, á heimili sinu, 751 Lipton stræti, Winnipeg. Jarðarför hennar fór fram 22, sama mánaðar frá Fyrstu lút. kyrkjunni, og var hún jarðsungin af sira Birni B. Jónssyni. Hún hafði liaft við meira og minna heilsuleysi að búa síðastliðin 3Vi ár, og mun það hafa verið hjartabilun, er að siðustu dró hana til dauða. Jónína sál. var fædd 17. október 1866 að Sýrnesi í Aðal-Reykjadal í Suðúr-Þingeyjarsýslu á fslandi. — Foreldrar hennar voru þau hjónin Þórður Þorkelson og Signý Jóns- dóttir, er seinna bjuggu lengi á Yzta-Hvammi í sömu sveit, en fluttu síðast að Jódísarstöðum í Skriða- hverfi, þar sem Þórður dó sumarið 1899. Veturinn 1889, i febrúar, giftist Jónina sáluga eftirlifandi eigin- manni sinum, Tryggva Sigurðssyni Hinrikssonar, frá Hólsseli á Hóls- fjöllum. Var Sigurður faðir hans albróðir Jóns Hinrikssonar á Hellu- vaði við Mývatn. Um vorið eftir fluttust þau til Ameriku, og settust að í Argyle bygð í Manitoba. Eftir 11 ára dvöl þar fluttu þau til Winni- peg, og hafa búið þar ávalt siðan. Þeim hjónum varð 7 barna auðið i hjónabandinu. Tvö af þeim létust í æsku, en þau sem lifa, eru: Wil- helm Edward, Sigþór Matthías, Kristín Friðrika Agústa, Haraldur Hermann og Sigurjón Lárus. Elzti sonur þeirra er giftur; en bæði þau hjón og systkyn hans liafa heimili hjá föður sínum. Mrs. Hinriksson sál. var trygg og vinföst kona. Skyldur þær, er lífið lagði henni á herðar, rækti hún eft- ir nicCtti. Hún hafði verið meolim- ur hins'fyrsta lúterska safnaðar i Winnipeg i 14 ár, er hún lézt. Unni hún honum einlæglega og'tók ætíð af öllum kröftum þátt i starfsemi hans með fúsu geði, á meðan heilsa leyfði. Og í veikindum sinum fylgdi hún með í huganum, þótt höndina vantaði afl til starfs og framkvæmda fyrir hann. Barnatrú sína hélt hún vel til dauðans og bar sjúkdóm sinn með stillingu og kristilegri ])o!in- mæði, og undirgcfni undir vilja hans, sem öllu stjórnar til hins bezta. Hún andaðist i trúnni á frels- ara sinn, og með fullri vissu um sælurika heimkomu til hans i him- ininn. Þrir bræður heima á fslandi og ein systir, Mrs. II. V. Josephson í Minneota, Minn., syrgja hana. ásamt ekkjumanni og börnum hennar. Að éndingu þakkar systir hinn'ar látnu konu^öllum þeim sem fvlgdu henni til hinnar hinstu hvíldar, og öllum þeim, sem lögðu kransa á kistu hennar og skreyttu hana blóm- um. En sérstaklega þakkar hún hjartanlega systrunum : Mrs. Olson og Mrs. Jóhannsson, alla þeirra dygð og trygð við hina önduðu. og alla þá ástúð og umhvggjusemi, er þær sýndu henni fram í dauðann. Blaðið A’orðurland er vinsamlega beðið að gjöra svo vel. aö taka upp þessa dánarfregn. Fyrir hönd systur hinnar látnu. M NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed..50c Pants Steamed and Pressed.. 25c Suits Dry Cleaned.........$2.00 Pants Drv Cleaned.........50c Fáið yður verðlista vorn á öllura aðgjörðum skófatnaðar. Empress LanndryCc.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DDTPERIN Sextiu manns geta fenglð aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tfl þess að verða fullnuma þarf aðelns 8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup horgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu náml fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eitir rökurum er æfinlege mikil. Til þess að verða góður rak arar verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélagmu. INTERNATIONAL BARBER COLLE6E. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Wiunipeg. Islenskur RáösmaSur hér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.