Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. MAí 1915. Heimskringla (Stofnnð 188«) Kemui út á hverjum fimtudegl. Ötgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verti blatisins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árid (fyrirfram borgatS) Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgati) Allar borganir sendist rátis- manni blatisins. Póst etSa banka ávísanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON Rát5smatSur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. '29 Sherbruoke Street. Winnipef Boz 3171 Talsfml Garry 4110 Erum við komnir aftur á daga Nerós og Caligula? Það hafa kannske fáir tekið eftir ritstjórnargreininni í Winnipeg Sat- urday Post, 24. april/ En þó finst oss hún eftirtektaverðari en flest annað, sem nú er að fara fram í landi þessu. í mörgum löndum hefði hún vakið upphlaup. Þeim hefir verið bylt af stólum stjórnendunum fyrir minna, en þar er borið á stjórn landsins. Þar sem stjórnin væri öfl- ug og sterk, myndi ritstjórinn hafa verið i fangelsi hneptur. En ekki þekki eg það land annað en Canada, þar sem hann væri ekki látinn sanna sögu sína. En hér þýtur þetta sem vindur um eyru. Er þíið fyrir það, að hér séu svo margir sekir? Eða, hvernig stendur á því? Svo að menn séu ekki alveg ófróð- ir um þetta, tek eg hér helztu atrið- in úr grein ritstjórans, Knox Magee. Hann ræðst á fvlkisstjórann sjálfan, fulltrúa konungsins, Sir Douglas Cameron, og sakar hann um, að hann svívirði stöðu sína og hið veg- lega embætti, sem eigi að vera hlut- laust við allan flokkadrátt; en nú neyti hann þess sein þarfálepps fyr- ir Liberala. Vér viljum geta þess, að blað þetta sem kemur út á hverjum laugardegi, er ekki háð nokkrum flokki, svo menn viti. Ritstjórinn finnur að við Konservatíva jafnt sem Liberala, og líki honum eitt eða annað, sem þeir gjöra, þá hælir hann þvi, hvort sem Liberalar eða Konservatívar eiga hlut að máli. Það er framkoma fylkisstjórans í sakargiftum þeim, sem Liberalar hafa borið á Konservatíva út af þinghússbyggingunni, sem Knox ræðst á Sir Douglas fvrir. Allmikið hefir verið um það rætt í blöðum Canada í Austurfvlkjunum, og hefir fjöldi þeirra tekið þungt á Sir Doug- las fyrir gjörðir hans. Hann byrjar á því að segja, að í sumar sem leið hafi Free Press ver- ið að spá þvi, að stjórn Manitoba- fylkis myndi frá völduin vikin inn- an fi inánaða, og voru þá litlar líkur til þess, því að Konservatíva stjórn- in var þá í miklum meiri hluta, og þegar þingið kom saman í septem-! ber, út af striðinu, þá hamaðist Freej Press út af því, að nokkrum skyldi koma til hugar, að stofna til griða milli flokkanna meðan stríðið stæði. Það vildi ekki með nokkru móti, að Liberalar linuðu á baráttu sinni, og var með dylgjur um, að margt kynni við að bera. En aldrei varð nú hriðin hörð af hálfu Liberala fyrri en þingið kom saman, og hún var háð, hildi sú, vkkí af einu blaði eða tveimnr, heldur hér um bil af hverju einasta blaði Liberala í Manitoba. Það var einsog boð hefði út gengið meðal allra trúrra og dyggra Liberala í Mani- toba, að nú sk.vldi ekki af dregið og á engu liggja, en bera á Konserva- tívu stjórnina allar sakir, sannar eða lognar, moka þeim yfir hana. Og nú dundu á stjórnina ofsafcngnar ákær- ur. j)ví að margur maðurinn fór nú að moka, þegar færið gafst svona lvstilegt. Sumt af þessu mátti til sanns vegar færa og var stjórninni tii heilsubótar. En það var vanalega svo aukið, og af ásettu ráði fléttað inn í svo miklar öfgar og ósannindi, að aldrei hefir annað slíkt heyrst hér i Canada. Þetta var alt saman gjört í þeim tilgangi, að eitra huga alþýðu, svo að hún vrði svo gegnsýrð af áburði j þessum, að kjósendurnir yrðu full- trúa á |)að, að Roblin stjórnin öll, bæði hver einstakur maður og allir til samans, væri samsafn af þjófum og bófum, ræningjum og morðingj- — og það væri sk.vlda hvers einasta kjósanda, að reka þá úr stjórnarsæt- unum með hvaðá helzt aðferð og hverju því móti, s'em hugsanlegt j væri, hvort heldur það var rangt eða rétt. Og Konservatívu mennirnir í op- inberra reikninga nefndinni voru sem 4 vetra börn í höndum þeirra og hjálpuðu þeim til þess að koma þessu í framkvæmd. Þó að þeir hefðu engu að leyna, alls engu, þá voru þeir að koma fram með allra- lianda brögð og vífilengjur, til þess að koma i veg fyrir, að andstæðing- ar þeirra fengju sannanir þær og skilriki, sem þeir heimtuðU, — og vissulega heimtuðu þeir margt að ó- þörfu, og sem þeir áttu engan rétt á að heimta. En kæmu fram skilríki eða gögn. sem li-tu illa út eða tvíræð- lega fyrir stjórnina, þá var engin tregða hjá stjórninni að leggja þau fram, og engin tilraun gjörð af henn- ar hálfu að skýra þau. En alt um þetta fáum vér að vita, þegar rann- sóknarnefndin er búin með gjörðir sínar. En hin eðlilega afleiðing af þessu var einmitt sú, að fólkið fór að trúa því, að hér leyndist eitthvað á bak við, sem væri miklu Ijótara og verra en það, sem upp var komið og aug- Ijóst var öllum mönnum. Og þetta var það, sem Liberalar hö.fðu verið að berjast fyrir. En alt þetta var vandlega upp- hugsað fyrir löngu í þeim tilgangi. að láta alþýðuna gleypa við pillun- um, sem búið var að sjóða og hnoða fyrir hana. En pillan var: brotið á móti stjórnarskránni, sem síðar skal skýrt. Hefði stjórnin verið nógu slæg og grunað þetta, þá hefði hún getað drepið samsæri þetta á 24 klukku- stundum. Hún gat sjálf kallað sam- an þingnefnd eða konunglega nefnd og — þingncfnd með fullum mynd- ugleika er lögum samkvæmt hin eina rétta nefnd til J)ess að fjalla um þessi mál, — málin, að rannsaka alt sinátt og stórt, sem viðkemur bygg- ing þinghúss þessa. En slíka nefnd hefðu andstæðingar stjórnarinnar sízt kosið af öllu. , Það, sem Lib'eralar ætluðu sér og vildu fram hafa, var að koma á stað öllum vélum sínum, sem þeir höfðu undirbúið. Með ofsa og hroka, sem enginn gat þolað, gátu þeir loksins komið Sir Rodmond P. Roblin til að neita að skipa konunglega nefnd i inálið, nema Liberalar kæmu fram með beinar ákærur móti meðlimum stjórnarinnar. Þá var gildran egnd. — Og nú kom til fylkisstjórans kasta, að gjiira sinn hluta. En nú snýr ritstjórinn sér að Lieutenant-Governor Sir Douglas Cameron. Hann er höfuð stjórnar- innar. Hann er ekki að neinu tilliti ábyrgðarfullur fyrir þjóðinni. Sam- kvæmt stjórnarskránni verður hann að ráðgast um mál öll við ráðuneyti stjórnar þeirrar, sem að völdum sit- i ur. Samkvæmt stjornarskránni ma hann og á hann ekkert annað að vita, en það, sem þessir ráðunautar hans segja honurn. Samkvæmt stjórn j arskránni les hann ekkert frétta- blað. Samkvæmt stjórnarskránni á j hann ekki og má ekki tala um opin- ber málefni við nokkurn annan en þessa ráðgjafa sína. Samkvæmt stjórnarskránni er honum bannað, | að tala um opinber málefni við and-j stæðinga stjórnarinnar. — Þetta veit hver maður; það er alt óhrekjandi,! þá því aðeins getur landsstjór-J inn skorist í málin, þegar stjórnin, sem við völdin situr, er orðin í ininni hluta á þingi. Það atriði ættu menn að hafa hugfast. lin hvað eftir annað, um allan þingtímann þennan, sem nú er lið- inn, var Lieutenant-Governor Sir Douglas Cameron á málfundum með foringja Liberala. Og þó að þeir hefðu nú, af hjartans dygð og trú- mensku, varast 'það, sem heitan eld- inn, að minnast á pólitisk málefni, — þá var hann samt sekur um óaf- sakaniega óvarfærni, þegar litið er til þess, hve miklar æsingar og hiti þá var með mönnum. Og kveldið eða nóttina áður en þingi var slitið, var bænarskrá ein afhent fylkis- stjóranum, er allir Liberal-þing- menn höfðu undirskrifað. En bæn- arskrá sú krafðist þess, að skipuð væri konungleg nefnd, til að rann- saka allar ákærur Liberala á hendur stjórninni. Þetta var mjög óvana- legt, hvernig sem á er litið. En þó fylgdi því margt annað, scm var langtum meira en svo að maður gæti kallað það óvanalegt. Það var mjög áliðið kveldið eða nóttin, þegar bænarskráin var flutt til hýbýla fylkisstjorans (Govern- ment House). En fyrir klukkan 7 að morgni næsta dags, — með öðr- um orðupi, áður en stjórnarformað- urinn (Mr. Roblin) eða nokkur ráð- gjafa hans vissi nokkuð um hana — kom bænarskráin orðrétt á fyrstu blaðsiðu i Free Press. Bænarskráin er náttúrlega eins konar trúnaðaf- skjal (confidential document), sem vafi er á, hvort leyfilegt sé að opin- bera. En að láta hana koma út i flokksblaði áður en stjórnarformað- urinn fengi að líta hana augum, var óhæfa mesta. Hver var það, sem lét hana koma i blaðið? Hafi það verið foringi Liberala, eða einhver af fé- lögum hans, J)á var það stórkostleg svívirðing fvrir fylkisstjórann og þingbundna stjórn að gjöra Jiað. En íiafi enginn Liberala gjört það, Jiá hlýtur fylkisstjórinn sjálfur að hafa gjört Jiað, og jmð er þásund sinnum | verral En það hefir lekið svo margt j úr kyrnum þeim, að fátt eða ekkert ! ætti að koma mönnum á óvart. , f sama eintaki blaðsins og bænar- j skráin birtist í, stóðu ritstjórnar- greinar tvær, mjög þýðingarmiklar, greinar, sem tæplega var hægt að rita og búa undir prentun á skenimri ! tíma, en heilum degi. önnur grein- j in var ruddalegt áhlaup á Roblin- stjórnina og voru þeir þar kallaðir i stigamenn (brigands) og ræningjar j (buccaneers). Seinustu setningarn- ar i greininni eru þó einkennileg- astar; þær eru þessar: “Er ekki j gjört ráð fyrir því í stjórnarskránni, hvað gjöra skuli, þegar þetta og ann- að eins kemur fyrir? Veitir stjóm- arskráin mönnum ekkert lagalegt j vald til að verjast þjófnaði óg rán- | um? Við sknliim sjá til”. Þetta: “Við skulum sjá tii” er j nokkuð merkilegt. — Hin greinin fjallaði um starf og vald landsstjór- I ans. Greinin átti að sýna, að f.vlkis- stjórinn geti neytt stjórnina til þess að gjöra eitt eða annað, eða ]>á að ' iiðrum kosti rekið han;< frá. l'il- j gangurinn með greinar þessar er ! bersýnilegur: Þær áttu að dáleiða j eða klóróforma alþýðu og koma j henni til þess, að trúa þvi, að hvað svo sem fylkisstjórinn gjörði, þá i væri það alt saman rétt og lögum j samkvæmt. En hvernig gat Free j Press vitað það, degi fyrri en bæn- arskráin kom fylkisstjóranum í I hendur, að hann myndi skifta sér nokkurn hlut af málum þessum? —- Þar kemur leyndarmálið. Þetta og meira sagði Free Press, og Tribune fullyrti saina dag, að J fylkisstjórinn hefði verið harður á því, að skipa konunglega nefnd. En hvar fengu blöðin að vita þetta alt isaman? Enginn maður er það flón, að ætla, að Roblin stjórnin hafi ver- ið að fræða blöðin um þetta. En þá hafa þau ekki getað fengið fregnirn- ar annarsstaðar frá, en frá húsi fylkisstjórans, — annaðhvort bein- Hnis eða óbeinlínis. Ef að þau hafa fengið þær beinlinis þaðan, þá er það hið svívirðilegasta brot (out- rage) móti þingbundinni stjórn. En ef að blöðin fengu þær þaðan óbein- línis, eða einhver Liberal þingmað- ur gat borið J>ær blöðunum, þá er það svivirða alt að einu. Hann gat þvi aðeins fengið þær, að fylkis- stjórinn hefði gjört hann að trúnað- armanni sínum. Síðan hefir hver sagan rekið aðra að fylkisstjórinn hafi -verið að sletta sér fram í það, hverjir kosnir væru í nefndina. Hann hafi tekið ráðin af stjórninni. Að það hafi ver- ið hann eirrn, sem hafi kosið nefnd- armennina. En hvar fengu blöðin þessar fregnir? Vissalega ekki frá Roblin stjórninni. Og þá er ekki um annað að gjöra en heimili fylkis- stjórans. En hið versta við þetta alt saman er ekki það, hvernig blöðin hafa fengið fregnir þessar, þo að það sé fullilt, heldur hitt, að það skuli vera satt, að Sir Douglas Cameron hefir tekið lögráni (usurped) störf og völd þingbundinnar stjórnar. Hann hefir af ásettu ráði svívirt einka- réttindi konnngs og með því gjörst einvaldur, — þvert ofun í lögin og stjórnarskrána,m Hann bar aldrei á móti því, sem blöðin voru að segja um hann, að hann væri að taka fram fvrir hendur stjórnarinnar, hverjir skyldu koma í nefnd þessa, og jafnframt leið hann blöðunuin það, dag eftir dag, að ásaka stjórnina mótmælalaust fyrir það, að hún væri af ásettu ráði, að draga það, að útnefna nefnd armennina. Hr. Knox Magee kveðst hafa verið margorður um þetta, af þvi að hann skoði þessar gjörðir fylkisstjórans, sem hinn merkilegasta og þýðingar- mesta atburð, sem nokkiirntíma hafi fyrir komið i pólitiskri sögu Mani- toba fylkis. Hann er eins þýðingar- mikill og margt annað, sem valdið hefir uppreistum og byltingum með- al Jijóðanna. Ekkert því líkt hefir nokkru sinni komið hér fyrir áður fyrri. Það er ekkert að marka lyg- ar þær, sem blöðin í Winnipeg hafa verið að flytja, er þau vitna í sögu hinna gjörspiltu stjórnmála í Quebec fylki, til þess að reyna að bæta hinn óverjanlega málstað fylkisstjórans. Vald fylkisstjórans eða landsstjórans getur atdrei orðið 'meira cn lagalegt vald konungsins, sem hann tekur alt sitt vald frá. En hinn viðurkendi lögfræðing- ur Bagehot lýsir vakli konungsins samkvæmt stjórnarskránni á þessa leið: “Undir þingbundnu stjórnar- fyrirkomulagi, eins og er hjá oss, hefir konungurinn þrefaldan rétt: The right to lie consulted, the right to encourage; the right to warn. Réttinn, að til hans sé ráða leitað: réttinn, að hve’tja eða fall- ast á; réttinn, að gefa aðvörun. “Hann getur því sagt til ráð- gjafa sinna, er þeir ráðgast við hann um einhver málefni: Ábyrgð in öll hvílir á yðar herðum. Það verður að gjörast, sem þér álítið bezt, og eg verð að styðja yður. En af þessum og þessum ástæð- um álít eg það rangt og óheilla- vænlegt, sem þér gjörið, og Jiað, sem J)ér viljið ekki gjöra, er mik- ið betra. Eg set mig ekki á móti því, sem þér gjörið, því að mér ber ekki að gjöra það; en eg að- vara yður”. Þetta er vald konungs samkvæmt stjórnarskránni. Þetta er vald land- stjórans (Governor-General) í Ot- tawa samkvæmt stjéirnarskránni. Samkvæmt henni er það vald allra fylkisstjóranna (Lieutenant-Gover- nors) í Canada. Þetta vald (eon- stitutional powers) hefir Sir Doug- las Cameron snúið og ])vælt undir fótum, til þess að koma því til leið- ar, sem hópur pólitiskra flokks- manna í minnihluta vill að fram gangi, — sem J)eir halda fram ein- göngu fyrir það, að það er J)eim til hagnaðar og veitir yfirburði yfir pólitiska andstæðinga þeirra. , Sir Douglas Cameron er nú sak- aður um, að hafa gjört J>að, sem kon- ungurinn hefir ekkert 1 igalegt vahl til að gjöra. -— Hann er sakaður um, að hafa neytt stjórnina til þess, að samþykkja, að sett væri konungleg nefnd, —■' þó að stjórnin væri lniin að neita því að setja hana. — Hann er sakaður um, að hafa hafnað og gengið á móti ráðum ráðgjafa sinna, sem hann samkvæmt stjórnar- skránni var skyldugur að leita ráða hjá, er hann hafnaði og vildi ekki setja í nefndina heiðarlega og hæfa I menn, sem ráðgjafar hans tilnefiídu. Hann er sakaður um, að hafa gjört að trúnaðarmönnuin sínum pólitiska fjandmenn eigin ráðgjafa l sinna, sem hann var skyldur að leitaj ráða hjá og engum öðrum. Hannj er sakaður um, að hafa svívirt hið göfuga og háleita embætti sitt, með J)ví að láta pólitiskan flokk hafa það fyrir þarfadruslu. Þetta eruj alvarlegar ákærur. Þær eru fram bornar í fylstu aJvöu, með ljósri hug-! mynd um ábyrgð þé, sem þeim fylg-j ir. — Þegar þahnig er ástatt, ætti undir eins að gjöra gangskör að því, að svifta Sir Douglas Cameron em- bætti sínu; á Jiann hátt, að það verði til viðvörunar fyrir alla í núverandi og komandi tíð, svo að nafn kon- ungsins volkist ekki og atist út í hinni saurugu þvælu hinna póli- tisku flokka. Það liefir orðið töluvert umtal um þessa grein hr. Knox Magce, sem hér fer á undan, og látum vér hana koma hér fram í lauslegri J)ýðingu. En sé ])að alt satt og rétt, sem hann seg- ir, — og oss vitanlega hefir enginn á móti |)ví haft eða hrakið |>að —, þá er selt af höndum hér það dýrmæt- asta, sem nokkur J)jóð á til í eigu sinni: frelsið sjálft, eða undirstað- an undir öllu frelsi, undirstaðan undir öllu hinu brezka stjórnarfyr- irkomulagi, hvar í heimi sem er. Nefnilega það, að meiri hluti at- kvæða skuli ráða. Á |>ví hvílist heið- ur Breta; ó J>ví hvilist öll von um komandi framtið, um framfarir, réttlæti og farsæld allra þeirra þjóða, sem þetta fyrirkomulag hafa. Sé það brotið og að engu haft, þá blasir við í komandi tíð:: bylting- ar, eyðilegging, myrkur og glötun eða dauði. Það líkist þvi, er íslendingar seldu landið í hendur Noregskon- ungi, og er þó verra miklu, J>vi að þeir héldu þó tætlum frelsisins eftir. Á þessu iná byggja öll hugsanleg ólög, öll hugsanleg lagabrot. Væng- | ur frelsisins er brotinn, lögin að j engu höfð. , Hamfarir Liberala móti kosningum. Það er eftirtektvert, hvað iill Lib- eral blöð hamast nú á móti því, að kosningar verði í sumar til sam- bandsþingsins. Þau eru svo flóandi, að út af börmum rennur af harini og veini yfir því, hvaða bölvun kosn- ingarnar muni leiða yfir fólkið. Nú séu Konservatívar að búa alt undir kosningar, og þá er kominn slagur um alt landið. Er ekki nóg, segja þeir, að vér séum að þerjast í FÍan- dern í hinu ’mikla veraldarstríði ? Nú þarf að fara að flytja illindin og ^ slaginn og ófriðinn inn á heimilin, j inn i borgirnar, inn í sveitirnar og þar fer nú hver að rífa leppana og æruna af öðrum. Það er hálf hlægilegt Jietta. Fyrst og fremst er það broslegt, að sjó og heyra, að Liberalar telji kosning- arnar stríð eða styrjöld eða ófrið. Þau hafa verið svo friðsöm blöðin þeirra núna um þingsetutímann! Og hvers vegna er stjórnin að hugsa um kosningar? Hún getur setið lengur að völdum. En Liberalar hafa gjört henni þær árásir, að hún vill ekki liggja undir þeim. Hvar sem Liberalar eru, hvín loftið við af á- sökunum á hendur Borden stjórn- inni. Þeir vildu gjarnan gráta fcigr- um tárum, ef þeir gætu velt Borden stjórninni úr sæti ó! það væri svo elskulegt! Ritstjórar þeirra hamast og spýta i lófana af áfergju og elsku- legri föðurlandsást, og biðja allan lýð, að ljá sér fylgi sitt til þess, að hjálpa nú til að leggja þá að velli, sem um stjórnartaumana halda. Þetta er nú alt saman elskulegt og j gott. En þegar þeir fara að fárast yfir J)ví, að Konservatívar skuli ganga til kosninga, skuli vilja leggja mál sín fyrir dóm alþýðu, þá fara niólin að verða brosleg. Allan tim- ann hafa þeir verið að vinna að j þessu, Liberalar, að skamma, at- y^rða og sakfella Konservatíva. Nátt- úrlega í þeim tilgangi, að koma þeim frá, svo að þeir hefðu tækifæri sjálf- ir við nýjar kosningar. — Og nú skyldi þeim bjóðast það- En þá ætla J)eir alveg að tryliast. Það eru sífeld óp og veinan og grátur í Jer- úsalem núna og fundir og liðsafnað- ur. Hungruðum, voluðum, vesæl- um og vinnulausum er safnað sain- an, af ölluin þjóðum. Og stallbræð- ur Liberala frá Austurríki, Slesíu, Böhmen og Mahreii og Bosníu og Slavoníu og Croatíu og Carinthíu eru nú eftir allar göngurnar að halda fundi með Liberölum, að sagt er, á móti því að kosningar verði. Mennirnir, sem eru valdir að því, að kosningar verða, láta nú sem tryltir á raóti þeim. Þeir eru að reyna að villa mönnum sjónir, slá ryki og blindu i augu kjósendanna og kenna öðrum um skammir sínar. Blað þetta er nú svo langt komið að prentun, að ekki er hægt að skýra að fullu, einsog ætti og þyrfti að gjörast, þetta mál, en vér viljum JiugsaPtil þess í næsta blaði. Hon. Frank Oliver brallar við Grand Trunk Það er orðið mörgum kunnugt. þetta brall, og er það eitt af hinuxn mörgu atriðum í skýrslu Mr. Fergu- sons, er vér gátum um síðast. — Á Jieim tíma Jiegar Hon. Frank Oliver var félagi Grand Trunk, var hann nýbúinn að taka við innanrikisráð- gjafa stöðunni af Mr. Sifton. Var glatt á hjalla oft í Ottawa á þeim timum, og margur feitur fiskur Air sjó dreginn, svo að varla fengust Jieir feitari á Broadway miðunum. eða i Piccadilly, Jiegar fiskur var sem örastur þar, svo að á kom, þó að rent væri berum öngli. Þótti Grand Trunk skútan þá fiskisæl, og varð Mr. F'rank Oliver stafnbúi á skútunni. Elskaði hann Grand Trunk félagið svo mikið, að hann fékk það í félag með sér. Átti hann blað eitt norður í óbygðum, er Edmonton Bulletin nefnist, en út- gefandi blaðsins hét þá Dunean Mar- shall. Félagsskapurinn kostaði (i. T. P. $15,000. En svo fékk félagið aftur bæarstæði gefins hjá stjórn- inni og þurfti ekkert að borga fyrir vegarstæðið undir brautina, og ým- islegt fleira sælgæli fékk félagið hjá innanríkisráðgjafanum, og Jiessi 15 þúsund dollarar voru ekki neina sleifarfylli að sletta í vin Jieirra, J>egar hann þurfti þeirra með til blaðsins síns. Félagið fékk það margborgað. Þetta og margt annað skýrir það, hversu ant Mr. Frank Oliver var um G.T.P. Það var óskabarnið hans. Hann tók málstað þess á öllum tím- um, í öllum málum; enginn var sá hlutur, er mátti neita þvi um. Menn undruðust, hvort þetta væri af tóm- um mannkærleika, — en nú skilja menn það: Grand Trunk var félagi hans. Hann var að berjast fyrir fé- laga sínum! Ferguson kom með óhrekjandi sannanir fyrir því, að meðan F'rank Oliver var ráðgjafi innanríkismóla, þegar Liberalar sátu að völdum, þá keypti Grand Trunk félagið $15,000 virði af hlutúm í blaðinu Edmonton Bulletin, en aðaleigandi blaðsins var Hon. Frank Oliver. ( blaðinu með honum voru Jieír: D. R. F'raser, timbursali í Edmon- ton, með 5 hluti; .1. H. Pickard, Iid- monton, með 2 hluti, og John A. Mc- Dougall Edmonton, með 10 hluti, og var hver hlutur $100.00. F)n alt fé- lagið var löggilt ineð $50,000.00 höf- uðstól. Þessir hlutir allir nema að- eins $1,700.00. Hinn hlutann allan átti Frank Oliver. En nú voru harð- ir timar og tálgaðist fé af fólki.—Þá kemur Grand Trunk fram og býður fram silfrið, með því móti, að félag- ið skuli löggilt á ný og fylgi þvi all- ar eignir, sem J)á voru, lausar og fastar, hverju nafni, sem nefnist. þær skyldu allar seljast og alt borg- ast inn til Hon. F'rank Oliver; 20 þúsund dollara átti karlinn að fá, og hélt hann J)á 200 hlutum í félag- inu, og komu af þessum $20,000.00 fimtán þiisund dollarar frá (irand Trunk ($15,000.00). Þá koma í skýrslum F'erguson’s fleiri atriði, sem liklega má smáræði kalla, svo sem þegar Howard Doug- las og Leach voru að berjast við að fá timburleyfi í British Columbia fyrir ótján þúsund dollara, sem virt var á 162 þúsund dollara. — Þá var Craven stýflugarðurinn norður af Regina. Og eru við það bendlaðir Hon. George Brown, fylk- isstjórinn í Saskatchewan, og Hon. Walter Scott, stjórnarformaðurinn í sama fylki. Þeir fengu land inikið hjá stjórninni fyrir ,$1.00 ekruna, en seldu J)að aftur á $25.00 ekruna. Þegar höfðingjarnir og allur þessi langi og breiði liali, sem þeir draga á eftir sér, fara þannig að J)vi að fé- fletta ríkið: gefa eignir ríkisins stórríkum mönnuin eða félögum og fá svo nóttúrlega gjafir á móti; eða J)á að kaupa af sjálfum sér eignir ríkisins, sem þeir eru forráðamenn fyrir; kaupa þeir fyrir líitið eða nærri ekkert, og selja svo aftur dýru verði og græða dollara í tugum og hundruðum þúsunda, — þá er ekki furða þó alþýðu sinnist við J)essa nienn, og sannarlega ættu þeir að muna eftir þeim, þegar þeir koma í næsta simi með brosandi vörum og lokkandi tungu, að biðja þá að lofa sér að komast að borðinu aftur, þar . sem þeir geta skamtað sjálfuin sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.