Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 6
SLS. 6. HEIMSKRINGLA NVINNIPEG, 6. MAl 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Surja cftir WALTEfí WOODS. "Ha, ha! Nú sé eg og fer að skilja málið. Frá byrjun hefir þessi náðuga ungfrú verið á hælum mér; ■nðvitað í þágu Johnsons, sem hefir verið settur af hinum réttu eigendum skjalanna til þess að reyna að ná þejm aftur. Halt þú áfram að segja frá. Þetta mál fer nú bráðum að skýrast”. “Svo hvarf Frances Megson og eg hefi ekki orðið fiennar vör fyrri en í kveld. Eg var teft við störf min nppi á lofti lengur fram eftir en vanalega. Og það hef- ir hin göfuga ungfrú Megson ekki varast. Hún hefir átt von á, að enginn væri á ferli svona seint hér á t-fsta lofti, og hefir |>ví gjiirt sér hugmynd um, að sér neri unt að ná þér einum, og henni tókst það nú reynd- »r mæta veF’. “Mér hefir verið ráðlagt, að vera sem mest inni i berbergi minu", sagði eg, “þvi það væru margir, sem vildu gjöra mér það sama, sem Megson gjörði nú i kveld. Halt þú áfram”. “Hún hefir komið inn um framdyr hússins”, hélt Ethel áfram, “og gengið upp stigann, í staðinn fyrir að taka lyftivélina, sem allir gjöra svona seint. En með þvi að ganga upp, hefir henni ekki verið veitt eftir- tekt”. Nú varð þögn um stund og Ethel fór að skoða sár- 18 á höfðinu á mér á ný. ó, hvað mig langaði til að þrífa um mitti hennar og faðma hana að mér; og eg varð að taka á allri minni stillingu til að gjöra það ekki; Því, ef eg hefði gjört það, þá hefði eg fælt hana burt úr herberginu, og eins líklegt, að eg hefði aldrei séð hana framar. “Við skulum hætta að tala um það, sem kom fyrir úti á svölunum”, sagði eg. “Það er alls ckki mér til heiðurs eða sóma, og það virðist hafa æsandi áhrif á tilfinningar þínar”. “Já, svona atburðir hafa æfinlega æsandi áhrif á tflfinningar manns”, svaraði hún. “Enginn kvenmað- ur sást koma inn í húsið”, hélt hún áfram, um leið og hún bleytti handklæðið að nýju, til að leggja það við höfuðið á mér. “Það í sjálfu sér er ekki svo undra- vert; en hitt er meira óskiljanlegt, að enginn sást fara, þar sem fólk var þó á gangi niðri i húsinu og á göng- snum á öllum loftunum; svo maður ekki tali um alla lyftivéla verkamennina, sem *voru að snúast hér og hvar í kringum lyftivélarnar”. Hún leit á mig svo einkennilegum, spyrjandi aug- om, að eg gat naumast misskilið það, að það sem henni hjó i huga var: Hvernig gat hún koinist burt, án þess hennar yrði vart?” “Þrátt fyrir alt þetta, þá hefir hún nú samt kom- ið og farið, þó enginn yrði var við hana”, mælti eg. “Það sást fara burtu karlmaður með handtösku”, svaraði Ethel. “Öldungis rétt”, sagði eg. “Nú ættir þú að fara að skilja, hvað það var, sem eg hvíslaði í eyra F’rances Megson, kveldið sem hún vildi ekki fá mér skjölin sftur”. “Já, eg skil það nú. En það e r einkennilegt, að eg. kvenmaðurinn, skyldi ekki verða vör við þetta fvr. Frances Megson er auðvitað karlmaður i kvenmanns- búningi. Hvað hugsar þú þér að gjöra?” Eg reis á fætur og strauk hendinni um sára blett- inn á höfðinu á mér. “Það get eg betur sagt þér, þeg ar eg næ taki á Frances Megson, eða hvað svo sem nafn þessa þorpara i kvenmanns búningnum er, — því þá skal eg halda fast. Já, svo fast að dugi”. XIV. KAPÍTULI. UinsQt og eltinguleiknr. Það er sagt, að eftir þvi sem manni gengur vcr að koma fram ákvörðunum sinum og eftir þvi sem meira blási á móti manni, eftir því verði maður áfjáðari og kappmeiri að vinna sigur. Eg hafði einnig orðið var við, að þetta var svo. Eg hafði takmörk til að stefna *ð i lífinu, og ásetningur minn varð með hverjum deg- inum sterkari og ákveðnari, að ná þessum takmörkum. Annað takmark mitt var, að komast fullkomlega fyrir endann á þessu skjalamáli mínu; en hitt, að ná í ung- frú Ethel Reed fyrir eiginkonu. Ef eg hefði haft þá hugmynd, að hluttaka Ethelar i kjörum mínum væri nokkuð nðma augnabliks með- aumkun með inér eftir meiðslið, þá komst eg bráðlega að raun um, að þess fyrr sem mér batnaði þess betra. Hún spurði mig nokkrum sinnum, hvernig mér liði; en aldrei þó með meiri hluttöku í rómnum, en svo sem einsog eg hefði fengið slæmt kvef. Hún mintist aldrei á það, sem kom fyrir á loftsvölunum, frekar en hún vissi ekkert um það. Mér leið mjög illa. Mér fanst Ethel vera orðin svo köld og kærulítil í minn garð. En saint breytti það ekki þeim ásetningi mínum, að reyna að vinna ást hennar til mín. F.inn morgun, er eg reis úr rekkju, — en þann dag hafði eg ásett mér að finna herra Johnson —, þá leið mér svo illa, án þess þú að vera eiginlega veikur, að eg óskaði nærri því, að eg væri veikur og að læknir hefði gefið mér harða skipun um það, að hreyfa mig ekki úr rúminu þann dag. En svo var því nú ekki þannig varið. Klæddi eg mig því og fór ofan til að snæða morgunverð. , Það hafði orðið brevting á starfa vinnufólksins á gistihúsinu. Nú var Ethel ekki lengur við þann starfa, að bera á borðin. Þetta í sjálfu sér féll mér mjög ilta. Og frétti eg, að Ethel hefði sjálf beðið um lausn frá þeim starfa og beðið um að mega gjöra uppiverk á miðloftum byggingarinnar. Þetta fann eg að gj) ði mér ómögulegt að ná tali hennar, ef hún ekki óskaði þess sjálf. Þar á loftunum gat hún dulist mér svo vik- um skifti. Mér flaug i hug, að hún hefði beðið um þessa brcvtingu með því augnamiði, að geta forðasl nærveru mína. Mér fanst þetta hvorki meira né minn i en óttalegt. Þetta gat orðið til þess, að eyðileggja a!- reg áform mitt. , Eg þvældi þessari hugsun fram og aftur í huga mínum á meðan eg var á leiðinni frá gistihúsinu til skrifstofu Johnsons. Á skrifborði mínu lá dáiítill samanbrotinn miði, er eg kom inn. Eg tók hann og las. Það var skipun frá Johnson um það, að koma strax inn á prívat skrif- stofu sína og sjá sig, er eg kæmi á skrifstofuna. Eg hlýddi undireins. Johnson glotti hæðnislega, er hann sá mig. “Svo ungfrú Megson var nærri þvi búin að senda þig inn i annan heim?” spurði hann. “Maður með þvi nafni gjörði býsna góða tilraun í þá átt”, svaraði eg. “Eg var óvar um mig, annars skyldi það ekki hafa farið einsog það fór”. “Það er kraftur í púðrinu”, sagði Johnson, “eða kúlan flýgi aldrei langt, er nærri eins góð útskýring og það sem þú sagðir. Þú virðist ekki vera mjög hæf- ur maður til að frarnkvæma hættuleg störf í sambandi við stöðu þína hjá mér. Það er nú þegar fulisannað”. Eg fór að skjálfa einsog köldu vatni hefði verið helt ofan bakið á mér. Eg taldi sjálfsagt, að Johnson meinti að segja mér upp vinnunni nú þegar, og það kom mér alls ekki vel undir kringumstæðunum. “Það má þó segja eitt þér til heiðurs”, hélt John- son áfram jafn hæðnislega og fyr, “og það má ekki gleymast, að ungfrú Frances Megson — eða á eg að kalla hann sínu rétta nafni og segja: Silky Silas? — er sá lang-slungnasti njósnari í kvenbúningi, sem til er í öllum Bandarikjunum, og högg hans eru þung og nóg til að gjöra hvern þann vitstola, sein fær þau -á höfuð- ið. Hann hefir með þeim gjört marga ruglaða, og það er ekki til vitskertra stofnun í landinu, sem ekki hefir cinn eða fleiri innan veggja af mönnum, sem fyrir höggum hans hafa orðið og mist ráð og rænu sein af- leiðing af þeim”. “Samt gengur hann laus og er í þjónustu þinni”, sv-araði eg. “Eg hefi allar tegundir af fólki í þjónustu minni”, svaraði Johnson, “svo lengi, sem nokkurt gagn er að því. Það virðist, sem eg hafi einnig komist svo langt, að ráða í þjónustu mína dauðhausa eða hauslausa menn”. Hann fór að blaða í skjölum á borðinu, um leið og hann talaði síðustu orðin. En eg sá það á svip hans að eg átti síðasta bitann. ó, hvað mig langaði til að rjúka á hann og berja hann! En eg stilti mig. En svo gjörði eg það, sem var að mínu áliti næst bezt, og það var að draga upp úr vasa mínum bankaávisanina, sem hann hafði fengið mér síðast, fyrir mánaðarkaup mitt, og sem eg var ekki búinn að víxla, og henti henni á borðið hjá honum, um leið og sagði með töluverðum hita og þykkju í rómnum: “Þarna er partur af þvi fé, sem eg skulda þér fyrir fyrirhöfn þína i sambandi við skjölin mín; en hinn hlutann getur þú fengið, er þú afhendir mér skjölin aftur”. Johnson tók upp ávisanina af borðinu, hallaði sér aftur á bak i stólnum og mælti með sama glottinu á vörunum: “Þó eg nú segði þér, að alt væri búið í sam- bandi við skjölin, þá gætir þú ekki staðið við þinn part af samningnum”. "Hvernig veizt þú það?” “Þú átt ekki fimm hundruð dali á bankanum. Silky Silas, sem elskar þig ekkert, komst að því fvrir mig. Hann hefir haft þann starfa á höndum undan- farinn tíma, að grenslast um hagi þína. Hann elskar þig ekki, sagði eg áðan; en hann elskar ungfrú Ethel Reed, og það jafnvel meira og heitara en þú gjörir sjálfur”. Eg reis á fætur og tók til baka bankaávísanina. Án peninga gat eg ekkert gjört, en fimtán hundruð doll- arar gátu orðið til þess, að hjálpa mér talsvert út úr yfirvpfandi vandræðum, sem voru mér nú sjáanleg. “Þetta er hyggilegra af þér”, mælti Johnson. — “Þessi hegðun þín endurreisir ögn traust til þín”, bætti hann við.— F’ólk sagði, að Johnson talaði aldrei vel til nokkurs manns, nema til þess að marg endur- gjalda það með illmælgi rétt á eftir. “Þar sem eg þykist nú sjá, að þú hafir ákvarðað, að halda áfram að vera i þjónustu minni, þá vik eg að því atriði, sem eg mintist litilsháttar á áðan; en það eru skjölin. Þau eru nú i mínum höndum, og eg sé ekki neitt það, sem getur aftrað þvi, að þau haldi á- fram að vera það”. “Ekkert nema þinn eigin heiður”, svaraði eg. — “Mig minnir, að eg hafi minst á það við þig áður. En hvað verðmæti þeirra við kemur, þá eru þau ef til vill ekki nema litils eða einskis virði”. “Án þess að skýra f.vrir þér innihald skjalanna, þá get eg fullvissað þig um það, að þau eru mjög mik- ils virði”, sagði Johnson. “Eg hefi nú haft þá hugmynd, að þú myndir trauð- lega hafa gjört mér þau boð í þau, sem þú hefir gjört, ef þú álitir þau ekki mikils virði — til þin, að minsta kosti”, svaraði eg. “I sambandi við þessi skjöl hefi eg verið kallað- ur yfir hafið. Eg fer til Evrópu á morgun og tek skjöl- in með mér, — ekki beinlinis til að nota þau, heldur til þess að vera viss um, að þau séu í góðri geymslu”. “Þá býst eg við, að réttast væri, að eg yrði þér sam- ferða yfir hafið”, svaraði eg. “Eg þarf ekki á skrifara eða ferðafélaga að halda”, sagði Johnson. “En ef svo væri, þá veldi eg mér sjálf- ur aðstoðarmann”. “En eg lit á málið frá praktiskri hlið”, mælti eg. “Við erum báðir riðnir við þessi skjöl, nú orðið, og mér finst, að við hjálpumst að því, að koma þeim i peninga. Það er enginn efi á, að þau eru gullnáma til einhvers”. “Þessi skjöl gefa enga leiðbeiningu í því, að hægt sé að búa til gull úr sjávarvatni eða silki úr svinseyr- um”, svaraði Johnson. “Það getur skeð að eg hafi lesið þau rangt, en eg held þó varla”. “Það er varla hugsanlegt”, svaraði eg; “þú hefir eflaust lesið rétt' Þú myndir naumast kasta þúsund dollurum út á mánuði fyrir eitthvað, sem þú værir ekki alveg viss um að borgaði sig”. Johnson stóð nú á fætur og tók að ganga um gólf með hendurnar krosslagðar f.vrir aftan bakið. 1 full- ar fimm mínútur gekk hann þannig um gólf og var við og við að renna til mín augunum, einsog til að lesa út úr andliti mínu þau áhrif, sem orð hans hefðu haft á mig. Eg reyndi að láta enga breytingu sást á mér, en er þó í efa um, hvort mér hefir tekist það, því mér var mikið og þungt niðri fyrir. “Um síðir er eg held eg búinn að finna ráðning- una að þessum örðugleikum”, mælti hann um leið og hann settist aftur á stólinn. “Við skulum hugsa mig einsog banka, sem hefir látið þig fá peningalán og tek- ið skjölin sem tryggingu fyrir láninu. Þú hefir svo vissan tíma til að innleysa þau; en ef þér tekst það ekki, — nú, ja, á þann hátt græða bankar fé sitt”. “Og hvað er sá tími langur, sem þú hefir hugsað að gefa mér til að innlevsa skölin?” sagði eg. “Þangað til um miðjan dag á morgun”, sagði John- son. “Skipið, sem eg fer ineð yfir hafið, leggur á stað klukkan fjögur á morgun, og þá þarf alt að vera kom- ið í kring”. “Þér er mjög vel kunnugt um, að eg get ekki haft upp þá peninga, sem eg þarf á þeim tíma. Annars m.vndir þú ekki bjóða þetta”. “F’inmitt þess meiri ástæða fyrir þig að selja mér skjölin”, sagði Johnson. Svona, koindti nú og vertu sanngjarn við sjálfan þig; stattu ekki í þínu eigin Ijósi. Náðu þér i talsverðan auð á þenna hátt og svo getur þú farið eftir eðlisávísan þinni”. Eg sk.vldi, hvað hann átti við. Hann meinti, að eftir að eg væri búinn að selja skjölin og ná á þann hátt nokkru fé, þá fyrst væri tími fyrir mig að reyna að ná ástum Ethelar. En svo var Johnson sá maður, þegar hann vildi það við hafa, að mér var ómögulegt að vita, hvort hann meinti það sem hann sagði. Vildi eg þvi ekki eiga neitt á hættu í þessu efni og harðnaði þvi enn meira á móti honum. “Eg ætla ekki að láta kúga mig til að ná aftur minni eigin eign”, sagði eg. “Þinni eign!” sagði Johnson i grimmum róm. “Já, skjölin til heyra mér fremur en þér, sem átt ekkert tilkall til þeirra af nokkurri tegund”, svaraði eg, og reyndi að gjöra mig borginmannlegan í róinn- um. “Að hafa hiotina í sínum höndum er nú á tímum partur af eignarréttinum i augum laganna”, mælti Johnson reigingslega. l>ú virðist þá ákveðinn í því, að afhenda mér ekki skjölin aftur, að svo stöddu”, mælti eg og færði mig nær honum. “Já, og liað fyrir mjög góðar ástæður, minn kæri vinur. Og þú ættir sannarlega að vera mér þakklátur fyrir, og værir það eflaust líka, ef þú gætir skilið á- stæðuna; en hana segi eg þér ekki úr því þú ert á- kveöinn í því, að selja mér ekki skjölin”. Johnson leit til mín um leið og hann sagði þetta, einsog hann byggist við, að forvitni mín yrði mér yfir- sterkari. Og satt að segja, þá var eg korninn á flugstig með að selja skjölin og gefa alt upp. En Johnson hafði gjört mér rangt til og hann hafði byrjað á því að taka mig röngum tökum. Eg ætlaði mér því, að halda áfram að uppástanda, að fá mín skjöl atfur, eða fyrir þau þá upphæð, sent eg væri ánægður með. Og það lét eg honum ótvírætt í Ijósi; en hann svaraði því aðeins, að hann myndi þá nauðga þau út úr mér með sínum ráðum. “Því verra fyrir þig”, hélt Johnson áfram. “Þú hefir þá ekki um neitt að velja. Það er ekki nema tímaeyðsla fyrir háborinn Englend- ing, að þreyta við Johnson. Þeir hafa margir reynt það, en enginn borið sigur úr býtum ennþá. Og hefir þó margur þeirra verið líklegri til stórræða, en þú ert í mínum augum”. “Herra trúr”, mælti eg, “þú hlýtur að álíta mig skrítna tegund af fugli, ef þú býst við að geta reitt af mér fiðrið svo auðveldlega. Þú mátt ekki halda, að eg hafi verið það flón, að búa ekki ahnennilega um hnút- ana á réttum stað”. “Hvað var það?” spurði hann i mesta flýti og sá eg nú i fyrsta sinni að honum brá ögn. Fig hafði óaf- vitandi snert einhverja sára taug hjá honum. “Eg á afskrift af skjölunum”, svaraði eg. Honum auðsjáanlega likaði þessi fregn illa, en var þó að reyna að láta ekki á því bera. “Afskrift af skjölunum myndi reynast þér-eins gagnslaus og skjölin sjálf”, svaraði hann í hálf vand- ræðalegum róm og með uppgjörðar hreysti. “Til mín, ef til vill”, mælti eg; “en eg hefi vin heima mér til aðstoðar. Hann er sá helzti í njósnara- deildinni og hann fæst helzt af öllu við svona löguð leyndarmál”. Eg sá alt af betur og betur, að Johnson var að tapa sér. Hann rak nú upp ofurlítið undrunaróp, en kæfði það eins fljótt og hann gat, svo eg skyldi ekki taka eftir því. “Hefir þú þessa afskrift með þér, sem þú talar um?” spurði hann eftir stundarþögn. “Hinn mikli Johnson ætti að geta svarað þessu sjálfur”, sagði eg, “þar sem þú virðist vera búinn að taka mína prívat eign undir verndarvæng þinn og eg hefi ekkert ineira um hana að segja”. “Atvikin eru á móti mér nú í svipinn”, sagði Johnson. “En eg mun vinna sigur um síðir. Við erum báðir að leika sömu rullu. Við viljúm báðir verða sig- ursælir. Eg berst fyrir heiðri mínum og mannorði; en þú fyrir tvöföldum launum: peningum og kven- nianni. Enginn getur haft nema eitt göfugra takmark til að stefna að”. “Og hvað er það takmark?” spurði eg. “Að vernda sitt eigið líf”, var svarið, sem John- son gaf mér, og svo bætti hann við: “Ef þú heldur á- fram í sömu átt og þú hefir stefnt í nú um tíma við- víkjandi þessum skjölum, þá er ekki lífsvon þín nein og tilvera þín einskisvirði”. “Það gæti skeð, að eg breytti skoðun minni, ef þú létir mig vita, hvert leyndarmál þessara skjala er”. sagði eg. “Iíg hefi alls enga heimild til að gefa þér svo mik- ið, sem hið allra minsta hugboð um meiningu þeirra, hvað þá nokkuð meira”, svaraði Johnson, og var nú gamla glottið komið á andlitið á honum. “Og þú, sem föðurlandsvinur”, hélt Johnson á- fram, “myndir ekki óska eftir þvi, að neinu því liku, sem innifelst i þessum skjölum, væri uppljóstrað um þitt eigið föðurland”. “En sem föðurlandsvinur myndi eg ef til vill kjósa það, að það leyndarmál, sem þessi skjöl geyma, kæm- ist upp og yrði alþýðu kunnugt”, svaraði eg. “Eg dreg það af framkomu þinni í málinu. að þessi skjöl inni- haldi mjög hættulegt leyndarmál; og gæti það orðið föðurlandi mínu fyrir beztu, ef til vill, að það kæmi i dagsljósið”. Svo langt sem þetta nær, þá hefir þú algjörlega rétt fyrir þér. En minn kæri vinur, nú ætla eg að spyrja þig í siðasta sinni: Viltu selja mér skjölin al- gjiirlega eða ekki? Viltu gjöra þau beztu viðskifti fyrir sjálfan þig, sem þú hefir nokkurn tíma gjört á æfi þinni? Mundu það, að þú ert miður heiðarleg per- sóna. Þú hefir komist yfir þessi skjöl á óheiðarlegan hátt; en samt hefir þú nú tækifæri til að auðga þig á þeim svo um munar, og þér muni duga alla þína æfi til lífsviðurværis, með því að gefa þau upp aftur. Og mig grunar, að þú getir einnig gjört aðra persónu lukku- lega í lifinu. Láttu mig nú heyra. Viltu vera heiðvirð- ur inaður gagnvart sjálfum þér og þeirri, sem elskar um fram alt?” Eg stóð upp af stólnum og hnepti að mér frakkan- um, einsog eg væri að undirbúa mig til að taka á móti Johnson í handalögmáli, um leið og eg sagði: “Já, hr. Johnsön, eg vil vera heiðvirður maður”. Eg sá glcði og ánægju glampa bregða fyrir í aug- um Johnsons; en sá glampi hvaif eins fljótt og hann varð til, er eg hélt áfram og sagði: í‘Já, eg vil vera föðurlandsvinur”. “Það meinar”, sagði Johnson, “að þú ætlar þér að linna stjórn föðurlands þíns?” “Það meinar”, svaraði eg, “að eg sigli til Evrópu á morgun klukkan fjögur eftir hádegi”. Hann svaraði mér engu; en á þann sama leyndar- dómsfulla liátt og eg hafði áður orðið var við í húsum Johnsons, voru nú komnir tveir efldir karlmenn inn í herbergið til okkar og stóðu sinn við hvora hiið á mér. Mér fanst eg skilja nú enn síður en áður á hvaða hátt þeir hefðu komið inn, eða fyrir hvers orð eða skipanir þeir voru þar. “Þið litið eftir því”, sagði Johnson, og beindi orð- um sínum til þessara raanna, “að þessi maður fari ekki neitt burtu úr New York, þar til eg kem aftur heim”, og hann benti á mig. Þess tveir menn hneigðu sig til samþykis um það, sem þeim var skipað af yfirmanni þeirra, og voru svo á svipstundu horfnir út á hinn leyndardómsfulla hátt, sem þeir höfðu komið inn. “Ef eg hefði kært aiig um það”, sagði Johnson, “þá hefði eg getað gefið þessum tveimur mönhum, sem gengu út héðan rétt í þessu, skipun um að færa þig héð- an burtu, svo engin spor sæust eftir þig neins staðar. Þess háttar myndir þú hafa kallað stjórnarfarslega hegningu fyrir óhlýðni þina og ófrómleik við stjórn föðurlands þíns. En nú kaus eg ekki að fara þannig með þig. Mér er farið að falla of vel við þig til að beita þig þannig löguðum brögðum. Eg skoða þig eitt af þessum einföldu börnum heimsins, sem þarf að varðveita, svo að þau fari sér ekki að voða. Eg vil þvi vernda þig gegn þinni eigin heimsku, ba*ði sökum sjálfs þíns og þinnar elskulegu heitmeyjar ungfrú Eth- elar Reed. Mér er umhugað um, að vaxa í áliti hjá henni, og eg held að mér takist það ennþá”. “Eg gjöri ráð fyrir, að ef sannleikurinn kæmist að í nokkru, þér og þinni starfsemi viðkomandi, þá mundi það koma i ljós, að jafnvel ungfrú Reed er í þjónustu þinni”, hreytti eg út úr mér, þvi mér hálf- sárnaði, að hann skyldi fara að blanda ungfrú Reed inn i málið. Johnson hagræddi sér í sæti sínu og brosti hæðn- islega, og var auðséð á andliti hans, að hann fann full- komlega til þess, að eg var þarna á valdi hans. “Þú ættir ekki að hugsa til þess”, mælti hann, “að fara burt úr New York, með aðra eins menn á hælum þér og Silky Silas er og inaðurinn, sem kom með þér yfir hafið, svo eg ekki tali um þriðja manninn”. “Hver skyldi þessi þriðja persóna vera, sem telst í tölu sporhunda þinna og sem inér stafar hætta af?” spurði, eg og varð eg nú sjálfur var við það, að eg skifti litum, en vissi þó ekki af hverju. Johnson hló nú upphátt um leið og hann svaraði: “Utanríkis-njósnari, sem nefnir sig Heilborn”. XV. KAPÍTULI. A lystigarði uppi á húsþaki. Yfirmaður minn, hinn mikli Johnson, sigldi á- leiðis til Englands á hinum tiltekna tíma, og sá eg hann leggja frá landi. Hann var siðasti maðurinn, sem fór um borð i skipið. Hann leit framan í mig illmannlega um leið og hann strunsaði fram hjá mér á bryggjunni; en hann lét sem hann þekti mig ekki. Það var venja hans, að sýna ekki kunnugleik nokkrum manni. En mér fanst það rangur siður. Ef Johnson hefði í þetta skifti kallað mig afsíðis og endurtekið tilboð sitt, þá er eg sannfærður um, að eg hefði tekið boðinu; þvi nú hafði eg þá óviðfeldnu tilfinningu, að hvar sem eg fór, þá var mér alt af veitt eftirför, og hvað sem eg að hafðist, þá vissu það einlægt vissir menn. Svoleiðis tiifinning er óholl og eyðileggjandi. Dag og nótt þar til Johnson kæmi heiin aftur, myndi eg vera umkríngdur þessum ósýnilegu og ó- þektu fjandmönnum mínum; og þó eg gengi laus, sem frjáls maður, þá var það ekki nema nafnið tómt. Eg var fullviss um það, að i þeim mannfjölda, sem var á bryggjunni til að sjá skipið sigla af stað, var ein- hver, sem hafði þann starfa á hendi, að vakta allar hreyfingar mínar. En eg hafði enga minstu hugmynd um, hver það var. Það gat vel verið einhver af hinum velklæddu mönnum, er voru að fylgja farþegunum til skips; og það gat líka eins vel verið einhver maður í verkafötunum, sem var að hjálpa til við fermingu skipsins. Eg hafði ekki séð nógu vel þá tvo menn, sem Johnson hafði kallað inn síðast á skrifstofu sína og gefið þær skipanir að passa mig vel og láta mig ekki fara burtu úr New York, — til þess að geta þekt þá aftur; og jafnvel þó svo hefði verið, aoeg hefoi tekið vel eftir þeim, þá mun<Iu þeir nú vera þannig búnir að eg gæti ekki þekt þá aftur. Eg varð þreyjulaus af ótta og óvissu, og álasaði sjálfum mér harðlega fyrir, að hafa ekki komist að samningum við Johnson. Það var eins ástatt fyrir mér og honum: Eg hafði í hjarta minu ásett mér, að koma vissum málum í framkvæmd, en eg hafði ekki þá fullkomnu vissu um/sigur, sem hann virtist hafa. F]g skyldi hafa gefið alt, sem eg átti, til þess að fá fullkomna vissu um tilgang ferðar hans til Evrópu. Það gat verið, að hann væri einungis að leika á mig og gjöra mig hugsjúkan, og ef skipið ætti afturhvarf innan fárra daga, að hann þá kæmi með þvi til baka. En þar sem sannleikurinn var sá, að eg hafði sjálfur séð hann með mínum eigin augum um borð i skipinu eftir að það var siglt af stað frá bryggjunni og næsti hafnarstaður var ekki fyrri en i Queenstown, þá gat það ekki verið. Eg held, að hann hafi af ásettu ráði gcngið upp á þilfar, þegar skipið lagði af stað, til þess að eg skyldi sjá og sannfærast um, að hann væri um borð. GJOF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Strí?5skortlt5 er naut5synlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vlt5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Elnnlg er prentab aftan á hvert kort upplýslngar um hinar ýmsu þjóóir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi iandanna, herstyrkur þjót5anna samanburt5ur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKKA YPIR HEIMSKRING1.U PREMIUR. Brót5urdóttir Amtmannsins. 2r*c. Ættareinkennit5 ........ Dolores ............. :t5c. Sylvia ............... 25c. Lára .................... 25c. Jón og Lára............. 2Sc. Ljósavört5urinn ........... 35c. Strít5skort Nort5urálfunn?r. S3c. TheViking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.