Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 1
♦ Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phonex Muin 194. Nlffht and San- day Sher. 2667 2S9 DOXALD STREET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. MAÍ, 1915. Nr. 33 ROBLIN STJÓRNIN P .. Þjóðverjar sökkva skipinu ‘Lusitania’ FER FRA VOLDUM Sir. Rodmond P. Roblin, K.C.M.G. Yfirlýsing Sir R. P. Roblins Á hinu seinasta þingi komu fram umkvartanir um yfirborgun og ýmislegt fleira í sambandi við hinar nýju binghúsbyggingar. Var þá skipuð konungleg nefnd til að rannsaka mál þessi. Réttur nefndar þessarar til að ræða þessi mál og skipan hennar hefur vefengd verið. En all-langur tími þarf til að líða áður en lögin verða búin að skera úr málum þeim. Stjórnm telur dvöl þá óheppi- lega og hindra framgang opinberra mála. Þegar nefndin hinna opinberu reikninga sat á þingi komu fyrir hana vitnisburðir ýmsir, er voru þess valdandi, að stjórnin setti stjórn- arnefnd til að rannsaka þetta. Afleiðingin af því og framburður lög- manns kontraktoranna sannfærði stjórnina um það, að nauðsynlegt væri að jafna málin milli stjórnarinnar og kontraktoranna. Stjórnin sá einnig að betra væri og ánægjulegra fyrir þjóðina að hin nýja stjórn jafnaði mál þessi. Stjórnin hlýtur og að viðurkenna, að samkvæmt stjórnarskránni er hún ábyrgðarfull fyrir gjörðum þjóna sinna hvað mál þessi snertir. Af þessum ástæðum hefi eg sagt upp embætti mínu til hins heið- arlega Lieutenant Governor, og mælt með því að hann kveðji Mr. T. C. Norris, M. P. P., foringja andstæðingaflokksins, til að mynda nýja stjórn. Eg skirrist ekki við að segja, að það hefur hvatt mig til úrslita þessara ekki all-lítið hvernig kosningar fóru í Júlí 1914. Niðurstaða þeirra var sú, að fylgi það er eg hafði hjá kjósendum fylkisins þvarr ekki lítið. Við það tækifæri komu fram ýms mál, sem hér þurfaek ki að greinast, en þau leiddu til þess, að margir hinir fyrri vinir mínir, hættu að styrkja mig. Eg vil þó bæta því við, að aldrei hefur nokkur maður í fyllra mæli notið fylgis og aðstoðar frá embættisbræðrum sínum, þingmönn- um og kjósendum fylkisins, en eg hefi haft heiður af að njóta. Fyrir þetta er eg stórlega þakklátur. Hvað sjálfan mig snertir, þá finn eg það, að eg með réttu get sagt að eg hefi neytt einhæglega allra minna krafta og hæfileika í um því nær 35 ára skeið, í ýmsum stöðum til þess að efla hag fylkis- ins og þjóðarinnar eftir bestu vitund. Eg er fús að játa, að mér kunni að hafa yfirsést. En þegar eg nú legg niður stjórntaumana, þá gjöri eg það með þeirri staðföstu sannfæringu, að þegar hjá er liðinn bardagareykur flokkanna í stríði því sem eg hef staðið svo fram- arlega í fylkingu, þá munu menn viðurkenna að verk mín hafi þó orðið fylkinu að nokkru verulegu gagni. Eg hefi fengist við opinber mál alla tíðina síðan menn fóru fyrst að mynda stjórn hér í Manitoba. Og fimtán ár af tíma þeim hefur það verið hlutverk mitt að vera forsprakki málanna og stýra gangi þeirra og leysa ráðgátur þær, sem smgtt og smátt eru upp að koma í þessu unga fylki. En hvort þau störf mín eru nokkurs virði er eg fús láta samlanda mína og komandi sagnaritara fylkisins skera úr. Og þegar sagnaritarinn fer að minnast þeirra sem borið hafa ábyrgð sem forsetar, þá treysti eg því, að hann viðurkenni, að eg hafi þó tekið upp ný mál um eitt og annað, er hafi hjálpað tif að gjöra Manitoba að því fylki sem hún nú er og á eftir að verða—einn hin ríkasti og þýðingar- mesti hluti Bretaveldis. Eg finn það, að þeir, sem hafa styrkt mig, og þeir, sem hafa verið annarar skoðunar hljóta að játa það, að eg hafi fullan rétt til þess, að láta öðrum yngri mönnum eftir verk það, sem eg hefi unnið á umliðinum tíma og njóta sem borgari, lífsins og hvíldarinnar eins og aðrir sem lifa í þessu vaxandi velstandandi fylki. Eftirmaður minn hefur verið þingmaður ásamt mér um langa tíð, og ber eg honum hlýjan hug og treysti því, að undir forustu hans njóti fylkið hagsælda og vellíðanar og vaxi og dafnist ekki síður, heldur frekar, en á tíma þeim sem eg hef stjórnarformaður verið. Hon. T. C. Norris Hon. Thos. H. Johnson Hin nýja stjórn verður skipuð þannig: Premier—T. C. Norris Provincial Treasurer—Edward Brown Attorney General—A. B. Hudson Minister of Public Works—Thos. H. Johnson Minister of Education—R. S. Thornton Minister of Agriculture—J. D. McGregor Provincial Secretary—Valetine Winkler Nú var gleði niikil í Berlín, er fréttin kom, að neðansjávarbátur Þjóðverja hefði sökt “Lusitania”, far þegaskipinu fríða, með hálfu öðru þúsundi farþega. Blöðin þýzku komu út með stóru letri, er greindi frá “sigri” þessum. Það hefir hlakk- að i Vilhjálmi. Hann hefir lengi ekki séð jafn glaðan dag og þennan. “Svona skal eg sigra", hugsar hann; “svona skal eg tortíma öllum óvin- um minum!” , Það var á föstudaginn þann 7. mai, að hið mikla far|)egaskip “l.us- itania’’, eitthvert mesta og fegursta | farþegaskip í heimi, kom upp að ír- j landsströndum, á leið sinni frá New I York til Liverpool. Allir á skipinu I voru glaðir og kátir, þvi að bráðum var til hafnar komið. Fólkið á 1. farrými sat að borðum kl. 2 e.m. En uppi á þilfarinu sá vörður skipsins stroinpi skjóta uþp a neða.i sjávarbát eitthvað 1000 yds. i burtu, og rétt á eftir sást torpedó vaða sjó- inn frá bátnum með feykihraða, og á sama augnabliki kom höggið og smellurinn, og svo kom önnur strax á eftir. Hitti önnur skipið frarnnr- lega, en hin aftar, í vélarúmið. Báð- ar brutú þær alt, sem fyrir varð, og tættu og slitu fólkið sundur, sem í náinunda var. Skipið lagðist úndir eins á hliðina, og að nokkrum min- útum liðnuin var það sokkið. Sumir segja að 10, aðrir 15 eða 20 og ein- staka 30 mínutum eftir að torpedó- in hitti skipið. En flestum ber sam- an um það, að skipið hafi sokkiö iniian 15 mínútna. Sagt er að Þýzk- ir hafi sent skipinu 4 drápsvélar, en aðeins 2 hittu. Þeir hafa ætlað að vera vissir. Skipstjórinn Turner yar á skips- brúnni og lét strax renua út baíuin, sem hægt var, og margir liaðu sér björgunarhringum. En skipstjórinn sat sjálfur þarna sem hann var kom- inn, og fór niður með skipinu; en hafði bjarghring og var bjargað 3 klukkustundum seinna. Undir eins og skipið fékk skotið, var því snúið til lands, en það var 10 eða 13 míl- ur undan landi, þar sem Kindale heitir, skaint frá Queenstown á ír- landi. Tími gafst til að kalla um hálp með loftskeytum, og komu skip og bátar óðara að bjarga. En fjöldi þeirra, sem lifandi voru úr sjó dregn ir, dóu áður en þeir komu á land. Eitthvað 2,160 manna voru á skip- inu. Þar af um 1300 farþegar og um 800 skipsmenn. Af þeim öllum hafa farist eftir siðustu fregnum 1457 manns. Hinir björguðust, en margir dóu, sem með lifi varð bjarg- að, og hefir þyi einlægt verið að aukast tala þeirra, sem létust. Mikið var á skipinu af stórmenn- um Bandaríkjanna, millíónerum og rithöfundum og öðrum þjóðfrægum og jafnvel heimsfrægum mönnum. Þar á meðal Elbert Hubbard, heims- fra'gur rithöfundur; auðmaðurinn Alfred G. Vanderbilt; Charles Klein, Charles Frohman, Dr. F. S. Pearson. Þessir fórust allir. , Merkir Þjóðverjar i Bandarikjun- um, svo sem Victor E. Ridder, segja, að þetta hafi verið rétt og nauðsynja verk fyrir Þjóðverja. En allur heimur stendur undrandi yfir sóðaverki þessu. Menn sjá nr margir, sem áður voru blindir, við hverju má búast, ef að örninn þýzki blaktir sigri hrósandi yfir Breta- veldi, og þar á eftir yfir öllum heimi. En þetta er ekkert annað en bein af- leiðing af hinni þýzku menningu,— hinni þýzku heimspeki. — l>etta er hinn eini og sanni “Kiiltur” eftir skoöun og sannfteringu Þjóðverja! Bandaríkin eru sem þrumulostin. Þeir Wilson og Bryan standa ráða- lausir og höggdofa. Þeir hafa ekki séð eða skilið hina þýzku menning fyrri, sem margur maðurinn annar, og nú vita þeir ekkert, hvernig þeir ■ skuli snúa sér. Bryan er farinn að - gjöra fyrirspurnir til Þjóðverja, hvort þetta hafi virkilega verið meining þeirra. — Og þó eru Þjóð- verjar áður búnir að sökkva bæði skipum og mönnum fyrir Banda- rikjunum. En Bandarikin geta eig- inlega ekkert. Flotinn er ónýtur, að þvi er þeirra beztu menn segja, sem þvi eru kunnugastir. Herinn er til að brosa að. Einar 75 þúsundir! Hvaða þýðingu hefði það, að senda þá á móti Þjóðverjum? Og nú gætu þeir ekki tekið þá alla; eitthvað þyrfti að vera eftir i landinu. En að taka óæfða tnenn og senda þá, er að senda þá á sláturvöllinn. Og bill- iónir dollaranna? Ætli að jiær bíði ekki þangað til Þjóðverjar koma eftir þeim? Þvi að áreiðanlega eru þeir vissir að koma, ef að jieir sigra bandamenn Evrópu. New York borg fékk fregnina um kveldið þann 7. maí, og kom þaðan fregn hingað um miðja nótt. Þá var öll hin mikla borg i uppnámi. Frá Bronx til Brooklyn, frá Staaten Is- land norður til trtjaðra borgarinnar söfnuðust menn í stórhópa á stræt- unum, í hundruðum þúsunda hér og hvar um borgina, og heimtuðu: stríð! — strið tafarlaust!. — Aldrei hefir annar eins æsingur gripið New York búa síðan herskipið Maine var sprengt upp á Havana- höfn. Lögregluþjónarnir gátu ekki við neitt ráðið, enda voru þeir sam- huga borgarmönnum. Stórir hópar, þúsundir manna i hverjum, eða tug- ir þúsunda, stóðu við fregnspjöldiii úti fyrir prentstofu hvers einasta blaðs. Konurnar voru margar grát- andi, en karlmenn þureigðir með hörkulegan svip. Þetta voru þeir, sem áttu að sjá vinuin á bak, eða hrylti við óhæfu jiessari, eða litu fram í ókomna tímann. En New York heimtar stríð. hvað sem verða kann. 26 af farþegum á “Lusitania” voru frá Winnipeg, og af þeim vita menn að !) hafa bjargast. Y'fir 100 voru úr Vésturfylkjum i Canada og fjöldi úr Austurfylkjunum. Toronto borg er sem þrumulostin. Sama mun um allan heim. London, Paris, Rómaborg, — allstaðar fer hrylling- ur um fólkið. Það mun hafa hert svo á Itölum, að þeir sitja nú ekki kyrrir lengur. Þeir Þjóðverjar, sem eftir voru á ftalíu, flýta sér burtu þaðan althvað fætur toga. Maður einn frá Stratford, Myers að nafni, komst lífs af “Lusitania” og segir hann svo frá: , “Eg fór undir eins niður i káet- una, er eg sá fyrstu torpedóna koma vaðandi sjóinn og náði mér bjarg- liring og flýtti mér upp aftur. Með nokkrum öðrum fór eg að leitast við, að koma út báti, en dragreipin flæktust svo, að við gátum ekki lát- ið bátinn síga niður. F7n á meðan hélt jjkipið áfram að síga niður, og leit ut fyrir, að við sykkjum með því. Loksins fann einn okkar exi og hjuggum við kaðlana og gátum los- að bátinn. Vorum við komnir rétt um 200 yards frá skipinu, þegar það sökk. Hundruðum saman sökk fólkið með skipinu. Voru hljóðin voðaleg, bæði karla og kvenna, þegar fólkið sogaðist niður á eftir skipinu. Það var dauðavein þessara aumingja manna, og voru þá margir i bátnum, sem byrgðu augu sín og eyru. Við horfðum þarna á fólkið drukna og revndum jió alt, sem við gatum, til að bjarga, og seinast var bátur vor orðinn svo hlaðinn, að honurn lá við að sökkva. Margt af fólkinu var dregið upp meira eða minna nakið í bátana og sumt af jivi var siert og limlest af sprengingunuin, sem sumir sögðu að hefðu verið þrjár, þó að flestum beri saman um, að þær hafi aðeins verið tvær”. Fallinn á vígvellinum. Á mánudaginn var koin sú sorgar- fregn með simskevti frá hermála- deildinni, að Alexander Lorne Mc- Xeil hefði fallið í einni orústunni við Langemarck. Hann var i 90. herdeildinni, Company A. (sama Company og Hermannsson heitinn). McNeil var kvæntur islenzkri konu, Ingibjörgu, dóttur hjónanna Jóns og Margrétar Helgason, að 648 Mary- land st. McNeil heitinn var ungur maður, fraingjarn og áræðinn, og var með hinum fyrstu, sem bauð sig fram til hjálpar föðurlandinu, þegar það þurfti á að halda. Hann hefir skrifað konu sinni við hvert tæki- færi síðan hann fór i stríðið og síð- asta bréf hans er skrifað i Relgíu 11. april. Þau hjón áttu einn son, sem nú er tæplega ársgamall; hið efnilegasta barn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.