Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEI.MSKRINGLA WINNIPEG, 13. MAf, 1915. r UPP MEÐ BONDANN (iii.) Um vegi og vegagjörð. Eflir H. F. Danielsson. (Niðurlag). “.... breiðir sig veijurinn sléllur sem fjöl og sólbjarminn rjyllir greiðfœran spöl”. Breidd og lögun vegarins. Breidd vegarins verður að haga eftir þörfum. Þar sem ekki er mikil umferð, er nægilegt að yfirborð hans sé 16—18 fet. Sé vegurinn vel þurr og upphækkun þar af leiðandi litil, má aka út af, ef þörf krefur, þá er menn mætast. 1 því tilfelli má komast af með hann töluvert mjórri. Aftur á móti, liggi vegurinn yfir foræði, þar sem hættulegt er að fara lit af, verður hann að vera fult svo breiður, sem áður er sagt. Yfirborð vegarins er látið halla frá miðju til beggja hliða. Þetta er gjört með því áformi að láta vatnið renna af honum, sem fljótast, án þess að síga niður og bleyta hann. Þessi hulli ætti að vera einn þuml- ungur á hverju feti breiddar. Eftir því yrði vegur, sem væri sextán feta breiður, átta þuml. hærri í miðju en á ytri brúnum. Þar sem vegurinn liggur upp í móti, má auka þennan halla til þess að fyrir- byggja, að vatn renni langsetis seftir honum og orsaki skemdir. Halli á hliðum upphækkunar vegarins niður að jörð, er vanalega fet á hverju feti. En þar sem skarð er grafið niður í hól, sem vanalega er gjört til að draga úr hallanum, er hallinn á brúnum skarðsins niður að veginum, eitt fet á hverju einu og hálfu feti. Þessar reglur gilda þó ekki þar sem jarðvegur er mjög sendinn, þar verður hallin að vera minni. Vega-ræsi. Ræsi eða skurðir, sem grafnir eru til hliðar við veginn, ættu að vera þannig úr garði gjörðir, að vatn renni hindrunarlaust ef.tir þeim og sitji ekki i þeim til lengdar. Til þess að gjöra ferðalög.hættu- minni, og einnig til þess að draga úr kostnað við vegavinnu, ætti að grafa þessa skurði breiða en grunna og hafa líðandi halla niður í þá beggja vegna. 1 því tilliti, að hest- ar fælist, svo að þeir hlaupi út af veginum og yfir skurðinn, þá getur það “gengið einsog í sögu” séu skurðirnir ekki um of djúpir. Það, hvað skurðurinn er langt frá veginum, er að öllu leyti komið undir því, hversu votlent eða þur- lent vegastæðið er. Mest ríður á þvi, að koma vatninu sem Iengst frá veginum, án þess það sígi niður í hann. Þar sem sendinn er jarðveg- ur, þarf þvi skurðurinn að vera nær veginmn, heldur en þar sem minna er sendið. Vegalengd frajpniðj um vegi út í miðjan skurð, ætti í engu tilfelli að vera minni en 14 fet. Vegur í halla. Þáð er vanalegt að draga úr halla með því að sniðskera brekkur, krækja fyrir hóla, eða grafa skarð gegnum hóla. Sé lítill hallinn, þá getur borgað sig að grafa skurð í gegnum hann. Það máske kostar meira, en vegurinn verður styttri. Þar af leiðandi getur kostnaðurinn meira en unnist upp. Þar sem vegur liggur upp í móti, ætti hallinn ekki að vera meiri, en fjiigur til sex fet á hverjum hundr- að fetum. Hvað má ætla hrossi a3 draga? Einsog kunnugt er, þá jafngildir hestaflið 550 pundfetum á einni sekúndu, eða 33,000 pundfetum á mínútu. En pundfet er það kallað þá lyft er einu pundi eitt fet á einni sekúndu. Hross, sem nær sæmilega góðri fótfestu, á góðum vegi, getur dregið æki með 2Vi mílu hraða á klukku- tíina, í 10 klukkutíma á dag og sex daga í viku, og haldist vel í hold- um, ef það þarf ekki að gjöra að jafnaði meira átak en sem svarar einum tiunda af þunga þess. Með þessu mundi hross, sem vegur 1,500 pund, afkasta erfiði, sem jafngildir einu hestafli. Hross getur dregið æki hundrað feta vegalengd, þegar THE CANADA STANDARD LOAN CO. Attal Slsrlfatofa, Wlnolpfg $100 SKULDABRÉF SELD TUþæglnda þelm sem hafa tmi upp- hæBir til þess atS kaupa, sér í hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst & skrifstofunni. J. C. KyJe, rðtiamaSnr 428 Maln Street, Wlnnlpeg. átakið, sem útheimtist til að færa ækið úr stað, nemur hér um bil hálfri þyngd hrossins. Með því framleiðir hrossið jafn mikla orku á tveimur klukkutimum og í áður- nefndu tilfelli á tíu klukkutímum. Ef hrossið togar sem svarar ein- um fjórða þunga síns, þá stenst það erfiðið tiltölulega lengri tíma, held- ur en þegar meira er á það lagt. Setjum sení svo, að hrossi sé ætl- að að gjöra að jafnaði átak, sem svarar einum tíunda af luinga þess, og að þvi sé fært að auka átakið, svo að það nemi fjórða parti af þunga þess. En það ineSta, sem má ætla því, í bráðliggjandi nauðsyn, er átak, sem svarar hálfri þyngd þess. Samkvæmt rannsóknum i þessu efni, þarf 100 punda átak til þess, að færa úr stað 2000 punda æki eða eitt ‘ton’ á góðum og sléttum mold- arvegi, svo tvö hross, sem vegá 1,200 pund hvert, mundu. sam- kvæmt því geta dregið 4,800 punda æki, með því að toga sem svarar ein- um tíunda þunga síns, á sléttum og hörðum vegi. En með því að toga sem svarar einum fjórða þunga sins gætu þau dregið Jietta æki upp halla, sem næmi 5 fetum á hverj- um hundrað fetum, eða 5 prósent halla. Þau gætu dregið ækið upp þann halla 400—500 feta vegalengd. Sá brattasti vegur, sem ætla mætti þessum sömu hrossum að draga þetta æki, hefði 12 prósent halla. Og niundu þau einungis megna, að færa það til lítinn spöl, og með því gjöra átak, sem næmi hálfum þunga þeirra. , Af þessu er auðsætt, að vegur í halla eykur erfiði og þar af leiðandi kostnað á flutningum. Sainkvæmt rannsóknum Gillespie kostar þriðj- ungi meira að draga æki upp 5 pró- sent halla, heldur en að draga það a jafnsléttu, og þrisvar sinnum eins mikið að draga það upp 10 prósent halla einsog á sléttlendi. Mölborinn vegur. Þegar möl er borin í veg, er æski- legast, að vegurinn sé vel síginn áður. Sé undirstaða vegarins þurr og vel pressuð, þarf ekki eins mik- ið af möl, og hún verður lengur á yfirborði hans. Aftur á móti, ef undirstaðan er blaut og gljúp, þá hverfur mölin niður i veginn eftir tiltölulega lítinn tima og hennar gætir ekki. Reynsla í Manitoba hef- ir sannað, að þar sem framræsla er ekki góð og vcgir frekar gljúpir, endist lag af mol ekki nema í svo sem fiinm ár. En þar sem möl hefir verið sett á gamlan, velpressaðan og veluppþurkaðan veg, hefir hún enst í tuttugu ár. Viðhald vega. Það er ekki minna áríðandi, að halda vegunum í góðu lagi eftir að þeir hafa verið bygðir, heldur en að byggja þá vel. Það er kostrað- arminna, að halda við sléttu yfir- borði þeirra með þar tilgjörðu á- haldi (drag), sem allir geta búið til, heldur en að byggja þá upp að nýju, eftir að viðhald þeirra hefir verið vanrækt, svo að Ieitt hefir til stór- skemda. Því er eins varið með við- hald á vegum einsog viðhald á hverju sem er, að það kostar ár- vekni og umhugsun, en lítið pen- ingalega. En sé viðhaldið vanrækt þá hefir Jiað afar mikinn kostnað i för rpeð sér. Vegagjörð er víðáttumikið við- fangsefni; það er svo margt, serii taka verður með i reikninginn Það er naumast hægt, að setja vissar reglur fyrir því, hvernig vegir skuli vera bvgðir, sökum þess að efni og ástæður, hvað vegagjörð snertir, er svo mismunandi á hinum ýmsu stöðum. Þar af leiðandi eiga sínar reglur og aðferðir við á hverjum stað. En Jress er óskandi, að inenn viðhafi gætni og varhygð, þá um vegagjörð er að ræða, og fríist þann- ig við óþarfan kostnað. Hughes Rafmagna Blðavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Góif Hreinsarar ''Laco” Nltrogen og Tungsten Lamp- ar. ttafmagns “Fixtures” 'Universal’’ Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Main 4064 Wlnnlpeg VlhgjðrtSlr af öllu tagl fljótt og vel af hendi lelstar. Járnbrautir á Islandi. Eftir Björn Kristjúnsson bankastjóra. (Eramhald). Áður en eg skilst við Ameríku til fulls, vil eg nefna Newfoundland. sem landsverkfræðingurinn ber ís- land einnig saman við. Meðal annars tekur hann þetta fram: “Að stærðinni til er Nýfundna- land (Nesvfoundland) eijina líkast íslandi, að eins einuin tuttugasta hluta stærra, umflotið af sjó einsog ísland, og að mörgu leyti nokkuð líkt um atvinnu.vegina. Fólksfjöld- inn er samt talsvert rheiri, Jiví í árslok 1912 voru þar 241,172 manns”. Þar næst skýrir hann frá lands- lagi, að hæstu fjöll séu þar 2,000 fet. Þá segir hann frá hlutfalli at- vinnuveganna miðað við fólkstölu, en ekki eftir framleiðslu, sem er Jió aðalatriðið, þegar verið er að lýsa landinu með tilliti til járnbrautar- lagningar, því með fullkomnum vel- um t. d. geta fáir menn framleitt mikinn járnbrautarflutning. Ríkisskuldir segir hann að hafi verið þar árið 1912 “102 millíónir, eða 425 kr. á raann”, og finnur hann ekkert athugavert við það. Samgöngur á sjó segir hann í góðu lagi, og að járnbrautirnar 1911 hafi verið 1236 km. og komi þá 195 í- búar á hvern km. Og svo heldur hann áfram: “Ekki þóttust Jieir hafa nóg af brautum, því árið 1910 samþykti þingið þeirra járnbrautarlög um að leggja 5 brautarálmur, sem virðast vera um 400 kin. að lengd trt sam- ans”. Og alt þetta þykir landsverkfræð- ingnum eðlilegt, og að hér séu þó menn með viti og stjórni. Og svo bætir hann við: “Fyrir lagninguna borgar stjórn- in 35 þús. kr. á hvern km., og auk þess leggur hún land til reksturs brautanna”. Hér segir verkfræðingurinn frá, að stjórnin “borgi fyrir lagninguna” 35 þús. kr. km., en getur þess ekki, hvert fé sé lagt annarsstaðar frá, beint eða óbeint. Hann segir ekki, í hvaða skyni brautirnar séu lagðar, og gefur með þvi í skyn, að braut- irnar þar séu lagðar með hið sama fyrir augum og Islendingar mundu leggja brautir, ef þeir legðu þær, e,i siðar mun sýnt verða að svo er ekki. Og loksins minnir landsverkfræo- ingurinn ekki á Jiað hér, fremur en annarsstaðar, hvers konar járn- brautir Iöndin leggja, hvort það eru 1., 2. eða 3. flokksbrautir. öll frá- sögnin er gjörð svo tvíræð og af- slepp, sem kostur er á. Og aldrei mega þær sönnu kringumstæður koma í ljós. Og svo klykkir hann út með að segja: “Eg vona, að þetta nægi til að sýna fram á, að ekki er verið að gjöra ósanngjarnar kröfur til fs- lendinga, þó farið sé fram á, að þeir hugsi til, að leggja eina 500 km. af járnbrautum í landi sínu, og skal Jiví ekki telja upp fleiri útlend dæmi”. Þessi síðustu orð hans taka þó sannarlega af skarið um það, að hann ætlast til þess, að íslendingar skoði dæmin, sem hann hefir til- fært, sambærileg við kringumstæð- ur íslands. Skilyrðin fyrir járn- brautalagningu séu svo lík. Dulargerfið. Þegar maður dregur nú dular- gerfið af þessari lýsingu landsverk- fræðingsins á Nýfundnalandi, J)á munu menn sjá, að alt annað útlit á samanburðinum verður up á ten ingnuin. Að alt bendir á, að þó þetta Iand hafi lagt þessar járnbrautir, þá fari því fjarri, að vér eigum að feta í fót- spor þess. Fjúrlmgsás tan di ð. Það er nu svo í Nýfundnalandi, að fróður maður hefir sagt mér, að mikið hafi verið ritað um það í enskum blöðum um aldamótin (í Review of Reviews), að taka beri fjárstjórnina af þessu landi (sem lýtur Englandi). Fjárhagsástand.ð var þá orðið svo slæmt, að landið skuldaði um 72 milliónir kr. Þetta umtal i enskum blöðuin hef- ir eflaust valdið þvi, að sagt er frá fjárhagsástandi þessa lands svo í Salomonsens — fjölfræðisbók: — “Fjárhagsástand slæmt og skuld landsins mikil......, sem ávalt vex vegna oflítilla tekna”. Það sýnir sig og, að skuldin hefir vaxið, því 1912.—13 var skuldin komin yfir 106 millíónir, og lands- sjóðsgjöldin á hvern mann 56 kr. 77 aurar. Það segír sig sjálft, að smáþjóð kemst ekki í slíka skuld, nema “spekúlantar” og peningavajdið hafi )ar öll tökin, með sérþekkingu verk- fræðings til sluðnings. Og að land, sem svo mikið skuldar, getur ek!;i verið fjár sins ráðandi. Og þó er afsakanlegra að leggja járnbrautir á Nýfundnalandi en á fslandi, sem nú skal sýnt verða. Hvers vegna? 1 Whitakers Ahnanak 1915, bls. 260, segir svo um Nýfundnaland “Járnbrautirnar hafa opnað lykil- inn að ríku akuryrkju-, námu- og skógarlandi, sem áður var lítið verð- mæti í” Mundum vér nú geta sagt J>að sama um íslen/.ku járnbrautina? — Hvar er akurlendið, námurnar og stórskógarnir? A |)ví agni hefir stjórnin í þessu landi verið tæld til að leggja járn- brautirnar, að J)essi skilyrði voru þó fyrir hendi. En “spekúlantarnir” viljað láta þjóðina borga fyrir sig brautirnar að peningalindunum, sem henni auðvitað var um riegii. Það er dágott dæmi um það, hvernig fara má með smáþjóð, sem Jiekkir lítið til stórfyrirtækja, og er of auðtrúa. Járnbraularskilyrðin. Hagfræðisskýrslur Nýfundnalands sýna.að Jiau eru alt önnur en hér, einsog bent hefir verið á. I fyrsta lagi er fólkstalan nærr' þvi Jjrisvar sinnum meiri e.n hér. f öðru lagi er vöruinnflutningur og vöruútflutningur meir en þrefait meiri en á fslandi, en landsstærðin lík. í þriðja lagi eru akuryrkju-, námu- og skógar skilyrðin, sem veita járnbrautunum mestan flutn- inginn. f fjórða lagi er þetta land nærri því áfast við alla Ameríku, aðeins örmjótt sund á milli. Standa nú 13 fyrsta flokks póstskip í beinu sambandi við helztu hafnarviðkomu staði járnbrautanna, svo telja má, að brautir þessa lands standi i beinu sambandi við Ameríku brautirnar. Hér er Jjví ólíku saman að jafna. Búpsningsrækt er ennjiá að sumn leyti minni en hér, en hún eykst við aukin akuryrkjuskilyrði. Júrnbrautarfliitningurinn. Því miður eru skýrslur um hann eigi nógu víðtækar, en mikið iná sjá af þeim gögnum, sem fyrir hendi eru: Árið 1912 var framleitt af óhroins- uðum koparmálini 32,057 smálestir; af óhreinsuðum járnmálmi 1,016,930 smálestir; eða samtals 1,048,987 smálestir; sem auðvitað er flutt til hafnar á járnbraut. Til Jiess að gjöra sér dálitla hugmynd um, hve mikið þetta út af f.vrir sig er, vil eg benda á allar innfluttar og útfluttar vörur fslands 1912; þær námu ekki að þunga meir en 235,450 smálest- um (þar af 115,200 smálestir kol og salt). Málmarnir einir eru þá meira en þrisvar sinnum meiri að þunga, en allar vörur, sem flytjast að og frá fslandi. Þá var ])ar og fram- leitt sama ár 44,224 smálestir af pappír og 51,487 smáiestir af hálf- unnum pappír, og hefir þetta auð- vitað líka verið flutt á járnbraut að höfn, ef verksmiðjurnar eru J)ar sem efnið er, annars er þá efnið flutt til þeirra á járnbraut. Fyrsta pappírsverksmiðjan, sem þar var reist, kostaði 21,600,000 kr. með öllum útbúnaði. Kolanámur og gullkvarznámur eru þar, en eigi unnar ennj)á, en sennilega er nú búið að leggja járn- brautir að þeim. Skógarhögg er þar einnig, ágætir greniskógar; en skýrslur vantar uin, hve mikið er þar felt af skógi, en sennilega er Jiað ekki svo lítið, |>vi sögunarinylnur eru þar margar. Niðursuðuverksmiðjur eru J)ar og, og var til dæmis útflutt af nið- ursoðnum humrum þetta ár fyrir 1,716,984 kr. Loks má geta þess, að sennilega flyzt mikið af fiski með járnbraut- unum til Bandaríkjanna og Kanada, J)ví allmikið er innflutt þangað fra Nýfundnalandi. Akuryrkja er þar líka, og er talið að hún hafi numið árið 1912: hross, 39,472 nautgripir, 97,594 sauðkindur og 26,956 svín. Þegar eg hefi nú gefið þessa.lýs- ingu, |)á vona eg að menn sjái, ,ið fjarri fer ])ví, að hægt sé að bera járnbrautarskilyrðin á fslandi sam- an við þetta land, og þá ekki heldur æskilegt fyrir fsland, að vera fjár- hagslega sett á saina bekkinn og það. Ástralia. Loksins er þá að athuga þetta land með íandsverkfræðingnum. Lýsing hans ó |>ví landi er á þessa leið: “í Ástralíu, sem er rúmlega 70 sinnum sta’rra en fsland, voru tald- ir i fyrra 4,836,625 ibúar, fyrir ut- an innbornu villimennina, sem eru víst orðnir fáir, og eru ekki taldir með í fólkstalinu; þetta sama ár voru járnbrautir í landinu að lengd 18,721 ensk míla, eða 30,112 kíló- metrar, og koma þá 160 manns á hvern kílómetra járnbrauta”. Eigi segist liann telja með braut- ir, sem eru í byggingu, né rafmagns- brautir í bæjum, og svo skýrir hann frá því, að árið 1912 hafi verið byrj- að á, að leggja braut þvert yfir land- ið, sem eigi að vera fullir 1,700 kílómetrar. Öll lýsingin á þessu stóra landi er þar með búin, og ætlar hann löndum sinum, að gjöra sig ánægða Rafmagns heimilis áhöld. 4 Blbe BibboN GofIEE BLUE R/BBON KAFFl OG BAKING POWDER Er kaffibollinn þinn á morgnanna verulega bragðgóður gómsætur og ilmandi ? Ef það er ekki þá biddu um Blue Ribbon kaffi næst þegar þú kemur í búðina og muntu skjótt finna muninn. Þú verður þægil- lega forviða. Blue Ribbon te, kaffi, Baking Powder, Spices og Extracts er alt af sömu tegund— hinni bestu. með J)essa lýsingu til þess að kom- ast að raun um, að fsland eigi eins hægt aðstöðu, að byggja 500 km. járnbraut cinsog Ástralíumenn að byggja sínar brautir. Þar er J)ó, eigi að síður en áður, ólíku saman að jafna, sem eg mun nú sýna frain á eftir föngum. Eg álít mig ekki Jiurfa að rekja í sundur framleiðslu og flutnings- kringumstæður þessa lands eins ná- kvæmlega og hinna landanna, en vil þó drepa á nokkur atriði. Framleiðslan. Hún var í stórum dráttum sem hér segir 1012: Akuryrkja ......... 830,435,100 kr. Málmar............ 465,1666,350 — Kol ................ 80,176,700 —- Stóriðnaður . . . . 2,699,723,728 — Samtals .... 4,075,501,878 kr. eða imi 842 kr. á mann. Allir munu kannast vjð, að alt þetta vantar fsland, og að þessir liðir eru ])að einmitt, sem gefa járn- brautunum mest að flytja. Til þess að gefa dálitla lniginynd um, hvað málmar og kolin ein veita af flutningi, vil eg tilfæra hér nokk- ur dæmi í smálestum (á 1000 kíló- gr.q: Kolin voru : 11,729,775 smál. Koparmálmar: 56,918 smál. Járnmálmar: 117,769 smál. Tinmálmar: 1,348,9999 smál. Gull og silfur er ekki talið nema hreinsað i skýrslunum, en ])að nam þetta ár út af fyrir sig: Gull: 179,322,000 kr. Silfur með blýi: 198,664,050 kr. Búpeningur var þar 1912, sem hér segir: 2,408,000 hross, 11,577,000 naut- gripir, 83,245,000 sauðkindur og 845,000 svin. Hrossatalan er álíka og hér að til- tölu miðuð við fólksfjölda, en auð- vitað miklu meira virði í Ástralíu. Nautgripirnir eru nærri átta sinn- um fléiri að tiltölu. Sauðféð um helmingi fleira að til- tölu, og öll svinaræktin að aitki. Vöru útflutningur og innflutning- ur nam árið 1913 samtals 2,871,744,- 745 kr., eða á mann kr. 593.75 (á ís- landi 1912 kr. 3.66). Þegar maður nú athugar alt þetta í sambandi við það, að landið er 70 sinnuin stærra en island, J)á er J)að auðsætt, að svona stórt land gæti ekki bvgst, nema með sjó fram, án þess að hafa járnbrautir. Og er auðvitað ekki hægt að komast af án járnbrauta, ef námuauðæfin eiga að koma að haldi. Sömu syndina fremur landsverk- fræðingurinn enn, sem sé þá, að | dreifa fólkinu á alt landflæmið, og ! geta þess ekki, að aðeins nokkur hluti landsins má teljast bygður. Árangurinn. ÁranguYinn af samanburði lands- I verkfræðingsins er |>á sá, að hann hefir leitað um allan hnöttinn að I landblettum, sem hefðu álíka skil- I yrði fyrir járnbrautarlagning og ís- J land. Hann liefir fundið þessa bletti likasta, sem eg nú hefi lýst. Vel hefir hann gjört, að nefna Jiessa staði til samanburðar, J)ví með ])ví hefir hann sannað svo, að eng- [ inn skynsamur maður getur vilst á, að engin tiltök séu til þess, að leggja járnbrautir hér í landi, með J)ví að öll aðalskilyrðin vanta: akuryrkju, námur, stóriðnað og stórskóga, og síðast en ekki sízt vantar peninga, sem landsmenn eiga sjálfir, sem þeir megi verja til slíkra óarðber- andi stórvirkja. — tsafold. CARBON PAPEE for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDQ. Phone Garry 2899. I!i DOMINION BANK Hornl IHotr. Dam- ng Shrrbroofe. Str Httf uttatóll upph.... .....C.n,tMM),OO0 Varasjðttnr.... 7,000,000 Allar eÍKnlr-----------------»78,000,000 Vér óskum eftir vlttsklftum verz- lunarmanna og ábyrgumst at] gefa þeim fullnœgju. SparlsjótSsdeild vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- Ir 1 borglnnt. Ibúendur þessa bluta borgartnnar óska at) sktfta vlb stofnun sem þelr vlta ats er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrjitJ sparl innlegg fyrlr sjálfa ytíur, konu og börn. W. M. HAMILT0N, Ráðsmaður PHONK GARRY 8450 Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. r Limited— - Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 \ i Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.