Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. MAt, 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGÉNT AVE., OTIBO A. A. Walcot, bankastjóri ______________________________________________________________/ Gömlu landnemarnir. Eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót. (Ræða flutt á skemtisamkomu er haldin var í Siglunesbygð lfi.apr., sl. fyrir tilstilli Grain Growers félagsins í Siglunesbygð). Herra forseti! Heiðruðu samkomu- .. gestir! Það var um gömlu landnemana, sem eg lofaði að tala i kveld. Þegar eg nefni gömlu landnemana, á eg ekki einungis við þá, sem fyrstir fluttu hingað frá Islandi, heldur einnig við alla þá, er fyrstir fluttu á einhver óbygð svæði hér vestan- hafs, sem fyrstir brutu ísinn ein- hversstaðar í þessu viðlenda amer- iska meginlandi. Og að sjálfsögðu teljast þeir einnig með, sem tóku þátt í því, að gjöra Winnipeg að einni af stórborgum heimsins, sem aðeins mátti kalla lítinn kotbæ, er íslendingar byrjuðu að flytja til þessa lands. Þegar farið verður að rita sögu Islands, þann kaflann, er segir frá abburðum þeim, er gjörðust á íslandi á 19. öldinni, þá verða það, að minni skoðun 4 atburðir, sem mest- an þátt eiga í viðreisn og framför þjóðarinnar íslenzku. Þessir 4 at- burðir hafa markað svo djúp spor i islenzkt þjóðlif; gjört svo mikla breyting, svo mikið umrót i íslenzk- um hugsunarhætti og íslenzkum framkvæmdum, að þcgar þeir verða skoðaðir i Ijósi sögunnar, þá mun mega rekja til þeirra ræturnar að mörgu þvi, er framkvæmt verður Is- landi til heilla á komandi öldum. Og atbnröirnir crn þessir: . . . 1. Þegar kristján konnngur 8. end- urreisti alþingið islenzka 1845, sem legið hafði í dauðadvala nærri hálfa öld. , 2. Þegar til fulls var leystur af þjóðinni klafi einokunar verzl- unarinnar árið 1854. 3. Þegar vesturfarir hófust frá ís- landi nálægt 1870. 4. Þegar Kristján konungur'9. veitti liinu íslenzka alþingi löggjafar- vald og fjárhagsráð, með stjórn- arskránni 1874. Og þó það hneyksli ef til vill ýmsa, sem hlýða á orð min hér, og liklega ennjjá frekar ýmsa heima á Fróni, ef þeir sæju þessi orð mín, þá hika eg ekki við að segja þá skoð- un mína að utlir þessir atburðir eiga rót sína að rekja til frelsisbar- áttu þjóðhetjunnar íslenzku, Jóns Sigurðssonar; eiga rót sína að rekja til þeirrar frelsisþrár, þeirrar með- vitundar utn jtað afl og þá hæfi- leika, sem ísl. þjóðareðlið hafði í sér fólgna, er Jón Sigurðsson vakti hjá hinni íslenzku þjóð; þeirri trú, er hann vakti hjá henni um kraftinn i sjálfri sér. Eg býst við, einsog eg áður sagði, að þetta hneyksli suma, ]>ví ]>að er alkunnugt, að Jón Sig- urðsson var mjög mótfallinn vestur- förum. En það breytir ei skoðun minni. Jón Sigurðsson elskaði ís- lenzku þjóðina, eins og faðir getur heitast elskað barn. Hann sleit heilsu sinni og kröftum fyrir ís- lenzku þjóðina, lifði og dó fyrir hana, ef eg mætti svo að orði kveða. Öil hans hugsun. öll hans störf voru helguð íslenzku þjóðinni. En marg- ur faðir, sem elsktir barnið sitt heitt, sem ver lífi sínu og kröftum til að efla heill þess, sem hvetur það til dáðar og dugnaðar, verður að þola það, að barnið háns, ]>egar það fer að hugsa sjálft fyrir sér, velji sér aðra vegi til að efla hag sinn, en þá vegi, er faðirinn álítur heppileg- asta, en sem síður reynast hollir, bivði fyrir barnið og skyldmennin, fvrir föður- og móðurhúsin. Og svo fór með Jón Sigurðsson i þessu efni. Vesturfarirnar hafa komið af stað svo miklu umróti í islenzku.þjóðlifi, hafa vakið þjóðina, einsog hressandi vindblær vekur þann, er í svefn- móki hvílir, að það er min spá, að ef Jón Sigurðsson hefði nú mátt líta upp úr gröf sinni, þá mundi hann nieð gleði hafa litið á islenzka þjóð- arbrotið hér vestan hafs, og með þakklæti viðurkent, að íslenzka þjóðin hefði með vesturförunum aukið landnám sitt , aukið þjóðar- heiður sinn, aukið framkvæmdarafl þjóðarinnar i lieild sinni. — Eg veit, að ýmsir fallast ekki á þessa skoðun mina, telja vesturfarirnar af alt öðr- um rótum runnar: íslendingar hafi flutt vestur uin haf af þvi landið sé svo ófrjótt, tíðarfarið svo ilt ; þeir hafi flúið erlenda og innlenda kúg- un, ís og eld og allskyns óáran. En má eg spyrja þá, er svona hugsa: Hafði ekki íslend verlið bygt í nær 1000 ár áður en vesturfarir byrj- uðu Var það ekki jafn ófrjótt, var ekki tíðin j'afn ill, var ekki ís og eld- ur förunautar þjóðarinnar öll þessi 1000 ár? Var ekki erlend og inn- lend kúgun haft á þjóðinni mikinn liluta af þessum 1000 áruin? Og þó flýði enginn land? — Menn “dóu drottni sínum” einsog kallað var, þegar ís og eldur, baiðindi og hall- æri, erlend og innlend kúgun, kvöldu kark úr þjóðinni, og lífið úr miklum hluta hennar. En nú, þcgar meðvitundin var vöknuð urn það afl, er í þjóðinni bjó, þá lét bún sér ekki nægja að berjast við crfiðleik- ana heima, heldur fluttu stórir hóp- ar sig í aðra heimsálfu, til að berj- ast þar fyrir tilverunni, keppa uin landnámið þar við aðrar þjciðir, — miklu stærri og ríkari. Það var bændalýðurinn islenzki, sem flutti vestur. Það var ekki úr- hrakið úr bændalýðnum, scm ísinn braut á þessari slóð. Það voru kjarkmennirnir, sem byrjuðu. Það var gamall hetjuandi, seni lifði hjá þjóðinni, gamall landnámsandi, sem livatti þá til ferða, og þeir sýndu það í landnámsbaráttu sinni, að það voru hetjur enn til á fslandi, þó ekki sta’ðu þær i vigaferlum. — En eg vil biðja ykkur öll, að ætla elcki, að það sé hugsun mín, að allir þeir hafi flutt vestur, sem hetjuandinn bjó í. Nci, hamingjunni sé lof! Það byggja enn menn og konur í dölum íslands, á ströndum íslands, sem berjast einsog hetjur fyrir tilver- unni, fvrir' heill og heiðri hins is- lenzka þjóðfélags; og það er min von, og það er mín trú. að það verði barátta til sigurs. Eg endurtek það: Það var hetju- starf, sem vestur-islenzku göm'u landnámsmcnnirnir unnu. Þeir eru nú óðum að falla í valinn, og falla nú hraðara með ári hverju. Það er lifsins og dauðans lögmál. — Þegar vér tölum um landnáms-hetjurnar gömlu, þá eigum við bæði við karla og konur. Kvenhetjurnar tóku full- an þátt í fyrsta landnámsstriðinu; flúðu ekki frá hlið manna sinna og eldraunum frumbyggjalífsins. — f þeim lifði sami andinn og i kven- hetjunni á Rcrgþórhvoli. Þegar henni var boðið að ganga úr eldin- um frá manni sinum, svaraði hún með þessum orðum, sem uppi vcrða meðan islenzk tunga er töluð: “Ung var eg gefin Njáli og hét honum því þá, að okkur skyldi ekkert skilja”. Við erum öll. vestur-íslenzkir karlar og konur, i mikilli þakklætis- skuld við gömlu íslenzku landnem- ana, þeir brutu isinn, og bygðu upp landið fyrir eftirkomendur sína; ])eir brutu ísinn fyrir okkur, er sið- ar konnnn,-eftir að gömlu landnem- arnir höfðu sýnt, að hingað var gæfu að leita fyrir þá, sem nokkur dáð var í. Og hingað höfum við leitað svo margir, sem liðið höfðum fjárhagslegt skipbrot heima á ætt- jörðinni: og hingað leituðu líka inargir, sem liðið höfðu ýmiskonar önnur skipbrot heima; þvi það er satt, sem Jón ólafsson sagði einu- sinni um Ameriku: Hún er grið- land alls konar skipbrotsmanna. Og hamingjunni sé lof! Margir is- lenzkir skipbrotsmenn hafa náð hér hollri og góðri lending, rétt hér við hag sinn og álit, og gætu nú, þó þeir ef til vill sakni íslands, tekið undir með Þorsteini Erlingssyni, þá er hann kvað þetta um skipbrot vona sinna: — “Sámt viö erum sátt og kát, sviötir ekki skaöinn. Og viö ht'/jan bgggjtim bát betri en binn i staðinn”. Og alt þetta eiga þeir að þakka gömlu landncmunum. Þeir eiga að þakka þeim fyrst, að þeir sýndu, hvað bér var bægt að gjöra fyrir hraustar bendur, ])ó tómir væru peningavasarnir; Þeir eiga að |>akka þeim, að þeir höfðu áunnið fslend- ingum sæmdarorð hér vestra; og þeir eiga að þakka þeim, að þeir tóku á móti þeim með vinarþeli i>g vinarhöndum, þegar þeir komu alls- lausir. Við, sem síðar komum, getum naumast skilið til fulls alla þá erf- iðlcika, sem gömlu landnemarnir áttu við að stríða. Þeir koniu flest- ir félausir, nær allir mállausir á enska tungu, og þekkingarlausir um hagi og horfur hér. Þeir voru lítils- virtir, skoðaðir sem Skrælingjar. Hugsið ykkur allar þær mannraunir, allar þær hugraunir, sem þeir urðu að þolaö Hugsið um fyrstu landnem ana, sem komu til Nýja íslands alls- lausir, áttu ekki sem menn segja málungi matar. Hugsið yður hag þeirra þegar bólan kom, og þeir voru sóttkvíaðir, sveltir inni, og drepsóttin kipti burt unnvörpum því sem þeim var ástfólgnast, börn- unum þeirra. Hugsið um, þegar fyrstu bændurnir hröktust allslaus- ir suður í Bandaríki, og síðar vest- ur undir Klettafjöll. Hugsið ykkur fyrstu landnemana í Argyle bygð, þegar þeir fóru fótgangandi frá Winnipeg til Argyle með orfið á öxl- inni. Hugsið ykkur fyrstu landnem- ana, sem fluttu hérna norður með Manitoba-vatni, allslausir, með veik og deyjandi börn sumir. Og það eru hugsunarleysingjar, sem ekki vaknar hjá virðing fyrir þessum stríðshetj- um. — Það mætti telja mörg fleiri dæmi. En hver, sem lætur liugann hvarfla yfir þessa eldraunatima frumbyggjalífsins; yfir þessi eld- raunasvæði, þar sem stríðið var háð austan úr Manitoba vestur undir Klettafjöll, suður i Bandariki, hann blýtur að finna til þess, að það voru hetjur, er þetta stríð háðu. Þeir stefndu allir að einu marki: að eignast heimili, bvggja upp heimili, þessa undirstöðu allrar ])jóðmegun- ar og þjóðarframfara. Og þeir áttu sigri að hrósa. Islenzk heimili eru nú risin upp, þar sem gömlu land- nemarnir eða eftirkomendur þeirra búa á skrautlegum heimilum. ís- lenzkar nýlendur eru risnar upp, sem ekki standa á baki nýlendum nokkurra annara þjóða i þessu landi. Og islenzkur þjóðflokkur er risinn hér upp, sem talinn er af vitr- um mönnum einn með allra beztu þjóðflokkum sem eru að byggja þetta land. Og þó við eigum margt gott að ]iakka gömlu landnemunum, þá eigum við þeim það allra mest að þakka, að það voru þeir, er fyrst- ir áunnu lslendingum hér þann orð- stýr, að. íslenzka þjóðin væri ein af þeim þjóðum, er æskilegast væri að flyttu hingað. Og þess vegna létti það brautina hverjum, er síðar kom, ef hérlendir menn vissu, að hann var lslendingur. Og þetta var að þakka dugnaði, starfsemi, þraut- seigju og ráðvendni gömlu land- nemanna. Þeir ólu eina hugsun i brjósti sér: “Áfram, lengra, ofar, hærra!” Þeir námu islenzka þjóð- flokknnm land, ef svo mætti að orði kveða, í hugum og hjörtum Vestur- heims-þjóðanna. Þvi vil eg við bæta, að biðja ykkur öll, að ætla ei að það sé hugsun min, að islenzku landnemarnir hafi alls enga hugsun alið i brjósti nema matarstritið. — Þeirra andlega líf var líka starfandi, þó fá væru meðulin að glæða það. Merkin sýna verkin : íslenzku land- nemarnir gömlu hafa verið hér rit- stjórar blaða; hafa verið þingmenn; eru ýmsir i tölu þeirra, sem ritfær- astir og mælskastir eru meðal fs- lendinga hér. Og skáldskapnum má ei gleyma. Okkar beztu skáld eru flest annaðhvort gamlir landnemar, eða synir gamalla landnema. Og mesta skáldið okkar, eitt mesta skáld íslenzku þjóðarinnar, “Kletta- falla-skáldið okkar, St.G.St., er gam- all landnemi, vinnur sin bændastörf enn í dag, og yrkir í tómstundun- um, óg eftir hann liggur það stærsta skáldaverk, scm nokkur bóndi hefir af hendi leyst, og dýpstu hugsanir. Þetta sýnir, að landnemalifið hefir verið jafn heilbrigt, hvort sem um andlegt eða verklegt hefir verið að ræða. Eg sagði áðan, að í tölu gémlu landnemanna teldi eg Winnipeg bú- ana gömlu. Þeir nánni land á viss- an hátt; enda voru sumir þeirra gamlir landnámsmenn, sem sneru sér síðar að þvi, að byggja upp borg- ina. Og Islendingar hafa að því unn- ið með svo mikluin dugnaði, að enginn þjóðflokkur ætla eg að hafi tekið þeim fram i því, ef tekið er til- lit fólksfjölda. Til Winnipeg komu nær allir fyrst, er síðar fluttu vest- ur, og "þar var þeim hjálpað með ráðum og dáð, og Winnipeg varð þegar, og mun verða framvegis mið- stöð andlegrar menningar Vestur- lslendinga. En cinnig þeir fslendingar, er að því unnu, að byggja upp Winnipeg borg, þeir höfðu tnikinn stuðning af orðstýr þeim, er fslendingar voru búnir að vinna sér sem bændur. Og ekki all-fáir af þeim fslendinguni í bæjunum, er lengst hafa komist, eru börn gömlu landnemanna, alin upp hjá þeim i eldraunum frumbyggja- lífsins, og drukkn þar i sig á æsku- árunum þann dug og kjark, sem var lífsloftið á frumbyggja heimilunum. Það mætti margt fleira og itarleg- ar um þetta ræða. En eg má eigi Duveen bræðurnir borga 4 millíónir dollara fyrir postulín Morgan’s. Postulínssafn Morgan's er hitS fullkomnasta í heimi. RautSa 'Hawthorn” krukkan er hin eina sinnar tegundar í heimi. Metin á $100,000 fyrir nokkrum árum. þreyta yður of lengi. Við ættum öll að gjöra okkur grein fyrir því, hverja þýðingu gömlu landnemarn- ir höfðu fyrir vestur-íslenzkt og al- islenzkt þjóðlif. Þeir námu íslenzka þjóðflokknum land í þessu tnikla ríki, með því að sýna kosti þá, sem íslenzkt þjóðlíf hefði til að bera. Þeir kendu okkur að beita kröftun- um. Þeir lögðu unclirstöðuna óbrot- gjarna og trausta undir álit og hag- sæld íslenzka þjóðflokksins hér. Nú er hinna yngri að taka við og full- komna bygginguna, og gleyma ekki dáð og dugnaði, ráðvendni og skyldurækni gömlu landnemanna. — Það eru ætið tvö timabil í lifi hverrar þjóðar, er kemur félítil að óbygðu landi og nemur þar land. — Fyrra timabilið er það, ct eg hefi verið að ræða um við ykkur hér á undan: frumbyggja-timabilið. Á Því timabili verður landneminn fyrst og fremst að berjast við að afla viðurværis handa sér og sínu skylduliði, og koma upp skýli yfir sig og sína, í stuttu máli: koma sér upp viðunanlegu heimili. Hann verður að neita sér um margt, er hann þó sér að verða mætti sér^og sínum til góðs, af því efnin vantar til framkvæmdar. Hann má engum tima, engu ccnti kosta til að ganga i lið með öðrum til að koma í fram- kvæmd fyrirtækjum, seni félagsskap og fjárframlag þarf til. En ])egar landnemar á einhverju svæði eru komnir á það stig, að eiga flestir sæmileg heimili, þá byrjar annað tímabilið i landnámssögunni. Þá byrja landnemarnir að koma i verk þeim framförum, sem sameiginleg fjárframlög og félagsskap þarf til að hrinda áfram. Það eru tvær teg- undir félagsskapar. önnur sú, er kallaður er lögbundinn félagsskap- ur, eins og t. d. sveitarstjórn og fleira, þar sem lögin geta skvldað alla til að leggja fram fé og störf í þarfir félagsins. En hin tegundin er það, seni kölluð eru frjáls félög. eins og kaupfélög, búnaðarfélög, smjörgjörðarfélög, lestrarfélög og bindindisfélög og fleira. í öllum þessúm frjálsu félögum, reynir mest á skilning, dugnað og ósérplægni fé- lagsmanna, og öll eru þessi félög undirstaða hollrar þjóðmenningar. Við, sem nú lifum, verðum að læra að skilja það, að við lifum á öðru timabili landnámssögunnar. Við er- um nú komin á það stig. að við verð- um að beita öllum okkar kröftum, andlegum og efnalegum, til að sam- eina okkur í góðum og áhugamikl- um félagsskap, til þess að byggja of- an á traustu undirstöðuna, sein gömlu landnemarnir lögðu, ef við viljum að cfnahagur okkar og ]>jóð- arheiður fari vaxandi en ekki rýrn- andi, og ])ess óskum við sjálfsagt öll. Við eigum enn á meðal vor gamla landnema, sem enn eru eins ungir í anda og þeir voru fyrir 30—40 ár- um, og eru fúsir að taka þátt i strið- inu á öðru tímabili landnámsins, eins djarflega og þeir gjörðu á fyrsta timabili landnámsins. Þeir skilja það mörgum betur, göndu landnemarnir; unga kynslöðin þarf að keppa við að læra að skilja það, að við lifum nú á breyttum tíinum frá þvi er var á fyrstu landnámsár- unum. Þá var þjóðfélagið í heild sinni miklu þekkingarsnauðara en það er nú. Þessi timi krefst þess, að öll verk. sem unnin eru i þjóðfé- laginu, séu unnin af meiri þekking en áður. Og það gildir jafnt um verk lægst settu verkamannanna, einsog þess, er situr i æðstu sætum fylkja og þjóðar. Ef verkin eru nú ei unnin af meiri þekkingu, fneira viðsýni cn áður, þá standast hvorki hærri né la'gri samkeppnina, skol- ast út úr framkvæmdarlifinu, verða að engu. — Þetta er timi uppfind- inga, tími samvinnu og félagsskap- ar, sem alt krefst aukinnar þekking- ar. Hennar verða allir, hærri sem lægri, að afla sér. Þeir, sem geta, með því að sækja skóla. Það er góð hjálp, ef vel er á haldið, að afla sér sem mestrar þekkingar í æsku. En þeir eru margir meðal vor, sem at- vikin og efnaleysið hafa hamlað frá skólamentun. En þeir” meiga ekki leggja árar i bát. Þeir geta á ýmsan hátt aukið þekking sína, og auk þess þarf hver og einn að athuga það vel, að það er eki skólagangan ein, sem gjörir hvern einn að nýtum manni, heldur það, hve vel hann beitir sinni heilbrigðu skynsemi, hve mikla löngun og hve mikla hæfi- leika hann hefir til að beita öllu þvi afli, er hann hefir yfir að’ ráða, sjálfum sér og öðrum til góðs, og láta ekki fordóma eða persónulega óvild spilla tillöguin sinum til góðra mála. 1 Eg hefi valið mér þetta efni hér i kveld, að tala um gömlu landnem- ana, af því ég vildi vekja athygli yðar á þvi, sem okkur er öllum nauðsynlegt að vita æfinlega, og það er, hvar við erum staddir. Og eg hefi valið þetta efni af þvi, að gömlu landnemarnir eiga þá kröfti til okk- ar, að við skiljum og metum rétt það hlutverk, er þeir hafa leyst af hendi i vestur-íslenzku landnáms- lífi. Og ef við skiljum, hve vel þeir hafa leyst hlutverk sitt af hendi, ]>á skiljum við betur skyldu okkar, sem nú lifum, við þjóðfélagið; skiljum bctur, hvað við eigum að gjöra til að halda uppi og auka islenzka vel- gengni í þessu landi. Göinlu lan 1- nemarnir hafa lagt svo trausta und- irstöðu undir islenzka velmegun, ís- lenzkan ])jóðar-heiður í þessu landi, að það er smán islenzku þjóðinni, ef sú kynslóð, er nú lifir, byggir ekki ofan á grundvöllinn jafntraust- lega og hann var lagður. Það eru, sem betur fer, miklar líkur til, að svo verði. íslenzk framkvæmdar- semi er farin að láta til sin taka á svo mörgum svæðum þjóðlífsins, að það vekur fagrar vonir. En einu megum vér aldrei glevina! og það er, að það voru islenzkir btvndttr, sem lögðu undirstöðuna að íslenzk- um þjóðarheiðri hér í Vesturheimi. Og vilji islenzkir bændur ekki verða ættlerar, ]>á verða þeir ekki ein- ungis að haldá við, heldur líka auka og efla íslenzka velmegun, islenzk- an þjóðarheiður. Og bændurnir mega aldrei gleyma því, að bænda stéttin er undirstaða, hvrningar- steinn þjóðfélagsins. Hnigni bænda- stéttinni, hnignar þjóðfélaginu! — blómgist bændastéttin, blómgast þjóðfélagið! — Þrautseigja, dugn- aður, ráðvendni og skyldurækni gömlu landnemanna, ætti að vera leiðarstjarna íslenzkra bænda, og ef þeir feta í fótspor gömlu land- nemanna, ef þeir vita, hvað þeir vilja, ef þeir beita sinni heilbrigðu skynsemi til að skilja stefnu tímans, ef þeir skilja, að á herðum bænd- anna hvílir allur þungi ])jóðfélags- ins, þá eiga vestur-íslenzkir bændur bjartri framtið að fagna. Lifi minning göniltt landnem- annaí Blessist og blómgist islenzkt þjóð- líf, islenzk menning, islenzkur dreng skapnr, islenzkur þjóðarheiönr bteði austan hafs og veslan! *-----------------------------* | Getið þess að þér sáuð aug- lýsinguna í Heimskringlu Lærið Dans. Sex lexfur icera yUur fullkomna og koatar 1US.00 — PRIVAT ttl- rökd elnalegra.— Komlö, Mfmtff, akrlflV Prof. oic Mri. B. A. WIRTH, 308 Keua- Ingrton Block. Tal- afml M. 4582. D. GE0RGE & C0. General House Repairs ('ahlnet Makern nnd Iphol.terer. Furnlture repalred, upholstered and cleaned, french pollshlng; and Hardwood Fintshlng, Furni- ture packed for shlpment Chairs neatly re-caned. Pbonc Garrjr 3X12 369 Sherbrooke St. BrúkaSar saumavélar meS hæfl- legu verhi.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út i hönd eöa tll Ietlgu Partar i allar tegundlr af véium; aögjörö 6. öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar dugloga “agenta" og vorksmala. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunveröur, $1.25. Máltít5ir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staói, ágræt vínsölustofa í sambandl. Tal.Mímt Garry 2252 ROYAL OAK H0TEL ( has. (aUMtafHMon, etaandl Sérstakur sunnudags miödagsver’ö- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WIIVNIPEG Isabel Cleaning and Pressing E«tab|ishment J. W. avINN, UKondl Kunna manna bezt aö fara m«t LOÐSKINNA FATNAÐ Vlögeröir og breytlngar i fatnaöi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot H.JOHNSON Bicyle & Machine Works Gjörir við vélar og verkfærl reiðhjól og mótora, skerplr skauta og smíðar hluti 1 bif- reiðar. Látið hann sitja fyrlr viðskiftum ykkar. Alt vel af hendi leyst, og ódýrara en hjá öðrum. 651 SARGENT AVE. Piano stii/ing Ef þú gjörir árs samning um að láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt. er 1 góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlcga. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRiS 100 SPENCE STREET Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kauptim hveiti og aðra komvöru, gefum hxsta verð og ðbyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðtt eftir tipplýsingiiin. TELEPHONE WAIN 3508

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.