Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MAl, 1915. BI.S. 4 Heimskringla ( StofnuTJ 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verti blatSslns i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áriti (fyrirfram borgati) Sent til fslands $2.00 (fyrirfram borgati) Allar borganlr sendist rátSs- manni blatSsíns. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Rltstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. <29 Sherbrooke Street. Wianipef Box 3171 TalRfml Garry 4110 Alvara stríðsins. Nú eru Canadamenn farnir að sjá og skilja alvöruna í striði þessu. — Það var fyrst að menn störðu á þetta sem einhvers konar óviðkomandi leik, eða myndasýningu, sem mönn- um kæmi lítið eða ekkert við; — menn heyrðu einsog úr fjarska um grimdina og svívirðinguna, er Þjóð- verjar sýndu Belgum, er þeir réðust á þá alveg saklausa og drápu menn og konur, svívirtu stúlkur og stund- um brytjuðu þær í sundur á eftir; brendu borgirnar, stungu börnin og skutu vopnlaust fólkið niður i hópa- tali. Þetta leið einsog vindur um eyrun; mönnum fanst það ekki verulegt. Og fjölda manna fanst það ekki verulegt, að Bretum væri nokkur hætta búin. Þeir hugsuðu — og hugsa inargir ennþá — að Bretar hefðu aldrei þurft út í strið- ið að fara. Þeir hefðu getað setið hjá og lofað Þýzkum að drepa bæði Belgi og Frakka, og þeir hefðu sum- ir kannske verið vel ásáttir með það, að ganga í félag með Þýzkum eftir á — ekki meðan þeir voru að þessu — heldur eftir á. Þetta kein- ur ekki af því, að þeir séu tilfinning- arlausir, sljófir eða vondir menn, heldur af þekkingarleysi. — Þeir þekkja ekki sögu Þjóðverja seinustu 150 árin, eða seinustu 50 árin, — siðan þeir tóku Slésvík-Holstein af Dönum. Þeir vita ekkert um, hvað fram hefir farið i Evrópu síðan eða á Þýzkalandi. Og þar af leiðandi eru allar þeirra hugmyndir um á- standið og hvatir þær, sein stýra gjörðum manna þar, gjörsamlega rangar. En nú eru þeir farnir að falla, Canada mennirnir, falla í þúsunda- tali; hinir hraustu menn, sem lögðu fram lífið til þess að hjálpa móður- landinu, þegar voðann þýzka bar að höndum. Þessir menn voru fullir hugprýði og föðurlandsástar, og þeir létu lífið fyrir þá, sem heima sitja; því að þó að margir sjái það ekki nú, að Englands voði var okk- ar eiginn voði, og að hingað hefðu Þjóðverjar leitað, þegar England var undir fótum troðið, þá kunna samt aiigu manna að opnast siðar, svo að þeir sjái það líka. Þeir falla í þúsundatali, hinir hugprúðu, drengilegu Canadamenn, og oft munum yér á komandi dögum sjá lista hinna föllnu og særðu í blöðunum. En það er einsog titr- ingur hafi farið um þjóðna. Þjóðin syrgir synina frægu, sem leggjast undir græna torfu í framandi landi, og höfug hrynja tárin af hvörmum ástvina þeirra, drúpin situr móðirin og unnustan heima, og fámáll er faðir og bróðir; en heitt verður þeim um hjartarætur. Og þeim hitnar fleirum, sem sjá má af því, að þegar kallið kom frá stjórninni til hersveitanna hér og hvar um Canada, að senda menn nú þegar, til þess að fylla upp í skörð- in fyrir þá, sem fallnir væru og ó- vigir eða til fanga teknir, og skyldi hver ein herdeild senda 250 menn, — þá voru menn svo ákafir að fara, að allstaðar buðust fram langt um fleiri menn, en til var tekið. — Á einuin stað heimtuðu 800 menn að fara, en af því að ekki var tiltekiö, að fleiri færu frá neinni deild, en 250, þá urðu þeir að varpa hlutkesti um það, hverjir fara skyldu. Menn eru farnir að finna það æ betur og betur, að Þjóðverjar koma fram sem morðingjar, en ekki sem hermenn. Þeir spúa eitrinu, og sum- staðar, tií dæmis í Afríku, eitra þeir drykkjarvatnið; og hefir það hing- að til þótt svo djöfullegt, að hund- heiðnir villimenn hafa ekki viljað láta það um sig spyrjast. Og núna seinast sprengdu þeir upp hið alkunna farþegaskip Cun- ard línunnar, Lusilania, með nærri 2,000 manns innanborðs. Það gjörð- ist við Irlands strendur. — Skyldi engum hitna við það? Velferð Canada og velférð Bret- lands fer saman, og því fyrri og skýrar sem menn sjá það og skilja, að Bretland er sverð og skjöldur Canada; þv fyrri, sem menn sann- færast um það, að hin bezta og ein- asta trygging velferðar vorrar hér í Canada, er að standa sem fastast með Bretlandi og láta ekkert þar koma á milli, — þvi betri og örugg- ari von getum vér haft um framtið vora og afkomenda vorra í þessu landi. En aldrei megum vér gleyma þeim — drengjunum hraustu, sem fyrstir fórnuðu lífi sinu á blótstöllum hins þýzka hermannavalds og hinnar þýzku efnishyggju (materialismus). Utnefning Geo. H. Braddury’s. til þinyrnanns fyrir Selkirk kjör- dterni á Dominion þinginu. Hinn 6. maí var fundur haldinn i Stonev/all, Man., og komu þangað Konservatívar úr öllum sveitum hins víðlenda kjördæinis, til þess að útnefna fulltrúa kjósendanna á Dominion þingið, er þeir ætla að fylgja og styðja við næstu kosn- ingar. Aldrei fyrri i sögu kjördæmis þessa hefir jafn fjölmennur eða jafn vel mannaður fundur verið haldinn til þess að útnefna fulltrúa til að fylgja fram málum kjósenda á sambandsþingi. Menn voru þar komnir úr öllum áttum úr hinu við- áttumikla kjördæmi, sem nær yfir 7,500 ferhyrnings milur. Margir út- nefningarmenn höfðu ferðast 50— 100 mílur, til þess að mæta á fund- inum. 108 útnefningarmenn voru sendir þangað úr sveitunum, og auk þeirra voru þar saman komin mörg hundr- uð annara kjósenda, 600—700, að inenn sögðu, sem þar voru. Allir þessir menn voru vinir Mr. Brad- bury's, og komu til að sjá hann og sýna honum viðurkenningu og þakkladi fyrir starf hans og frarn- kvæmdir í þessi sjö ár, sein hann nú samflevtt hefir haldið sæti sínu á þingbekkjunum. Voru þar sam- ankomnir menn af mörgum þjóð- flokkum. En þessir íslendingar er oss sagt að hafi verið þar: Sigurffur G. Xordal og Gísli kau/)- maffur Sigmundsson, frá Geysir. Jónas T. Tómasson og Kr. ólafs- son, frá Icelandic River. Þinyniaðnr Sveinn Thorvaldsson. Ásgeir Féldsted og Davíð Guð- mttndsson, frá Árborg. Slefán Signrðsson og Rögnvaldtir Vidul, frá Hnuasa. B. S. Benson lögmaður, Rufus Ben- son, Bjarni Dalmann, Gunnlattgur Sölvason og Stefán Davis, fra Sel- kirk. S. P. Tergesen, Arnljótur Olson, Guðmundur Magnússon og Bergþor Thórdarson, Gimli. Jóhann K. Johnson, Hecla. fsleifur Helgason, Árnes. Fred Axford, Fisher Brancti ólafur Thorlacitts, Goulborne. Stefán ó. Eiriksson, Oak View. Patil Reykdal, Daniel Lindal og G. Guðmundsson, Lundar. Öll þessi samkoma sýndi það, hve vænt kjósendunum þykir um Brad- bur.v, enda hefir hann reynst þein, ágætlega, og fylgt fram velferðar- málum þeirra, ekki i einu eða tveim- ur tilfellum, heldur í öllum þeim málum, sem gátu heyrt undir hans verkahring. Og Bradbury er lika sá maður, sem eitthvað sópar að, og meira — sem dregur fólk að sér. Mr. Geo. H. Bradbury er hár mað- ur, beinvaxinn og þrekinn, en hvat- legur og léttilegur, fríður sýnum, GEO. H. BRADBURY, M.P. skegglaus, en með skalla mikinn, líkt og þeir Gríinur og Egill og sum- ir aðrir frændur þeirra. Brosiö er létt og óþvingað á vöruin hans, og er sem augun hlægi við manni, þeg- ar hann er með kunningjum sínum; en hvessast nokkuð mikið, þegar kapp er á ferðum. Handtakið er þétt og ósvikið, og allur er maður- inn einarður og tilkomumikill. — Mælskur er hann inanna bezt, og er oft sem snjallyrðin og rökin og hug- myndirnar leiki á tungu hans. Hefir því oft verið við brugðið. Og hafa andstæðingar hans oft setið ókyrr- ir undir ræðum hans. Mr. Bradbury kosinn í einu hljóði. Þegar fundurinn var settur var hinn mikli salur sveitarinnar í Stonewall orðinn fullur, og voru út- nefningarmennirnir eða erindsrekar sveitaniia í innri enda og allur sal- urinn var troðfullur og stóð þar maður við mann, og eins í göngum þeim öllum, er vissu inn í salinn. Áður en útnefningin fór fram, var Mr. Bradbury beðinn að skýra frá gjörðum sínum og gjörði hann það i stuttri ræðu. Gat hann þess, hvernig hann hefði reynt að bæta hag þeirra og vinna að velferðar- málum þeirra. Mintist hann fyrst á málin út af sölu Indíána landanna i St. Peters; þá á byggingu brúar- sporðanna að St. Andrews lásunum; gröft Rauðárósa; byggingu skipa- stokka (Marine Railway) við Sel- kirk; byggingu fiskikluknnnn við Selkirk og Mikley og I.itlú Saskat- chewan; bygging bryggjunnar og Ijóshússins og flóðgarðsins á Gimli. Breytingar á regluin um heimilis- réttarlönd og skógtönd; á bvggingu góðra vega, og gat þess, hvernig efri málstofan (Senate) hefði drepið það mál; um framlenging Gimli brautarinnar, og um margt annað, sem hann hafði unnið í þarfir kjós- enda sinna. Ekki barst hann neitt á, er hann taldi upp gjörðir sínar; en salurinn kvað við af samhygðar- ópum, og þó hvað mest, er hann gat þess, hvað hann hefði gjört fyrir fiskimennina og til þess að fylla vatnið mikla af fiski. Þegar útnefningar byrjuðu, var nafn Hon. Geo. H. Bradbury hið fyrsta, sem heyrðist. Síðan voru þeir tilnefndir: Mr. Andrew Nor- quay, frá Winnipeg, og Sam Brown, frá Árborg. En þeir heimtuðu þeg- ar nöfnin sin dregin til baka. Var þá Mr. Bradbury útnefndur í einu hljóði með fögnuði miklum.— Mr. J. Grisdale, frá Selkirk, útnefndi hann; en Mr. Stefán Sigurðsson, kaupmaður frá Hnausa, studdi. Var þá skorað á Mr. Bradbury að flytja ræðú, og varð hann við bón þeirra, og lýsti fyrir þeim, hvernig Laurier og flokkur hans hefðu bar- ist á móti tilraunum Mr. Bordens og Konservatíva, að efla Bretland með herskipum, og sakaði hann Liberala um það, að með framkomu sinni þá hefðu þeir orðið orsök til þess, að Þýzkaland gekk út í stríð þetta sem nú stendur yfir. — Enda er þetta óhappaverk Liheral flokks- ins svo voðalegt, að aldrei mun firn- asl og ekki fyrirgefast af eftirkom- undi kynslóðttm um margar aldir; auk þess, sem það har svo átakan- legan vott ttm fáranlega vanþekk- ingu manna þessara á ástandi þjóð- anna, stefnum rikjannd og undirbún- ingi öllum, sem dagleyu hafði fram farið i tvo seinustu mannsuldrana, beint frammi fyrir augttm þeirral Landabrall Liberala. Nú koma þeir Frank Pedley, Jam- es A. Smart og W. J. 'White með Indiána- löndin sín, sem þeir fengu hjá stjórninni, blessuðu Liberal- stjórninni. Þeir græddu ekki nema $84,000.00, — áttatiu og fjögttr þús- ttnd dollara — á Moose Mountain Indíána löndunum. Rannsóknar- maðurinn, Mr. Ferguson, segir, að frá Ottawa hafi verið send eyðu- blöð í hundraðatali til Toronto, til þess að þau væru fylt þar út, og þeg- ar búið var skrifaði stjórnin undir og samþykti hér um bil hvert ein- asta þeirra. Pedley þessi var þá hátt í sæti hjá stjórninni: Deputy Superintendent- General of Indian Affairs and lmmi- gration Inspector. En Smart var þá Deputy Minister of the Interior. — Þeir höfðu þá gjört með sér félag, að selja aftur Indíána löndin, sem þeir fengu hjá stjórn sinni — Liber- al stjórninni — og fengu til lög- mann einn, A. C. Bedford Jones í Toronto til þess að halda löndunum og bjóða þau til sölu fyrir sig. Þeir Smart, Pedley og White keyptu af stjórninni — Liberal stj. — árið 1902 : 4,500 ekrur lands af Moose Mountain Indíána löndunum. Þessi lönd seldu þeir aftur tveimur árum seinna og græddu $57,150.00. Ennfremur græddu þeir $8,155.00 á Chacacastapasia Indíána löndunum og $18,000.00 á löndunum i “Re- serve 100”. Meðan stóð á verzlun þessari, voru þeir hækkaðir 'í tign- arstöðu f.vrir góða og dygga þjón- ustu, og var Mr. Smart þá gjörður að Deputy Minister of the Interior; en Mr. Pedley var gjörður að Deputy Superinlendent-General of Indian Affairs. Þeir voru búnir að sýna, að þeir kunnu að fara með Indíána- málin! Árið 1903 settu þessir jirir félag- ar á stofn landsölufélag, og sendu út auglýsingar, og skýrðu þar vel og fagurlega frá því, “að þeir hefðu sérstök tækifæri og ættu létt með að fást við sölu á stjórnarlöndum og vera fulltrúar manna við þingið í öllum málum, sem að því lytu”. Enda hafa þeir víst ekki logið nfeinu um það. Mr. White er nú sá eini, sem eftir er af þeim félögum í Jjjón- ustu stjórnarinnar. Enn er ein landaverzlun, sem uin má geta; en það eru Alwin Irriga- tion löndin í Suður-AIbert. Það voru nú reyndar ekki nema 69,000 ekrur af landi. Land þetta veitti Liberal stjórnin eða seldi félagi einu — alt fyrir meðmæli og milligöngu manns eins að nafni E. A. Robert, forseta í Montreal Tramways Co., er þá var þingmaður á fylkisþing- inu í Quebee. Vinir hans fengu hann til þess, að gangast fyrir mál- um þessum, því að þeir vissu, að hann gat fengið þeim framgengt hjá stjórninni í Ottawa; hann hafði einla-gt verið ágætis Liberal, og var i miklum metum. Þeir gjörðu samn- ing við hann, og skyldi hann fá 19 cents á ekruna fyrir hjálp sína, og svo lofuðu þeir að gefa bróður hans einn fimta hluta af öllu, sem fiskast kynni. Þeir báðu fyrst um 350,000 ekrur. Robert þessi hitti Lnurier gamla nokkrum sinnum, og skrifaði vinum sínum, að þeir gætu fengið alt, sem þeir bæðu um. En þó fengu þeir aldrei eins mikið og þeir vildu, — en samt nóg til þess, að þeir græddu 92 þúsund dollara á bralli þessu. Þetta kunna margir að segja að sé altsaman gjört af einskærri föður- landsást, að kaupa löndin aumingja Indiánanna, svo þeir hafi peninga milli handa eða stjórnin fái pen- inga handa þeim og löndin byggist og rikið auðgist. En líti menn nú þannig á, að Indiánar þessir eru munaðarleysingjar og það er verið að ná landinu með sem allra minstu verði, og svo eru þau seld eins hátt og hægt er, og þeir fá ósvikna vasa- peninga þessir landakaupmenn, og þeir höfðu þetta út úr stjórninni, sem var að pranga með eigur þjóð- arnnar, henni í stóran skaða. En sá sem borgar er bóndinn. Hvað Indí- ána snertir eru þetta níðingsverk. Hvað þjóðina sjálfa snertir eru þess- ar aðfarir kannske ekki lagalega en alla daga siðferðislega hið sama sem þjófnaður, og því verra, sem Liber- alar taka þarna úr sjálfs síns hendi fé eða eignir til þess að auðga hina sihungruðu, óseðjanlegu fylgjendur og styrktarmenn sína. Þctta sýnir, að það er ekki fyrir ekkert, sem menn vilja fylgja merkj- um Liberala. Þeir heimta fylli sina fylgifiskarnir þeir, engu síður en aðrir. Það er ekki málefnið, held- ur dollarinn, sem dregur. , Alvara tímanna. Eg er ekki viss um það, að allur þorri manna skili það, eða sé það fyllilega ljóst, hve alvarlegir eru tímar þeir, sem nú standa yfir og hafa staðið yfir á tiunda mánuð. — Enda geta menn tæplega búist við því, hvað oss Islendinga snertir. 1 þúsund ár voru forfeður vorir úti á eyjunni hvítu norður í íshafi og vissu eiginlega aldrei, hvað stríð var — þó að þeir bæru vopn framan af. Það var á Sturlunga-öldinni, að bar- dagar urðu með nokkrum inann- fjölda. 1 hinum stærri bardögum börðust þetta tvö til þrjú þúsund manns, og bardagavöllurinn hefir verið þetta 100—200 faðma breiður eða kannske vel það. Reyndar hafa fleiri verið í bardaganum á Alþingi, en sá bardagi stóð ekki lengi og sef- aðist fljótlega. En þegar Sturlunga- öldina leið, þá dofnaði yfir herskap öllum, og þó að menn kynnu sög- urnar, þá gjörðu menn sér óljósar hugmyndir um stríð og bardaga og alt sem þeim fylgir. Menn fylgdu að vísu hetjunum í anda og dáðust að sérstökum framúrskarandi víga- mönnum og köppum; en miklu minna var hugsað um ástand þeirra sem í stríðinu áttu, hinna sigruðu, kúguðu og undirokuðu. Margir eru meira ea minna kunn- ugir mannkynssögunni, einsog hún er sögð í kenslubókum eða kend á skólum æðri og lægri. En mann- kynssaga sú, sem kend'hefir verið á Islandi, er mestmegnis upptalning viðburðanna, og taldir upp stjórn- endur rikjanna, en minna farið út í ástand þegnanna. Stundum er sagt frá striðum og herferðum; en vana- lega er það saga um sigurvinningar; um ástand þegnanna og hinna und- irokuðu er minna sagt. Menn þekkja injög lítið til hinna fyrri þjóða; til Egypta, þegar þeir voru að brjóta undir sig löndin fyr- ir botni Miðjarðarhafsins, eða her- ferða þeirra á móti Hittitum og Gyðingum, Phoniciu mönnum eða Epyópum. — Menn þekkja ekki til herferða Babylons manna hinna fornu, eða Meda, eða Assýra, eða Persa. Um herskap Grikkja þekkja menn, sigurvinningar þeirra, og sögu Alexanders mikla og líkt er um sögu Rómverja. Menn þekkja ein- stöku menn í henni. Um herferðir hinna fornu þjóða, Celta og Frakka og Þjóðverja, Alana, Alimanna, Van- dala og Gau.ta, veit almenningur svo sem ekkert, eða Jenghiskans og Tamerlanes. Menn hafa þvi enga hugmynd uni það, hvað þjóðirnar urðu að þola, þegar herskarar |ieirra — hamslausir og tryltir — óðu yfir löndin. Þetta er alt í þoku fyrir mönnum og menn hugsa ekkert út i það. Og það er na>rri hið sama, hvað snertir seinni tíinana. Höfum vér verið með Napóleon í huga vorum á undanhaldinu frá Mos COW 1812, eða með Jenghiskan, þeg- ar hann velti sér1 ineð millión her- manna yfir alla Asíu og Rússland, eða með Atla Húnkonungi, þegar hann óð yfir alla Suður-Evrópu, vestur á Frakkland; þangað til hann var stöðvaður á Katalónsvöll- um árið 451? Höfum vér hugsað oss að vér værum í hópi hinna yfir- unnu, og horfðum á feður og bræð- ur höggna eða fangaða, en systur og mæður og dætur svlvirtar og þrælk- aðar síðan, sem vinnudýr, keyrðar fvrir plóginn og vagninn, sem uxar eða hestar? Höfum vér liugsað oss, hvernig sigurvegararnir fóru með þjóðirnar, hvernig þeir oftlega gjiir- eyddu þeim, upprættu þær alveg, eða kúguðu þær til þess að breyta átrúnaði, siðum og háttum og tungu- máli? Þeir'eyðilögðu þær eða ráku þær burtu, þegar þeir þurftu lönd þeirra. Svo var með Gyðinga, þeg- ar þeir komu í Canaans-land. Svo var með allar þjóðir þær, sem nú byggja Evrópu: Þær annaðhvort hröktu burtu eða eyðilögðu þjóðirn- ar, sem fyrir voru. En þetta stríð, sem nú stendur yf- ir, er svo voðalegt, að aldrei hefir verið dæmi slíks. Þó að öll stríð Napóleons væru talin saman í eitt, þá væru þau ekkert á móti þessu. Þó að öll strið Tyrkja um margar aldir, væru tekin saman í eitt, þá væri það barnaleikur á móti þessu, sem nú hefir háð verið. Og þegar allur þorri Islendinga þekkir að- eins lítilfjörlegt ágrip af slríðum þessum, þá er ekki von að menn hafi skýra hugmynd um þetta. Oss ógnaði öllum, þegar vér heyrðum um aðfarir Þjóðverja í Belgiu, ekki þó að þeir feldu vopn- aða hermenn, heldur hvernig þeir svívirtu konur og ungar stúlkur og limlestu jia-r á eftir og gengu af þeim dauðum; hvernig þeir skutu niður að gainni sinu hópana af ung- um og gönilum, saklausum og vopn- lausuin mönnum. Svo komu neðansjávarbátarnir; þeir læddust með sjávarbotni og komu upp úr djúpinu, og á nokkr- um sekúndum voru þeir búnir að senda varnarlaus skipin, fiskibát- ana, verzlunarskipin friðsömu og vopnlaus farþegaskipin niður á hafs botn, oftar með öllum, sem á voru. Svo kom eitrið. Þeir blása eitrinu í skýjum stórum á margra mílna svæði yfir mótstöðunienn sina, og þegar þeir svo koma að, þar sem þeir liggja blindir og hálfkæfðir af eitrinu, þá stinga þeir þá í hundr- aðatali; og áreiðanlegt er það, að heilar hersveitir þeirra hafa drepið í stórhópum særða menn og fang- aða. Bretar liafa jafnvel komið þar að, sem þeir hafa krossfest Canadamenn lifandi. ()g nú seinast kemur fregnin uin Lusitaniu. Allur heimur stendur undrandi yfir ósköpum þeim. Það er varla von, að menn grípi þetta eða skilji í fljótu bragði, og dómar fjölda manna um þetta eru stundum feykilega barnalegir. Hóparnir standa höggdofa og horfa á þetta, sem sauðahópar, sem reknir eru í kaupstað til slátrunar. Þeir sjá blóðvöllinn og sauði aðra dregna þangað; en skilja ekkert, hvað þetta þýðir. En þarna bíða þeir þangað til að þeim kemur. Það er einsog menn þurfi löðrung svo mik- inn, að liggi við roti, til þess að átta sig og sjá, livað á ferðum er. — Sjá menn hvað veTaur? VeP TnTTum verið að reyna að skýra slíka hluti eiginlega í fleiri ár, en enginn hefir trúað og enginn viljað gaum gefa, og fáir skilið. En hafa menn þá aldrei hugsað út í það, hverjar afleiðingarnar verða, eða hver hluturinn kann upp að koma fyrir þeim sjálfum? Hefir yð- ur nokkurntíma komið til hugar, að blóðvellir þessir væru hér Jivert og endilangt yfir Canada slétturnar frá hafi til hafs? Hafa menn aldrei hugsað sér fylkingar Þjóðverja á göngu um sléttur lands þessa, eða að þeir hcyrðu drunur stórskotanna dag ef.tir dag og nótt eftir nótt? — Hafa menn aldrei hugsað sér, hvern- ig lifið hefði litið út, ef að örninn þýzki hefði blaktað yfir hverjum skóla? Margt hefir nú skeð jafn undarlegt og það. Þetta er ekki rit- að, til að gjöra neinn æsing, heldur til að fá menn til að hugsa. Því að nú eru alvarlegir timar, svo að heim urinn hefir aldrei séð aðra eins. Alvaran er einsog að byrja, en það getur farið svo, að vér sjáum hana og reynum nær oss, en þetta. , GRAND TRUNK PACIFIC Stjórnin í Ottawa lýsir því yfir, að hún ætli að taka að sér járn- brautina frá Moncton til Winnípeg. Þetta orsakast af því, að Grand Trunk Pacific brautin vill komast undan að taka að sér braut þessa. Um leið ætlar stjórnin að taka að sér Lake Superior greinina af G. T. P. milli Fort William og Superior Junction. Allir verkamenn G. T. P. á braut- unum niilli Fort William og Winni- peg verða því brautarþjónar stjórn- arinnar. Þetta gjörir stjórnin fyrst og fremst um stundarsakir, meðan ver- ið er að jafna missættið um skuld- bindingu Grand Trunk félagsins, aö taka brautina á leigu og renna lest- um á henni. Félagið heldur því fram, að brautin sé ekki fullgjör. — En aðrir ætla, að ástaeðan sé alt önnur; nefnilega sú, að brautin varð miklu dýrari en til var ætlast. Hún hljóp á endanum upp á 173 millíónir dollara, þegar Liberal- stjórn rikisins skildi við hana, sem oft hefir verið um talað. — Grand Trunk félaginu hryllir við, að borga rentu af öllum þessum milliónum og vill gjarnan komast hjá því, ef unt er. E’nda er það ekki furða.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.