Heimskringla - 27.05.1915, Side 3

Heimskringla - 27.05.1915, Side 3
NVÍNNIPEG, 27. MAf 1915. II E I M S K R I N G E BLS. 3 hugsunar, og þannig gjört þá deild j þjóðfélagsins hæfari til að krefjast réttinda fyrir sig og sinn flokk. En það er nokkuð, sem sízt af öllu var tilgangur stjórnmálaflokkanna, sem umbóta-Iöggjöfina veittu. Samt sem áður er ómögulegt að segja, að fram- farir þær, sem mest ber á og sem þjóðirnar stæra sig mest af nú sem stendur, lofi neinni endilegri úr- lausn á spurningu þeirri, sem allir ágætustu menn og konur heiinsins eru að leitast við að svara — það: Hvernig verður réttlæti og frelsi grundvallað á jörðinni, svo það nái til allra? Það er gáta, sem sphinx þessarar aldar leggur fyrir heims- menninguna, og ineð þvi að geta ekki ráðið hana, bakar hún sér tor- tiiningu. Sem tilraun til úrlausnar ætla eg að gjöra eftirfylgjandi atliugasemd- ir og tillögur: Þrátt fyrir hina miklu yfirburði sína yfir dýrin, á maðurinn þó margt sameiginlegt með þeim, svo að með sanni má segja, að i hinu upprunalega eðli sínu er hann dýr; bæði hvað snertir hinar líkamlegu þarfir hans og eins hvað snertir að- ferð þá, sem hann hefir beitt tii að fullnægja þeim fram að þessu. Að minsta kosti má óhætt segja það um breytni hans við sitt eigið kyn, — nema þar sem honum ferst enn verr en vargdýrunum. Líkami manns- ins er nú einu sinni svo bygður, að hann þarf fæðu sér til viðhalds og endurnæringar og klæðnað og húsa- skjól, til að verja sig fyrir áhrifum náttúrunnar. Síðan hann vitkaðist meira og komst upp á lag með að brúka verkfæri, bæði smá og stór, hafa nautnir hans og krafir aukist, — svo að nú lifir hann alls ekki á einu saman brauði, heldur verður hann að hafa þar að auki, meðal annars, bókmentir, listaverk, söng- list og margvislegan annan fagnað, sem oss, sem hér erum í dag, er svo vel kunnugt um, og sem einu nafni nefnist: siðmenning vorra tínia. En alt þetta, og annað, sem fullnægir mannlegum kröfum, verður að fru leiðast af jiirðinni með erfiði. Skól- ar, bókasöfn, sjúkrahús og allskon- ar byggingar, ekki siður en gufu- skip, járnbrautir og verkvélar, rétt einsog kvikfénaðurinn, sem elzt á grængresinu; kornið, sem slegið er. Jiegar akrarnir eru bleikir, og ald- inin, sem lesin eru af svignandi greinum i haustsólinni. Fyrir öllu þessu verður maðurinn að vinna, ýmist með hugviti sínu eða hönd- um. Enginn, sem ekki hefir fé und- ir höndum, annaðhvort sitt eða annara, getur íifað degi iengur á þessari jörð, nema að hann eigi að- ganfi að einhverju af hinum marg- víslegu framleiðslu ineðulum eða uppsprettum, þar sem honum er auðið að vinna eitthvert nytsamt starf, og þannig efla sína eigin vel- ferð og þjóðfélagsins. Hvað er það, sem óaflátanlega þjakar alþýðu fólks eða þeim liluta þjóðfélagsins, sem alment er kallaður verkalýður- inn? Það er atvinnuleysi eða ótti fyrir því. Þetta ásigkomulag er líka afl það, sem daglega ógnar menn- ingarfyrirkomulagi þjóðanna, því að það orsakar ókyrð og vantraust, sem verðugt er, þar eð stjórnar- og löggjafarvaldið gefa litinn eða eng- an gaum að vellíðun og réttindum hins þarfasta og nytsamasta hluta þjóðarinnar, verkalýðnum. Innbyrð- is samtök til sjálfsvarðveizlu og viðurkenningar á almennum mann- réttindum, á meðal þéss ranglætta hluta þjóðfélagsins, er afl það, sem nú ógnar menningarfyrirkomulagi þessara tima. Til þess að vér leggjum vorn skerf til þess, að mönnunum muni ekki aftur á bak, heldur þoki nokkuð á leið, legg eg það til, að vér tökum oss þá afstöðu í öllum málum, sem vér getum haft nokkur áhrif á, að þau vísi í áttina til sannrar menn- ingar. Af atriðum þeim, sem til þeirrar stefnu heyra, er .meðal ann- ars almennur atkvæðisréttur; af- nám sérstakra eignarréttinda á öllu þvi, sem nauðsynlegt er til lífsvið- urhalds allra: að nokkur eða nokk- urir hafi eignarráð yfir atvinnu- vegurn eða framleiðslustofnunuin, sein allir þurfa að nota sér til lífs- viðurhalds, eða eiga velliðun sína undir. Þar á meðal ma telja flutn- ingafæri, náma og timbur, iðnað, vörugeymslu, rit- og talsíma, ásamt bönkum með peningaútgáfu og fleira. Alt þess háttar ætti að vera eign þjóðfélagsins, rétt einsog skól- arnir og pósthúsið og aðrar slikar stofnanir, sem við þekkjum og vit- um að gefa hinn æskilegasta árang- ur, þar eð þeim er stjórnað og við- haldið til velmegunar og afnota alls þjóðfélagsins, án manngreinarálits. Atvinnuleysi og þar af leiðandi bágindi liggja i landi — á heima á vorri öld. Það er ásigkomulag, sem er óaðskiljanlegl frá verzlunar-, iðn- aðar- og framleiðslu-fyrirkomulagi voru. Jafnvel á beztu tímum, sem kallað er, i góðæri, hangir sverð at- vinnuleysisins eða óttinn fyrir því, yfir höfði erfiðisfólksins, auk held- ur nú, þegar iðnaðar-deyfð og styrj- öld, stórkostlegar en nokkru sinni hefi átt sér stað, geysa yfir heim allan, skæðar en uokkur drepsótt. Siðmenning vorra tíma, ásamt stjórn arfyrirkomulagi og löggjafarstefnu, hvilir á atvinnuleysi. Viðhald henn- ar og tilvera er þvi aðeins möguleg, að atvinnuleysi, ineð öllum þeim hörmungum og glæpum, sem því eru samfara, haldi áfram stöðugt og ó- hindrað. Ef nokkuð það kæmi fvrir, sem tæki fyrir allan atvinnuskort. og slíkt ástand virtist varanlegt, þá hryndi siðmenning sú, sem hefir ikt siðan verksmiðju iðnaður hófst, til grunna. Annaðhvort lægi fyrir þjóðunum. að hrapa ofan í siðleysi og villudóms ástand, eða reisa þeg ir í stað aðra siðmenningu, og þann- ig gjiira útfarardag þessarar menn- ingar fæðingardag annarar nýrri og göfugri menningar. Það er álit mitt, grundvallað a vfirvegun viðburðanna, að einniitt þessi þýðingarmiklu tíirramót séu nálæg, -— standi fyrir dyrum. Að svartnættis-stund ranglætis þess, ;em rótgróið er í menningu vorri, standi nú yfir, og sé forboði ná- lægrar dagrenningar hins sólríka og vonglaða dags réttlætis og frelsis. sem verða hornsteinn og máttarviðir hinnar nýju menningar. Christian Siverlz. Fólkorustan á Clontarf eða Bríans bardaginn. 23. apríl, 1014 (Xiðnrlag). 5. Fólkorustan á Clontarf. Bardaginn er síðasta fólkorusta á víkingaöldinni, og atburðirnir einkum fyrir og eftir hana eru skeyttir með kristnu og heiðnu í- myndunarafli. írar liöfðu hvorki hjálma né brynjur. Þeir voru í stöf- uðum skyrtum, og annar fóturinn ber; þeir börðust með sverði og höfðu skjöldu til að hlífa sér með. Þeir voru smáir vexti, léttir á velli og snarir til áhlaupa. Þeir voru líkastir léttvopnaða liðinu hjá Forngrikkjum. Austmenn voru há- ir menn og sterkir, þeir höfðu brynj- ur og hjálma, sverð og skjöld. Aðal vopn víkinga var stríðsöxi, oft tvíeggjuð; spjót var títt að nota, unz til návfgis kom. Á Clontarf segja Irar að barist hafi 1000 manns albrynjaðir á móti sér. Það má gizka á, að margir þeirra hafi verið með Bróður víkingaforingja. Innrásarhernum var fylkt á þessa leið; Bróðir og hans menn stóðu fremstir í hægra fylkingararmi. Fyr- ir aftan þá stóð ólafur frá Dýflinni með Austmenn frá Wales. í miðri fylkingunni stóð Sigurður jarl Hlöð vissön fremstur með Orkneyiga, Skota, Frakka, íslendinga og Fær- eyinga., Fyrir honum var borið merki lians. Fyrir aftan hann stóðu Dýflinnarmenn undir forustn Don- ehads sonarsonar Herjólfs. í frem- stu röð í vlnstra armi fylkingar stóðu Dýflinnarmenn undir forustu Dubhgalls ólafssonar Quarans. í næstu röðum fyrir aftan l*á stóðu enn Dýflinnarmenn undir forustu GilIaciaransGluniaranssonar. Þenna her skoða Irar sem þrjár herdeildir. Fyrir aftan þessar raðir stóðu Lein- termenn í þremur herdeildum, und- ir forustu Maelmordha konungs af Leinster. Sjöunda herdeildin var til varnar í Dýflinni, og til að verja Dubhgallsbrúna yfir Liffey^ og fyrir henni var Sigtryggur silkiskegg sjálf ur. Hann var ekki í bardaganum, en liálfbróðir hans barðist þar, sem Njála heldur hann vera. Við að- stöðu Leinstermanna og Dýflinnar- manna er það óheppilegt, að þeir verða að flýja fram hjá óvinahern- um, ef þeir bíða ósigur. Flótta- stefna víkinganna er beint undan- hald niður að höfninni fyrir norðan Höfða. Brían var ekki sjálfur í orustunni. Hann var 88 ára gamail og vildi ekki berjast um daginn, annaðhvort vegna feigðarboðans, sem hann hafði fengið um nóttina, eða vegna helginnar miklu á föstdaginn langa. frar segja hann l*ó vopnfæran. Cianl) frá Desmond “hinn hái og fagri” var fyrir vinstra fylkingar- arminum móti Bróður Hann var fyrir Dalcassíum, sem höfðu þau for- réttindi að berjast fremstir í öllum orustum og verja undanhaldið á flótta. Fyrir aftan Cian stóð Ron- ald með Egonaehta og Desmond- menn.Fyrir miðfylkingu íra var Toirdelbach (Kerþjálfaður Njálu)2) sonur Murchads og ástfóstri Bríans afa síns. 1 fremstu röðunum þar (1) Eg felst alveg á getgátu P. A. Munchs með að Cian hafi verið úlf- ur hræða í Njálu. (2) Toirdelbach mun hafa breyzt í Kerþjálfað við það að t í byrjun nafnsins hefir af síðari afritara ver- ið lesið eins og Ir: úr “acli" á frsku hafa Norðmenn gert “aðr”. étóðu Daleassíar, og í aftari röðum þeirrar herdeildar stóðu Munster- menn. Fyrir hægra fylkingararmi var Murchad. Yztir þar stóðu menn Úspaks víkings undir forustu hans. Þangað liefir Donchad átt að koma, ef hann kæmi áður en barist væri til þrautar. í þeim fylkingararmi tóðu Connaughtmenn. Fyrir aftan fylkinguna var slegið skjaldborg um Brían konung. Hann hafðist við í tjaldi um daginn, lá á knébeð og baðst fyrir til sigurs sinna manna. Um fylkingar Bríans voru borin 70 merki um morguninn. Gall- inn við aðstoðu fra í bardaganum var að þeir börðust með víggirta borg að baki sér með töluverðu setu liði í. Fyrir báða herina var aðstaða Maelsechlainns uppi við Tolkuós til ógnunar, meðan enginn vissi til hvers hann ætlaði herafla sinn. Hvorutveggja fylkingin mun hafa verið ,10 menn á þykt eða jafnvel, meira, 20 — 24000 manna börðust hvoru megin. Bardaginn byrjaði litlu eftir sól- aruppkomu um háflóð með einvígi þeirra Plaits og Donmalis; þeir féllu báðir^ ráku hvor annan í gegn með sverðinu, og lágu með hina höndina flækta hvor í annars hári. Eftir það sigu saman fylkingar. Dalcassíar réðust á Austmenn með ákafa og snarpleika, en þeir stóðu fyrir sem járnveggur, og hvert á- hlaupið á fætur öðru hrökk af þeim aftur. 1 byrjun bardagans veitti Austmönnum betur og þeir feldu íra, sem voru miklu ver vígbúnir, eins og hráviði. Konurnar í Dýfl- inni gengu upp á borgarveggina og horfðu á bardagann, sem átti að gera út um örlög Dýflinnar og ír- lands. Sigtryggur konungur og drotning hans gengu upp í turninn á konungshöllinni. Sigtryggur sagði þegar hann sá íra falla: “Þeir slá hraustlega akurinn Austmenn- irnir, og kasta mörgum byndinum frá sér”. “Að kvöldi skal dag lofa”. svaraði dóttir Bríans. Orustan festist fyst í hægra fylk- ingararminum við það að Murehad þjóðhetja íra tók sér sitt sverðið í hvora liendi og óð í gegnuin fylk- ingu Dubhgalls og Dýflinnarmanna. Hann feldi menn á tvær hendur (4) en brynjan hefir hlotið að hlífa hon- um. Menn lians'ruddust inn í geil- arnar á eftir, þar sem hann fór fyrir. Bróðir réðist fram sín megín og hjó íra niður. Hann bitu eigi járn, seg- ir Njála. Cian frá Desmond réðist á móti honum. Cian lagði þrisvar til víkingsins, Bróðir féll við hvert lag, en var ósár. Yið þriðja lagið var við sjálft, að hann myndi eigi á fætur komast, svo mikill vopna- burður var að honum en þegar hann komst á fætur verkuðu undrin sem urðu á skipum hans og véfréttin fyrir bardagann svo á hann, að hann örvænti um líf sitt og flýði undan í skóginn og með honum flýðu ýmsir af hans mönnum. Þá voru eftir menn frá Wales, fyrirliði þeirra féll. Þá hófst enn áköf viður- eign við Leinstermenn. Sigurður jarl átti harðan bardaga við Toirdelbach, og gekk betur í fyrstu. Eftir að hafa hrundið af sér fyrstu áhlaupum jarls og hans manna, gekk Toirdelbach svo fast fram, að liann feldi alla þá, sem fremstir voru. Rauf hann fylkingar Sigurðar alt að merkinu og drap merkismanninn. Fékk jarl þá til annan mann að bera merkið. Yarð þá enn orusta hörð. Toirdelbaeh hjó þennan þegar banahöggi, og hvern af öðrum þá er í nánd voru. Sigurður jarl kvaddi þá til Þorstein Síðu-Hallsson að bera merkið; hann var frændi jarls og jarl liafði reynt hann að hreysti, fræknleik og vitur- leik. Þorsteinn ætlaði þá upp að taka merkið. Þá mæiti Ámundur hvfti, hann var norrænn höfðingi frá Waterförd: “Ber þú eigi merkið Þorsteinn, því að þeir eru allir drepnir er það bera.” “Hrafn hinn rauði,” sagði jarl, “ber þú merkið.” Hrafn mælti: “Ber þú sjálfur krák l*inn.” Merkið var hrafn, sem blak- ti vængjunum, þegar vindurinn blés í það. Eðna móðir Sigurðar jarls, kona af írskum ættum, hafði gjört merkið með miklum hagleik og fjöl- kyngi, og lagt það á merkið^ að það skyidi verða sigursælt þeim, er eftir þvf gengi, en hættulegt fyrir þann er bæri það. Jarl mælti: “Það mun vera maklegast að fari alt sam- an karl og kýll” Hann tók merkið af stöngin'ni og ltom í millum klæða sinna. Jarl og menn hans börðust þá all djarflega. Og litlu síðar heyrðu menn mælt í loftinu (5); “Ef Sigurður jarl vill sigur hafa. þá sæki hann á Dumazbakka með lið sitt.” Meining -þessarar jarðtegnar hlýtur að vera, að hann skyidi (3) Duald Mac Firbis, frskur höf- undur, nefnir Sadhbh (Sava?) dótt- ur Bríans, sem hafi verið gift ólafi Quaran í Dýflinni, þegar bardaginn varð 1014. Ólafi sýnist blandað sam an við son hans, og drotning Sig- tryggs hefir lfklega heitið þessu nafni. (4) írar segja að fimtíu manns hafi fallið til hvorrar handar honum. (5) Þorsteins saga Síðu-Hallssonar Rvfk 1902, bls. 3. sækja upp á sjáfarbakkann, þangað sem Brían var fyrir og drepa liann. Sigurður jarl gerði þá harða atlögu og hratt Toirdelbach af sér og feldi marga menn af lionum, en nú stóð hann feigum fótum, því hann bar sjálfur merki sitt, Murchad sonur Bríans kom þá frá hægra fylkingar- armi Ira í þeirri svipan, fyltist með- aumkvunar með mönnunum, sem féllu fyrir Sigurði jarli. Þorsteinn Síðu-Hallsson sá að Ámundi hvíti féll, hann sá að Sigurður jarl var lagður í gegn, en þekti ekki Mur- ehad, sem var vegandinn^ og hefir að líkindum haft nóg að vinna sjálfur. Ellric sonur konungsins af Lochlann sótti fram ákaflega. Mur- chad náði að lokuin til lians, þeir háðu ógurlegt einvígi Innan um hina sem börðust. Murchad rak víkinginn undir sig, og rak sverðið í gegnum brjóstið á honum, en um leið og víkingurinn féll náði hann tigilknífi Murchads, og spretti upp á honum kviðnum, svo iðrin féllu út. Murchad misti meðvitundina um stund, raknaði fljótt við aftur og hjó höfuðið af Ellrie. Murchad lifði til næsta morguns, og var þjón- ustaður áður en hann lézt. Brían lá á bæn í tjaldi sínu inn- an 1 skjaldborginni, og sendi út svein sinn við og við til að segja sér fréttir af orustinni og gangi hennar. Tvisvar hafði sveinninn komið inn og borið góðar fregnir af orustunni, nú kom hann inn í þriðja sinn, og sagði að nú værú flest merki frsku höfðingjanna fallin, og þar á meðal merki Murchads sonar hans. “Þar féll merki Erínar er það merki féll,” sagði konungurinn, og þótti þá örvænt um sigurinn og líf sitt. Hann gerði ráðstafanir til að vera grafinn í Armagh-klaustri og gaf 240 kýr til legstaðar sjr. í hægra fylkingararmi íra hafði Úspakur einnig gengið í gegn um fylkingar Dýflinnarmanna: hann var orðinn sár mjög og liafði látið fjölda manns, og Murchad meðal hinna föllnu. Dubhgall Ólafsson hálfbróðir Sigtryggs flýði fyrir Ú- spaki. Maelmordha konungur af Leinster var fallinn, og menn hans komnir á flótta. Fylkingarbrjóstið innrásarhersins sýnist hafa staðið lengst, en flótti barst loks í öllu liðinu. Eftir sögu Þorsteins Síðu- Hallsonar flýði liðið mest til skóg- arins norðaustur fyrir tjörnina. ír- ar ráku flóttann. Þorsteinn Síðu- Hallsson nam staðar við skóginn þegar allir flýðu, og batt skóþveng sinn. Þá spurði Toirdelbach. sem kom að honum, því hann hlypi eigi. “Því,” sagði Þorsteinn, “at ek tek eigi heim f kveld, þar sem ek á Tiéima út á íslandi.” Svo mikill drengur var Toirdelbach, að ’hann gaf hoftum grið, og hefir iátið færa hann upp á sjáfarbakkann nálægt skjaldborginni. Þar hafa verið fyr- ir ýmsir sárir menn, og iíklegast Ú- spakur víkingur. Eftir frásögn Njálu var Hrafn rauði “eltur út á á nokkura. Hann þóttist þar sjá allar helvítis kvalar í niðri ok þótti honum djöflar viija draga sik til. Hrafn mælti þá: “Runnit hefir hundur þinn, Pjetur postuli, til Róms tysvar ok mundi renna hit þriðja sinn, ef þú leyfðir.” Þá létu djöflar hann lausan, og Hrafn komst yfir ána.” Svo segir sagan, og Þorsteinn Síðu-Hallsson hefir haft hana eftir Hrafni sjálfum, þeg- ar þeir fundust síðar í Orkneyjum. Hrafn var maður Gilla jarls og hefir flúið til skipanna fyrir norðan Höfða. Á þeirri leið er engin á. En á kortinu má sjá lænu, sem gengur inn úr bæjarflóanum fyrir vestan Höfða, hún beygist upp með land- inu og nær upp að Clontarf. Þessi læna hefir leirbotn í miðjunni, leir- botninn er auður um fjöru, en við hálffallinn sjó er sjór í henni, sem vel má vaða, einkum ofan til. Yfir þessa lænu hefir Hrafn rauði vaðið á flóttanum; fæturnar liafa ætlað að festast í leirbotninum, en maður- inn verið hræddur og ímyndað sér að nú ætti að draga sig til helvítis. Þegar Hrafn flýði út á lænuna sýn- ist hafa verið nær því hálffallinn sjór, sem sýnir að bardaginn hefir staðið 8-9 tíma þega aðalflótti brast innrásarhersins. 6. Fall Bríans og flóttinn til Dýflinnar. Þegar írar reka flóttann, sér Bróð. ir að fátt manna er hjá skjaldborg- inni, liann ræðst þá með slna menn út úr skóginum. Njála segir að hjá Brían lionungi hafi verið sveinninn Taktur (6) yngsti sonur hans ,og Kormlaðar. Bróðir rauf með mönn- um sfnum alla skjaldborgina vóð inn í tjaldið, sá þar svartklæddan mann sem hann hélt að væri prest- ur. Fylgdamaður hans einn þekti Brían, og sagði Bróður til hans. Brían brá sverði, og drap einn fylgdarmann Bróðurs, sem færði stríðöxina í höfuð konungi, svo í heila stóð. Vísuorðin í Njálu segja rétt frá: “Áður tæði ben blæða Brjánn fell en hélt velli.” (6) Ulster-annálar geta þess að hann hafi fallið 1023, og kalla liann | Tadhg. Sumir kalla hann Teige. Ivonungurinn dó af heilundarsári áður en honum blæddi. Bróðir gekk þá út úr tjaldinu og kallaði hátt: “Kunni þat maðr manni at segja, at Bróðir feldi Brján.” Þá var runnið eftir þeim, sem flóttann ráku og þeim sagt fall Bríans kon- ungs. Þeir snéru þá aftur Cian (Úlfur hræða eða hreða) og Toirdel- bach, slógu hring um þá Bróður og feldu að þeim viðu^ því þá bitu ekki járn. Bróðir var *þá tekinn hönd- um. Cian reist hann á kviðinn, leiddi hann um eik, og rakti svo úr honum þarmana, og dó hann eigi fyrr, en l*eir voru allir úr honum raktir. Ástæðan til þessa grimdar- verks hefir verið sú að Murchad faðir Toirdelbachs lá' ristur á kvið- inn með iðrin úti nokku neðar á sjávarbakkanum. Menn Bróður voru allir drepnir. Þorsteinn Síðu- Hallsson hefir horft á allar þessar aðfarir og þess vegna er þeirra getið í Njálu. Á Clontarf féllu 16 Islend- ingar af 17 sem í bardaganum voru. Þorsteinn hefir verið eftir á sjávar- bakkanum um kvöldið, en bardag- inn heldur áfram annarstaðar. Hann veit ekkert um örlög Toirdel- bachs síðar. Njála þagnar. Herinn frá Leinster og Dýflinni flýði væstur eftir Þórsskógi, sem þá var með miklum undirskógi, en nú standa þar nokkrar tylftir af gisn- um trjám. Þegar þeir koma á móts við Tolkuós beygja þeir út úr-skóg- inum til að ná upp á Dubhgallsbrú til Dýflinnar, þá ræðst Maelsechla- inn á þá með óþreyttu liði og hnekkir þeim niður að Tolkuós. Þá var aftur háfióð, eins og þegar orust- an byrjaði. Þeir áttu ekki aftur- kvæmt til skógarins, því Cian og Toirdelbach eru komnir á milli þeirra og skógarins, með her manns. Þar verður þröng við sjóinn, og margir drukna, írar segja að líkin hafi legið þar í hrúgum á eftir. Sig- tryggur og kona hans standa þá aftur á turninum. Drotningin seg- ir 1 háði: “Nú sýnist mér að víking. arnir hafi fengið óðal sitt aftur.” Sigtryggur spyr: “Því segir þú það kona?” “Útlendingar leyta nú til hafsins aftur, hafið er óðal þeirra. í hitum leita kýrnar til vatnsins, en þessar kýr verða mjólkaðar.” Kon- ungur gaf henni kinnhest og braut úr henni tönn fyrir svarið. ' Flóttaherinn náði til Liffey-árinn- ar, þar druknuðu enn margir menn. Það mun hafa verið þar, sem Toir- delbach óð út í strauminn til að reka flótta^ hann rakst á planka, féll um f ’ vatninu og druknaði. Hann hefir verið brynjaður. Flótta- herinn barðist til brúarinnar. 1 þeirri hríð féll Dubhgall ólafsson Quarans, og sumir ætla að brúin hafi \Terið kend \7ið hann. síðan. Leifarnar af hernum komust loks yfir brúna. Síðasti Austmaðurinn sem féll á brúnni, þegar þeir voru að reka flóttann, hét Arnaill Scotz. Þar með lauk fólkorustinni miklu á Clontarf. Mannfallið var ógurlegt. Næstum allir höfðingjarnij., sem til orustunn ar komu, voru fallnir. 6000 manna féllu af innrásarhernum, og önnur 6000 af íraher. 7. Eftir orustuna. Á laugardaginn kom Donchad úr ránsferðinni með 28 uxa. Dýflinn- armenn hótuðust að ráðast á hann, ef hann slátraði nautum þeirra, að þeim aðsjáandi. Hann gjörir það samt, og sagðist aldrei liafa verið skattskyldur Sigtryggi, og aldrei hafa hatað hann meira en nú. Menn Cians álitu að nú væri færi á að gjöra kröfu til konungdóms í Muns- ter, því þeir sáu, hve fáir Dalcassíar voru orðnir, og hve sárir þeir voru flestir. Þegar kom suður til Kildare heimtaði Cian gisla^ eða undirgefni af Donchad, en hann neitaði þver- lega. Hann vildi láta sára Dalcass- ía inn í klaustur og láta þriðjung hersins verja þá, en særðir menn fyltu sár sín með mosa, fylktu sér með hinuin og heimtuðu að mega berjast: þá varð ekki af atlögunni fyrir Cian. Cian féll árið eftir fyrir öðru konungsefni þar, Domhnall, en synir Bríans feldu Domhnall ári síðar. í Barrow ánni þvoðu Daleassíar sár sfn, en þegar sunnar kom heimt- aði Donchad konungur í Ossory gisla af nafna sínum Bríanssyni. Hann þverneitaði, enn sem fyrr. Fylkti Daleassíum til orrustu; sárir menn heimtuðu enn að berjast með honum.en kröfðust að vera bundnir á staura, svo þeir gætu staðið. Þeg- ar konungurinn af Ossory sá, hvern- ig þeir bjuggust um, hvarf hann frá. Þar dóu 150 af sárum mönnum. En Donchad kom til Kinnkóra og tók konungdóm eftir föður sinn. Mael- sechlainn varð nú yfirkonungur aftur, án þess að nokkur mælti á móti, og SigtryggUj. hélt áfram að vera konungur í Dýflinni^ og hafði aldrei verið í meira álit'i en eftir bardagann. Fyrir víkingaliðið var orustan of mikil blóðtaka. Það varð augljóst að Norðmenn gátu ekki haldið upp yfirráðum á írlandi vegna mann- fæðar heima fyrir. Liðssafnaðurinn fyrir orrustuna er hin stærsta afl- (Framhald á 7. bls.). THE CANADA STANDARD LOAN CO. Afial Skrlfstofa, Wlnnlpejf $100 SKULDABRÉF SELD Tllþæglnda þelm sem hafa smá upp- hæðlr tll þess at5 kaupa, sér I hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrlfstofunnl. J. C. Kyle, rftttsinatlur 42s >laln Street, Wlnnlpes. Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þ*vottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar "Laco" Nltrogen og Tungsten Lamp- ar. Kafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Matn 4064 Wlnnlpeg VltSgjörSir af öllu tagl fljótt o* vel af hendi lelstar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cahlnet Makera and Lpholaterera Furniture rep^alred, upholstered and cleaned, french polishlng and Hardwood Finishing, Furnl- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned. Phone Garry 3112 369 Sherbrooke St. Brúkaðar saumavélar meí hæfl- legu veríi.; nýíar Singer vélar, fyrlr penlnga út t hönd etta tll letlgu Partar 1 allar tegundir af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- nographs 4 mjög lágu vert5i. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunverður, $1.25. Máltííir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staöi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tnlsími Garry 22r»2 ROYAL OAK HOTEL Ch»M. GiiMtafsson, eiftandl Sérstakur sunnudags mi®dagsvert5- ur. Vín og vindlar á boríum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta ab kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WINNIPEG Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. u IIXV, etKandl Kunna manna bezt aö fara meV LOÐSKINNA FATNAÐ Viögerölr og breytingar á fatnaöi. ‘Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot H.JOHNSON Bicyle & Machine Works Gjörir við vélar og verkfæri reiðhjól og mótora, skerpir skauta og smíðar hluti í bif- reiðar. Látið hann sitja fyrir viðskiftum ykkar. Alt vel af hendi leyst, og ódýrara en hjá öðrum. 651 SARGENT AVE. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra komvöru, gefum hæsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifli Skrifaðu eftir u oplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.