Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 2
BLS 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JúNí 1915. UPP MEÐ BONDANN. IV. Að prýða heimilin. Stefán Á. Bjarnason. (Xiðnrlag). Lesarinn hefir eflaust tekið eftir því, að eg mintist ekkert á peninga- gildi, eða verðhækkun eigna í sam- bandi við að prýða heimilin. Það er heldur ekki ætlun mín að þessu sinni. En óefað eykur það verð- mæti búgarðsins all-mikið, ef bygg- ingar og alt sem að þeim lýtur, er smekklegt og vel úr garði gjört. Niðurröííun. Það fyrsta, sem er að ihuga, er niðurröðun á byggingum. All-oft sér maður, að gripahúsin eru næst þjóðbrautinni og íveruhúsið á bak við! Þetta er kannske búmannlegt, en alls ekki smekklegt. I öllu falli ætti húsið að standa næst þjóð- brautinni, fráskilið nautahúsum og útihúsum. Tré og blóm. Þó að niðurröðunin sé kannske ekki góð, má þó bæta úr skák með því, að rækta tré og smárunna þann- ig, að Ijótustu vegsummerkin séu hulin. Það, sem maður verður að gjöra til þess að bæta úr göllunum og prýða svo að vel fari, verður ekki sagt í fáum orðum, — enda verða kringumstæðurnar að ráða, hver aðferð er valin. Tökum samt eitt dæmi: Húsið stendur á flötum velli, spölkorn frá þjóðvegi; á bak við það mænir við himininn stór- eflis gripahús, — svo eru geymslu- kofar, vélahús, eldiviðarköstur og fleira. Þessi mynd er ekkert aðlað- andi, — hún hefir enga mjúka, dra'tti og engan bakhjall til að gefa henni svip. Að réttu lagi á íveru- húsið að vera miðpunkturinn; tré og runnar eru rammi, sem umkring- ir myndina, — hlaðan og geymslu- húsin eiga aðeins að sjást i gegnum riið af trjám, eða eiga alls ekki að sjást. Svo er að gæta að þessari mynd með meiri nákvæmni, — þá sést all- stór grasflötur, eða leikvöllur, um- girtur og prýddur alt í kring með trjám og blórnum. Húsið stendur einhverssstaðar á þessum bletti, og næst húsinu eru blómarunnar, sma- blóm og vafningsviður. Eitt eða fleiri stök tré standa frainarlega á fletinum og kasta svalandi skugga á hei,tum sumardegi. — Þetta er ófullkomin mynd, en eg vona, að hún skýri samt nokkurn- veginn jiað, sem eg á við, þegar eg tala um vel prýtt heimili. — Svona heimili getur útilokað daglegt strit og þreytu, því umhverfið er skapað til hvíldar og hressi'ngar. Þó að ak- uryrkjuvélarnar og búpeningurinn séu nálægt, þá er þó hvorttveggja fráskilið húsinu og grasfletinum, sem því tilheyrir. Bóndinn getur • þannig notið sömu hvíldar og þreytt ur “business”-maður, sem kemur út úr skrifstofu sinni, kastar frá sér á- hyggjunum og eyðir frístundum sinum á fallegu heimili utan við bæjinn. Mótbárur. Margur mun segja: “Þetta er alt mjög gott, en eg get ekki látið frén vaxa: það tæki meiri part æfinnar, að koma heimilinu í gott lag”. Þvert á móti. Hver, sem vill kynna sér möguleikana og leggur siðan hönd á plóginn i fullri alvöru, getur öðlast þessar umbætdr á þremur til fimm árum. Sumar trjátegundir vaxa ótrúlega fljótt, svo að nemur mörgum fetum á ári hverju. Runn- ar og blóm vaxa svo á tveimur ár- um, að inikil prýði er að, — og mörg blóm spretta fullkomlega á fyrsta ári. Það yrði of langt mál að gefa margar skýringar, enda ónauðsyn- legt, því að hver sem vill getur feng- ið ókeypis allar þær upplýsingar, sem við þarf. Upplýsingar. Heppilegast er að leita sér upp- lýsinga hjá búfræðisskólum eða til- raunastöðvum í Vesturlandinu. — Trjáræktunarstöðin (Forest Nursery Station, Indian Head, Sask.), Bú- fræðisskóli Manitoba-fylkis (Mani- toba Agricultural College, Winni- peg), Búfræðisskóli Saskatchewan (University of Saskatchewan, Agri- cultural Department, Saskatoon), Tilraunastöðvarnar (Experimental Farms) í Indian Head, Sask., og í Brandon, Manitoba, — allar þessar stofnanir gefa ókeypis allar upplýs- ingar um heppilegustu aðferðir við trjárækt og fleira, er að þessu lýtur. Alt, sem er nauðsynlegt að gjöra, er að skrifa eftir upplýsingum, og segja um leið all-greinilega frá kringumstæðunum, svo að megi gjöra áætlanir eftir þörfum hvers eins. Fáein orð til íslendinga. Eitt er það, sem hefir vakið eftir- tekt mína mjög nú nýlfga. Fjöldinn aliur af bréfum berast að daglega á tilraunastöðinni í Brandon. Bænd- ur spyrja um alla skapaða hluti milli himins og jarðar, að heita má, viðvíkjandi garðrækt, trjárækt, ak- uryrkju, kvikfjárrækt o. fl., og fá ætíð fullnægjandi og kurteis svör frá yfirmanni. En þetta er ekki eftir- tektavert, heldur hitt, að ekkert bréf hefir kotnið frá íslendingum siðan seint í apríl, — að undanteknu einu, viðvíkjandi kaupum á blómum. — Þetta er öðruvísi en það ætti að vera. Allar þessar opinberu stofn- anir tilheyra fólkinu, sem landið byggir, og eru æ reiðubúnar til að svara öllum spurningum, gefa allar upplýsingar og leiðbeiningar við- víkjandi starfsemi sinni. íslenzkir bændur ættu að nota sér þetta og afla sér uppfræðslu. Það er óha'tt að segja, að það er alls engin grein búskaparins, sem þessar stofnanir vanrækja,— það ér óhætt að spyrja að hverju sem er. , Að endingu vil eg láta íslenzka bændur yfirleitt vita, að persónu- lega væri mér stór ánægja, að greiða úr vandamálum þeirra, ef þeir að eins vilja senda línu og skýra frá þörfum sínum. Vanaleg utanáskrift á tilraunastöð Manitoba-fvlkis er: Dominion Experimental Farm, fírandon, Man. Skilnaðurinn. Eitt væri áreiðanlega unnið við skilnaðinn, og það er að sambands- málið væri ekki lengur notað í þess- um undirboðs-skollaleik flokkanna. Og þá væri líka sjálfdottið úr sögunni þetta, seni heimskast er og lubbalegast í blaðagreinunum: — brigzlin um ættjarðarsvik og mála- mensku Dana. Hér í blaðinu var ritað fyrir ein- um tveim árum: “Það er enginn vegur, að hér geti þrifist sambandsfylgi í landinu, meðan þverhandarskugga ber frá dönsku kúgunarvaldi, er kynni að vilja halda oss nauðugum”. Nú munum vér það nær en þá, að vér vitum, að Danir létu oss sigla vorn sjó, ef sambandi væri sagt upp eða slitið af vorri hálfu. ónota- laust yrði það tæpast á báðar hlið- ar, en engin kúgun yrði við lítil- inagnann. Svo hygg eg allir verði að skilja orð og gjörðir Dana sið- ustu árin, sem þeir hafa eitthvað lagt til mála og átt eitthvað undir sér. Meira að segja mun nú ofar- lega í allmörgum Dönum, að verða enda fyrri til að leysa um hnútana. Þó ætla eg, að þeir, sem ráðin og völdin hafa nú og áfram, vilji ekki skilnað, þyki heldur skerðing í. En eitt er vist: Valdi verður eigi beitt, og vopnum verðum vér eigi sóttir. Þar er undirstaðan komin til sambandsfylgis hér í landi, og rétt og skylt er hverjum, þess hugar, að kveða upp með það skýrt og skorin- ort, og taka með algjörðri hugarró- semi gjálfri þeirra manna, sem eigi hafa önnur rök en brigzl og svigur- mæli til þeirra, er halda í samband- ið við Dani nú um sinn. Aðalástæðan hjá mér er sú, að vér erum hvergi nærri efnalega færir um það, að vera sérstakt fullvalda ríki í orði, köfnuðum undir nafni. Eg get ekki betur séð og skilið, en vér séum sjálfstætt ríki á liorði nú þegar. Þá er vér rækjum oss verulega á höft og agnúa, yrði ein- róma krafa íslcndinga að fá sjálf- stæðið og sérstæðið bæði í orði og á borði. , , Norðmenn voru 90 ár að þroskast til þess. Þeir játuðu það og fundu 1905, að þeir hefðu ekki haft efna- legt sjálfstæði til fullveldi'-rikis 1814. Þegar skilnaðurinn loks varð, ot hann var torsóttari fyrir það, að nokkur áhöld voru um máttinii hvoru megin, þá dró eigi minst um það, að sá sem var fyrir máli Norð manna átti sjálfur tugi millíóna. Gísli Sveinsson telur upp nýj'i út- gjöldin, sem yrðu við skilnaðinn. Sitt hvað fleira inætti ncfna. “Vargs þarf búið við”. Stærstu útgjöldin þó ótalin og það er hermenskan. Ekki svo að vér gætum varist, — fram yfir það, að hver Gilpin gati þó ekki komið hér með 20 vopn- aðra manna og sópað gullinu úr bönkunum, — en svo hygg eg sé far- ið með alþjóðaréttinn, að fyrsta einkenni fullvalda ríkis sé að hafa her, til að geta bandað frá sér ran • lætinu eftir sinni getu, sýnt alténd lit á þvi. Hygg eg t. d. að ríki, sjálf-1 stætt á pappirnum en hervarna- ings og félagslega — eru að útsá or- laust, gæti ekki koniið að fulltrúa á Haag-fundi. Og mættum vér hafa strandvarn- ir herlausir?----- , Mér kemur nú til hugar umleitan beztu manna þjóðarinnar fyrir ein- um 40—50 árum, að koina upp inn- lendu gufuskipafélagi. Það var ó- mögulegt, vantaði gjörsamlega féð. Svo uxum vér upp í jiað.--------- Voðinn jió enn ineiri, finst mér, frá hinum vondu tímum. Hefi reynd- ar margfalt betri trú á, að landið stórauðgist á 40—50 árum að fé og fólki, en að inannkynið á sama tíma stórbatni til hófs og réttlætis. Aftur trú mín á yfi.rgripsmeiri ríkjasamböndum siðar, og fljóti ís- land þá með og fái meira jafnstæði, er fulveldi annara Norðurlanda skerðist að nokkru við rikjasam- bandið. — Annars býsna skert þetta fullveldi hinna smærri ríkja. — Veit eigi beint, hvort nokkur stór- þjóðin hremdi okkur. Bretar mundu það vart öðrum þola. En upp mundu leyni-agentar kaupa góða firði — nokkur jarðarverð — og komá jiar upp veiði og valdastöðv- um. Mundi oss þá þykja þrengjast fyrir dyrum, og fáar fýsilegar hugs- anir fylgja þeirri bygging iandsins. Veikrar trúar er eg um jiað, að tvö heimsveldi eða fleiri — t. d. Bandaríkjamenn og Bretar — vildu saman leggja og geyma oss einsog kongsgersemi. Bretar eru vitrir menn og vænir sínum útlöndum, þeim er eru af brezku kyni, eða vænleg eru að verði brezk. Þá eru og verða út- löndin hold af þeirra holdi — sjálft heimsdrotnunarkvnið, jafnrétta. — Horfir öðru vísi við með annarlegri tungu. Stillingarvitið, að vér þurfum að láta oss nægja, meðan má, sjálfstæð- ið á borði. Bíðum eigin þroska og breyttra kringunistæðna að fá líka í orði. Eitt veit eg og vera í margra huga, að ekki sé úrhendis að hafa skiln- aðinn sem keyri á Dani. Það er kannske eitthvað vit i þeirri póli- tík, en illa á hún við mig, að halda skilnaði fram, nema því aðeins að maður þá vilji hann. , F'rjálst um að tala frá báðum hlið- um. Það er hygginda og hagsmuna- mál fyrir öllu. En svo er það líka tilfinningamál. Og svo er um mig, að þó frændur vorir á Norðurlönd- um hafi oft verið miúnisdaufir á það, að vér værum ein sérþjóðin i hópnum, og ættum nokkuð í að vera það, þótt fámennir værum, jiá vil eg eigi að þvi stuðla, sem kynni að slita tengslin við jaau, og færáf fjær þá von, að verða með timanum sér- stæð og jafnrétta sambands-systur- þjóð með þeim. Nýtt Kirkjublað. sökum sins eigin eðlis, hvar af spretta sanneðlilegar afleiðingar, með sambreytilegum skilyrðum við útsæðið. Nútiðar heimsmenning er afkvæmi liðinnar tíðar og hennar mestvirta og mest álitna hagfræðis- fyrirkoniulags, er mannfélögin hafa gjörzt samkvæm að mynda og við- halda, þó að stórum hluta hennar sé ennþá ábótavant til að geta talist hæfa rétt framþróuðum .vitsmuna- verum og sönnu jijóða frelsi. Menning, er tilvera langa tíð tek-1 ur að skapa, öllum til hæfis, en |)ó fyrst af öllu meiri hlutanum. Mann-j félögin skapa hana, og hún er þeirra I sameðlilegt afkvæmi, einsog hún fyr- j 1 ir kemur að eðli og reynd. Hún er ] nútíðar álvaran ei-nsog hún nú aug- lýsist, afleiðing liðinnar tíðar og j manneðlisins j>á. Hún er að stórum ] hluta röng framþróun og sköpun, j og þess vegna er hún sundur að hrynja. Menning stórjijóða heims- ins stendur á einum og sama grund- velli, en hefir notið misjafnrar rækt- unar í ölluin löndum. Að því er virðist er hún framvöxnust i Þýzka- landi, því þar hefir hún orðið fvrir betri ræktun og orðið að átrúnaði þjóðinni til fullkomnunar og sigur- ivinninga í flestum greinum, hvernig Hver er alvara tímanna? Þó að tuttugu menn fengjust til að svara þessu, Þá býst eg við að enginn svaraði því sama og eg ætla að svara. í einu orði er hún: Fglling. — Hvers? Viljans. — í tveim orðum er hún: Fretsi og Réttvisi. 1 þrem orðum: Mijndun, Tilvera og Breyt- ing. Frá kyni til kyns geta margir taf- ið þessa alvöru, en enginn eyðilagt með öllu. Hún er líf orsaka, er af sér getur afleiðingar sameiginlegs eðlis, en þó oft og einatt að nokkru frábreytilegt. Ekkert skcður án or- saka. Menning og alvara nútímans á sínar sönnu orsakir einsog alt annað. Mennirnir — bæði einstakl- j Jsvo sem það rætist, verður tíminn að leiða í ljós. Alt, sem er aðhlynt, það framgrær til síns eðlis fullþroska og mcnningin, þó r ing sé, h’vði: þeim 'órnu lóguin eins og hin ivtta myndi gjóra væri henni scmi sýrdur. Hver u-tti alva.a nútimans að vera önnur cn sú, sera hún er? Auðvita' ætti hún að vera það, sem hún ekki getur orðið í fljótum ha;ti undir neinum l.ringumstæðurn En væri . itt á naidið, þá væri 'hiögulegt að ætlast til að hún væri Siðbelrun, Frelsi og fíéttvísi. Kærleikur og góð- vilji til allra jafnt. fíétt sjón til að sjá annara þarfir vera þær sömu og sínar, og að hver gjöri það öðrum, sem hann vill að sér sé gjört. En nútímans alvara er i sam- hljóðun við það, er þjóðirnar hafa umbeðið og mannað sig fyrir. Þær liafa mannað sig til ójafnaðar, sund- urþykkju, haturs og sérdrægnis; dramblætis, hroka og sjálfsálits og drotnunar yfir öðrum meðbræðr- um. Miklast af röngu og skaðlegu hyggjuviti, og röngu og dýrslegu uppeldi. Og stært sig af að vera sinna bræðra blóðsugur og ónytj- ungar. Ennfremur miklast af hreys'ti og berserksgangi sinna forfeðra, frægð þeirra og fúlmensku, aura- girnd og ættgengum ánauðarvana. Að Þýzkir fremji nú meiri fúl- mensku og drápgirni enBretar, eða aðrar þjóðir, sem nú eru þeim mót- striðandi, er það eðlilega og sjálf- sagða. Þeir hafa verið frá barn- dómi æfðir þar til, að haga sér á ó- friðartíma, rétt einsog þeir nú sýna sig; það er eingöngu uppeldið, að- haldið og lærdómsæfingarnar; — spursmál, er venur manninn við hvaða verk sem hann skal vinna I hversu níðingslegt, sem það vera jkann; hann er mannaður þar til með köldu blóði, það að vinna, ann- ars er hann ekki verkinu vaxinn, ef liann feiiar að gjöra skipanir síns herra, þó sóðalegar séu. Það er ekk- ert né skipun of þrælmannlegt fyr- ir hermanninn að vinna. Hann er sannur jjræll, er fríviljugur og fá- viti; kýs sér þau að vinna; og þess vegna samsvara þau honuin og eng- um öðrum. Temjendur hans og lærimeistarar snúa hans manneðli í villidýrseðli, hvert á stundum er nefnt djöfullegt. Djöfullegur andi og djöfullcg verk hæfa hermannin- um einum. Hann er skyldugur þeim að samsvara, cnnars er hann ekki sjálfum sér samhljóða. Hann er Vertu í sannleika sparsamur og kauptu BLUE MBBON Þú íærð meira te fyrir peninga þína og svo gott að þú verður hrifin af hinum inndæla smekk. Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðslubókina. Skrifaðu nafn og heimili skýrt og greinilega Hershöfðingi Ricciotti Garibaldi er að yfirlíta franska hermenn í París ekki rétt hæfur né rétt vaninn her- maður, ef hann á ófriðartíma hryll- ir við að vinna síns herra skipanir. Ilann verður að venjast við að gjöra alt án góðra tilfinninga. í einu orði sagt: hann er kosinn og æfður til djöfullegra verka og hæfir þeim að samsvara. Þýzkir hermenn eru vaxpir sínu starfi, og þess vegna hlífa þeir engu og kæra sig ekkert, þó ‘bleyðurn- ar” líti á þá sein niðinga. Alvara hernaðar er lögleysa, yfirgangur og dráp, og sú er skylduvinna her- mannsins. Þýzka þjóðin — einsog fénaður, umgirt á alla vegu — hefir að lík- indum séð það fyrir löngu, að innan skamms tima mundi of þröngt verða í kvíum; en nágrannaþjóðir sjálfs- elskar og meinsamar, ef sauðir leit- uðu athvarfs á jieirra náðir undir löglegum kringumstæðum; svo þá væri það hennar eina tækifæri, upp á lif og dauða að manna sig til lög- leysu og stríðs. Þetta óyndis úrræði tók hún svo, og er nú sú bezt mann- aða þjóð heimsins, í þessari skað- legu og röngu yfirgangs menningu. Well, aðrar þjóðir standa á sama grundvelli og það er aðeins fram- þróunarspursmál fyrir þeim, að komast á jafnt eitt og hið sama sið- menningarstig og finna sig vera und ir somu forlögum að lokum. Þetth sama er lífs og dauða spursmálið,— undir óberyttu stjórnar og eignar- lialdi þjóðanna, sem fyrr eða síðar á daginn kemur. Stríð og uppreist er siðasta tilraun þessarar röngu menningar, er engin liigregla megn- ar að hefta. Þýzka þjóðin var og er sem annara þjóða fangi, innilokuð, tækifærislaus að geta framvaxið, sem þjóðarheild. Hún er sú eina þjóð, er þrautreynt hefir þessa gömlu og röngu valdstjórnar menn- ingu (dýramenningu), og sýnir n hinum, hvar við verður að lenda, sé engu betra stjórnar-framboði tekið; það verður fyrr eða siðar að enda með skelfingu. Það umvendir þegn- um og þjóðum í gjöreyðendur að lokum, er engu hlífa og engum lög- um sinna. Berst um fyrir tilveru ^sinni á meðan má; þar við lendir og þar, að þokast þó hægt fari. Þessa stjórnarfars líf er mannfé- laganna niðurskurður, alt af öðru hverju, þegar meira með þarf og fjölgar fólki, sem einhversstaðar verður að lofa að vera á jörðunni, eða þá skcrast niður einsog dýr. — Það þýðir ekkert — undir sömu til- högun — að semja lög um afnám niðurskurðar, fyrri en stjórnarfari er breytt til jafnréttis, og allra rétt- ur gjörður jafn, til að fá að lifa á jörðunni og framleiða af henni sitt lifsins brauð og þarfir. Meðan sú stefna ekki er tekin, þá er niður- skurðurinn sjálf-heimboðinn, sem j síðasta tilraun upp á líf eða dauða, til viðhalds og framlengingar gam- als vana og sama stjórnarfars. Með | þetta fyrir auguin er sizt að undra, | þó Bretar vilji ekki að óreyndu láta i Þýzkum eftir heimsráðin og gjörast ! þeirra undirgefnir þegnar, þar sem þeir nú vita sig hafa þau í hendi ! sér, — sem herfang þó, i raun réttri, því ekki meina eg, að þeir hafi ver- ið til þess alþjóðlega kosnir, — og I sjá sig nú einir hafa viðurkend um- ! ráð yfir öllum velli, er þá um eilífð i getur vantað, með sama framhaldi einvalds. Eg efast ekki um, að Þýzk- ir sjái framan fyrir sér sömu hlunn- indin, ef þeir næðu sigri í þessu stríði, og kannske líka notuðu veldi sitt á frekari máta, er rétt eins lík- legt. I En þessa tíma alvörumálefni ætti að vera, að fela engri einni þjóð á hendur heimsfriðarráðin, eða að vera sem alþjóða yfirvald, heldur allár sameiginlega og löglega skipa alþjóða nefnd, er engri einni þjóð tilheyrir, heldur öllum jafnt, að ann- ast sin sameiginlegu velferðarmál og alheimsfriðar málefni. — Nema núlifandi þjóðir sameiginlcga vilji frið, og vinni áleiðis að friði, ma fyllilega búast við, að alt þjóða- samkomulag lendi í uppreist og gjör- eyðingu allrar nútíðar menningar og mannkyns. Slíkt er bein orsaka af- leiðing þess, er nú fram fer; — og nema stefnunni sé breytt til frið- samlegrar hafnar, lendir alt á sömu skerjum og í ennþá verri vitleysu. Nútíðar alvara eru tvær gagnstæð- ar stefnur. önnur til réttvisi og friðar; hin til óréttvísi og ófriðar. Þessi timi biðtir oss uin að kjósa, með hvorri stefnunni vér viljum snúa oss af alvöru. Spyrjum sjálfa oss, eða það bezta sem i oss býr, — hvort vér skynjum mismuninn. Og reynum hann að skynja; þvi þegar vér skiljum, þá er hann sjálf-talandi í vitund vorri, og oss eðlilegt, að kjósa oss að fylgja þeirri stefnu, er eðlisfarslega samsvarar oss. Sú er hin alva-lega og frjálsa kosning, og hver einn til hennar að meiri hluta framvaxinn, þó ekki vilji hann á stundum opinberlega við það kann- ast, ef hann hyggur, að þá sé hann álitinn meir vondur en góður. En þetta þarf hver og einn að læra að sjá og skila, til að geta gjörst betrun vaxinn, ef hann af alvöru viður- kenir sig meir vondan og illa van- inn. B. G. Backman. Garibaldi þessi er sonur gamla Garibaldi, frelsisbetju ítala, sem vér allir þekkjura. Tveir synir hans fallnir í Frakkaher. Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldivi'S D. D. Wood & Sons. —-------------— Limited--------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.