Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 10. JúNí 1915. IIEIMSKRINGL - BLS. 3. 1 - ' 1 - ' i I SKILMÁLAR. Eftir Alf Ormstungu. lv i “En hver er heill, að hugsa ið dimma bjarl? Það hamlar kveiking Ijóssins, sem menn þyrftu. Mér virðist sælla, að vita myrkrið svart, — það vekur hjá mér löngun eftir birtu”. St. G. St. Nýja árið hafði setið að völduni í þrjár vikur. Það hafði verið óvanalega kalt, og snjófall, en svo stilti til með logni og hreinviðri; og horfa austur undir sól á morgni dags, þá rann augað stanslaust yfir geysistóra sléttu, seni var þakin gljáandi fann- breiðu. Y-fir þessari ógnar fannbreiðu, sem var skrúðgrænn akur á sumrin, óslitinn, — stóðu vakt til skiftis sól og dagur, stjörnur og máni. Og þarna voru mennirnir vak- andi og sofandi, sumar og vetur, að striða fyrir tilverunni. En heima á skrifstofu sinni sat sira Ólafur inak- indalegur og reykti spánýjan Hav- anavindil, við skrifborð sitt, og blés frá sér ilmandi reyknum, sem fyrst varð að heiðbláum hringum, svo að þokukendum skýjum og seinast að vanalegri tóbakssvælu. Og undir þessum lága og breytilega svælu- himni sínum var hann auðsælega á- nægður. Hugsanir hans voru lika miklu skyldari þvi veraldlega en andlega í þetta sinni. Hann var nefnilega nýbúinn að fá orð eða boð um, að koma og jarð- syngja Sigurð verzlunarmann Jóns- son, sem var nýdáinn í einum af söfnuðum hans. Sigurður kaupmaður varð rúm- lega fertugur. Hann var framgjarn og stórhuga, og tók mikinn þátt í öllum almenningsmálum. Hann var frjálslyndur í safnaðarmálum og einn af leiðandi mönum þess félags- skapar, og ekki ætíð við sömu fjöl- ina feldur og síra ólafur. Það hafði prestur oft fundið, að Sigurður var honuin “Þrándur í Götu”, þegar um eitthvert áhugamál hans var að ræða i söfnuðinum. — En nú var hann fallinn frá. Og svona er það. Beztu mennirnir eru kall- aðir fyrst, en þeir, sem minst er i varið, lifa lengst. En, verði Guðs viljil — sagði síra ólafur, þegar hon- um var sagt lát Sigurðar kaupmanns En hefðu menn séð inn í hugskot prestsins, þá hefði annað verið uppi á teningnum. En, það sá enginn og allir tóku undir með síra Ólafi, að allir beztu mennirnir færu fyrst, og allir dáð-, ust að skarpskyggni síra ólafs tá öllum ráðgátum mannlifsins. Nú var hann að hugsa um, hvað hann ætti að segja yfir moldum þessa góða manns. Það yrði að vera af betri endanum, hól og skjall, — auðvitað dálítið á móti betri vit- und. En hvað um það, borgunin var vis, þar sem ættingjar Sigurðar kaupmanns áttu hlut að máli. Það var þó ævinlega munur, fyrir hverja maður gjörði embættisverk. Þessir fátæklingar og millibilsmenn, þeir borguðu aldrei nóg. Stundum klipinn kostnað ferðarinnar, stund- um alls ekki neitt. En þeir dóu og það varð að jarðsyngja þá einsog aðra. En það var miklu minni and- leg áreynsla, því þeir urðu að gjöra sig ánægða með alt. En verstir af öllum mönnum eru þessir, sem horga eftir því, hvað ræðan væri góð, eða eftir þvi, hvern ig þeim geðjast að þvi, sem sagt er um þann látna. Það er annað en gaman, að þurfa að gjöra prests- verk fyrir svoleiðis vandlætara. Sira Ólafur var farinn að ganga um gólf. Hann var hár vexti, legg- irnir voru langir og pervisalegir, og langt á millum þeirra, eins og þeim hefði verið slett utan á breið- an og bumbumikinn búk. Hann var síginaxla, með herðakistil, og löng- um, dinglandi handleggjum. And- litið var langt og kjálkamikið, skegg- laust, með háum kinnbeinum, litl- um, kringlóttum augum og mjólkur- hvítu, strengdu skinni. En ennið var lágt, höfuðið lítið og með syk- urtoppslagi. Og þarna í strýtunni rúmaðist gamla guðfræðin og Biblíu innblásturinn, og ofurlítið af Krists kenningum og kærleika. Kreddu- blandin, ofsafengin, sauðþrá sann- færing. Sannleiksást engin, en á- girnd mest. Hann reykti og hélt áfram að hugsa: Það var vanþakklátt verk og vandasamt, að vera prestur nú á dögum. Fólk ætlaðist til, að maður sé troðfullur og stútfullur með ein- hverjar fyrirmyndar og nýgjörvinga ræður, við livert tækifæfi, þó ekki sé nema að skíra barn. Eg tala ekki um að jarðsyngja. Þá verður maður að hafa vakandi auga á hverju orði, ef maður á að fá nokkuð fyrir það. Helzt að hrúga nógu miklu lofi og pris á þann látna, þó lítið eða ekk- ert af því sé satt. Það hefir mér gefist einna skárst. Prestur brosti ánægjulega, lygndi litlu kringlóttu augunum og blés frá sér langri reykjarstroku. Andlitið varð aftur strengt og alvarlegt. Menn eru farnir að vita of mikið; fá of mikla Vsindalega þekkingu, lesa of mikið. Og þó þetta geti ekki heitið mentun, þá eflir það sjálf- stæði tilfinninganna og löngun til að hugsa fyrir sig sjálfa. Hugsanafrelsi, sannleiksþráin og sjálfstæðistilfinningarnar, eru alt af betur og betur að ryðja sér til rúms, og .af þessu leiðir, að menn fara að hugsa hærra og dýpra, og stríða við að ráða örðugustu gátur mannlifsins. Gamla guðfræðin er áreiðanlega að falla í gildi; innblásturs kenn- ingin þá og þegar dauðrotuð. Hel- víti má ekki minnast á, nema í hálf- um hljóðum, og friðþægingar kenn- ingin höktir á hækjum gagnrýninn- ar og efasemdanna. En þetta má maður ekki kannast við, og aldrei láta uppskátt, — nei, aldrei! Hann horfði flóttalega i kringum sig, rétt einsog hann væri hræddur um, að einhver væri að lesa hugs- anir sínar. Alt þetta að kenna þessari svo nefndu nýju guðfræði og hennar bölvuðum postulum, sein alt af látast vera að grafa og grufla í nafni kær- leikans og þekkingarinnar.--------- Síra Ólafur var búinn að kasta vindilstubbnum út í horn og stóð á miðju gólfi tneð seinasta reykinn uppi i sér. Þekkingarskortur hefir verið okk- ar öruggasta akkeri, en nú eru þeir að fara með það. Fari þeir til fjand- ans, hvæsti hann út úr sér með reyknum. En við megum aldrei við það kannast, — aldrei! Prestur var i þann veginn að kom- ast í háa rifrildi við sjálfan sig, þegar barið var á dyr. Prestur gekk til dyra. “Komdu sæll, prestur góður!” sagði hár og fölleitur maður, með svart yfirskegg og dökk, þunglyndis- leg augu. Prestur horfði undrandi á mann- inn, einsog hann kæmi honum ekki fyrir sig. Hann átti heldur alls enga von að sjá hann þarna. “Nú, þar ert þú, Þorgrímur minn”, sagði prestur og rétti fram hendina. “Komdu blessaður og sæll! Og taktu þér sæti. Þú ert sannarlega nýr gestur í húsum min- um”. Þorgrmur Sveinsson var velgreind ur maður, lesinn og frálslyndur, en átti fremur örðugt uppdráttar. — Hann hafði einu sinni verið safnað- arlimur síra Ólafs. Hafði sagt sig úr þeim félagsskap fyrir ófrelsis- kreddur og ráðríki prests. Stóð nú utan safnaðar, en fylgdi sira Helga, sem barðist af alefli fyrir nýju guð- fræðinni og kenningarfrelsi presta. Hann þjónaði nágranna söfnuðum "síra ólafs. Já, það var nú orðið nokkuð langt síðan í fyrra, að þú sama sem rakst mig út, bætti Þorgrimur við með sjálfum sér. Það varð stundar þögn. Þorgrím- ur varð þess var, að prestur var að gefa sér auga af og til. “Ekki sýnist mér þú hafa fitnað, síðan þú gekst undir merki þessar- ar nýju guðfræðis afturgöngu og alls þess frelsis fagurgala”, sagði prestur í særandi málróm og kipr- aði augun aftur, auðsælega drjúgur af að hafa hitt sárasta blettinn. Þorgrímur roðnaði. Hver hugsun- in eftir aðra þaut sem leiftur í gegn- um huga hans, og allar skildu þær það sama eftir: brennandi sviða. Og, að setja kringumstæðurnar heima i samband við ósvifni þessa vesœla manns, sem kallaðist þjónn Drottins, fanst honum óbærilegt, og gjörði honum þungt um mál. Þorgrímur leit til prests. Það var einsog meðaumkun og fyrirlitning væru að togast á í augnaráðinu. “Eg bjóst nú aldre i við þvi. En þó hefir drottinn veitt mér og mín- um ríkulega af sinu náðarborði, eft- ir sem áður. Og það má eg segja þér, síra Ólafur minn, að andlega á- nægður er eg síðan”.--------- “Síðan þú varst heiðinn!” greip síra ólafur fram i. Svo hélt hann áfram: “Það eru allir þeir, sem ekki kannast við Jesú Krist frelsara vorn, krossfest- an, líflátinn og grafinn, niðurstig- inn til helvitis og upp aftur risinn”, og sagði prestur þetta í kcnningar- róm og barði í kringum sig, einsog liann væri að verjast einhverjum ó- sýn i I eguni á rásum. “Og það gjörum við”, sagði Þor- grímur rólega. “Við viljum, að kær- leikurinn sé mark og inið allra manna. Kristur kendi umburðar- lyndi frá manni til manns, og til þeás að geta náð því hámarki göfug- leikans verðum við fyrst og fremst að temja okkur góðvild hvor til annars; en eg get ekki betur séð, en að það eigi ómælanlega langt i land, og það jafnvel einmitt hjá þeim, sem hafa gjört það að lífs- starfi sínu, að boða það fagnaðar- erindi”. Prestur fann sér til skapraunar, að Þorgrímur var að snúa á hann. Honum fanst hann allur ganga í sjálfan sig og minka, en Þorgrimur vaxa að sama skapi. Hann gaut hornauga til Þorgríms, og var um leið að leita í strýtunni eftir svari. Þorgrimur sá, að ekki dugði að fara lengra út i þessa sálma. Það mundi aðeins kosta rifrildi. Hann bar þvi upp erindið. “Eg er kominn að biðja þig bón- ar, síra ólafur”. “Bónar? Mig bónar? Þú biðja mig bónar!” Það gekk alveg fram af honum, og hugsunin um, að geta nú neitað kom honum aftur í bezta skap. “Það er til lítils, að biðja mig bónar, er eg hræddur um, Þorgrím- ur minn”, sagði prestur og ræksti sig ánægjulega. “Eg hefi ekki mik- ið af pen---------”. “Það var ekki svoleiðis, sem eg ætlaði að biðja þig, prestur góður”. “Eg æ-t-l-a-ð-i — mig langaði til að biðja þig að jarðsyngja barn”, bætti hann við. Þorgrími var þungt niðri fyrir. Og honúm fanst, þrátt fyrir örbirgð og erfiðar kringumstæður, sem oft höfðu knúð hann á náðir annara, að þetta væri sú þyngsta bón, sem hann hefði orðið að stynja upp um dagana. “Og, ertu búinn að missa barn? Sárt er það. Eg samhryggist þér”, mælti prestur og andlitið varð renni slétt einsog rjómatrog. Prestur fór að ganga um gólf. — Þarna gat hann náð sér niðri á Þor- grími. Það var engan að fá, nema prest langt i burtu, og það yrði hon- um um megn. Hann vissi líka vel, að sira Helgi lá veikur, og það var einmitt presturinn, sem Þorgrimur hefði helzt kosið að fá. “Það er sárt, að missa blessuð börnin. En þó er enn sárara, að sjá þau afleidd, glötuð, jafnvel trúlaus hrekjast i heiminum, ef það ætti fyrir þeim að liggja. Og, það segi eg þér satt: sú versta bón, sem eg er beðinn, er að jarðsyngja vonirn- ar ykkar, — dýrustu voniriiar ykk- ar”, sagði prestur í klökkum róm, eins og hann kæmist hjartanlega við. Það varð dauðaþögn. Prestur hélt áfram að ganga um gólf. “Hvað gamalt var barnið?” spurði prestur. “Rúmlega ársgamalt”. “Skirt — veit eg?” “Já, sira Helgi skírði það”. Prestur varð þungbúinn. “Þú hefir ekki séð þér fært, að fá síra Helga, — það er svo langt?” Prestur horfði slælegum rannsóknar augum á Þorgrím. “Eg er búinn að fara til hans. Hann liggur veikur og náttúrlega getur ekki komið; en ráðlagði mér að leita til þín”. Prestur gekk letilega fram og aftur um gólfið. Þarna get eg látið þá dansa eftir minni pipu, hugsaði prestur. Þeir leyfa sér aldrei, að jarða barnið nema prestur kasti á það rekunum, þótt vondir séu. Prestur hætti að ganga um gólf. Hann horfði á Þorgrím, varirnar bitnar sainan, og hörkulegir drætt- ir komu i munnvikin. “Það er einn af okkar mörgu og mikilfenglegu eiðum prestanna, að sameina en ekki sundurdreifa, og það er heilög skylda mín, sem sálu- sorgara, og þjóns Drottins, að fram- fylgja þessu lögmáli samvizkusam- lega”, sagði prestur með hátíðlegri rödd. Þorgrimur horfði stóru, dökku augunum á prest. “óó, — eg skal reyna að borga það, -t- borga það alt, ef það er það, sem þú meinar”.------- Röddin var óstyrk og veikluleg, einsog í manni, sem tekur út likain- legar þjáningar. “Það er ekki það, sem eg á við. Þú misskilur mig, Þorgrímur niinn”, sagði prestur óþolinmóður einsog honum sárnaði sljóleiki Þorgríms. Aftur varð dauðaþögn. Þorgrimur fann, að bak við þetta lá einhver kærleiksleysisauðn, ein- hver særandi, þrengjandi tómleik- ur, sem hann gat ekki gjört sér nokkra verulega grein fyrir. “Eg skal verða við bón þinni, Þorgrimur minn”, mælti prestur i mjúkum og laðandi rómi, “ef þú gengur í minn kristilega söfnuð aft- ur, og starfar þar af heilum hug í nafni vors krossfesta frelsara, en af- neitar þessari nýju guðfræði og hennar kærleiks og frelsis fimbul- fambi, sem eg veit að er uppreistar- full og syndsamleg villukenning, á móti guðs heilaga orði í ritning- unni”, Prestur hélt uppi hægri hendinni meðan hann talaði, einsog hann væri að taka eið af Þor- grími. Þorgrimur spratt á fætur. Hann var dökkur í framan. “Að þessuin svívirðilegu skilmál- um þinurn geng eg ekki, aldrei að eilifu! Án sanfæringar gæti eg ekki verið nokkurum félagsskap til upp- byggingar. Og án frelsis, andlegs og likamlegt frelsis, gæti eg hvorki lifað né starfað”. Prestur þekti Þorgriin, og vissi að ekki var til neins að eyða fleiri orð- um fyrst hann ekki vann hann i fyrstu atlögu. Hann fór að þrífa til á skrifborðinu, einsog hann væri búinn að tefja sig of lengi og ætlaði að fara að skrifa. “Þessarar stundar og margra fleiri áttu eftir að iðrast, sira Ólaf- ur”, sagði Þorgrímur um leið og hann hvarf út í myrkrið og kuld- ann. Það varð fátt um kveðjur. — Hugsanir Þorgríms voru einsog ólg- andi haf; en þegar hann var búinn að vera úti í kuldanum og kveld- loftinu, náðu þær aftur sínu eðlilega jafnvægi. Þegar hann var kominn heim, var hann staðráðinn i, að segja eng- um frá fundi þeirra, síra Ólafs, nema konunni sinni. Hann vissi, að prest- ur mundi þegja. Honum fanst hann vera ánægður með erindislokin. Nú vissi hann, að hann þyldi ekki að láta sira Ólaf koma nærri neinu, sein honum væri kært. “Góða ipin!” mælti Þorgrímur, þegar hann fann konu sína heima. “Við getum ekki fengið síra ólaf, nema með þeim skilmálum, sem eg get ómögulega gengið að, svo við hljótum að jarða án prests”. Hún þagði stundarkorn og brenn- heit tárin hrundu í sífellu ofan á borðið, sem hún sat við. “Ef þú getur gjörl þig ánægðan með það, þá verð eg að gjöra það lika, þó mér finnist það óviðkunnanlegt”. “Mér finst það nú líka, góða min, — en við getnm bætt úr því seinna, ef við lifum.” Daginn eftir var barnið jarðað. Það var fámenn jarðarför, en þar héldust i hendur einlægni og hlut- tekning. En svo komu dómarnir og alinenn ingsálitið. Ofsatrúar kerlingar urðu óðar og uppvægar, þegar þær fréttu um þessa sjaldgæfu greftrun. Þeim fanst þetta höfuðsynd. Þorgrimur varð í augum þeirra meistari í guð- leysinu. Heródes Pílatus og Júdas, sem þær höfðu meira bannsungið, urðu nú einsog smáfúskarar í synd- inni, i samanburði við Þorgrim. “Og eg get ekki látið inér svo”, sagði Ingibjörg gamla, “að Þorgrim- ur hefði verið jafn dauður og lif- andi, þó hann hefði fengið blessað- an karlinn hann síra Ólaf minn, til að hola barninu i jörðina á kristi- legan hátt, heldur en að grafa það eins og hund”. “Já, svo taka það náttúrlega aðrir eftir honum, til þess að þurfa ekki að borga presti, og særa tilfinning- ar okkar, þessara sönnu kristnu, sem viljum vera”, sagði Guðný kona Þorsteins söngs, og þurkaði sér um augun. “Og því segi eg það, — hvað ætli hann Hallgrímur minn Pétursson segði, ef hann mætti lita upp úr gröf sinni, sem orkti alla þessa dýrðarsálma um dauðann, og sem ættu að syngjast með andakt yfir hverjum, sem deyr kristilega og lagður er í vigða raold!” “Það er nú reyndar ekkert at- hugavert við þetta nema eitt”, — mælti Hannes gamli djákni og blés mæðilega og gaut hornauga upp á við. “Það er — upprisan! Það þarf enginn að ímynda sér, að sá risi upp á dómsdegi, sem þjónn Drott- ins hefir ekki skipáð að skyldi aftur upprísa, eða svo sagði meistari Jón, má eg segja”. Hann gekk álútur og íbygginn fram og aftur með höndurnar fyrir aftan bakið, eins og hann rogaðist með allar heimsins syndir á herð- unum. Dómarnir risu og féllu eins og öldur á sjó. Iín tíminn slétti úr þvi Öllll. Hannes var að mörgu leyti stór- merkur maður í siigu kyrkjunnar. Hann var búinn að vera þar em- bættismaður í tíu ár, og fyrir ein- læga elju sína og undirgefni fór hann stöðugt hækkandi i tignar- stiganum, og var nú á fastalaunum, og var líka alt i öllu, nema prestleg- um störfum. Hann var djákni, hringjari og hundalögregla. öllum þessum embættum gengdi hann með stakri samvizkusemi. Fólk var nú stundum að halda, að Hannes hefði ekki ævinlega mikið gagn af mess- unni. Fyrri part messunnar þurfti liann að sjá fólki fyrir sætum, og var þá oft þess á milli i stöðugum eltingaleik og handalögmáli við hunda. Stundum kom fyrir, að Hannes varð algjörlega i minnihluta, þvi seppar voru kyrkjuræknir, af vana, sem fleiri. Þegar fram í mess- una sótti og Hannes var kominn til rólegheita, þá sótti hann stundum svefn, svo hann dró ýsur og jafnvel hraut, þangað til hann þurfti að fara með betlidiskinn. Hannes lét ævinlega heilan dal á betlibakkann, þcgar hann var á leið- inni fram gólfið, og fór. ekki neitt laumulega að þvi. Það sagði Hann- es að væri hugvekja fyrir hina, að láta eitthvað af hendi rakna. En gárungarnir sögðu, að þenna sama pening væri Hannes búinn að gefa guði á hverjum helgidegi í tíu ár, eða næst þvi fimm hundruð og tutt- ugu sinnum. Það væru algjörlega máð af honum þessi hreystiyrði Bandaríkjanna: “In God we trust”. Og, einsog eðlilegt.var eftir allan þennan langa embættisskyldleika, þá voru þeir elskulegir vinir Hann- es og síra Ólafur. Enda sagði Hann- es stundum, þegar hann var kendur, að hann hefði aldrei þekt velvild og ást til annara, fyrr en hann hefði séð og heyrt síra Ólaf sinn. Og eitt er vist, að ekkert var það i vitund Hannesar, sem snerti aðra, og miður mátti fara, að síra ólafur vissi það ekki lika. Sá eini, sem einna minst hafði að segja um þessa einkennilegu greftr- un, var síra Ólafur. Ef minst var á það við hann, þá vildi hann heldur draga úr þvi og 'eyða. Hann sagði, að það væri svo margt sinnið, sem skinnið, sein maðurinn hefði. Hver hefði sínar eigin skoðanir, og hann hefði þar ekkert dómsvald. Hann sagði, að sinn verkahringur, sem sálusorgara, væri að benda mönn- um á rétta leið, þann eina og sanna veg til lifsins og eilífrar sáluhjálp- ar, og ef menn skeltu skolleyrunum við guðsorði og kenningum sínum, þá bæri hann enga ábyrgð þar á. Sjálfur sagðist hann samvizkusam- lega hafa staðið i stöðu sinni, og varið lífi sinu og kröftum til efling- ar kyrkju og kristindómi. Þeir yrðu að sjá um sig sjálfir. Og hann nöri saman höndunum ánægjulega, eins og hann væri að strjúka af sér alla ábyrgðina. Allir dáðust að þessari dæmafáu stillingu og sálarró síra Ólafs. Að geta látið annað eins guðleysi af- skiftalaust. “Og hvað”, sögðu menn eins og einum rómi, — öll þessi nátt-tröll ofsatrúarinnar og hleypidómanna,— “hvað getur verið sannari vottnr göfugs og kristilegs hugarfars!” Já, allir lofuðu og vegsömuðu síra ólaf fyrir andakt, umburðarlyndi og elsku til mannanna. —------------- Áfram, áfram flaug tíminn nieð sínum eðlilega hraða. Dagarnir urðu að vikum og þær að mánuðum. — Vorið var komið. Vorsólin skein í allri sinni dýrð, og helti stöðugum lífsstraumum yfir jörðina, sem fór sígrænkandi. Alt, sem lifði og hrærð- ist á jörðinni, naut vorblíðunnar í sátt og samlyndi — nema mennirn- ir; þeim gengur svo hörmulega illa, að láta sér lynda saman, aum- ingja mennirnir. Og jafnvel prest- unum gengur það dauðans illa, að láta sér koma saman. Einn þenna sólhýra vordag gengu þrjár manneskjur iit í grafreitinn vestanvert við bæinn. Það voru þau Þorgrímur Sveinsson, kona hans og sira Helgi. Þau staðnæmdust þar við ofurlitinn moldarhaug i einu horninu í garðinum. Þau áttu hann sjálf.---- Síra Helgi hélt á þíemur blóm- um. Hann rétti hendina út yfir leiðið og lét eitt og eitt detta um leið oghann madti hin alkunnu orð: “Af jörðu ertu kominn” o.s.frv. Þau höfðu ekki verið töluð yfir þessari litlu gröf fyrri. Svo flutti hann stutta bæn. Hann bað guð kærleik- ans og réttlætisins, að senda þessa saklausu sál, sem hann hefði tekið til sín, hreina og óspilta af heimin- um, hingað til að gróðursetja kær- leika og umburðarlyndi í hjörtum mannanna. Þegar syrgjendurnir, — foreldr- arnir — gengu heimleiðis, endur- vakin af söknuði hjá lilla leiðinu, sem nú lukti það, sem þau höfðu sameiginlega elskað og var þeim dýrmætast af öllu, sem þau þektu á jörðunni, — þá fanst þeim að fylgdi sér friður og sælukend gleði. Spor- in urðu þeitn miklu greiðgcngari, en seinast. Þá fanst þeim lifið tóm- legt og tilgangslitið. Þá fanst þeim myrkrið meira en ljósið, vonirnar vonbrigði, og dauðinn konungur yfir því öllu. — Nú fanst þeim þau skilja jietta mikið betur. Nú fanst þeim þau skilja, að þetta lif værj nú aðeins byrjun til áframhaldandi lífs. Þetta lif væri aðeins einn síuttur áfangi til fullkomnunar fyrir mannsand- ann. Nú vissu þau, að ljósið var meistari myrkursins, þó manni finn- ist stundum skuggar lifsins bera það ofurliði, og vonin einhver sú æðsta svalalind mannlegrar sálar. Og nú fanst þeim þau vera ánægð með, að eiga nú.minninguna litla blómsins síns hreina og óflekkaða eins og helgidóm í heimi sálar sinn- ar. “Góða mín!” sagði Þorgrimur um leið og hann tók í hönd konu sinnar, þegar þau voru komin heim. “Eftir alt, þá er nú sjálfur dauðinn, þessi óboðni og óvelkomni gestur, sem öllu lifi stendur ótti og skelfing af, -----aðeins smáþáttur — alls, alls lífsins”. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Attal Skrlfatofa, Wtnnlp«( $100 SKULDABRÉF SELD Tilþægtnda þeim sem hafa smá upp- hæ75ir til þess att kaupa, sér 1 hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á. skrifstofunni. J. C. Kyle, ráQRmaltar 42* Main Streef, Wlnnlpeg. Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns í>vottavélar Red Rafmagns t»vottavólar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnlpec VIBgjörSir af öllu tagi fljótt og vel af hendi lelstar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cahinef Makera and Upholaterera Furnlture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned, Phone Garry 3112 369 Sherbrooke St. Brúkahar saumavélar meTJ hæfi- legu verTii.; nýjar Slnger vélar, fyrir peninga út i hönd etta til letigu Partar i allar tegundlr af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu verhl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta" og verksmala. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunverTSur, $1.25. Máltíöir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staöi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talslml Garry 2252 R0YAL 0AK H0TEL Chas. Gustafsson, eigandi Sérstakur sunnudags miödagsverö- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 2S3 MARKET STREET, W INNIPEG Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. ftUINST, eleandl Kunna manna bezt að fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ Viögeröir og breytingar á fatnaöi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot i H.JOHNSON | t Bicyle & Machine Works ♦ ♦ Gjörir við vélar og verkfærl f reiðhjól og mótora, skerpir £ skauta og smíðar hluti 1 blf- ■f reiðar. Látið hann sltja fyrir t viðskiftum ykkar. Alt vel af X hendi leyst, og ódýrara en hjá ♦ öðrum. X 651 SARGENT AVE. t Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaiipum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir uvplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508 4-f ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦ ♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.