Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNÍ 1915. Heimskringla (Stofnn® 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. trtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verð blaísins f Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árift (fyrirfram borgab) Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS) Allar borganir sendist rábs- manni blat5sins. Póst etSa banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON Rát5smat5ur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbroobe Street. Winnipe? Box 3171 Talsíml Garry 4110 Fram með sannleikann! Vér þýdduni í biað þetta áskorun hinna konservatívu þingmanna til landsstjórans Sir Douglas Camerons. Og þeir skora í henni á landsstjór- ann, að leysa ekki upp þing þetta, fyrri enn búið er að rannsaka mál þessi ÖU. sem út af þinghússbygg- jngunum hafa risið. I>að er vel og heiðarlega gjört af Þeim. En það eru ekki aðeins þeir, sem heimta þetta, — það er þjóðin ÖIL, allir kjósendur fylkisins, sem heimta, að hin nýja stjórn láti nú hendur standa fram úr ermum og hreinsi vilpu þessa. Það er alþýð- an — fólkið — bæði liberalar og konservatívar, konur sem karlar, og hin uppvaxandi kynslóð, sem a heimtingu á jjví, að nú sé haldið á- fram og flett blæjunni ofan af öllu, sem grunsamt er eða getur verið. Það má engum hlifa og engan und- an draga; engum í vilna og engann fela. Það er stórt spursmál þetta, hvort hér í fylki þessu sé spillingin svo mögnuð og menn allir svo gromtekn- ir í svívirðingunni, að ómögulegt sé að koinast eftir, hverjir steli, þeg- ar tugum eða hundruðum þúsunda er stolið, ef það er. Þarna feli hver með öðrum, Ijúgi hver með öðrum, steli í stórhupum og neyti þýfisins að öllum á horfandi. Það er eins og þjóðin sé öll eitt þjófapakk, og! hver og einn sé sekur. Því að þó að í einn hafi kannske ekki verið stað-1 inn að stuld, þá sé þetta þó svo j samgróið eðli hans, að það sé ekki við öðru að búast. Og þegar alþýða fer að kjósa sér hina nýju fulltrúa, þá veit hún kannske ekki, hvort hún kýs sér þjóf fvrir fulltrúa eöa ærlegan mánn. Því að svo er þó mönnunum varið hér, sem betur fer, að til eru ærlegir og heiðarlegir menn. Það er allur hinn konservatívi flokkur fylkisins, sem heimtar þetta, og sannarlega á hann heimtingu á því, og æru sinnar vegna hljóta liberalar að heimta það líka. Ef þeir ekki gjöra það, þá er einsog þeir kjósi heldur að sitja á bekk ineð misyndismönnum, en heiðarlegum og flekklausum mönnum; og ef að nú er hætt, þá er einsog eitthvað þurfi að fela. En konservatívar vilja engan feluleik. Og allur felu- leikur er óþolandi og óhafandi. Hver, sem til þess stuðlar, hann er samsekur; alveg einsog sá er sam- sekur þjófnum, sem hjálpar honum til að fela. Og það er ekki hægt að fela, sízt þegar sá grunur er á kom- inn, sem nú er, og hverjir sem reyna það, munu sjálfa sig fyrir hitta. — Látið sólina skína á alt saman; vér heimtum, að fá að sjá það einsog það er. Sannarlega þarf að ræsta hús þessi! Og hann Kelly, — hann þarf að koma fyrir nefndina, gleymið því ekki. Hann kann óefað frá mörgu að segja. Það þarf að rekja alt upp úr honum einsog öðrum. Meðan alþýða Manitoba liggur undir þessu, getur hún ekki litið framan í nokkurn ærlegan mann, — það er alveg sama, hvort heldur það eru liberalar eða konservatívar. Því þegar æran og mannorðið liggur á haugnum, þá hefir landslýður sá Htið að stæra sig af. Og betra er ekkert þing að hafa, en þing með því Damocles-sverði hangandi yfir höfði sér. Kelly og tólf þúsundirnar. Kell.v með tólf þúsundirnar, — hann tólf þúsunda Kelly! Væri það ekki gaman, að heyra, hvað hann segði á vitnabekknum! Það er reyndar nokkuð smálegt, að bendla hann við tólf þúsundir aðeins, en sumir hafa margfaldað það með tiil- unum 5—7. En skyldi ekki mega spyrja hann um fleira? Það er nátt- úrlega alt lýgi um þessar tólf þús- undir til liberala, þeir eru svo góð- ir menn, einsog allir vita, að ekki myndi hægt að freista þeirra með svo litlu! En það mætti kannske spyrja hann um 800 þúsund dollara samninginn, sem hvarf og rifinn var úr samningabók stjórnarinnar, — samningurinn, sem þeir fengu lán- aðan hjá landsstjóranum, en aldrei kom svo til skila fyrri en eitthvert eftirrit fanst hjá skrifara einum, eftirrit sem fleygja átti. Hann er nokkuð stórvaxinn, hann Kelly og vasinn hans, ef að hann ætlar sér að hafa bæði liberala og konservatíva í honum í einu. Það vill til, að samlyndið er nú svo gott, að þeir bítast ekki, og þröngt mega sáttir sitja. En litla sól sjá þeir, sein eru í vasa Kellyst — En líklega hefir Elliot logið þessu öllu saman! Ekki hálfan sannleikann Það er að véla menn og gjöra sjálfan sig og aðra hlægilega, að segja mönnum hálfan sannleika, — eða part og part í einu. Menn verða að fá hann allan. Það eru mögnuð- ustu prakkararnir, sem eru að smá- búta í sundur játningu sína, til þess að reyna að sleppa þó með eitt- hvað. Ef að rannsóknarnefndin á að smákoma saman og koma með smá- fréttir, eina og eina um gjörðir sín- ar og hvað þeir geta uppgrafið, þá dugar það ekki. Ilún má ekki gefa tilefni til að nokkur grunur falli á hana. Það iná ekki gefa neinum manni hið minsta tilefni til að ætla. að þetta sé gjört í pólitiskum til- gangi. Þess vegna verður alt að vera búið og um garð gengið, þegar kosningar fara fram. Sannleikcuin allan er það, sem vér heimtum. — Hálfur er sannleikurinn oft lýginni verri. Hver er alvara tímanna? Vér viljum með nokkrum orðum minnast á grein herra G. Baekinanns — ekki þó í þeim tilgangi að setja út á hana, þó að oss líki alls ekki málið á henni, því að það er svo margt satt og gott í henni, — heldur fyrir það, að hún er svo tikaflega einkennileg. Þarna líta hundruð ar aftur í timanum út yfir veröldina einsog hún er nú. Segjum árið 1815 eða 1816. Fyrri hluti eða inngang- ur greinarinnar svo þrunginn hinni scholaslisku heimspeki, sem þá ríkti mest á skóluin og háskólum í Norð- uralfu. Vér munum eftir leifum hennar i fornum bókum, dönskum og þýzkum, frá árunum 1820—1825. Hún lifði í bréfum og ræðum skóla- genginna inanna fram um 1860— 1870, þó að ekki sjáist mikið prent- að af slíku nú. Það er auðséð, að Mr. Backmann hefir kynst mönnum eða ritum í æsku með þessu sniði. En vér ætl- um, að það hafi heldur heft hann en hjálpað honum, því að auðséð er, að maðurinn hugsar mikið. Hýðið og búningurinn, umgjörðin öll, er hundrað ára gömul, rétl einsog ver hugsuðiim oss mann frá þeim tíma risa upp lir gröf sinni, renna aug- um ufir heiminn einsog hann er nti, og fara að lesa yfir oss. Þar fer alt saman: skýringarnar setningaskip- unin, orðamyndanirnar, og það hvernig orðin eru lögð í setningarn- ar. Alt þetta er hundrað ára gamalt. — En íklædd þessum búningi kem- ur fram persóna með hugsunum, sem þá voru margar hverjar ekki vaknaðar eða vaktar, með tilfinn- ingum, löngunum og vonum, sem eru svo ósamstæðar hinni “schol- astisku speki”, sem Ijósið er myrkr- inu. Mannssálin, kærleikstilfinn- ingin, jafnréttarhugmyndin er að reyna að svifta af sér þessu hýði og þessum fjiitruin. , Mr. Backmann er heitur á móti hermensku allri, manndrápum og svívirðingum, og það erum vér all- ir. En hvað ætlar hann að gjöra, þegar ójafnaðarmaðurinn kemur og drepur bræður og sonu hans, en svivirðir konu og dadur og systur. Ætiar hann virkilega að rétta hon- um vinstri kinnina og þákka fyrir höggið? Ætlar hann að stuðla til þess, að þessi yfirgangur og djöful- skapur geti haldið áfram um næstu aldir? Ef til vill eyðilagt alla þá siðmenningu, sem heimurinn “með hörmung og þraut og tárum blóð- drifnum” er þó búinn að fá, þó að margt sé ábótavant? Þú stöðvar ekki flóðið, nema þú stíflir ána; — þú heftir ekki óðan mann, nema þú leggir bönd á hann, svo að hann geti ekki gjört öðrum skaða. Það er ekki til nokkurs hlutar, að prédika bindindi fyrir blindfullum manni. Það er annaðhvort að taka í taum- ana eða að verða troðinn undir. Prédikanir um stjórnarfar, uin an- arkismus, kommúnismus, sósíalism- us, um mannréttindi eða kærleika, eru algjörlega þýðingarlausar. Peg- ar maðurinn er að drukna er ekki timi til að halda ræður. Þegar hús- ið er að brenna, ættu menn annað að starfa, en halda hrókaræður um það, hvernig á eldinum standi. eða að alt sé forgengilegt: sumt slitni, sumt fúni, sumt eyðist, smáir hlutir tínist — en alt fari það í hinu eilífa báli, “þegar heimurinn uppbrennur með öllu því sem í honuni er”. Hann talar um krossgöturnar. Vér vitum það allir, að vegirnir verða æfinlega tveir og hafa æfinlega ver- ið tveir á hverju augnbliki lífsins fyrir hverjum einasta manni, síðan menn komu á jörð þessa. Og vér er- um gamla manninum samdóma um það, að hver og einn þurfi að læra og skilja miklu meira en honum sjálfum kemur til nugar. Nellie McCIung. Vér viljum benda mönnum á sög- una hennar Nellie McClung um ensku stúikuna norður af Edmonton — sem prentuð er hér í blaðinu. Vér þekkjum þetta ekki, landar. — Þessir menn, sem hér eru saman komnir úr öllum löndum Norður- álfunnar skilja margir hverjir ekki þessar tilfinningar. Þarná er föður- landsást; þarna er hetjuskapur, ekki síður hjá stúlkunni, sem situr þarna ein eftir, að gæta landsins og gripanna; engu síður hetjuskapur hennar, en bræðranna þriggja, sem undir eins fara, þegar þeir geta, til þess að leggja lífið i sölurnar fyrir England. Hver fór undir eins og hann gat komist. Og þetta var í augum þeirra alt svo náttúrlegt og eðlilegt, — það var sjálfsagt, þar gat engin spurning komist að. Þeir hafa ekki skoðað það sem neina dygð, heldur sjáifsagða skyldu og níðings- skap að bregðast undan, sem engum þeirra kom til hugar að gjöra. Hvenær skyldu ekki einungis vér, heldur hinir aðrir þjóðflokkar, sem hér alast upp, sýna þessu nýja fóst- urlandi voru aðra eins rækt? Hvenær skyldum vér sýna slíka hollustu landinu, sem elur oss og fæðir; landinu, sem hefir lagt oss i hendur fyrst og fremst hvern ein- asta bita, sem vér borðum, og svo öll þau tækifæri, sem vér sum not- um laklega, sum illa;— landinu, sem hefir lagt oss í hendur ekki einung- is vora eigin framtið, heldur fram- tið eftirkomenda vorra? Því að vissulega erum vér einnig fyrir þa bústaði að byggja og hús að reisa, al- ténd grunninn. Og fyrir þeim ber- um vér ábyrgð, þó að hún komi oss ekki í hug á degi hverjum. Rannsóknarnefndin. Hún hefir haldið áfrani starfi sínu. Vanalega kemur eitt eða ann-| að sögulegt upp á degi hverjum. — Dr. Montague hefir verið sakaður um, að hafa glatað 800 þúsund doll- ara samning við Kelly; Coldwell ráðgjafi um að hafa verið að senda Salt, sem mest hefir verið um talað, peninga til þess, að láta ekki sjá sig hér framar. Mr. ColdweJI hefir ekki komið fyrir nefndina ennþá, en Dr. Montague var kallaður fram, en varð að hætta í miðjum framburði sök- um laslcika. Mr. Armstrong var fyr- ir nefndinni fyrri hluta mánudags- ins, og Sir Rodmond P. Roblin á þriðjudaginn. Á hvorugan þeirra voru sakir bornar. En langt mál yrðu yfirheyrslur þessar. Sögulegur Samanburður. Samanburður pólitisku flokkanna'i Manitoha og viðar í Kanuda síð- iislu liillngii og fimm tir, eða rúmlega það limahil. Síðan Sir Rodmond P. Roblin sagði af sér formensku konserva- tíva flokksins i Manitoha 15. mai 1915, hafa bliið liberala látið af- skaplegum ólátum. Kalla þau ærsl sín og ergi “fagnaðartíðindi”. Það má vel vera, það ekki sé við góðu né göfugu að búast frá mörgum þeim skraffinnum, sem liar hnippast i sætum. Þó má ætla, að sumir þeirra vildu gæta sóma síns, þegar að því kemur, að stjórnarflokkssagan í Manitoba dæmir þá í sæti á siigu- bekkjunum. Af því þetta er inngangur máls- ins, skal þess getið strax, þó sögu- lega sé lýðum Ijóst, að dagblaðið “Manitoba Free Press” er.erkiblað Iiberal flokksins í Vestur-Kanada, og jafnvel alt yfir. Þótt nefnt blað sé dágott fréttablað, þá er það illhryss- ingslega brokkgengt á brautum sannleikans, þegar Jiað eys úr sér pólitiskum fréttum og staðhæfing- um. Hefir þá stöðugt ágjörst ill- gengnin á þess pólitiska ferðalagi. En ahlrei hefir blaðið brokkað sem nú. Hin önnur blöð liberala eru rit- uð og töluð á ýmsum tungumálum. En Jió sá mikli munur sé i kjölfestu, þá apa Jiau limalag og fótatak Free Press af ítrasta megni. Þar af leið- andi er alt sama “gloriu tóbakið” hjá liberalska blaðaliðinu. En svo er ekki að sakast um Jiað. Sagan tekur málefnin eins og þau gefast og birt- ast á starfssviði mannlifsins. Stund- armas og pailahjal detta úr aðal- sögunni. Saga Greenway stjórnarinnar í fáum orðum þessi: Sú stjórn sat að völdum i Mani- toba um 12 ára tímabil. Allan |iann tíma voru deyfðar- og harðinda-ár hér í Manitoba. Þá var fylkið á frumbýlingsskeiði. Efnahagur fylk- isins rýr, og fyrirhvggjur og áræði í grænum sjó. Forsætisráðherra Greenway var maður velviljaður fylkisbúum, en ekki viðsýnn, kjark- maður, en heldur stirfinn í fram- komu. Nokkuð einhæfur flokksfor- ingi. Aðal umbótastefna haiis hné að framföruin í búskap, einkum þó kynbótum, sem hann lagði allan liuga á. Fékk hann harða dóma hjá sumum fyrir eigingirni og sér- drægni. Þó vanst honum allmikið á, sem hefir komið fylkinu að not- um síðan. Ilann bar áhuga á járn- brautarlagningum og kom Jiví máli á talsverðan rekspöl. Styrkti hann félögin með landgjöfum frá fylkinu, jeins og þá var alsiða hér i landi. En I járnbrautarbyggingar urðu ekki að | eins æskilegum notum og til var ætl- ast. Hann hafði ráðríka og sérgóða menn í ráðaneyti sínu. Sérstaklega Hon. Joe Martin og Ilon. Clifford Sifton. Er saga þeirra beggja lýð- um ljós í Kanada. Greenway auðn- aðist ekki að breyta straumi timans í farveg fjörugra viðskifta til al- mennings heilla. Mest af stjórnar- tíma hans var atvinnuleysi og starfs- tregða ríkjandi. Verð á afurðum fylkisins afarlágt. Atvinna i bæjum í mesta fári. Klukkutíma kaupgjald lOc og 1214c við þrælavinnu. Skurða mokstur og áburðarvinna við bygg- ingar svo harðrekin, að enginn nú um mörg ár hefði litið við henni fyrir 2—3 sinnum hærra kaup. Byggingar þess opinbera litlar, lé- legar og ónógar. Litt viðhaldið og endurbætur engar, í samanburði við seinni ára stórvirki í þeim efnum. Stjórn hans þótti Jiurftarfrek og eyðslugjörn í fóðrum. Var því ekki við stórskrefum að búast í umbóta- áttina. Þegar Greenway stjórnin féll (1899), var fylkisbúum orðið ljóst, að fylkið var sokkið i sjóðjiurð. — Þegar konservatívar tóku við völd- um, skipuðu þeir Iioijal Cammission til að rannsaka fjárhag fylkisins. Úrskurður og dómur hennar var, að fylkið væri í fleiri hundruð þúsund dollara tekjuhalla (eða 997,837.79). Þetta urðu afdrif Greenway stjórn arinnar, bæði starfslega og fjárhags- lega. Þó væri rangt með farið, ef sagan, eSa þeir, sem rita um stjórn- mensku hans, slöngdu Jieim sleggju- dómi á, að hann sjálfur hefði verið þjófur og fjárglæfra-prakkari. Eg, sem rita ritgjörð þessa, Jiekti hann talsvert persónulega. Framkoma hans sýndi ekki, að hann væri sér- drægur eða peninga-prangari. Þó | að hann væri harðsóttur i flokka drætti og stórorður i flokksdeilum, var hann ekki smásálar-nirfill né fjárplógs-svíðingur. I-inda mun hann enginn auðkýfingur hafa lagst í gröfina. En hvort svo mætti stað- hæfa um suma ráðunauta hans, er öðru máli að gegna. Út i J>á sálma verður ekki farið að svo koninu. Saga Conservative stjórnanna er þá þessi: Þegar Greenway stjórnin féll, tók Sir Hugh John Macdonald við ráð- herrasessinum. Hann er mætur og góður drengur að allra rómi. Hans naut skamman tíma. Skipaði sess- inn tæpt ár, eins og kunnugt er. Hann stjórnaði sem gætinn og vel- viljaður drengur. En af því, að for- yztu hans naut svo stuttan tíma, þá er þar um fátt stórmerkilegt að ræða Hann stóð við loforðin við fylkis- búa. Hann bjó til ein merkileg lög, sem eru einstök í sögu Kanada. Það voru lög um fult bann á allri áfengis- sölu í Manitoba-fylki. Þá risu upp framleiðendur áfengis, og vínsalar, og vísuðu lögum Jieim til úrskurð- ar fyrir leyndarráð Breta. Leyndar- ráðið ráðlagði, að láta kjósendur fylkisins skera úr ineð almennum atkvæðum, livort fylkisbúar vildu slik lög eða ekki. Með meiri hluta atkvæða neituðu fylkisbúar staðfest- ingu laganna. Misjafnar eru skoðan- ir manna um Jiað mál enn í dag. En allar ljósar leiðir lýsa i Jiá átt, að slík lög eigi ekki Iangt í staðfesting- arhöfnina, — helzt í öllu Kanada. Þegar Sir Hugh John Macdonald vék úr sessi, tók við Mr. B. P. Rob- lin, sem forsætisráðherra. Hann hef- ir skipað Jiann sess jafnan síðan (1900), nær 15 ár. Við komu Sir Rodmonds i þann sess, myndast nýtt timabil og ný saga í stjórnar- sögu Manitoba-fylkis. Enginn óvit- laus maður reynir , að hrekja það með rökum, að sú saga er byrjun á gullaldarsögu fylkisins. Hverjir, sem við hana vefa, er ennþá óséð. Næsti þáttur sögunnar er óspunninn enn þá. Er þar glæsilegt verkefni, sem engum smábörnum er fært að kljá og gegnum skeið að renna, og víindi á að snúa. Sir Rodmond hafði þvi ekkert tækifæri að styðjast við heilsusam- lega fyrirmyndar-stjórnmensku frá rikisstjórninni. Hann varð að spila upp á sinar eigin spitur. Hér vil eg nú tilfæra nokkur at- riði úr stjórnarsögu hans: /. Konservatívar höfðu tekið við fvlkinu í sjóðþurð og fjárjiröng. — Þegar Hon. R. P. Roblin tók við for- inenskunni, sá hann að fjárhaginn þurfti að laga þá þegar. Jók hann fylkistekjurnar á ýmsan hátt. Hann lagði skatta á öli auðfélög og pen- ingaverzlanir, sem ráku starfrækslu í fylkinu, og bjó til fleiri tekjuliði fyrir fylkið. Fýlkið komst Jiess vegna á góðan og traustan fjármála- rekspöl. Fylkissjóðurinn óx ár frá ári, þó hann léti byggja margar stórbyggingar og stækkaði gamlar, ónógar byggingar í fylkinu. Nú er fylkið vel skipað af opinberum byggingum. Eru Jiær allar í nýtízku, traustar, rúmgóðar og hinar ásjá- legustu. Enda kosta þær afar fé, og verða Manitoba-fylki til sóma um langan komandi tima. Skal að eins nefna hinn veglega búnaðarháskóla, sem kostað hefir offjár. Enda er hann álitinn af sérfræðingum sá lang fullkomnasti búnaðarskóli á meginlandi Norður-Ameríku, og jafn vel þó víðar væri leitað. Mr. Roblin hefir alla daga verið bóndi sjálfur og ann búnaðarstétt- inni, og vill hefja hana til öndvegis á stéttatröppum. Honum er Jiað ljóst, sem hverjum hugsandi manni. að framleiðarinn er hyrningarsteinn og höfuðsteinn undir öllum framför- uni og viðskiftum. En, sem gefur að skilja, er bóndinn hinn fyrsti og þarfasti og virðingarverðasti þjóð- byggingarmeistari, sem heimurinn á, ef hann fer rétt að. Það er Jiví hyggileg skoðun og starfsemi hjá Mr. Roblin, að leggja aðal áherzluna á búvísindin. Það hafa stjórnirnar hörmulega vanrækt alt að þessu. og gjiira viða enn. Hér var um enga búnaðarfræðslu að ræða, þar til Mr. Roblin reisti fylkinu og sér þenna fræga minnisvarða — búnaðarhá- skólann —, sem óbrotgjarn stendur í bændatúnum um örófi alda. Þar og þaðan læra miljónir karla og kvenna hin fullkomnustu búvisindi — ekki einasta i Manitoba og Kan- ada, heldur einnig út um allan heim. Meðan sagan minnist búnaðarhá- skólans í Manitoba, Þá verður nafn Sir Rodmond Palen Roblins ætíð minst, sem hins umhyggjusamasta föður bændamentunar og búvísinda í Manitoba og Kanada, og viðar út um heim. iMeira). K. Á. B. Sir Rodmond hefir reynst stór- virkur og sjálfráður. Hugsjónamað- ur og framkvæmda-fljótur. Fær um fremstur að sækja í ölluin stjórn- mála nýjungum Jiessarar tíðar. — Vitaskuld er hann ekki almáttugur eða óskeikull, frekar en allir aðrir. — Hvaða stórræði hefir hann haf- ið og leyst af hendi? munu Jieir spyrja, sem ei vita, og sönsum vilja taka. Þegar hanii kom til valda, voru undanfarin árafjöld og tímabil í ládeyðu og viðskiftamóki, eins og skýrt er frá hér á undan. Fjárhagur fylkisins á heljarþröm. Stjórnrekst- ur í vanhirðingu; framkvæmda og verzlunar viðskifti i mörgum grein- um lémagna, og dregin aftur úr framfara-skriði þessa lands. Deyfð og drungi grúfði yfir víðlendi Kan- ada. Laurier-stjórnin, sem sat að völdum og var á bernskuárum, hafði fátt til frama unnið. Hún hafði breytt tolllöggjöfinni til inálamynda. Hækkað tolla á daglegum vörum, svo sem tóbaki og steinolíu m. fl., en afnumið tolla á glingri og glysi, sem auðfólk og skartmeyjar komast ekki af án. Stjórnin hafði komi&t i æti í kolanámunum niiklu í Kooten- ay héraðinu. Makaði þar krókinn f.vrir sig og vildarmenn sína. Þá hafði gullæðið staðið um fáein ár í Klondyke. Þar var Dominion stjórn- in með augun og eyrun, vakin og sofin. Þar þurfti hún að gæða gæð- ingum sínum, og láta þá aftur tína í stjórnarsarpinn. Alt Jiað bruðl og óstjórn og fjárdráttur er viðbjóðs- legri og yfirdrifnari en svo, að út i það mál verði farið, að svo komnu. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríund í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrlr fjölskyldu aö sjá eöa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur teklö helmlllsrétt á fjóröung úr sectlon af óteknu stjórnarlandi I Man- sœkjandi veröur sjálfur aT5 koma á itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, eöá und- irskrifstofu hennar I því héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skll- yröum. SKYLDUR—Sex mánatta ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa meö vissum 8kilyr75um innan 9 mílna frá helmilis- réttarlandi sinu, á landi s.*»m ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöar skyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengi75 forkaups- rótt á fjóröungi sectíónar meöfram landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir a75 hann hefir unniö sér inn elgnar- bréf fyrir heimilisréttarlandl sínu. og -uk þess ræktaö 60 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur helmilis- rétti sínum, getur rengiö heimilisrétt- arland keypt f vlssum héruöum. Verö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 viröi. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógl vaxiö eöa grýtt. Búþening má hafa á landinu i staö ræktunar undlr vissum skilyröum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö, selh flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrlr. Lærið Dans. 8ex lexlur gera yöur fallkomna og kostar $5.00 — PRIVAT tll- MÖgrn elnnlega.— Komlö, Nfmlö, akrlflö Prof. ogT Mrs. B. A. WIRTII, 368 Keni- Ingrton Block. Tal- Mlml M. 4682.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.