Heimskringla


Heimskringla - 10.06.1915, Qupperneq 5

Heimskringla - 10.06.1915, Qupperneq 5
WINNIPEG, 10. .1ÚNf 1015. II E IMSKRING I.A fií.S. 5 “Vodka” eða rússneska brennivínið. Aldrei fyrri í heiminum hefir ver- ið talað eins mikið um afnám brenni vínsdrykkju eins og einmitt nú, ald- rei hefir annað eins verið unnið á móti nautn áfengis einsog nú, og aldrei hafa höfðingjar heimsins gjört sér eins ant um að hefta nautn þess. Gamli stjórnmálamaðurinn Breta, Gladstone, sagði, að brennivínið væri verra og djöfullegra, en strið og landfarsóttir og hungursdauði.— En í vetur sagði David Lloyd Ge- orge í ræðu einni: “Vér eruin að berjast við Þjóðverja, Austurríkis- menn og brennivin, og af þessum ó- vinum, sem allir eru harðir og illir viðfangs, er brennivínið verst. Á Rússlandi hafa menn lengstum drukkið og drukkið mikið. En vér höfum alt til þessa haft lítil tíðindi þaðan, og því ekkert vitað um það. Á dögum Péturs mikla Rússakeisara kvað mjög mikið að því. Ilann var maður mikill og hraustur og drakk svo mikið, að sendiherrar þjóðanna lágu allir undir borðum áður lyki, þegar hann bauð þeim til veizlu með sér; þá mátti enginn sitja að borði með keisara, sem ekki tæmdi skálir allar, hvort sem það var karl eða kona. Og Pétur hætti ekki meðan nokkur sat uppi. Á seinastliðinni öld náðu bindind- is hreyfingar þangað; en stjórnin vann á móti, vildi ekki hafa þær. Rússinn varð að fá að drekka. Og alt fram til 1887 bannaði Rússakeis- ari öllum bindindisfélögum að vinna þar. Rússinn þurfti að hafa vodka- drykkinn sinn. En það er brenni- vín eða vínandi sterkari en whisky og er búið til úr kartöflum, maís eða rúg. Eiginlega er það 90—96 pró- sent hreinn vínandi (alcohol), en er þynt það sem bændum er selt, svo að það hefir 40—60 prósent af vínanda. Það mætti því kalla það eldvatnið, enda hefir það kveikt í mörgum Rússanum. Áður fyrrum voru það mest Gyð- ingar, sem verzluðu með vodka, og fengu af mörgum óorð fyrir. Þeir liöfðu einnig þá atvinnu, að lána út peninga, og láta peninga móti hlut- um ýmsum, er þeir tóku í veð. Þeg- ar bændunum var gefið frelsi (þeir fylgdu eignum stórmennanna, sem kúgildi jörðum), þá voru þeir ekki fremur frjálsir, því nú urðu vinsal- arnir eigendur þeirra. Var svo mik- ið um þetta, að rithöfundurinn Tur- genieff sagði: “Á Rússlandi sofa allir, — yfirforingjarnir, bermenn- irnir, kaupmennirnir, dómararnir, klerkarnir, feðurnir og börnin, alt er sofandi nema vodka-búðirnar, þær veita vodka-elfunum um alt hið mikla Rússland”. , Stofnað vodka-einveldið. Þetta fór hríðversnandi með ári hvcrju, svo að 1895 tók stjórnin i taumana. Hún tók að sér sölu á því og alt eftirlit. Hún lé,t þá eiga sig, sem seldu bjór og vin; en alla söl- una á aðaldrykk þjóðarinnar tók stjórnin að sér, og að mestu leyti til- búning þess. Þá voru 100,000 vodka búðir á Rússlandi því, sem í Evrópu liggur, og 1. janiiar 1895 var þeim öllum lokað. En jafnharðan komu upp tugir þúsunda af stjórnarbúð- um (dispensaries). Þetta töldu flest- ir svo mikla endurbót, að hátíðir voru haldnar um alt ríkið. Voru þar viðstaddir hátiðahöldin bisk- upar og klerkar, og sungu sálma og lögðu bléssun sína vfir búðirnar og brennivínið. Mest var þó um hátíðahöldin í dómkyrkjunni i Kasan. Þar voru allar hinar fínustu frúr landsins i skrautklæðum sínum, höfðingjar, hertogar, barúnar og hópar af hin- um æðstu mönnum kyrkjunnar. Og þennan hinn dýrlega dag voru hin- ar fínustu frúr og meyjar að brynna hverjum sem hafa vildi. Þær seldu þarna blessað “vodkað” með sínum eigin höndum, glóandi af demönt- um, smarögðum og rúbinsteinum. En greifarnir og hertogarnir voru sveinar þeirra að hjálpa þeim og rétta þeim pitlurnar. , Og þá var Rússinn kátur; bænda- garmarnir tóku hið vígða vín úr höndum þcirra, og þeir hafa verið SUMAR OG— pi * •S Fáanlf af e8a E. L. I ! merkur og pott flösku hylkjum hjá þeim sem þú kaupir íjá oss. ►rewry, Ltd., Winnipeg. ósviknir soparnir þá. En alt Rúss- j land trúði því, að nú væri lokið öll- um drykkjuskap á Rússlandi, þegar J stjórnin fór að selja. Hún gat ekki j gjört neitt rangt. , Rússastjórn hélt þarna fram mörg- um þeim hugmyndum, sem nú eru i svo miklu uppáhaldi, og þeim þó hvað mest, sem bruggarar brenni- víns halda fram nú í Bandaríkjun- um og víðsvegar um heiminn. Það, sem Rússum þótti mestu varða, var að afnema brennivinsborðið, með öllu fylliríinu, veitingunuin, jiegar einn er að kaupa handa öðrum, eða tveimur eða þremur, og ólöglega sölu, eða sölu á öðrum timum en lög- in leyfa. Brennivínsknæpan hafði vcrið “klúbbur” fátæka mannsins, og þeim faivst þeir þurfa að útvega honum eitthvað annað i staðinn. Og þegar menn hafa engar skynsamleg- ar skemtanir, þá hljóti þeir að fara á knæpurnar og fylla sig. Endurbót- in eð lækningin á drykkjuskap var ekki það, að afnema vínið, heldur að hafa hemil á því, — stjórna fylli- ríinu! Vodka-búðirnar seldu ekkert ann- að en vodka, og þar mátti aldrei inni drekka. Fyrir fáein cent fékk nú | bóndinn litla, hálslanga, stútmjóa flösku, fulla af tærum vökva, sem hið tærasta vatn, og hver varð að taka hana burtu undir eins. Þegar hann kom út á stræti, mátti hann súpa á henni, eða hann fór með flöskuna heim til sín. Væri hann drukkinn, fékk hann ekkert brenni- vín, og ekki mátti selja börnum brennivín. Á sunnudögum mátti hann kaupa sem öðrum dögum. en ekki á jóladaginn, öskudag aða föstu daginn langa. Væri vodka-búðin nálægt verk- smiðju, mátti hún aldrei selja þann dag, sem verkamönnunum var borg- að, og ekki ineðan bæjarstjórnin hafði fundi, og ekki eftir kl. 6 e. m. á helgidögum. , En svo stofnaði stjórnin hér pg hvar kaffihús, sönghallir, danssali og því um likt. En bindindis starf- scmi vildi hún enga, og bannaði stranglega, r— meðfram kannske af því, að henni var ekki um mikinn félagsskap meðal alþýðunnar. Með því að taka að sér sölu brenni vinsins bafði stjórnin tvent i huga: 1. Að minka drykkjuskap. 2. Að auka tekjur stjórnarinnar. Hvað seinna atriðið snerti, þá hepnaðist það betur en nokkrum tnanni gat komið til hugar. Árið 1897, tveimur árum eftir að stjórn- in tók við sölunni, voru tekjur henn- ar eða ágóði af þvi $148,000,000; en árið 1913 var ágóðinn orðinn $425,- 000,000. eða nærri hálf billíón doll- ara. Síðan árið 1895 hefir stjórn Rússa haft í hreinan ágóða af söl- unni fimm billíónir dollara. Þeir, sem vodka drukku, guldu því nærri þriðjung af öllum tekjum stjórnar- innar. Og engin tekjugrein Rússa hefir gefið rikinu eins miklar inn- tektir einsog þessi, og árið 1913 gaf j vodka-salan 100 milliónum dollara ] meira af sér en járnbrautirnar, sem ríkið átti þó aliar. Brennivinsflösk-1 urnar bændanna hafa þvi veitt ] stjórninni næga peninga til að búa sig undir þetta stríð. Hermannavald ; og brennivínsdrykkja hanga því saman og stjórnin liefir verið að selja bændunum eitur til þess að geta kevpt hnífana til að spretta fyrir á hálsum nágranna sinna. Fcykileg vodka-sala. Hinn feykilegi vöxtur vodka söl- unnar jók þannig tekjur ríkisins langt fram yfir það, sem nokkrum hafði til hugar komið. En einsog fljótlega má sjá, þá minkaði drykkju- skapurinn ekki, heldur hið mót- setta og það í stórum stýl. Árið 1897 seldi stjórnin 44 millíónir gall- óna af vodka, en árið 1913 hafði sal- an vaxið svo, að þá seldi hún 251 J millíón gallóna. Geta menn af því J glögglega séð, að drykkjuskapurinn j hefir margfaldast i stað þess að minka. Enda ber öllum saman um það. Fréttaritari blaðsins Globe segir svo frá á Rússlandi 1908: - “Vodkadrykkjan er orðin svo voða- leg um alt Rússland, að heil þorpin, sem áður áttu fult í fangi með að j bjargast, Iiggja nú rotuð, sósuð og sjónlaus af stöðugu, daglegu fyllirii, og fyrir þeim liggur ekki annað en að veslast upp, velta út af og deyja úr drykkjurotinu”. Það er Iiklega ómögulegt að finna nokkurt dæmi þess i mannkynssög- unni, að stjórn ein hafi larið jafn- langt, að drepa og eyðileggja velferð þjóðar sinnar, til a' hafa af því pen- ingalegan hagnað, einsog þarna. Það var stjórnmálamaðurinn Vitte barún, sem kom á vodka-sölu þess- ari hjá Rússum. En þegar liann var farinn að sjá afleiðingar hennar, er sagt að hann hafi mælt: “Þeir kalla mig föður vodka-sölunnar, og eg neita því ekki. Eg er faðir að barn- inu. En eg ætlaðist til, að krakkinn yrði heiðarleg stúlka. En nú hafa aðrir alið hana þannig upp, að hún gengur opinberlega um strætin á Newski Prospect. Eg ætlaði henni að lifa heiðarlegu lífi, en ekki sem vændiskonu. Og tekur það mig sárt, að sjá hið daglega franiferði henn- ar”. Og hver einasti ferðainaður, sem um Rússland hefir farið, segir sömu söguna: Vitte hefði mátt iðrast þess- ara gjörða sinna. Áður en stjórnin fór að selja vodka þektist varla drykkjuskapur meðal rússneskra kvenna. En nú máttu bændagarm- arnir ekki drekka á knæpunum. Og þeir fóru því með flöskuna heim til sín, og þegar þeir voru sjálfir orðn- ir stútfullir, þá fóru þeir að troða því að konu sinni og börnum. Þeim lærðist fljótt listin, og brátt urðu þúsundir kvenna alt að einu sólgnar i vínið einsog menn þeirra. Þeim fanst þær mega gleðja sig einsog bændur þeirra, og börnin lærðu þetta af þeim. Og svo lá alt í hrúgu, og oft var það, að konur jafnt sem karlar lágu augafullar og máttvana á strætum úti. Fyrir rúmu ári síðan var þetta rannsakað og teknir skólarnir, og varð það þá ljóst, að 40 prósent af lærisveinunum, bæði drengjum og stúlkum, drukku vodka meira eða minna á hverjum degi. Á sumum stöðum risu þó konurn- ar upp á móti jiessu og réðust í stór- hópum á vodka-búðir stjórnarinnar og vildu brjóta þær og hella brenni- vininu niður. Urðu af því róstur nokkrar, en konurnar voru fljótt bældar niður. En það var líka annað, sem fylgdi vodkasöluuni. Glæpir uxu svo á- kaft, að þegar glæpafræðinga-þing- ið (crimino-logical congress) var haldið í Moscow 1909, þá gjörðu þinginenn áskorun til stjórnarinnar, að hún skærist í leikinn og stöðvaði þetta, þó að hún tapaði öllum liin- um miklu tekjum af brennivínssöl- unni. örbyrgð og sjálfsmorð höfðu vaxið fram úr öllu liófi með vodka- sölunni. (Meira). Guðshugmyndin og stríðið. Eiinreiðin flytur engar stríðsfrétt- ir, og er það með ráði gert. Því þó ! hún—eins og aðrar nöfnur hennar— sé auðvitað ferðmikil, þá er þó raf- magnsbylgjan í símanum fljótari, sx'o að flestar stríðsfréttir hennar mundu vera orðnar úreltar, og aðr- ar nýrri komnar í staðinn, þegar hún kemst í áfangastað sinn. Auð- vitað gæti hún samt flutt álit sitt og yfirlit yfir ýmislegt, sem við ber í stríðinu, frekar en gert er í almenn- um fréttablöðum. En á því er líka ( talsvert vandhæfi fyrir tímarit, sem út er gefið í hlutlausu Jandi; bæði af því, að enn er svo margt í reyk og móðu og öll niðurstaða óviss, svo ] að vandhitt er að fella réttlátan dóm um hvað eina, er gerist í þess- I ari “Heljarslóðarorustu,” og þá ekki I síður hitt, að bardagaþjóðirnar vaka með argusaugum yfir hverju ] orði, sem um þær er sagt hjá hlut- lausu þjóðunum, svo að þær verða að fara mjög varlega, ef þær vilja ekki eiga á liættu að fá líka þrumu. fleyginn í kollinn. En eitt viljum vér þó minnast á; sem komið hefir svo berlega fram í þessu stríði, og það er, hve herfilega bardagaþjóðirnar hafa vanbrúkað guðs nafn 1 því, og hve hugniyndir þeirra um guð og stjórn hans á heiminum eru öfugar og ófullkomn- ar. Þvf allar skoða þær guð sem blóðþyrstan herskaparguð, sem sjálfsagður sé til að leggja blessun sfna og velþóknun yfir vígvélar þeirra og morðtól, og hjálpa þeim til að drepa sem flesta af fjandmönn- um þeirra. Og hver þeirra um sig skoðar guð sem hlutdrægan flokks- guð, sem þjóðguð, ,sem sinn guð, sem hljóti að unna sér einni sigurs, en hafa andstygð og óbeit á öllum óvinum hennar. Rússar ákalla sinn Rússaguð og trúa því og treysta, að hann sé með þeiní einum og hjálpi þeim til að slátra svo mörg- um Þjóðverjum, Austurrfkismönn- um og Tyrkjum, að þeim megi verða sigurs auðið. Og alveg eins er með hinar þjóðirnar. Bæði Englend- ingar, Frakkar, Þjóðverjar og Aust- urríkismenn o.s.fiv., hver þjóðin um sig ákallar guð sem sinn guð sér- staklega, og telur sjálfsagt, að liann sé þeirra megin, en hafi hatur og andstygð á öllum mótstöðumönn- um þeirra. En ef menn trúa aðeins á einn guð, þá virðist dálítið örð- ugt að skilja, hvernig hann eigi að fara að því, að gcra þeim öllum til geðs og gefa þeim öllum sigur. Ann- að mál, ef menn hugsa sér marga guði, sinn fyrir hverja þjóð. Og það eru þó ekki valdhafarnir einir, sem hafa þessa skoðun á guði, og vanbrúka þannig nafn hans, f hvert skifti sem þeir opna munninn til að tala til fólksins. Sjálfir þjón- ar kirkjunnar, prestarnir, eru ekki hóti betri f ])eim efnum. Enda þyk- ir það nokkurnveginn algild reyns- la, að þeir leggist jafnan á sömu sveifina og valdhafarnir. Hvergi hefir þetta þó komið jafn- hræmulega bcrt í ljós, eins og í kvæðakveri einu nýútkomnu, eftir þýzkan prest, Dietrich Vorwerk, og sem heitir “Húrra og liallelúja!” 1 kveri þessu, sem er ekki nema 48 bls. eru eintómir hersöngvar, herhvatir, og herbænir, og hefir því verið tekið með svo mikluin fögnuði, að komn- ar eru út af þvf þrjár útgáfur, og nú máske enn fleiri, jiegar þetta er rit- að. Þó eru ekki allar útgáfurnar eins, heldur hefir sumt verið felt burt úr hinum síðari, sem stóð f fyrstu útgáfunni, af því að til vóru menn, sem hneyksluðust á því. Þanniig var t.d. í 1. útgáfunni breyting eða ný útgáfa af "Faðir- vori” samkvæmt þvf, sem prestin- um fanst bezt við eiga núna í stríð- inu. Og í þ.essu nýja “Faðirvori” ldjóðaði t.d. 4., 5. og 6 bænin þann- ig: “G-efðu oss ekki nema nauinan skamt af -brauði, ef þú aðeins vilt úthluta fjandinönnum vorum dauð- a og tíföldum kvölúm: og fyrirgef oss af náð þinni öll þau skot og spjótalög, sein oss ekki tekst að hitta með; og leið oss ekki í freistni, til að framkvæma reiðidóma þfna með alt- of mikilli vægð og mildi” Með þessu var þó sumuin nóg boð- ið, og með því að sum kirkjuleg tím- arit töldu það hreint og beint guð- last, þá var það burt felt í 3. útgáf- unni. En nóg er samt eftir, til að sýna saina andann. Eins og titillinn bendir til, eru hersöngvar þessir bæði fullir af víg- amóð og sigurgleði, og hinsvegar einnig af þakklæti til guðs fyrir alla sigrana, en þó jafnframt hvöt til að beygja sig fyrir guði í alvar- legri sjálfsprófan. En það er öðru nær, en að fullkomið jafnvægi sé á inilli þessara tveggja hugsanaþráða, heldur er stöðugt innan um þá brugðið þriðja skoðanaþræðinum, sem sé þeim, að þýzka þjóðin standi fi-amar öllum öðrum þjóðum í sér- stöku sáttmálssambandi við guð. Þar kemur því fram sama hugsunin og hjá Gyðingum í Gamlatestament- inu, að guð sé guð Þjóðverja, sem láti liina þýzku þjóð sigra, sem sfna útvöldu þjóð. Og einmitt á þeim grundvelli virðist afstaða Þjóðverja til guðs byggjast æ meir og meir, sein meðal annars kemur fram í því, hve hrifnir margir þeirra eru af Gamlatestainentinu, sem þeim finst eiga svo dæmalaust vel við þá um þessar mundir. Annars er það einkennilegt við þessa hersöngva, að þó að þeir auð- vitað annars eingöngu snúist um heimsstríð það, sem nú stendur yfir þá er þar einnig skotið inn í nokkr- um sigursöngum eða lofsöngum út af sigrum, er Þjóðverjar hafa áður unnið yfir srvertingjum i suðvestur- hluta Afrfku! Virðist það benda á æðimikla löngun til að kveða um herskap og hreystiverk, þagar jafn- vel þjónar kirkjunnar seilast svo langt eftir yrkisefnum af því tagi. Hitt gegnir minni furðu, að ort sé um heimsstyrjöldina miklu, sem nú er á döfinni, og þá sigra, sem í henni hafa unnist, þó mönnum finnist, að öðrum mundi standa það nær, en þjónum frelsarans, friðarhöfðingj- ans mikla. í einu kvæðinu tekur skáldið þá spurningu til íhugunar, hvernig á því geti staðið, að Þjóðverjar séu umkringdir af eintómum fjand- mönnum, og eigi ekki einn einasta vin (sjálfsagt ort áður en Tyrkir skárust í leikinn). Er ]>að Þjóð- verjum sjálfum að kenna?, spyr hann. “Nei, öðru nær,” svarar prest urinn. “Kannist þið ekki við þann Helvftishöfðingja eða Helvftisdrotn- ingu, sem heitir öfund, sem fær níð- ingana til að skrfða sainan, en sundurdreifir hetjunum? Vel sé oss, að öfundin rís þannig gegn oss; það sýnir aðeins, að guð hefir hafið oss hátt og blessað oss í ríkum mæli Minnist lrans, sem hékk á krossin- um, sem virtist yfirgefinn af guði og varð að ganga sigurbraut sína svo einmana. Þú þýzka þjóðin mfn! þó vegur þinn sé þyrnum stráður og fjendur þínir margir, þá skaltu aðeins lialda áfram með lát- lausri mótsiiyrnu og trausti. Enn stendur himnastiginn. Þú og þinn guð, þið eruð í meirihluta.” Annað kvæði byrjar algerlaga í anda Gamlatestamentlsins með þvf, að biðja öllum þeim bölvunar, sem ekki gangi nógu ötullega fram í þvf, að framkvæma reiðidóma guðs. Stríðið sé lieilagt stríð. Og svo kemur heilmikil romsa, til að sýna, að alt sé heilagt Þjóðverja megin: réttur þeirra, sáttmáli, hendur og I grafir, en þrisvar sinnum heilagur sá gamli guð, sem leiði fána þeirra að hinu heilaga takmarki, og bölv- aður sá, er efist um sigur guðs sfns og ráði til að semja um fúinn frið, o.s. frv. í enn öðru kvæði er lýsing á skap- lyndi Breta, er minnir átakanlega á Hvenær ætlarðu að spara ef þú gerir það ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tfminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður í einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIB0 A. A. Walcot, bankastjóri faríseann og tollheimtumanninn: "Fégræðgi, mangaraskapur. gróða- fýsn, slungin öfundgirni og hræsni, hve viðbjóðslegir lestir urðu það ekki í vorum augum: við lirækjum á það, við hötum það, einmitt af því það er brezkt, náskylt brezkri lygi og undirferli. Raunar verðum við ipeð kinnroða að játa, að við vorum heldur ekki lausir við þetta; en nú höfum við hrundið því öllu af oss, og fetum nú í mildu sakleysi um heimaliaga vora, lausir við fé- græðgi og undirferli—einmitt af þvf það er alt brezkt, eins og það legg- ur sig.” Þá verður og skáldinu skrafdrjúgt um hið “heilaga hatur,” og má sem dæmi þess nefna, að liann í svo nefndri “herbæn” ákallar guð þann- ig: "Þú, séin býr í himni þfnum hátt uppi yfir kerúbum, seröfum og zeppelínum, þú, sem situr sem þrumuguð í hásæti, er ljómar af eldingum frá skýjúm, eldingum frá sverðum og skotvopnum, sendu þrumur og eldingar, hagl og hregg- viðri ótæpt niður yfir fjandmenn vora, gefðu oss fána þeirra og steyp- tu |)eiiri niður f myrkur og múga- kasir." í öðru kvæði um liið “heilaga hat- ur” segir svo: “Við vorum aíveg búnir að gleyma því, þessu brenn- andi hatri, við Þjóðverjar, sem er svo gjarnt til að glápa með aðdáun á valska tízku og útlend þjókyn, eins og ]>að væru þau, sem gæfi okkur alt gott. ÁTið réttum .lapön- um þýzk hervopn og hinum brezku kramarasálum þýzk vfsindi, og glöddumst yfir því, að efla andstæð- inga vora að orku ineð því, sem sköpunarandi vor hafði framleitt. Það stendur ekki lengur. Nú hefir auguin vorum gefist að Ifta óþrjót- andi níðingsskap. Þeir, sem við gerðum sæla, þeir öfundast nú f sam einingu yfir hinni sólfáðu sælu- braut vorri, þeir. sein við hervædd- um, beina nú vanþakklátir eitruð- um örvum að hjarta voru; þá, sem neytt hafa af brauði anda vors, sjá- um við nú f fúlmensku sinni vinna að glötun vorri. ó, guð, þú, sem hefir stækustu óbeit á rögum laun- I iorðingjum og ert griinmilegur and- stæðingur gráðugs vanþakklætis, við þökkutn þér, að svikagrfmunni hefir mi verið svift af höfði hræsn- aranna. Hjálpa þú oss til þess, að dæma það með þínu heilaga hatri, sem með ósvifni er að seilast eftir kórónu þinni, svo að við aldrei hættum að eyðileggja. fyr en dauð- inn hefir iátið ávöxtinn ná fullum þroska.” Það var leitt, að honum Þorsteini Erlingssyni skyldi ekki endast ald- ur til að sjá þessi þýzku kvæði og önnur svipuð ummæli og ávörp til guðs hjá hernaðarþjóðunum, sfðan þetta mikla heimsstrfð hófst. Þau hefðu getað gefið honum yrkisefni í mergjað kvæði, þó það hefði sjálf- sagt orðið nokkuð á annan veg en sigursöngvar þýzka prestsins. En svo iná líka segja, að hann hafi ekki þurft þess með; hann hafi með sínu glögga skáldauga verið búinn að sjá þetta fyrir og farið nærri um, hvað prestum herskaparþjóðanna væri innanbrjósts. Þvf er ekki eins og menn kannist við sumt úr kvæð- um þýzka pestsins í hinu kröftuga ádeilukvæði Þorsteins “Bæn faríse- ans”? t.d. lýsing farfseans á sjálfum sér, samanborið við geip prestsins um þýzku þjóðina og yfirburði hennar yfir allar aðrar þjóðir: “Hví gerðir þú mig geisla þánn á götum fósturslóðar, og slíkan garp og gæðamann og gimstein minnár þjóðar? Hví varð ég fólksins fyrirmynd, hví fékk ég slíka vizkulind og allar gjafir góðar? Hvf leyfir þú þá landi og þjóð að lúta nokkrum öðrum? Hví drotna ei mín hvcllu hljóð að heimsins yztu jöðrum? Hvað hjálpar það, að hátt ég fer? því hærri jafnan Satan er og tekur flug úr fjöðrum.” Og er ekki eins og inaður kannist við rödd þýzka prestsins, óbænir hans og ummæli um Breta og aðra mótstöðumenn Þjóðverja, í þessum vfsum Þorsteins: “Mig mundi litlu muna þó, að mæta Satan einum; en hann á vin í hverri kró og her af lærisveinum; og örvar senda árar þeir, sem eitri hverju brenna meir í mínurn merg og beinum. Hví viltu þola þessa menn og þeim svo áfram hleypa? Og hvf má jörðin ekki enn þá alla sainan gleypa? Hve styrkti það ei þjóðartrú! og þörf er aldrei meir en nú þeim árum strax að steypa. Fln, drottin, hvar sem heims um lönd þú hittir þessa varga: þá loka hverri lfknarhönd og lát þeim ekkert bjarga; þá mun ei æfin ýkja löng, unz önnur verri sultarföng þeim voðaföntum farga. Mun sú þeim ekki sárust nauð að sjá oss feita og káta, er ekkert fæst á borðið brauð og börnin þeirra gráta? Og við að sjá þá sultar raun, sem Satans þjónar fá i laun, mun eitthvað undan láta. Og enn þá til að erja á lýð með öllum Vítis pínum ég lield í þetta heiftarstríð úr helgidómi þínum. En héðan af ég hamra þá með hverju, sem að bítur á.— Nú hjálpi Satan sfnum! En seinna þér ég sit við hlið og sé þá fótum tapa, og lít þeim eilff ósköp við og opið Vfti gapa: ég heyri gimman hefndardóm, ég heyri þeirra voðaróm og sé þá sjálfur hrapa.” Ef þeir íslenzkir prestar, sem mest hneyksluðust á þessu kvæði Þor- steins og öðrum árásarkvæðum hans á kirkjuna, hefðu þekt eins vel og hann skoðanir ýmsra um guð og &f- stöðu hans til manna og þjóða, þá mundu þeir máske hafa litið á kvæði hans með öðrum augum, og íátað, að “karlinn var ekki svo blár” Þvf þó að svo hafi nú atvikast, að vér höfum hér að framan aðeins tik fært ummæli eftir tiýzkan prest, þá mega menn ekki ætla, að Þjóðverjar og klerkalið þeirra sé einsdæmi 1 þessum efnum. Nei, það er víðar pottur brotinn, og óvíst, að ýmsir klerkar hinna hernaðar])jóðanna reyndust hóti betri. ef hægt væri að skoða þá með röntgensgeislum inn- anrifja. Og ekki hefi.r t.d. neitt heyrst um það, að enskir prestar hafi hafið nein mótmæli gegn til- raunum Englendinga til að svelta alla þýzku þjóðina (um 70 miljónirí -börn, konur og gamalmenni, með því að banna þeim alla aðflutninga, heldur muni una því allvel, “er ekk- ert fæst á borðið brauð og börnin þeirra gráta.” V. G. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tií þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námí fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfura hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlegs mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út fri Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE Alexander Ave. Fyrstu dyr vestaa við Main St., Winnieg. Islenzkur ráösma'öur hér. ÍNÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka * móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væt* þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed EOc Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned...$2.00 Pants Dry Cleaned .. 50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LaundryCo.Lti Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIM

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.