Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐSl „e*bquaj™safo»5bos. plant^ PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS iones Matn 104. Nijchl and Son- ian. ll day Sher. 2667 D DONALD STREET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17. JONÍ, 1915. Nr. 38 Síðustu dagana hefir stríðið allstaðar hall- ast á Þjóðverja. Framsókn ítala. Þeir hafa verið að ýtast áfram hægt og hægt ítalir á 50 mílna breiðu svæði norðan við Adría fló- ann og prikast upp eftir fjöllunum, og komnir eru þeir yfir Isonso ána, sem rennur norðan úr Mundíufjöll- um (Alpafjöllum). Stendur nú þann 11. hergarður þeirra frá norðri til suðurs, 50 milur norður frá' botni Adria flóans, með litlum bugðum norður til Mount Nero, austan við Isonso ána uppi við Alpafjöll. Fjall þetta er 2246 feta hátt, og sátu þar Austurríkismenn og höfðu þar vigi mikil. En ítölsku fjallamennirnir sóttu upp brekkurnar, brutu upp ermar og köstuðu farangri öllum, nema rifflum og skotfærum, og, þó hóparnir hryndu niður á leiðinni fyrir skotum hinna, sem fyrir voru, ]>á komust þeir upp; en þegar Aust- urrikismenn sáu þá koma vaðandi, með blikandi byssustingi, þá linað- ist móttakan og náðu Italir fjallinu og vígum öllum. Þarna af fjallinu ráða þeir yfir Isonso dalnum og járn brautum, sem þar liggja, og verður það mikill bagi fyrir Austurríkis- menn. En sunnar' á línu þessari, niður undir sjó að heita má, hafa þeir náð borginni Montfalcone (Fálka- fjalli). Hún er á járnbrautarleiðinni til Trieste. Og af hæðunum í kring um Monfalcone sjá þeir til Trieste borgarinnar, sem þá æfinlega hefir langað svo mikið til að eiga, ]>ví að það er verzlunarborg mikil og fríð við norðausturbotninn á Adría flóa. Þarna eru þeir nú að berjast. á allri ])essari linu. Og er harðastur bar- daginn, þegar ]>etta er skrifað, við Gradisca og Sagrado, skamt norður af Monfalcone, og aftur 40 mílum norðar, skamt suður af Neró-fjalli, við kastala ]>ann, sem Tolmino heit- ir (á kortunum; Tolmein). En mest- ur fengurinn enn sem komið er var þegar þeir náðu Neró-fjalli. Vestur i Trent dalnum sækja ítal- ir að borginni og kastalanum Trent úr fjórum áttum, frá norðvestri, suðri, suðvestri og beint að austan. Það er seinfært þar, fjöll og gil og kastalar og virki; en undan hafa Austurríkismenn einlægt látið, og engan skell hafa ítalir fengið þar. En mikið lið draga nú Austurrík- ismenn að sér, einkum austan til og norður af Trieste. Því þeir vilja ekki missa þá borg fyrir nokkurn mun. Og er sagt að þeir hafi flétt- að leiðina fyrir ftölum með gadda- vírsgirðingum margföldum og röð- um skotgrafa bak við hverja girð- ingu. Þar ætla þeir að 'taka á móti ítölum og tefja þeim leiðina. Þeir eru þrír aðalherir ítala; einn berst í fjöllunutn og dölunum i Trent dalnum, á scgjum 30—40 mílna svæði; einn heldur inn í lónd Aust- urríkis og stefnir austur yfir Isonso á 50—60 mílna breiðu svæði. Þriðji herinn þeirra hefir lialdið beird norður yfir Carinsku Alpafjöllin. Sá her er nyrztur og stefnir á þver- an dalinn, sem við Drau eða I)rave er kendur og rennur austur í virðist lína sú vera einar 50 60 míl- ur á lengd. Þar í fjöllunum hafa ftalir tekið kastala, sem Ploekcl nefn ist og er nærri járnbrautinni fra Innsbruch í Tyrol til Laibach í Car- niola. En báðar þessar borgir eru herstöðvar Austurríkismanna. Frá Laibach kemur allur sá her, sem Austurrikismenn hafa til þess að verja Triest og ístríuskagann. Er það mikilsvirði ryrir ítali, ef að þeir geta stöðvað her- og vopnasendngar eftir járnbrautinni milli Innsbruck og Laibach, þvi Austurríkismenn hafa enga aðra braut þar á milli; en verða að fara um Vínarborg og er það krókur mikill. Þarna verða Þjóðverjar og Austur ríkismenn að senda á móti þeim eina millíón manna til að verjast þeim; ininna dugir ekki á þessu svæði, sem nú þegar er orðið nálægt 140 inílur á lengd. Enda mun það hafa verið umsamið milli ítala og Handamanna, að ítalir tefðu alténd fyrir einni millión þeirra stallbræðr- anna þýzku. Auk þess hafa ftalir tekið Avlona hafnarborg i Albaníu. En Serbar eru komnir með her manns 64 mílur inn í það land og stefna að sjó niður. Verður þá litið eftir af Aibaníu ,þeg- ar Svartfellingar eru búnir að fá sneið norðan af landinu, Serbar þar fyrir sunnan og ítalir og Grikkir) parta af þvi, sein þá er eftir. Rúmanía sker upp herör. Það var 6. júní, að konungur Rúm- ana kvaddi út herinn i landinu, og er talið, að er þeir koma fram á vig- völlinn þá liafi þeir eina millión vel vopnaðra og æfðra manna. Og nú cru þeir að raða hermönnum eftir öllum landamærum sínum, sem Austurriki og Ungverjaland snerta. — En ekki vilja þeir leggja út í stríðið fyrri en þeir eru búnir að ná mestri eða allri uppskerunni af ökrum sínum. Eru þeir einhuga um þetta og ætla ekki að spara sig, þeg- ar til kemur. Enginn efi er á því, að Búlgarar fara bráðlega á stað, og til sönnunar því er það, að nú þyrpast Búlgarar i stórhópum frá Miklagarði á degi hverjum. Þaðan fara einnig Grikkir og vilja þeir ekki vera eftir, þegarj Búlgarar eru farnir. Hellusund. Á skaganum vestan við sundið hefir Bandainönnum gengið hetur en blöðin hafa um getið. Þeir eru við Gallipoli, sem er við sundið innar- lega og eru þeir komnir þvert yfir tangann, en óvíst hvort þer eru bún- ir að taka tangann. Þeir eru við Maidos í þrengslunum sjálfum eða á hæðunuin þar fyrir ofan. En f’eiri en einn neðansjávarbátur þeirra er kominn inn í gegnum sundið, og hafa þeir verið að gjöra usla mikinn í strandborgunum við Marmara haf- ið; sökkva herskipum og flutnings- skipum Tyrkja við bryggjur upp, svo að Tyrkir þora nú varla að ýta ])ar kænu á flot. Svo margir særðir hermenn Tyrkja koma nú á hverjum degi til Mikla- garðs af Skaganum, að spítalar all- ir eru þar troðfullir og deyr þó inik- ið af hinum særðu Tyrkjum á leið- inni . 29 skipum norskum sökt. Nú eru Þýzkir þegar búnir að sökkva 29 skipum fyrir Norðmönn- um og bætist einlægt við á hverri viku. Skip þessi eru talin 7,500,000 dollara virði, eða hálfrar áttundu millíónar. Ástæðan fyrir ósigri Rússa og undanhaldi. Það var ekki ástæðulaust, að Rúss- ar urðu að halda undan við Prze- mysl, þegar Mackensen kom á þá með hálfri annari millión manna. — En það var hvorki vankunnátta eða hugleysi, sem gekk að þeim, héldur skotfæraleysi. Japan hafði hætt að senda þeim skotfærin. Þeir urðu, sem menn vita, hræddir um, að þeir þyrftu að fara í stríð við Kína, og svo sendu þeir Rússum engin skot- færi um stund; en þá kom Macken- sen á þá og þeir urðu undan að halda, því þá vantaði nægileg skot- færi til að taka á móti. Nú er friður og sátt milli Kína og Japan, og Jap- anar farnir að senda aftur sem fyrri. Enda er nú þegar fraið að snúast hjá Przeinysl. Rússar búnir aS stöðva ÞjóíSverja Á öllum austurkantinum voru Rússar búnir að stöðva Þjóðverja. Norður i Kúrlandi við Shavli og Dubysa hröktu þeir þá. I Pollandi komust þeir hvergi áfram. Við San- fljutið norður af Przemysl urðu Þýzkir að láta undan og náðu Rúss- ar tungunni, þar sem San fljótið, er kemur að sunnan, fellur í Vistula. Pin á Galizíu völlunum, frá Gzerno- vits, höfuðborg i Bukovinu, og norð- ur fyrir Przemysl, er togleðursband- ið farið að kippast saman. Rússar halda þar beinni línu frá suðaustri til norðvesturs, meðfram borgunuin Czernovits, Kolomea, Nadvorna, Stanislau, Stry, Drohobycs, Radim- no og Jaroslau við San fljót. Renn- ur lína þessi nokkrar inilur aðeins (einar 8—10) á bak við Przemysl og þvert yfir fljótin Dniester og Pruth. Við Stry og þar fyrir austan hafa þeir barið á Þjóðverjum, tekið einar 7,000 til fanga og eyðilagt beztu her- sveitir Þjóðverja, sveitir af lífverði keisara. Þegar Þýzkir hröktu Rússa úr Przemysl, héldu margir að nú væri sprengdi Zeppelininn yfir Belgíu, hafði fvrst farið að læra að fljúga umarið sem leið. Það var klukkan 3 um morguninn, sem Zeppelininn var á ferðinni yfir Belgiu, milli Ghent og Bryssel, og liefir víst talið sig úr allri hættu. alt búið; Rússar væru búnir að | Var ]>á farið að lýsa. Þá var þar og missa alla Galizíu og hraktir inn i j Varneford á dreka sinuin hinum Rússland. En það kemur af því, að | litla og varð var við Zeppelininn, menn eru svo ákaflega fáfróðir hér j sem flaug þar lágt og nærri jörðu. í landafræði; þeir hafa gleymt að En Varneford hefir að líkindum lesa hana i skólunum eða skólarnir gleymt að kenna. Rússar halda enn þá nálægt helmingnum af Galizíu, eða fult eins miklu landi og Þýzkir halda af Frakklandi, og það eftir aðra eins kviðu og þessa, sem Þýzk- ir gjörðu á þá. Og nú eru Þýzkir búnir að sprikla þarna og verður langt þangað til að þeir geta hafið hriðina aftur. Því að enginn efi er tN’arneford til þess að komast upp á því, að dýr hefir hún orðið þeim. Rússar veita Mackensen slag har'ðan. Ilinn 14. kom fregnin um það, að Rússinn væri nú búinn að snúa við Mackensen hjá Przemsl. Það var á miðvikudaginn í vikunni sem leið, að Mackensen gjörði kviðu á Rússa rétt austur af Przemysl, aðeins fá- einar milur, og byrjaði með hroða- legri hrið sprengikúlna, er stóð yfir fulla 3 klukkutima. Svo kom á- hlaupið og runnu raðir Þjóðverja fram margfaldar. En Rússar höfðu engu svarað og lágu kyrrir i gröf- um.sinum, þangað til að Þýzkir áttu verið hærra í lofti, og þegar þeir á Zeppelininum sáu hann, þá fóru þeir undir cins að lyfta sér hærra, því að ekki máttu þeir vera undir honum. En Varneford herti sig og strikaði upp á við i stórum bröttum hringum og á meðan fóru Zeppelin mennirnir að skjóta af kappi á hann. Fullar 20 mínútur þurfti tyrir hann og á meðan fór Zeppe hninn 15 milur áfram en nær 6000 fet upp i loftið: Þá loks gat Varne- ford farið að neita vopnanna og gjalda Zeppelininum skothriðina. Sex sprengivélar sendi hann þeim, og hittu flestar og urðu smáspreng- ingar, þangað til sú sjötta fór; þá varð brestur mikill og stóð Zeppe- iininn i loga; en af því að Varne- ford var þá skamt fyrir ofan, varð joftþfýstingurinn af sprengingunni ^vo mikill, að það var sem fellibyl- úr kæmi alt i einu. Flugdrekinn kastaðist til og byltist alveg um svo höfuð Varnefords vissi niður til jarðar, en fætur til himins og féll hann niður á eftir hinum logandi 150—180 yards til þeirra; þa tóku > , , , . . , Zeppehn og nnsti stjórn a drekanum þeir a moti og letu kulnastrauminn * a wa . • nokkur augnablik. Emhvernveginn leika á brjóstunj Þjóðverjanna ur handbyssum og magazin-byssum og hraðskeytlum, svo liinir Þýzku bylt- ust um í hrúgum og röðum, og svo stukku þeir á þá beggja megin við járnbrautina. Þjóðverjar leituðu undan og i hinar traustu skotgrafir sínar, en Rússar fylgdu þeim svo fast eftir, að þeir komust ekki einu sinni í þær, og svo komu hinar aðr- ar skotgrafir. Þar reyndu Þýzkir að nema staðar; en af þvi að Rússar voru á hælum þeirra, þá gátu þeir ekki búist uin þar og urðu enn að hörfa undan. Gekk til þessa meiri hluti nætur, og loks undir morgun konnist leifar af sveitum þessum undan; en eftir lágu þar á völlun- um og i gröfunum 20 þúsundir Þjóð- verja; og segja nú allir, að engin tök hafi Mackensen á að komast þar fram um lengri tíma. Þetta segir fréttin að hafi verið við Masciska, austan við Przemysl (á liklega að vera Medyka, 9 eða 10 mílur austur af Przemysl. Geirmenn súpa á gasi sínu. Það er ekki ljóst, hvort slagur þessi, sem nú skal skýrt frá, hafi verið við Mosciska eða annnars- staðar. En sagt var að yfirmenn Þjóð- verja hefðu verið að skipa hermönn- um sinum þarna austurfrá, að beita köfnunarefninu við Rússa; en þeir hefðu ekki viljað, og sögðu þá yfir- mennirnir þeim, að þetta aðeins svæfði Rússann, en gjörði honum ekkert mein að öðru leyti, og gætu Þýzkir gengið á eftir gasinu og tek- ið Rússa sofandi, og létu þá þýzku hermennirnir loksins til leiðast. —- Þeir kveiktu upp gasið og fóru svo hægt og hægt á eftir, og er þeir komu að virgiðingum Rússa, þá fóru þeir i makindum að klippa þær í sundur. En hver hermaður þýzk- ur hafði tneð sér bauk rneð súrefni til að súpa á, ef að gasinu slægi á þá. Foringjar Rússa höfðu bannað mönnum sinum að láta nokkuð bera á sér og liggja sem dauðir eða hálf- dauðir. Voru Þýzkir nú kátir vel, er þeir sáu þá ekki hreyfast og komu að þeim og ætluðu að stinga þá. En þá brá öðruvisi við, því að nú stóðu blossarnir úr byssum Rússa í augu þeim og kúlurnar smugu i gegnuin þá og féll þar fyrsta röðin sem hún stóð. Þjóðverjar sóttu samt á, en Rússar skutu í ákafa úr reyknum og svælunni og lintu ekki fyrri en þeir lágu dauðir af eitrinu við byssur sinar. En bak við Rússa var varalið og þeir skárust nú i leikinn og voru tröllóðir, er þeir sáu vini sina og félaga engjast sundur og saman af eitrinu. Þeir runnu á Þjóðverja og fylgdu fast eftir fleinum sínum eða notuðu byssurnar sem kylfur á þa hina Þýzkú. Og nú hafði vindurinn snúist svo, að þýzkir urðu að súpa sín cigin meðul og þótti nú ekki gott bragðið. Var þá undir eins úti um áhlaup þeirra. Þeir tóku á rás og hljóp hver sem betur gat undan. Canadiski flugmaðurinn frægi. Lieutenant Varneford, sem nýlega náði liann þó stjórninni aftur og fétti við og sá uin leið logandi Zep- þelininn koma niður á nunnuklaust- ur eitt. En svo var hann illa kominn að hann varð að lenda þarna nálægt í óvinalandi; cn fljótlega gat hann þó komið öllu i lag og tók til flugs- ins aftur, og koinst til sinna manna. 28 menn voru á Zeppelinskipinu og fórust :>llir.| Skotfæraleysi. Skotfæraleysið hjá Bretum í Flandern og á Frakklandi er orðiö svo mikið, að Kitchener er farinn að senda hópa manna heim af vig- vellinum, til þess að búa til skotfæri eða smíða vo.pn, og svo eru konur og ungarstúlkur í þúsundatali farn- ar að vinna að því líka. ý hreyfing að ganga í herinn. Núna undanfarna daga hefir Eng- land, einkum I.ondon, eins og vakn- að af svcfni. Nú bjóða sig hópar manna fram til herþjónustu, þar sem éinn eða tveir buðu sig fram áð- ur. Fjöldi ungra kvenna hefir boð- ið sig fram til hermannastarfa, sem væru við þeirra hæfi. Þær ganga i einkennisbúningi um strætin og kalla á menn að ganga í herinn. Ot um landið verður þeim ekki vært, sem hraustir eru og ófatlaðir, ef, þeir ætla heima að sitja, og JiarðaSt verða þeir leiknir af hinum ungu stiilkum, þvi þær sýna þeim fyrir- litningu á alla vegu. hafa stór félög þýzkra manna lýst því yfir, að svo framarlega, sem til ófriðar dragi milli Bandaríkjamanna og Þjóðverja, þá muni þýzkir menn og menn af þýzkum ættum einhuga berjast ineð Bandarikjunum á móti Þýzkalandi og “Vilhjálmi blóð”, — þrátt fyrir frændsemi alla. Þýzkir flugumenn í Banda- ríkjunum. • Það hefir verið á margra vitorði, en er nú að verða ljósara og ljósara, hvað Þýzkir hafa verið að starfa i Bandaríkjunum. Hefir þar verið stórkostlegt samsæri eftir fréttum j frá New York um alt landið til ]>ess, j að hindra hinar stóru verksmiðjur! og gjöra þeim ómögulegt að síinða 1 og selja Bretum og öðrum Banda-1 mönnum vopn þau og skotfæri, sem [ þeir þegar hafa .pantað þar upp á} 300—400 milliónir dollara. Þeir höfðu á marga vegu reynt að koma þessu fram þjóðverjarnir i! Bandaríkjunum og flugúmenn Vil-j hjálms keisara. Fyrst reyndu þeir að fá það bannað með lögum; siðan hétu þeir á sendiherra Þjóðverja j Bernstorff: þar næst reyndu þeir j að véla Bryan gamla, og þegar Wil- son lét ekki teymast, þá reyndu þeir að kaupa upp verksmiðjurnar með ÖIIu, sem í þeim var, og ætluðu svo að loka þeim upp, og er enn ekki j útséð um það, hvernig því reiðir af. Og nú eru þeir að kveikja urp ó- ánægju meðal verkamanna um alt landið; þeir prédika fyrir þeim i blöðum og ritlingum, á strætum og gatnamótum og æsa ])á til verkfalla og til að heimta meira kaup og st.vttri vinnutíma og er sagt, að mjög víða hafi þeir komið flugum þess- um inn hjá mönnum, svo að suin- staðar horfir til vandræða. Að þetta er ráðabrugg einstakra manna sést á því, að í Norðurríkj- unum, Minnesota og North Dakota, Seinustu Stríðsfréttir. Á vesturkanti vígvallarins veitir Frökkum einlægt betur, ]>ó að hægt fari. Þeir höfðu tekið mikið af vopnum, vistum og skotfærum við Neuville um daginn. Hvergi vinna Þýzkir þar á. Nokkra daga hefir verið rólegt að mestu á svæði því, sem Bretar halda. En Bretar, sem nyrztir eru hafa hrakið Þýzka. — Þeir eru sagðir fullir kvíða og órósemi margir hermennirnir þýzku á Frakklandi og liggur við brjál- semi, og margir eru foringjarnir farnir að skjóta sig, einkum, ef þeim veitir miður. Margir fangar, sem Frakkar hafa tekið, hafa verið meira og minna brjálaðir. Aftur eru Bret- ar hinir kátustu og leika sér i gröf- unum, þegar hlé verður á bardag- anum. — Kosningar til þingsins eru nú afstaðnar á Grikklandi og sigraði sá flokkurinn, sem Venezlos fylgir, en það er flokkurinn, sem óður vill í stríðið fara og telur nú hvern dag- inn tapaðan, sem dregst að þeir fari á stað. En af þvi að Konstantin konungur liggur þungt haldinn og vanséð um, livort hann lifi, þá getur dregist að þingið komi saman þenn- an og fram í næsta mánuð. f kosn- ingunum hafði Vcnizelos allstaðar borið hærra hluf, nema i norður- partinum — Makedoniu. En alt fyr- ir það komst hans flokkur að með miklum meiri hluta. Það er enginn efi á því, að undireins og Venizelos kemst að, ])á eru Grikkir komnir á stað og kannske fyrri. Þeir hata bæði Tyrkjann og Þýzkarann. —- Um páskaleytið þurfti lávarð- ur Grey, hinn alkunni stjórnmála- maður Breta, að hvíla sig og tók sér fri hind ti’ sð lctta sér ujp H'V'n ætlaði að sagt var að fara að fiska og kom til Rómaborgar og dró þar fiskinn mikinn og fríðan. Þá gjörð- ist það, að ítalir fóru í stríðið.—Nú er Sir Grey eitthvað ilt í augunum, og fer hann til Bucharest, höfuð- borgar Rúmana, og er búist við að honum batni, en Rúmanar komi taf- arlaust, eða áður en vika er liðin, í striðið. — Á skaganum við Ilellusund gengur seint en þó áfram. Banda- menn hafa kvíað Tyrki við kastal- ana meðfrain þrengslunum að vest- an. Að sunnan eru Bretar þvert yf- ir skagann frá Krithia, sem Tyrkir halda enn; en sá kastali er á hæð- unum á miðjum skaganum, einar 15 mílur frá suðuroddanum. Norður af Bretum eru Frakkar, og eru grafir þeirra frá norðri til suðurs, þar sem Bretar voru frá austri til vesturs; en að norðan við Maidas eru Ástralíu- menn og menn frá Nýja Sjálandi.— Gæta því Bretar að sunnan, Frakkar að vestan, en Ástralíu menn og Nýja Sjálendingar að norðan. — Mikið er um ókvrð i Miklagarði — mest af sulti. Brauð-upphlaup verða þar dag eftir dag. Og farnir eru Tyrkir að hata Þjóðverja og mega þeir ekki láta sjá sig á al- mannafæri. Tyrkjum er farið að leiðast eftir sigurvinningunum, sem Þýzkir lofuðu þeim. Voða-verkfall í Chicago Þeir voru 14 þúsund strætisvagna- mennirnir í Chicago, sem gjörðu verkfall núna, og er það í fyrsta sinni, sem strætisvagna menn hafa gjört verulegt verkfall. Engar voru róstur þar enda voru mörg hundruð pólití á vakki þar sem líklegast var að þær kynnu að koma fyrjr. Yagnamennirnir höfðu heimtað launahækkun, en embætt- jsmenn strætabrautanna kváðu það mögulegt að veita hana, því að hún nemi 1,400,000, einni miljón og fjögur hundruð þúsundum á ári. Á braut- um þessum eru vanalega fluttar 3,000,000 (þrjár jniljónir manna) á hverjum degi, en vagnarnir scm ganga daglega eru 4,600. Hálf önnur miljón manna í borg- inni, sem endilega þurfti að fara ferða sinna varð að.fara leiðar sinn- ar á reiðskjótum þostulanna og þótti víst súrt í broti. Eulltrúar vagnafélaganna eru en að reyna að safna mönnum í stað þessara sem hættu vinnunni en gengur seint. Fjöldi mesti af skemtistöðum borg- arinnar ætlar að loka livert sem af því verður eða ekki. Erkibiskup Langevin látinn. Hann dó kl. 10 f.m. hinn 15. Júnf í höll sinni í St. Boniface. Erkibiskup Langevin var 60 ána gamall, fæddur 23. augúst 1855, ætt- aður frá Quebec, kom hingað fyrir 22 árum. En var erkibiskup kaþól- skra 2 árum síðar, var hann gjörður erkibiskup og hefur setið hér síðan. Hann var vel lærður maður, en hið mesta sem eftir bann liggur mun vera það, að hann lauk við bygg- ingu hinnar miklu og fögru dóm- kirkju kaþólskra í St. Boniíace. Kapp-plægingin á Fögruvöllum. Fátt er ánægjulegra en það, að sjá unga og fjöruga menn sýna lag og listfengi sitt í einhverju sem miðar til að auka manngildi þeirra. Margir, sem góðir eru að skjóta kúlum á, knatt-borði eru “upp með sér,” af list sinni, en þeir eru "vegn. ir og léttir fundnir” í samburði við ]>á sem “leggja hönd á plóginn” og kunna listina þá, að plægja vel. Menn sem ekki hafa séð kapp plæg- ingu liafa enga hugmynd um hversu mikill listamaður góður plæginga maður er. Hann þarf sannarlega að hafa nett auga og lipra hönd. Þessvegna er það, að í öllum fram- fara plássum á sér stað árleg plæg- ingar samkepni. Allir framgjarnir framfaramenn koma s>aman á til- teknum tíma og sýna list sína, og hjá þeim má^sjá beint plógfar og vellagðann streng. Við slík tækifæri er vanalegt að hafa skógargildi og svo skemtisam- kvæmi að kveldinu. Sem nærri má geta ríkir þar ánægja og gleði, og fólk fer heim hressara i huga og með aukinn samúðar anda. Hin fyrsta kapp-plæging sem hald in hefir verið 1 Nýja íslandi, var haldin fysta júní S. 1. á Fögruvöll- :vr> ’ Qeysl’’ Kygð. undlr umsjón búnaðarfélags þeirrar bygðar. ‘ í þetta sinn var 25 dollars varið til verðlauna. Samkvæmt búnað- arlögunum leggur akuryrkjudeild- in til tvo fimtu hluta þess. Tvenn verðlaun voru veitt fyrir bestu plægingu með setu plóg og einnig tvenn verðlaun fyrir bestu plægingu sem gerð var með göngu plóg. 'Verðlaun hlutu þessir: — Fyrir gönguplóg, lstu verðlaun, Vilberg (Tómasson) Björnsson á Sólheim- um, 82 stig. 2. verðlaun, Sigurður Sigvaldason á Framnesi, 78’/2 stig. Fyrir setuplóg, fyrstu verðlaun, Gestur S. (Gestsson) Oddleifsson, í Haga með 76l/2 stig. önnur verð- laun, Einar Benjamínsson á Hlíðar- enda með 67% stig. Dálítið einkcnnilegt var það að þessi fyrsta kapp-plæging var hald- in á því landi sem fyrst allra var numið í Geysirbygð. Það var num- ið um 1880 af Jóni Bjarnasyni, sem þar bjó f þrjú ár áður enn nokkur annar flutti í héraðið, og mun hann sem nærri má geta, liafa haft þá mestu örðugleika við að stríða sem frumherjar þessa lands hafa mætt. Þetta mun ekki verða síðasta kapp-plæging á þessum slóðum, því menn eru þegar farnir að ráðgera að hafa eina í stærri stíl, sem nái yfir víðáttu mikið svæði á næsta ári og væri vel að menn kyntu sér ýmis- legt því viðvíkjandi, helzt með því að sjá kapp-plægingu einhverstaðar í fylkinu á þessu sumri. H. F. D. Lusitania og ósannindi ÞjóSverja. Margir hafa haldið því fram, að skipið Lusitania hafi vopnað verið þegar Þýzkir söktu þvi, og hafa tal- ið Þjóðverjum það til málsbóta, þó að þeir þar með rengdu forseta Bandaríkjanna um sannsögli, því að hann neitaði þessu. Þýzkur upp- gjafa hermaður, Gustaf Stahl, hafði borið það fram, að 30. april hefði hann farið út á skipið með öðrum manni, Leach að nafni, og séð þar 4 sex þumlunga fallbyssúr, albúnar til að skjóta. Þetta flaug uin alt i hlöð- unuin. t Svo hvarf Stahl þessi. En leyni- lögreglumenn voru sendir til að lcita hans. I.oks fundu þeir hann og komu með hann til New York; þar var hann látinn bera vitni fyrir rannsóknarnefnd i málum þéssum. En þegar hann var búinn að bern fram vitnisburð sinn og staðfesta með eiði, var pilturinn tekinn fast- ur fyrir meinsæri.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.