Heimskringla


Heimskringla - 17.06.1915, Qupperneq 4

Heimskringla - 17.06.1915, Qupperneq 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JúNí 1915, Sögulegur Samanburður. Samanburður pólitisku flokkanna í Manitoba og víðar í Kanada síð- ustn tuttugu og fimm ár, eða rúmlega það timabil. (Framhald). Heimskringla (Stofnuft 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. trtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert5 blatisins 1 Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árifc rirfram borgati) ent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS) Allar borganir sendist rátSs- manni blatSsins. Póst et5a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Hltstjóri: M. J. SKAPTASON Rát5smat5ur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbrooke Street, Winnipep Box 3171 Talsíml Garry 4110 Hversvegna! Hversvegna datt hún Gudda? — Hvernig stendur á öllum þessum ó- sköpum? Landsins æðstu inenn eru sakaðir um fjárdrátt og þjófnað, — þeir sem eiga að vera fyrirmynd eldri sem yngri, æðri sem lægri; full- trúarnir, sem þjóðin hefir kosið sér til að semja réttlát lög og fylgja þeim fram. Hversvegna er það, að menn, sem hafa verið elskaðir og virtir af öllum, að minsta kosti öllum þorra sveitunga sinna, og hafa komið fram í sveitum sínum og við kunningja sína, sem vandaðir og heiðarlegir menn, — svo vandaðir, að þeir hafa trúað þeim öllum öðrum betur, að fylgja fram öllum mest verðandi velferðarmálum, — að þessir menn skuli nú vera sökum bornir? Því að það er nátturlega meining kjós- endanna með því að kjósa sér full- trúa á þing, að ]>eir bera fult traust til þeirra að stjórna málum lands- ins vel og heiðarlega. Hversvegna þurftu þessi ósköp að koma fyrir, að hinir merkustu menn skuli nú vera sakaðir um að stela, ekki fáeinum- dollurum eða tuguin dollara, heldur þúsundum, tugum og hundruðum þúsunda? Oss kemur ekki til hugar, að fara að bera sök eða sakir af einum eða öðrum. Þeir verða allir að standa eða falla sjálf- ir. En vér vildunt benda mönnum á það, að ástæður eru til allra hluta, rétt einsog tii þess, að hún Gudda féll og kálfurinn kom í flórinn, og æran og mannorðið fór í sorpið og með sorpinu í rennuna. Og ástæðan hér í þessu eða þessum tilfellum er svo augljós, sem framast má verða. Þeir eru að stela í kosningasjóð! — En er það þá nokkru betra eða sak- minná en hitt að stela handa sjálfum sér að éta og drekka? Ekki viljum vér segja það, og ekki segja lögin það, því að þjófurinn, sem stelur ío centa virði handa sér að éta eða Lo dollara virði, hann er settur í tukt- húsið. En sá, sem stelur 25 þúsund- um eða 250 þúsundum, — hann fer þar kannske aldrei inn. En kosningasjóðurinn, til hvers er hann brúkaður? Reyndar ættu flestir að vita það; en vér getum gjarnan sagt það: Hann er ætlaður til þess, i hann er safnað til þess og í hann er stolið til þess, að múta kjósendum; kaupa þá, þessa ræfla, alla þá sem kaupa þarf; alla, þá, sem falir efu, — en þeirra tala er legio. Og hver flokkur þarf náttúrlega að hafa sinn kosningarsjóð, annars kemur engum heilvita manni til hug- ar að fara út í kosningar. Þarna er hún nú nú komin, bless- uð pólitíkin, saurug og skitin og svívirðileg og ærulaus. Einn sauð- urinn kostar dollar, annar tvo doll- ara og brennivínsflösku; þriðji fæst ekki nema hann að auki verði gjörð- ur dýrðlega fullu.r og fáir eru þeir, sem falir verða, nema þeir fái eitt- hvert balsam til þess að mýkja tung- una og góminn, eða eitthvað styrkj- andi til að taka úr sér skjálftann í frostinu og kuldanum. Og svo koma hinir stóru, sem geta nú keypt sér sjálfir balsam og brúnku fulla, hve- nær sem þeir vilja. Þeir lúta ekki að þessu, — nei þeir selja ekki at- kvæðið fyrir svo lítið, — það er ekki að nefna minna en 40—50 dali til þeirra. Menn, sem hefðu átt að leggja fúsir fram 50 dali til að styðja málefni það, sem þeir fylgja, og þó þeir séu þeirrar skoðunar, þá heimta þeir 50 dollara fyrir atkvæðið. Þeir hreyfa sig ekki fyrri. Og business-\ mennirnir, — hvað haldið þið? Það er skömm að bjóða þeim minna en 500 dollara. Og kjafta,skúinarnir, sem æfinlega þurfa að hafa liðuga tungu og liðuga samvizku? Hvað haldið þið? Eins og það þurfi ekki að hafa eitthvað til þess að liðka samvizkuna! Og allir eru á upp- boði; og sumir eru svo leiknir í listinni, að þeir selja sig aftur og aftur. Ef þeir eru ekki “smart” strákarnir þeir! Þess vegna er það, að þáð er eins og lyftist brúnin á öllum i sveitinni, þegar eitthvert kvis eða kvittur kemur upp um, að nú séu kosningar í vændum. Þá fer hver og einn að hugsa sér til hreyf- ings. Og aumingja þingmaðurinn er eiginlega píslarvotturinn! — Hann verður að kaupa allar tuskurnar, ef ekki með peningum og brennivíni, þá með loforðum, embættuin, vega- bótum, bryggjum og öllum þeim hlunnindum, sem nafn kann að nefna, því að fleira eru mútur en peningar og brennivín. Og í raun- inni er það svo, að enginn getur náð kosningu, nema hann lofi kjósend- um sínum að stela fyrir þá — ekki svo að við lög varði, — ekki með þessu nafni, nei! Fínt þarf það 'að vera. Heldur útvega þeim eitthvað úr opinberum sjóði, — eitthvað, sem hinir aðrir kjósendur fylkisins eða þjóðarinnar leggja fram peninga til; — þeir senda hann á þing til þess. Þér getið kallað það með hvaða nafn sem þér viljið. En þetta á hann að gjöra. En hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er öll þjóðin sokkin svona djúpt? Niður í þessa ódæma forar- vilpu? Ekki skal oss furða, þó að löndum taki sumum sárt til Þjóð- verja, er þeir vilja stela löndum þjóð anna til að leggja þau undir veldi sitt og gjöra ibúana að þrælum sín- um. Það er hugsunarhátturinn, sem er orðinn svona úldinn, rotinn og saurugur. Dollarinn er dýrkaður,— alt er falt fyrir hann. Og svo þetta: Menn vilja fá sem mest af lionum,— sem flesta dollarana með sem allra minstri fyrirhöfn. Fá þá lagða upp í hendurnar, helzt án nokkurrar vinnu. Þetta kallar margur að vinna með höfðinu og þykir fyrirmann- legt og göfugt. , Af þessu leiðir ákaflega margt ilt og bölvað. Mönnum finst þeir ekki geta bjargast án þessa. Menn vefða framkvæindarlausir, latir og dug- lausír. Þeir vilja ná ölluni gæðum lífsins með tungunni, en ckki ineð vöðvum sínum. Menn þessir verða vandræða menn, öllum ærlegum, vinnandi inönnum leiðir fyrr eða síðar; snýkjugestir og blóðsugur. Við þetta er hin vaxandi kynslóð uppalin. Þessi dæmin hefir hún fyr- ir sér, og það er mjög létt að segja fyrir, hvar það lendi. Ef að menn nú vildu líta í sinn eigin barm og skoða í einlægni og hreinskilni, hvað þeir vildu nú gjöra eða hvað þeir hafa gjört fyrir stjórn- málaflokk þann, sem þeir fylgja, — hvort heldur það eru liberalar eða konservativar — án þess að óska eftir eða taka peninga eða peninga- virði fyrir á einn eða annan hátt, ef að þeir vildu hugleiða, hvaða sið- ferðislega spillingu þetta gjörir í mannlegu félagi, hvað mikið það dregur úr dáð og dugnaði, dreng- skap og ærlegheitum öllum og hvað mikið það gjörir mennina sjálfa auðvirðilega og fyrirlitlega, — þá myndu þeir hugsa sig um áður en þeir tækju næstu mútu við kosning- ar, — áður en þeir sendu menn á þing til þess að lokka skildinga í sinn eigin vasa eða sveitar sinnar. Og þá mundi ódæmí þessu af létta. Eg vil geta þess áður en lýkur, að það var nýlega merkur maður einn, sem var að hugsa um að bjóða sig fram, sem þingmann í kjördæmi einu. Kjósendur margir úr Kjördæm inu komu til hans og báðu hann að gefa kost á sér. “Já, það er nú reyndar mikið gott og laglegt af ykkur að bjóða þetta. En það er eitt leiðinlegt við það: Eg þarf að kaupa ykkur ærnu fé, og þegar eg er búinn að kaupa yiinur, þá þarf eg að halda ykkur við. Og ef að flokkurinn skyldi nú falla, eða eg af einhverjum ástæðum hætta við þingmensku, þá kemur vandinn, því þó að eg sé búinn að kosta upp á ykkur stórfé, þá get eg engum selt ykkur. Enginn lifandi maður vill gefa fyrir ykkur tvö cents. Járnbrautastefna Rotlin stjórnar- innar. Þá er annað stórvirki Sir Rod- monds. Það er járnbrautarmálið. — Þegar hann kom til valda, þektist ekki önnur byggingaaðferð við járn- brautir en sú: Að stjórnir, _ ríkis- stjórn eða fylkisstjórnir, sömdu við menn eða félög, að leggja ákveðnar brautir hér og þar. Fyrir brautirnar gáfu stjórnirnar félögunum eða bygg ingarmönnum svo og svo mikið af landi fyrir hverja mílu, og svo og svo háar peningaupphæðir, ásamt ýmsum aukabytlingum í ofanálag. Á stjórnarárum stjórnarfeðranna í ríkisstjórn Kanada, þegar þeir brut- ust í að byggja Kyrrahafsbrautina, millum hafa, höfðu þeir ekki á ann- að að ganga en landeignir Kanada. En brautin var eina lifæð lands og lýða. Það var nauð, en nauðsyn fylgdi og því sjálfsagt að nota einu björgunarráðin, sem þá voru fyrir höndum. En svo breyttust tímarnir og mennirnir með. Og nú kemur nýr hugsjónamaður fram á sögusvið- ið. Það var Sir Rodmond P. Roblin, nýorðinn forsætisráðherra Manitoba fylkis. Hann vill ekki lengur bruðla út löndum og peningum fylkisbúa. I Hann fer þá til og kaupir Rauð- árdals járnbrautar félagið, sem einlægt meir og minna var á hausn- um í stjórnartíð Greenway tjórnar- innar. Leigir hana síðan til þeirra járnbrautar-jöfranna McKenzie og Mann, um 999 ára tímabil. Býður þeim að byggja járnbrautir hér og þar í fylkinu, með sinni samþykt. En hann gefi þeim engin lönd né pen- inga. En fylkið skuli ábyrgjast lán- ardrotnum þcirra svo mikla upphæð á míluna, með ákveðnum vöxtum, með skuldabréfum fylkisins. Þetta samþyktu þeir og bygðu nýjar braut- ir einsog fara gjörði. Fengu pen- inga fyrirstöðulaust hjá peninga- mönnum, þá þeir vissu að skulda- bréfa-ábyrgð fylkisins stóð á bak við þá. Þessi nýmæli komu sem helh- demba úr heiðríku lofti á skilnings- skjái margra manna. Þar á meðal suma flokksmcnn Mr. Roblins. Lib- eralar dönsuðu þá á ræðupöllunum, frá hafi til hafs, óðir og ærir. “Alt var bleki atað land. Yfir jöklum glóði Voða-blika af vígabrand; Víða rigndi blóði”. , Alþ.rímur. A sama tíma lýsti Mr. Roblin þvi yfir, að hann ætlaði að ráða far- gjaldi á brautum þessara félaga i Manitoba fylki. Ákvað þá þegar að setja flutningsgjöld niður mjög bráð- lega. Þá vaknaði C. P. R. félagið við vondan draum. Þð sá, að það mátti til að vera sömu lögum háð hér í fylkinu, sem hið nýja félag, sem var nafn gefið og nefnt Canadian Northern Railway Co. (C. N. R.). — C. P. R. félagið hafði verið einvaldur einokunar-keisari um alt Kanada, að mestu leyti, og ætlaði ekki að láta Mr. Roblin né aðra kúga sig. Það fékk því liberala í föruneyti sitt, að mista kosti suma. Það gaf þeim und- ir fótinn, að þeir innu ekki fyrir gýg, sem fylgdu sér að málum, og brytu löggjöf Mr. Roblins á bak aft- ur. Svo fór ballið af stað: Fundir og ræðuhöld og nótt og nýta daga um land alt. Rifist og barist, skamm- ast og orgað í nokkrar vikur. Skrif- stofum C. P. R. félagsins var tæp- lega lokað nætur og daga. Þangað þustu þingmenn og fjárbragðalýður. Mr. Roblin og þeir af hans mönn- um, er skildu stefnu hans, létu sér fátt um finnast. Héldu uppi bein- um og skýrum svörum. Málið var af- greitt á þingi og staðfest. Yfirmenn C. P. R. félagsins sáu, að þeir gátu ei bundið þenna mikla stjórnmála- mann á klafa kúgunar sinnar og fóru að binda fyrir buddurnar, og þá fór ösin að þynnast í kringum Þá.*) *) fslendingar tóku töluverðan þátt í þessu uppþoti. íslenzkir lib- eralar boðuðu sjálfum sér og öðrum fund á Northwest Hall, og í liði Eftir stuttan tíma var Mr. R. P. Roblin búinn að setja fargjöld og flutningsgjöld niður til stórra muna. 1 fyrsta skifti varð C. P. R. félagið að lægja seglin og setja niður fargjalds- og flutnings-eyrir. Þegar Vesturfylkin sáu, að þessi stjórnvizku aðferð Mr. Roblins reyndist mæta vel, þá tóku þau þakksamlega upp sömu aðferðina og reyndist hún þeim einnig vel. Laurier stjórnin, sem úthúðað hafði nýjungum Mr. Roblins, sem landráðum við fylkið, laumuðust á bak við orð sín og staðhæfingar, og átt upp aðferðina eftir Mr.Roblin. Nú er járnbrautarstefna Roblins við- urkend lands og lýða blessun. Ekki einasta Kanada menn, heldur .ann- ara þjóða menn hafa stórgrætt á þessari járnbrautarstefnu. En hún er aðeins Mr. Roblin einum að þakka og nokkurum af hans vitrari stuðningsmönnum utan og innan þings. Roblin endurbætti lögin um tilbún- ing kosninga listanna að stórum mun. Sú aðferð, sem Greenway stjórnin hafði við tilbúning kosningalist- anná var illa ræmd og stórgölluð. Dauðir menn voru á listunum, svo árum skifti. Einnig menn, sem flutt- ir voru burt úr héraðinu, fylkinu og jafnvel úr ríkinu. Þeir voru kjós- endur á listunum. Á kosningadög- um risu hinir dauðu upp úr gröfum sínum. Hinir fjarrverandi birtust þar. Á mörgum kjörstöðum krossaði alt þetta herjans lið. Þetta kunnu margir ekki við, einkum konserva- tívar. Mr. Roblin lét því búa til ný lög um skrásetningu kjósenda i Mani toba fylki I£ru þau eins göð og rétt- sýn, sem næst verður komist. ^egar skrásetningadagar eru löglega til- teknir, hvort sem er í sveitum eða bæjum, þá verður hver sá, scm á kjörskrá vill komast, að fara til skrá- setjarans í heimilisumdæmi sínu og láta setja sig á listann. Báðir flokk- arnr hafa þar áreiðanlega og vel kunnuga menn til að líta eftir, að hvorki menn með ásettu ráði svíki sig inn á listann, eða aðrir komi ó- kjörgengum mönnum á kjörskrá. — Þyki umboðsmönnum pólitisku flokkanna eitthvað grunsamlegt við þá, sem á kjörskr eru settir, er þeim sömu stefnt fyrir rannsóknarrétt. Þá rannsóknarrétti halda fylkisdóm- ararnir og hafa æðsta úrskurðarvald yfir kjörskrm fyrir fylkið. Lengra og sanngjarnara verður ekki komist. Þó reynt hafi verið, að svíkja menn inn á listana, þá er það ekki sök laganna, heldur glæpfýsni ein- stakra pólitiskra misyndismanna. Sir Rodmond hefir hlotið viður- kenningu fyrir þessa lagabót, sem og margt annað, sem liann til bóta færði í almenningsmála þágu. Barátta Roblin’s viS Laurier stjórnina. Þegar Manitoba fékk sjálfstæð fylkisréttindi, þá hlaut það eignar- rétt á öllum svonefndu “bleytilönd- um.” Jafn harðan og landstjórnin lét inæla löndin, bar henni að af- henda fylkinu þau “bleytulönd,” sem yfirmælingamaður merkti á landabréfauppdráttunum. Þessa af- greiðslu uppfylti landsstjórnin þol- anlega fram á stjónarformensku Laurier stjórnarinnar. Þegar kon- servatívar voru teknir við völdum í Manitoba, skeytti Laurier stjórnin ekki um að uppfylla landafgreiðslu- skyldu ríkisins. Hvernig sem Rob- lin stjórnin ámálgaði að fá afgreidd þeirra flaut einn eða fleiri íslenzkir konservatívar. Fyrir Mr. Roblins hönd mætti á þeim fundi B. L. Bald- winson þingmaður þá, og K. Ásg. Benediktsson. — Var Mr. Roblin skaminaður þar fyrir heimsku og ó- forsjálni, þó mikið vægara en víða á millum annara þjóðflokka. Nokk- uð margir íslendingar af báðum flokkum sáu fljótlega, að þessi ný- mæli Mr. Roblins í járnbrautarmál- unum mundu ekki vera svo fjarri sanni. Jæja„ það var bezt að reyna þessi splunkurnýju nýmæli. Höf. löndin, fór landsstjórnin undan með þvælingi og alls konar vífilengjum. Afhenti hluta af löndunum hér og þar, eftir sínu eigin höfði og ráða- bruggi flokksmanna sinna. í ofanálag við þessi óskil á “flóa- löndum”, bætti Laurier stjórnin því við, að þrjóskast að borga fylkinu árlegt tillag. Landsstjórninni ber að borga fylkinu nefskatt. Það er lög- ákveðna upphæð í peningum fyrir hvern fylkisbúa. Roblin stjórnin gjörði margar og réttmætar skuldakröfur. En alt var dregið á langinn. Svo kom að lands- stjórnin skuldaði fylkinu fleiri hundruð þúsundir með rentum og rentu-rentum. — Laurier stjórnin gjörði þetta af flokksofstæki. Hún kærði sig kollótta um fjárhag fylkis- ins og velferð þess. Hún misbauð fylkisbúum og bar réttindi þeirra fyrir borð. Eftir ströng umsvif og kostbærar atrcnnur, auðnaðist Rob- lin stjórninni, að rétta hlut Manitoba fylkis. En með þessu og öðrum ó- löguni skaðaði Laurier-stjórnin fylkið í framfarabaráttunni og í við- skiftarásinni, og það með' opnum augum, bg af miður (lrengileguni hvötum. , Símakaupin og símakerfið. Það var eitt af áhugamálum Mr. Roblins, að fylkið ætti símakérfið. En til þess þurfti annað tveggja: 1) Að kaupa út Bell Telephone Co., sem átti þá eftir nokkur ár af starfs- réttindum ífylkinu: — 2) Eða að byggja nýtt símakerfi og keppa við Bell félagið. Eftir langt stímabrak keypti fylkisstjórnin eignir tíell fé- lagsins hér í fylkinu. Enginn heil- skygn maður gat búist við öðru, en Bell félagið setti hæsta verð á eignir sínar. Mr. Roblin hefir liklega hugsað eins og íslenzki málsháttur- inn segir: “Deyr enginn, þótt dýrt kaupi”. Mótstöðumenn hans héldu því fram, að hann hefði borgað of mik- ið fyrir símakerfið. En hvort svo hefir verið, er mál, sem erfitt er að gefa úrskurð í. Þvi þannig er öllum eða flestum framtíðar fyrirtækjum varið, að þar má lengi um ágóða og tap þrátta í þessum skilningi. Mr. Roblin hafði svo áætlað, að símagjöldn myndu lækka alt að helmingi. Það höfðu sérfræðingar reiknað með honum og voru honum sammála. SirRodmond hrinti síma- kerfi fylkisins á stað. Ilann setti umboðsnefnd til að annast það að öllu leyti og var hún óháð stjórn- málum. Með hans samþykt lækkaði nefndin símagjöld, og byrjaði strax að fjölga simuin og leggja nýjar lín- ur út um alt fylki, alt eins og þorp og sveitir báðu um. Stjórnin lánaði penngna til að byggja línurnar og kaupa efni og áhöld, sem símanot- endur endurborguðu á tilteknu tíma- bili. Það kom brátt í ljós, að símakerf- ið gat ekki borið sig af eigin ram- leik, með niðurfærðum ársgjöldum. Var það eðlilegt, þar sem nýbygðar símalínur voru litið eða ekkert farn- ar að gefa af sér í inntekta dálkinn. Þar ofan í kaupið varð uppvíst, að umboðsefndin var skipuð af miður- ráðvöndum mönnum. En þrátt fyrir alt er talsíminn ódýrari enn áður, þegar tekin er til samanburðar síma- fjölgunin, sem margfaldast óðfluga. Nú getur símanotarinn rekið samta) og brýn erindi úr húsinu eða skrif- stofum um þvert og endilangt fylk- ið og í allar áttir utan fylkisins. — Bændum og borgarlýð er svo vel við þessar umbætur, að þeir gætu ekki án þeirra verið, jafnvel þó síma- gjöldin væru liækkuð að nokkrum mun. Ár frá ári aukast tekjurnar og þægindin með hraðstigum. Stækkun Manitoba fylkis. óefað er stækkun fylkisins það stærsta stórvirki Roblin stjórnarinn- ar, og drenglyndi Borden stjórnar- innar. Um Mörg ár hafði Sir Rod- mond barist með hnúum og hnefum við Laurier stjórnina, um réttmæta stækkun fylkisins, og fylgdi honum þar almenningsviljinn. En um slíkt var ekki að tala við Laurier stjórn- ina. Af lúalegustu pólitiskri ósann- girni var Manitoba fylki olnboga- barn Sir Wilfrids Lauriers og sumra austanverja. En liberalar í Manitoba básúnuðu alt gott og blessað, sem Laurier og hans flokkur aðhafðist. Þótt hann træði skóinn ofan af Mani toba með öllu móti, var sjálfsagt að vegsama athæfi hans og dansa á hnjánum eftir argi hans og pípu- blæstri. Með fylkisstækkunina gekk ekki né rak fyrri en Laurier stjórnin valt úr valdastóli árið 1911. Sir Robert L. Borden hafði lofað að stækka Manitoba strax og hann yrði stjórn- arformaður í Kanada. Enda gjörði hann það fljótt og vel, þegar hannn fékk völd og stjórn landsins i hend- ur.' Á þeim tima urðu liberalar í Manitoba því hjartanlega sam- þykkir. — Nú er Manitoba fylki miðpunktur allra fylkja í Kanada, sunnan frá landamerkjum Bandaríkjanna óg iiorður í Hudsons flóann. Það nauð- synjaverk og happaiðja er allra manna mest Mr. Roblin að þakka og beztu fylgismönnum hans. Nafn hans verður þar við ' riðið ineðan nokkur saga er til í Kanada. (Áframhald). K. Á. B. Rannsóknarnefndin. Þeir hafa verið að halda rann- sókn yfir ræflunum Horwood og Salt, suður í Minneapolis og hafa blöðin verið full af því á degi hverj- um. 3>eir hafa sagt ósköpin öll og borið sakir á eina fjóra ráðgjafana og Salt er búinn að viðurkenna að hann hafi tekið mútur upp á meira n 11,000 dollara en heimtaði tuttugu þúsund. Einn bófinn Hooke sagði að 10,000 dollurum hef'ði verið stolið af sér suðurfrá, en því hefir líklega enginn trúað heldur að liann hafi stolið því sjálfur. Horwood kom þeim í málin Howden og Dr. Simpson auk Dr. Montague og Coldwell. Hann var lasinn garmurinn Horwood og þegar liann loksins í meinleysi var spurð- ur að því, liversvegna hann hefði borið falskan vitnisburð fyrir nefnd inni sein Robjin setti, þá leið yfir snáða, það má ekki tala ljótt við þá þessa menn eða harkalega, þeir þola það ekki blessaðir. Það er reyndar ekki búið að yfirheyra þá sem sak- aðir eru, en furðu er framburður þeirra ljóttir sem bútð er að yflr- heyra. Og hart er að leynast úr dróma þeim þó að helmingur væri lýgi. Ritstjóri Heimskringlu ritaði greinina “Nýlunda” í Heimskringlu 27da Maí, vitandi að menn myndu inargir verða á móti. Það er mis- skilningur að hann bafi ætlað hinni heiðruðu konu í Alberta að taka til sín orðin sem liún tilgreinir, einkum jiar sem það virðist sem hann sé konu þessari alveg sammála. En þetta er mál, sem þarf að hafa framgang og liefur fyrri eða síðar, og gleður það hö’fundinn að ýmsir og það merkir menn og konur hafa látið í ljósi ánægju sína yfir henni. Hafa skeyti komið um það sunnan úr Bandaríkjunum, vestan frá hafi norðan úr Alberta og Saskatche- wan og nú seinast grein þessi. Með ánægju tæki ritstjórinn upp í blað- ið smáar greinar í þá átt sem konan frá Alberta bendir á í grein sinni. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrlr fjðlskyldu a® sjá eBa karlmaSur eldrl en 18 ára, get- ur tekl?! helmillsrétt á fjörtiung dr sectlon af óteknu stjórnarlandl I Man- sækjandl vertiur sjálfur atj koma á Itoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrlfstofu stjórnarinnar, etiá und- Irskrifstofu hennar I því hératSI. 1 um- bobl annars má taka land á öllum landskrlfstofum stjórnarlnnar (en ekkl á undlr skrlfstofum) mets vlssum skll- yrtium. ^lýYLDCR—Sex mánatia ábútS og ræktun landsins á hverju af þremur árum Landneml má búa metS vlssum sKUyrtSum lnnan 9 mílna frá helmllls- réttarlandl sínu, á landt ssm ekkl er mlnna en 80 ekrur. Sæmllegt ívöru- hus vertSur atS byggja, at5 undanteknu þegar ábútSar skyldurnar eru fullnægts- ar lnnan 9 mílna fjarlægtS á ötSru landl, elns og fyr er frá gretnt. 1 vissum hérutSum getur gótSur og efntlegur landnemi fengitS forkaups- rétt á fJórtSungl sectíónar metifram landl slnu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDIIR—Sex mánatSa ábútS á hverju hinna næstu þriggja ára eftlr at5 hann hefir unnitS sér inn eignar- bréf fyrir heimllisréttarlandi sinu, og -uk þess ræktatS 60 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leit! og hann tekur heimillsréttarbréfitS, cn þó metS vlssum skllyrtSum. Landneml sem eytt hefur hetmllis- rétti sinum, getur fengit5 heimllisrétt- arland keypt i vissum hérut5um. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR______ VertSur atS sitja á landitiu 6 mánutSi af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtSi. Bera má nitiur ekrutal, er ræktast skal, sé landltS óslétt, skógl vaxiti etla grýtt. Búþening má hafa á landinu i statS ræktunar undir vissum skilyrtSum. W. W. CORY, Deputy Mlnlster of the Interlor. BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyflslaust fá enga borgun fyrlr.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.