Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1915. 11 E I M S K R I N G L A BES. 5 Minni Blaine. (Flutt á Miffsvetrarsamkomu í bún- ingi gamans og alvöru til að fá belri áheyrn). 1 norðvesturhorni Bandaríkjanna í Ameríku, í ríkinu Washington, er lítill bœr, sem ber nafnið Blaine. Bœjarstæðið er um tvær mílur á lengd, norður og suður, og nálægt einni milu á breidd austur og vest- ur. Vestan að bænum fellur sjór með flóði, og er þar útfjara mikil. Á þeim fjörum eru bygðar myllur og verkstæði á stólpum. Landslag bæj- arins er yfir höfuð sléttlendi, dálít- ið öldumyndað og hefir nægan halla fyrir afrensli til sjávar. Jarðvegur er góður, hefir næg og hentug efni til að framleiða alls konar tré, jurtir og blóm. Útsýni bæjarins er fagurt. Að austan er fjallahringur með hvíta skallanum á Mount Baker. Að sunn- an er blómleg bygð og skógur; að norðan er Canada, með öllum sínum kostum innanum skógana og fjöllin. Og að vestan er sjórinn, eyjar og tangar. Þegar sólin speglar sig í sjónum á kyrru sumarkveldi og myndar gyltar rósir og fleti á sjó og lofti og loft og lögur verður ein samföst gylling og ljómi, þá kemst útsýnið í Blaine á hæðsta fegurðar- stig. Austan við bæinn er hár og stór hóll. Hann tilhcyrir sveitinni. Af þessum hól sést yfir allan bæinn. Þeir, sem búa upp á hólnum, sjá þó aðeins ytra útlitið. Þeir sjá ekki, sem betur fer, inn í húsin og því síð- ur inn í sálir mannanna, sem i hús- unum búa. Þessi hái staður er því ekki mjög hættulcgur fyrir bæjar- búa. Tiðarfarið i Blaine er mjög hag- stætt og temprað; aldrei of kalt og aldrei of heitt. Aldrei of blautt og aldrei of þurt. Það heldur sér innan þeirra takmarka, sem mennirnir þola það. Það mismunar þó nógu mikið frá blóðhitanum, til þess að fólkið í Blaine verður að auðkenna sig frá dýrunum með því, að búa sér til fatnað og hafa húsaskjól. Það hjálpar í því efni niönnunm til að verða menn, ef það neyðir þá til að hugsa, og það er einn af stóru kost- j unum, sem Blaine liefir að bjóða. IJg hefi þegar lýst Blaine að lands- lagi, landskostum, útsýni og veður- áttu. Eg hefi lýst náttúrunni einsog eg liefi séð hana. En þetta er aðeins hluti af því, sem orðið Blaine mein- ar. Orðið bær meinar bústað, heim- ili. Heimili og bústað fyrir menn. Blaine er því bústaður manna. Og mennirnir hafa að miklu leyti skap- að þennan bústað. Þeir hafa skapað liaou að því Jeyti, sem þeir hafa breitt yfirborði arðarinnar, frá nátt- úrunnar hendi. Þeir hafa skapað hann til að vera bústað fyrir inenn. Af því að náttúran og vcrk mannanna i Blaine er nótað sem á- höld til að fullnægja þörfum og kröf- um mannanna, þá eru þeir sjálfir aðalstöð, miðpunktur í því hugtaki, sem orðið Blaine táknar. Bærinn er fyrir þá og þeir ráða öllum endi- legum og verklegum framkvæmdum, sem gjörðar eru í bænum. Blaine er því bústaður manna; en þeir eru ekki mjög margir, sem hér búa; en samt nógu margir til þess, að þeir eru menn og konur á öllum aldri frá vöggunni til grafarinnar. Þeir til- heyra flestir hvíta kynflokknum. Þar eru karlar og konur í 'hentugum hlutföllum, hvað fjöldann snertir; en þó er einhversstaðar skortur á samræmi, því margir fara ógiftir i gröfina af báðum kynjunum. Þar eru mcnn af öllum stéttum í mannlegu félagi, frá framleiðandanum niður að iðjuleysingjanmn, sem verkamað- urinn þarf að fæða og klæða. Þar eru verzlunarmenn til að selja, og kaupendur til að kaupa. Þessir verzl- unarmenn selja alla hluti, andlega og efnislega, jafnvel hugsun, orð og at- hafnir, — alt, sem einhver vill kaupa — Þessir mcnn eru táknaðir ineð nöfnum, sein benda á, hvaða vöru þeir selja: t. d. lögmenn, læknar, matvörusalar, harðvörusalar, álna- vörusalar, fasteignasalar o.s.frv, — næstum óteljandi salar. Þessir menn eru þjónustusamir andar fólksins, | og alveg ómissandi í bæjarfélaginu. Þeir senda eftir öllu, sem fólkið vantar og vill kaupa, utan úr allri víðri veröld. Þeir fæða og klæða fólkið í bænum, og gjöra þess utan su MAR OG— I 1 »5? ^ Laáer Fáa af eBE E. L. t merkur og pott flösku hylkjum nlegt hjá þeim sem þú kaupir hjá oss. Drewry, Ltd., Wmnipeg. margt og margt fleira gott og gagn- legt, og fyrir alt þetta taka þeir að eins fáein cents af hverjum kaup- anda. , 1 Blainc er einnig stétt manna, sem kennarar kallast; i henni eru bæði karlar og konur. Þeirra starf er þeim mun göfugra en verzlunar- mannanna, sem sálin er æðri en lík- aminn. Þeir skapa hina andlegu likami mannanna (búa til menn) og kenna þeim að nota lyklana að dyr- um vizkunnar og siðmenningarinn- ar. Þar er ennfremur stétt manna, sem prestar eru kallaðir. Þeir eru nokkurs konar kennarar fólksins; eða ÖIlu heldur er rétt að líkja þeim við árvakra hjarðmenn, sem halda hjörðum sinum á sömu stöðvum, i grænu og góðu haglcndi. Þeir hafa fundið vissa og áreiðanlega vegi fyr- ir fólkið á hinum andlegu svæðum, sem það verður að fara eftir, til þess að ná sæluvist í framtíðinni. Fari það ekki þann veg, lendir það í myrkri og ófarsæld. Starfssvið þessarar mannfélags- stéttar er óviðjafnanlegt, af því að það hefir eilífðina fyrir takmark (það takmarkalausa fyrir takmark). Þá eru í Blaine menn, sem hafa alls konar mismunandi skoðanir á landsstjórnarmálum. Þeir eru Rep- úblikanar; þeir vilja láta mestu mennina stjórna og ráða, og eitt af því, sem þeir álíta að auðkenni manninn, sein liæfan til að hafa á hendi stjórn landsins, er að hann sé auðugur maður. Þar eru Demókrat- ar; þeir vilja láta fólkið yfirleitt taka þátt í stjórnmálunum; þeir segjast bera hagsmuni alþýðunnar fyrir brjósti. Þar eru einnig Sósíal- istar; þeir vilja gjalda sérhverjum eftir hans verkum; þeir vilja að þjóð in öll skapi stjórnina; þeir vilja, að allir hafi jöfn tækifæri og jafnan rétt, og að hver njóti þess, sem hann ávinnur sér. Ennfremur eru í Blaine menn með alls konar mismunandi lífsskoðun- um; þeir skiftast í tvo aðalflokka, nefnilega trúmenn og vantrúarmenn. Aðalmismunurinn á skoðunum þess- ara manna er: að þeir sem trúa, liafa fundið sannleikann; en þeir, sem ekki trúa, eru að leita hens, og telja víst, að finna hann með rann- sókn gegnum þekking á öflum og lögum. Með öðrum orðum: Þeir, sem trúa, vita án þess þeir skilji; en þeir, sem ckki trúa, vita ekki nema þeir skilji. Þar er einnig ungt fólk og gamalt fólk. Þar er gamalt fólk, sem hefir lært af reynslunni, að það hefði get- að verið ennþá nytsamara fólk fyrir sjálft sig og mannfélagið, ef það hefði byrjað lífið með ákveðinni stefnu. Þar eru ungir menn og kon- ur. Á þeirra herðum hvílir framtið- in fyrir Blaine. Bærinn verður eins og það lætur hann verða og vill láta hann vera. Ef dæma má af fram- komu-gildi þessara efnilegu ung- menna, þá mun fyrst og fremst ó- hætt að álykta, að eins og ungu kon- urnar leggja alt kapp á að prýða hið líkamlega útlit sftt og umbúðir, eins muni þær prýða heimili sín, og með því gefa bænum fagurt útlit. Og sömuleiðis mun óhætt að vona, að hinn mikli áhugi ungu mannanna eftir leikjum og skemtunum endur- taki sig í framkvæmd arðberandi starfa (þegar tíminn cr kominn), scm gefi framfærslu fyrir börn og konur í góðu og uppbyggilegu hci n- ilislífi. Ilinir andlegu liæfilegleikar þessa unga fólks koma sjálfsagt i ljÓ3, þegar það finnur tækifæri til að sýna þá i einhverri framkvæmd. Það hefir nú þegar verið sagt margt og mikið, sem er til gildis fyr- ir Blaine, og það er ótalmargt eftir, og þar á meðal eitt, sem ekki má gleyma, og sem sjálfsagt er að telja bænum til ágætis. Og það er: að hér um bil einn tíundi af heimilis- föstu fólki í bænuin eru íslendingar. Einsog allur hinn mentaði heirrur veit og viðurkennir, eru íslendingar ættstórir menn; þeir rekja ættir sín- ar gcgnum öll stórmenni fornaldar- innar: hofgoða, vikinga, konunga, skáld og spekinga, til jötna og guða. Hinna miklu guða Norðurlanda, sem gáfu afkomendum sínum þetta djúp- vitra og fagra mál: íslenzkuna, sem allir vitringar heimsins dást að og vegsama. Og þessa arfleifð guð- anna hafa íslcndingar einir getað varðveitt gegnum myrkur og mann- dómsskort miðaldanna. En til þess að geta varðveitt þessa dýrmætu eign, urðu þeir að taka sér bústað úti á takmörkum heims og helju, — þar sem engin kveifaramenni eða liðleskjur geta lifað. 1 þúsund ár urðu þeir að bíða, þangað til menn- ing heimsins komst á það stig, að skilja þýðingu málsins og þýðingu þeirra fornu sagna, skáldskapar og speki, sem þjóðin hefir skráð og geymt gegnum aldirnar á þessu máli. Af þessu er auðsætt, að ís- lendingar hljóta að vera miklir and- ans menn. Og sömuleiðis vegna hinna hörðu kjara og erfiðu afstöðu á þessum útkjálka heimsins, þá gat ekki annað lifað þar en það, setn hafði afburða Hkamsþrótt. Það þarf kjark og hreysti til að bera sigur úr býtum við nátturuöflin á íslandi. Af þessu, sem þegar er sagt, ligg- ur í augum uppi, hvað mikið gildi það verður fyrir Blaine í framtíð- inni, að hafa stóran hluta fólksins af islenzkum kynstofni. Þegar þessi islenzki stofn blandast saman við það bezta úr öðrum þjóðflokkum, sem hér búa, þá getur naumast hjá því farið, að afleiðingin verði af- burða menn og konur, hvað andlegt og líkamlegt atgjörfi snertir. Jafnvel þó íslendingar i Blaine virði málið sitt, og viðurkenni feg- urð þess og gildi, eins og aðrir, scm þekkja það mál, þá er ennþá ekkert útlit fyrir, að þeir geti fengið þjóð- ina hér til að nota það sem daglegt mál, og jafnvel ekki sín eigin af- kvæmi í fyrsta lið. Má vel vera, að þetta sé vel ráðið, þvi ef íslenzkan væri notuð jafnt og enskan, þá er næstum óhjákvæmilegt, að bæði málin blönduðust sainan. íslenzkan misti við það gildi sitt, og slíkt væri að misbjóða málinu hraparlega. — Hinir eldri íslendingar í Blaine nota málið sitt á öllum félagsskapar og framkvæmdarsvæðum, meðal þeirra sjálfra, sem miðar þeim til gagns og uppbyggigar. Meðal annara fram- kvæmda, sein þeir stjórna á íslenzku máli, eru: Kvenfélög til að líkna liðandi fólki; Lestrarfelag, til að auka þekkingu, eða víkka út hinn andlega sjóndeildarhring; Menn- ingarfélag, til að leita að vissú, og prófa sannleiksgildi ýmsra ríkjandi skoðana i mannfélaginu; safnaðar- félag, til að gjöra þá menn, sem þvi tilheyra, að góðum og réttlátum mönnum, og búa þá undir framtið- ina. Þessi félagsskapur hefir kom- ið sér upp heimili, og er það sterk sönnun fyrir sannfæringarafli með- limanna á gildi málefnisins. Einsog sést á þessu, er öll framkvæmdar- starfsemi íslendinga í Blaine bænum til uppbyggingar og heiðurs. Eg vona því, að það, sem þegar er sagt, nægi til að réttlæta þá ályktun, að gildi bæjarins hafi vaxið fyrir Is- lending'a, sem þar búa. Og eg vona einnig að hafa fært næg rök fyrir því, að Blaine er góður bústaður, og þar er gott að vera. En ef einhver skyldi efa það, ætla eg að minna hann á spakmælið: Af vöxtunum skuluð þér þekkja þá, og um leið benda honum á ávexti þá, sem í kveld hafa sannað ályktanir mínar. Það lcemur vist öllum saman um, að þar er gott að vera, sem allsnægtir eru. 1 kveld höfum við ekki séð annað en nægtir. Fallegt fólk, klætt í dýran og vandaðan fatnað, sitja að krásum á mannfagnaðar sam- komu, á miðsvetrarkveldi, þegar all- ur heimurinn kvartar um atvinnu- skort og dýrtíð, þar sem fólk getur veitt sér svona ríkulega ánægju, — þar hlýtur að vera gott að vera, og í kveld liefir fólkið í Blaine veitt sér þessa ánægju og nautnir. , Eg vil svo biðja ykkur, sem heyrið til mín i kveld, að muna eftir því, að fátt er svo gott að ekki geti verið betra, og að tilgangur náttúrunnar er þroskun og fullkomnun á öllum svæðum. Og jafnvel þó Blaine sé góður bær, þá getur hann verið margfalt betri. En af því að það er fólkið, sem býr í bænum, sem getur gjört hann betri, þá ættum við öll að inna af hendi einhverja fram- kvæmd, sem miðar til að auka gildi háns, og gjöra hann að góðu heimili fyrir sjálfstætt, mentað og siðsamt fólk. Svo óska eg að Blaine vaxi að auðmagni, vaxi að vizku, vaxi að manndómi og drcngskap um ókomn- ar aldir og ár. Og seinast og ekki sízt vil eg óska, að Blaine framleiði á hverju ári hér eftir um ókomnar aldir afburða endurbótamann eða konu, til uppbyggingar fyrir heiin- inn, af íslenzkum ættstofni, því það yrði sú sterkasta sönnun fyrir þjóð- ina um gildi hins íslenzka eðlis. , M. J. Fréttabréf. Athabasca, Alta., 9. júnf, 1915 Herra M. J. Skaptason, Hóttvirði ritstjóri Heimskringlu: Eg hefi rétt nýlega lesið í hinu heiðraða blaði yðar (af 28. maí) grein með fyrirsögn: “Nýlunda”, grein þessi er náttúrlega ágæt skýr. ing fyrir menn og konur sem lifa út á útkjálkum þessa menningar og menta lands, ]iað sýnir þeim hve rpentun ungra kvenna er að aukast og færast á hærra stig, og er það óumræðanlegt gleðiefni fyrir þjóð vora í heild sinni. Hinn heiðraði greinar-höfundur, hver sem hann svo er, væri mjög góður og réttvís ef bann hafði mig undanskylda þeirri hugsun sem hann yfirlýsir, í byrjun greinar sinn- at, um konur og karla. Þær og þeir muni álíta þessa mentagrein ungra kvenna heimsku, lítilfjörlegt og óþarft fyrirtæki, að læra Hús- stjórnarfræði; auðvitað er það sorg- lega satt, að of margir af hinni ís- lenzku karlþjóð, hafa verið og því miður, eru en þann dag í dag, of þröngsýnir í þá átt sem miðað hefir að mcntun kvenna, og ekki álitið j hana neitt nauðsynlcga. En öðru máli er að gegna hvað kvennþjóðina snertir. Eg er sann- færð um, að allar konur, ungar sem gamlar, munu vera sömu skoðunar og eg, að þettað mentastig ungra kvenma, Hússtjórnar-fræðin, er hið þarflegasta að öllu leiti, og er ósk- andi að sem flestar af hinum vel hæfilegleikum búnu íslenzku stúlk- um gætu bæst við töluna á lista þeirra sem nú þegar hafa útskrifast í þeirri grein. Eg er ein af þeim mörgu, sem veit mjög lítið, og yrði líklega sein að læra að sitja rétt, en eg veit það eitt, að eg elska alla góða og göfuga mentun, og hefi mesta yndi af að lesa ritgjörðir eftir góða menn og konur, og hlusta á ræður sem koma frá þeirra eigin brjósti, og varða um þarfleg og góð málefni. Eg er því sanmarlega ein í tölu þeirra, sem óska þcssum stúlkum, sem greinin ræðir um, til allrar vel- farnanar og hamingju á komandi leið þeirra. !Þær eru þjóð sinni til sóma og verða henni til uppbygg- ingar í komandi tíma. Það er satt sem greirtar höfundur segir að þörfin eru mikil fyrir út- breiðslu þessarar mentunar, en því er miður, sumir verða útundan, en mér da.tt í hug, hvcrt l>að væri ó- sanngjarnt og móðgandi, ef óskað væri eftir af þessum góðu velment- uðu stúlkum, að setja dálítinn rit- kafla í íslenzku blöðin vikulega, eg meina ýmiskonar leiðbeiningar við- víkjandi vegum, sparnaði, hagnýtni í matar meðferð og svo margskonar viðvfkjandi búskap innanhúss, og fleira og fleira. Þetta mundi verða mörgum fáfróðum til leiðbeiningar og auka álit og virðing hinna áður- nefndu stúlkna, og eg efast ekki um að hinir heiðruðu ritstjórar íslen- zku blaðanna mundu ljá pláss fyrir þannig lagaðar línur. Það mundi auka útbreiðslu þeirra að minni skoðun. Kona í-Alberta. Nautgripa ræktun á Islándi. er að verða að blaðamáli hér í landi. Greinin sem birtist í Hkr. 8. apríl er að mörgu leyti fjarstæður, og því ekkert þar um að ræða. Aftur, greinin eftir hr. Jón Einarson f sama blaði, 27. maf vakti hjá mér tilhneigingu að rita eftirfylgjandi athugasemdir; Samt kemur mér ekki til hugar að biðja um rúm í blaði hér f landi til að ræða um kvikfjárrækt á íslandi; þau mál eiga að ræðast þar í heimahögum. Þegar eg kom heim til íslands, 1911 eftir 24. ára fjærveru, fann eg ljós- lega að miklar breytingar höfðu þar orðið í ýmsum greinum á téðu tímabili, og auðvitað flestar í um- bóta áttina. Eg kom til Rvík og dvaldi þar um hríð. Fanst mér mikið um hverjum breytingum bær sá hafði tekið frá því sem hann var 1887. Fyrir utan hina stórmiklu menningarumbót, sem mér fanst svo mikið um þarna í bernsku heimahögum sem sé ritsíminn, var allur bærinn, og ekki sýst umhverf- ið, orðið alt annað en áður var. f staðinn fyrir kviksyndismýrar, allar sundurgrafnar eftir mótakið, og urðargrjótið sem allstaðar hrúgað- ist upp innan um kviksyndið, svo gangandi manni var jafnvel torsótt yfirferðin; blasti nú fyrir augum að- komumannsins f júní og júlí mán- uði, fögur tún, sáðgresisreitir og matjurtagarðar. f bæ þessum heyrði maður vélagang frá klæða- verksmiðjunni Iðunni, mjög full- komin í sinni framleiðslu. Verk- smiðja sem hinir fjarsýnustu sáu að- eins í hillingum á mínum bernsku árum. Þessutan eru 3 eða 4 tó- vinnuvélar á landinu. Mörg smíða- verkstæði voru þar komin sem áður voru engin. öll smíðavinna virtist hafa tekið svo miklum framförum. Eg ferðaðist talsvert um sýslur og héruð á þessari ferð minni, og all- staðar fann eg að miklar nmbætur höfðu komist þar á í ýmsum grein- um frá því scm áður var. Uppbygð- ir vegir, svo þeir eru einsog hinir bestu hér í landi. Stórmikið sléttað af túnunum, og ]>að svo, að sum þeirra voru nú orðin að mestu slétt sem áður voru stórþýfð. Vörslu- girðingar voru víða til stórmikilla nota. Af samræðum við bændur, sérstaklega þar sem eg var áður kunnugur, komst eg að þeirri nið- urstöðu, að þessar umræddu fram- farir voru að mestu komnar f fram- kvæmd fyrir vaknaðan áhuga hjá bændum og landsmönnum í seinni tíð. Búnaðarfélögum hafði "vaxið svo fiskur um hrygg,” að þau voru nú útbreidd um alt landið. f sér hverri sveit voru smádeildir sem höfðu sína framkvæmdarstjórn. Þegar eg með sjálfum mér fór að at- huga þessar framfarir, sem voru raik ils virði fyrir land og lýð, fann eg að framfarirnar í bæjum voru fyrir innflutta þekkingu sem fólkið hafði hagnýtt sér. Sömuleiðis við skipa útveg og fiskiveiðar. Aftur, þegar eg leit á framfarirnar í sveitunum, voru þær að sumu leyti fyrir inn- Eru börnin farin að læra #.ð spara PENINGA ? OF CANADA Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu í þvf að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. Walcot, bankastjóri _____________________________________________________/ flutta þekkingu, en þó fannst mér mikið vanta á að vel væri. Hestaflið. Þrátt fyrir innflutta þekkingu í búfræði og verklegri starfsemi, vant- ar mikið á að landinn heima hafi nægilega þekkingu, og því síður tilfinningu fyrir þvf hiers virði hestaflið er til vinnu; af því stafar að öll jarðyrkjuvinna og fleiri vinna gengur þar svo seint og jafnvel verður of dýr. Túnaslétturnar og aðrar jarðbæt- ur hafa komist í framkvæmd þar í seinni tfð meira fyrir almennan á- huga heldur en fyrir bættar stafs- aðferðir. Til dæmis sögðu bændur mér að þá kostaði um 120 krónur að slétta vallar dagsláttu, 900 faðm- ar, en f Rvfk kostaði það 150-180 kr. Danskur maður, Alfred Kristensen að nafni bjó á Einarsnesi við Hvítá í Borgarfirði, gjörði hann mikið af því að plægja á vorin fyrir bændur þar f héraði. Hafði hann gjatnast 6-8 pilta sem voru í læri hjá honum , við það starf, og mörg hross. Var mér sagt að hann tæki 90 krónur fyrir að undirbúa og sá vallardag- sláttu, en eigandi lagði til útsæðið. Þar sem bændur þurfa að borga 120 kr. fyrir að slétta vallardagslátt- una finnst hverjum meðal bónda að hann gjöri vel, ef hann sléttar eins- og hálfa dagsl. árlega að meðaltali;, gjarnast 3-4 hundrað faðmar. Plógmenn. Mjög alment eru vissir plógmenn þar í sveitum, sem lært hafa meira eða minna á búnaðarskólum. Hafa þeir gjaroast 2 hesta og lítinn og léttan i>lóg, um 70 pund, sumir liýngri. Eftir því sem eg komst næst er aðal-starf þeirra á vorin þannig: að þeir fara um bygðina og plægja f sundur flög þau sem bændur hafa rist ofan af og nota þá herfi víst meii’a og minna. Þar sem eru að- eins tveir menn í heilum hreppi eða sveit, og tíminn er aðeins einn mán- uður sem unnið er að túnasléttum, gefur að skilja að margt flagið verð- ur útundan sem þeir komast ekki yfir að vinna; verða þá hinir sömu að pæla alt niður með skóflum sínum. Þegar eg færði orð að því, sem eg hafði lesið eftir Jón Jónatansson, búfræðing og alþingismann, að hver bóndi þyrfti helzt að eiga plóg og tvo plóghesta, voru svörin gjarn- ast á þessa leið; ]>að er ekki tilvinn- andi fyrir svona litla bletti að hafa þann tilkostnað, og þurfa svo að gefa hestunum hey alt vorið. Mér fanst að bændur yfirleitt líta á mál- ið þannig: það er betra fypr fjöld- an að taka verkamenn alt að mán- uði að vorin, heldur en að kaupa verkfæri og temja liestana, þess uta væri það drepandi vinna á skepn- unum, og þurfa þeir gott og mikið hey. Auðvitað gott að fá flögin plægð í sundur liegar l>að heppn- ast. Það eru margar orsakir til þess að hestaflið er verr notað á íslandi, heldur en í flestum öðrum löndum, vil eg nefna hér nokkrar af þeim: 1. Landsvenja, þar sem landið er aðeins kvikfjárræktarland, þýft með hálsum og heiðum, hafa klyfja hest- ar aðeins verið notaðir til flutninga en plægingar óþektar. 2. Jörðin þýfð og erfið til brot- plægingar. 3. Plægingar og önnur vinna þar við innflutta þekking. 4. Hestar þar f landi mjög smá- vaxnir. 5. Landsvenjan allstaðar rík í eðli mannsins. Eg ætla að reyna að skýra fyrir mér og öðrum hvernig þessar orsak- ir koma í bága við ný uppteknar beytingar. Yil eg byrja á öðrum lið. Jörð sú sem helzt er unnið að við túnasléttu er þýfð og þessvegna ó- notaleg fyrir skepnurnar að ganga, og óþægileg fyrir plóginn að vinna. Þar er engan streng um að tala, heldur aðeins hnausa. Af því plæg- ingarvinna og fleira þar að lútandi er innflutt þekking frá nágranna löndunum, er venjan þaðan viðhöfð að hafa aldrei nema tvo hesta fyrir plóg eða öðrum verkfærum. Is- lcnzku liestarnir smáir (900 pund ensk) af því leiðir að tveir hestar getia ekki orkað því sem þeim er ætlað; verður því mikiS ólag á vinnunni, og mönnum ægir við hvað hún er erfið á skepnunum. Landvenja rík í eðli mannsins. Yið sem erum orðnir aldraðir get- um illa lært nýja siði. Talsvert margir aldraðir Islendingar hér í landi, sem hafa þó verið við búnað hér f fleiri ár, kunna enn ekki að keyra uxa eða hesta svo í lagi sé. Kynbætur á hestum. Búnaðarfélag Islands hefir haft nokkrar framkvæmdir með kynbæt- ur á kvikfénaði á umliðnum árum; mun árangur af því hafa verið mest- ur á sauðfé og mjólkur-kúm. Aftur á lirossum stórum minni, nema að útrýma skjóttum eöa flekkóttum lit þeirra. Var mér sagt að þau hross seldust verr á útlendum mark- aði. Hitt að bæta hrossin að vexti og stærð, var minna hugsað um. Tilfinningin fyrir gæðum hesta er enn <svipuð því sem hún áður var, nefnilega; að fjörugur og fljótur reiðhcstur er mikið meira virði held- ur en stærsti og sterkasti hesturirin. Sérstaklega á dönskum markaði eru stærri hestar í hærra verði og eftir því fer verðlag í landinu. Einhverju sinni, endur fyrir löngu hafa lög verið samþykt á íslandi sem bönmiðu innflutning á hestum frá öðrum löndum. Yoru lög þau óbreytt 1911 og eru það vist enn. Sýnir þetta ásamt mörgu fleiru að tilfinningin fyrir gildi hesta-aflsins er þar öðruvísi en hér í landi. Vest- I r Islendingum mundi finna.st nauð synlegt að fá nokkra graðhesta frá öðrum löndum til að stækka kynið. Viðvíkjandi því að fjölga naut- gripum á íslandi vil eg tilfæra orð bænda þeirra sem eg átti þar tal við. Eftir að sá siður var upptek- inn að láta allar ær ganga með lömbum, sem nú er í flestum sýslum þar alment, virtist meiri þörf fyrir að fjölga búþéningi. Þegar eg spurði þá að því hvert kúm hefði ekki verið fjölgað við þessa breyt- ingu kváðu þeir nei við því. Yfir- leitt hefði kúm í norðurlandi ekki verið fjölgað. Sögðust þeir álíta að þeir hefðu meira upp úr sauðfjár- ræktinni. Fóðurbirgðir þar takmarka naut,- gripa töluna. Síðan eg var á íslandi seinast, hefi eg með sjálfum mér komist á ]iá skoðun, að hin breytta aðferð við jarðrækt þar getur ekki komið iað þeim notum sem skyldi. Vinnu-ux- ar væru þar nauðsynlegir til að eyð- ileggja þúfurnar, en þar er austur- íslendingurinn á öðru máli hann segir; “þeir þurfa of mikið fóður.” Undir því ásigkomulagi sein er, og að líkindum verður fyrir langa tíð enn, mun landbúnaður á ís- landi bera sig helzt, með því að hafa alt það sauðfé sem hægt er að afla fóðurs fyrir, og sömuleiðis öll þau hross sem hver einstakur hefir föng til. Stoðlirossin sem markaðs vara gefa bótidanum árlega góðar inn- tektir eins og sauðféð. Ef hinn heiðraði ritstjóri Hkr. vill gjöra svo vel og ljá lfnum þess- um rúm í biaði sínu cr eg lionum mjög þakklátur. llolar P. O., Sask., 8. júní 1915 J. H. LINDAL. —Sá sem ritar línur þessar útbjó dráttartré fyrir þrjá hesta og sýndi mönnum þar hvcrnig það gæti unn- ið. ™ D0MINI0N BANK Dornl Notre Dara* og Sherbroobe Str. HOfnVstAU oppb..... _________S.8.000.04MI Vnrunjftbur............ . . 9.7.000,000 \ IIn r rtvutr. . .......STS.tHMI.OOO Vrér óskura «tui vihsKifiura vtrz I luDarmanna og ébyrgrtunai at' *f«fH j þelm fullnægju. SparlsJóO«deiI«J vor I er sú stærsta sem nokKur bauki lr i borglnnl tbúendur þessa hluta borganunar óska aö skifta vih stofnun sem þelr ! vita ab er algerlega trygg. Nafn j vort. er fulltrygging óhlutleika I ByrjiD spari innlegg fyrir sjálfa ! yfcur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaður PHONB GAHRY 345«

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.