Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JúNí 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTER WOODS. "Fyrsl af öllu”, syaraði eg, “verð eg að athuga þetta”. Og svo tók eg upp skjölin og skoðaði þau vand- lega og stakk þeim svo í vasa minn. “Þar næst verð- um við að ganga svo frá þessum góða herra” — eg benti á Johnson — “að hann geti ekki með nokkru móti kom- ið þvi við, að gjöra okkur neinn óskunda, i nokkra klukkutima að minsta kosti”. “Og svo?” spurði Ethel. “Flýja bæinn”, svaraði eg. Það varð stundar þögn. Svo mælti hún í lágum róm. “Hvert eigum við að flýja? Eg verð, að minsta kosti að verða kyr i New York”. “Við skulum tala um það bráðum” sagði eg. — “Þetta er ekki staður né stund að tala um það. Við verðum að slá járnið meðan það er heitt, ea ,við töp- um tækifærinu sem við höfum og fáum það aldrei aftur”. Johnson virtist ekkert vera að taka eftir okkur eða samtali okkar. En eg vissi vel, að hann lagði sig allan eftir að gcta heyrt samræðu okkar og kynst fyrirætlun- um okkar. Afstaða okkar var bæði hættuleg og erfiðleikum bundin. Eg vissi um hans fjölda mörgu vegi og nögu- lcika til a'ð hefna sín á okkur, ef hann fengi frelsi sitt aftur. Undir öllum kringumstæðum varð hann að vera fangi og það i hans eigin húsum, þar tii eg hafði kom ið í framkvæmd því, sem eg hafði í huga. Eg gat ekki rétt i svipinn áttað mig á því, á hvaða hátt væri bezt að halda honum sem fanga. Það var Ethel, sem réði fram úr vandræðunum. Fyrst fór hún að talþræðinum og gjörði hann ó- nýtann með þvi að skera hann í sundur. Síðan tók hún upp skammbyssuna, sem lá hlaðin á gólfinu, og lét hana í yasa sinn. Eftir það lokaði hún vandlega dyrum þeim, sem láu inn í þau herbergi, sem eg hafði verið í, svo ómögulegt væri að komast inn frá þemi i hlið. Eftir að hafa gjört þetta, gekk hún að skáp, sem i herberginu var, og tók þaðan nokkrar sætar kökur og flösku af rauðvíni, og setti það á litið borð, sein hún svo færði nálægt legubekknum, til þess að Johnson, þó hann lægi út af, næði í það. “Hvað er þetta?” spurði Johnson. “Hvað á allur þessi undirbúningur að þýða?” “Þetta er”, sagði eg, “það sem við köllum auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Gjöri einhver öðrum greiða, á hann sannarlega skilið, að sá hinn sami gjöri sér greiða aftur. En eg er sár yfir þvi, að hinum nýja fanga er ekki hægt að veita af annari eins rausn og þeim var sýnd, sem nú er búinn að fá frelsi sitt. En þú skait ekki svelta, og eftir að hafa lifað einn eða tvo daga á brauði og rauðavíni, þá verður þú búinn að fá góða lyst á einhverju öðru, sem er þyngra i maga. Nú, hvað ætlar þú að gjöra næst?” spurði eg Ethel. Hún livíslaði að mér svari sínu. “Mig tekur það mjiig sárt”, sagði eg, og gekk yfir þangað, sem Johnson lá á legubekknum. “En eg verð að skilja svo vel við þig, að þú komist ekki úr þess- um legubekk. Eg verð því að biðja þig að lána mér þessar silkibrjósthlífar þínar. Þú þarft ekki að vera hræddur um eigur þínar, því eg skal ekkert taka héð- an burtu, sem ekki er algjörlega min eign”. Johnson svaraði engu og hreyfði sig ekkert. Hann var algjörlega yfirbugaður, og lá nú kyr og starði á okkur Ethel heiftarfullum augum. Það var líka annað, sem lýsti scr í augum hans, sem eg skildi ekki i bili, en sem bráðam varð mér fullljóst. Eg gekk nú að fataskápnuin og tók þar ofan af krókum tvær silkibrjósthlífar, sem varu uin þrjú fet á lengd hvor þeirra. Fór eg svo með þær að legubekkn- um til Johnsons. “Þér mun finnast auðvelt að eiga við mig nú”, sagði Johnson. “Eg veit hvenær eg er yfirbugaður. Lukkuhjólið er farið að snúast í aðra átt; en heppi- legra væri ef til vill að segja að forlögin hefðu snúist á móti mér. Komdu nær mér, eftirmaður minn”. Mér virtist hann talá af svo mikilli auðmýkt, en þó í fullri meiningu, að eg hálf fyrirvarð mig. Mínar tilfinningar voru sjálfsagt þær sömu og hans höfðu verið fyrir iku síðan, er hann gjörði mig að fanga sín- um. Eg fór nú að reyna traustleika brjósthlifanna, sem reyndust of traustar fyrir mig að slíta. Þá.fór eg að vefja um úlnliði Johnsons og batt svo saman hend- urnar fyrir aftan bakið. Hann sýndi enga mótspyrnu, enda held eg að hann hafi verið svo dasaður orðinn á sál og líkama, ao hann hefði ekki getað það, þó hann hefði viljað. Hann sagði ekkert, þar til eg var búinn að binda á honum hendurnar, þá sagði hann: “Það er til lítils að leiða hest að þeim brunni, sem er þur, í þeim tilgangi að vatna honum”. Hann sagði þetta með háðsbrosi á vör- unura; því hann hefir eflaust fundið til þess, að mér hefði mistekist að reikna dæmið. Til hvers var að setja fyrir hann vín og brauð en binda svo hendur hans á bak aftur? Eg leit ráðaleysislega til Ethelar, sem nú einnig réð fram úr þessum vanda. “Það er enginn annar vegur út úr þessu”, hvislaði hún að mér, “en að setja hann inn í þau herbergi, er þú varst geym lur í”. “Gott og vel, hr. Johnson”, sagði eg. “Eg ætla að Ieysa þig aftur og lofa þér að vera lausum, en þó ekki fyrri en eg hefi tekið alt frá þér, sem þú hefir i vösum þinum. Það, sem eg kannað finna í vösum þinum, skal eg láta hér á skrifpúlt þitt, svo þú getir tekið það aft- ur þaðan á sínum tíma. En svo verður þú að gjöra svo vel, að ganga inn í það allra helgasta, en það er inn í þau herbergi, er þú valdir mér fyrir verustað. Matur mun verða færður þér — þori eg að fullyrða — á þann sama leyndardómsfulla hátt og hann var færður mér”. “Þar feilar þér ögn”, sagði hann. “Samverkakona þin” — og hann leit til Ethel — “veit að eg var búinn að gjöra nýjar ráðstafanir gagnvart þér, svo enginn maður kemur framar með mat”. , “Þá verður þetta líka að duga þér”, sagði eg. Og á meðan Johnson staulaðist við illan leik inn í her- bergið, fór Ethel með brauðið og vinið þangað inn. Johnson var virkilega æði mikið veikur. Hann var fölur sem nár i andliti og einu sinni var hann nærri rokinn um koll á leiðinni inn í herbergið, svo var hann óstyrkur. Eg sá, að Ethel kendi í brjósti um hann; en það var ekki hægt að hjálpa þessu. Okkar eigin frels- un var undir því komin, að hafa hraðan á. Með því eina móti gat eg framkvæmt það, sem eg hafði i huga að gjöra. Eg hafði gætur á Johnson meðan Ethel fór að hin- um dyrunum á herbergjunum og lokaði þeim að utan- verðu frá og skyldi lykilinn eftir í skránni; svo John- son skyldi ekki geta opnað, þó hann hefði annan lykil. Að sönnu var eg búinn að taka alt úr vösum hans; en hann gat hafa haft lykil faldan inni í herberginu, sem við vissum ekkert af, og sem eg hafði aldrei orðið var við. * Þegar Ethel kom aftur, leit eg til Johnsons, svo sem einsog í síðasta sinni. “Nú”, sagði eg, “það er nú sama tækifæri fyrir þig að komast út héðan, sein eg hafði. Ske kann, að einhver komi, sem gefi þér frelsi þitt. Ske kann, að þú getir látið fólk vita, að þú sért í nauðum staddur. Þér er full ljóst, hvað við Ethel höi um i huga að gjöra, og stanzaðu okkur, ef þú getur”. Svo gaf eg Ethel bendingu um að hafa sig burtu, og fór hún inn í prívat skrifstofu Johnsons, sem við höfðum veriíí í áður. Svo — án þess að hafa augun af Johnson — gekk eg hægt aftur á bak út í dyrnar. Hanii reyndi ekki á neinn hátt til að aftra mér, né heldur að elta mig. Það greip mig ótti fyrir því, að hann ef til vill væri hættulega meiddur, og þess vegna ekki rétt, að skila hann eftir einan. En það var of Seint að hugsa um það nú. Eg lokaði hurðinni vandlega og fór svo inn til Ethel, og gekk strax að litla gatinu í þilinu, sem áður hefir verið á minst; og það var ekki fyrri, en eg var búinn að loka þvi vandlega með árnslám og lykl- um, eins og eg ætti von á að hann kæmist þar út, að eg gat verið með sjálfum mér viss um hans óhultleika þarna inni. , Johnson var nú fangi eins áreiðanlega og fullkom- lega og eg hafði verið það áður. , • , •Eg leit yfir herbergið; færði svo til borð og stóla; lét alt á sin stað og gekk svó frá öllu, að ekkert bar þess vott, að neinar ryskingar hefðu átt sér stað, né neitt óvanalegt hefði komið fyrir þar inni. Eg tók svo í hönd Ethel og leiddi hana fram að stiganum; lokaði vandlega útihurðinni á skrifstofunni og kvaddi siðan hr. Johnson, — mikilhæfasta njósnarann i viðri ver- öld, að sagt var. Nú lá ekkert annað fyrir okkur Ethel en að flýja sem allra fljótast að okkur var unt úr New York borg. En hvert átti að flýja? Það var ráðgátan, sem kom nú fyrir okkur að leysa úr. XXIV. KAPÍTULI. ílin mikilvægu laun. Eg veit ekki, hverjar tilfinningar Ethelar hafa verið, en mínar voru þær, að þeim verður ekki með orðum lýst. Eg var í mjög hættulegum kringumstæðum og hafði dregið Ethel inn í hættuna með mér. Hvað myndi koma fyrir okkur,, ef það kæmist upp á hvaða hátt við náðum skjölunum aftur? Hvernig færi fyrir okkur, ef Johnson tækist að komast út, með öllum sínum dularfullu brögðum? Hvernig gátum við haft von um að sleppa við laganna hiirðu refsingu? Hvernig gátum við búist við, að nokkur tryði sögu okkar um málið, sem var í sannleika mjög svo ósenni- leg. Hvað mér sjálfum við kom, þá var mér nokkurn veginn sama, á þverju valt. En eg varð hugsjúkur, er eg hugsaði til þess, að hafa dregið Ethel inn í þessi vandræði með mér. En svo var það hugarfróun fyrir mig, er eg hugsaði um það, að nú í síðasta leiknum hefði hún leikið svo stórkostlega rullu af frjálsum og fúsum vilja, að eg taldi víst, að hún væri ákveðin í, að taka fullkomlega hlutdeild í kjörum mínum, án þcss að fella sök á mig, þó afleiðingarnar yrðu ekki sem beztar. “Hvert erum við að fara?” spurði hún, er vð komum út á strætið. , “Undir vanalegum kringumstæðum”, svaraði eg, “hefðum við átt að halda rakleiðis til Washington, eins fljótt og við gætum komist, og skilja New York borg eftir að baki okkar. En til allrar ólukku fyrir okkur hefir einn maður orðið, skyldu sinnar vegna, að fara úr borginni; en hann þyrfti eg að sjá áður en eg færi héðan”. “Þú átt við utanríkisráðgjafann.” spurði Ethel. , “Það er mín þrá, að hafa tal af hans hátign”, svar- aði eg. “Er hann ekki á ferðalagi með krónprinsinum?” spurði Ethel dauf í bragði. “Jú, hann er á ferðalagi með honum um alt land- ið, og því ómögulegt að ætla á hvar eg gæti hitt rás gjafann”. “Já, en eg myndi reyna að sjá krónprinsinn sjálf- an og tala við hann”, sagði Ethel og færðist fjör í all- an hennar líkama, eins og ef henni skyldi hafa dottið eitthvert nýtt ráð í hug. “Eg er óánægð með alt hálf- verk, og myndi því reyna að ná í höfuðpaurinn sjálf- an”, bætti hún við. , “En gáðu að þvi, min kæra, að krónprinsinn veit- ir engum viðtal meðan hann er á ferðalögum sínum”, svaraði eg”-. “Hann myndi gjöra það,' ef hann vissi, hve áríð- andi mál þitt er”, svaraði hún. “Flýttu þér, við höfum engan tíma að missa. Við skulum fara til Niagara; krónprinsinn er væntanlegur þangað á morgun. Hér er ferðaáætlunar skrá hans. Fljótt, við erum að eyða til einskis dýrmætúm tíma. Ferðaáætlanir prinsins hafa verið ákveðnar af mönnum hér i borg fyrir hann, og þeim áætlunum fylgir hann undir öllum krjngumstæð- um”. “Eg fer að þínum ráðum”, sagði eg. “Það er fyrir mér einsog prinsinum: Ferðaáadlanir mínar eru ekki gjörðar af mér sjálfum”. “Við skulum fara hérna inn”, sagði Ethel og stað- næmdist við dyr á gistihúsi einu á Broadway stræti. “Við getum fengið hér lestagöngu skrá járnbrautafé- laganna”. “Það er ágætt”, svaraði eg. “Og við getum um leið fengið okkur eitthvað aþ borða. Það er ekki rétt af okkur, að forsmá blessaðan matinn, þó mikið sé um fyrir okkur”. Við fórum síðan inn á gistihúsið. Á hellu rétt hjá dyrunum fann eg fjölda af járnbrauta-skrám, allra hinna mismunandi járnbrautarfélaga, og tók eg eina af hverri tegund, og bjóst við að geta fengið fullnægjandi upplýsingar úr þeim. Við héldum nú inn í matsölu- deildina og tókum okkur sæti við eitt Iltið borð, sem stóð einsog afsíðis. Til okkar kom stór, biksvartur negri og spurði hvað okkur þóknaðist að borða. Við athuguðum matarseðilinn og sögðum honum svo, hvers við óskuðum; en á meðan hann var að sækja matinn, férum við Ethel að yfirfara járnbrauta-töflurnar. Við fundum helzt alt annað en það, sem við vorum að leita að. Við gátum fengið far til Niagara í hinum fín- ustu vögnum, með lest, er fór yfir fallegustu landspildu sem til er í Bandaríkjunum; við gátum fengið far með lestum, er veittu hið allra bezta fæði í mat og drykk; við gátum fengið far með Iestum, er höfðu þá allra fín- ustu svefnklefa; — en við sáum hvergi auglýsta hina fljótustu lest, en það var einmitt það, sem við vorum að lita eftir. í vandræðum minum stóð eg upp frá borðinu og gekk yfir til manns, er sat við skrifborð nálægt dyrun- um. “Á meðan eg er að borða”, sagði eg við hann, “ætla eg að biðja þig, að komast eftir fyrir mig, á hvaða hátt tvær persónur geta komisl sem allra fljót- ast til Niagara. Eg botna ekkert í þessum tímatöflum. Eg kæri mig ekkert um fagurt útsýni, skreytta vagna, né fínustu svefnklefa. Eg óska einungis eftir fljótri ferð. Eg finn þig aftur eftir hálfan tíma”. Eg fór svo frá þessum manni og að borðinu aftur, í þeirri von að honum tækist að vinna þetta *verk fyrir mig. Nú var maturinn kominn á borðið og við borð- uðum góða og stóra máltíð, — að minsta kosti gjörði eg matnum góð skil. Eg var alt af eins og á flótta, með augun allstaðar. Ef einhver kom inn að borðirju, fanst mér það hljóta að vera Johnson. Eg held að eg hefði alls ekki orðið forviða, þó hann hefði komið þarna inn með lögregluna á h'ælum sér, til að taka okkur föst; því svo sjálfsagt fanst mér, að hann hefði komist út úr fangelsi sínu. Eg þekti og óttaðist hans krókavegi og óskiljanlcga mátt, og mig fýsti alls ekki, að komast í klær laganna í þessu landi. Mér fanst, og eg held að það hafi ekki verið rangt, að alt væri hægt að fá gjört í New York borg fyrir peninga; og eg þekti Johnson nógu vel til þess að eg vissi, að hann myndi ekki láta peninga standa í vegi fyrir því, áð koma fram grimmi- legum hefndum á mér. Eg lauk við að borða og fór svo til skrifarans aft- ur. Honum hafði lítið eitt gengið betur en mér með málið. Samt hafði hann i millitíðinni útvegað mér tvo farmiða og með þá lögðum við Ethel af stað út úr gisti- húsinu. Við tókum þann fyrsta strætisvagn, er við náðum í og fórum í honum til að flýta ferðum sem allra mest til vagnstöðvanna. Ferðin var ekki löng. Við fórum frá New York um kveldið og áttum að koma til Niagara snemma næsta morgun. Eg varð feginn, þegar sá tími kom, sem lestin átti að leggja af stað, og meir feginn, er við vor- um komin af stað. Okkur stóð til boða að nota svefn- klefana, eins og öðrum farþegum, en við höfðum enga löngun til að sofa. Og hvað mig snerti, þá fanst mér eg alls ekki mega það, því af öllu illu var þó verst að láta Johnson koma að sér sofandi. Eg gat ekki hrundið frá mér þeirri hugsun, að liann hlyti að ná okkur áður en við kæmumst alla Ieið. Fyrir okkur lá ' eitt ætlunarverk, aðeins eitt; en það var, að komast sem allra fyrst til Niagara og finna menn okkar og Ijúka crindi okkar við þá. Við töluð- um saman alla nóttina, í hálfum hljóðum, um líkurnar fyrir þvi, að ná tali af prinsinum, og það sem á móti því mælti, og viktuðum við nákvæmlega alt, sem gat verið því með og móti. Á hverri vagnstöð, sem lestin staðnæmdist á, bjóst eg við, að einhver kæmi inn í lestina til að handtaka okkur. En ekkert þvi líkt kom fyrir, og stuttu eftir kl. 6 um morguninn stigum við út úr lestinni við Niagara. , “Nú þurfum við þó sannarlega, að fá okkur ein- hverja hressingu”, sagði eg, og fórum við því inn í það fyrsta matsöluhús, sem við komum að. Þar voru fyrir tvær durgslegar kerlingar, sem voru að undirbúa alt hjá sér fyrir starf dagsins. Það var ekki fjölbreytt- ur matur, em við fengum, en á vona tímum verður mað- ur öllu feginn. Alt, sem við fengum, var kaffi og brauð, sem okkur var borið af annari þessari kerlingu. Og hafði hún mörg orð um það, að við kæmum nokkuð snemma til þess að geta ætlast til að fá nokkurn mat. Hún sagðist ekki taka á sig mikil ómök fyrir það fólk, sem væri a tralla úti allar nætur; því væri bezt að hafa mat með sér, svo það gæti étið á hvaða timum sólar- liringsins sem vær. Eg sagði henni, að þetta væri alveg sérstakur dag- ur í sögu landsins, þar eð það kæmi ekki fyrir á hvcrj- um degi, að hans hátign væri á ferðinni. “Þú hefir alveg rétt fyrir þér þar”, mælti kerling. “En svo kemur það ekki mál við mig. Hann heimsæk- ir mig varla; og eg mun þurfa að vinna mitt verk í dag sem aðra daga. En mikill fjöldi er hér annars af fólkinu! Eg hefi nú aldrei séð annað eins. öll gisti- hús bæjarins eru troðfull og sumt af gestunum hefir leitað hælis í fjölskylduhúsum. Eg efast um, að prins- inum lítist á annan eins sæg og allra þjóða lýð; eg gæti vel trúað, að hann staðnæmdist hér ekki neitt, þegar hann sér alt þetta. En fánarnir — já, það er nú ögn! Það er fáni hengdur á hvern girðingastaur, hVað þá annarsstaðar. Menn hafa verið að taka inn kverka- hreinsandi lyf undanfarna ilaga, svoiað þeir geti betur húrrað fyrir honum, og eg er viss um, að það heyrist ekki niðurinn í fossinum fyrir hávaða og gangi í fólk- inu”. “Þetta er hreint ekki neitt glæsilegt að heyra”, sagði Ethel, er við vorum komin af stað áleiðis til fossins. “Hvernig í ósköpunum hugsar þú þér að ná tali af prinsinum? Hvað er þetta!,, og hún rak upp lágt hljóð. “Hvað meinar þú? Hvað áttu við?” spurði eg. “Kannske að það sé ekki neitt hættulegt?” svaraði hún. “En líttu á manninn, sem þarna er á undan okk- ur. Hann sneri sér við og starði á okkur, þegar þú tókst ekki eftir því”., “Það eru svo margir menn á ferð hér um slóðir í dag”, svaraði eg eins og ekkert væri um að vera. En svo rak eg upp hljóð af undrun, alveg ósjálfrátt.. Á veg- inum fram undan okkur var maður, sem eg þekti mæta vel, og kannaðist nú strax við baksvipinn og limaburð- inn. “Þú hefir rétt að mæla”, sagði eg. “Það er Heil- born! En við getum ekkert að gjört. Við vcrðum að mæta afleiðingunum héðan af, hverjar sem þær kunna að verða. Eftir alt, má vera að hann sé hér aðeins af tilviljun; cn einnig getur það verið, að hann sé hér í sérstöku augnamiði. Þú verður að athuga það, að kring- um prinsinn safnast heill herskari af lögregluinönnum og njósnurum. “Það, að sjá hann hér er ills viti, það. er eg sann- færð um”, 'mælti Ethel. “Getum við ekkj komist frá honum?” “Ef hér á eitthvað óviðfeldið að koma fyrir, þá er eg hér til að mæta því. Engin hætta skal aftra mér frá, að koma fyrirætlun minni í framkvæmd”, svaraði eg einbeittur. Eg staðnæmdist augnablik til að spyrja inann, sem mætti okkur, hver væri skemst leið að fossinum, og hann sagði mér það. Hann bauð mér nú þjónustu sína og hests síns fyrir eina fimm dollara um daginnn. En eg hélt ferðum mínum áfram, án þess að sinna nokkru því boði hans. En hann hrópaði á eftir mér, að án sinn- ar aðstoðar myndi eg ekkert geta séð af dýrð dagsins, og lenda svo í hendur á okrurum, sem bærinn úði og grúði af þenna ikig. Eg tók nú slóðina, er lá beint fram undan mér. Ethel var við hlið mér og studdist við arm minn. Eg tók svo slóð er lá út af henni til hægri handar, og eftir fáeinna faðma göngu komum við að Prospect tanga, en hann er við horni á landi þvi, er að fossinum liggur, Bandaríkjamegin, og ef þú réttir hendi þína yfir járn- grindurnar, nær þú í hið freyðandi vatn, sem fellur þar niður eitt hundrað og sextíu fet. Við Ethel vorum þau fyrstu til þessa staðar þenna morgun. Við vorum kom- in að brúnni. “Mikil undur eru að horfa á þetta”, sagði Ethel al- veg frá sér numin. “Ekki er að furða, þó svo margir taki sér ferð á hendur lil þess að skoða þetta furðu- verk náttúrunnar, og ekki er að furða, þótt mönnum gangi illa að standa á móti þeirri freisting, að fara yfir um brúna”. “Svona! Þú verður að hætta að dást að náttúr- unni. Við verðum að halda okkur við efnið”, svar- aði eg. “Ef til vill get eg hjálpað ykkur til þess?” heyrði eg rödd segja skamt frá okkur. Eg leit við og sá eg þá hvar Heilborn stóð rétt fyr- ir aftan mig. Það fór um mig voða hryllingur. Hvað það var auðvelt fyrir þetta fúlmenni að taka okkur, hvort eftir annað og kasta okkur yfir járngirðinguna oian í hið freyðandi hyldýpi fyrir neðan! Og eg held að eg hafi ekki mislesið úr augnaráði hans þá sterku löngun til.að gjöra eitthvað því líkt. “Það er gagnslaust fyrir þig, að látast ekki þekkja mig, eða snúa á burtu”, sagði Ileilborn. “Eg get ekki gizkað á meiningu eða tilgang alls þess, er kemur fyrir í New York; en eg er viss um, að eg get gizkað á fyrir hvaða sök eða hvers vegna þú ert hér. Það er vegna skjalanna. Er það ekki rétt, sem eg segi?” “Eg get ekki farið að kappræða við þig ástæðuna fyrir því að eg er hér”, svaraði eg honum. “Það er mál, sem snertir einungis mig einan”. “Kannske eg megi óska yður, ungfrú, til lukku með happasæl erindislok”, sagði hann og hneigði eig fyrir Ethel. “Svo fólk fer þá hingað i giftingarferð?” Ethel svaraði engu. “Sumir ferðast einnig hingað, sem ekki eru gift- ir”, hélt Hcilborn áfram, og hvislaði orðunum i eyr- un á mér. Eg held að tilgangur hans hafi verið, að koma mér í æsing og koma því til leiðar, að eg tefðist þarna, þar til honum bærist hjálp frá lögreglunni; en eg ásetti mér að láta honum ekki verða að þeirri ætlun sinni. Eg leit til hans fyrirlitningaraugum og glotti háðs- lega framan í hann uin leið og eg gekk burtu. Hann gjörði enga tilraun til að fylgja okkur eftir, og þegar eg leit til baka sá eg að hann hafði gengið lengra upp á brúna og studdi nú höndunum á hand- riðið og starði á hinn tröllslega foss, er kastaði froð- unni og vatnsýringi framan i hann. Eg stóð kyrr nokkur augnblik og horfði á hann; en Ethel hélt fast i handlegg minn. Eitt augnablik leit eg við, um leið og eg svaraði einhverju, sem Ethel sagði, en þegar eg leit við aftur greip mig ótti og skelfing. Heilborn var horfinn. Eg hafði ekki heyrt neitt hljóð, og hafði ekki séð hann hreyfa sig til ferða. Eg horfði alt í kringum mig, en sá þess engin merki, að hann væri neinstaðar ná- lægur. Á einu augnabliki hafði hánn horfið! Hann hafði horfið eins fljótt og ófyrirséð út úr sambandi við lífsferil minn, eins og hann hafði tengst honum. Eg veit ekkert, hvað varð af honuni. Ef til vill hafði hann hallað sér of mikið yfir handriðið og tapað jafn- væginu og fallið í gin hins freyðandi foss. Kannske viljandi og kannske óviljandi var hann nú að berast með vatnsstraumnum. Kannske líka að hann hefði getað gengið burtu með þeim hraða, að hann hefði verið kominn inn á skógarbrautina, þegar eg leit við. En það var þó nærri óhugsandi, að hann hefði haft tíma til að komast svo langt á svo stuttum tíma. Eg var sannfærður um það ineð sjálfum mér, að hann hefði fallið yfir handriðið, viljandi eða óviljandi. Flestir, sem falla þannig yfir handriðið ofan í fossinn, reka upp á eyri sgamt fyrir neðan. En áldrei heyrði eg um það getið, að neinn hefði fundist þar, sem gæti verið Heilborn spæjari. Mér fanst lang líklegast að hugsa sér, að hann hafi fundið sjálfan sig yfirunninn, en hafi verið of drambsamur til að viðurkenna það fyrir þeim, sem sendu hann út til að ná aftur skjolunum af mér, og að hann hafi svo tekið það virræði, að hverfa heiminum þarna ofan i fossinn. Eg hafði kynst hon- um nóg til þcss og var þess fullviss, að hann mundi ekki hugsa sig um tvisvar áður en hann gjörði slíkt, elf honum findist það bezt fyrir sig. Hann hafði sína stóru og smáu galla, en enginn getur sagt, að hann væri hugdeigur maður, eða óákveðinn i fyrirætlunum sín- um. Eg spurðist fyrir eftir húsi þvi, sem prinsinn og innanríkisráðgjafinn ætluðu að gista á, og flýtti för minni þangað. Eg sló því föstu, að eg skyldi reyna til að ná tali af prinsinum sjálfum, því að bezt myndi mér ganga að Ijúka erindi mínu við hann. 1 lestinni frá New York hafði eg tekið niður á blað helzta innihald skjalanna, eftir því sem eg komst næst, ef það kynni að flýta fyrir mér. GJÓF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heim'skringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StrííískortUS er nauSsynlegt hverjum sem vill fylgjast metS vU5burt5um í þeim stðrkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evröpu. Einnig er prenta'ð aftan á hvert kort upplýslngar um hinar ýmsu þjóðir sem þar eiga hlut að máli, svo sem stærð og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjóðanna samanburður á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annað. Stríðskortið fæát nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YPIR HEIMSKRINGLU PREMIUR. BrótSurdóttir Amtmannsins. 25c. ÆttareinkennitS _.'.___ 35c. Dolores ..........., 35c. Sylvia ....... 25c. Lára _________ 25c. Jón og Lára...... 25c. LjósavörtSurinn _______ 35c. StritSskort NortSurálfunner _ 35c. TheViking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.