Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1915. II E IMSKRINGLA BLS. 7. Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR 907—.108 OONÍEDKRATION LIFE HLDG. WINNIPEG. Phone Maln 3142 GARLAND& ANDERSON Arnl Anderson E. P. Garl&nd LÖGFRÆÐINGAR 401 Electric Railway Chambers. PHONE MAIN 1561 J0SEPH T. THORSON fSLBNZKUII LÖGFRÆÐINGUR Arttun: Campbell, Pitblado & Company Farmers' Building. Phone Main 7540 Winnipeg H. J. PALMASON Chartered Accocntant PHONE MaiH 2736 807-809 SOMERSET BUILDiNG Dr. G. J. GISLASON Phy.lcian and SurKtoa Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Aaamt lnnvortis sjúkdómum o* upp- ■kurVl. 18 Soxith 8rd St., Grand Forki, If.D. D r. J. STEFÁNSSON M1 Boyd RldK., Cor. Portage Ave. og Edmonton Street. Stundar elngöngu augna, eyrna, n.f o* kverka-sjúkdóma. Er at> hltt* frá. kl. 10 tll 12 f. h. og 2 tll 6 e. h. Talsfml Maln 4742 Helmllli 105 Ollvln St. Tala. G. 2315 Talslml Maln 5302. Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Sulte 313 Enderton Block Cor Portage Ave. og Hargrave St. E. J. SKJÖLD DISPENSING CHEMIST Coi. Welllngton nnd Slmcoe Sta. Phone Garry 430H Wlnnlpeg. Vér hofnm fnllar birgölr hreinnstn lyfja og meOala, Komið meö lyfseöla yöar hin§r* aÖ vér gorum meöulin nékvæinlepa eftir Avlsan lækuisins. Vér sinnum ntansveita pönoDnm og seiium giftingaleyfi, COLCLEUGH & C0. Notre Dame Ave, A Sherbrooke St. Phone Garry 2690—2691 LÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vltfgerTJ á meö- an þú bí'ður. Karlmanna skór hálf botnaTSIr (saumatl) 15 mínútur, suttabergs hælar (dont slip) e5a Jeour, 2 mínútur. STEWART, 103 Padfla Ave. Fyrsta búí fyrlr austan alfalstrætl. DOMINION HOTEL 523 Maiti Street. Beztu vín og vindlar, gisting og fæði $1.50. Máltíð 35 cents. Sími: Main 1131. B. B. HALLDORSSON, Eigandi uSystir Júlía,, Lág og gild kona stóð í dyrunum i nunnu búningi, og með bukti og beygingum bauð hún mér að koma og setjast, því eg væri “Monsieur l’American”, er væri hingað kominn til Gerberviller, litla bæjarins á fót- stöllum Vosges fjallanna, sem er eitt af þeim fyrstu þorpuin, er Þjóðverj- ar lögðu eyði. Já, það væri sér sönn ánægja, að eg skyldi heimsækja sig. Eg stóð sem þrumulostinn. Eg gat varla trúað minum eigin augum, að þessi stutta og holduga persóna væri “Systir Júlía’’, hin margumrædda og margtignaða meðal Frakka. Eg hafði ferðast óraveg og yfirunnið ótal örð ugleika til þess að komast hingað og tl þess að ná tali af þessari litlu nunnu, sem hefir getið sér óafmáan- legan orðstír, og því átti eg von á, að sjá stóra og gjörvilega og fyrir- hiannlega konu, í líkingu við Mad- ame Masherez, konu bæjarfógetans í Soissons, koma inn í herbergið, þar sem eg beið eftir þessari undra nunnu. En hvað sá eg svo? Sextíu ára gamla konu, sem leit út fyrir að vera/að eins 40 ára að aldri, mjög feitá, með spékoppa í báðum kinn- um og höku, eða réttara sagt hök- um, og kringlóttar skálar yfir hverj- um hnúa, eins og á barni. 1 hinni litlu setustofu sjást nú alls engin merki stríðsins, því kúlnarisp- ur og kúlnagötin á veggjunum hafa verið afmáð. Herbergið er fremur skemtilegt, með fínum blæjum fyrir gluggunum og blómum i gluggakist- unum. En maður þarf ekki að lita yfir stórt svæði til að sjá hinar hryllilegu myndir stríðsins og þýzkr ar menningar, því níu tíundu hlutar af bænum Gerberviller eru bara brunarústir. Það ríkti svo mikil ró og kyrð yfir þessu húsi nú, að það var varla að maður gæti gjört sér grein fyrir, að þær drunur, sem af og til hristu húsið, meðan við Júlía töl- uðum saman, væru fallbyssudynkir stórskotaliðs Frakka og Þjóðverja í nokkurra milna fjarlægð. Litla nunnan setti fram stóla handa sér og mér, og hélt stöðugt á- fram að tala um, hvað hún væri glöð og hvað sér þætti vænt um, að mað- ur frá hinni miklu Bandaríkjaþjóð skyldi vilja koma og sjá og tala við sig og vita um gjörðir sínar, sem væru svo lítilfjörlegar; — en, það væri svo mikið enn ógjört af því, sem hún vildi og ætti að gjöra. Hún stóð á fætur og gekk að glugg- anum, dró blæjurnar til hliðar og leit út yfir rústir Gerbeveller og mælti: “Vesalings Gerbeviller!” og stundi við, “aumingja vesalings Ger- beviller!” Hin dökku augu hennar fyltust tárum, er hrundu niður á hinn hvita nunnukraga hennar; en húp strauk þau burtu' í flýtir og sneri sér við brosandi, og í því brosi kom fram unglingslegur yndis- þokki, sem ósjálfrátt tilkynti manni að þessi kona hafði ætíð litið á hina i björtu hlið lífsins; ætíð álitið lífið alt saman gott; hið illa og Þjóðverj- ar hafði aldrei komið inn fyrir henn ar dyr. Þá fór mig að ranka við, að þetta væri konan, sem öll franska þjóðin er stolt af og talar um í há- vegum, — að þetta var konan, sem forseti P'rakklands, ásamt forsetum efri og neðri deildar þingsins, með öðru stórmenni Frakklands, tóku sér ferð á hendur, til þessa litla, eyði- lagða bæjar, aðeins til að þakka henni fyrir frammistöðu sina og til og skrýða hana með heiðurseierki reglunnar Legion of Honor. Hvað .skyldi þeim hafa dottið í hug, þegar þessir miklu inenn sáu litlu nunn- una standa i dyrunum með bukti og beygingum? Það þurfti þetta voða- stríð til þess að auðkenna þessa konu frá fjöldanum; utan við nunnu- regluna var hún áður óþekt. Það þurfti níðingsverk Þjóðverja til að draga fram í dagsljósið karaktér þessarar konu. Það þurfti eymd og volæði á aðra hliðina, en heift og grimmúðugt dýrsæði Þjóðverja á hina, til þess að gjöra nafn hennar óafmáanlegt i hernaðarsögu P'rakk-, lands. Og svo byrjaði hún að segja mér frá komu Þjóðverja, og var þá sem eldur brynni úr hinum dökku aug- um hennar. Já, þeir Þýzku vildu fá brauð; en þvi komu þeir til mín eftir brauði? Þeir brendu bakaríið á leið sinni gegnum bæinn. Hvernig gátu þeir þá búist við að eg hefði brauð handa þeim? Mitt þyauð er fyrir fólkið og eg hafði mikið af því til; en Þjóðverjar gátu fundið og brúkað sitt eigið brauð. Einn þýzki liðsforinginn dró upp skammbyssu sía og miðaði á höfuð mér, sagði Júlía, en eg rétti út hend- ina og sló hana úr hendi hans, og hristi svo vísifngurinn rétt við nef- ið á honum og spurði, hví hann vog- aði að miða skammbyssu á nunnu, og skipaði honum út úr húsinu og það fljótt. , Liðsforinginn setti upp langt and- lit af undrun og gekk út aftur á bak, án þess að taka upp skammbyssuna; rak svo hælana í hermennina, sem ruðst höfðu inn á eftir honum, þar til allir voru komnir út. Þá tók eg í öxlina á honum og sagði: “Þú ert liðsforingi (hann talaði vel frönsku) ?” “Já!” “Skipa þú mönnuin þínum”, hélt ég áfram, “að brertna ekki þenna enda á þessu stræti. Þetta er mitt hús. Eg og fimm systur minar — nunnur •— búum hér, og höfum nú snúið því upp i sjúkrahús. Og eg segi ykkur, þið siðleysingjar, að þið skuluð ekki brenna þetta hús, né þennan hluta strætisins”. “Siðleysingjar!” endurtók foring- inn og reiddi upp hnefann til að slá mig; en um leið leit hann í augu mér, lét hendina síga og muldraði: ‘Ilver djöfullinn!” “Já, siðleýsingjar!” öskraði eg r... framan í hann; og eg held að hann hafi skilið það fyllilega, að hann og inenn hans ættu ekki að brenna þetta hús, né heldur húsin í kring- um það. Svo fór foringinn og félagar hans á stað til að hjálpa félögum sínum við brennuna. Þeir unnu vel og fljótt að því að brenna upp bæjinn,| því þeir kveiktu í hverju húsi út af' fyrir sig. Það var nótt og eg sK dyrunum á húsi mínu og horfði á brunann. Þá kom hópur af her- mönnum að næsta húsi til þess að kveikja í því. En eg liljóp til þeirra kallandi: “Farið burt! farið burt! Vogið ykkur ekki að brenna þetta hús; það er næst við sjúkrahúsió; svo ef þiv, brennið þetta hús» þá brennur hitt líka. Burt með ykkur! Yfirmenn ykkar liafa sagt, að þið ættuð ekki að brenna þenna enda strætisins!” * Hermennirnir störðu á mig högg- dofa, þar sem eg færðist nær og nær þeim, veifandi handleggjunum til merkis um, að þ'eir ættu að fara strax. — Nokkrir hermannanna störðu á mig um stund, signdu sig svo og hlupu af stað, og hinir tind- ust á eftir niður strætið til að halda áfram iðju eyðileggingarinnar. Svo fór eg heim og rannsakaði, hvort vistaforði okkar vreri óhultur. Svo talaði eg við systurnar og vitjaði síð- an hinna þrettán særðu, sem alla- reiðu var búið að flytja til okkar. Sex af þessum særðu voru úr ridd- arahópnum franska, sem varði Ger- beviller-brúna móti tólf þúsund Þjóð verjum í átta klukkutíma, þar til skotfæri þeirra voru þrotin. Ilinir sjö voru bæjarbúar, sem særðir höfðu verið af Þjóðverjum, þegar jieir loksins koinust i bæjinn. Við lögðum af stað, þrjár af okkur systr- um, með þvottakörfur, skurðar- hnífa og handexi, og fórum út um bakdyr hússins og ofan í gegnum garðana á bak við eldinn ofan að ánni. Þar í fjósunum var nóg af nýju kjöti, því þar höfðu brunnið til dauðs fjöldi af hestum og nautgrip- um. Þar fyltum við karfir okkar af kjöti og lögðum svo af stað heim, og gekk ferðin seint, þvi körfurnar voru orðnar þungar. Svo þegar heim kom kveiktum við cld í hinum stóru, • gömlu hlóðum í eldhúsinu, settum ' síðan á þær ákaflega stóran pott full- an með kjöti og vatpi; bráðum fór að sjóða i pottinum og fór þá súpu- lyktin að finnast úti á stræti, scm varð til þess, að annar þýzkur liðs- foringi óð inn í hús okkar með hóp af hermönnum á hælum sér. “Þið hafið mat hér!” mælti for- inginn. “Víst höfum við það!” hreytti eg út úr mér aftur á mótí og skók hníf- inn rétt undir nefinu á honum, og sagði honum, að þessi súpa væri handa bæjarfólkinu og hinum særðu og að það væri ekkert til handa Þjóðverjum. , Liðsforinginn sagði, að þessir tólf þúsund Þjóðverjar, sem hér væru orðnir hungraðir, því að vista- forði þeirra væri ókominn, og því ætlaði hann að taka þær vistir, sem eg hefði. “Taka! Taka það!” át eg eftir hon- um. “Þið takið mín matvæli aðeins eftir að eg er dauð, en ekki fyrr. Og það bezta, sem þið getið gjört, er að fara út úr húsinu eins fljótt og fætur ýkkar geta komið ykkur það”. Og eg veifaði skurðarhnífnum í ákafa og af öllum mætti, eins nálægt and- litum þeirra og eg gat án þess að meiða þá. Og þeir fóru! Svo lét eg fylla alla bala, sem við höfðum til með vatni og bera þá inn í húsið. Því nú var eldurinn að auk- ast í strætinu og færast nær hiisinu og þykk reykjarsvæla fylti alt úti og smaug í gegnum hverja rifu, svo að jafnvel Þjóðverjar sýndust nú vilj- ugir að bjarga þessum óbrunna parti bæjarins, því að það var sá hluti hans, sem næstur var járnbrautar- stöðinni og ritsimastöðinni. Svo var þar stór bygging nálægt, sem myndi vera mjög hentug fyrir höfuðból her- foringjans, sem hermennirnir áttu von á að kæmi þá og þegar. Þeir fáu, sem eftir voru af hinum 2,000 bæjarbúum, voru kvíaðir í hóp eins og sauðir á ofurlitlum akurblelti í útjaðri bæjarins; svo eg og systir Hildegarde lögðum af stað til þess- ara aumingja með heilmikið af súpu og öðrum mat; en næsta dag ætlaði eg mér að láta Þýzkara lofa þeim að koma heiin að sjúkrahúsinu til að fá inat. Á heimleiðinni mættum við hóp af hermönnum, sem höfðu fundið vín- kjallara og gjört sér gott af vínföng- unum, og voru þeir meira líkir ó- argadýrum en mönnum. Þeir stönz- uðu fyrir frainan húsdyr okkar og voru að hugsa um að kveikja í hús- inu; æn hættu við það og sneru sér að húsinu hinumegin i strætinu, — brutu inn hurðina og kveiktu í því í snatri. Eg kallaði til hermannanna, og henti þeim að koma til mín. Þeir störðu á mig um stund, svo komu þeir. Eg sagði þeim að fylgja mér inn í hús. Þar sýndi eg þeim vatns- balana fulla af vatni og skipaði þeim að taka þá og bera þá yfir strætið og slökkva eldinn sem þeir höfðu kveikt. Eg sagði þeim, að þetta væri skipun yfirmanna þeirra, þvi þeir vildu ekki að sjúkrahúsið brynni. — Einnig sagði eg þeim, að þegar þeir væru búnir að slökkva eldinn, ættu þeir að koma með balana fulla af vatni, og láta þá þar sem þeir hefðu tekið þá, því það væri of erfitt verk fyrir systurnar. Þegar þeir voru búnir að þessu, tók eg mér stól og settist við dyrnar á húsinu, og þar sat eg alla nóttina og hálfan næsta dag, á verði. Eg sá hinn mikla þýzka her, — hundrað og fimmtíu þúsundir manns af fylktu liði, fara fram hjá, og heyrði hornleikara- flokkinn spila lagið “Þýzkaland yfir öllum”; en fótgönguliðið dansaði “gæsa-sporið” eftir laginu; en þó mest af gleði yfir, hve vel þeim hafði tekist að eyðileggja bæjinn, og yfir að sjá húsin brenna. Fjórum sinnum um nóttina voru vatnsbalarn ir tæmdir og fyltir aftur til að slökkva elda, sem voru að komast of nærri sjúkrahúsinu. 1 dagrenningu næsta morgun komu fjórir fyrirliðar til min þar sem eg sat við dyrnar, og kváðust vita, að eg hefði falið franska, vopn- aða hermenn í húsinu, og að þeir ætluðu sér að leita að þeim. Eg sagði þeim hreinskilnislega, að þeir færu með lýgi, og hreyfði mig ekki úr stað það allra minsta. Þá drógu tveir af fyrirliðunum upp skamm- byssur sínar og miðuðu á mig; en eg bara fussaði vTð hæðnislega, og það var einsog að það ininkaði ögn í þeim drambið, og einn jieirra sagði: “Fyrst að þessu húsi hefir -verið hlíft við bruna, þá er það hið minsta, sem við getum gjört, að rann saka það”. — Eg stóð upp og ætlaði að ganga inn á undan þeim, en þeir stöðvuðu mig og sögðu, að tveir af þeim yrðu að fara á undan mér og tveir á eftir. Þeir tveir, sem á undan gengu, fóru mjög varlega inn eftir ganginum, með spentar skammbyss- ur í höndum; en þeir tveir, sem á eftir mér voru, höfðu brugðið sverð- um sinum, og þannig fórum við í gegnum alt húsið, herbergi úr her- bergi. Þegar við koinuin að rúmum hinna særðu, flettu þeir ofan af þeim til þess að fullvissa sjálfa sig um, að þeir virkilega væru særðir. ! Svo sneru þeir við til að fara, en eg stöðvaði þá í dyrunum og sagði injög alvarlega: “Nú hafið þið séð sjálfir og vitið þar af leiðandi að eg sagði satt. Við erum hér aðeins sex nunnur (Sist- ers of Mercy). Okkar verk er að hjúkra þeim sjúku og særðu. Við niunum eins hjiikra Þjóðverjum sem Frökkum. Þið roegið flytja ykkar særðu hingað!” Þenna morgun byrjuðu Frakkar og Þjóðverjar að berjast fáar milur hinumegin við bæjinn, þar sem Frakkar höfðu grafið sér skotvarn- argrafir og að öðru leyti búist til or- ustu. Næstu nótt notuðu Þjóðverjar tilboð mitt, og færðu hingað tvö hundruð fimmtíu og átta særða, sem auðvitað troðfylti húsið, svo að sjúk- lingarnir lágu í röðum á gólfinu í hverju herbergi og í ganginum, — einnig í eldhúsinu ög á hanabjálka- loftinu. Já, og jafnvel garðurinn á bak við húsið var notaður fyrir legu- rúm handa þeim særðu, þvi veðrið var inndælt. Og þannig var hvert ó- brent hús notað og gjört að sjúkra- húsi. Og í fjórtán daga gat varla heitið, að okkur systrum kæmi dúr á augu; við höfðum meira en nóg að gjöra, að stunda þá sjúku, þvo upp sár þeirra, gefa inn meðul og búa til og færa þeim mat. Iin á fjórtánda degi höfðu Frakkar unnið svo á, að Þjóðverjar urðu að láta ögn undan síga. Sprengikúlur F'rakka voru farnar að koma mjög nærri okkur, svo Þjóðverjar tóku alla sina særðu og fluttu þá heim til sin. Eg gat komið þvi til leiðar við þýzka herforingjann, að þeir — Þjóðverjar — skyldu útbýta matvæl- um daglega á meðal fólksins, og gjörðu þeir það i þessa 14 daga; og var það nokkur bót í máli, að fólkið — þessi partur þess, sem ekki hafði flúið — fékk þó fæði hjá Þjóðverj- um, og það viðunandi, þótt þeir færu illa með það að öðru leyti. Margir vöru drepnir að ósekju, og aðrir eknir sem gislar og sendir til Þýzka- lands, á þessum 14 dögum, sem Þjóð- verjar héldu þessu fólki kvíuðu sem sauðuin á ofurlitlum fleti utan við bæj i n n. Eftir að Þjóðverjar voru farnir, fundust tíu lík með handjárnum ’á höndunum. Eg skal segja þér eiti dæmi af mannúð og prúðmensku Þjóðverja. Þeir tóku 78 ára gamla konu sem hafði verið máttlaus i mörg ár, og þar af leiðandi ekki út úr húsinu komið. Já, þeir tóku ves- alings konuna og settu hana upp í bifreið, og ætluðu að láta hana sýna sér vínkjallara i nágrenninu; en þegar liún gat það ekki, drápu þeir hana. Eg fór út eina nótt og fann líkfð. Eg og systir Hildegarde jörðuðum það. Að morgni hins fimtánda dags þessa bardaga var barist ákafar en nokkru sinni áður. Frakkar höfðu náð hæð einni í útjaðri bæjarins, og kiilur úr hinum hraðskeytu mask- ínubyssum þeirra flugu hér og hvar um bæinn, og blístruðu og hvinu eftir strætunum, og nokkrar þeirra komu inn í gegnum gluggana á húsi okkar og boruðu göt á veggina hing- að og þangað, og rifu langar rispur sumstaðar, en engin þeirra hitti okkur systurnar. Svo varð uppihald á bardaganum í nokkra daga. Frakk- ar voru önnuin kafnir við eitthvað, sem Þjóðverjar vissu ekki hvað var. Þá var það, að Þjóðverjinn sýndi hið sanna eðli sitt. Stórir hópar hermannanna voru svinfullir dag og nótt, og reyndu að stela og ræna öllu mögulegu og ómögulegu: Til dæmis í hinni meira en til hálfs eyðilögðu kyrkju, var stór og sterkur járnskáp- ur, en járnið var opið — einskonar grindaverk — og sást því inn i skáp- inn; en presturinn, sem þegar var búið að senda til Þýzkalands sem gisla, hafði tekið sakramentisáhöld- in, sem voru úr skíru gulli og læst þau inni í skápnum, en fengið mér lykilinn til geymslu. En nú sáu her- mennirnir gullbikarinn í gegnum járngrindurnar á skápnum og girnt- ust mjög að ná þeim dýrgrip; fóru þeir að reyna að brjóta upp skápinn, en gátu það óinögulega, og reyndu þeir þó að sprengja lásinn með rif- ilkúlum sínum. Svo komu þeir til min og vildu fá lykilinn, en þá skrökvaði eg nú að þeim, því eg sagðist ekki hafa hann. Þá reiddust þeir og fóru til baka og liugsuðu sér að eyðileggja þessa ómetanlegu dýr- gripi og gjörðu það lika, með þvi, að skjóta á þá i gegnuin rifurnar á skápnum. Altarisgögn þessi voru gefin kyrkj- unni á fiintándu öld, af René Duc de Lorraine and King of Jerusalem. Skápurinn var fcstur í undirstöðu kyrkjunnar með sverum járnbönd- um, sem gjörði Þjóðverjum ómögu- legt að hafa hann á burt með sér; enda fór nú löngunin i ineira vín að verða yfirstcrkari gullgræðginni, svo þeir lögðu af stað til tjalda sinna. En eg Iagði einsömul af stað uin nóttina og sótti altarisgögnin, og hefi þau lokuð hér inni i leynihólfi í veggnum og skal eg sýna þér þau. Hér stanzaði systir Júlía í frásögn ‘sinni; stóð á fætur og opnaði leyni- hólfið, tók út hinn mikla bikar og rétti mér, og sá eg að á honum voru mörg göt eftir þýzkar riffilkúlur. — Júlia sat þcgjandi og horfði út um j gluggann ofan á strætið, stundar- I korn; svo brosti Jiún. Hún var að hugsa um áttunda morguninn eftir að Þjóðverjar færðu burt sína særðu. Það er hinn gleðilegasti morgun, er eg hefi lifað, sagði hún. Systir Hilde- garde hafði komið til hennar kl. 5 um morguninn og sagt henni, að Þjóðverjar væru að færa sig burtu frá járnbrautarstöðinni, þar sem þeir höfðu verið, og ofan að ánni, og í áttina burt frá franska hernum. Nokkrum minútum seinna leit Júlía út um gluggann og á næstu mínút.u var hún fremur að detta en hlaupa ofan stigann, svo var mikill flýtir á henni að komast út, og orsökin til þessa' fáts var, að tuttugu og fimm faðma ofar í strætinu sá hún sex franska riddara sitjandi á hestum sínum, og voru hestarnir í mestu rólegheitum að drekka úr brynn- ingatrogi, en riddararnir reyktu vindlinga í mestu makindum og hlóu við og við, að einhverju, sem þeir voru að tala um. „Eg grét af gleði við þá blessuðu sjón, sagði Júlia. Þeir sátu þarna svo glaðir og snyrtilegir og riddara- legir, sem aðeins Frakkkar kunna að sitja á hesti. Júlia hljóp til þeirra; þeir brostu og hneigðu sig, þegar hún nálgaðist Hún kallaði til þeirra og sagði, að Þjóðverjar væru hér í nágrenninu, að þeim myndi vera betra að vara sig, eða þeir yrðu teknir til fanga. “ó, nei, nei, engin hætta’, sögðu þeir allir í einu hljóði. Það eru þrjátiu þúsundir rétt á eftir okkur, sem koma hingað innan tveggja min- útna. Allur her F’rakklands er i framsókn”. Svo komu þessi þrjátíu þúsund, og svo önnur þrjátiu og þúsund á þúsund ofan. Allan þann dag berg- málaði Stræti Gerbeviller af fótataki riddara- og fótgönguliðs franska hersins. Eg grét oft af gleði þenna dag, þar sem eg sat í húsdyrum mínum mestallan daginn, og hafði ekki annað að gjöra en horfa á fylk- ingar minna kæru landsmanna, , og hugsa um það, sem á dagana hafði drifið síðan Þjóðverjar byrjuðu á eyðileggingu Gerbeviller, sagði Júlía. Og hér endar hún sögu sina um leið og hún þerraði tárin, sem höfðu runnið í lækjum niður kinnar henn- ar á meðan hún var að segja mér síðasta þáttinn af hinni viðburða- riku sögu sem að framan er skráð. Við heyrðum trumbuslátt utan við glngggann, og opnaði Júlia hann til að vita, hvað uin væri að vera. Kom þá i ljós bæjarkallarinn, sem var að boða til fundar, sem haldast átti þenna sama dag, síðari hluta dags- ins, og hafði Júlia stofnað til hans. Málefni fundarins var að ræða um hvernig bezt yrði komið í fram- kvæmd endurreisn bæjarins, þvi nú voru um fimm hundruð af ibúum bæjarins komnir til baka, og nú dugði ekki annað en duga vel og láta nú hendur standa fram úr erm- um. Það var svo mikið, sem þurfti að hreinsa til áður en farið væri að byrja að byggja. Hjálp var hægt að fá, og hjálp bauðst úr nær þvi að segja öllum áttum, og nú skyldi Ger- beviller risa úr rústum sínuin veg- legri en nokkru sinni áður. Já, verða nútíðarbær, með nútíðar- sniði, nútíðar háttum og menningu (að fráskildri hinni þýzku); og það á meðan drunur fallbyssanna i að eins fárra mílna fjarhcgð lieyrast hingað og halda áfram að hrista rústir gamla bæjarins. Eg spurði Júlíu eftir krossi Lcgion of Honor reglunnar, sem forseti F’rakklands sjálfur festi á hana, og því hún brúkaði ekki krossinn. Hún brosti og roðnaði ofurlítið, og er eg viss um, að eg gieymi aldrei, hve blíðleg en um leið tignarleg hún varð, þegar lnin svaraði og sagði: Eg brúka hann ekki (krossinn), þvi hann var ekki meintur til min að eins, heldur til allra franskra kvenna sem gjöra skyldu sína. — Og þú brúkar ekki einu sinni hinn lilla rauða borða reglunnar, sagði eg. — Flún hristi hiifuðið og sagði: Eg er nunna og skreyti mig ekki. Eg er að vinna verk drottins. Lærið Dans. Sex loxfur gera yffar fullkomnn «»*r koatar $5.00 — PRIVAT tll- K<»«n elnnlt*Kn.— Koml#, Mfml5, skrlfllf Pr«»f. «»k Mra. E. A. WIRTH. 30S Kena- lnjBrt«»n Itlock. ThI- Mlml M. 45H2. FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.