Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 1
XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1915. Nr. 39 VÖLDIN GANGA KAUPUM FYRIR $50,000 ER STJÓRNARSKIFTIN URÐU I MANITOBA Fjórtán konservatív þingmenn kœra hina gömlu og nýju stjórnendur þessa fylkis um sví- virðilegt pójitískt athœfi og heimta rann- sókn tafarlaust. Hinn 21. júní var sem fellibylur skylli á frá hinum pólitiska himni í Manitoba. Blöðin komu snemma dags út með stóru rauðu letri, svo að lesa mátti langar leiðar. Og jafnskjótt og Telegram og Tri- bune komu út á strætin, var gleypt við þeim. Þenna morgun varð það opinbert og kunnugt öllum, að 14 þing- menn höfðu skrifað undir bænarskrá til hinnar konunglegu rannsókn- arnefndar, sem er að rannsaka þinghússbygginga-málið,— um að taka fyrir og rannsaka stjórnarskiftin seinustu hér í fylkinu, þegar Roblin stjórnin fór frá, en liberalar tóku við stjórn fylkismála. Bænarskráin leggur þá kæru fram, að liberalar hefðu tekið mútu af konservatívum og heitið þeim, að láta hina konunglegu rannsóknarnefnd hætta störf- um áður en sakir kæmust upp, ef þeir (Roblin stjórnin) segðu af sér og leyfðu liberölum að komast til valda. Lögmaður C. P. Fullerton, K.C., bar fram bænarskrá þessa fyrir rannsóknarnefndina. Kvað hann dylgjur hafa gengið um það, bæði í blöðum fylkis- ins og á strætum og gatnamótum, að hin nýja stjórn hefði komist til valda með því, að semja við hina gömlu stjórn á óheiðarlegan hátt. Kjósendur og alþýða fyikisins vildi fá að vita, hvað satt væri í þessu. Kvaðst hann vilja bera fram sannanir er sýndu það skýlaust, að grunur þessi væri á góðum rökum bygður og sagðist geta sannað eft- irfylgjandi atriði: — 1. Að samningur var gjörður fyrir nokkrum mánuðum milli kon- servatíva og liberala, þannig, að konservatívar borguðu liber- ölum $50,000 móti því að liberalar kölluðu aftur allar kærur og mótmæli móti kosningum þingmanna, er nýiega voru afstaðnar. 2. Snemma í maímánuði var samningur gjörður millri vissra manna úr gömlu stjórninni og nokkurra þeirra, sem nú sitja að völdum, og nokkurra þeirra, sem viðriðnir eru rannsókn þessa, sem nú stendur yfir; og var það efni samningsins, að hin fyrverandi stjórn skyldi segja af sér og selja stjórnartaumana í hendur nú- verandi stjórn, með þessum skilmálum, er nú skal greina: a) Að liberalar skyldu fá að orða og skrifa afsagnarbréf hins fráfarandi stjórnarformanns. b) Að rannsókn hinnar konunglegu nefndar út af þinghússbygg- ingunum skyldi upphafin og kæfð niður, en málsókn hafin á móti Kelly. c) Að þær 25 þúsundir dollara, sem eftir stæðu af því, sem kon- servatívar hefðu lofað að borga liberölum fyrir að kalla aft- ur kærur sínar móti þingmönnum í seinustu kosningum, — skyldu borgast liberölum, þegar rannsóknarnefndin væri lát- in hætta. d) Að stjórnin og ráðgjafarnir skyldu segja af sér, en liberalar tækju sæti þeirra gagnsóknarlaust. Samkvæmt samningi þessum sagði gamla stjórnin af sér. Bænarskrá frá fjórtán Conservative þing- mönnum til hinnar konungleg rannsóknarnefndar: Til Hon. Thomas G. Mathers yfirdómara, Hon. D. A. Mac- donald og Hon. Sir Hugh John Macdonald, nefndar- manna í hinni konunglegu :.efnd, er skipuð var til þess að rannsaka mál öil í sambandi við þinghússbygging- arnar í Winnipeg. Bænarskrá undirritaðra fer auðmjúklega fram á: — 1. Að vér undirritaðir erum meðlimir hins löggefandi þings í Manitoba, hver af oss þingmaður í kjördæmi því, sem stendur aftan við nafn hans á bænarskránni. 2. Að vér höfum sterkar sannanir í höndum og trúum því, að afsögn hinnar fyrverandi stjórnar í Manitoba og myndun hinnar nýju var þannig til komin, að samning- ur var gjörður milli hinnar fráfarandi og hinnar nýju stjórnar eða einhverra meðlima hinnar fráfarandi og við- takandi stjórnar, er tóku sig saman eða gjörðu félag með sér, til þess að kæfa niður eða hefta rannsóknina út af þinghússbyggingunum, móti iðgjaldi því, að rannsókn- inni skyldi lokið og hætt og peningar greiddir að auk; og að margir atburðir og gjörðir, er ganga á undan stjórnarskiftunum, er hin gamla sagði af sér en hin nýja tók við, voru að meira eða minna leyti snertir og or- sakaðir af samningum þessum, eða gjörðir í þóknunar- skyni Og er alt þetta mikilsvarðandi og áríðandi fyrir heill og velferð alþýðu og þarf að komast á loft. En það er aðeins mögulegt með fullri rannsókn á öllum gjörðum þeirra manna allra, er hér eiga hlut að máli. 3. Það, sem í ljós verður leitt hefir að áliti voru stór og mikil áhrif á atriði þau, sefn nefnd yðar, hin konung- lega, er nú að rannsaka. 4. Sannfærðir um sannleika staðhæfinga þeirra, er hér hafa greindar verið, lýsum vér undirritaðir því yfir, að það sé álit vort, að það sé mjög áríðandi fyrir velferð allra fylkisbúa, að hin konunglega nefnd rannsaki til hlýtar allar gjörðir og breytni þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli. 5. Vér undirritaðir óskum þess auðmjúklega og biðjum, að hin konunglega nefnd yðar hefji nú þegar rannsókn þessa um leið og hún heldur áfram hinni fyrri rannsókn, svo að alt geti orðið mönnum opinbert. F. Y. NEWTON—fíoblin. D. H. McFADDEN—Emerson. JOHN J. GAItLAND—Lnkcside. S. THORVALDSSON—Gimli. JOHN T. HAIG—Assiniboia. AIME BENARD—Iberville. JAMES MORROW—Manitou. JOSEPII HAMELIN—Sainte Rose. WILLIAM BUCIIANAN—Dauphin. I. RILEY—Rockwood. JAQUES PARENT—Morris. GEORGE R. RAY—Churchill-Nelson. D. McLEAN—Winnipeg North. .1. P. FOLEY—Winnipeg South. Og ætlast var til, að hin konunglega rannsóknarnefnd hætti skjót- lega starfi sínu. En alþýða heimtaði rannsóknina, og því urðu þeir, nauðugir viljugir, að halda henni áfram. Þá kom Mr. Fullerton með lista yfir nöfn þeirra manna, er hann ætlaði að kveðja sem vitni, og er hann á þessa leið: — Sir Douglas Cameron, Lieutenant Governor of Manitoba. M. J. Howell, Chief Justice of Manitoba Court of Appeals. Hon. Tobias C. Norris, Premier of Manitoba. Hon. A. B. Hudson, Attorney General. Hon. Thomas H. Johnson, Minister of Public Works. Hon. Sir Rodmond P. Roblin, Ex-Premier of Manitoba. Hon. James H. Howden, Ex-Attorney General. Frank H. Phippen, K.C., Senior Counsel for Kelly. L. P. Tilley, Junior Counsel for Kelly A. J. Andrews, Counsel for the Roblin Government. C. P. Wilson, K.C., Senior Council for the Liberal Government. J. B. Coyne, Junior Counsel for the Liberal Government. H. J. Symington, Junior Counsel for the Liberal Government. Seinna var víst bætt við: — G. M. Newton, Wm. Chambers, J. H. Ashdown og G. W. Prout. Meðan Mr. Fullerton las upp skjölin og flutti málið fyrir rann- sóknarnefndinni, var steinþögn í salnum, svo að heyra mátti saumnál falla á gólfið. Var þó salurinn fullur af áheyrendum. En yfirdómari Mathers svaraði honum því, að nefndin hefði ekki vald til að fara út í þessi mál. 4 + Óskaði Mr. Fullerton þá, að nefndin bæði stjórnina um aukið vald til þeís að rannsaka mál þessi, eða að nefndarmenn mæltu með því. En Mr. Mathers kvað það ekki verk nefndarinnar. Ný rannsóknarnefnd. Liberal stjórnin ætlaði nú þegar* a‘ð auka verksvið rannsóknarnefnd- arinnar i þinghússmálunum og fela henni að rannsaka kærur konserva- tivu þingmannanna, sem skýrt er frá hér í blaðnu. En þeir Mr. Fuller- ton og kærendur sáu við nánari ihug un, að nefnd sú gat ekki fjallað urn málið, af þeirri ástæðu, að einn eða tveir af dómendum nefndarinnar mundu verða kallaðir fram scm vitni, og gætu náttúrlega ekki dænit i þeim sökum, sem þeir sjálfir væru við riðnir. Ilelzt er i orði að fá Governor- General í Ottawa til að skipa nefnd- ina, og að enginn maður úr fylki þessu sitji í henni. Rlöðin eystra taka öll í sama strenginn, að hér þurfi að hreinsa til hjá báðum flokkum, bæði kon- servatívum og liberöluin og bezt að gjöra það sem fyrst og láta það uú vera að gagni. •• Fréttir frá Stríðinu. Balaclava ftala. Lengi hefir i minnum verið áhlaup Breta við Balaclava í Krímstríðinu veturinn 1854 og 55. En nú fórst ít- ölum engu síður við Caporeto á Is- onzo bökkum. Austurríkismenn héldu austur- bakka fljótsins og voru þar í hæð- um upp af bakkanum; en ítálir vildu komast yfir fijótið. Þeir lögðu þrjár bátabrýr yfir fljóttð. En þær eru svo gjöþðar, að bátum er lagt borð vð borð, þvert yfir fljótið og plank- ar ofan á, og þar riða, ganga og keyra menn yfir. Á brúm þessum sendu nú Italir riddaralið sitt yfir; en af óhappi einhverju eða klaufaskap undirfor- ingja einhvers tafðist förin dálítið yfir fljótið og komust aðeins tvær sveitir (regiinents) yfir; þá gátu Austurríkismenn sprengt brýrnar með fallbyssum og sprengikúlum sínum. Þarna voru nú sveitir þessar tvær einar og óstuddar frammi fyrir fall- byssum Austurríkismanna. — Þeir höfðu 3 eða 4 “batteri” (fallbyssu- garða) af hinum stóru 16 þumlunga skothylkjum, er þeir höfðu falið þar á bak við og beindu nú á Itali stór- skotum og náttúrlega öðrum byss- um. Foringi ítala hafði orðið eftir á bakkanum hinumegin og enginn var til að skipa fyrir, og fóru ítalir drjúgum að falla, og engin likindi til að ný brú yrði bygð, meðan hríð þessi gekk. ítalir sáu þvi, að ekki var nema um eitt að gjöra: að ráð- ast fram og taka fallbyssugarðana. Foringi þeirra bað þá að fara. Þeir æptu herópið og hleyptu allir upp á hrygginn þar sem Austurrikis- menn voru, og létu sverðin ganga. l'in það er þar skeði, eru sagnir mjög óljósar. Austurríkismenn tóku á móti; en ítalir náðu þó og héldu öllum fallbyssunum, og dauðir voru allir Austurrikismenn, cr þar voru, og nær tveir þriðju af ítölum, en hinir flestir særðir. F'n nú gátu fé- lagar þeirra bygt bátabrúna aftur og komist yfr fljótið. Þannig fóru ítal- ir yfir Isonzo. ítalir eru þegar búnir að taka tiu þúsund ferhyrnings kilómetra af löndum Austurríkismanna þarna norður við Adríahafið og í Trent- dölunuin, og er það helmingi meira, en Austurríki bauð þeim til þess að sitja heima. Þeir berjast hraustlega enn sem komið er og eru að smáfæra sig upp á skaftið. En flugmenn þeirra fljúga upp um landið og varpa sprengikúlum á kastala, járn- brautarstöðvar og sveitir óvinanna, og tefja þannig herinannasendingar. Búist vií5 að Hellusund vinnist innan mánaÖar. Þegar Hellusund eru unnin, ætla Bandamenn að senda lið það, sem þar er norður í Serbíu og halda með þeim norður í lönd Austurrik- is. En. nú eru Serbar ineð nokkru liði Svartfellinga á leiðinni um Al- baníu, og ætla að ná strandborginni Durazzo og Alessio. Þar ætla þeir að opna gluggann til hafsins, sem þeir svo lengi hafa þráð. Svínfylking ÞjóSverja í Galizíu. Hann hefir lengi frægur verið fleygur þessi. Með honum vann Al- exander inikli alla sína sigra. En fylking þessi er sem allir vita þrí- hyrna, og snýr broddurinn fram og verður að vera syo sterkur, að ekk- ert get á honum unnið. Þessum fleyg hafa Þýzkir rent á Rússa hvað cftir annað, og hann hef- ir verið svo öflugur og voðalegur, að óhugsandi var að stöðva hann. Svo var hann traustur broddurinn, að þó að þúsundir og tugir þúsunda féllu, var fylkingin einlægt jafnþétt; nýjar fylkngar konni einlægt og stigu yfir hina dauðu. Og nú treysta þeir broddinn með stórskeytum sínum, svo að eiginlega er broddurinn margar milur á þykt og mjakast áfram hægt og hægt: e i fram undan honum gengur stöðugt hriðin sprengikúlnanna dag og nótt og eyðir landið framundan sér að öllu lifanda og umturnar öllum víg- görðum og virkjum, því að sprengi- kúlnahríðin rótar um hverju fer- hyrndu feti á margra milna svæði framundan. Er þvi furða lítil, þó Rússar láti undan síga. F.n ekki fer l.ann hart þessi flevgtir cða svín- fylking, sem karnskc gctur verið 10 lil 20 mílur á brcidd. þegar nóg er h ð, einsog nú er; I'egar Þýzkir infa millíón til hálfrar annarar millíónar manna i hana og mörg hundruð af stórskotabyssum, auk alira hinns smærri. — En liægt verður hann að fara. Og sjaldan getur liann farið meira en þrjár milur vegar á dag og oft þarf að byggja járnbrautirnar undir fallbyssurnar þungu um leið og haldið er áfram. Við tröll þetta eru bændurnir rússnesku að berjast núna í Galiziu. HroSaslagur á Norður-Frakklandi Þeir berjast harðan á Norður- Frakklandi núna og sækja Frakkar á svo fast, að Þýzkir hafa orðið að draga saman 225 þúsundir, eða einn fjórða úr millión, á 6 milna svæði nálægt Lens og Lille. Frakkar hafa náð þar meiru herfangi, en þeir tóku i öllum bardögunum við Marne í byrjun striðsins; þar á meðal eru tíu þúsund fangar. Barist hefir ver- ið þar dag og nótt. Þjóðverjar berj- ast af mestu hreysti um hvert ein- asta fet og er jörðn þakin likum þeirra; en hinir sækja á með svo miklu afli, að Þýzkir verða að láta undan síga. Barist um Lemberg. Sami slagurinn þar einlægjt og er sagt að Þýzkir þokst enlægt lield- ur nær borginni; en voðalegt er mannfall þeirra þar. Aldrei minna en 10 þúsundir á dag og undir 20. Sprengd upp hergagnabúr Rússa. Hér og hvar um Rússland eru her- gagnabúr og vopnasiyiðjur Rússa sprengdar upp. Gjöra það Þýzkir spæjarar. Nýlega var eitt púðurhús sprengt upp í sjálfri Petrograd. — Sumir undirforingjar Rússa af þýzk- um ættum og oft hermenn eru í þessu, en komist upp um þá eru þeir óðara hengdir. Þannig voru einn eða fleiri háttstandandi for- ingjar nýlega hengdir i Warshau.— Þetta er með öðru orsök til þess, að Rússar verða undan að halda; þá vantar skotfærin og eru þó að eins búnr að taka á einuin fimta af her- mönnum sínum. Þeir koma hinum ekki að. Allbúið að þeir verði að halda lengra inn i Rússland. * * ¥ Jóseppur Austurríkiskeisari hefir rekið suma yfirmenn hersins, sem berst við Itali fyrir ódugnað, og svo einn aðmírál. , * * * Scrbar komnir að sjó i Albaniu, og búnir að taka borgina Durazzo. Með þeim er flokkur allstór úr sjó- liði Breta. Flugher Breta. Fyrir nokkrum árum og jafnvel í byrjun stríðs þessa hefðu fáir trúað því, að Bretinn mundi verða jafn fimur að lyfta sér í loft upp, sem nú er að verða raun á, þar sem þeir eru að verða hin fremsta flugþjóð heims- ins. Og nú reynist það alt sannleik- ur, sein menn héldu tröllasögur og heimsku eina fyrir nokkrum árum. Menn eru komnir langt fram fyrir sögur Jules Verne; Möndull og Grímur Ægir eru ekki neitt furðu- legir nú orðið, og Bretinn, sein allir héldu að væri svo fastur við jörðina og búðarborðið, hann lyftir sér nú léttur sem fálkinn og veltir sér í loftinu sem hrafninn, og það ekki einn eða tveir, heldur í þús- undatali. Þeir hafa allstaðar verið að láta smíða flugdrekana Bretar i vetur og einlægt hafa þeir í hundraða og þús- undatali verið að læra að fljúga og nú hafa þcir yfir 2,500 tvivængjaða flugdreka og enn er verið að smíða drekana í þúsundatali. Þeir hafa nú orðið herflokka flugmanna, sem þeir geta sent yfr herflokka og kast- ala Þjóðverja og eru þetta sumt land- drekar, sem lent er á landi, en sumt vatnadrekar og allir tvívængjaðir. Auk þessa hafa þeir flugbelgi, — eina 50 — sem kallaðir eru dirig- ibles. En miklu meira þykir nú varið í vatnadrekana en belgina. Annað eins eða meira hafa F'rakkar, og er ekki óliklegt, að bráðum verði farið að neyta þeirra í stærri stýl en ver- ið hefir. Lagnetið Breta. Margan hefir oft furðað á því, að neðansjávarbátar Vilhjálms skulu ekki hafa grandað ncinu af flutn- ingsskipunum yfir sundið og þykir engum líklegt, að liann hafi viljað hlífa þeim. En nú er það orðið ljóst, að Bret- ar hafa strengt net mikið yfir sund- ið, þar sem það er mjóst, frá Folke- stone á Englandi, rétt sunnan við Dófra og þvert yfir um til Grisnez- höfða á Frakklandi sunnan við Cal- ais. Er sundið þar um 22 milur enskar. Netið cr náttúrlega úr vír og cr möskvinn 18 þumlungar á kant- inn. Netið liggur á kafi í sjó niðri og er haldð uppi með duflum. En akkeri heldur því við botninn, svo eð það berist ekki fyrir straumi. — lllið er á einum stað á girðingu þess- ari og gæta þess neðansjávarbátar dag og nótt. Oft mun hafa komið bránda i netið, en lítið hefir um það heyrst, annað en að þar hefir i.iargur neðansjávarbátur Vilhjálms farist, er þeir hafa reynt að fara ]iar um. Þer hafa ánetjað sig og vafið vírnetinu um skrúfuna. Skrásetning. Allir atkvæðisbærir menn verða að gæta þess að láta skrásetja (regi- ster) nöfn sín f júní mánuði hinn 28. 29. og 30. í Winnipeg og undir- borgum hennar. (suburbs), einnig í Brandon og Portage la Prairie. Gæti menn þess ekki, fá þeir ekki að greiða atkvæði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.