Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. JúNf 1915. HEIMSKRINGL-. BLS. 3. byssuskeftinu og stakk þá með sveðjunni og vóg þá þátt á loft og henti þeim frá sér. Það kom honum nú vel, að hann var þrekinn og karl- menni að burðum; en hvatleikann og áræðið gaf honum draummaður- inn. Það var sem hann stýrði öll- um hans hreyfingum, hverjum ein- asta vöðva, án þess að Jón vissi hið minsta af. Þetta stóð ekki lengi, þó að margt gjörðist i þessari svipan; því að í hverju handbragði, í hverri minstu hreyfingu lá dauði, og hinir dauðu voru að byltast þarna við fæt- ur hans. En nú heyrði hann hróp- að hið sama og í draumnum: “Out ’em! Out ’em! þeir eru að drepa hann!” grenjuðu hermenn hans að baki honum. Þeir höfðu hopað undan við liið trylta, æðisfulla áhlaup, þegar hann stóð þarna einn, sem bjarg i hafróti. En þeir vildu ekki missa hann, og þegar þeir sáu, að hann var ekki með þeim, þá vildu þeir heldur falla með honum og sneru einhuga við. Þeir komu i fieygnum, — gömlu saxnesku svínfylkingunni, sem Epa- minondas kendi Grikkjum á 5. öld fyrir Krist, sem forfeður vorir og Bretar kunnu ennþá fyrri og kölk uðu að fylkja “hamalt”. Þeir byltu sér á þá, ófrýnir, voðalegir, org- andi: “Out ’em! Out ’em!" með byssustingina blikandi á lofti, en nú rauðflekkótta eða alrauða. Þeir vissu ekkert af því sjálfir að þeir höfðu fylkt þannig, sem Norðmenn við Hastings og á mörgum öðrum blóðugum vígvelli. En nú dugði hún þeim fylkingin sú. Þeir fóru í gegnum óvinina, 'tróðu á föllnum búlcum þeirra og komust til hans. Og nú var sem hryndi af Jóni öll póleringin frá móður hans og allar hennar kenningar og kreddur. Hann hafði verð alinn upp til þess, að vera fyrirtaks kurteis við alla og varast að meiða tilfinningar nokk- urs manns; en nú var riffillinn hans löðrandi í blóði; armar hans voru votir af blóðinu upp til axla, og liann var orðinn hás og rámur af org inu, er hann var að taka til bæna fjandmenn sína. Þegar hann var orðinn heill af sárum sínum seinna, þá sögðu fé- lagar hans honum, að hann i sifellu hefði orgað og kallað: “Out! Out!”, og héldu þeir að hann hefði gjört það af því, að hann hcfði heyrt her- ópið þeirra: “Out ’em!” eða hann hefði verið að kalla til þeirra, að þeir skyldu reka óvinina út úr víg- gröfunum. En alt, sem hann vissi um þetta var það, að þvi lauk með sársauka og svartnættis myrkri. Svo vissi hann ekkert af sér fyrri, en liann vaknaði i rúmi sínu á spítal- anum. Nokkru seinna var hann sendur heim til Englands. Og þar koma dag blöðin í rúmið til tnanna. Las liann ]>ar í einu þeirra alla söguna utn har- dagann og framkomu sína, og gat varla trúað henni. En sagan stóð þarna í blaðinu af því, að hann hafði verið sæmdur Viktoríu kross- inum. En sjálfur vissi hann, að það var ekki hann, heldur annar sem vann hann, — þó að hann gæti þess ekki við neinn. Þegar hann var giftur sagði hann konu sinni frá þvi, er hún var að segja honum, hvfe hún væri stolt yfir krossinum hans. ‘Það var ekki eg, sem vann hann, heldur annar maður’. ‘Annar maður?’ spyr hún þá. ‘En þeir sáu þig allir berjast þarna. Þú barðist eins og ljón — svo hafa þeir sagt — þangað til þú sópaðir þeini öllum úr víggröfinni, sem ekki lágu dauðir. Það er reyndar alveg ólíkt þér, eins og þú varst áður fyrri, — en þú gjörðir það’. , ‘Ónei, elskan min. Það er ekki gott að skýra það, en eg skal reyna það. Eg fór þangað á vígvöllinn, eins og þú veizt, af því mér fanst að Hemphill’s American Leading Trade School. A*al skrlfstofa 043 Maln Street, Wlnnipeg:. Jltney, Jitney, Jltney. ÞaQ þarf svo hundrutium skiftir af mönum til aö höndla og grjöra vlö Jitney bif- reiöar, arösamasta starf í bænum. AÖeins tvær vikur nauðsynlegar til aö læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér aö velja stööu eöa aö fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú aö myndast til þess aö vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess aö svo hundruíum skiftir hafa fariö í stríöiö, og vegna þess aö hveiti er í svo háu veröi aö hver Traction vél veröur aö vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn í Winnipeg. LæriÖ rakara iönina í Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgaö á meöan þú ert aö læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja Viö höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. ViÖ kennum einnlg Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einnl lærigrein til anarar án þess aö borga nokkub auka. SkrifiÖ eöa komiö viö og fáiö okkar fullkomiö upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Hrad orrifPH «43 Mnln St., WlnnlpfK Branch at Reglna, Sask. enginn ófatlaður maður ætti heima að sitja; en mig hrylti við öllu sam- an. Mig óaði við því að deyða aðra menn’. ‘Og þú ert að scgja mér þetta, eft- ir að þú — —’. ‘Eg skal nú reyna að skýra það fyrir þér. Það byrjaði alt með ein- um draumi’. — Og nú sagði hann henni drauminn. — ‘Eg skildi ekk- ert í honum, en hann hélt við hug- rekki mínu, þegar mér fanst alt vera farið og mér lá við að láta hugfall- ast. Mig dreymdi þetta aftur og aft- ur, þangað til eg fór að sjá, að það var eitthvað verulegt við þennan mann. Hann var þarna i bardagan- um með mönnum sínum og menn hans hlýddu honum, alveg eins og hermenn mínir hlýddu mér’. ‘Þú varst foringi þeirra og það var eðlilcgt að þeir hlýddu þér’. ‘Það er ekki hver foringi, sem hefir þetta vald á mönnum sinum. -----En sleppum þvi. Þetta sýndi mér, hvað eg ætti að gjöra og úr draumnum fékk eg styrk og dug til að gjöra það. Maðurinn í draumn- um drópaði í sífellu: “Out! Out!” ‘Já, það er gamla herópið Sax- anna’, mælti hún. ‘Það var herópið þeirra, þegar þer gjörðu áhlaupið við Hastings, — þegar Norðmenn- irnir létust flýja’. Hann varð nú hálfhissa, en sagði ekkert móti þessu. ‘Eg hrópaði: ‘Out! Out!’ allan tim- ann, sem eg var að berjast, og eg vissi ekki, hvers vegna eg grenjaði þessi orð. Það eru þó nokkuð ó- vanaleg orð, þó eg væri reyndar að reyna að reka þá út. En svo hugs- aði eg heilmikið um ]>að, þegar eg var á spítalanum. Leiðist þér þetta rugl ?’ ‘Leiðist mér, nei!’ ‘Jæja, þú hefir sagt mér, að eg sé orðinn mikið breyttur og eg held eg viti, hvernig á því stendur. 1 mér er ögn af öllum mínum forfeðrum, sem liðnir eru. Þeir vöknuðu upp og komu mér af stað, að hegða mér sem hugrökkum manni sæmir, og eg held að einn þeirra hafi særst i einhverri orustunni á fyrri timum, og það af honum, sem nii er i mér, hefir ekki gleymt þvi. Það hefir hlotið að vera voða-bardagi og endurminn- ingin um það hefir vaknað í mér og stælt mig og hleypt í mig dug og á- ræði’. Hann var rólegur um stund og hún sat undrandi og hlustaði á hann Enginn maður hafði talað svo til hennar áður fyrri, og nú þótti henni bóndi sinn vera öllum öðrum fremri. ‘En vciztu eitt?’ mælti hann loks- ins. ‘Eg beld að það sé ómögulegt, að sigra Englendinga’. ‘Náttúrlega er það ómögulegt’, mælti hún. ‘Já, en eg veit hvers vegna. — 1 hverjum Englendngi búa allir hans forfeður, sín ögn af hverjum; rétt eins og eg hefi eitthvað, eg veit ekki hvað„ frá þessum forföður mínum, sem barðist við Hastings, og sumt hefi eg frá föður mínum, sem var i rauninni vigamaður, og svo hefi eg ögn frá hverjum manni á milli þess- arra tveggja. En í siigu heimsns er það sagt um Breta, hvar sem þeir liafi farið á fyrri dögum, að ekkert hafi getað stöðvað þá, þegar þeir vildu áfram. Og ef að þetta er alt rétt, hvað getur þá stöðvað oss nú?’ ‘En hvað þú ert orðinn breyttur, síðan þú fórst i herinn’, mælti liún. ‘Eg elska þig ennþá meira núna’. Hann kysti hana og leit út um gluggann til eikartoppanna og mælti: ‘Þetta er það, sem fólk á við, þó að það viti það ekki, þegar menn segja, að Arthur konungur komi aftur, er hans þarf við, og að sjóhetjan Drake sé að bíða eftir að heyra trumbuna sína slegna. Þessir dauðu menn reu allir starfandi, vinna og berjast nú harðar og ákafar fyrir gamla Eng- land, en þeir börðust nokkru sinni í lífinu. En sá er nú nnmurinn, að hver einn þeirra berst nú i tiu þús- und líkömum, i staðinn fyrir einum. ‘Ilvernig getur þá annað verið, en að England sigri?’ Athugasemd. 8. júní, 1915 Herra ritstjóri: Vilt þú gjöra svo vel að birta eftir- fylgjandi athugasemd , blaði þínu: I vetur, þá er eg var út í skógi, birtist kynjasaga í 20asfca tölubláði Hkr. þessa árs, eftir einhvern G. Gunnarsson, Bredenbury, Sask. Enn sökum burtveru minnar sá ég ekki þessa kynja sögu fyrri enn nýlega, að kunninggi minn og alda vinur fólks míns sýndi mér blaðið. Og þar eð átt er við föður minn sáluga, cnn farið er með ranghermi og ósannindi í greininni, get ég ekki stilt mig um að gjöra ekki dálitla athugasemd. Þessi kynja sága er mjög svo mein- laus, en þó lík öðrum sögum af því tagi, og er trúað af sumu fólki. Hvað hæft er f því að sjá svipi dauðra manna læt ég ósagt, enn þær sögur er ég hef þekt til, hafa liaft ósanninda kafla að geym#, eins er með þessa. Sögumaður þykist hafa þekt Magnús sál, persónulega, þó nefnir hann Magnús Guðmunds- son, en sá Magnús er dó í húsbruna á Auðnum var Þorkelsson, einnig segir liann liúsbrunann árið 1886, í stað fyrir 1885, sjá 18. tölublað Ejall- konunnar 7. Okt. 1885. G. G. nafn- greinir ekki mann þann er hann vitnar til að liafi séð svipinn með sér, hann sér svipinn fara inn f hest- hús er rifið var árið áður enn faðir minn dó, svo þar sá liann aðra sjón sem vert væri fyrir kynja fræðinga að athuga, hann segir líka föður minn hafi verið einkennilega búinn í lifanda lífi, og eins var hann eftir dauðann, þó lýsir hann ekki bún- ingnum, mjög auðvelt er fyrir okkur systkinin að lýsa búningi föður okk ar, eins eru hér margir sem muna vel eftir honum, og klæddist hann eins og fólk gjörðist á þeim tímum, í heima unnum fötum, og er það alveg tilhæfulaust að hann hafi vcrið ein- kennilegur í klæðaburði. Til að styrkja menn f trúnni að til séu draugar eða svipir, finst mér að sögu-menn ættu að vanda sig mjög með að segja alt sem trúlegast, og , láta engar rangfærslur eiga sér stað, | en það er nú til svona, það gleymist1 sem búast er við, þegar slíkar sögur ! eru ekki færðar í letur fyrri enn 1 eftir 30 ár, eins og með þessa frásögu. ! Björn Magnússon, Árnes, Man Boðsbréf. Oti um kristniboð í Kóreu. Landsstjóri Japana í Kóreu hefir haldið því fram við stjórn Japana, að útiloka kristniboð í Kóreu. Keis- ari hefir fallist á það, og nú er það að lögum orðið. Kristniboðar, mest frá Ameríku, höfðu haft kcnslu á hendi í mörguni skólum í Kóreu og kendu þar kristna trú. En nú eru lög komin, er fyrirbjóða það og má enga nýja skóla stofna i þeim tii- gangi, að kenna kristna trú. En öll- um þeim eldri skólum landsins, þar sem kristin trú er kend, skal iokað, sumir segja innan 10 ára, aðrir inn- an 5 ára. Japanar ætla að útiloka kristni, en kenna Shinto-trúarbrögð í stað- inn. Það er Japans forna trú. Keis- arinn er guðs litvaldi. En á annað lif trúa þeir og að þar safnist menn með forfeðrum sinum. Búist er við, að kristni verði einnig útilokuð úr Kina, og er það bygt á þvi, að Japanar séu að verða þar svo mikiis ráðandi. — Þeim líst ekki á ávexti kristninnar núna Jap- önum; mannabúkana í hundrað þúsunda tali á vígvöllunum, rændar iiorgir, brendar sveitir og rofna eiða og grið. , 65 brennivíns-búðir lokast. Sex sveitahéruð “þorna” í Minne- sota. Smásaxast þeir limirnir af Bakkusi. Hinn 14. júní greiddu sex sveitahéruð í Mnnesota atkvæði um vínsölu og aftóku hana öll. Sjöunda sveitahéraðið voru menn óvissir um. Við það lokast þar sex brenni- vínsbúðir, og fleiri, ef að sjöunda sveitahéraðið verður með í hópn- um. Áður voru 26 sveitahéruð búin að útiloka vínsöluna, svo að nú er hún bönnuð í 32 sveitahéruðum, og lítur það vel út, því að það var fyrst í vor, að lögin um local option í sveitum gengu í gildi þar. Allir muna tímaritið “Iðunni”, sem þeir gáfu út Björn Jónsson, Jón Óiafsson og Stgr. Thorsteinsson. Mum óhætt að fullyrða, að ekki hafi annað íslenzkt tfmarit verið jafn- vinsælt af almenningi. Af “Iðunni” komu út 7 bindi á sex árum (1884— 89). En við burtför Jóns Ólafssonar til Ameríku um vorið 1890 lagðist hún niður. Síðan er nú liðinn full- J ur aldarfjórðungur. Fyrir nokkrum ! árum datt oss þremur, Ágúst | Bjarnasyni, Einari Hjörleifssyni, og Jóni ólafssyni í hug að vekja “Iðunni” upp aftur. Fékk Jón ólafsson þá samþykki Björns Jóns- sonar til að haida nafninu. Nú er orðin aivara úr þessu fyrirtæki voru og mun Iðunn, nýr flokkur byrja að koma út með fyrsta hefti í Júlí- mánuði þ.á. Fjögur hefti eiga að koma út á ári, hvert þeirra sex arkir að stærð. Brotið' verður lítið eitt stærra en á gömlu “Iðunni” . OG verðið verður 3 kr. 50 aura á ári, í Ameríku $1.00, sé ritið pantað beint frá umboðsmanni í Jteykja- vík. Ritið á að vera fræðandi og skemtandi efnis á líkan hátt og áður. Vér höfum hugsað oss nokk- urn veginn hlutfali milli fræðandi og skemtandi efnis í hverjum ár- gangi—án’ þess þó að binda oss við það hlutfall í hverju einstöku hefti. Ritið tekur engan þátt í flokka- póiitík vorri. En að öðru leyti viljum vér ekkert úti loka, sem verið getur til nytsemdar, fróðleiks eða skemtunar. Hugieikið er oss að skýra lesendum ritsins frá ýmsu því, sem markvert er hugsað og ritað 1 heiminum. Geta munum vér og stuttiega nýrra bóka, sem oss verða sendar. Auk þess scm vér sjálfir leggjum tii ritsins, hafa ýmsir vorir beztu rithöfundar heitið því liðsinni sínu. Birtast mun fyrsta hefti upphaf á bálki, sem heitir: “Úr endurminn- ingum ævintýramanns, eftir sjálfan hann” (J. ól.), og er þess vænst, að mörgúm muni þykja gairan að. Sögur og fróðleiksritgcrðir munu og þegar byrja í fyrsta hefti. í huga höfum vér að borga höf- undum ritlaun; en lítil búumst vér við að þau verði fyrsta árið. En vaxi ritinu fiskur um hrygg, skulu þau vaxa og verða sniðin eftir kaup- enda-magni þess. Boðsbréf þetta verður sent út víðs vegar um land, þar á meðal til alira útsölumanna Bóksalafélagsins, og skulu þeir sem safna 5 áskrifendum eða fleirum, fá 10 prósent af and- virðinu. Annars getur hver maður, sem boðsbréf fær, sent umboðs- manni vorum. Sigurði Jónssyni, bóksala, Lindar- götu 1, Box 146, Reykjavík, nafn sitt og annara kaupenda án þess að taka að sér neina útsölu, og verður hverjúm þeirra ]»á sent tímaritið með pósti, þeim að kostnaðarlausu, en 2. lieftið veröur sent með póst- kröfu fyrir andvirði árgangsins. Útgefendur borga sjálfir póstkröfu- kostnaðinn. Það af upplaginu, sem er fram yfir áskrifendatölu, verður að eins selt í heilum árgöngum með hærra verði. Þar eð póstkröfusendingar verða að eins sendar til póstafgreiðslu- staða (en ekki til bréfhirðinga), eru allir áskrifendur beðnir að rita póstafgreiðslu-staðinn næsta sér á eftir heimilis-nafni sínu, en bréfhirð- ingastaðinn (ef nokkur er nær hon- um en póstafgreiðslan) í svigum á eftir. Á leiðinni til vígvallanna. Þyki einhverjum óhægt að vitja ritsins til póstafgreisðlustaðar, get- ur hann sent sjálfur andvirðið í peningabréfi til umboðsmanns vors, (Sigurðar Jónssonar, bóksala), og þarf hann ekki að borga undir pen- ingabréfið. En borgun árgangsins verður þá að vera komin í hendur umboðsmanns vors fyrir 1. Október n.k., því að 2. hefti og framhaldið verður engum sent póstkröfulaust, fyrri en árgangurinn er borgaður. Þeir sem vilja gerast áskrifendur, riti nöfn sfn á boðsbréf þetta og endursendi umboðsmanni vorum það sem allra fyrst. Reykjavfk, 1. Maí, 1915. Ágúst Bjarnason. Einar Hjörleifsson. Jón Ólafsson. Bogabrúin mikla Viaduct. er landi vor Þorsteinn S. Borgfjörð bygði i Vancouver, B. C. Brú þessi er nefnd “Georgia-Har- ris Viaduct” og kostaði hálfa miliíón dollara ($500,000). Var smíðinu lok- ið að öllu verulegu kl. 5 e. m. hinn 10. þ. m., og er nú opin til umferð- ar. Bogabrú þessi hefir verið ’tvö ár í smiðum og er mannvirki hið mesta og að mörgu leyti einkennileg. Eitt af hinu einkennilega er það, að par er ekki spítukubbur eða flís nokk- ursstaðar í brúnni, ekki einusinni smáfiís, sem tálga inegi eldspítu af. Það er því ómögulegt, að granda henni með eldi, þó að kveikt væri bál á henni eða við hana. Hitinn þendi hana að eins nokkuð út; en við þvi hefir verið gjört í bygging- unni með “útþenslu liðum” (exten- sion joints”), svo að henm grandar hvorki hiti sumars eða frost og kuldi vetrar, eða þó að cinn eða annar partur hennar hitni snögg- lega. Og sumir stóiparnir undir bogun- um standa jafnvel á völturum eða kefluin (rollers), sem geta færst tii um 3 þumlunga. En að ofan i brú- argólfinu eru hlerar, sem liggja (yfir rifunum, og er brúin jafnheil að of- an, hvort sem stólparnir færast sund ur eða saman. Brúin er bygð yfir Great North- ern járnbrautina þvera og er boginn þar úr stálstyrktri cementssteypu (reinforced concrete) og 83 fet og 6 þumiungar á lengd, og er enginn bogi lengri til í ailri Ameriku. Og svo er liandriðið gjört með list mik- illi af kontraktorunum. Mr. Borgfjörð notaði cins og hægt var efni og viiwlu þarlenda, í stað þess að sækja þetta hvorttveggja suður í Bandariki, og var þó ekkert um það sagt i samningunum. Fyrir góða meðferð sparaði bærinn Van- couver töluvert fé. Þann 11. júní komu þessir menn að lita yfir brúna — bæjarráðsmaður F. E. Woodside, forseti í nefnd þeirri, er lítur eftir brúm og járnbrautum; vélafræðing ur Hueckel og Mr. Borgfjörð, vara- forseti kontraktaranna McDiarmid og þeirra félaga. Og mun nákvæm skýrsla um brúna gcfin síðar. Brú þessi þolir vafalaust saman- buið við hvaða brú eða byggingu, sem til er á meginlandi þessu. Það er gleðiefni fyrir oss íslend- inga hér vestra, að maðurinn, sem reisti stórvirki þetta og stýrði allri byggingunni og reiknaði út hvern nagla og stólpa og boga i henni og stýrði öllu smíði þessu, er landi vor Þorsteinn S. Borgfjörð, sein kom ungur drengur hingað og hefir ó- studdur rutt sér braut til frama og fjár, algjörlega af eigin ramleik, og æfinlega reynst löndum sínum hinn bczti drengur og hjálparvættur mörgum þeirra, þ'arna vestra að minnsta kosti, eftir þvi sem allir segja, er þaðan koma. Og annað: Vér þektum Þorstein um fieiri ár hér fyrrum, meðan hann var fátækur, og oss vitanlega beygði hann hvorki hné né svíra til að komast fram, en gekk uppréttur alla tíð. Hann var maður, sem vann sig áfram, og því að eins komst hann áfram, að hann átti fulla heimtingu á því. Hann þurfti engar stoðir og engar skrúfur til að lyfta sér upp, — hann gjörði það sjálfur. Vér óskum Þorsteini sæmdar fyr- ir verk sin, um leið og vér gleðjumst yfir þeim, og árnum honum allra heilla þarna, sem hann er, þó að vér miklu fremur vildum sjá hann hér nær á grösum. 48th Canadlan Hlghlanders eru að fara úr herbúðunum & Englandl & leltS yflr sundið. , Hospital Pharmacy LyfjabúSin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474 V. Reyndi a8 strjúka heitn Kapteinn Thierichsen (Þiðriks- son), sem seinast varð að hleypa hinu þýzka ræningja herskipi sínu inn á hafnir í Bandarikjunum, eftir að hafa sökt Bandaríkjaskipum sem öðrum, — hann reyndi að strjúka um daginn sem eldamaður á skipi til Evrópu. Var hann þó laus upp á æru og trú sína að hann stryki ekki. En pilturinn náðist áður en skipið færi á stað. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Affal Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þelm sem hafa smá upp- hæT5ir til þess at5 kaupa, sér i hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst 4 skrifstofunni. J. C. Kyle, rflSimaQor 42S Maln Street, Wlnnlpe*. Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns í>vottavélar Red Rafmagns í>vottavélar Harley Vacuum Gólf Hreinsarar ‘Laco’’ Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnlpeg VlhgJörtSir af öllu tagl fljött og vel af hendt lelstar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablnet Mnker. and IJphnl.terera Purnlture repalred, upholstered and cleaned, french polishlng and Hardwood Finlshlng, Furnl- ture packed for shlpment Chairs neatly re-caned. Phune Garry 3112 800 Sherbrooke St. Brúkaöar saumavélar meö hæfl- legu veröi.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út I hönd eöa tll letigu Partar I allar tegundir af vélum; aögJörB é. öllum tegundum af Phon- nographs 4 mjög légu vertSl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Fin persöna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunvertSur, $1.25. MáltítSir, 35c. Herbergl, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla statSi, ágæt vínsölustofa í sambandl. Talsíml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chns. Gustafsson, elgandl Sérstakur sunnudags mitSdagsvertS- ur. Vín og vindlar á bortSum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta atS kveldinu. 2S3 SIARKET STREET, WINNIPEG Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QIINN, elgrandl Kunna manna bezt a?5 fara meV LOÐSKINNA FATNAÐ VltSgertSir og breytlngar á fatnatSI. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot Goiumbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og áhyrgjumst áreiðanleg viðskifli Skrifaðu eftir uvplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.