Heimskringla - 08.07.1915, Side 1

Heimskringla - 08.07.1915, Side 1
RENNIE’S SEEÐS -^HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANT^% g) BULBS AND SHRUBS WJ PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2K0 DOXALD STREET, Wl.WIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 8. JÚLl, 1915. Nr. 41 CHAMBERS HEITIR MAÐURINN SEM MÓTI TÓK FIMTÍU ÞÚSUNDUM ARA FYRIR HÖND DOLL- LIBERALA. HOWDEN SVER I»AÐ, AÐ NORRIS HAFI VITAÐ AF OG SAMÞYKT KAUPIN ÁÐUR EN PENINGARNIR VORU AFHENTIR. ‘EF ÞIÐ VERÐIÐ ‘GÓÐIR’, STRÁKAR, ÞÁ SKULUÐ ÞIÐ FÁ ÞAÐ SEM EFTIR ER AF FlMMTfU ÞÚSUNDUNUM”.—HOWDEN. stund leit svo út, sem þetta myndi gjört. En þá reis upp Robson dómari og mælti: “Eg er líklega sá eini, sem er annars hugar; en það er til mín kemur, þá heimta eg a5 nöfn þessi standi í skýrslun- um. Þessi nefnd er ekki til þess skipuð, aÖ strika nöfn út úr vitna- framburÖinum”. Eftir nokkra stund féllust hinir nefndarmennirnir á skoðun Rob- sons dómara. En þá óskaði Mr. Pitblado eftir, að nöfn þessara manna væru ekki látin koma út á prenti. -En Mr. Justice Perdue kvaðst ekki hafa vald yfir blöðunum. CHAMBERS FÆR “KALDA FÆTUR”. Það var hinn 29. marz, er Dr. Simpson lagði fram 50 þúsundin. Síðan fékk Mr. Howden Mr. Newtor, 25 þúsund dollara af þessum fimmtíu þúsundum, til þess að færa þau Mr. Chambers, sem hann og gjörði í Carlton klúbbnum. — En eftir að stjórnin gamla sagði af sér fór Mr. Chambers á fund Mr. Howdens og kvaðst vera orðinn kvíða- fullur (got cold feet) yfir því, að þetta myndi alt komast upp. Hinum 25 þúsundunum skilaði Mr. Newton til Mr. Howdens, en hann aftur til Dr. Simpsons, sem læsti þær niður í peningahvelfing- una. Og þar eru þessar þúsundir nú. , Þegar farið var að spyrja Mr. Howden aftur, þá kvaðst hann hafa tekið þátt í “bralli” þessu vegna flokksins. Menn gjörðu margt fyrir flokk sinn, sem þeim kæmi aldrei til hugar að gjöra sem prívat menn. Hann hélt, að það hefði veriö þess virði fyrir flokkinn, að leggja fram peninga þessa, ef að þá hefðu allar sakir verið látnar niðurfalla, því að þá hefði engar aukakosningar þurft hð hafa, og stjórnin gamla hefði getað haldið áfram, þó að hún hefði lítinn meiri hluta atkvæða. Hér kemur þá sagan um fimmtíu þúsund dollara kaupm, sem nokkrir hinir fremstu menn Liberala eru orðmr flæktir ínn í. Hún kom út sagan, þegar Howden lögmaður, fyrverandi dómsmálastjóri fylkisins, var yfirheyrður fyrir seinni rannsóknarnefndinni ( Fullerton nefndinni, sem svo er kölluð). — Mönnum var farið að leiðast þól þetta; og sumir voru farnir að hugsa að þessi fimmtíu þúsund doll- ara saga væri uppspuni einn. Þær fundust hvergi þessar fimmtíu þús- undir, og enginn eða fáir þóttust vita nokkuð um þær; og svo héldu aðrir, að nokkuð væri nú komið, byrðin væri all-þung orðin, þó að bögli þessum létti af Manitoba klárnum. En þær voru ekki týndar, ekki grafnar og ekki gleymdar — fimmtíu þúsundirnar þessar, sem áttu að borgast fyrir það að sleppa öllum sökum. Mr. Howden dróg William Chambers inn í málið, sem fulltrúa (agent) fyrir Mr. Tobias C. Norris, stjórnarformann Liberala, og fleiri; C. M. Newton, sem fulltrúa eða agent fyrir gömlu stjórnina, og Dr. Simpson, sem mann þann, er lagði til féð; og auk þess þá Hon. Ed- ward Brown, G. Worthington Prout og James H. Ashdown, sem nutu góðs af, eftir sögu Chambers. Mr. Howden sagði, að þegar samningarnir voru vel á veg komn- ir, þá hafi hann fundið Mr. Norris að máli á Royal Alexandra Hotel, og þó að hann (Mr. Norris) væri ekkert ákafur, að taka stjórnarsæti þá stundina, þá hefði hann játað, að Chambers hefði umboð til þess að semja fyrir Mr. Norris og vissa menn aðra sero Mr Hovden ekki greindi nöfn á. Mr. Norris hafði sagt, að sem flokkur vissu liberalar ekki um kaup þessi, en hann sjálfur og nokkrir aðrir vissu um það, og full- yrti, að Mr. Chambers myndi ekki gjöra aðra samninga en búið væri að gefa honum fult leyfi til. UPPÁSTUNGAN KEMUR FRÁ LIBERÖLUM. Eftir því sem Mr. Howden segir, kom G. M. Newton að finna hann, meðan hið seinasta þing stóð yfir, og kom á fundi milli þeirra Newtons Howdens og Chambers, til þess að semja um uppástungu frá hinni hliðinni áhrærandi málin út af kosninga-kærunum. — Þeir komu allir á fundinn, og Chambers sagði að það væri hið fyrsta skil- fyrir samningum þessum, að fimmtíu þúsundin — $50,000 — væru sjáanleg (in sight). Ef að þeir (hinir liberölu) væru vissir um þess- ar fimmtíu þúsundir, þá skyldu allar kosningakærur falla niður. — Liberalar þyrftu skildinganna með, því að þeir væru illa staddir núna — eftir seinustu kosningar. FIMMTIU ÞÚSUNDIN KOMA. Dr. R. M. Simpson lagði fram fimmtíu þúsundin og lét Mr. Howden færa þau G. M. Newton. Nú var farið að semja aftur, og var þá Chambers sagt, að þessi fimmtíu þúsund væru alt of mikið. Helmingurinn væri nóg. “Eg sagði honum”, mælti Mr. Howden: “Ef að þið verðið góðir, piltar, þá skuluð þið fá hinar 25 þúsundirnar”. Chambers sagði honum, að 25 þúsundir væru alt of lítið; því að af þeim þyrftu 6 þúsund að fara til G. W. Prout, 5 þúsund til Hon. Edward Brown og eitthvað til James H. Asdown; því að hann hefði lagt fram peninga til þess að koma ákærunum af stað. En ekki var þá tilgreint, hvað mikið ætti að ganga til Asdowns, því að þá kom upp deila milli þeirra um laga-atriði nokkur, og var hörð. MR. PITBLADO VILL LÁTA ÞAÐ SJÁST EÐA SYNAST, AÐ MR. CHAMBERS SÉ FRUMKVÖÐULL AÐ ÖLLU ÞESSU. Þegar hér var komið vitnaleiðslunni, rís upp Mr. Pitblado, lög- maður liberala og krefst þess fyrir þeirra hönd, a6 nöfn þessara þriggja manna skuli ekki tilgreind, nema Mr. Fullerton haldi því fram og geti sannað, að Chambers hafi verið fulltrúi þeirra. En Mr. Ful- lerton vildi ekki lofa neinu um það, og svo væri það þýðingarlaust, því að hann gæti ekki ráðið við, hvað vitnið segði. — Setti þá dóm- áIjhv,crium de«* cr meira mann- nefndm ofan í við hann, og sagði, að hann yrði að sanna mál sitt [ tekið Meckensen fleiri vikur að kom með öðru en sögusögnum annara (hearsay). í s,st norður til Warshau, því að ef fé- ^ I lagar hans við Bzura ána ekki geta Mr. Justice Perdue sagði þa, að aður en Mr. Fullerton spyrði j hrakið Rússa þaðan, mun það tefj Mr. Howden meira, yrði hann að kalla Mr. Norris sem vitni og þar,ast; en. l)a® er ljeinl vestur af War- með sanna að Chambers hefði venð umboðsmaður Norris i mal- vcrið að þýzkir þrengi Svo á núna, að Rússar verði að hörfa frá War- shau, ef að þeir liinir þýzku sækja nógu fast á báðum þessum köntum; og þá hörfa Rússar ef til vill til Brest Litowsk; en þar ættu þeir að geta hahiið Þjóðverjum í missiri eða tvö og þeir standa þar betur að Stríðs-fréttir Þær eru eiginlega smáar fréttirn- ar af striðinu nú og þó heldur því einlægt áfram. Rússar halda undan á sumum stöðum; en Mackensen fer á eftir, 4—-5 mílur á dag. En ekki er það allstaðar, sem Rússar hörfa undan, og ekki eru þeir enn búnir að sleppa allri Galizíu. Eitthvað 30 mílum rúmum austur af Lemberg rennur áin Zlota (eða Gnila) Lipa beint suður í Dniester, á nálwgt 60 inilna svwði. Austan við þessa Lipa á standa Rússar sem bjarg fyrir Þjóðverjum alla leið- ina mcð ánni og síðan á austur- bakka Dniester fljótsins, þar til Dni- ester fellur i Rúmaníu. En nyrzt við upptök Lipa, eitthvað 10 mílur eða þar um og nokkru vestar, sveigir áin Bug norður, og halda Rússar austur- bakka hennar, norður á Pólland. — Stykki það, sem Rússar halda enn af Galizíu er því um 50 mílur á breidd austur og vestur, en nálægt 100 mil- ur á lengd, þegar línan er tekin með austan við Bug. Þarna hafa Þýzkir ekkert getað unnið á Rússum enn sem komið er; enda hafa Rússar þar vigi gott austan við ár þessar báðar. Þarna stendur því bardagalínan Rússa og Þjóðverja ,bein frá suðri til norðurs. En þegar lítið eitt kem- ur inn í Pólland, i Lublin héraðið, þá beygist bardagavöllurinn við, og stendur nú nærri beint vestur á fast að 80 mílum, yfir þvera Vistula og um hérað það nær miðju Póllandi, sem Kielce heitir. Þarna er það, sein Mackensen er að smáýta þeim norður og fer þetta 4—5 mílur á dag og oft ekki það, þvi að Rússar sleppa engri gryfju, eða hól eða árbakka, svo að þeir berjist ekki; og verður þá þýzkum tafsamt og víða liggja menn þeirra dauðir, og oft hlaupa Rússar á þá. um þessum”. Mr. Fullerton hélt því fastlega fram, að hann gæti kallað hvaða vitni, sem hann vildi, og í þeirri röð, sem honum sýndist. Urðu þá deilur um þetta, og heimtaði Mr. Pitblado, að nöfn þeirra Browns, Prouts og Asdowns væru strikuð út úr vitnaleiðslunni. — Og um vigi en þeir nokkurntíma hafa stað- ið áður. Sjóslagur milli Rússa og Þjóðverja. Slag á sjó áttu Rússar við herskip Þjóðverja fyrir helgina, í Eystra- salti, einhversstaðar, milli Windau norðantil á Kúrlandi og sænsku eyj- arinnar Gautlands (Gothland eða Gúlland). Var þoka mikil um morg- uninn 2. júli er þeir hittust og lenti þar í slag. Var þokan stundum svo myrk að skipin mistu sjónar hvert á öðru. Rússum veitti betqr og brutu þeir svo eitt skipið Þjóðverja að það rendi upp til lands þangað til niðri tók og bjarg sér þannig frá að sökkva. Segja sumir að það hafi ver ið beitiskip brynjað (cruiser); aðr- að það hafi verið skip að leggja sprengidufl (minelayer). En niður- Þar fékk hann sér leigt autó og lét keyra sig til heimilis Morgans á Matincock Point. Gekk hann svo að húsinu og hringdi dyrabjöllunni, og koin þá þjónn Morgáns til dyra. — Kvaðst Holt þessi þurfa að finna Morgan og væru þeir vinir, en vildi ekki segja nafn sitt; en þjónninn vildi ekki hleypa honum inn. Komumaður stakk þá skammbyss- unni í kvið þjónsins, sem ætlaði hann að skjóta, og varð þjónninn hræddur og fór að hljóða. En hnn tróð sér þá inn um dyrnar. Morgan var þar nærstaddur og var á leið- inni út. Hann kemur þar skjótlega og spyr kvað á gangi; en undir eins og hinn þýzki sér hann, sendir hann Morgan skot og kemur það í mjöðm hans og fellur Morgan niður i stól, er þar var. En þegar morð- inginn snöri bakinu við þjóninum, þrífur þjóninn kolaskóflu og rekur af afli i höfuð hans, svo hann bylt- ist niður; en áður en hann datt var hann búinn að skjóta öðru skoti á Morgan og kom i brjóstið utarlega og fór kúlan svo í handlegginn. Þá stökk þjónninn á morðingjann og brutust þeir um á gólfinu; en þjónar fleiri heyrðu skotin og köll- in og komu til hjálpar; gátu þeir bundið þrælinn og keyrðu svo með hann á lögreglustöðvarnar i autó Morgans. Ekki vildi lnmn þá segja nafn sitt, en kvaðst vera “Christian gentleman’’ (kristinn höfðingsmað- ur). Læknir var þegar kallaður og með fullu ráði var Morgan og hélt að þetta væri ekk hættulegt. Seinna fundu inenn tösku Holts þéssa þar skamt frá, og var i henni dynamit, er sýnir að hann hefir ætl- að að sprengja upp bústað Morgans, ef hann gæti ekki skotið hann. * * * Þegar búið var að taka Frank Holt fastan, manninn, er banatiíræðið veitti J. P. Morgan, þá koin það upp að hann var einnig sá, er snrengivél lagði undir Capitol byggipgarnar í Washington, kveldinu áður en hann skaut á Morgan. Hafði hann ætlast til, að sprengihgin yrði um rnið- nætti, og fór það nærri. því að liún varð litlu seinna. Svo kemur það og upp, að upphaf- lega heitir hann Erich Muenther (Eirikur Mynther). Hefir lært við háskólann í Chicago; giftist og misti konu sina 1906. Hann hefir verið við Vanderbilt háskólanu og Cornell, — fór til Texas og giftist þar aftur. Kendi við háskóla i Nashville, Tex- as, og nefndist þá Holt. Maðurinn hefir því verið hámentaður, sem kallað er. Seinustu fregnir segjá að Morgan liði vel. Síðustu fréttir segja, að Frank Holt hafi stokkið út um glugga á fanga- klefa sínum, sem var 50 fet frá jörð, og beðið bana. Sprengd Capitol- höllin í Washington. Hinn 3. júlí, sama morguninn og Holt reyndi að' drepa Morgan, var sprenging mikil undir Capitol- höllinni snemma morguns eða skömmu eftir miðnætti. Hin mikla bygging skalf og nötraði, en eink- um skemdust salir þeir, er senat eða efri málstofa þingsins situr i. Það vildi til, að þetta var að nóttu til, svo að manndauði varð enginn. — En varðmaðurinn kastaðist sem togleð- ursbolti úr stól sinum, og alt brotn- aði, sem brotnað gat, gluggar allir; cn vegglím og myndir hrundu úr lofti og veggjum. Ekki vita menn með vissu orsök til þessa, en ætlað er verkið Þýzk- um. Siðar er fullyrt, að ódæðismað- urinn þýzki, sem veitti Morgan bana tilræðið, sé einnig valdur að þessu verki. Þýzkir farnir a? sprengja upp verk- smiðjur í Austur-Canada. Sprengd upp verksmiðja í Beloil í Quebec fylki senr bjó til sprengi- vélar. Niu menn dauðir; 8 stór- skaðaðir. Þarna var verið að smíða cða fylla sprengivélar fyrir Canada og Bretland. Þýzkir eru grunoðir um verk þetta.— Enda kemur það heim við fregnina sunnan yfir lín- una, að hér sé um stórkostlegt sam- særi að ræða meðal þvzk-sinnaðra manna, einkum í Ba'udaríkjunum. (Framhald á 5. bls.) J. P. Morgan skotinn. Það var að morgni hins þriða júlí New York. Maður nokkur þýzkur eða af þýzkum ættuin, Frank Holt að nafni, reyndi til að bana J. Pier- pont Morgan og skaut á hann 2 skot- um. En Morgan er, sem menn vita, einhver mesti auðmaður New Y’ork borgar og um leið allrar Ameríku, bankamaður og sonur gamla Pier- pont Morgans, sem kunnur var um heim allan, en er nú látinn fyrir rúmu ári síðan. Morgan þessi hinn yngri var full- trúi Breta i fjármálum í Bandaríkj- unum. Og fólu þcir honum að sjá um hundrað millión dollara lán það, sem þeir ætla að fá hér í Ameríku. En Morgan er aðalmaðurinn í auð- mannahóp miklum, og ætluðu þeir að taka að sér lán þetta, og jafnvel meira, tvö eða þrjú hundruð millí- ónir. Undir eins og þeir voru búnir að ákveða að sjá um lánið, þá barst það út um borgina, og þá hcfir and- inn komið yfir þenna þýzka mann. Því að undir eins lagði hann af stað og ætlaði að koma í veg fyrir, að Bretar fengju lánið, með því að fara nú þegar og drcpa Morgan. Þá hélt hann að lánið myndi falla um sjálft sig. Maður þessi Frank Holt er af þýzk um ættum; hefir verið í^Ithaca og kennari í þýzku við Cornell háskóla siðan 1912, er Bachelor of Arts (B. A.) og því áreiðanlega mentaður maður. , Að morgni hins 3. júní kom hann með lestiilni til Glencove kl. 8.53. Kosningarfundur Konservatíva í Winni- peg kjördæmunum. Konservatívar í Suður-Winnipeg ætla að halda fund til þess að kjósa fulltrúa þá, er atkvæði skulu greiða fyrir hönd þeirra á aðalfundi konservatíva hér hinn 14. og 15. júlí. Fundur sá verður haldinn á miðvikudaginn kl. 8 e. m. í Boyd Block á horninu á Portage Ave. og Carlton St., í her- bergjum þeim, sem kjósendur í Suður-Winnipeg hafa skrá- sett nöfn sín í. Konservatívar í Mið-Winnipeg mæta á fundi í sama gangi sama dag og stundu í Manitoba Hall. til- þenna fund eða þessa fundi mega konservatívar ekki und- anfella. Það er enginn cfi á því, að aldrei nokkurntíma í sögu fylkisins hefir verið stofnað til jafn merkilegs fundar, sem þessi fundur eða flokksþing konservatíva hinn 14. og 15. júlí ætti að verða. Og það er eingöngu undir mönnunum komið, sem fundinn sækja og atkvæði greiða og málunum til lykta ráða, hvort hann verður fylkinu og íbúum þess til sóma, eða ekki; — hvort liann verður byrjun nýrra tíma, með nýjum hug- myndum, nýjum málum, nýju lífi og fjöri, nýjum endurbótum, nýjum framförum, hreinni pólitík, — með velferð almennings, en ekki einstakra manna fyrir mark og mið. Það er sagt, að landinn sé hávaðameiri en nokkur annar þjóðflokkur hér í þessum nýju bygðum; — láti hann nú til sín heyra og komi fram og láti til sín taka. Hann verður að koma slnum mönnum inn á fund þenna. Landar voru með hinum fyrstu að reisa borg þessa. Ef þeir ekki koma einum eða fleiri af sínum mönnum inn á fund þennan, með rétti til að greiða atkvæði, þá mættu þeir eins vel liggja grafnir niðri í hinum djúpu skurðum borgarinnar, sem þeir í fyrstu hjálpuðu til að grafa; þeir sökkva þá niður í skrílinn og rusl- ið, sem nú hefir tekið við störfum þeirra. — Munið það, að það verða kosnir 5 menn til að greiða atkvæði á aðalfundinum, fyrir hvert kjördæmi, og það verða að vera góðir menn, sem *vita, hvað þeir eru að gjöra, — beztu mennirnir sem þér hafið. Og það er ekki nóg fyrir landann, að koma að einum manni fyrir kjördæmi hvert, heldur fleirum, eða eins og þið getið; og komið yður saman um þá áður en á fundinn kemur, ann- ars er hætt við, að alt fari í handaskolum hjá yður. — Fáið yður hreina, góða, staðfasta og skynsama menn. Þeir mega gjarnan vera ungir og nýjir, því að nú ættu nýjir tímar að fara í hönd. Látið nú sjá, hvað í yður er! — Það verður fróðlegt að heyra fundar-úrslit. Munið eftir a'ð sækja fundina, hver í sínu kjördæmi, á mið- vikudagskveldið í þessari viku, 7. þ. m.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.