Heimskringla - 08.07.1915, Page 3

Heimskringla - 08.07.1915, Page 3
WINNIPEG, 8. JúLí 1915. HEIMSKRINGL- BLS. 3 “Vodka” eða rússneska brennivínið. (Framhald). //. England má sín miður en Rússland í baráttunni við Bakkus. Á Englandi hefir margt komið fyr- ir, er þetta snertir, er menn hafa lit- ið athugað áður. Má sjá það á rétt- arhöldum ýmsum. Blaðið London Times segir frá manni einum, verka- manni í Woolwich hergagnasmiðj- unni. Hann var kærður um drykkju- skap og kallaður fyrir dómarann.— En dómarinn Mr. Simmons ávarj)- aði hann á þessa leið: “Mennirnir í ivíggröfunum biða eftir skotfærum. Mennirnir á flot- anum biða eftir sprengikúlum; en þú ferð á túr og drekkur big hlind- fullan. Það er nærri eins ilt og að strjúka úr fylkingu, er stendur víg- búin inóti óvinunum”. Af þessum fáu orðum geta menn skilið, hvernig stendur á bindindis- hreyfingunn á Bretlandi núna. Það er nú mikill ábyrgðarhluti fyrir einn og alla að drekka á Englandi meðan stríð þetta stendur. Drykkjuskapur- inn heftir tilbúning skotfæra og lamar England og stofnar ríkinu í liáska.. Seinustu 60 árin hefir risið bind- indis og hófsemdaralda á Englandi. Eitt hið mesta vandræðamál lands- ins hefir um langan tíma verið vin- drykkjpn. Menn voru kynslóð fram af kynslóð orðnir ölinu svo vanir og jafnvel áfengum drykkjum öllum. Og á vínsöluhús eða hótel koma þar eins konur sem karlar og það af æðri stéttum og heiðvirðasta fólki. Bindindisalda sú, sem valt -yfir Bandarikin á árunum 1840—1850, vakti mikla eftirtekt á Englandi, — einkum Maine lögin. Og hjá Bretum risu upp bindindisfélög og bindind- isforingjar, sem höfðu það fyrir mark og mið, að koma á lögum þess- um á Englandi. En fremstur þeirra allra var John Bright. og fylgdi hann fram lagafrumvörpum á þingi um local option, þó að engu þeirra kæmi hann í gegn. Brennivínssalan hefir ætíð notið meiri virðingar á Englandi, en hér i Ameríku. Það er aldrei litið nið- ur á brennivínssalann og hruggar- ann, og vínsalinn cr i heiðri hafður sem aðrir góðir og gildir fjárgróða- menn, og leggi bruggararnir vel og ríflega i kosningasjóðinn, þá er þeim stundum lyft upp i lávarða- deildina. Þeir eru reyndar kallaðir “bjór-lávarðar” (Beerage), en þeir eru merkur liluti hins enska félags- lífs. Á þeim hafa bindindis- og vin- bannslög í þinginu stundum strand- að. Árin 1893 og 1895 kom Sir Wil- liam Harcourt fram með lagafrum- varp um local option (héraðsbann). En þó að hann væri með hinum allra fremstu stjórnmálamönnum Brcta, þá gat hann ekki fengið þeim fram- gengt. En þó að jafnan hafi erfitt verið cg á móti blásið, þá hefir hreyfing- in eflst svo mikið, að seinustu 15 ár- ii- hafa vinsölumenn orðið að beita öllu sínu afli, til að berjast á móti henni. Árið 1904 unnu þeir mikinn sigur. Þá voru samþykt lögin um vinsöluleyfi, og var þar tekið fram, að stjórnin skyldi borga hverjum þeim fullar skaðabætur, sem ekki fengju vínsöluleyfi sitt endurnýjað. Þingið veitti þeim þarna lagalegan rétt, sem ekki er hægt að taka frá þeim, nema með lagaboði Og meðan þau lög standa, er ekki hægt að koma þar á vinbanni, nema með því að borga vínsölunum skaða sinn. En lög þessi voru þó ekki svo mik- ill fengur fyrir vinsölumennina, seni í fljótu bragði virtist, því að þau vöktu menn af svefni og æstu alla þjóðina upp á móti vinsölu- mönnunum. Af þvi leiddi það, að bindindismennirnir unnu mikinn sigur árið 1906 í þingkosningunum. Var þá meiri hluti þingmanna þeim hlyntur. .Vrið 1908 kom Asquith stjórnin fram með ný lög, sem vín- bannsmenn og bindindismenn töldu hina mestu framför og hlyntari mál- efni þeirra en nokkur lög, sem sam- in hefðu verið á Englandi. Neðri málstofan samþykti þau með mikl- um meirihluta atkvæða. En bjór- lávarðarnir i efri’inálstofunni feldu þau. Þetta og margt flera kom al- menningi til að fá óþokka á efri málstofunni. Og Asquith stjórnar- formaður hét bindindismönnum því, að þegar hann væri búinn að koma í gegnum jíingið ýmsum nauðsynja- málum og koma á heimastjórn á ír- landi, þá skyldi þingið taka til ó- spiltra málanna ög fá lagi komið á vínsöluleyfi og önnur mál bindind- ismanna. En svo kom striðið. England var að visu viðbúið, — ekki kannske algjörðu vínbanni, hildur gjörsamlega að breyta allri 'dnsölu. Þjóðin hafði með atkvæð- um krafist þessa. Og það voru að eins hinir römmustu afturhalds- menn, sem á móti stóðu. Ekki var stríðið búið að standa lengi, þegar andstæðingar vinsölunnar voru bún- ir að fá margar nýjar og sterkar sannanir sínu máli til stuðnings. Fyrst var það, að vinnautnin eða drykkjuskapur fór vaxandi stórum stigurn. Má geta þess, að crkibisk- upinn af Kantaraborg sendi út áskor un til alþýðu og skoraði á alla leik- menn sem lærða, að heita því, að drekka ekki vin meðan stríðið stæði yfir. En áskorun hans var enginn gaumur gefinn. Einkum var það rommdrykkja, sem fór ákaflega vax- andi. Kann það að hafa komið af því, að það var gamall siður, að láta hermenn hafa vissan skamt af rommi á hverjum degi, og er siður sá frá dögum Marlborough gamla hershöfðingja Breta, á dögum Loð- viks 14. Svo hafa menn tekið eftir því, að drykkjuskapur hefir aukist meðal kvenna þeirar, er eiga bænd- ur á vigvöllunum. Og komið hafa á- skoranir til stjórnarinnar um að semja lög, er banni konum að fara inn á veitinga- eða vínsölustofur.— En hefðarkonur, sem Lady French og Lady Jellicoe hafa stofnað félög eða klúbba (Tipperary klúbba), er konur geti komið inn á sér til skemtunar eða hvildar og fengið þar bindindisdrykki. Drykkjuskapur og vopnasmíðar. Ilvað karlmenn snertir hafði drykkjuskapurinn stór og mikil á- hrif á tilbúning vopna og skotfæra, og var það bæði tjón og voði fyrir Englendinga. Sigurvinning Breta við Néuve Chapelle sýndi það glögt, að svo framarlega, sem Bandamenn hafa nóg af vopnum og skotfærum, þá geta þeir á skömmum tíma hrak- ið Þjóðverja inn á Þýzkaland. Þeir þurfa að moka yfir þá nógu miklu af sprengikúlum; láta “lyddite” rigna yfir þá úr nægilega inörgum fallbyssum. Þá verða þýzkir ann- hvort að gjöra, að hrökkva undan og snúa heiin, eða liggja þar eftir i tætlum og tuggum. Þetta er það, sem Sir John French átti við, er hann sagði, að sigurinn væri allur kominn undir skotfærun- um. Bretar hafa verksmiðjur að búa til skotfærin, og efnin i þau geta þeir fengið sein þeir vilja. Það, sein þá vantar, eru verkamenn, — ekkert annað. En Bretland hefir ekki nóga verkamenn, og það sem þvi veldur er drykkjuskapur. Þó eru ekki all- ir verkamenn Breta drykkjumenn, heldur minnihluti. En þessi minn- hluti eyðir svo miklum tíma á knæp- um og drykkjustofum, að alt Bret- land getur lítið meira en búið til helming þeirra skotfæra sem þyrfti. Og þó fá verkamenn þessir meira kaup, en þeir höfðu áður, og vinna lengri tíma á degi hverjum. En eina afleiðingin virðst vera sú, að hinir drykkhneigðu menn hafa nú meiri peninga til að eyða og kaupa sér brennivin fyrir. Verkföll hafa mörg verið. Verka- menn, sem hafa verið að gjöra við herskip eða smíða, hafa kastað frá sér verkfærunum og hætt vinnunni. Og fyrir það hafa skipin verið gagns laus svo og svo lengi. Verkamenn, sem hafa verið að hkiða skip með vistir og vopn og herbúnað til her- mannq i Flandern og á Frakklandi, hafa sagt upp vinnunni oft þegar mest lá á. Þetta hefir glatt hjörtu Þjóðverja oft og tiðum, og margoft hefir brennivínið verið megin or- sökin að þessu. Fyrir einum 2 mán- uðum síðah komu menn í skipa- smiðafélaginu allir í einum hóp til Lloyd George og báru það skýrt og skýlaust, að þeir gætu ekki gjört verk þau, sem þeim hefðu verið falin, eins fljótt og lofað var, af jieirri ástæðu, að verkamenn þeirra eyddu svo miklum tima á knæpum og drykkjustofum, og þegar þeir kæmu, væru margir þeirra svo lé- legir til verka, að ekki yrði meira en hálfu verki af komið. Þessu til sönnunar sýndu þeir hohum tima- Hemphill’s American Leading Trade School. A»«I skrifslofa 043 Maln Street, Winnlpeg:. ^ Jitney, Jitney, Jitney. Þatl þarf svo hundru’ðum skiftir af monum til atS höndla og gjöra viö Jitney blf- reiSar, arösamasta starf í bæmim. Aöeins tvær vikur nauösynlegar til a« læra í okkar sérstaka Jitney "class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér aTS velja stööu eöa atS fá Jitney upp á hlut. Gas Traetor kenslu bekkur er nú atS myndast til þess atS vera tll fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess atS svo hundrutSum sklftir hafa farttS i Stríöits, og vegna þess atS hveiti er I svo háu vertSi atS hver Tractlon vél vertiur at5 vinna yflrtíma þetta sum- ar. Eini virkilegl Automobile og Gas Tractor skólinn I Winnipegr. LæritS rakara ÍCnina í Hemphlll s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgatS á met5an pu ert aó læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 26 nemendum sem byrja VltS höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Vit5 kennum elnnig Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá elnni lærigrein til anarar án þess a?5 borga nokkuö auka. Skrifiö et5a komiö vit5 og fáit5 okkar fullkomit5 upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Ileml Offlcen (I W Mn%i St., Wlnnlpcg Branch at Reglna, Sask. Brúðkaupskvæði flutt af Mrs.H.Bjarnason til Mr. og Mrs. .1. Thorsteinsson, Reykjavík P.O., Man., 5. júní 1915. Hlýleg bros nú hafa fengið vöhl, hugann kætir góða veizlu að sitja. Hér cr glatt á hjalla þella kvöld. Hlýðið, gestir, kvæði vil eg flytja. Hér ennþá byggjum veizlu i vinaranni, við ræðuliöld og skemtun þetta kvöld, og allir geta séð það nú með sanni, að Sjöfn hér hefir enn sin foru völd. Því hugann fylti ástin voða-valdi og vængjatökum greip um lífsins fley; og enn sem fyr það kom nú hér að lialdi, er helgum böndurn reyrði svein og mey. Frá þeirri stund og alt til æfiloka með ábyrgð stærri byrja störfin ný. Á hólmi lífs má hálfu feti ei þoka. En hlýlynd brúður lofað hefir þvi, að bregðast aldrei bóndans kærstu vonum, þvi breytni öll skal frí við hræsni og tál: Með ást og bliðu ætíð gefa honum alt það bezt, er finst í hennar sál. Því óskum vér að ungu hjónin megi allskyns gæfu njóta i þessum heim, svo fólur þeirra steyti stein við eigi, þá starfið verður létt á brautum þeim. Þau cru að leggja út í aðra strauma, og auðnan góða fylgi hjónum tveim. Já, láttu drottinn lífsins vonardrauma á leið ókunnri jafnan rætast þeim. töflu verkamanna í smiðjunum. 1 sumum smiðjunum töpuðust þann- ig að jafnaði tveir daga á viku hverri hjá hverjum einasta manni. Eða með öðrum orðum: Verka- mennirnir unnu aðeins 4 daga á viku að meðaltali. Ef að þeir koma við á knæpum að morgni eða um miðjan dag, þá sjást þeir vanalega ekki úr því þann dag á verksmiðj- unum. En er Lloyd Géorge spurði þá, hvaða ráð þeir vissu líklegust til að bæta úr þessu, þá kváðu þeir allir einum rómi, að það væri aðeins eitt, að afnema alla sölu áfengra drykkja meðan striðið stæði yfir. Hér dygði ekkert hálfverk. Stjórn- in hefði reynt að loka öllum knæp- um og drykkjustofum kl. 10 á kveld- in, og opna þær ekki fyrri en kl. 10 morgnana. En þetta hefði enga jýðingu liaft. — Verkamennirnir hefðu drukkið því meira þessa kl.- tírnana, sem knæpurnar voru opnar. Þegar Lloyd George heyrði þetta, þá sá hann, að það myndi þurfa að taka fyrir kverkar á fjanda þessum, ef duga skyldi. Og þeir eru fleiri en hann, sem eru á þeirri skoðun. Daginn eftir að Lloyd George hafði tal af skipasmiðunum, lýsti George konungur því yfir, að eng- inn áfengur drykkur skyldi koma á konungsborð meðan striðið stæði, og er það i fyrsta sinni í sögu Eng- lands, að slíkt hefir komið fyrir. — Kitchener lávarður kvaðst ekki mundi smakka áfenga drykki, er liann heyrði þetta. Og mörg iðnað- ar og verszlunarfélög kváðust mundu styðja vinbann, ef að þvi væri fram haldið. Borgarráðið í Glasgow samþykti tillögu um al- gjört bindindi um tíma og er þar þó drukkið feiknamikið af whisky. — Yfirmenn fjögurra hinna mestu her- flokka á Irlandi, kardínálar og bisk- upar skrifuðu undir hréf til stjórn- arinnar, allir saman, og báðu stjórn- ina að banna alla vinsölu með hin- um ströngustu lögum. En til þessa hefir England ekki gjört annað en ræða mál þessi. Eng- land hefir ekki fylgt dæmi Rúss- lands, og ekki einu sinni gjört eins mikið og Frakkland í þessum efn- um. En margir eru þeir, sem full yrða, að Bretar geti ekki unnið sig- ur í striði þessu, nema knæpunuin og drykkjustofunum sé breytt í klúbba, sem selja megi ckki aðra drykki en bindindisdrykki. Síra Páll Sigurðsson. Fæddur 16. júli 1839. Dáinn 23. júli 1887 Áður en N. Kbl. fer veg allrar ver- aldar, verður það að minnast síra Páls i Gaulverjabæ, og flytja mynd af honum. Myndin fékst ekki góð, tekin eft ir annari mynd, og því dauf, en vandað hefir verið ti að skýra hana, og er sögð allvel lík. I'æddur var síra Páll að Ðakka i Vatnsdal 1 . júlí 1839. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi Jónsson og kona hans Margrét Stefánsdóttir. Hún giftist i annað sinn Friðrik Skram bónda á Kornsá; þeirra dótt- ir Guðrún, móðir Páls Steingrims- sonar póstafgreiðslumanns. Góð hændaætt norður þar, föðurætt sira Páls, segir Hannes ættfróði, og fátt lærðra manna i. , Páll lærði undir skóla í Hnausum, með Skapta Jósefssyni, urðu þeir samferða alla leið um skólann. Gengti þeir 7 inn saman 1855; heft- ist einn úr lest, vegna sjúkleiks, Gunnar Gunnarsson frá Laufási, en hinir urðu stúdentar 1861; annar Páll, læknir í Stafholtse-y, Eggertar 2, báðir prestar, Briem og Sigfús- son, og hinn 6. Jón skólameistari Hjaltalín, og eru nú allir látnir, og lifði síra Páll skemst. Efstur var síra Páll á blaði við urtfararprófið, og góða einkunn tók hann tveimUr árum síðar frá presta- skólanum. Næsta vetur er hann heimilis. kennari lijá Þórði Guðmundssyni, sýslumanni Árnesinga, og kvæntist 1864 Margréti dóttur hans. Er hún á lífi og hefir staðið fyrir búi bróð- ur sins, Sigurðar sýslumanns i Arn- arholti um fjölda ára. , Páll vígðist að Miðdal 1866, er þar 4 ár, þá 10 á Hjaltabakka, og kemur að Gaulverjabæ 1880, og er þar til dauðadags. Skáldsöguna “Aðalstein” reit sira Páll á Hjaltabakka. Sagan fékk held- ur ómilda dóma. Hefi eg heyrt þá sögu, að aðra skáldsögu hafi hann þá átt í smiðum, eða enda gengið frá að mestu, en varpað á eld með þeim ummælum, að ritdómararnir skyldu ekki þurfa að rífa hana i sig. Skinandi fallegir kaflar eru i Aðalsteini. Efa eg að í nokkurri ís- lenzkri skáldsögu sé t. d. skýrari mynd og minnilegri, en þegar Aðal- steinn kemur fyrst í Skálholt, og eins er hann sækir þá feðga heim að Felli. En löng samtöl, i köflum, um lítil efni, hafa fælt menn. Uppi- staðan ágæt, og mundi Dickens hafa þakkað fyrir, að fara með svo slung- inn lífsþráð. En ekki sem höndu- lcgast í meðferðinni, á stundum; hann ekki orðinn enn leikinn i list- inni, sem lærst hefði margfaldlega, ef haldið liefði áfram við sögugjörð. Hagmæltur var hann, en lagði eigi mikla stund á þá list. Prédikanir allar í “Húslestrabók- inni” eru frá Gaulverjabæjarárunum. Sú bók fékk ekki einróma lof i blaðagreinum; en almenningur hef- ir kunnað að meta og er bókin fyr- ir löngu uppseld. Mundi þvi vel tek- ið, að bókin kæmi aftur út, og mundi kostur að auka, því töluvert óprent- að prédikanasafn er til með inn- taks-yfirskriftum frá hendi sira Egg- erts Briem, er ásamt sira Bjarna prófasti Simonarsyni á Brjánslæk vann mest að útgáfunni. Bezt reit síra Valdimar um Pré- dikanirnar i 4. ári Kirkjublaðsins. Er hér nokkuð tekið upp: “Síra Páll var í sinni tíð orðlagð- ur ræðuskörungur. Hefir ekki verið ofsögum af því sagt, eftir ræðuin þessum að dæma, þvi að mörgu leyti mega þær heita stórmerkilegar. Það er oft að íslenzku prestunum cr hrugðið um deyfð og vanafestu og fleira þesskonar. Það er ekki hér að sjá. Ræður þcssar eru fullar af lífi og fjöri, krafti og kjarna, brenn- andi áhugh og helgri vandkctingu. llöfundurinn hefir verið eldheitur áhugamaður um alt, og eftir þvi ein- arður og skorinorður....... “Ýmislegt er einkennilegt við ræð- ur þessar. Eitt er það, að þær lúta meira að veraldlegum efnum og hversdagslífinu, en flestar samkynja rreður, sem birzl hafa á prenti á ís- lenzku....... “í annan stað er það einkenni- lcgt við ræður þessar, að höf. talar einkum til skynseminnar, samvizk- unnar og viljans, cn miklu minna til tllfinningarinnar eða hjartans.... Enn er það einkennilegt, að höf fer i ræðunum sjaldan út fyrir þetta líf, enda oft ekki þá, er andi hans kemst mest á flug.......Ilann gefur hin- ar glæsilegustu vonir um framtið- ina, vonar að alt muni fara batn- andi, eftir þvi sem timar líða, unz jörðin verður aftur að nokkurskon- ar Paradís, að minsta kosti standi það i valdi mannanna sjálfra að gjöra hana þannig, og aðalráðið til þess sé frelsi, samfara því að beita skynseminni réttilega”. Fyrst mun sira Páll hafa vakið at- liygli á kenningarmáta sínum, er páskaræða hans kom út (1888). Af- neitaði liún eilífri götun. Voru inenn þá litt vanir “nýrri guðfræði”. Enn má mikla kynning ta á Páli heitnuin af bréfum hans til Þor- steins læknis í Vestmannaeyjum. Eru bréfin rituð frá Gaulverjabæ hin fyrri ár sira Páls þar. Birtust þau í 8. árgangi óðins. Finst hon- um enn daufara félagslífið i Flóan- um en nyrðra, og er harðorður og heiskur: “Eg brenn af áhuga fyrir viðreisn lands og þjóðar”. Þaðan koma allar vandlætingarnar. Barnaskóla kom sira Páll á i Gaul- verjabæ, og vigði með 20 börnum i t tsember 1881, og stóð með góðum hlóma hans daga. Eigi siður bar liann fyrir brjósti alþýðuskólann á Eyrarbakka, sem nú var á prjónun- um, en kafnaði í aumingjaskap og úrræðaleysi. Ágætur kennari var síra Páll tal- inn, og bjó hann marga plita undir skóla Iljaltabakkaárin, og gafst vel. Má ncfna til dr. Valtý Guðmunds- son, síra Hafstein Pétursson, pró- fessorana Guðmund Magnússon og Hannesson, prestana sira Jón ó. Magnússon, sira Björn Pálsson og síra Björn Jónsson og enn fleiri. — Segir Guðmundur Hannesson mér, að hann geymi. óvenjuhlýjar minn- ingar um síra Pál frá námsdvöl sinni hjá honum á Hjaltabakka: “Inndælis-maður”. — ‘Bezti kenn- ari”. — “Átti töluvert af bókum”. “Litla kenslustofan alþakin bókum”. Enskulesandi vel var síra Páll. Las hann á Hjaltabakka rit W .E. Channings, og hafa þau eflaust haft mikil áhrif á kenningu hans. Skilning segist Guðmundur, þótt ungur væri, hafa fengið á því, hve mikil og sár útþrá hefði verið i síra Páli á hinum yngri árum, burt frá liinu þrönga, breytingalitla lífi, scm beið hans heima. Þar bar að i bygð, eða á heimili,, mjög svo viðförulan sjómann íslenzkan, sem kominn var nú i basl og átti lítils úrkosta. Varð síra Páli þá langtalað um æsku- draumana og æskuvonirnar, hvc heitar þær væru og sárar og svikul- ar á stundum. Veik hann eitthvað að sjálfum sér, en varð svo litið á barnahópinn og brosti við og mælti: “En þá hefði eg ekki eignast ykk- ur”. Önnur endurminning prófessors- ins sú, að sira Páll var um það að tala, hve raunalegt það væri, hvc lítið yrði úr uppvaxandi kynslóð- inni. Þegar hann þekti bezt ung- lingana um fermingaraldurinn, þá væri innan um ágætlcga falleg mannsefni; en svo rétt á eftir lcnti alt vitið hjá þeim í nokkrum roll- um. , Glöggur maður og réttdæinur, í prestsstöðu, lét það eitt sinn uppi, að orðið framfarir kæmi helzt til oft fyrir i ræðum síra Páls. En hæði fylgdi hugur máli, og ekki undar- legt, þó að þeir, sem uxu upp um miðja öldina siðastliðnu, tækju sér það nokkuð oft í munn, því um und anfarnar aldir hafði það fengið að hvíla sig, og varla þekst nema um líkams- eða lærdómsþroska ung- linga. Sira Þorkeli heitinn á Reynivöll- um, liinn hyggni maður, kvað sig furða á því, hve vel síra Páll hefði efnast í Miðdal, þau fáu ár sem hann var þar, í því rýrðarbrauði og haf- andi byrjað með ekkert. Á Hjalta- bakka stóð hagur hans i blóma. Þar hafði öllum prestum liðið vel, og var haft eftir Halldóri prófasti Ámunda- syni, að því, sem hann hafði grætt á Hjaltabakka, hefði hann eytt á Mel- stað, var þó munur á brauðum i þá tlaga. 1 Gaulverjabæ gekk aftur af síra Eáli heitnum, hann lenti þar i hörðu árunum eftir 1880. Búið alment Bæjarhreppi bæði til sjós og sveitar, illa gefist. Og andlega ástandið þar niður um átti illa við sira Pál og and ar að kalt i óðins-bréfunum. En ein mitt við það varð hann sjálfur afl stola upp að lyfta liinni lágu bygð i kringum sig, sem hann þó þráði svo heitt. , Sigurður sýslitmaður minnist mágs síns svo i bréfi til min': grannvaxinn, nokkuð axlasiginn, út- skeifur, með fast og fjörlegt göngu- lag. Fjörmaður mikill; hló mikið og hló hátt. “Mér er minnisstætt að sjá og heyra þá saman, hann og sira Pál Ingimundarson í Gaulverjabæ. Sira Páll sá var allra manna hæglátastur og prúðastur i framgöngu, en átti til skemtilegt bros og hnittileg orð, þegar því var að skifta; en aldrei heyrði eg hann hlæja. Það var að eins fliss. Ef hann opnaði munn- inn til gamans, þá var nafna hans öllum lokið, og var kostulegt að heyra flissið í síra P. .1. og sköllin í hinum. En alt fyrir það var sira P S. þunglyndur fram eftir æfinni, og þá oft stúrinn i geði og önugur; en þetta liafði breyzt alveg með aldr- inum. “Hann var mjög hugsandi maður; gjörði mikið af því að ganga um gólf í þönkum, og sneri þá gjarnan jafnframt upp á hárlokk, staldraði hann þá stundum við með snöggum hlátri yfir einhverju innfalli; en lagði svo af stað aflur, og var ekki að sjá, að hann hefði hugmynd um að neinn væri viðstadddur. Fljót- lyndur mjög og tilfinningasamur. “Hann var beint eldmóðugur fyr- ir öllu sem miðaði til framfara eða til að gjöra lífið bjartara, og hann hefði getað sagt með sanni: “hum- ani nil a me alienum puto". (Ekk- ert mannlegt er mér óviðkomandi)”. — Þrjú börn lifa síra Pál af 6: Þórður læknir í Borgarnesi, Árni bókavörður í Reykjavik og Anna kona Sigurðar lyfsala Sigurðssonar í Vestmannaeyjum. Elztur þeirra barna var Sigurður heitinn læknir á Sauðárkrók. Síra Páll andaðist löngu fyrir ald- ur fram, af hörmulegu slysi, var að búa sig á hestbak i embættisferð um prestakallið, og datt og meiddi sig svo illa, að dró til dauða eftir mikl- ar ogdangar þrautir. Hann dó í Gaulverjabæ 23. júlí 1887. — Nýtt Kirkjublað, 15. maí 1915. ¥ Getið þess að þér sáuð aug- lýsinguna í Heimskringlu. THE CANADA STANDARD LOAN CO. AVal Skrlfntofa, Wlnnlpes $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þelm sem hafa smá upp- hæhir til þess aT5 kaupa, sér í hag. Upplýsingrar og vaxtahlutfall fæst & skrifstofunni. J. C. Kyle, rAfinmaftur 428 Maln Street, Wlnnlpes. Rafmagns — heimilis — áhöld. Elughes Kafmagns Blðavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “Laco Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” "Unlversal” Appllances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnlpeg VltSgJörtSir af öllu tagl fljótt og vel af hendl lelstar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cabinet Makers and Upholaterera Furnlture- repalred, upholstered and cleaned, french polisUng and Hardwood Finishlng, Furnl- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned. Ciione Garr* 3112 360 Sherbrooke St. BrúkatSar saui avélar metS hœfl- legu vertSl.; nýí tr Slnger vélar, fyrlr penlnga út t L'nd etSa tll lettgu Partar t allar teg ndir af vélum; atSgJört) & öllum tegn tum af Phon- nographs & mjög lá-g'. vertSt. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega verksmala. ‘agenta” og “Að ytra útliti meðalraaður á hæð, Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússthrf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phons 6. 5678-4474

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.