Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 8. JÚLÍ 1915. Veitið þessu athygli! Fréttir úr Bænum. Þessír nemendur hr. Thorsteins Jtohnston hafa nú í vor tekið próf í fiólinspili við Toronto Conservatory of Music: Mr. Friðrik Thorláksson, Selkirk, Primary. Miss Lísle Cornish, Selkirk, Prim- ary. Miss Viola Johnson, Winnipeg, Primary. Mr. Vilhjálmur Einarsson, Lög- berg, Sask., Associate, kennarapróf. Mr. Robert Beath, Winnipeg,/n<- ermediate, eða þriðja próf. Hvað tvo hina síðastnefndu snert- ir, þá niá geta þess að Mr. V. Einars- son er sá fyrsti íslendingur, sem tek- íð hefir kennarapróf í fíólinspili hér i Canada. Og auk þess tók Vil- hjálmur próf í þessum greinum söngfræðinnar: Harmony, cða radd- setníngu, annað ár; Counterpoint, fyrsta ár og History fyrsta ár; Piano Primary. 1 öllum þessum greinum tók hann heiðursmark (honors). Mr. Robert Beath má geta sérstak- lega að því, að hann er blindur, og mun vera sá eini blindi nemandi, sem menn vita til að tekið hafi próf í fíólinspili. Hann tók þar heiðurs- mark (honors) eins og Vilhjálmur Einarsson. Þessi skýrsla um nemendur Mr. Thorst. Johnstons hér í Winnipeg sýnir, hvernig lærisveinum hans reiðir af, og er hún bezta sönnun fyrir hæfileikum hans sem kennara i fíólinspili, og hin eina trygging fyrir þá, sem kenslu þurfa að fá í þessari grein, þegar lærisveinar frá honum geta farið og tekið próf með góðum vitnisburði i einum hinum bezta skóla landsins. Söngfræðina lærði V. Einarsson á þessum vetri hjá Mr. Magnúsi Magn- ússyni hér í bæ og píanóspil hjá Miss Sigríði Friðriksson. Islendingadagurinn. 2. ágúst 1915 verður haidinn hátíð- legur í Wynyard, Sask. — Nefndi í rinnur kappsamlega að undirbún- ingi öllum og mun gjöra sitt ítrasta lil, að dagurinn verði uppbyggjandi og ánægjuríkur gestunum. Nánar auglýst síðar. Ásgeir I. Blöndahl, p. t. ritari. Messa í Árnesi. Sunnudaginn kemur, þann 11. þ. m., flytur sira Rögnv. Pétursson messu í Árnes skólahúsi, kl. 2 e. h. Messa á Gimli. Sunnudaginn þann 19. þ. m. flyt: ur síra Rögnv. Pétursson messu í Onítara kyrkjunni á Gimli, kl. 2. e. hád. — Safnaðarfundur eftir mess- una. Söngæfingar fyrir þjóðhátíðina annan ágúst eru haldnar í Únítara- kyrkjunni á miðvikudögum kl. 8. e. m. — Áríðandi að söngfólkið mæti á æfingum. Næsta sunnudagskveld verður um- ræðuefni í Únítara kyrkjunni: Sýni- lcgar afleiðingar liins yfrstandandi vfriðar. — Allir veikomnir. STAKA. Er það von að háskinn hlaupi, húsaþvottur líkist raupi: Fjandmenn eru á fullu kaupi, Frændur á minna’ en hálfu staupi. G. J. G. þetta Þessir menn selja bók mína hér í Iandi: — Magnús Hjörleifsson, Wpeg Beach. Stefán Eldjárnsson, Gimli. Sigurðsson Bræður, Árnes. Victor Eyjólfsson, Riverton. Jóhann K. Johnson, Hecla (Mikl- ey). Gunnl. Hólm, Vidir Níels Hallson, Lúndar. Stephan Stephanson, Dog Creek. J. K. Jónasson, Dog Creek. St. O. Eiríksson, Oak View. Th. Stephansson, Winnipegosis. G. J. Oleson, Glenboro. Jósep Davidson, Baldur. Gísli Egilsson, Lögberg, Sask. P. J. Norman, Kristnes, Sask. J. H. Líndal, Holar, Sask. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. Tómas Þorsteinsson, Church- bridge, Sask. , Þorsteinn Borgfjörð, Vancouver, B C. J. A. J. Líndal, Victoria, B. C. B. S. Thorwaldsson, Akra, N. D. Magnús Bjarnason, Mountain, N.D. Mrs. Job Sigurðsson, Upham, N.D. Mrs. J. Johnson, Blaine, Wash. John Westman, Seattle, Wash. H. S. Bardal, Winnipeg. E. J. Skjöld, Winnipeg. S. J. Austmann, 247 Lipton St., Winnipeg. Landi vor F. H. Thomson, sem lengi hefir haft keyrslustarfa (Ex- press) hér í borg, upp á eigin reikn- ing, varð fyrir því mikla tapi nú fyrir nokkru síðan, að missa þann eina hest, er hann átti, og þar af leiddi að honum varð ómögulegt að reka atvinnu sína, — en efnalega er hann nú svo staddur, að hann sér engan veg til þess að fá sér annan hest. Ilefir hann þvi afráðið að raffla keyrsluvögnum sínum og selja tickets aðeins 25 cents. Ýmsir hjálpfúsir menn hafa þau á boðstolum. Miirg þurfa að seljast, svo þetta fyrirtæki geti orðið að til- ætluðum notum, — eða réttara sagt, geti orðið að hjálp; því hér er ekki um gróðabralls hugmynd að ræða, heldur blátt áfram hjálp til handa bágstaddri fjölskyldu. Á þennan hátt er því enn einu sinni, sem oft áður í ýmsum tilfell- um, — eins og drepið á dyr hjá al- menningi og leitað eftir hjálp, — mannúð og mannkærleika, sem svo þrásækilega oft hefir sýnt sig að mikið er til af hér á meðal vor. Takið því öllum vel, sem bjóða | yður ticket fyrir rafflið hans Thom- sonar. G. H'. HERBERGI TIL LEIGU í BLOCK; aðgangur að eldhúsi, ef óskað er. Hkr. visar á. Hr. J. E. J. Straumfjörð, frá Otto, Man., var hér í bænum að fá fót gjörðan handa syni sínum, sem lengi var hér á spitalanum í vetur, og tekinn var fótur af. Hann lætur vel af ökrum þar í sveit og útliti öllu. Rignt hefir þar nú nýlega, og er sem alt sé að lag- ast, engi og akrar, svo að útlit er fyrir meðalgrasvexti, þó að áður \æri hraklegt. Auglýsing. Hérmeð auglýsist eftir kennara í frönsku, þýzku og fleiri náms- greinum við Jóns Bjarnasonar skóla í 8 mánaða tíma, sem byrjar með 1. okt. næskomandi. Umsækj- andi, karlmaður eða kvcnmaður, verður að liafa lokið stúdents prófi (B.A.). Tilboðum f þessa stöðu verður veitt móttaka af undirrit- uðum til 19. þ. m. Umsækjandi til- taki kiaup. Skólaráðið áskilur sér rétt til að hafna hverju tilboði sem vera skal, eða öllum. Winnipeg, 5. júlí 1915. M. Paulson, ritari skólaráðsins. 784 Beverly St. KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. Kensla byrjar 15. sept. í 3 mánuði. Byrjar aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjami Jóhannsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. KENNARA VANTAR fyrir Asham Point School District No. 1733 fyrir sex mánaða kenslu. Kenslutíminn er frá 1. sept. 1915 til 31. des. 1915, og svo frá 1. marz til 30. apríl 1916. Umsækjandi tiltaki mentastg og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirskrifuðum til 31. júlí 1915. W. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer, Man. Dánarfregn. Miðvikudaginn 2. ji'iní 1915 andað- ist hinn háaldraði öldungur Sigfús Einarsson, á heimili Oddnýjar dótt- ur sinnar og manns hennar, Stefáns Andersons, 32 fifth Ave., St. Yital, Man. Síra Friðrik J. Bergmann flutti húskveðju og jarðsöng hinn látna. Sigfús var fæddur á Bórarins- stöðum í Seyðisfirði þann 19. apríl 1828. Þar bjuggu foreldrar hans, Einar bóndi Jónsson, Stfgssonar. og kona hans, Svanhildur Magnúsdótt- ir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til 1851. 3>á kvæntist hann Margrétu, dóttur Eiríks bónda Magnússonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, á Sörlastöðum í sömu sveit. Þau Sigfús og Margrét bjuggu á Þórarinsstöðum, l>ar til hann misti hana eftir 15 ára ástríka sam- búð. Þau áttu 8 börn; af þeim lifa nú 4, öll hér vestra, og í nábýli hvert við annað; þau eru: 1. Eiríkur; kona hans heitir Á- gústa Guðfinna Bjarnadóttir. 2. Margrét, gift Jóni Bergssyni. ■3. Oddný, Mrs. Anderson, sem fyr er nefnd. 4. Sigríður, ógift; lengstum verið hjá Oddnýju systur sinni. Eftir fráfall konu sinnar var Sig- fús heitinn vinnumaður á ýmsum stöðum í Seyðisfirði; mest hjá hin- um stærstu bændum, svo sem í Vest dal, Selsstöðum, Sörlastöðum og Hánefsstöðum. Allstaðar virtur og vel liðinn og það að maklegleikum, því hann var afbragðs hjú; sér- staklega duglegur til hvers sem var á sjó og landi; trúr og húsbónda- holluri í viðbúð síglaður og skemti- legur og ávann sér eins hylli sam- þjóna sinna sem húsbænda. Árið 1887 fór Sigfús heitinn til Ameríku og settist iað í Winnipeg hjá Oddnýju dóttur sinni, sem var flutt vestur á undan honum. Hjá þeim hjónum dvaldi hann við gott at'læti og ástríka umönnun til dán- ardægurs. Sigfús heitinn var gildur meðal- maður á hæð og svaraði sér vel; fjörmaður mikill, glíminn og kapp- gjarn, en þó góðmenni. Hann var heilsugóður alla æfi og hélt sér furðu vel, fram á seinustu æfiár; sí- vinnandi, glaður og viðræðisgóður; minnugur mjög og fróður um margt. Að vísu var það auðséð undir það síðasta, að líkama kraftarnir og sálarþrekið fór þvemandi; enda var erfiðistíminn orðinn langur og oft strangur; frá því er hann fór f há- karlalegu með föður sínum, þegar hann var á 11. árinu. Hann lá ekk- ert veikur, klæddist á hverjum degi og var meira og minna á ferli, unz hann leið út af þjáningarlaust að kveldi hins fyrnefnda dags. Þá höfðu dætur hans nýbúið um hann, og á meðan talaði hann við þær af fullu ráði og rænu. Þannig í fám orðum minst forn- kunningja af S. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Eyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Ljóðmæli forn og ný cftir Sigurð J. Jóhannesson. Þessi gamli, góði vinur minn ber það traust til mín, að biðja mig að minnast á þetta litla ljóðasafn, sem nú er nýútkomið. Mér væri það sönn ánægja, að geta sagt einhver einföld, einlæg og hlý orð um þetta verk höfundarjns, sem gætu orðið honum tii ánægju og gleði í kveldkyrð aftanroðans, þar sem forn-íslenzka hetjan situr, nú 74. ára gamall, með stór sár, sem hafa níst hann inn að hjarta, en samt ekki getað bugað stillinguna og þrekið. Hann er enn ungur og ern, og sama hetjan þrátt fyrir alt. Guð og staðfestan eru herklæðin. En gamla íslenzka dáðin og drengskap- urinn er sverðið og skjöldurinn, er hann hefir borið í gegnum lífsbar- dagann. Þegar eg minnist á þessi ljóð, þá er tvent að athuga: Eg er ekkert skáld, sem fær sé um að dæma list- fengi þeirrar gáfu. Annað hitt, að hér hefir enga þýðingu, að fara að slá sér upp og spreita sig á djúpu gagnrýni, eða að fara nú í endalok vertíðar, að leggja skáldið á hné sér og segja því að fara þessa leiðina en ekki hina. Það er efalaust ómetan- lega gott, að fá óhlutdrægan dóm og leiðbeiningar fyrir ung skáld, ef sagt er með hóglæti og viti. Og eg vil meina, að þessi höfundur og vinur vor hefði mátt verða og getað orðið langtum fjölbreyttari, inngripameiri í samlifið, og um leið á pörtum létt- ari og skemtilegri, en raun hefir á orðið, hefði hann frá göfugum og vitrum mönnum fengið þá leiðbein- ing ungur. Eg á öll ljóðmæli höfundarins, er út hafa verið gefin hér vestra, og get eg sagt það, sem ekki mundi segja um flest af vorum skáldum hér —: Að enda þótt að ekki sé hægt að tildra neinu óskapa lofi eða rífa rjáfur himinsins með hljómöldum dýrðarinnar yfir skáldverkum hans, eins og sumra annara hér, — þá á hann það framyfir flesta aðra, að hann á enga ómynd til. — Og ef ekki er hægt að lofa liann, þá er ekki held ur hægt að lasta hann. Nú eru liðin 18 ár siðan fyrstu ljóðmæli hans komu hér út. Þeim var vel tekið og eru löngu uppseld. Eg sagði þá fáein orð um kvæðin, og fer ekki að endurtaka það. Al- þýðuhyllin hefir staðfest ininn dóm. Nú eru mörg af þeim sömu kvæðuin i þessu safni einnig úr ljóðakverinu, sem út kom 1905. Og svo önnur ný. Eg er ekki vel ánægður með valið i þetta safn. Úr því ekki var hægt, að gefa út í einni heild hér um bil ÖIl jóðmæi höfundarins, þá þurfti þetta að vera úrval. Eg sakna margra af eldri kvæðunum, sem eru prýðis- vel kveðin, og grípa inn í sögur vor- ar, eins og “Víg Grettis og Illuga”, o. fl. Og sérstaklega vil eg taka það fram, að þessi höfundur ber höfuð og herðar yfir öll skáld vor hér vestra, sem eftirmælaskáld. Þar er hvert orð talað út úr hjartanu; þar er ekkert tildur eða tál. Og þrír stórmerkir menn eiga eftirmæji í gömlu bókinni: Lambertsen lækn- ir, Gestur skáld Pálsson og Björn tJnitara-trúboði Pétursson, sem ekki eru í þessu safni. Þetta eru alt fagr- ir og traustir minnisvarðar, sem hefðu átt að flytjast í úrvalsheild höfundarins. Það hefði mátt miklu fi emur missast eitthvað af þessum íslenzku “minnum”, sem vér eigum urmul af. Og þótt eg tilfæri ekkert annað af nýjum kvæðum, þá vil eg ekki gleyma að þakka höf. innilega fyrir eftirmæli Krstjáns Geileyings og sira Odds V. Gíslasonar. — Það verður sjálfsagt eina minnismerkið, sem þeim verður reist meðal vor. Og það var gjört af snild. —- Hafðu kæra þökk, vinur minn! , Eg sé enga þörf á, að fjölyrða um þetta ljóðasafn. Ilöfundurinn er öll- um svo vel kunnur. Hann er einn af vorum frumherjum. Einn af vorum traustu og góðu alíslenzku land- námsmönnum í þessum nýja heimi. Lífsþráður hans er vafinn og flétt- aður i gegnum alla vora sögu hér. Og nafn hans verður með sæmd skráð á minnisspjöld ókomná tím- ans, eins lengi og vor verður getið. Það er máske barnalegt af mér, — eins og margt annað —, en mér finst eg hafa hjartanlega löngun til, að taka hlýtt í þreyttu og hnýttu hend- urnar á hverjum einasta manni og konu af gömlu frumherjunum is- lenzku, sem með sæmd og hreysti eru búin að ryðja brautina og af- Ijúka dagsverkinu. Mér finst alt gamla fólkið skyldgetnir bræður mínir og systur. Fæddir af sömu móður, og hafa orðið að berjast hlið við hlið í framandi landi. Með þessari sömu einlægu og hjartanlegu tilfinningu, óska eg og vona að allir taki vel ljóðasafni sæmdarmannsins S. J. Jóhannes- sonar. , Lárus Guðmundsson. “Saw Thistle” Ein af skaðlegustu illgresis teg undum cr hinn svo kallaði Perennial Saw Thistle (Sancus Arvensis). — Hann dreifist á þann hátt, að fræið fýkur langar leiðir i loftinu og berst með ýmsum dýrum. Einnig dreifa ræturnar sér, sem vaxa eins og taumar í allar áttir (Running Root- stalks), og vaxa nýjar plöntur upp af þessum rótum hingað og þangað. Þessi þistill er mjög erfiður viður- eignar og tekur það bæði langan tíma og mikla fyrirhöfn, að vinna bug á honum. Þar sem fáeinar plöntur eru, dugar að grafa upp ræt- urnar eða þekja blettinn með tjöru- pappa. En þar sem mikið er af hon- um er eina ugglausa ráðið Jiað, að sá engu í akurinn eitt sumar og vinna hann svo vel, að engin planta nái að vaxa ofanjarðar, og sá í hann maís eða garðávöxtum á næsta sumri. Verkfærið, sem að mestum notum kemur til þess að eyðileggja þennan þistil, er Broad Share Cultivator; — spaðarnir grípa hver út fyrir annan og skilja ekki eftir neitt haft í skor- ið. Þer skera allar plöntur tvo þml. undir yfirborðinu . Margir nota diskahcrfi til að krassa sundur þennan þistil. Þó kemur það að engu gagni, lieldur miklu fremur ógagni, þvi diskarnir skera sundur rótartaumana; en upp af hverjum bút af rótinni, sem er 1 og hálfur þml. á lengd, vex ný planta. Á þann hátt eykst og marg- faldast þistillinn og uppfyllir bú- jörðina. Það má halda þistlinum í skefjum með því, að grunnplægja akurinn strax eftir uppskeru; halda flaginu svörtu til hausts og plægja dýpra seint að haustinu. Láta síðan ekk- ert fá tækifæri til að vaxa í akrinum fram í miðjan júní, og sá Rape (1% pund í ekruna) i raðir, og fara á milli raðanna með eins hests Cul- tivator, þangað til plönturnar ná góðu þroskastigi; úr því breiða þær úr blöðunum og byrgja yfir yfir- borðið, svo að þistillinn kafnar að miklu leyti. Að haustinu er gott að plægja djúpt og láta akurinn vera óherfað- an, svo að frostið nái betur til róta þistilsins. Á næsta sumri er gott að sá garðávöxtum eða mais í blettinn. Sumum reynist vel að sprauta á þennan þistil blöndu af Iron Sul- phate, Iron Sulphate eitt pund og vatn fjögur pund. Eða: Iron Sul- pliate hundrað pund og vatn ein fnnna. —- Þetta dugnr á ekru og kostar $1.50. Þetta drepur Mustard og Dandelions (fífla). Því er spraut- að á áður en bletturinn er sleginn, þegar það er notað á flöt umhverfis heimili. II. F. D. dauða. Hann var merkur maður, vandaður til orða og athafna og mjög vel virtur af öllum, sem þektu hann. , Slys hafa orðið hér: Snemma i síðastliðnum mánuði viðbeinsbrotnT aði ungur maður, Tómas, sonur ó- feigs bónda Sigurðssonar við Burnt Lake; hann var fluttur á sjúkrahús í Red Deer. Heyrst hefir, að tvisýnt væri um, að hann verði jafn góður. — Um sama leyti, eða fyrir mánuði síðan, slysaðist með líkum hætti Jónas J. Ilunford við Markerville, og er litið á batavegi, og er “falls von fornu tré”. — Einnig vildi það slys til nýskeð, að piltbarn hjá H. Hill- man fór með hendina í skilvindu og stórskaðaðist. Curtiss er að smíða nýja flugdreka handa Bretum. Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, 30. júni 1915. Þennan mánuð hefir veðráttan verið hér mjög vætusöm og oft kalt í veðri; nú um nokkra daga hafa géngið stórrigningar, svo flóð er nú komið hér í ár og vatnsföll, meir cn mörg undanfarandi ár; þykir nú hætta búin, að stórbrúm sópi hér af, bæði Red Deer og Medicine ánum, Grasvöxtur lítur vel út, en mikið er að fara undir vatn af lágu landi. — Akrar hafa yfirleitt gróið’vel þetta vor, einkum á háu landi; á lágu landi mun á sunium stöðum vatns- kuldi hafa hindrað framför akra. Hætt við, að þeir verði síðbúnir, ef rigningatíð helzt áfram. Heilsufar alment gott, og velliðan alment góð. í síðastliðnum mánuði andaðist á sjúkrahúsinu i Red Deer bóndinn Hannes S. Eymundarson frá Ewarts; var fluttur þangað undir holdskurð, við krabbameini, er leiddi hann til Það var Curtiss flugmaður, sem smíðaði flugdrekann mikla, sem þá var nefndur America, fyrir Rodman Wanamaker; og átti að fljúga á þess um dreka yfir Atlantshaf. En þegar striðið kom keyptu Bretar hann og 12 aðra af sömu gjörð. Dreki sá hinn nýji, sem Curtiss er nú að smiða, á að hafa 320 hesta afl, og eru vélarnar tvær, með 160 hesta afli hvor. Vængþenslan er um 100 fet, og er hún höfð svo mikil til þess, að drekinn geti borið sem mestan þunga af olíu og sprengiefn- um. Það eru nær þfiðjungi stærri vængir en á “America”, sem þá var dreka mestur, er hann var gjörður. Áætlað er, að þessir drekar verði 700 pundum þyngri en “America”. En alt fyrir það bera þeir miklu meira. “America” gat þó lyft sér 6000 fet í loft upp á 35 mínútum með 1200 punda þunga. En þessi nýji dreki á að gjöra stórum betur. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrir fjölskyldu aT sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandi I Man- sækjandi veröur sjálfur aö koma á itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, eT5a und- irskrifstofu hennar í því héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skll- yröum. SKYLDIIH—Sex mánaöa ábúti o* ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meti vissum skilyrtSum innan 9 milna frá heimllls- réttarlandl sinu, á landl sam ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús vertSur at5 byggja, ats undanteknu þegar ábútSar skyldurnar eru fullnægtS- ar innan 9 mílna fjarlægtS á ötSru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum hérutSum getur gótSur og efnilegur landnemi fengitS forkaups- rétt á fjórtSungl sectíónar metSfram landi sfnu. VertS $3.00 fyrlr ekru hverja. SKTLDiIH—Sex mánatSa ábútS á hverju hinna næstu þriggja ára eftlr at5 hann hefir unnitS sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og ,uk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna landl. Forkaupsréttarbréf getur land- neml fengitS um leitS og hann tekur heimilisréttarbréflt5, en þó metS vissum skilyrtSum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengitS helmilisrétt- arland keypt i vissum hérutSum. VerB $3.00 fyrir ekru hverja. SKVLDVR— Vcrt5ur atS sitja á landinu 6 mánutSi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og relsa hús á landinu, sem er $300.00 virtSl. Bera má nitSur ekrutal, er ræktast skal, sé landitS óslétt, skógi vaxitS etSa grýtt. Búþening má hafa á landinu 1 statS ræktunar undir vissum skllyrtSum. \V. W. CORV, Deputy Minlster of the Interior. BlötS, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrlx. NÝ VERKST0FA Yér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til-að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned.$2.00 Pants Dry Cleaned...50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LaundryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN BÆNDUR! Vér borgum hætSsta vertS fyrlr Smjör, Egg og Hænsni. SkrifitS eftir upplýslngum Stephansson Fish & Prodnce Co. 247 Prlncess St. Phone Garry 2050 Wlnnlpeg. Ideal Plumbing Co. Gjörir allskonar “Plumbing,” “Heating” og við- gerðir; sérstaklega óskað eftir viðskiftum landa 736 Maryland Street Phone Gnrry 1317 G. K. STEPHENSON J. G. HENRICKSON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.